haustið skollið á,söknum sumarsins og fólksins sem við kynntumst.

verð bara að byrja á því að segja að smá atvik í gær upp úr kl eitt,við hjónin búin með góðan hádegisverð,bústurinn klikkar aldrei Wink kaffisopinn ekki heldur,en já Rás 2 hljómaði og Óli Palli eitthvað að spjalla en þá skellir hann lagi á fóninn eftir smá stund og eyrun stækkað þónokkuð við hlustunina á laginu,JÓLALAG hljómaði Baggalútur að flytja Leppalúðalagið Woundering við litum á hvort annað og stórt spurningarmerki svona eins og í teiknimyndunum fyrir ofan okkur,jólalag gall í okkur uhh er ekki ennþá september ok hann er að verða búin,eiginlega voru tilfinningarnar eitthvað svo skrítnar,munum ekki einu sinni hvað Óli Palli sagði svo eftir spilunina allt lagið hljómaði,hvað finnst fólki um þetta.

en best að snúa sér að öðru,

sumarið leið allt of fljótt áttum eiginlega eftir að gera fullt þegar skólabjallað hringdi inn fyrsta skóladaginn,tilhlökkun hér á bæ ensumt er svona fastur liður sem við höfum reynt að gera á haustinn og það er að skella sér í bústað,bóndinn reddaði því,kærar þakkir fyrir lánið Kissing

við skelltum okkur 21 sept,og dvöldum þá helgi,systir og hennar bóndi og sonur af Hellisandi komu til okkar,yndislegt og frábært að hafa þau með okkur,höfum ekkert getað hist í sumar,

stórt hjólasumarið lauk í lok Ágúst og frábært og ógleymanlegt,erum strax farin að hlakka til næsta sumars og söknum að geta ekki eins oft hitt mosofjölskyldunar Kissing kossar til þeirra og knúsin,aðalega er litla daman okkar sem talar mest um Mosfellsfjölskyldunar eins og hún segir,það á ekki að segja moso segir hún en eldri daman okkar endaði á að keppa í enduro í fyrsta skiftið og það er víst ótrúlega erfitt og á 85cc hjóli þá er torfæran nokkuð erfið yfirferðar,hún hjólaði  tvo hringi í fyrra mótóinu en motoið er 45 mín en það tók hana 33 mín að fara hringin og hún varð að fara annað hring og var aðrar 33 mín og mjög þreytt,hún var orðin slöpp kvöldið áður en ekki batnaði heilsan,og með einhvern hita en vildi taka seinna motoið og kláraði það með glans og endaði í þriðja sæti í sínum flokki Smile

bóndinn tók ekki þátt,var ekki komin með nýja hjólið á skrá en hann seldi hitt hjólið eftir slysið á Skaganumn í sumar og fékk sér annað og er aðeins farin að hjóla og er bara sáttur með gripinn,

hins vegar er daman búin að fá sér annað hjól sem hún getur notað í sama flokk og hún hefur verið að keppa í en eitthvað búið að breyta því og er aðeins stærra,en að sjálfsögðu Honda.

þetta hjól var æfingahjólið stráksins sem endaði sem íslandameistaði í 85 flokknum,hann fer upp um flokk næsta sumar ásamt öðrum strák og möguleikar stelpunar eru aðeins meiri um að ná í  verðlaunasæti,því hún er ekki lengur í 12 til 13 ára flokknum,hún segir að það sé eins gott að veturinn verði fljótur að líða,hún ætlar að vera í feiknaformi ásamt bóndanum og veturinn mun verða undirlagður á æfingum og í salnum,og að sjálfsögðu ekki að gleyma að lifa lífinu og vera með vinum,

þessa dagann er hún í stóra ofnæmisprófinu sem tekur hálfan mánuð,byrjaði s,l. þriðjudagsmorgun fékk stóran plástur þakin hringjum og þar inni eru efnin sem gefa í ljós hvort hún sé með ofnæmi fyrir því efni,eftir tvo sólahringa tökum við plástrana af og sólahring seinna brunum við svo í bæinn og læknirinn skoðar og sum ofnæmin koma strax í ljós önnur ekki strax,áður en við yfirgefum læknastofuna eru settir nýjir plátrar neðar á bakið og sama aðferð notuð,þetta mun endurtaka sig fimm sinnum og það versta er að fyrir svona stelpu sem er alltaf á hreifingu og svitnar þá má hún ekki gera neitt þennan hálfa mánuð.,og ekki fara í sturtu bara að þvo hárið,annars þarf að byrja upp á nýtt Frown

lokadagurinn hjá lækninum er 8 okt,en þá munum við vita allt um ofnæmin og hvað má nota og hvað ekki,og skella sér í LANGA sturtu

litla daman mín er ein hjá mér í dag,rest af fjölsk fóru á motocross æfingu í Motomos,það er að segja bóndinn og sonurinn,elsta dóttirin fór með og ætlaði að aðstoða stráksa í barnabrautinni hann er orðin ansi góður að hjóla og elskar þetta sport,skil bara ekkert í þessu hehe Wink

en litla daman mín er eitthvað smeik eftir biltu á einni æfingunni og er ekki tilbúin strax að fara á hjólið,en það er bara allt í lagi,

svo styttist íi 7 ára afmæli púkanna og það er að sjálfsögðu veisla með fjölsk og vinum,þau eru sko búin að ákveða fyrir löngu hverjir verða svo heppnir að fá boðskort Whistling 

jæja pásan frá heimilisverkunum er lokið,við mæðgurnar erum búnar að taka til í púkaherberginu og riksuga það,svo nú tekur við smá afþurkun af stofuskápum,orðið ansi þykkt lag af húsgagnariki,

heyrumst síðar

kv húsfreyjan 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 19358

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband