27.10.2011 | 13:13
undirbúningur fyrir afmælið stendur yfir
þrif hér og þar og undirbúningur fyrir 6 ára afmælisveislu sem verður næstkomandi laugardag þá er ættingum boðið að koma,púkarnir sem eru orðin 6 ára 25 okt eru himinlifandi að hafa náð þessum merkta áfanga þau byrjuðu daginn á að biðja mömmu um vöfflur svona með súkkulaðinu eftir skóladaginn,að sjálfsögðu var móðir þeirra við þeirri bón og skellti þar að auki rjóma í fínu sprautuna og sulta plús heit súkkulaði sósa
en fyrst af öllu eftir skólann þá var drifið sig í smá klippingu það er að segja afmælisbörnin,daman fékk toppaklippingu og fléttur og stráksi lét laga hanakambinn og kamburinn litaður blár og appelsínugulur og þannig mætti hann á fótboltaæfingu strax eftir klippinguna,einhver óþarfa athyggli að hans sögn,VÁÁÁ flottur kambur.
á meðan daman var í stólnum þá loksins fór fyrsta framtönninn,var búin að missa tvær í neðri góm, sem hékk á engu,hún var búin að vera til trafala og tók sinn toll svona andlega seð,en viti menn stráksi var með lausa tönn í efri ekkert orðin mjög laus en stráksi vildi að sjálfsögðu ekki vera minni maður og tók þessa hálflausu tönn og brosti sínu breiðasta
tannálfurinn sem sagt fékk tvær tennur og skellti tveimur gullpeningum undir hvorn koddann
kökubakstur er hafinn og hefur ein kakan litið dagsins ljós önnur bökuð í dag og skellt í frystir svo tvær á morgun og skreytt á laugardaginn og skellt á brauðtertur,
litla daman mun keppa á lýsismóti í fótbolta hér í bæ þann morguninn og hlakkar mikið til,
en húsfreyjan ætlar að láta staðar numið í dag,börnin eru búin í skólanum hálf tvö,
njótið þess sem er í boði
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.