Færsluflokkur: Bloggar

jólin,jólin með öllum sínum hefðum og tilhlökkum

ætla að skella inn smá bloggfærslu á meðan verið er að horfa á síðasta hluta af hringadróttinssögu´,var ekki búin að sjá allann síðasta hlutan og vona með örðu auga að kíkja á skjáinn,en annars bara allt gott að frétta af okkur hér úr neðri byggð,það se af er að jólunum þá höfum við haft það mjög notalegt,aðfangadagurinn nokkuð lengi að líða bæði fyrir börnin og gumpinn,það eru hefðir hér á bæ sem hafa fylgt okkur hjónakornunum síðan úr æsku og gaman að halda í þær hefðir t,d. að á aðfangadag er lagt lokahönd á smá gjafainnpökkun og rest af kortum skrifað,kortin ásamt pökkum borið út,farið í kirkjugarðinn ef veður leifir að kveikja á kerti en það er nánast alltaf það mikill vindur og jafnvel úrkoma að ekki er hægt að láta loga á kerti,kíkt í kaffi og smá gotteri til afa og ömmu og þau fá sýnar gjafir og laufabrauð sem er orðin löng hefð að gefa ömmu þegar gumpurinn steikir á þorláksmessu og þá fær amma alltaf helminginn,grjónagrautur borðaður í hádeginu ásamt hveitikökum en það er eiginlega hefð sem við höfum skapað okkur hér á bæ,fara með börnin út að leika og ef það er snjór þá er sleðafæri og fjör,svo er svipað eftir jólasveinum ef þeir væru nú á ferðinni,jólabaðið og fötin og jólasteikin meðhöndluð ftir kúnstarinnar reglum en bóndinn hefur haft það verkefni og ferst það honum vel úr hendi ásamt að steikja karteflur og gera sósu en húsfreyjan fær aðstoð barnanna við að koma meðlætinu og sparistellinu á dúkalagt eldhúsborð,þetta er svo gaman að gea börnunum tækifæri að taka þátt í undirbúning jólanna,

kvöldið er frekar afslappað en það ríkir spenningur þegar pakkaúthlutun á sér stað,en heima hjá gumpinum þá lásum við systurnar til skiftist utan á gjöfunum og það myndaðist séstakur hátíðarstund að fylgjast með þegar opnað var og allir sá hver fékk hvað og svo var vandlega geymdur hver merkimiði á hverjum pakkanum svo ekki gleymdist hver gaf hverja gjöf og í þá hefð höldum við í og eigum við orðið nokkuð gott safn af merkimiðum,

afi og amma koma alltaf til okkar þetta kvöld og eigum góða stund saman áður en börnin fara að sofa en þau eru orðin frekar lúin kl að verða hálf tíu og eftir að gjafirnar hafa verið komið vel fyrir í herbergjunum þá er komið sér í háttinn,jólakortin tekin upp úr jólapokanum og lesin upphátt en þau eru ekki opnuð fyrr en á aðfangadagskvöldi eða jóladagsmorgun,  

á jóladagsmorgun er ávalt búið til heitt súkkulaði ásamt bakaðar vöflur eða pönnukökur með ís,rjóma og sultu það er svona hefðbundin jólamorgunmatur hér á bæ en svo líður dagurinn í róleheitum og við erum á náttfötum eitthvað frameftir degi og ef veður leifir þá er tekin gönguferð og ekki verra að taka sleðaferð,kíkjum annaðhvort til afa og ömmu eða þau til okkar,já dagurinn líður bara létt áfram ásamt því að gæða sér á góðum mat og jafnvel ein og ein tertusneið,

annar dagur jóla er alltaf jólaboð hjá afa og ömmu og koma þá börnin þeirra,makar og barnabörn og þá er hlaðborð með rjúpum ef bóndinn nær að fanga einhverjar mánuði fyrir jólin, lambalæri, hvít sósa og karteflur ásamt hangikjeti bæði það sem er keift úr búð og svo ekta hangikjet úr sveitinni já og laufabrauðið góða, og fullt af meðlætum,og eftir réttur er ís og ávextir,ættingjar njóta vel samverustundarinnar og spjalla í góðu yfirlæti,

og nú er komið miðnæti og þrír dagar af jólahátíðinni hafa liðið allt af fjótt,í dag fórum við hjónin í ökuferð með systur bóndans og fjölsk úr Breiðholtinu við ókum nesjavallaleið og enduðum í kaffi í Breiðholtinu áður en heim var haldið,en á morgun verður jólaboð okkar systranna en við höldum til skiftist boð og nú er komið að gumpinum að halda boðið og verður að venju mikið skrafað og smakkað á hinum ýmsum réttum en allir koma með eitthvað smáræði á hlaðborðið,já svo líða jólin og áður en þau verða formlega búin þá verða áramót með tilheyrandi flugeldum og einhverjum áramótaheitum hjá einhverjum en ætli það sé ekki best að láta þessu lokið í kvöld enda komin nótt og hringadróttinssaga að ljúka,við heyrumst síðar kæru vinir og ættingjar en verð nú samt að lokum að minnast hve gumpurinn sakna nágrannafrænku það er svo skrítið að í húsinu á móti sé engin lífsmerki,engin ljós og engin frænka að flauta og kalla hæ eigum við að hittast yfir kaffibolla en síðast þegar fréttist af henni þá gengur lífið hjá henni vel og fjölskyldan er sátt með lífið í eyjum,

en gumpurinn sendi ykkur Kissing 


jóla hugleiðing

það er svo margt skrítið með okkur mannfólkið hvað svo ótrúlegir hlutir og atburðir hafa áhrif á líf okkar,t,d. jólin en sú hátíð er nokkuð stór og viðamikil,svo eru við íslendingar nokkuð stórtæk þegar kemur að þessari miklu hátíð og það er ekki ofsögðum sagt að það mætti alveg vera meira af gleði og hjartahlýju á meðal vor en bara um jólahátíðina og dagana þar á undan,það vill gerast að boðskapur jólahátíðinnar gleymist og hátíðin snúist upp í æðisgegna og mikilmennsku brjálaði og meðal annars að snúa húsinu eða íbúðinni sinni við jafnvel gera fokhellt,og öll hreingerningin það er eins og fólk haldi að jólin snúist um allt hreint og nýtt en það er öðru nær,það er svo yndislegt að njóta friðarins og gleðinnar án þess að hafa allt á hornum sér og allt brjálað,og innkaupin eru oft á tíðum allrosaleg hjá mörgum, ekki hefur það tíðkast í okkar uppvexti og við höfum haldið í þá hefð að njóta undirbúnings í rólegheitum og engin alsherjar hreingerningar eins og taka alla skápa í gegn og jafnvel geymslur.þetta er nú bara klikkun,við hér heima erum nú bara voða róleg í jólaundirbúningnum og innkaupum sem eru gerð þegar tækifæri gefst árið um kring og rólegheit á sjálfum jólunum,

eins og segir í jólakvæði,það mætti vera meira um gleði og friðarjól og jólaboðskapurinn mætti vera ofarlega í huga fólks,fólk keppist líka við að skreyta sem mest og vera með flottari skreytingar en árið á undan og flottari garð og hús en nágranninn ,hvernig væri nú að láta peninginn sem fer í allar skreytingar og dýrar gjafir renna til þeirra sem þurfa meira á því að halda þó svo það væri ekki nema hluti af peningunum það munar svo mikið um hverja krónu,en við íslendingar erum mjög dugleg við að halda söfnum handa fólki sem lendir í hörmungum og þá er tjaldað öllu sem hægt er að tjalda,bein útsending í sjónvarpi og allir gefa sýna vinnu sem er bara frábært framtak,

við höfum ekki mikið á milli handanna en við söfnum smápeningum og setjum í bauk og látum renna til þá sem þurfa á því og núna fengu börnin í þorpinu sem Njörður P Njarvík stofnaði en gerð var smá heimildarmynd um börnin og sú mynd var sýnd á ruv ásamt Skoppu og Skrítlu sem heimsóttu börnin í þorpinu og það snerti okkur mikið,já margt smátt gerir stórt,

en hver er hinn sanni jóla andi ? leiðum við hugann að því í undirbúningi jólanna ? jú alveg örugglega margir sem gera það og það eru örugglega mörg mismunandi svör,en mín hugleiðing er sú að hinn sanni jóla andi sé það sem snertir hjarta og sál það er eiginlega tilfinning sem er erfitt að lýsa en samt get ég sagt að hluti tilfinningarinnar fylgir gleði og friður,hjartað slær eitthvað öðruvísi og minningar rifjast upp frá því í æsku og fram að deginum í dag,sökknuður látinna ættingja já svo margt ólýsanlegt sem kalla fram bæði bros og tár og hugurinn leitar til þess hve heppin ég er að eiga yndislega fjölskyldu og vini,en svo leiðir hugurinn líka til þeirra sem eiga sárt og engan að og hve heimurinn sem við lifum í mætti vera betri og friður muni vonandi ríkja áður en öllu verður tortrýmt.

ég óska ykkur gleði og friðar jól og vonandi finnið þið ykkar jóla anda,látið ykkur líða vel

Heart takið utan um hvert annað,það þarf ekki meira og það þarf ekki að segja neitt bara sýna væntumþykju.

kveðja frá gumpinum 


jólablogg

kæru vinir og vandamenn,gumpurinn er í bloggstuði og það á aðfangadagskvöldi og kl að nálgast miðnæti og jóladagur alveg rétt handann við hornið,við höfum verið að bralla ýmislegt síðustu daga fyrir fyrir þessa miklu hátíð sem loksins er gengin í garð,við höfum tekið því mjög rólega að vanda hér á okkar bæ eins og vanalega,tilhlökkun mikil en það örlaði fyrir kvíða hjá húsfreyjunni en það tengist ekki jólahátíðinni,það hafa verið farnar nokkrar læknisheimsóknir og s,l mánudag var ákveðið að bæta við myndatköku sem húsfreyjan er búin að bíða eftir á aðra viku en það er nokkuð löng bið eftir svona töku,en læknirinn gaf það út að kúlan á lærinu sem er staðsett ofarlega er að stækka og verkir tengdir því í mjöðm og niður allannn vinstri fót er mikill og stöðugur og gaf sterk verkjalyf sem lina verkina en þeir koma aftur áður en fjörir tímar líða þar til aftur má taka annan skammt en þessi lyf hafa sljóvgandi áhrif svo húsfreyjan er ekki að taka lyfin nema að hluta yfir daginn þegar börnin eru heimaog hluti af lyfjunum er vöðvaslakandi og kvíðastillandi,en yfir jólahátíðinna eru ýmis boð og læknirinn vildi að húsfreyjan prufaði þessi lyf ,en vonandi verður myndatakan sem allra fyrst,

börnin eru búin að vera voða spennt í dag en hafa látið gjafirnar alveg vera sem voru undir trénu þar til stundin kom upp,í morgun kom fóstur dóttir okkar í heimsókn,Kristín Bessa,hún var að vanda hress og kát og aðstoðaði við að pakka inn gjöfum og borðði hjá okkur hádegismat en við vorum með gómsæta grænmetissúpu ásamt heimabökuðu spelltbrauði,við áttum góðar spjallstundir og ætlar Kristín að stefna að heimsókn í fyrramálið í heitt súkkulaði og ís,svo ætla teindó að kíkja aftur en þau koma alltaf til okkar á aðfangadagskvöld eftir mat og pakka,en við fjölskyldan förum ekkert að heiman fyrr en annan dag jóla en þá er fjölskylduboð hjá teindó en þar koma öll börnin þeirra ásamt mökum og börnum,

en j´ja það er komin tími á að fara í háttin og sofa vonandi vel n lyfin eiga að hjálpa við svefninn,en að lokum vill gumpurinn óska ykkur gleðilegra jóla og kærar þakkir fyrir árið sem er að liða og þakkir fyrir innlitið ykkar og spjöllin,hafið það sem allra best og njótið hátíðinnar í faðmi fjölskyldra og vina

Heart kveðja


skreyta og föndra

jæja þá er gumpurinn búin að koma sér vel fyrir í stofusófanum með teppi og föndur sem verður gripið í eftir smá bloggfærslu Wink eitthvað líður tíminn hægt þessa daganna það vill oft verða þannig þegar það er beðið eftir einhverju sem mikil tilhlökkun fylgir já eins og jólunum en það er alltaf nóg að gera hjá okkur og krílin eru að koma heim með jólaföndur og jólagjafir af leikskólanum og eins með eldri dótturina hún hefur líka verið að koma heim með ýmislegt úr skólanum,svo eru litlu jólin hjá henni næsta föstudag og kortaútburður á morgun já bara mikið um að vera hjá henni og síðustu daga hafa verið refaþemadagar og í fyrramálið er foreldrum boðið að koma og skoða afraksturinn af föndrinu með refaþema og að sjálfsögðu ætlar gumpurinn að mæta og bóndinn kemur ef hann kemst frá vinnu,

við hjónakornin fórum á úrslitakvöldið vegna áskorendakeppninar s,l. mánudagskvöld og vorum við ca 15 sem mættum en vorum nokkuð fleiri sem skráðu sig í keppnina,það var  borið fram tómatsúpa með brauði í forrétt og stór diskur með grænmeti og kjúkkling í aðalrétt og var maturinn mjög góður Smile svo var komið að því að tilkynna úrslit fyrir þrjá efstu keppendurna og byrjað á þriðja sæti að venju og ekki átti gumpurinn von á því að vinna auka vinning en það sem gumpurinn var búin að gera var stór vinningur og svo verðlaunasæti það var bónus,en það var  nú ekkert auðvelt að standa upp og standa frammi fyrir fólkinu og svo var smellt af myndavél en þetta tókst nú á endanum,og góður árangur hjá okkur öllum ásamt hinum sem fengu sínar niðurstöður og smá aukaverðlaun,og bóndinn hann fékk sérstök verðlaun hann náði að bæta á sig sex kg og hækka sýna fituprósentu mjög mikið en allir voru að minnka sýna fitu og kg,já og undirfatakynning var frá undirföt.is og Fagra var með snyrtivörukynningu og farðaði konurnar sem lentu í tveimur fyrstu sætunum, flottar vörur hjá stelpunum í Fögru og eins með undirfötin mjög flott föt og líka náttfötin og endilega kíkið á heimasíðuna undirföt.is  . við hjónin komu svo heim kl níu enda allt að verða búið og við nokkuð lúin en bóndinn fór að vinna í jeppa sem systir hans og mágur eiga,og hefur verið að vinna við þann bíl undanfarin kvöld eða frá síðustu helgi,

gumpurinn skellti sér með vinkonu sinni í Bónusferð inn í Njarðvík og auðvitað hækkar matarkarfan nánast í hverri viku en það er um að gera að fylgjast með öllu vel og vandlega og reyna að haga innkaupum eftir því sem best er,leita uppi tilboða og bera saman verð og fylgjast með dagsettningum á matvörum,eftir verslunarferð þá voru börnin sótt og við drifum okkur til Guðbjargar systur en hún var að baka tertur fyrir hátíðina og var boðið upp á epli og brauð fyrir börnin en við systurnar fengum okkur kaffi og vatn,

upp úr kl hálf fimm fórum við á klippistofuna Rossini en feðgarnir áttu tíma í klippingu og það var fjör og gaman hjá krílunum og strákurinn var mjög stiltur hann er allur að mannast í klippingu og kom mjög flottur úr stólnum jú og pabbi hans hagaði sér lika vel og kom flottur úr sínum stól Wink jamm

svo var bara að drífa sig heim og dúllast aðeins og útbúa kvöldmat og það sem óskað var eftir var grjónagrautur með rúsínum og mjólk,eftir góðan kvöldmat voru börnin að leika sér og við foreldrarnir tókum til eftir matinn og kíktum á fréttir og veður,krílin sofnuð kl átta og bóndinn að vinna við jeppann,en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld og taka til við að föndra,hafið það sem allra best,og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða Kissing

kv gumpurinn

 

 


jólin,jólin,,,,

jólin koma brátt Joyful það er svo erfitt að biða eftir jólunum og ekki bara fyrir börnin,nei gumpinum finnst erfitt að biða og telur niður daganna með elstu dótturinni,það hefur greinilega ekkert breyst siðan i æsku að jólin eru lengi á leiðinni,við erum búin að vera að skreita smátt og smátt og tusku strokið hér og þar engin asi í þrifum hér á bæ,jólin verða jafn yndisleg hvort sem tusku eða ryksugu sé brugðið á loft,um helgina höfum við haft það notalegt,í gær fengum við heimsókn en afi og amma á Skipastígnum komu með tvö barnabörn sem ætluðu að gista hjá þeim,gumpurinn var einmitt að byrja að elda góða súpu,afmælissúpan góða,og bauð fólkinu að borða með okkur og var það vel þegið en afi var að fara á jólahlaðborð svo hann var ekki með,en við nutum þess að borða súpuna ásamt heimabökuðu spelt brauði,svo var skemmt sér yfir spaugstofunni þeir kallar eru bara að batna ef eitthvað er LoL og kunna að koma til skila það sem er að gerast hverju sinni,svo fór amman með börnin og elsta dóttirin okkar fór með og gisti þar en okkar kríli voru ekki lengi að sofna enda kl að verða hálf níu,bóndinn fór að vinna í bílnum okkar og gumpurinn tók til hendinni og gekk frá bókum og dóti,setti í uppþvottavél og þvottavél,braut saman þvott og hengdi upp þvott,hjónasvítan sópuð og skúrað gólf,að endingu farið í sturtu og kúrt undir teppi með kertaljós,bóndinn kom stuttu seinna heim og náði að klára að laga það sem bilað var,

vorum vakin kl rúmlega hálf sjö í morgun og ískaldar fætur vöktu gumpinn af værum svefni en Sölvi Örn vildi kúra hjá mömmu sinni og hlýja sér áður en hann borðaði morgunverð ásamt systur sinni en hún vaknaði stuttu síðar,krílin eru ekkert að skoða sokkanna sína í glugganum svo það þarf að minna þau á sokkanna og þau eru alltaf jafn Woundering hissa en verða voða glöð stuttu seinna,við kíktum í kaffi á Skipastíginn og að venju er fjör þar,svo brugðum við okkur bæjarleið og fórum með kaffivélina okkar í viðgerð en hún er ennþá í ábyrgð, komum við í Breiðholtinu eftir viðkomu í Bónus en krílin voru orðin svöng og við hjónin þyrst í kaffi,sem sagt við komum með bakkelsi og fengum gott kaffi þar,kallarnir kíktu á jeppann sem er eitthvað bilaður og komust að þeirri niðurstöðu að best væri að koma með hann hingað og bóndinn ætlaði að kíkja á hann og er að því núna,er við komum aftur á Skipastíginn þá var amman þar á bæ að búa til pönnukökur og heitt súkkulaði umm namm namm og við gæddum okkur á þeim ljúffengum veigum. komum heim kl að verða sjö og öll börnin í bað og borðuðu skyr og banana fyrir svefnog voru ekki lengi að sofna eftir fjörugan dag og lúr í bílnum.

núna er bara ein vinnu vika þar til jólin koma og örugglega mikil vinna hjá mörgum,við ætlum að dullast hér heima en eigum eftir að fara eina bæjarferð en gumpurinn fær símhringingu í vikunni en læknirinn pantaði myndatöku í Dómus og á að mynda kúluna á mjöðmininni en honum leist ekkert alltof vel á þetta og vildi láta mynda áður en hann gerði eitthvað meira,svo er aðeins eftir af gjöfum og smá jólamatur svo sem ekkert sem við höfum áhyggjur af enda ekkert verið að sóa peningum í óþarfa þessi jól frekar en önnur,að hafa ofan í sig og á og gefa góðar gjafir og komast vel frá því peningalega seð Wink

en jæja tli þetta sé ekki orðið nokkuð gott í kvöld,gumpurinn biður ykkur að fara varlega og njóta daganna framundan það er gott að komast aðeins frá erli dagsins og taka smá gönguferð eða ná sér í aðra slökun,það munar mikið um hverja stund og hún þarf ekki að taka mikinn tíma.

hafið það sem allra best Kissing ykkar

kv gumpurinn


Hugleiðing,,,,,,,,,,,tileinkað mömmu

í dag eru fimm ár síðan móðir mín lést eftir harða baráttu við skæðann sjúkdóm og langar mig til þess að minnast hennar í þessari hugleiðingu,það er svo óskaplega margt sem mig langar að segja svo margt í hjarta mínu sem þarf að komast út,sá tími sem mamma átti með okkur er mjög dýrmættur og sá tími er vandlega geymdur í hjarta og sál,hún sá alltaf til þess að okkur skorti ekki það sem henni fannst skifta mestu máli,meðal annars að koma vel fram, þakka fyrir okkur, hún var mikið fyrir að baka og elda og vorum við systurnar ávalt ekki langt undan, mömmu fannst mjög gaman að halda veislur og var þá fjölmennt heima ,við ferðuðumst mikið og sérstaklega á sumrin og gistum við í nokkuð stórum bíl og ferðuðumst kringum landið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar,pabbi stundaði þá í mörg ár minkaveiðar og mikið ferðast í kringum veiðarnar,

það eru svo ótal margar æskuminningar sem ég get sagt frá en þá væri ég lengi,lengi að segja frá en t,d. á þessum árstíma og það fyrsta sem minntu okkur á að jólin kæmu eftir marga daga að fyrsta nóvenber þá skreytti verslun sem heitir Rammagerðin fyrsta gluggann í verslunum með jólasveininum sem veifaði,svo leið nóvenbermánuður mjög hægt og desember kom loksins þá gerðust hlutirnir, jólabakstur,jólahreingerningar,jólagjafakaup og á þorláksmessu þá var alltaf farið til ömmu og afa í bænum og borðað saman skötu og dagurin endað á að rölta saman laugarveginn en þá var engin kringla til og fólk kom saman við þessa götu og gatan lokuð bílaumferð og svo margir á ferðinni,jólasveinar að gefa epli og syngja með börnunum,aðfangadagur í rólegheitum með barnaefni á einni stöð,mamma að undirbúa kvöldið og jólakveðjurnar lesnar í útvarpinu,kortaútburður og natrað í góðgæti meira og minna,við borðuðum alltaf hangikjöt og kaldann ávaxtagraut í eftirrétt þennan dag,jólin alltaf friðsæl.

mikið óskaplega sakna ég mömmu minnar og einhvernveginn finnst mér að hún eigi alltaf að vera til staðar,mömmur vita ótalmargt og gefa góð ráð,mömmur passa upp á að muna eftir treflinum,húfunni og vettlingunum,muna eftir lýsinu,borða matinn sinn,gefa knús og kossa já ég get talið margt upp,ég hugsa til hennar á hverjum degi og er ekki í vafa um að hún átti þátt í að litlu krílin okkar náðu að dafna eftir lyfjameðferð,þá var mikið hugsað til mömmu og bænirnar urðu nokkrar til hennar,hún hefur komið í draumum og í vöku,það er ólýsanleg tilfinning.

langar að lokum að enda hugleiðingu mína á ljóði tileinkað mömmu

                                                  Ég horfi út um gluggann

                                                  heyri í vindinum,heyri í regninu,

                                                  finn fyrir þér,heyri í þér,

                                                  sný mér við en sé þig ekki,

                                                  langar að sjá þig,langar að finna þig,

                                                  langar að finna fangið þitt og leggja

                                                  höfuð mitt að brjósti þínu og finna hjartslátt þinn,

                                                  vera þar lengi,lengi og eiga stund með þér,

                                                  vil geta gefið þér tárin mín,

                                                  tárin berjast við að koma fram og renna niður kinnar mínar

                                                  sameinast þínum tárum,er ég finn fangið þitt,

                                                  elsku mamma mín ég sakna þín.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


sitt lítið af hinu og þessu

dagarnir líða ógna hratt og tími til að blogga er reindar til staðar en nennirinn ekki svo mikill á kvöldin eða þá að gumpurinn fer snemma í bólið,er langt komin með að föndra jólagjafir og jólakortin fara í umslög um helgina,jólagjafainnkaupin eru nánast búin en erum búin að vera dugleg við bakstur og borða herlegheitin með ískaldri mjólk Joyful krílin mín eru ennþá full af kvefi en eru sem betur fer hitalaus og sofa alla nóttina enn sem komið er,á þriðjudaginn var jólakaffi á deildinni þeirra og komst mamma þeirra en pabbinn var við vinnu það var yndislegt að heira börnin syngja og spila jólalög,og þennan sama morgun var loka mælingin í áskorenda keppninni og kom gumpurinn mjög vel úr þeirri mælingu en úrslitin verða næstkomandi mánudagskvöld,og enn þennan sama dag fór gumpurinn í laser aðgerð sem tók rúmann hálftíma en svaf í dágóðann tíma eftir aðgerðina og gekk nokkuð vel en það tekur u,þ,b. tvær vikur að gróa alveg og niðurstöður sýna töku fljótlega eftir helgi,og í morgun kom í ljós hvenar stóra hnéaðgerðin verður en tólfti janúar næstkomandi verður aðgerða dagur og erum við hjónin búin að tala við leikskólastjórann og fáum lengri dagvistunartíma fyrir krílin frá fyrsta janúar til kl fimm og verður hann aftur styttur til kl tvö þegar báðar aðgerðirnar  á hnjánum verða búnar og heilsan orðin góð en það tekur allt sinn tíma.

á morgun verða liðin fimm ár síðan móðir mín lést og ætlum við systurnar ásamt föður okkar og konu hans að koma saman heima hjá þeim og halda litlu jólin og gæða okkur á smá kræsingum,hefur gumpurinn hugleitt næstu hugleiðingu sem verður til minningar um mömmu,

síðustu dagar hafa einhvernveginn dregið niður andlega líðan og er erfitt að hefja sig upp aftur ekki er það myrkrið sem hefur áhrif það er notalegt að hafa kertaljósin og jólaljósin,en svefn hefur áhrif sem og slæmir verkir en í fyrramálið þá verður læknirinn heimsóttur og svo myndataka af mjóhrygg og mjöðm en vinstri hliðin er frekar slæm örtvaxandi kúla er orðin lófastór rétt fyrir neðan mjöðm hefur verið að valda verkjum og ekki hægt að liggja á þeirri hlið,við síðustu mælingu vegna áskorenda keppninar þá sagði Ásdís að þetta væri ekki eðlilegt og það þarf að líta á þetta,jamm en þetta er svo sem eitthvað sem gumpurinn tekst á við og lítur á þetta sem eitt af því sem þarf að yfirstíga,

í morgun fórum við hjónin í ferð til Keflavíkur en frúin vantaði nýjar passamyndir og dreif það af en skotvopnaleyfið er runnið út og núna þarf að skila inn mynd,kíktum í Bónus og Hagkaup og þar fundum við kuldastígvél á elstu dótturina,er mikið að hugsa til litlu systur sem kemur að vestann í kvöld en veðurspáin er ekki góð en hún er að vinna til fjögur og ætla að leggja af stað stuttu seinna,þarf að heyra í henni en símanum hennar var stolið svo vonandi hefur hún samband áður en hún fer,okkur hlakkar alltaf óskaplega mikið til að hitta hana Heart

en jæja það er komin tími til að dúllast með krílin,hugleiðing kemur annað hvort íkvöld eða á morgunn tileinkað mömmu,en kveð ykkur að sinni,látið ykkur líða vel og njótið samverurnar við fjölskyldur og vini

kveðja gumpurinn 


jólin nálgast,

 þá er enn ein vikan að verða búin og komin helgi dagarnir líða mjög fljótt og jólahátíðin nálgast hvort sem við erum tilbúin eða ekki að halda upp á þessa miklu hátíð,síðustu dagar hér á bæ hafa svo sem ekkert verið neitt frábrugðnir en reyndar á miðvikudaginn þá var börnum á leikskólanum boðið upp á leiksýningu og voru því til kl þrjú þann dag,en gumpurinn notaði tækifærið ásamt vinkonu sinni og við fórum bæjarferð og dúlluðumst til kl að verða tvö og meðal annars þá fórum við í Ikea,garðheima og Smárann en tíminn var ótrúlega fljótur að líða,og við vinkonurnar versluðu jólagjafir og smá auka fyrir heimilið,já bara notaleg bæjarferð Joyful og færði systur jólablóm á fimmtudaginn þegar við bökuðum saman jólasmákökur ummm góðar kökur,

og gumpurinn fékk góða vinkonu í heimsókn en það var orðið allt of langt síðan erð við hittumst síðast og áttum við notalgt og gott spjall yfir kaffibolla og smákökum,vonandi hittumst við aftur fljótlega og takk kærlega fyrir heimsóknina Kissing 

veikindi hafa verið að hrjá elstu dótturina en hún er með meltingasjúkdóm frá fæðingu og þarf alltaf að hafa varann á hvað hún borðar en stundum bregður hún út af vananum og misjafnt hvernig það fer í hana en á þriðjudaginn borðaði hún aðeins unna matvöru og það fór mjög ílla í hana og daginn eftir þá var henni boðið í afmæli og fékk brauð með skinku en það var pizzaafmæli og fór það ekki vel í maga og núna fyrst í morgun þá var henni farið að batna en hún hefur ekki getað stundað íþróttir þessa vikuna vegna magaverkja og hún ætlar að passa sig betur en henni finnst leiðinlegt þegar boðið er upp á það sem er gott og fer ekki vel í maga en mæður afmælisbarna taka því vel þegar gumpurinn hefur samband þegar afmæli eru og reyna þær að hagræða og finna það sem hún getur borðað,

heilsa gumpsins er með verri þessa daganna og hefur það áhrif á andlegu hliðina en ef ekki væru fyrir lyfin þá værri líðan mun verri,gigtin er að versna og eins verkir í hnjám og baki og verkir tengdir kvið,legslímuflakk og hafa þeir verkir verið nánast stanslausir í þónokkurn tíma og eftir viðtal og skoðun þá hringdi læknirinn og niðurstöður sýndu frumubreytingar en sýndi ekki slæmt og vill að gumpurinn fari í svæfingu næsta þriðjudag 9 des og á að skrapa út og leghálsinn víkkaður og á að taka aftur sýni,svo á að hafa samband við þvagfærasérfræðing út af flökkunýranu en þar eru einnig verkir,svo það vottar fyrir kvíða en veit að læknirinn sem hefur meðhöndlað gumpinn í þrettánn ár og er því í góðum höndum,

og nú er síðasta vikan í áskorendakeppninni og eftir helgina er mæling og myndataka og úrslit öðruhvoru megin við helgina þar á eftir,en gumpurinn hefur að sínu mati gert mikið og miklu meira en bjóst við og það er sigur út af fyrir sig,það er það sem skiftir öllu máli og að geta farið í Orkubúið á morgnanna er bara eitt af því ásamt mörgu öðru sem heldir geðheilsunni og líkamslíðann í þokkalegu góðu jafnvægi,og eiga stuðning heima fyrir og utan þess allt skiftir þetta máli hversu lítið sem það er,

í kvöld kom frænka í heimsókn en hún er að flytja héðan á morgun og það er þegar komin söknuður til hennar en hún var að heiman í vikunni en hringdi og það var skemmtilegt símtal,það hafa verið miklar breytingar í hennar lífi ásamt börnum hennar síðustu vikur og að hennar sögn til hinst betra og vonandi gengur henni vel í framtíðinni og það sem hún mun taka sér fyrir hendur,að mati gumpsins þá eiga allir skilið annað tækifæri og hamingju í lífinu Heart

um helgina ætlum við að gera meira jólalegt hér heima,bóndinn veit ekki eins og er hvort það verði vinna,kanski tökum við bæjarferð það er aldrei að vita en ætli það sé ekki komin tími á svefn svo gumpurinn biður ykkur góða nótt og Sleeping vel

 

  


komin með fyrstu uppþvottavélina

jæja loksins nennir til að blogga það er voða notalegt að kúra undir teppi á kvöldin og föndra og er húsfreyjan langt komin með jólagjafa föndur,en síðustu dagar og helgin nokkuð annasöm,á laugardaginn komu breiðholtsbúar og voru kallarnir að ljúka við jeppann en við konurnar heima með börnin en auka börn voru hér líka og voru mest átta börn hér um tíma og brjálað fjör LoL eldaður góður kvöldmatur og krílin mín voru alveg búin á því rétt rúmlega átta og vildu fara að sofa og fengu að sofna í rúmi foreldra sinna svo systir þeirra ásamt frænku og frænda fengu afnot af herbergjunum þar til þau fóru kl að verða ellefu,það var rólegt kvöldið og húsfreyjan mjög fegin að leggjast í sófann og nokkuð lúin eftir daginn,

og sunnudagurinn rann upp með kulda og roki að venju,við kíktum í kaffi og meðlæti á Skipastíginn til teindó og fóru bóndinn og hans faðir að aftengja uppþvottavélina en hjúin þar á bæ voru að fjárfesta í nýrri vél og arfleiddu okkur hjónunum að þeirri gömlu sem er í góðu lagi,þegar búið var að koma henni fyrir í , stóra þvottahúsinu sem er framlenging á eldhúsinu , og átti að prófa gripinn þá neitaði vélinn að taka inn á sig vatn svo bóndinn fann út úr því og ekkert gerðist þegar vélinn átti að hita vatnið en tók nú inn vatnið svo í gærmorgun þá opnaði bóndinn vélina og fiktaði eitthvað og vélin byrjaði að vinna eins og uppþvottavél á að gera og hefur ekki klikkað síðan og það var skrítið að nánast strax eftir kvöldmat þá var allt leirtau horfið og komið í vélina og ekkert annað að gera en að henda sér í sófann eftir að börnin voru háttuð og léku sér til átta,þá var bara að taka upp föndrið og dúllast í stað þess að þvo upp og þurka,já húsfreyjan fann að þetta var góð viðbót við eldhússtörfin Joyful

krílin eru eitthvað að kvefast og hósti að aukast og eru þau pústuð og ekkert að þvælast meira út en nauðsin krefur í þessum kulda,elsta dóttirin fékk slæmann magaverk í gærkveldi af völdum kjúkklingahamborgara sem var í kvöldmatinn en það er voða sjaldan sem eitthvað tilbúið er haft í matinn en einhvern tíma höfðum við haft þannig mat en mjög langt síðan og stelpan þoldi það als ekki og það kom að því að hún Sick og leið henni miklu betur og fékk sér lgg plús og gat loksins sofnað en fór ekki í skólann í morgun var ennþá að jafna sig en líðan er öll að skána hún mundi fá líkaí ristilinn ef hún væri ekki með lyf,og daman ákvað að passa sig og svo eru afmæli framundan hjá bekkjar systur hennar og það er orðið voða vinsælt að hafa afmæli á mömmu míu og pizzur þar eru eitur fyrir hennar maga og ristil og vill hún ekki fara ef ekkert annað sé í boði svo húsfreyjan ætlar að tala við mömmu afmælisbarnsins og ath málin,

nú húsfreyjan er á síðustu viku áskorenda keppninar í Orkubúinu og það er mikið búið að gerast og er æft alla daga vikunar styrtaræfingar aðalega enda er aðalmálið að koma sér í sem besta formið fyrir aðgerðina í janúar og eru aukin áhersla sem og keppnisskapið að skila sér og auðvitað eru vöðvar og liðir sárir en það verður bara að halda áfram enda versta sem maður gerir vegna verkja og það er að gera ekki neitt eða mjög lítið,hef reynslu af því,

en jæja það er komin tími að skera niður ávexti og dúllast með börnunum,hafið það sem allra best og flýtið ykkur hægt og gefið ykkur tíma

kv gumpurinn 


þökkum fyrir hvern dag sem við eigum

og verum glöð þegar við vöknum næsta morgun og hlökkum til að takast á við verkefni dagsins í dag,þrátt fyrir krepputal en það er eiginlega orð sem er eiginlega of mikið notað,auðvitað er staðan í okkar annars ágæta þjóðfélagi ekki alveg það sem við hefðum kosið en það er nú oft með það að þá hlýst eitthvað gott af því slæma og ekki hefur það farið fram hjá húsfreyjunni og örugglega mörgum að þjóðin hefur þjappað sér saman og krefst svara við ótal spurningum,fólk hagar t,d. innkaupum allt öðruvísi verslar frystikistur og tekur slátur og ýmsan innmat sem hélt lífi í þjóðinni langt fram á síðustu öld,já svo ótalmargt sem kreppan fær fólk til að hagræða og skipuleggja lífið öðruvísi en það jafnvel gerði,

Sleeping  það hefði nú verið notalegt að getað sofið lengur í morgun eftir ekki svo mikinn svefn s,l. nótt er með slæma verki sem halda húsfreyjunni frá nætursvefni en eins og er þá hafa engin verkjalyf svona normal lyf virkað á verkina en húsfreyjan er ekkiert hrifin af að taka sterk lyf og verða svo rotuð að það verður erfitt að vakna og lyfin lengi að fara úr líkamanum,hef reynslu af svoleiðis lyfjum og það er ekki góð reynsla, en börnin bjóða okkur góðan daginn á okkar vanalega tíma svo eftir smá stund þá var húsfreyjan vel vöknuð eftir fullt af knúsum og kossum Kissing krílin eru farin að syngja fyrir okkur jólalög sem þau eru að æfa á leikskólanum en þau munu syngja fyrir foreldra á jólagleðinni sem verður 9 des og það er svo yndislegt að hlusta á þau svo innileg  Heart elsta dóttirin fór í náttgalla í skólann en s,l. þrjá daga þá eru þema dagar og hafa börnin farið einn daginn með skrítna hárgreiðslu eða skrítið höfuðfat,næsta morgunn þá var sinn hvor sokkurinn og í morgunn voru náttföt,já það er gaman að breyta til og um helgina er svo sýning í skólanum og vonandi komumst við en annars er bara allt gott héðan,fjölskyldan nokkuð hress enginn flensa að herja á okkur,eftir að allir höfðu yfirgefið heimilið í morgun og húsfreyjan búin að gera skemmtilegar æfingar í Orkubúinu þá var bara að hafa það notalegt hér heima,fór í Bónusferð með Guðjörgu systur eftir hádegi og ýmis tilboð skoðuð þar og innkaupin vandlega íhuguð eins en samt þarf aðeins að leifa sér eitthvað smávegis,

bóndinn var heima með börnin á meðan innkaupin voru gerð en varð að fara til vinnu þegar húsfreyjan kom heim og það var voða rólegt hér,börnin að horfa öðru hverju á mynd með dótakassann á stofugólfinu,ávaxtaskál borin fram eftir að gengið hefði verið frá vörum og svo var þjappað sér saman með teppi í sófanum og kúrt,elsta dóttirin fór á skemmtigleði hjá fótboltanum á mömmu míu en kom heim með vinkonu sinni og passaði í smá stund á meðan húsfreyjan fór í yoga spinning sem er voða góður tími,bóndinn kom heim stuttu seinna og skellti heimatilbúnum pizzum í ofninn en húsfreyjan var búin að gera þær í dag,já það getur verið fínt að skipuleggja sig aðeins en ekki gerist það nú oft en gerist þó stundum Wink

hér var mikið fjör um kvöldmatarleitið en börnin voru að byggja kastala úr trékubbum og LoL þegar hann hrundi með tilheyrandi hávaða,en gáfu sér pínu stund til að borða og héldu aðeins áfram,bóndinn fór á fótboltaæfingu kl hálf átta og tók Gyðu Dögg með sér og það er víst ekki leiðinlegt en húsfreyjan háttaði krílin,tannburstaði og þvoði vel,las svo kvöldsöguna og þau sofnuð rétt rúmlega átta,og húsfreyjan á nú von á að sofna fljótlega upp úr tíu í kvöld er orðin nokkuð lúin eftir daginn og s,l. nótt,um helgina ætlum við að baka aðeins og bæta aðeins við jólaskrauti og spila jólatónlist og hlusta á jólaleikrit en verkstæði jólasveinanna er yndislegt að hlusta á en húsfreyjan á góðar æsku minningar tengdar því ævintýri ásamt nokkrum öðrum ævintýrum,

húsfreyjan saknar þess að geta farið út í gönguferðir en ekki hefur borið mikið á því hvort sem það er með krílin á daginn eða kvöldgöngu en það rætist vonandi úr því fljótlega,gæti svo sem farið út í kvöld þegar bóndinn kemur heim um kl hálf tíu en orðið nokkuð seint þá, það er betra að hvíla sig og safna kröftum fyrir morgundaginn,það er frekar kuldaleg veðurspáin og ekkert sniðugt að fara gönguferð með krílin og eiga svo á hættu að fá slæmann hósta og jafnvel eitthvað meira Frown

en bóndinn verður að vinna fyrir jólasveinanna fyrir hádegi á morgun en það á að setja upp ártalið á Þorbjarnarfjallið og hér á bæ hefur elsta dóttirin ávalt trúað því að þar búa jólasveinarnir þar sem ártalið er og er hún búin að biðja pabba sinn fyrir bréfi til sveinanna já ekki verra að pabbi muni að öllum líkindum hitta þá og á hann von á nokrum spurningum þegar hann kemur heim,en eftir hádegi þá er önnur vinna sem bíður hans en stefnan er sett á að ljúka við viðgerðina á jeppanum sem systir hans og mágur eiga,og vonandi á bóndinn frí á sunnudaginn Joyful en hann reynir ávalt að vera heima á sunnudögum,en jæja ætli það sé ekki komin tími á te og calm fyrir svefn en hafið það sem allra best,

húsfreyjan sendi ykkur Kissing og gumpurinn biður að heilsa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

332 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband