með hækkandi sól nálgast vorið

Húsfreyjan heilsar og er langt liðið síðan síðast,ætla svo sem ekkert að tjá mikið um það,lífið gengur sinn vana gang og gengur vel hjá börnum í skóla,það hefur róast mikið hjá púkunum að þeirra sögn þá er ekki oft farið á rauða spjaldið en oftar á græna spjaldið sem þíðir það að það er betra spjaldið Smile

við áttum góð jól og áramót en um áramótin vorum við ekki heima,við fórum bústaðaferð og er kyrðin og umhverfið sem við sækjumst í,fullt af snjó og ótrúlega fallegt þar um að litast,á ennþá eftir að hitta þann sem gerir okkur kleift að geta látið smá draum rætast og þakka betur fyrir okkur Joyful

heilsan svona þokkaleg,sami háttur á að halda sér við þá stefnu að láta sér líða vel reyndar með aðstoð sérfræðinga en stundum er bara þannig,það er á okkar ábyrð hvernig við viljum lifa lífinu og suma hluti er ekki hægt að framkvæma allavega ekki eins og staðan er en vonandi rætast draumar á árinu sem ekki gátu ræst á síðasta ári,

elsta daman á fullu í fótaboltanum og motorcross æfingum,erum í Reiðhöllini alla sunnudaga og er þessi mánuður sennilega sá síðasti sem klúbburinn hefur afnot af,en frábært að geta haft æfingar allt árið,svo er beðið og beðið eftir vorinu og snjór víkur undan hlíindum og hækkandi sól,

mikið horft á motorcross dvd sem elsta daman fékk í jólagjöf og það á að keppa í sumar eins með bóndann hann undirbýr sitt hjól,svo komast þau stundum í sandvíkina og eiga skemmtilegan hjóladag,við fylgjum þeim eins og skugginn og höfum gaman af,

húsfreyjan hefur sem betur fer getað tekið gönguferðirnar nánast upp á dag í vetur,gerði bestu fatakaup í haust þegar fjárfest var í bomsum með innbigða mannbrodda sem með einu handtaki er snúið við og arka' af stað ásamt stöfunum,svo er frábært að vinkona úr efri byggð er að koma til með heilsuna og arkar með sýna stafi Smile bara yndislegar og hressandi gönguferðir sem vara orðið hátt í tvo tíma á morgnanna.

en ætla ekki að hafa þetta lengra úi dag,setan við tölvuna er ekki upp á sitt besta svo ef einhverjar villur koma fram þá er sjónin ekki betra en þetta hehe

þar til næst,vonandi fljótlega þá kveður húsfreyjan 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

240 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 19360

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband