Færsluflokkur: Bloggar

skrítið en,,,,,,,,,

það er nótt úti sögðu krílin við okkur foreldranna í gærmorgun þegar við röltuðum á leikskólann og þau horfðu til himins og bættu við,hvar er sólin og það vantar snjóinn,já þessi kríli eru mikið að spá í lífið og tilverunahugsið ykkur hvað við erum svo lánsöm að eiga börn og þau fylla svo sannarlega upp í lífið og tilveruna hjá okkur Heart

það er alltaf jafn gaman að koma með krílin á leikskólann og ná í þau og alltaf jafn glöð,svo er alltaf jafn notalegt að koma heim,taka fram alskonar dót og framkvæma skemmtilega leiki og núna þessa daganna þá er ekki verra að baka aðeins og föndra með liti,pappír og skæri,svo er oft litið út um gluggann og leitað af snjónum en segja svo úff kallt úti.

mikil tilhlökkun í gær þegar við vissum að litla systir,fósturdóttir, væri á leið suður og ætlaði að kíkja í heimsókn,reyndar stutt heimsókn en svo yndislegt að hitta hana og knúsa en hún kom í gærkveldi en krílin voru þá farin að sofa en elsta dóttirin ennþá vakandi og náði að hitta hana,einnig kom frænka í heimsókn en hún tók gönguferð hingað og í notalegt spjall og færði húsfreyju te sem á að virka vel á hina ýmsu kvilla.

í morgun þá var nú heldur betur kuldalegt um að litast úti en þá er bara að klæða sig vel og halda út í myrkrið og enn nefna börnin að það sé nótt og ekkert skrítið með það en það er löngu komið mirkur þegar þau fara að sofa kl átta að kvöldi og þá er sagt að það sé komin nótt og þau sjá myrkrið úti og svo vakna þau á morgnanna og ennþá myrkur og jafnvel þaegar þau fara í fyrstu útiveruna kl að verða tíu og ekki orðið albjart,nú við fórum bæjarferð upp úr kl eitt en litla systir þurfti að hitta læknir og vildi ekki fara ein,húsbóndinn fór á okkar jeppa með krílin með sér en húsfreyjan ók bíl litlu systur og fylgdi henni til læknis,og gekk allt vel þar,hún ákvað svo að drífa sig aftur vestur vegna leiðinda veðursspá og fékk hún fylgt upp á höfða en þar skildu leiðir Crying það er alltaf mikill söknuður þegar hún fer en hún ætlar að koma aftur 11 desember og vera yfir helgi en 12 desmber þá verða 5 ár frá því er móðir okkar lést og ætlum við að koma saman þann dag heima hjá pabba og Eygló og eiga góða stund,

við hjónin drifum okkur heim og bóndinn fór til vinnu en húsfreyjan hafði það notalegt með krílunum sínum og stuttu seinna kom elsta dóttirin heim ásamt vinkonu sinni en þær fóru á fótboltaæfingu eftir skóla og við vorum svo heppin að fá pabba til að aka þeim á æfingu en veðrið er frekar leiðinlegt en svo fóru þær á körfuboltaæfingu og svo hem til vinkonunar en komu svo hingað og fór lítið fyrir þeim eins og vanalega við leik,bóndinn var að vinna til að verða álf sjö en kom þá í mat og til að vera með okkur og fór aftur til vinnu rúmlega átta þegar börnin fóru að sofa en bóndinn er að hjálpa mági sínum að setja vél í jeppann hans og stefnan er að bíllinn verði tilbúin næsta laugardag,

en jæja það er komin tími á svefn en hann er lítið að skána en það kemur vonandi að því,en áfram ríkir bjartsýni húsfreyjunar á berti líðan þó svo það gerist ekki hratt,en það hafa bara svo margir miklu verri en við en þið hafið það vonandi gott og látið ykkur líða vel,það er tilhlökkun fyrir morgundaginn eins og alltaf Joyful

kv húsfreyju gumpurinn

 

 

 

 


þvílíkur bökunar ilmur ummm svo jólalegt

það var nú notalegt að fara á fætur í morgun þrátt fyrir ekki svo mikin svefn s,l. nótt að vakna en ekki komin fótferðatími og reyna að sofna aftur Gasp og meira geisp,en allir voru voða hressir í morgun og eftir þessi hefðbundnu morgunverk og allir farnir að heiman og húsfreyjan búin að skella sér í Orkubúið og koma heim og fá sér hafragraut ásamt lyfjum og vitamini,þá var að demba sér í hnoða í dýrindis piparkökur og baka þær þegar börnin kæmu heim,og þau voru þvílík glöð og skemmtileg stund hjá okkur í dag og auðvitað var smellt mynd af ungu bökurunum,og aðeins smakkað á deginu og mikið af piparkökum borðað og drukkinn með ísköld nýmjólk,ætla að láta uppskriftina fylgja en húsfreyjan hefur breytt uppskriftinni en það er um að gera að gera það ,

                                                           piparkökur

                                          2 msk agave síróp og gott er að smyrja skeiðina með olíu fyrst,

                                          2,5 dl hrásykur,má vera brúnn sykur

                                          225 gr mjúkt smjör

                                          1 egg

                                           1 tsk kanill

                                           1 tsk engifer

                                            1 tsk negull

                                            3 tsk kardimommur

                                           3 tsk matarsódi

                                           7 dl spellt hveiti

                  hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós,bætið eggi,sírópi og kryddi

                út í og hrærið vel,blandið hveitinu smátt og smátt út í á vægum hraða,en deigið á að vera aðeins blautt,látið bíða í kæli í eina klst,svo er bara að fletja það út á hveiti stráðu borði og móta ýmsar fígúrur eða kúlur úr deiginu,bakið í u,þ,b. 10 mín í miðjum ofni í 200 gráðum hita,geymið  í vel lokuðu íláti í kæli eða frosti.þessar kökur eru mjúkar en verða aðeins stökkar og börnin eru vitlaus í þær og ef þau mættu ráða þá væri ekki hætt að borða fyrr en þær væru búnar en mamma ræður þrátt fyrir góðar tilraunir og með Halo Halo Halo einmitt svona svip,en þá fóru þau í leik og gæddu sér á ávöxtum sem mamman var búin að skera og setja á disk og það var notað í búðar leik,og húsfreyjan hrærði í haframjölskökur sem voru svo bakaðar í kvöld,en það er líka aðeins breytt uppskrift held að hún hafi einhvern tímann verið sett inn en læt hana fylgja með,

                                                        hollar haframjölskökur

                                                 1 bolli mjúkt smjör

                                                 1 bolli brúnn hrásykur

                                                 1 bolli agave síróp og gott er að smyrja bollann fyrst með olíu

                                                  2 egg

                                                 1 tsk vanilludropar

                                                 2 bollar spellt hveiti

                                                  1 tsk matarsódi

                                                  1 tsk sjávarsalt

                                                  2 tsk kanill

                                                  3 bollar gróft haframjöl

                                                  1 bolli rúsínur eða aðra þurkaða ávexti 

                                                   1 bolli saxað konsum súkkulaði

                 þeyta vel saman smjör,sykur og síróp,egg út í einu í senn svo vanilludropum,þurrefnin næst og hrært saman og að síðustu haframjöl,deigið í ísskáp í minnsta kosti eina klst,hitið ofn í 190 gráður og setjið smjörpappír á plötu,setjið með msk deigið á plötuna og hafið fjórar kökur í röð samtald tólf kökur á plötu en þær stækka vel í ofninum og bakist í 8 til 10 mín,leyfið kökunum að vera 5 mín á plötunni eftir að þær hafa verið teknar úr ofninum en setjið þær svo á grind og látið kólna,þessar kökur eru ekkert smá góðar svo er um að gera að prófa að setja aðra þurkaða ávexti út í t,d. aprikósur,döðlur og sleppa súkkulaðinu en okkur finnst voða gott að hafa súkkulaði Joyful

og eftir kvöldmat og leik,börnin sofnuð þá var tekið við að vaska upp og kveikja á ofninum og á meðan hann hitnaði þá var eldhúsið skúrað og ekki veitti af og kökurnar bakaðar,og nú hefur húsfreyjan það notalegt en bóndinn er að vinna með mági sínum í jeppanum hans og verða eitthvað fram á kvöld en nú styttist í svefn og þá er bara að vona að svefninn verði aðeins betri en hafið það sem allra best og eigið góðan dag eftir vonandi góða nótt,

Sleeping drauma kveðja 

 

  


það er svo notalegt að vakna við knús og kossa

dagur að kveldi komin og húsfreyjan frekar lúin,var það strax í gærkveldi eftir heimkomuna úr bæjarferð en dagurinn í gær hófst að venju snemma upp úr kl sjö og krílin vildu fá mömmu á fætur,þeim datt ekki í hug að vekja pabba sinn , en á fætur skildi mamma og morgunmatur strax,   íllt í maganum ég svangur og ég svöng segja þau í kór,svo var morgunmatnum skóplað upp í sig á augabragði og meira í skálina af seriosi og rúsinum,en mamma þeirra rétt gat losað uppsafnaðann vökva en ekki í rólegheitum á wc , svona inn á mili skammta af morgunverði mamma lýsi og vitamín ekki gleyma okkur WounderingWoundering tvö starandi andlit og mjög hissa,en allt reddaðist þetta að lokum ásamt að koma sér vel fyrir í stofusófanum og kúrt með barnaefnið,

mamma þú kúa,kúra, í þínu lúmi,rúmi, segja krílin og bæta við mamma teitt,þreytt, oooo það er yndislegt hvað krílunum er umhugsað um mömmu sína Heart en öðru hverju er nú athugað hvort mamma sé sofandi eða að hlusta á útvapið,útvarpið,og knúsa hana og kyssa,en upp úr kl níu fer pabbi þeirra á stjá og herbergishurðinni er hallað aftur og mamman rotast með það sama og sefur í klukkutíma,

við eigum von á heimsókn það eru brottfluttir íslendingar sem ætla að kíkja áður en landið er yfirgefið seinna þennan sama dag og með þeim koma teindó og að venju þá er skrafað og skrafað,og bara yndislegt að fá fólkið í heimsókn,eftir hádegi þá er bæjarferð það er afmæli en förum fyrst í Breiðholtið og alltaf gott að koma þangað,elsta dóttirin hafði beðið frænku sína um að klippa af hárinu sínu og var mikið tekið af því og stelpan er mjög ánægð með það Joyful segir að það sé miklu betra að hafa styttra hár en við vorum búin að segja henni að hárið vex nú aftur og það væri betra að klippa af því en svo réði hún því sjálf,

en húsfreyjan er búin að vera með magaverkri og höfuðverk frá kvöldinu áður en fer nú samt,það eiginlega stafar af kvíða en fær sér aðeins meira af vatni og auka skammt af hörfræaolíu í melonusafa sem slær á magaverkinn,nú við komum í afmælið rúmlega þrjú og komið fullt af fólki og ilmandi súpa boðin ásamt brauði og mikið var súpan dásamlega góð,en húsfreyjan fékk sér frekar auka skammt af súpunni en einhverjar sneiðar af kökum,bara langaði ekki í en veit að þær kökur eru voða góðar,nú við héldum heim á leið ca tveimur tímum seinna og það er alltaf gott að koma heim í öryggið,

börnin orðin þreytt og sofnuð um átta og bóndinn í vinnu en elsta dóttirin var líka lúin og sofnaði í foreldra rúmi kl níu,en hún var með höfuðverk og tók verkjatöflu og ekki lengi að sofna, nú húsfreyjan tók fram saumavélina og faldaði gardínur er voru fyrir stofuglugganum sem krílin voru búin að toga og toga,svo voru þær settar í þvottavél en ekki samt látin þvo fyrr en morguninn eftir,núna í morgun,en húsfreyjan var búin að kaupa tvo gardínuvængi ljósar á lit í stofuna og þær settar í þvott,svo kom bóndinn heim og við spjölluðum í dágóða stund á meðan teið og calm var drukkið,

vöknuðum á okkar tíma í morgun,húsfreyjan á sínum tíma og fékk sér morgunmat og setti þvottavélina á stað,tók til nesti og fann til föt á börnin og eldaði hafragraut,börnin vöknuðu sjálf kl sjö og bóndinn ræstur,og á meðan allir borðuðu þá klæddi húsfreyjan sig í æfingagallann og skellti sér í útigallann utan yfir og fór með fullt af gardínum út á snúru í þessu líka fína veðri,svo var að koma börnum í föt og foreldrarnir fengu sér kaffisopa áður en börnin fóru í útifötin,það var mikil tilhlökkun að fara á leikskólann í piparkökubakstur og að venju þá tóku þau hlaupasprett um leið og inn var komið LoL

það var voða gott að fara í Orkubúið og vorum við konurnar þrjár í tímanum,vaxtamótunar tími,og húsfreyjan viktuð sína vikuviktun og það kom vel út og nú eru tvær vikur eftir af ákorenda keppninni og mikið búið að gerast með ,líkama húsfreyjunar sem er að verða að fínum kroppi Wink, eftir tímann þá var haldið heim og hafragrautur borðaður af bestu list og svo smá viðtal við kennara Gyðu Daggar,kíkti í kaffi til Guðbjargar systur og ekki leiðinlegt þar,eftir hádegi var gluggahreingerning í stofunni og jólasería sett upp ásamt hreinum og nýjum gardínum,krílin sótt á leikskólann og við áttum notalegan dag saman en Gyða Dögg var heima ásamt tveimur vinkonum og þær lærðu saman heimavinnuna, við elduðum svo kvöldmat grænmetislasanja og ekkert smá gott,í uppskriftina er notað sem til er af grænmeti ásamt niðursoðnum tómötum,grænmetiskraftur,kotasæla,lagsanja plötur og ostur,namm namm,

fengum svo heimsókn en systir bóndans úr Briðholtinu kom ásamt sínum bónda og börnum en þau voru að koma með varahlut í vél sem verið er að græja í bílinn þeirra og er ætlunin að kallarnir setji vélina í jeppann núna í vikunni en þau stoppuðu stutt enda voru krílin á leið í rúmið og voru ekki lengi að sofna,en bóndi minn fór að græja vélina ásamt mági sínum,elsta dóttirin las aðeins og sofnaði fljótlega og húsfreyjan ákvað að glíma við blogg og horfa á csi á skájnum með pukka te og calm í bolla og er alveg að sofna svo ætli það sé ekki best að ljúka þessu bloggi og koma sér í bólið,

en látið ykkur líða vel og njótið jólaljósanna og kertaljósanna það er voða notalegt,

Kissing koss og knús frá lúnum gumpi


kertaljós og notalegt og,,,,,,,,

húsfreyjan búin að koma sér vel fyrir í náttfötum með teppi og slökunar calm með heitu vatni í bolla Joyful bara notalegt og áður en calm er farið að hafa slökunar áhrif þá er ætlunin að blogga aðeins og horfa á ruv plús á mæðgurnar Röggu og Dísu í þættinum gott kvöld,þær eru magnaðar þessar mæðgur og hefur húsfreyjan haldið lengi,lengi upp á Röggu og svo bættist dóttir hennar í aðdáendahópinn langar í diskinn hennar sem hún gaf út í sumar,en jæja laugardagskvöld og aðeins húsfreyjan og krílin heima,elsta dóttirin gistir hjá frænku sinni í Breiðholtinu í nótt en bóndinn er við vinnu svo það er voða tómlegt hér,

dagurinn í gær byrjaði kl 6,30 hjá húsfreyjunni með ab mjólk og banana og hörfræjaolíu það er fínt að blanda þessu öllu saman í blandara og ekki verra að hafa bananann frosinn í litlum bitum,drykkurinn drukkinn í rólegheitum og svo er fjölskildan vakin og morgunverður ásamt lýsi og vitamín,börnin klædd og nesti tekið til það er voða gott  hvað þetta gengur nú nánast alltaf vel og engin asi,og mikið fjör þegar á leikskólann er komið og brosa konurnar þegar krílin koma svo glöð og ánægð með lífið og tilveruna LoL það er voða sjaldan sem þau eru lúin eða skapið ekki upp á sitt besta,en húsfreyjan skellti sér í Orkubúið í tíma en við vorum tvær sem vorum í þessum tíma en það er alltaf gaman hjá okkur hvort sem við erum fáar eða margar,en húsfreyjan rakst óvænt á dannmerkur íbúa í ræktinni eða réttara sagt brott fluttann íslending en systur sonur bóndans er í stutta heimsókn hér ásamt kærustu þau fara aftur á morgun,nú eftir góðan tíma þá var bara að koma sér heim og eldaður hafragrautur og skellt sér í sturtu,og viti menn húsfreyjan ákvað að leifa sér að leggjast aftur upp í rúm og  Sleeping  í klukkutíma,ooo það var yndislegt,bóndinn kom í hádeginu en stutt stopp vegna vinnu,elsta dóttirin kom haltrandi heim en hún er með meiðsli í hné en vildi fara í skólann og ætlaði á fótboltaæfinguna en henni var ráðlagt að hvíla sig og bóndinn sá um að koma boðum til þjálfaranns en daman bara grét hún fann til og vildi ekki sleppa æfingu já hún er voða samvisku söm með æfingar, skóla og lærdóm,en daman lá og kúrði með mömmu sinni og við settum inn ljóðið hennar á bloggið.

en kl tvö þá voru krílin sótt og þau í voða stuði útivið rauð í kinnum og ljómuðu og töluðu kapp við annað og sögðu frá piparkökugerð en um morgunin þá var hnoðað í kökurnar en eftir helgi á að baka þær,á heimleið sem er ekki nema tvö hús á milli þá hittum við smiðinn sem ætlaði að vera búin að koma í heimsókn og hann ætlaði að mæta hér næsta dag,er heim var komið þá var fengið sér ís já börnin fengu sér ís og rólegheit en húsfreyjan vaskaði upp og hengdi upp úr þvottavél,dagurinn var rólegur og upp úr kl hálf sex þá kom frænka og passaði krílin með elstu dótturinni á meðan húsfreyjan fór aftur í Orkubúið og í yoga spinning en sá tími gengur út á að það er spiluð tónlist sem er nokkuð sérstök og róleg og svo er hjólað með tónlistinni eins og hver vill en fá samt góð ráð og spjall frá ´Asdísi og góður tími sem endaði á slökun,eitt af góðu lögunum sem voru spiluð í tímanum hafði húsfreyjan aðeins heyrt á ensku en í fyrsta skiftið á okkar tungumáli og var alveg jafn heilluð af laginu og átti spjall við Ásdísi eftir tímann sem setti aftur diskinn í spilarann og spilaði lagið aftur ásamt fleirum lögum af disknum og þetta er bara góður diskur,

börnin og bóndinn voru að borða þegar húsfreyjan kom heim en í boði var heimabökuð pizza,en húsfreyjan fékk sér skyr,krílin sofnuð upp úr kl átta,elsta dóttirnin gisti hjá vinkonu og bóndinn í vinnu,húsfreyjan nokkuð lúin eftir daginn en hafði það af að horfa á fyrsta þáttinn í nýrri syrpu af contender á skjá einum ásamt bónda sínum en var svo ekki lengi að sofna enda búin að ná góðri slökun með pukka te og calm Sleeping

við vöknuðum með krílunum kl sjö í morgun en bóndinn átti að fara að vinna í Helguvík kl átta en því var frestað fram á dag vegna vinda en hann dormaði með krílunum yfir barnaefninu á ruv en húsfreyjan fékk að leggjast aftur upp í rúm og svaf til kl að verða tíu Kissing það var voða notalegt,bóndinn fór í aðra vinnu og Guðbjörg systir kom með tvö af sínum börnum en þau voru hér með krílunum á meðan við systurnar fórum í Orkubúið í rúman hálftíma,

bóndinn kom heim með smiðinn rúmlega eitt og tóku þeir mál af komandi vegg og skoðuðu glugga sem verður alltaf rakur en það á að gera bráðarbirða lausn á honum þar til næsta sumar,en veggurinn kemur vonandi fyrir jól,smiðurinn tók vel í að aðstoða okkur við rif á vegg og setja upp nýjnn,hann ætlaði að útvega efnið á lægra verði og það munar um allt á þessum tímum,

svo hefur dagurinn liðið voða vel við settum upp jólaljós í glugga í svefnherbergjum og jólagardínur í eldhús og jólaljós þar,við höfðum steiktann fisk með karteflum og grænmeti í kvöldmat og krílin sofnuð á sínum tíma,en húsfreyjan er orðin nokkuð lúin og er stutt í svefninn,en á morgun er bæjarferð það er barna afmæli hjá bróðir bóndans en sonur hans er sex ára og að venju þá verður fjölmennt í veislum á þeim bæ, en förum fyrst í Breiðholtið og kíkjum þar í heimsókn og kaffi ,en alltaf kemur upp kvíði þegar húsfreyjan fer þar sem er fólk komið saman og er mjög erfitt að berjast við fælnina en það verður bara að takast á við þessa áskorun og gera sitt besta,

en jæja ætli það sé ekki komin tími á bólið,en svona í lokin þá biður húsfreyjan ykkur að njóta augnabliksins,takið ykkur hvíld komið ykkur vel fyrir,lokið augunum,slakið vel á og látið hugann reika með ykkur,hvað sem er og hugsið líka um það sem er ykkur kærast og sýnið Heart það þarf ekki að vera flókið og kostar ekkert en gefur ómælda gleði og hlýju,

góða nótt Sleeping dreymi ykkur vel  


Hugleiðing,,,,,,,,,að eignast barn

                                                Hún er ekki auðskilin sú einlega þrá,

                                                í gegnum töfrandi móðu finn ég

                                                höndina þína smáu hreina og hlýja,

                                                og öll þín óspillta gleði og skuggarnir hverfa

                                                er þú birtist streymir friður og hlýja

                                                frá skærum ljóma augna þinna,

                                                þú brosir er loginn blaktir af ljósi

                                                sem hefur sigrað myrkrið svarta

                                                frá þeirri stundu er þú komst í heiminn,

                                                svo ósköp falleg og saklaus sál

                                                þú færðir foreldrum þínum heilaga stund.

 

þetta ljóð var samið þegar frumburðurinn leit dagsins ljós                                               


yndisleg sumarbústaða ferð og jólakökugerð byrjuð

það er eiginlega komin tími á blogg hjá húsfreyjunni það er ansi langt síðan síðast en það er nú svo sem ekkert markvert að gerast hér,en síðustu helgi þá dvöldum við í sumarbústað í Húsafelli í boði vinarfólks okkar og það var alveg yndislegt,við komum um kvöldmatarleitið á föstudag en við lentum í snjókomu og hálku á leiðinni en ferðin gekk vel og börnin styttu sér stund með jólamynd og piparkökur og voru mjög ánægð Joyful og mikið óskaplega var nú fallegt í Húsafelli það var svo jólalegt og bústaðurinn notalegur með kertaljós og ekta jóla snjókomu,á laugardeginum fóru kallarnir á rjúpuveiðar en við konurnar og börnin skemmtum okkur vel,fórum eftir hádegi með börnin á leikvöllinn og þar var fjör og tókum við mikið af myndum og það er úr miklu að velja þegar kemur að jólakortagerð með mynd,eftir rúma klukkutíma útiveru í fallegu veðri þá var nú gott að koma inn og fá sér heitt súkkulaði með rjóma,kleinur og piparkökur,börnin í góðum leik og við konurnar föndruðum jólagjafir,kallarnir okkar komu tómhentir heim en samt sáttir og tóku við að grilla lambalæri og svo var borðað við kertaljós,börnin nokkuð þreytt og sofnuðu fljótlega eftir átta,heiti potturinn aðeins notaður og svo bara spjall og aðeins kíkt á sjónvarpið,sunnudagurinn var nokkuð vindasamur en kallarnir fóru aðra ferð en fengu sér fyrst góða súpu,svo við sem eftir vorum höfðum það gott og rúmlega hádegi þá tókum við að pakka niður og höfðum allt tilbúið fyrir heimferðina þegar kallarnir kæmu og þeir komu með fimm rjúpur eftir þessa ferð,lögðum af stað heim rúmlega þrjú og allir sáttir eftir helgina,

við komum við hjá systur bóndans og hennar fjölsk áður en við fórum í gegnum borgina í gott kaffi og spjall,en það er alltaf gott að koma heim og á meðan kvöldmatur var eldaður þá fóru krílin í bað og skift var á rúmum og ekki voru þau lengi að sofna,og sváfu til kl sjö morguninn eftir og hlökkuðu til að fara á leikskólann í vinnuna sína,elsta dóttirin í skólann,bóndinn í sína vinnu og húsfreyjan í Orkubúið,svo hafa dagarnir liðið í rólegheitum og bakstri með börnunum en það er mjög gaman að fá að taka þátt saman og erum við búin að baka súkkulaðibitakökur,hálfmánaða og mömmukökur en eigum eftir að baka vanilluhringi,loftkökur,piparkökur,laufabrauð og konfekt,

á þriðjudaginn var foreldraviðtal í skólanum og það gekk að venju mjög vel,við erum dugleg að fygjast með gangi mála og erum sátt við það sem þar er,kennarinn hrósaði okkur fyrir góða heimavinnu og að henni sé alltaf skilað og alltaf er lesið bæði skildulestur og aukabækur,er hægt að vera meira Smile nei ætli það,í gærmorgun kíkti nágranna frænka í kaffi og mjög skemmtilegt spjall það er bara frábært þegar líðan fólks er að batna eins og hjá frænku og hún stendur sig frábærlega í því sem hún er að gera og áfram frænka,

í morgun eftir ferð í Orkubúið þá var drifið í snögga bæjarferð og húsfreyjan var boðuð í aðra myndatöku á hnjám svo læknirinn geti farið að skipuleggja aðgerðina en hún er víst nokkuð flókin,það gekk nú ekki þrautarlaus sú myndataka en húsfreyjan átti að standa á öðrum fæti á meðan myndatakan var framkvæmd og teknar þrjár myndir af hvoru hné en það var bara bitið á jaxlinn Pinch

enn erum við að bíða eftir að smiðurinn láti sjá sig en vonandi kemur hann fyrir vikulok svo hægt verði að byrja framkvæmdir við herbergið og klára glugga,það er stefnan að elsta dóttirin verði komin í sitt herbergi fyrir jól ekki svo mikið verk að gera til að herbergið verði lokið en það þarf að meta kosnað og kaupa efni og hefjast handa,ætlum að taka upp séríur og jólaskreitingar um helgina og dúllast við að koma heimilinu í jóla búning en börnin eru aðeins að spá og spyrja þegar þau sjá eitthvað jóla og eru furðu róleg ennþá en okkur foreldrunum hlakkar mikið til þegar börnin litlu vera meðvirkari fyrir þessi jól en síðustu jólin hafa þau ekki mikið spáð og erum við þess fullviss að þau verða voða spennt þegar jólin nálgast,

en jæja ætla að láta þetta duga í dag,vona að næsta blogg komi fljótlega en kvöldin gafa farið í notaleg heit undir teppi ásamt kertaljós og aðeins horft á sjónvarpið,en hafið það nú notalegt og gefið ykkur tíma saman í jólaundirbúningnum sem er sjálfsagt hafin á flestum heimilum,

Kissing til ykkar 

 


sultugerð og kökubakstur

komin mánudagur og helgin afstaðin í góðu yfirlæti hér heima,laugardagurinn var að venju tekin snemma með morgunmat og barnaefni,bóndinn í vinnu kl átta og börn Guðbjargar systur komu kl hálf tólf og pössuðu krílin mín með Gyðu Dögg á meðan við systurnar fórum í Orkubúið,og það var bara mjög hressandi,bóndinn kom úr vinnu rúmlega tvö og við kíktum í innflutningsboð hjá vinahjónum okar en þau voru búin að búa í bílskúrnum hjá sér á meðan íbúðin var gerð íbúðarhæf síðan í byrjun jan á þessu ári og það var aldeilis búið að vinna mikið í þeirri íbúð og mjög fín,við stoppuðum í rúma klukkustund og litum við hjá systur bóndans og manninn hennar í kaffisopa og spjall og vorum svo komin heim rúmlega sex,og það er bara alltaf notalegt að koma heim og við fengum okkur skyr og ýmislegt í kvöldmatinn og krílin sofnuð kl átta og orðin mjög lúin enda ennþá lítið þrek komið eftir hita og hósta en reyndar er Sölvi ennþá með hósta en fer minkandi,nú húsfrfeyjan skelti sér á Avon kynningu hjá systur en þar var nú fámennt en góðmennt,aðeins þrjár systur,er heim var komið þá var fljótlega komið sér í ból og sofið sæmilega þá nótt,

sunnudagurinn byrjaði hjá húsfreyjunni snemma og sultan sem var búin til daginn áður var sett í krukkur og svo var heimsókn í Orkubúið,en bóndinn var heima með krílunum en fengum svo heimsókn en systir bóndans og hennar maður og börn komu en kallarnir fóru í það að vinna við jeppann þeirra en við konurnar í góðu yfirlæti hér heima,hádegismatur borðaður kl tvö en eldaður var kjúkklingaréttur ásamt fullt af grænmeti,svo var bökuð hjónabandssæla og nýja sultan notuð í hana og borin fram með þeyttum rjóma og fór það vel í fólkið,Reykjavíkurfararnir fóru svo um hálf átta og krílin sofnuð mjög fljótlega enda búið að vera mikið að gera hjá þeim í leik,

já sem sagt ný vika komin og allt gengur sinn vana gang sem er bara nokkuð gott,stefnan er sett á bæjarferð í vikunni og í Ikea og versla rúm handa krílunum en rúmin eiga að koma í verslunina í þessari viku og svo er heimsókn hjá röngtentæknum og húsfreyjan fer í myndatöku á hnén,en jæja ætli það sé ekki best að hætta og koma sér að verki við ýmis heimilis verk,bið að heilsa ykkur og hafið það sem allra best,

kveðja  


Hugleiðing,,,,hversvegna

spáir þú mikið í lífið og tilveruna og ert ekkert að leyna því ásamt lífsreynslu þinni,  húsfreyjan varð hissa þegar þetta barst í tal ekki als fyrir löngu í símtali frá vinkonu úti á landi,já hváði húsfreyjan og varð orðlaus en svo var spjallað meira um það sem skiftir okkur svo miklu,lífið, það að verða til og fæðast er jú kraftaverk að upplifa æsku og komast í fullorðina manna tölu,standa á eigin fótum og fóta sig áfram fram á fullorðinsár og eldast vel og upplifa hamingju góða heilsu,er það ekki sem okkur flest dreymir um að enda lífið sátt og skilja eftir dýrmæta reynslu sem afkomendur okkar geta haft að leiðarljósi og lært,en því miður þá eru nú allt of margir í okkar heimi sem fá ekki einu sinni að fæðast og svo eru margir sem upplifa hræðilega æsku og lífið verður það sem við munum ekki kjósa,þess vegna er svo mikilvægt að við sem eigum kost á að upplifa gleði og hamingju þó svo á köflum verði dimmir tímar þá eigum við að vera þakklát og ekki spara þakklætið,auðvitað er það sjálfsagt að þurfa að hafa fyrir lífinu mennta okkur og vinna fyrir sanngjörnum launum og uppskera það sem við sáum,eignast fjölskildu og upplifa hamingju ásamt sorgum og sigrum,látum ekki lífsgæða kapphlaupið ekki hlaupa með okkur í gönur,lífið er svo miklu,miklu dýrmætara en að eiga meira og verða betri en nágranninn,verum sátt og njótum þess sem lífið bíður upp á,lítið í kringum ykkur á börnin,makann,heimilið,vinina,fjölskilduna já og umhverfið og njótið þess sem lífið bíður upp á,það má vel vera að þetta sé allt voða væmið en það skiftir mig ekki neinu máli,ég er heppin og ætla að njóta lífsins og vinna með mig á minn hátt,en ég vona svo sannarlega að þið sem lesið þetta og aðrir upplifið gott líf ásamt fjölskyldu og vinum, 

Heart kveðja

 


hó hó hó og meira af......

hó hó hó er það nýasta hér á bæ nú það er að dembast yfir okkur jólaauglýsingar í sjónvarpinu og börnin horfa hugfangin á og segja með Happy glöðum svip ,jólasveinn ,og söngla hó hó hó,en við hjónin höfum haft þá reglu frá fyrsta barni að við erum ekkert að demba okkur í verslanir of snemma en þegar desember er komin þá er farið rólega af stað það er nefninlega svo óskaplega erfitt að bíða eftir jólunum og erfitt að skilja afhverju jólin koma ekki bara núna,en hugur húsfreyjunar eru meira og minna allt árið að huga að gjöfum og föndri og sanka að sér ýmsu sem tengist jólahátíðinni og þegar hausta tekur þá er verslað eitt og annað sem tengist mat og bakstri og jólagjöf inn á milli enda höfum við ekkert haft fyrir því að sleppa okkur eins og Devil í verslunum og verða svo Crying þegar veskið er opnað og peningarnir eru búnir áður en maður hefur blikkað auga,já það er ekki svo vitlaust að dreifa þessu en það hugsa örugglega margir um það þegar reikningar fyrir jólavertíðinni koma þegar í byrjun nýrs árs,ekkert skrítið að fólk fari oft yfir um,og vetur í hámarki og ekkert sér fyrir endanum á vetrinum og myrkrinu í þokkabót,

veðrið er búið að vera nokkuð drungalegt síðustu daga það væri nú bjartara  yfir um ef úrkoman væri í formi snjós en ekki rigningar en það kemur vonandi snjór þó það væri nú bara yfir helstu hátíðisdaganna í desember,veit að það fólk sem sækir vinnu og þarf að fara í næsta bæjarfélag að það er voða fegin að vegur er auður og hvorki snjór eða hálka tefur umferð og setur mikla hættu fyrir bæði gangandi fólk og bílaumferð,en svona heimavið er voða notalegt að nota kertaljósin óspart og ekki verra að baka og fá jólailminn um húsið og svo styttist í að jólaljósin verða sett upp en í borginni þá er þó nokkuð um að ljósinn eru að koma bæði í heimahúsum,görðum og verslunum enda er það fallegt og lýsir upp skammdegið,það verður eitthvað svo hlítt og notalegt um að litast og ekki verra að hvít fönn er yfir öllu Joyful

annars er bara heilsan nokkuð góð á fjölskyldunni,krílin eru öll að koma til,Sölvi hóstaði minna s,l. nótt en fær hita þegar líður að kvöldmat þá ríkur hitinn upp í 40 en er nokkuð góður yfir daginn en hóstar þó nokkuð og matarlistinn er að koma og hann er farin að leika sér og núna í morgun þá svaf hann til kl að verða hálf níu en við fjölskyldan sváfum til kl átta, já það sváfu allir lengur en gengur og gerist en ekkert span á okkur þrátt fyrir það og þagar morgunmaturinn var snæddur þá varum við að rifja upp hvenar þetta skeði síðast og það er svo langt síðan að við mundum það ekki og elsta dóttirin mætti í fyrsta skiftið seint í skólann síðan hún byrjaði í fyrsta bekk vegna þess að við sváfum yfir okkur,já allt er einu sinni fyrst Wink

ætla eftir hádegi að baka hveiti kökur eða hveiti brauð það er voða gott og holt með öllu eða eitt og sér ég læt uppskriftina fylgja með en er nú búin að gefa hana mörgum enda finnst varla betra brauð og man ekki eftir því að einhverjum finnist það ekki gott,

                                        6 bollar gróft mjöl,spelt,kveitiklíð,rúgmjöl eða það sem ykkur líst best á

                                        6 tsk lyftiefni

                                        kúmen eftir smekk og sjávarsalt

                                        súrmjólk,ab mjólk eða mjólk eftir smekk út í og jafnvel

                                        sólþurkaðir tómatar

                                        öllu hnoðað vel saman og flatt út og skorið í hring með lítinn

                                        kökudisk sem mót,gatað með gafli og steikt á pönnu

                                        með olíu og jafnvel smá smjöri með,við meðal hita.

                                        sett svo á disk og leggið rakt viskustykki yfir og njót vel Kissing

en ætli húsfreyjan segi þetta ekki gott af morgunbloggi þennan morgun eða það er að koma hádegi svo við heyrumst síðar,hafið það nú notalegt og Smile það gefur mikið en kostar ekkert þó svo þið þekkið ekki viðkomandi og bjóðið jafnvel góðan daginn

Heart kveðja

 

 

 


krílin ennþá lasin

það eru ennþá veikindi hjá krílunum en Sölvi vaknaði aðfaranótt laugardags með ljótann hósta og er ennþá mjög slappur og með hita en Bríet er öll að hressast er búin að vera hitalaus í tvo daga en í gær fórum við hjónin með þau til læknis og hann skoðaði þau vel en engin hljóð í lungum og eyrun mjög fín,en Sölvi verður verri af veikindum vegna skorts á efnum í líkamanum skammstafað MBL veit ekki alveg fyrir hvað það stendur en honum mun alltaf skorta þetta efni svo það er vissara að fylgjast ennþá betur með honum,

og þannig hafa síðustu dagar verið hér á bæ að hlúa vel að krílunum,og á ekki von á að þau fari í leikskólann strax kannski á fimmtudag eða föstudag en Bríet getur farið að fara ef ekki versnar henni,en elsta dóttirin er þokkalega hress fyrir utan að fá í magann og ristilinn um helgina en hún borðaði það sem hún er ekki vön að borða og þar með sat,bóndinn vinnur mikið sem er víst gott á meðan það er en það líður varla sá dagur að í fréttum má heyra af uppsögnum í stórum hópum,

og ekki hefur húsfreyjan komist út nema svona rétt til að skjótast með hraði í búðina og þar af síður komist í Orkubúið en það kemur vonandi dagur eftir þennan dag,og í morgun var kærkomin heimsókn en Ásta frænka kom ásamt Önnu Hönnu og þáðu þær kaffi og náðum spjalli í tæpann klukkutíma en lítil heimsókn gefur mikið frá sér og er ekki síður en löng heimsókn,en svona til tilbreytingar þá var bakað í dag og það heppnaðist mjög vel en tilraun var gerð með breyttri útgáfu af haframjölssmákökum og það kom jólailmur með bakstrinum það var nefninlega sett kanill í kökurnar ásamt rúsinum,súkkulaði og þurkuðum aprikósum það leynist ýmislegt í efri skápum og um að gera að nota það sem er til hverju sinni í alskonar tilraunir með mat og bakstur,og börnin voru voða glöð og borðuðu kökurnar með bestu list ásamt ískaldri mjólk,gerði tilraun til að bjóða vinkonu í smakk en því miður þá sá hún sér ekki fært til að koma en freistandi var boðið svo húsfreyjan smakkaði auka kökur fyrir vinkonuna en hún fær örugglega að smakka þær einhverntímann,en Sölvi er búin að vera að dorma meira og minna í dag og um kvöldmatarleitið var hann mældur og mælirinn rauk upp í 40 stiga hita svo hann var stílaður og pústaður og var ekki lengi að sofna,en litla systir hans fór fljótlega í sitt rúm og var líka ekki lengi að sofna,

það var mjög óþægileg tilfinning þegar skjálftinn kom og hann var víst 4,5 já nokkuð harður og húsfreyjan limpaðist niður og skalf eins og hrísla í roki já er mein ílla við skjálfta,var í dágóða stund að jafna sig,en gat eldað kvöldmat en beið eftir eftirskjálftum en sem betur fer þá hefur hann ekki ennþá komið,en jæja ætli það sé ekki komin tími á að loka þessari bloggfærslu í kvöld,ekki veitir af svefni en s,l. nætur hafa ekki verið mikið um svefn svo þið heyrið vonandi fljótt frá húsfreyjunni en það er líka verið að útbúa jólagjafir svona inn á milli svefna hjá krílunum,en farið í bólið upp úr kl ellefu svo hafið það sem allra best og eigið góðan dag framundan,

kv gumpurinn

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

331 dagur til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband