Færsluflokkur: Bloggar
9.10.2012 | 11:43
sumstaðar lætur veturinn vita að það er ekki langt í hann
þá er að byrja upp á nýtt,var búin að skrifa slatta þegar allt strokaðist út veit ekki hvernig
en já síðasta vika endaði með fríi hjá skólanum á föstudaginn,stráksi fór vinnuferð með pabba sínum austur fyrir Selfoss og tók allan daginn en gaman hjá feðgum
laugardagurinn byrjaði snemma að venju skelltum okkur í sund,elsta dóttirin enn.á í bað banni og bóndinn að vinna aðeins,við dvöldum í sundi til hálf eitt,svo var reiknað og lesið,búið var að bjóða okkur hjónunum +i 60 ára afmæli,vorum að melta það hvort við mundum fara en ákvöðum svo á síðustu stundu að skella okkur,fórum fyrst til systur á Túngötunni og hittum þar tvær systur til viðbótar,skelltum okkur svo í veisluna upp úr kl átta ,var þá fullt af fólki og við beint í góðan mat,sætin upptekin en fundum besta hornið leðursætahornið,og þar sáum við yfir og fínt að vera þar,góður matur og fín stemming frábært að hitta frænku sem er flutt í burtu fyrir nokkru síðan,og rifjuðum upp ótrúlega skemmtilega tíma og hlóum mikið.
við hjónin vorum komin heim rétt rúmlega ellefu,ekki vön að vera eitthvað vakandi mikið lengur,en bara gaman,
sunnudagurinn var planaður og ætluðum við að skella okkur í Bolöldu vorum þar um kl hálf tvö,engin þar en við höfum lykil og aðgang af húsinu þar,sem betur fer kallt og væta,stráksi og bóndinn í gallann og á hjólin,stráksi vara svo spenntur að prófa litlu barnabrautina algjör byrjendabraut,tók nokkra hringi en vildi endilega prófa stærri krakkabrautina og viti menn það er eins og hann hafi ekki gert annað en að hjóla þá braut,stóra systirin leiðbeindi honum og svo kom bóndinn og tók nokkra hringi með honum,
svo SNJÓAÐI Á OKKUR OG HAGLÉL TIL SKIFTIST
já er ekki að grínast,þá var gott að sitja í bílnum og við Bríet í góðum yfirlæti þar með gott útsýni á hjólafólkið,sprungið á hjólinu hjá bóndanum og hann gekk frá því og ennþá hjólaði stráksi þrátt fyrir vetraveður,eftir rúman klukkutíma þá ákvöðum við að þetta værui gott í dag,og gengum frá,það var svo gaman hjá stráksa að hann var bara ótrúlega glaður búin að finna sitt aðaláhugamál,
við vorum búin að ákveða að halda áfram til Þorlákshafnar og fórum þrengslin ætluðum að ná í nýja hjólið hennar Gyðu Daggar,þar vorum við lengi í kaffi og góðu yfirlæti,komum heim upp úr kl hálf sjö eftir góðan dag,erum búin að plana hjóladag í vikunni og vonandi verður ekkert sem kemur í veg fyrir það,
í gær fórum við síðustu ferð með dömuna til ofnæmislæknis,þar var gerð útekt á viðbrögðum og koma það ýmislegt í ljós,sem betur fer þá höfum við verið velvakandi varðandi alskonar efni í umhverfinu og í mat,fengum nokkur A4 blöð með heitum á þeim efnum sem ber að forðast,til dæmis í kremum,sápum,alskonar föndurefnum eins og límum og límböndum,frímerkjum,umslögum,plástrum já bara fullt,hún hefur verið að nota það sem hún má,svo þarf hún að vera á sýklalyfjum í vetur ásamt kremi sem er borið á hverju kvöldi og þvegið af að morgni,það krem upplitar föt og rúmföt svo það er ekki hlaupið að því að gista,
en við erum voða afslöppuð varaðandi þetta allt saman,við eigum svo að hitta læknirinn eftir þrjá mánuði og húðin skoðuð,
daman fór loksins á æfingu í gær,fótboltinn byrjaður og úff hvað daman var lúin enda ekki nema læðst eins og mús í hálfan mánuð,stirð og stíf,við spjölluðum við þjálfarann sem tók vel í þetta og ætlaði að láta hana byrja rólega á næstu æfingum,
jæja ætli þetta sé ekki komið gott í dag,og hætta áður en einhver mistök verða gerð við takkaborðið
kv þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2012 | 14:56
það er kallt,spurning um að taka með sér NESTI í göngferðina
úff kallt er þessa daganna ekki farið út úr hússins dyr nema í kuldafötum og má þakka fyrir að maður takist ekki á loft í kviðum,en þannig er það nú bara haustið skollið á með vindi og lágum hitatölum.
nokkur plön á lofti hjá okkur hvar á svo að byrja,ætlum að gera smá framkvæmdir hér heima,þegar fjárhagurinn batnar,vonandi þegar bóndinn fer í aðra vinnu 1 des eftir 10 ára dvöl þar sem hann er,ekkert að gera þar og þá er bara apð róa á önnur mið,bóndinn er ekki í vandræðum að fá aðra vinnu,spurning um hvaða vinnu hann tekur,kemur fljótlega í ljós
elsta dóttirin orðin pirruð á hreifingaleisinu sem fylgir prófinu en næstkomandi mánudag þá er henni óhætt að skella sér í salinn eftir síðustu heimsóknina til læknisins þann morguninn,daman búin að plana þann daginn með föður sínum,að skella sér á létta æfingu og njóta svo að vera í pottinum,
einhver ofnæmi hafa komið í ljós á meðan á prófinu stendur og er þá notast við kælipoka í verstu kláðatilfellum,fáum að vita þetta allt saman í síðustu heimsókn,
yngri börnin bara hress og eru sátt við skólann og lærdóm allt skemmtilegt segja þau
næstu helgi er planað að ná í hjólið sem dóttirin er búin að fá,snemmbúin fermingagjöf,,svo á að skella sér á æfingu 10 okt með Mosfellsfjölskyldunni og eiga saman skemmtilegan dag,
Glagsow ferðin er á næsta leiti en við systur og frænka sem er með í för og ein vinkona ætlum að fara 1 nóv og vera í fjóra daga og skemmta okkur og versla eitthvað,erum búin að fá ábendingar hvar sé hagstæðast að versla og nú er bara að bíða eftir brottfaradegi
jæja tíminn hleipur frá svo að það er komin tími til að hætta enda kyrrsetan við tölvuna ekki fyrir húsfreyjuna er ekki sú fljótasta að pikka stafina
eða eins og ein vinkona segir,þú ert ekki þessi típa sem eyðir of löngum tíma í tölvu,bara svona rétt að skjótast
kv þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2012 | 13:22
haustið skollið á,söknum sumarsins og fólksins sem við kynntumst.
verð bara að byrja á því að segja að smá atvik í gær upp úr kl eitt,við hjónin búin með góðan hádegisverð,bústurinn klikkar aldrei kaffisopinn ekki heldur,en já Rás 2 hljómaði og Óli Palli eitthvað að spjalla en þá skellir hann lagi á fóninn eftir smá stund og eyrun stækkað þónokkuð við hlustunina á laginu,JÓLALAG hljómaði Baggalútur að flytja Leppalúðalagið við litum á hvort annað og stórt spurningarmerki svona eins og í teiknimyndunum fyrir ofan okkur,jólalag gall í okkur uhh er ekki ennþá september ok hann er að verða búin,eiginlega voru tilfinningarnar eitthvað svo skrítnar,munum ekki einu sinni hvað Óli Palli sagði svo eftir spilunina allt lagið hljómaði,hvað finnst fólki um þetta.
en best að snúa sér að öðru,
sumarið leið allt of fljótt áttum eiginlega eftir að gera fullt þegar skólabjallað hringdi inn fyrsta skóladaginn,tilhlökkun hér á bæ ensumt er svona fastur liður sem við höfum reynt að gera á haustinn og það er að skella sér í bústað,bóndinn reddaði því,kærar þakkir fyrir lánið
við skelltum okkur 21 sept,og dvöldum þá helgi,systir og hennar bóndi og sonur af Hellisandi komu til okkar,yndislegt og frábært að hafa þau með okkur,höfum ekkert getað hist í sumar,
stórt hjólasumarið lauk í lok Ágúst og frábært og ógleymanlegt,erum strax farin að hlakka til næsta sumars og söknum að geta ekki eins oft hitt mosofjölskyldunar kossar til þeirra og knúsin,aðalega er litla daman okkar sem talar mest um Mosfellsfjölskyldunar eins og hún segir,það á ekki að segja moso segir hún en eldri daman okkar endaði á að keppa í enduro í fyrsta skiftið og það er víst ótrúlega erfitt og á 85cc hjóli þá er torfæran nokkuð erfið yfirferðar,hún hjólaði tvo hringi í fyrra mótóinu en motoið er 45 mín en það tók hana 33 mín að fara hringin og hún varð að fara annað hring og var aðrar 33 mín og mjög þreytt,hún var orðin slöpp kvöldið áður en ekki batnaði heilsan,og með einhvern hita en vildi taka seinna motoið og kláraði það með glans og endaði í þriðja sæti í sínum flokki
bóndinn tók ekki þátt,var ekki komin með nýja hjólið á skrá en hann seldi hitt hjólið eftir slysið á Skaganumn í sumar og fékk sér annað og er aðeins farin að hjóla og er bara sáttur með gripinn,
hins vegar er daman búin að fá sér annað hjól sem hún getur notað í sama flokk og hún hefur verið að keppa í en eitthvað búið að breyta því og er aðeins stærra,en að sjálfsögðu Honda.
þetta hjól var æfingahjólið stráksins sem endaði sem íslandameistaði í 85 flokknum,hann fer upp um flokk næsta sumar ásamt öðrum strák og möguleikar stelpunar eru aðeins meiri um að ná í verðlaunasæti,því hún er ekki lengur í 12 til 13 ára flokknum,hún segir að það sé eins gott að veturinn verði fljótur að líða,hún ætlar að vera í feiknaformi ásamt bóndanum og veturinn mun verða undirlagður á æfingum og í salnum,og að sjálfsögðu ekki að gleyma að lifa lífinu og vera með vinum,
þessa dagann er hún í stóra ofnæmisprófinu sem tekur hálfan mánuð,byrjaði s,l. þriðjudagsmorgun fékk stóran plástur þakin hringjum og þar inni eru efnin sem gefa í ljós hvort hún sé með ofnæmi fyrir því efni,eftir tvo sólahringa tökum við plástrana af og sólahring seinna brunum við svo í bæinn og læknirinn skoðar og sum ofnæmin koma strax í ljós önnur ekki strax,áður en við yfirgefum læknastofuna eru settir nýjir plátrar neðar á bakið og sama aðferð notuð,þetta mun endurtaka sig fimm sinnum og það versta er að fyrir svona stelpu sem er alltaf á hreifingu og svitnar þá má hún ekki gera neitt þennan hálfa mánuð.,og ekki fara í sturtu bara að þvo hárið,annars þarf að byrja upp á nýtt
lokadagurinn hjá lækninum er 8 okt,en þá munum við vita allt um ofnæmin og hvað má nota og hvað ekki,og skella sér í LANGA sturtu
litla daman mín er ein hjá mér í dag,rest af fjölsk fóru á motocross æfingu í Motomos,það er að segja bóndinn og sonurinn,elsta dóttirin fór með og ætlaði að aðstoða stráksa í barnabrautinni hann er orðin ansi góður að hjóla og elskar þetta sport,skil bara ekkert í þessu hehe
en litla daman mín er eitthvað smeik eftir biltu á einni æfingunni og er ekki tilbúin strax að fara á hjólið,en það er bara allt í lagi,
svo styttist íi 7 ára afmæli púkanna og það er að sjálfsögðu veisla með fjölsk og vinum,þau eru sko búin að ákveða fyrir löngu hverjir verða svo heppnir að fá boðskort
jæja pásan frá heimilisverkunum er lokið,við mæðgurnar erum búnar að taka til í púkaherberginu og riksuga það,svo nú tekur við smá afþurkun af stofuskápum,orðið ansi þykkt lag af húsgagnariki,
heyrumst síðar
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2012 | 09:14
rigningin er góð
aha loksins rigning hversu oft hefur þessi hugsun komið upp það sem af er sumri,veit ekki en allavega þá var yndislegt að koma út kl sjö í morgun,ná í blaðið og anda að sér fersku lofti og augun gátu numið litadýrðina úti án þess að píra augun,en sólin er jú í uppáhaldi,dóttirin eldri sagði um dagin að það mætti alveg vera þannig að á nóttunni mætti rigna en á daginn mætti vera sól þetta hafa örugglega margið hugsað,
vikan byrjar vel,sunnudagurinn mikill tilhlökkunardagur fyrir yngstu meðlimi það var búið að stefna á Sólbrekkuna og prófa að hjóla,gerðum tilraun í hádeginu en það ringdi mikið,bara í Sólbrekkunni sögðu þau alstaðar annarsstaðar er sól,litu oft til himins í gegnum þakgluggan á bílnum og sáu bara svart ský yfir okkur,biðum í tæðan klukkutíma en ákvöðum þá að fara heim og fá okkur ís og reyna síðar um daginn,og viti menn rigningin hætti á miðjum Grindavíkurvegi og það hafði stytt upp í Sólbrekkunni börnunum til mikillar gleði
gamli galli eldri dótturinnar svona rétt passaði á stráksa aðeins of stór en bara fínn,hann var svo með æfingahjálminn eldri systur og gömlu brynjuna og hlífar,og allt klárt,og gekk bara vel hjá honum,systir hans var sko alveg til í að hjóla,hún á ekki galla svo að því var reddað með passlega stórum hermannabuxum frá bróður og hægt að hafa hlífarnar innanundir og hettupeysu,hún mjög sátt og fyrsti hjálmur systur hennar passaði á hana,þau skiftust á að vera í brynjunni og með hálskragann,daman litla aðeins rög en vildi ólm halda áfram og viti menn hún gat svo hjólað smá spotta ein og varð þetta líka ótrúlega glöð
fyrir þá sem langa að sjá afraksturinn þá er búið að setja myndbönd á fésið,
nú er bara að bíða eftir annari æfingu sem er væntanlega í vikunni
bæjarferð snemma í gærmorgun,daman eldri átti að mæta í tannmyndatöku vegna spangann í Mjóddinni og þegar þangað var komið . sagði glöð afgreiðslu dama að tannsi væri komin í sumarfrí,umm við vorum nefnilega viss um að við áttum að koma þennan dag,og áttum svo pantaðan skoðunartíma 4 þessa mán,það fannst glöðu konunni skrítið,sumarfríið væri ennþá,glaða konan ætlaði að ná sambandi við konuna sem skráir niður tímanna og hringja í okkur,við röltuðum bara út í bíl,þar var engin sála.rest af fjölskyldu tók sér göngu í Mjóddinni,en kom fljótlega,
litla daman sagði að það væru til tvær flottar búðir þarna.önnur er með ótrúlega flottar gull og demanta í glugganum og hin búðin væri með svo fallega kjóla í sínum glugga,,hún nefninlega elskar glitrandi hluti að hennar sögn
og bróðir hennar vildi aðeins fara inn í eina búðina,,BAKARÍIÐ,,
hvað segir þetta okkur hehe
svo var ferðinni haldið áfram og komið við í Hondu umboðið en hjól dótturinnar var farið að leka við demparanna,,þar kom styrkurinn sér vel,,svo fær hún smá afslátt hjá þeim,
endurvinslan heimsótt og tveir troðfullir pokar skiluðu rúmlega 3000 þús kr sem fer í sjóðinn fyrir Ray Cup fótboltamótið,
stráksi mynti okkur á að hann væri ótrúlega svangur og langaði svo mikið í bakaríið,systur hans voru honum sammála,
umm já við þurfum að fara á einn stað í viðbót svo væri nú möguleiki á bakarísferð
Arctic trucks umboð fyrir Yamaha og varahlutur fyrir hjól bóndans sótt,þar inni voru hjól og annað sem tengist því vel skoðað.
á heimleið komum við í bakaríi og sátum þar inni og gæddum okkur á gómsætum snúðum
vikan framundan er bara róleg þar til á laugardegi kemur,en ætlum að baka tebollur með kokos og súkkulaði sem mun örugglega verða borðað með bestu list á laugardaginn,
hlökkum mikið til,verð samt að muna að ná í miða í göngin eða að bóndinn muni eftir því veit ekki alveg þetta með minnið en munar um allan aurinn
en jæja ætli að þetta sé ekki komið gott í dag,þarf að gefa fótboltabörnum morgunmat nr tvö því það eru æfingar kl 10,kl 11 og kl 12 svo að það er einskott að fara að haska sér,
kv húsfreyjqan sem er sko ekki aðgerðalaus,allt er samt gott í hófi,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2012 | 22:19
einn kaldur og upp í ból
hvað á ég eiginlega að gera segir húsfreyjan við bóndann eftir kvöldmat,uppvask,búið að horfa á forsetaframbjóðendur í beinni,,kem kanski að því á eftir,,og börnin komin í bólið,
nú hvernig væri að skella inn bloggfærslu
húsfreyjan hugsi,æi nenni ekki að sitja á hörðum stól án baks fyrir framan tölvuna,
bóndinn svaraði,ekkert mál að taka úr sambandi og þú rifjir upp gamla tíma með tölvunni í bólinu,
uu húsfreyjan aftur mjög hugsi,rifja upp gamla tíma með tölvu í bólinu
ekki miskilja neitt en þegar lappirnar á þér fóru með níu mánaða milli bili í stóra aðgerð og lítið hægt aö gera þá bloggarðu helling.
hjúkk var farin að halda að eitthvað hefði verið miskilið eitt augnablik.
en jæja er búin að koma mér þokkalega vel fyrir með tölvuna í fanginu og einn ískaldann á náttborðinu og ætla að búa eitthvað til
frá því síðast ætli að það sé ekki vika síðan þá að þá var að bresta á motocross keppni á Skaganum,
við vöknuðum kl að verða sjö ,,eins og með nánast alla morgna,, húsfreyjan var búin að undirbúa ferðina daginn og kvöldið áður baka slatta og pakka öllu niður sem ekki þurfti kælingu,svo að lítið annað að gera en að vakna,morgunmat,sólarvörn og stuttföt,komin í bílinn kl að verða átta og haldið af stað,Mosfells fjölskyldan hitti okkur og vorum við í samfloti,fullt af fólki komið er við vorum komin rétt rúmlega níu,við fundum okkur stað og hjólin drifin í skoðun og fyrsta reisið eða prufuhringur og tímataka hjá 85 cc flokknum og kvennaflokk saman,daman okkar er í 85cc flokk en vinkona hennar er komin á 125cc hjól og má ekki vera í þeim flokki en hún keppir í kvenna flokk,þar eru hjól af öllum stærðum,
13 skráðir í þessa flokka og gekk mjög vel hjá stelpunum,engar dettur og ekkert bilað
þrjár 10 mín moto en svo er plús tveir hringir þegar tíu mín eru liðnar,þegar eitt moto er búið þá er pása og næsti flokkur keppir,þegar allir flokkar hafa lokið keppni þá er næsta umferð þar til öll motoin eru búin,
en bóndinn var ekki alveg eins heppinn,hann tók að sér detturnar greinilega en gekk samt ótrúlega vel,hann hafnaði í 5 sæti,daman okkar í 4 sæti og vinkonan í 6 sæti,og allir glaðir með það,þetta er jú fyrsta keppnisárið svo engar ofurvæntingar eru á dagskrá
eitthvað var nú tekið upp á myndavél sem er fest á hjálminn og hefur því verið hlaðið inn á andlitsbókina,,fésið,, hjá bóndanum og dótturinni.
svo er búið að taka æfingu í vikunni og verður önnur tekin á morgun á Skaganum því næsta keppni,íslandsmeistara,,verður haldin á Skaganum 6 júlí,
og þetta er bara hægt vegna sameiginlegt áhugamál fjölskyldunar,góða vini mosfellsflölskyldan , góðan þjálfara sem er ekki spar á þolinmæði og gefur sér mikinn tíma,miklu meira en um var samið,og góða styrki takk ,allt kostar víst pening
höfum haft það notalegt það sem af er vikunar,sitt lítið af hverju,útivera fótbolta og motocross æfingar,sund,lesið,og líka hvílt sig á sólinni og tekið aðeins inniveru,lúin börnin þegar kemur að kvöldmat rúmlega sex,stundum aðeins farið út annars tekið því rólega og sofnuð upp úr hálf níu.
restin af fjölskyldunni klárar að horfa á EM ekkert leiðinlegt það
og uppáhaldsliðið Spánn komið í úrslitin
svo eru allir komin í draumaheiminn fyrir miðnæti
það er búið að vera að gera upp gamla litla hjólið hennar G,D. því ólmir púkar vilja fara að hjóla og mun fyrsti alvöru prufurúnturinn verða næsta sunnudag á braut,það er mikil tilhlökkun hjá þeim og allar græjur tilbúnar og ætlum við að festa þetta á filmu og það er aldrei að vita nema það rati inn á ,,fésið,,eftir helgi.
þrátt fyrir að sumarið sé og veturinn langt í burtu þá er eitt og annað sem er saknað,til dæmis gönguferðir með vinkonu en sem betur fer þá náum við stundum að spjalla þó ekki sé farið í göngu en það er eitthvað við það að byrja á því að gá til veðurs er ganga eða ekki,oftast var nú gægt að hittast þó svo ekki var alltaf hægt að taka göngu,en sem betur fer þá rættist úr vinnu hjá vinkonu og nóg að gera,við stefnum á að fara skemmtigöngu við fyrsta tækifæri og hlökkum mikið til
sakna eitt og annað sem tilheyrir hverri árstíð og hlakka alltaf jafnan til þegar hver tekur við af annari.
svo er bara nóg um að vera hjá okkur en samt gott að geta tekið því rólega inn á milli,fyrir utan þaö að keppa nokkuð ört þá ætlum við að kíkja vestur á Hellisand í sumar,söknum mikið okkar fjölskyldu þar,það verður bara gaman og gleöi þegar við hittumst,ein eða tvær útilegur á dagskrá en erum svo að leita af bústað í nágrenni Akureyrar strax eftir verslunarmannahelgina,því laugardagurinn á eftir er motocross keppni þar,svo ef einhver les þetta og veit af gistingu fyrir ekki rosalega mikinn pening þá má setja sig í samband við okkur
við höfum verið að leita og ekki vantar framboð en uff hvað þetta kostar mikið,það er betra að vera þar sem við getum verið nokkuð örugg með hjólin sem eru ekki í lokaðri kerru ásamt dótinu sem því fylgir,
jæja húsfreyjan búin að sitja með tölvuna í tæpa tvo tíma er reyndar búin að standa upp,,sá kaldi rennur fljótt í gegn sko er ennþá með þann sama á náttborðinu
ætla að láta þetta duga í kvöld
hafið það sem allra best
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2012 | 14:21
íbúðin er til sölu
ekki fer mikið fyrir áframhaldandi hita ,,bylgju,, eftir fyrstu helgi þessa mánaðar og rigningin hún lætur bíða eftir sér og þá hafa úðarar helstu garða nóg að gera,skil samt ekki hvers vegna sláttuvélar eru komnar á fullt á kvöldin,einmitt þegar dagur er að kvöldi komin,og maður vonast eftir aðeins meiri kyrrð og leyfir sér að opna glugga sem snúa að götunni eða barnaherbergjum,sem hafa verið lokaðir vegna hávaða eins og umferðin og hitt séu komin inn til okkar, en nei á kvöldin þá er eins og ennþá meira sé að gera,auðvitað er fólk í vinnu og einhverjir komnir í sumarfrí en ok er að kvarta og kveina yfir utanaðkomandi hávaða,engin að slá á daginn eða um helgar,allavega fáir hér í kring,ótrúlegt hvað sumt getur valdið ,,pirringi
væri til í að getað flutt sem fyrst ÍBÚÐIN ER TIL SÖLU,,það er ekki grín,,látið berast ef einhver les þetta,,það er nefninlega til fólk sem lætur lítið sem ekkert raska ró sinni eða er til í hávaða og kanski vill einhver búa hér,
einhver bilanahrina hefur gert var við sig hér á bæ,á einu ári eða frá s,l. sumri hafa hinu ýmsu tæki annað hvort verið úrskurðað ónýtt eða bilað
fyrst var það kaffi vélin,flotta vélin sem var keift í góðærinu maður mátti aðeins en þá var bara tekin upp útilegu græjurnar og hellt upp á gamla mátin það er nú í lagi,
svo fór blandarinn ,,tvisvar og sem betur fer í ábyrð,,kaffi vélin var ný dottin úr ábyrð,
ennþá öflugari blandari fékkst í staðin með litlum auka kosnaði og í ábyrð og auka ábyrð keyft,
þá fór uppþvottavélin hún var komin til ára sinna,svo það er þá vaska upp,það er svo sem í lagi,
og verst af öllu bilaði þvottavélin tvisvar,fyrst í mars þá fóru kolin og svo í endan maí en þá fór heilinn og ábyrðin rann út ca viku á eftir hjúkk sem betur fer,en það tók verslunina sem hún er keyft frá, mánuð að redda heilanum,arg
þá var að treysta á systur og teindó að koma með þvott,það er ómögulegt að vera án þvottavélar,
brauðristin hangir saman á hef hugsað um það en ekki komist að niðurstöðu,kanski er best að vera ekkert að pæla neitt of mikið í því,já og hraðsuðuketillinn var farin í verkfall eða gerði tilraun til þess,bóndinn tók hann í sundur og fixaði eitthvað til svo er bara að vona að hann hangi eitthvað áfram,
en gleði inn á milli,hugurinn er oftast áfram og næsta helgi er farin að nálgast og fjörið framundan
motocross keppni á Akranesi,bikarkeppnin og undirbúningur hafin,allt kostar þetta sitt og hverri aukakrónu sem má missa er eitt,ekki er verra að styrtaraðillar eru aðeins að koma og munar sko öllu að hafa góða að takk takk
jæja nóg af tuði og motocross
aldrei að vita nema það komi færsla eftir næstu helgi og hugsanlega meira af motocross það má alveg monta sig hehe
kv húsfreyjan
alveg að missa sig yfir moldi,ryki,mátulegum hávaða,skemmtilegri útiveru með fjölskyldu og vinum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2012 | 14:23
Hugleiðing
Færslur mínar í vetur tóku sér hvíld,löngun til að koma hinu ýmsu á blað enduðu ekki sem færsla aðeins í skrifblokkinni,ásamt sála þá ræddum við nýja stefnu og er framtíðin sem fær að ráða ríkjum vonandi þó svo að stundum koma skýin mis dökk,ræddum þær óþægilegu hugsanir og tilfinningar sem koma upp og hvaða leið og lausn finnum við,
GÖNGUFERÐIR
þegar þörfin var sem mest þá var næstum daglega farið ein út fyrir bæjarmörkin og losa sig við það sem mátti ekki staldra við og valda vanlíðan,eitt skiftið þegar líðan var sem verst og veður ekki gott þá fann ég að ég varð að fara út,áður en ég vissi af þá var ég komin út og stefnan tekin í áttina út í bót,fór gamla malarveginn,snjókomann og smá vindur var bara þægilegt,fann mér svo stein settist aðeins niður á heimleið,var mér litið upp og þægilegt að fá snjóinn umleika andlitið,sá svo að sólin var að gera tilraun með að ná í gegnum snjókomuna,þá gerðist þetta.
sólargeislar og snjókornin féllu saman og umléku mig
mér fannst eins og ég svifi um á skýi fram hjá fjöllum
og dölum,fer á staði sem eru mér bæði kunn og ókunn
sé tré,stórt tré stend fyrir framan það,tréð sýnir mér
það góða,það sýnir mér það sem ég mér býr,
ég sé gleði,ég sé sorgir,
tréð fellur saman og hæðir blasa við,
þar eru breytingar
til hinns betra,mér líður vel.
ég hef verið með skriftarbók í vetur og hún er ávalt nálægt mér og í hana skrifa ég það sem dettur í hug,meira að segja þegar ég fer ein í gönguferðirnar,,,það hætti að snjóa og ég dreif mig heim og leið bara nokkuð vel,börnin voru í skóla og undir teppi með kakó og skrifbókina skrifaði ég gönguferðina niður,
sála fannst þetta fín hugmynd að koma frá sér vanlíðan sem mér finns virka vel,
þegar ég finn fyrir að erfiðleikar eru þá segi ég við sjálfan mig,komdu þessu frá þér og skrifbókin tekin upp,finn fyrir slökun,að geta útilokað utankomandi truflun,,,,, fá orð bera minnstu ábyrgð,,,,þá er bara að reima skóna taka sér stafi í hönd og bókina í vasann og rölta út,
hef líka notið þess vel að fara gönguferðir með vinkonu og það er nú ýmislegt spjallað sem fær mann sko til að út í eitt
kv og njótið sumarsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2012 | 13:44
sumarið sem í vændum er
Sumarið er tilvalin tími til að undirbúa dimma og langa tíma sem framundan er þegar hausta kemur og það er svona eins með sumarið maður verður eitthvað svo hissa hvað það stendur stutt yfir því að þegar hausta dregur og fyrsti snjór vetrarins þá er fólk voða hissa
en snúm okkur aftur af sumrinu,sólin,hlýi vindurinn og meiri útivera,sundferðir og stuttbuxur og trampolínið komið upp börnunum til mikillar ánægju,og ekki verra að skóla sé lokið og gleði yfir því að ekki þurfið og rogast með töskur út eldsnemma og mesta hluta skólagöngunar í myrkri svona allavega á morgnanna heyra nú sögunni til,skólagangan gekk nokkuð vel þrátt fyrir byrjunarörðuleika og kennaraskifti á miðri önn hjá yngstu börnunum,þau náðu sínum markmiðum eða það sem er sett upp í skólakerfinu,lesturinn hjá stráksa enduðu með 37 atkvæði á mín og miðað við fyrstu könnun á miðri önn þá vöru hans fyrstu 19, stelpan náði 44,5 atkvæðum á mín og var hún með 21,5 á miðri önn,
enda var haldið að þeim lestrinum sem kennarinn segir að skiftir öllu þegar læra þarf og er undirstaða þess,en ávalt lásu þau fimm daga vikunar í vetur sem var ekkert mál þau höfðu gaman af og munu halda áfram með lestur í sumar og eru þegar farin að lesa og slá ekki slöku við,velja sínar bækur og er sama programið notað,ekki verður tilhlökkunin minni þegar sumarlestur hefst á bókasafninu í vikunni helling sem þau hafa afrekað á fyrsta skólaári
elsta dóttirin var staðráðin í að bæta allar einkanir frá því á miðri önn sem ekki voru til að skammast sín fyrir,verð bara að koma þeim að líka
íslenska 10
stærðfræði 10
danska 10
enska 9
náttúrufræði 9,5
myndmennt 9
tölvur 10
sund 10
lestur 216 atkvæði
mætingareinkunn 10
eins og kennarinn hennar segir alltaf þegar foreldraviðtöl eru að hún þarf engu að kvíða framtíðinni með þessar einkannir
bóndinn og elsta dóttirin hafa æft stíft motocross æfinar oftat í Boluöldu ca 2 til 3 í viku,samhliða styrtaræfingum í boxi,hafa lokið tveimur keppnum í crossinu og eru 7 keppnir eftir hjá dömunni en 6 hjá bóndanum það sem eftir lifir sumarið,þeim hefur gengið mjög vel,og æfa þær saman vinkonurnar,hún er úr Mosfellsbæ og eru þær frábærar í brautinni ásamt kennaranum sem þær hafa haft frá því í október og miklar framfarið hjá þeim,næsta keppni hjá þeim og bóndanum er 23 júni á Akranes.
fjölskylda vinkonu dótturinnar í Mosfellsbæ hefur verið með okkur á æfingum og keppnum frábært að kynnast þeim stefnum við á útilegu á Skagakeppninni.
þetta sumar eru þær dömur og bóndinn að ná sér í reynslu og hitt er bara plús
frábært sumar í vændum með fótbolta,mótocross og vonandi eina eða tvær útilegu.
kveðja Húsfreyjan
p,s stefni á færslu fljótlega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2012 | 11:34
með hækkandi sól nálgast vorið
Húsfreyjan heilsar og er langt liðið síðan síðast,ætla svo sem ekkert að tjá mikið um það,lífið gengur sinn vana gang og gengur vel hjá börnum í skóla,það hefur róast mikið hjá púkunum að þeirra sögn þá er ekki oft farið á rauða spjaldið en oftar á græna spjaldið sem þíðir það að það er betra spjaldið
við áttum góð jól og áramót en um áramótin vorum við ekki heima,við fórum bústaðaferð og er kyrðin og umhverfið sem við sækjumst í,fullt af snjó og ótrúlega fallegt þar um að litast,á ennþá eftir að hitta þann sem gerir okkur kleift að geta látið smá draum rætast og þakka betur fyrir okkur
heilsan svona þokkaleg,sami háttur á að halda sér við þá stefnu að láta sér líða vel reyndar með aðstoð sérfræðinga en stundum er bara þannig,það er á okkar ábyrð hvernig við viljum lifa lífinu og suma hluti er ekki hægt að framkvæma allavega ekki eins og staðan er en vonandi rætast draumar á árinu sem ekki gátu ræst á síðasta ári,
elsta daman á fullu í fótaboltanum og motorcross æfingum,erum í Reiðhöllini alla sunnudaga og er þessi mánuður sennilega sá síðasti sem klúbburinn hefur afnot af,en frábært að geta haft æfingar allt árið,svo er beðið og beðið eftir vorinu og snjór víkur undan hlíindum og hækkandi sól,
mikið horft á motorcross dvd sem elsta daman fékk í jólagjöf og það á að keppa í sumar eins með bóndann hann undirbýr sitt hjól,svo komast þau stundum í sandvíkina og eiga skemmtilegan hjóladag,við fylgjum þeim eins og skugginn og höfum gaman af,
húsfreyjan hefur sem betur fer getað tekið gönguferðirnar nánast upp á dag í vetur,gerði bestu fatakaup í haust þegar fjárfest var í bomsum með innbigða mannbrodda sem með einu handtaki er snúið við og arka' af stað ásamt stöfunum,svo er frábært að vinkona úr efri byggð er að koma til með heilsuna og arkar með sýna stafi bara yndislegar og hressandi gönguferðir sem vara orðið hátt í tvo tíma á morgnanna.
en ætla ekki að hafa þetta lengra úi dag,setan við tölvuna er ekki upp á sitt besta svo ef einhverjar villur koma fram þá er sjónin ekki betra en þetta hehe
þar til næst,vonandi fljótlega þá kveður húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2011 | 13:13
undirbúningur fyrir afmælið stendur yfir
þrif hér og þar og undirbúningur fyrir 6 ára afmælisveislu sem verður næstkomandi laugardag þá er ættingum boðið að koma,púkarnir sem eru orðin 6 ára 25 okt eru himinlifandi að hafa náð þessum merkta áfanga þau byrjuðu daginn á að biðja mömmu um vöfflur svona með súkkulaðinu eftir skóladaginn,að sjálfsögðu var móðir þeirra við þeirri bón og skellti þar að auki rjóma í fínu sprautuna og sulta plús heit súkkulaði sósa
en fyrst af öllu eftir skólann þá var drifið sig í smá klippingu það er að segja afmælisbörnin,daman fékk toppaklippingu og fléttur og stráksi lét laga hanakambinn og kamburinn litaður blár og appelsínugulur og þannig mætti hann á fótboltaæfingu strax eftir klippinguna,einhver óþarfa athyggli að hans sögn,VÁÁÁ flottur kambur.
á meðan daman var í stólnum þá loksins fór fyrsta framtönninn,var búin að missa tvær í neðri góm, sem hékk á engu,hún var búin að vera til trafala og tók sinn toll svona andlega seð,en viti menn stráksi var með lausa tönn í efri ekkert orðin mjög laus en stráksi vildi að sjálfsögðu ekki vera minni maður og tók þessa hálflausu tönn og brosti sínu breiðasta
tannálfurinn sem sagt fékk tvær tennur og skellti tveimur gullpeningum undir hvorn koddann
kökubakstur er hafinn og hefur ein kakan litið dagsins ljós önnur bökuð í dag og skellt í frystir svo tvær á morgun og skreytt á laugardaginn og skellt á brauðtertur,
litla daman mun keppa á lýsismóti í fótbolta hér í bæ þann morguninn og hlakkar mikið til,
en húsfreyjan ætlar að láta staðar numið í dag,börnin eru búin í skólanum hálf tvö,
njótið þess sem er í boði
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar