Færsluflokkur: Bloggar

litla skottan lasin

jæja þá er enn ein helgin að skella á það er meira hvað tímanum liggur á en kannski er það bara þannig að þegar það er nóg haft fyrir stafni að þá líður tímin hraðar en síðustu dagar hafa ekkert verið svo sem öðruvísi en aðrir dagar þar á undan,húsfreyjan keppist við að búa til jólagjafir og gengur nokkuð vel og sérstaklega þegar sérstakt stækkunargler var verslað og svo er það hengt um hálsinn í spotta og jólaföndrið skotgengur Cool jamm húsfreyjan er töffari með gleraugu og stækkunargler um hálsinn,krílin mín hafa verið mjög heppin með heilsuna hingað til eða þar til í gær er þau voru sótt en þá var aðeins Sölvi í útiveru en Bríet var í stofunni sinni og tók mömmu sinni fagnandi en var ekki lengi að segja frá að hún væri lasin og vont í hálsinn og maganum Crying og tárin brutust fram,þá var mömmu hennar tjáð að þegar krílin voru sofandi og allt voða hljótt fyrir utan rólegu lögin sem eru spiluð fyrir þau er þau taka svefnstundina en þá verður ein fóstran var við ljótann hósta og athugar hvaða barn væri að verða lasið,og þá er það Bríet Anna og hún fer að gráta en fær að kúra í góðu fangi,og það var ákveðið að hún fengi bara að vera inni í útiverunni,

nú við drifum okkur heim og skottan litla er slöpp en dundar sér í sófanum með dót og nartar í ávexti,en hún sofnar svo um sjö leitið eftir að hún var mæld en er með nokkrar kommur en fær stíl,pektolin fyrir hálsinn og púst en er eiginlega ekkert búin að hósta en af gamalli reynslu þá byrjar hóstinn oftast þegar svefninn hefur tekið völdinn,svo fær hún tannbursta og hún sefur þar til kl sjö í morgun án þess að vakna eða hósta og er bara nokkuð hress í morgun og fer á leikskólann vopnuð belg og pústi og eru fóstrurnar beðnar um að taka það aftur í notkun en því var lagt inn í skáp þegar sumarfríið kom,svo er fóstrunum tjáð að ekkert hefði truflað svefninn og enginn hiti væri en þær ættu að hringja ef heilsan tæki nú upp á því að versna,svo dreif húsfreyjan sig í tíma í Orkubúinu með símann sér við hlið,og tíminn sem boðið upp á var grafiti bekkir og það er bara gaman engin lóð en þú vinnur með þín þyngd,

elsta dóttirin fór á sína þriðju fótboltaæfinguna í dag og er bara gaman að æfa í vetraveðrinu og klæðir sig eftir veðri og hefur gaman af,en í dag voru innileikir í gula húsinu það var frekar leiðinlegt veður í dag rok og rigning og var henni skutlað og í millitíðinni voru krílin sótt og litla skottan bara nokkuð hress að sögn fóstrunar en rám og varla heyrðist hvað hún sagði og er það enn,en við tókum bíltúr á meðan stóra systir þeirra var á æfingunni, fórum í apotekið og náðum í stíla svona til vonar og vara og í búðina svo var drifið sig heim og nýja myndin sett í dvd spilarann en húsfreyjan splæsti í nýja mynd ,Dóra og Klossi og voru þau mjög ánægð,

dagurinn leið nokkuð hratt en húsfreyjan er frekar slöpp það er ennþá vesen á kviðverkjum en heimsóknin til kvennalæknisins í síðasta mán er ekki alveg að skila sínu svo það verður önnur heimsókn í komandi mánuði,en hafði það af að elda kvöldmat og bóndinn hjálpaði við að koma krílum í svefn en þau voru búin að vera á náttfötunum frá því er við komum heim,Bríet fékk sama skammt fyrir svefninn í kvöld og gærkvöldið en fékk aukapúst í dag fyrir utan pústið sem hún á að fá á morgnanna,og ekki voru þau lengi að sofna,við erum að hugsa um að láta læknir skoða hana um helgina svona til að vera viss en hún talar um að það sé vont þar sem lungun eru og það er betra að láta hlusta,

en jæja ætli það sé ekki best að láta þetta gott heita í kvöld og föndar aðeins en er reyndar búin að kaupa tvær jólagjafir og er að búa til tvær,en hafið það sem allra best og látið nú ekki mirkrið angra ykkur það er gott að búa til notalega stemmingu heima fyrir Joyful

kveðja gumpurinn Wink


afmælissúpu uppskrift

það er svo notalegt að kúra heima þegar kuldi og rok er fyrir utan heimilið og við höfum bara ekkert farið út eftir að leikskóla líkur en það er nú fjör sem betur fer hér heima,krílin komu með skemtilegar myndir heim af leikskólanum sem teknar voru er haldið var upp á afmælið þeirra Joyful ætla að láta uppskriftina af súpunni fylgja hér en það er búið að vera að spyrja hvað sé í henni og hér kemur það.

                                               AFMÆLISSÚPA

olía á pönnu en grænmetið er létt steikt áður en það fer í pottinn

1 og hálf tsk karrý

heill hvítlaukur saxaður smátt

1 blaðlaukur skorinn í þunnar sneiðar

1 rauð papríka skorin smátt

1 græn papríka skorin smátt

1 haus brokkolí ekki stór eða hálfur stór,skorin smátt

1 haus blómkál eki stór eða hálfur,skorin smátt

allt steikt á pönnu en það er gott að vera búin að skera allt grænmeti niður og steikja lítið í einu og hræra vel í á meðan og pannan á að vera meðal heit.

í pott fer grænmetið og svo er bætt út í,

400 gr rjómaostur

1 flaska chilli sósa frá Heinz

3 til 4 teningar annað hvort kjúkklinga eða grænmetis

1 peli rjómi

salt og pipar

1 og hálfur líter af vatni

4 kjúkklingabringur skornar smátt og steiktar í gegn á pönnu og kryddað eftir smekk og bætt svo út í súpuna,hrært í á meðan suðan kemur upp en ekki á fullum hita,látið malla í smá stund,

gott að hafa nýbakað brauð með ásamt smjöri og jafnvel osti Joyful

það er alveg þess virði að prófa þessa súpu en þessi uppskrift er dálítið stór en það er líka fínt að helminga hana og dugar hún fyrir ca 4 til 5 manna fjölskyldu.

annars er bara allt fínt að frétta héðan,húsfreyjan er að búa til jólagjafir og í gær þá kom Ásta frænka og áttum við skemmtilegt spjall og hún gefur mikið frá sér og styður vel við bakið á húsfreyjunni,og við föndruðum jólagjafir,ætlum að hittast í fyrramálið og gera aðeins meira af föndri og það er bara gaman að eiga góða stund og spjalla um allt og ekkert ásamt kertaljósi og svo er bara að bíða eftir jólalögunum en það má koma desember áður en þau verða spiluð en við stefnum lika á að baka piparkökur og föndra með börnunum í byrjun jólamánaðar,

húsfreyjan fékk símtal í dag frá konunum sem tóku lasermyndir af hnjánum s,l. miðvikudag en læknirinn vill láta taka öðruvísi myndir svo hægt verði að skipuleggja betur þessa vandasömu aðgerð eins og hann sagði það,en verkirnir eru stöðugir í hnjánum en eins og er hafa ekki venjuleg verkjalyf virkað en það er hægt að fá lyf sem virka en þá verður heilabúið frekar dofið og það er nú ekki verið að taka þá áhættu,það verur bara að harka þetta af sér og vona það besta í byrjun nýs árs,en æfingar ganga vel í Orkubúinu og í morgun fékk húsfreyjan hrós frá Ásdísi fyrir þennan vilja og dugnað og hún hvetur mikið áfram og það er frábært að hafa hana og mikill stuðningur frá henni ásamt sá stuðningur sem bóndinn gefur frá sér,

en jæja það er að koma spennu þáttur á ruv en seinni hlutinn er að byrja og þá er bara að bjóða ykkur góða nótt

Heart kveðja 


afmæli,og svo er einhver á vappi hér heima

jæja það er nú ýmislegt búið að gerast síðan síðast,í gær þá urðu krílin okkar þriggja ára og héldum við veislu í tilefni dagsins buðum við ættingjum og vinum en ekki gátu allir komið en fullt af fólki hér hjá okkur,við elduðum gómsæta súpu og fengum mikið hrós fyrir og í eftir rétt var súkkulaðiterta og ekta gamaldags rjómaterta ásamt heitu súkkulaði og rjóma Joyful krílin fengu gjafir bæði leikföng og fatnað svo bæði börn og foreldrar eru ánægð með daginn já elsta dóttirin fékk líka gjöf frá vinkonu okkar sem kom úr ferð frá Bandaríkjunum s,l. þriðjudag,og það gladdi dótturina mikið,síðustu gestir fóru kl rúmlega sjö og þá var eftir að ganga frá ýmsu en það er gott að nota einnota diska,hnífapör og glös þegar veisla er og sérstaklega þegar engin uppþvottavél er ekki á heimilinu,en Ásta frænka mátaði aðeins eldhúsvaskinn í veislunni og fær hún Heart fyrir það þarf aðeins að vaska sumt upp,

en það má nú ekki hafa áhrif á börnin og þegar halda á afmælisveislu þeirra en gumpurinn var frekar kvíðin fyrir veislunni og það ágerðist nóttina áður og varði fram að gærkveldi,svaf lítið og var með magaverki,ógleði,höfuðverk ör hjartsláttur en varð að standa mig en reyndi að blanda geði við fólkið þó svo að ekki var staldrað lengi við langaði að spjalla en það litla sem gumpurinn sagði kom brösugt út,

elsta dóttir okkar var með næturgest hjá sér það var frænka hennar úr Breiðholtinu en foreldrar hennar komu svo um sex leitið í dag,við buðum þeim í mat en við ákvöðum í morgun að elda aftur súpuna sem við buðum upp á í gær og hún var alveg rosalega góð og hún kláraðist ásamt bökuðu brauði með smjöri með,krílin voru sofnuð kl að verða átta og voru í nýjum náttfötum sem voru sett í þvottavél í gærkveldi,alsæl og ánægð,

á sunnudagskvöldum á ruv er góð dagskrá svona til að byrja með,svartir englar en sú þáttaröð endaði í kvöld og svo magnaður viðtalsþáttur Evu Maríu og í kvöld tók hún viðtal við Stefán Ólafsson handboltakappa með meiru,gumpurinn var búin að bíða eftir þessu viðtali og ætlaði ekki að missa af því,en þegar strákarnir okkar kepptu á ólýmpíuleikunum þá var vel fylgst með strákunum og viðtlaðið sem var tekið við Stefán fyrir úrslitaleikin var ótrúlegt það snerti gumpinn mikið og viðtalið í kvöld það var magnað já eitt það magnaðasta viðtal sem Eva hefur tekið og erum mörg þeirra góð,persóna Stefáns heillaði gumpinn alveg óskaplega mikið svo mikið að það situr sem fastast og er ekki að fara neitt,á ekki til orð yfir hvernig hægt sé að túlka þennann ótrúlega mann,það væri mjög gaman að spjalla við hann,

nú hér á bæ er að venju mkið fjör og upp á síðkastið hefur einhver eða einhverjir sem eru ekki í okkar lifandi lífi að láta vita af sér,og hefur gumpurinn orðið varhluta af því svo ekki sé meira sagt,það er eða einhverjir mikið á ferðinni standa í dyragættum,á ferð um íbúðina,og í dag var gumpinum mikið brugðið,var að vaska upp þá var allt í einu staðið fyrir aftan gumpinn og plásið kröftuglega á hálsinn og í eyrað,gumpurinn rann kallt vatn milli skins og hörund og leit í kringum sig en enginn var nálagt en fór fram að ath hvar börnin voru en litla dóttirin var ennþá að horfa á stubbanna og sat sem dáleidd í sófanum með kleinu og mjólk,stóru stelpurnar inni í herbergi með lokaða hurð en feðgarnir voru ekki heima,þetta var mjög óðægilegt svo gumpurinn bað til þann sem þar var að verki að láta sig vera,og vona að það verði áfram,

framundan er ný vika og örugglega verður margt um að vera,ætla í Orkubúið í fyrramálið og á svo von á að hitta´Astu frænku og í væntum verður örugglega fróðlegt og skemmtilegar umræður Wink og í vikunni byrja aftur fótboltaæfingar hjá elstu dóttur okkar og það er komið spennufall þvílík tilhlökkun hjá henni,

en læt þetta duga í kvöld það er að koma nótt og ferð í bólið skamt undan,en hafið það sem allra best og látið ykkur líða vel og njótið þess að vera til,við vitum eki hvenar það er orðið of seint

góða nótt og Sleeping vel


það er eitthvað svo jólalegt við veðrið

jæja þá er veturinn skollinn á fyrir alvöru og með stæl og bóndinn er í viðbragðstöðu fyrir björgunarsveitina og á von á útkalli í nótt,hann er úti núna að fara með gaskúta í geymslu og ná í skóflur svo allt verði klárt það er aldrei að vita nema moka þurfi frá útidyrahurðinni Wink annars er bara allt ágæt hér hjá okkur krílin á leikskóla í mogun og komust í útiveru fyrir hádegi svo þegar þau voru sótt þá hittum við Bínu og sögðum henni frá að í janúar þurftum við að öllum líkindum að lengja dagvistunina hjá þeim en vissum ekki hve lengi og ástæðuna vegna þess og hún tók þessu mjög vel og sagði að það væri ekkert mál engar áhyggjur,og viss léttir eftir spjallið,nú við kíktum til Guðbjargar um þrjú og fórum yfir það sem á að vera í afmælinu,nú krílin fóru í fimleika og voru bara ánægð með tímann en voru orðin lúin eftir hálftíma hopp á trampolíni og konnhnýsa svo við fórum heim og með okkur var Ragnheiður Kristín dóttir Sólveigar systur en solla er farin til Bandaríkjanna og kemur á þriðjudaginn en börnin hennar verða fyrst hjá afa sínum , pabba , og svo hjá ömmu sinni í föðurættina,við komum okkur fljótt heim enda farið að hvessa nokkuð og elduðum steiktann fisk og gufusuðum karteflur og gulrætur og skárum niður ferskt grænmeti og alltaf borða börnin vel af fiski og það er bara gott mál,

krílin sofnuð kl átta og elsta dóttirin að lesa og lita áður en hún fer að sofa kl níu,úff veðrið er mikið að versna það drinur í þakinu og gluggunum en það er notalegt að kúra Joyful 

hitti Laugu vinkonu í morgun í Orkubúinu en hún fór til Bandaríkjanna og kom í gærmorgun,það var gott að hitta hana og spjalla saman,eftir æfingu,hafraraut og sturtu þá kíkti húsfreyjan til Ástu frænku í kaffi og spjall fram að hádegi og að venju þá skorti okkur ekki umræðu efni,svo er húsfreyjan búin að bóna það sem eftir var og taka smá þrif ásamt að setja í þvottavél og brjóta saman þvott,

það er stundum kíkt á heimasíðu stelpnanna í fótboltanum og vonast eftir að æfingar fari að byrja og áðan þá var síðan lesin og þar skrifaði Pálmar um stelpurnar sem æfðu s,l. sumar og líka um mætingar og viti menn Gyða Dögg fékk frábær meðmæli með mætingar og framfarir í fótboltanum og hún er svo montinn að hún er á BLEIKU skýi og hún stefnir á að gera betur,en auðvitað fengu fleiri stelpur líka góð orð frá þjálfaranum,

en jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í kvöld,notið þess að kúra saman og hlúa hvert að öðru það er svo góð tilfinning Heart

kveðja frá húsfreyjunni sem er farin að hlakka til jólanna


ekki góð tilfinning að stíga berfætt í kaldann poll

já það var aðeins tekið til við þrif og bón í gærkveldi,stofan tekin hátt og látt skrúbbuð og bónuð og það er aðeins betra gólfið,svo var bara afslöppun með bóndanum og kíktum við á ruv á sakamálaþátt eftir tíu fréttir,ætluðum svo að koma okkur í bólið sem er svo sem ekki frásögu færandi en einhverja hluta vegna þá ákveður húsfreyjan að kíkja í þvottarhúsið var reyndar búin að hátta og ætlaði að leggjast í bólið,en er í þvottarhúsið var komið þá var allt á floti Frown og vaknaði heldur betur við að stíga í kaldann poll,kallaði á bóndann og við drifum handklæði úr þurkaranum og skelltum á gólfið,jæja er þá þvottavélin alveg búin að gefa upp öndina sagði bóndinn,en þvottavélin er orðin léleg en getum ekki endurnýjað hana strax,svo heyrum við vatn leka og þvottavél og þurkari dregin fram í flýti og þá kom það í ljós að hitaveitugrindin ekki lak heldur fossaði úr endanum á henni þar sem affallið fer út,fötu skellt undir og hamast við að skrúfa fyrir alla krana,

jæja segir bóndinn og fiktar við kranana en verður að hafa skrúfað fyrir, klukkan er svo seint á maður að hringja í pípara ekki er hægt að hafa skrúfað fyrir inntakið og láta allt kólna í nótt,svo hann ákveður að hringja í Eið pípara og er voða vandræðalegur að hringja svona seint en Eiður var ekki alveg komin í bólið og segir að hann geti reddað tappa og kallinn ekki lengi að koma við með tappa en þá er bóndinn búin að taka endann af og þar er allt stíflað og gler hart af drullu og ekkert skrítið að vatnið fann sér aðra leið,en kallarnir gerðu bráðarreddingu á kerfið og hitinn á kerfinu og okkur ekki kallt,stykkin orðin mjög gömul og ekki skrítið að það hafi gefið eftir,þeir spjalla eitthvað meira og bíðst Eiður til að redda svona stykki og koma svo með það í kvöld,en húsfreyjan orðin voða lúin og skríður í bólið og  Sleeping strax.

við vöknuðum rétt fyrir sjö í morgun en Bríet var lasin í gærkveldi og hún var virkilega slöpp það þarf nefnilega mikið til að skottan litla kvartar og hún með hita og fær stíl og rotast í 12 tíma,en börnin urðu voða glöð við snjóinn í morgun og það varð að smakka og skoða allt voða vel á leið í skólann og leikskólann þau voru svo Grin skríkjandi og full af orku,svo að venju þá fer húsfreyjan í Orkubúið og tekur nokkrar æfingar með öðrum konum og hefur það svo notalegt heima fyrir,en eftir að leikskóla lauk þá fóru krílin í pössun til Guðbjargar systur svo að við hjónin getum farið tvö í bæjarferð og heimsótt bæklunarlæknirinn var frekar kvíðinn fyrir ferðina og með stóran hnút í maganum og flökurt en hafði manninn minn með til hals og traust,og sú heimsókn kostaði mikinn pening en fær stóran hluta af því endurgreitt,og læknirinn var furðulostinn þegar hann sá myndirnar og útskyrði fyrir okkur að þetta hefði hann ekki seð áður hjá svona ungri konu og hvað þá á báðum hnjám reyndar ekki seð svona á eldra fólki það væri yfirleitt annað hnéð,það á sem sagt að gera stóra aðgerð og við ákvöðum að það mætti bíða fram yfir áramót svo húsfreyjan væri nú ekki alveg stopp yfir hátíðirnar,það mun taka langan tíma að ná þokkalegum bata og ætlar læknirinn að gera fyrst aðgerð á vinstra hné og seinna á árinu á því hægra,

nú svo var tekin geislamynd á sama stað til að mæla út hvernig línan er frá mjaðmakúlu yfir hné og að ökla,svo ætlar læknirinn að ákveða hvernig aðgerðin yrði en hún yrði ekki auðveld og fáum við fréttir í síðasta lagi í byrjun des hvenar í janúar sem húsfreyjan færi undir hnífinn,en verð strax að gera ráðstafanir með börnin og heimilið og þurfum við að sækja um tímabundna heilsdagsvistun fyrir börnin og fá góðhjarta konu og fá bæinn okkar til að borga henni til að aðstoða húsfreyjuna með börnin ná í þau ef bóndinn væri að vinna og hjálpa við mat og koma þeim í rúm,já það þarf að fara að ath ýmsa hluti það er ekki svo mikill tími til stefnu Errm

en jæja hvað um það,krílin voru voða góða hjá frænku í pössun en voru orðin lúin og voru ekki lengi að sofna eftir kvöldmat og sögustund svo er bóndinn í sjálfboðastarfinu hjá björgunarsveitinni og húsfreyjan að horfa á top model meðan bloggað er og svo er þátturinn how to look good naked sem er snildar þáttur það er ekki annað en hægt að vera sammála Gok að allar erum við fallegar hver á sinn hátt Joyful

en nú er bara komið nóg í kvöld og bólið tekið snemma og vakna svo rúmlega sex í fyrramálið og kveð ykkur með þeim orðum,njótið lífsins þið vitið aldrei hvenar það verður of seint,

kveðja


vetur konungur tekur völdinn

fekar kuldalegt um að litast út um gluggana í morgunn,og það var bara fínt að öll börnin voru heima,en kl átta í morgunn komu Anna María og Bjarni Sævar í heimsókn og hjálpuðu Gyðu Dögg með krílin mín,svo var komið sér í vetraföt frá toppi til táar og ekki veitti af og komið sér í Orkubúið og tekinn þar tími og já alsherjar mæling sem kom rosalega vel út Joyful er bara nokkuð montinn af árangrinum ætli ég seti ekki bara tölurnar inn og sem sagt svona eru þær,,,,fyrir sex vikum var þyngd 71,5 er núna 68.  fituprósentan var 30,3 er núna 27,7.  fitumassi var 21,5 er núna 18,8.  brjóst var 105 cm er núna 98 cm.  mitti við nafla var 109 cm er núna 98 cm.mjaðmir voru 105 cm er núna 98 cm.kviður undir brjóst var 85 cm er núna 84 cm. og er þetta frábær árangur segir Ásdís svo er bara að halda ótrauð áfram næstu vikurnar og vonandi lengur,það kemur svo í ljós næsta miðvikudag hvenar hnéaðgerðin verður framkvæmd.

eftir æfingu í morgun þá var farið með elstu dótturina í flensusprautuna og það var nú ekki mikið mál fyrir hana og næsta haust fær hún fulla sprautu,við drifum okkur svo heim,Ásta frænka kíkti í heimsókn með dætur sínar og bauð hún upp á sýróp í kaffið og það var voða gott,náðum að spjalla ýmislegt Wink, höfum ekki farið út fyrir hússins dyr í allan dag,en langaði óskaplega í gönguferð um hálf átta í kvöld en bóndinn fór á æfingu og honum hefur líka gengið mjög vel í að þyngja sig og hefur bætt sig helling en erfitt er það,það er búið að vera nokkuð mikið að gera í dag hjá húsfreyjunni,krílin á fullu spani og með endalausa matarþörf og þá var bara að redda því ásamt að þvo og skeina eftir koppaferðir eða wc ferðir,svo voru þau mikið að pirra hvort annað í dag Devil og þurfti stundum að stilla til friðar þeirra á milli en sem betur fer þá gerist það nú sjaldan,svo kíkti Guðbjörg systir í dag í te og orkubitakökur fór svo með Önnu Maríu til læknis það kom blóð úr eyranu á henni í morgun en hún fann ekki fyrir verkjum en læknirinn sagði að hljóðhimna hefði sprungið að öllum líkindum um helgina er hún keppti á körfuboltamóti,svo hún fékk sýkladropa,

húsfreyjan eldaði gómsætann kjúkklingarétt í kvöldmatinn og í hann fór nú ýmislegt úr ísskápnum ásamt matreiðslurjóma og pasta og ekki var fussað við þeim mat ásamt fullt af fersku grænmeti með,krílin fengu sína kvöldsögu og voru svo sofnuð kl átta,en bóndinn á æfingu er nýkomin heim og að hans sögn var vel tekið á því Smile 

við erum með næturgest Birna Marija gistir og eru þær að spila til kl hálf tíu en þá á að koma sér í bólið og það tekur sinn tíma,svo það er best að ljúka þessu bloggi og fara að búa um næturgestinn,ætla að bjóða ykkur góða nótt og dreymi ykkur vel.

kveðja 

 


úff það er kallt úti

það er greinilega komið haust,veðráttan hefur komið með ýmis tilbrigði veðurs og þá er bara að klæða sig vel og njóta haustsins,í morgun þá vaknaði fjölskyldan rétt fyrir sjö og morgunmatur borðaður og litið á formúluna í sjónvarpinu en húsfreyjan var eitthvað svo lúin þrátt fyrir ágætan svefn en var boðið að fara aftur í bólið sem hún gerði og var ekki lengi að Sleeping og svaf til kl rúmlega níu og það var svo gott að leggja sig aftur,þá var hafragrautur eldaður og morgunmatur nr 2 eins og vanalega borðaður um kl tíu og svo bara að dúllast með börnin en kl að verða ellefu þá var farið í bílferð á meðan húsfreyjan og Guðbjörg systir fóru í Orkubúið og tóku góða þolþjálfun en svo var heimsókn til teindó og einn kaffibolli fyrir heimferð í hádegismat en húsfreyjan fékk gott nesti með sér heim frá teindó,sviðasulta,karteflumús og rófustappa og það er voða gott en restin af fjölskyldunni borða ekki sviðasultu en fengu sér í staðin skyr,brauð og ávexti,börnin léku sér í dágóðastund eftir matinn en um kl tvö þá klæddum við okkur í vetraföt og fórum í gönguferð og fórum stóran hring og komum heim tveimur tímum seinna,og þá var gott að fá sér heitt súkkulaði og ís Joyful já og kleinur,

það var mjög hressandi gönguferðin en eitthvað var eftir af þreytunni í húsfreyjunni og hún lagði sig aftur frá hálf fimm til kl að verða sex já lúxus líf hér á bæ,bóndinn og börnin áttu leikstund á meðan,svo var tekið til við kvöldmatinn og var í boði lagsanja heimagert að sjálfsögðu og í svona kreppu eins og allt er kallað í dag þá var engin breyting á þessum rétti frekar en áður fyrr,en grænmeti notað sem til er og helmingur af hakkinu notað og bætt út í það sojakjöt,eitt stykki kúrbítur rifinn smátt og sett út í ásamt tómatpúrre,hvítlauk,tómötum,lauk,sveppir og grænmetisteningur og öllu hrært vel saman,sett í eldfast mót og kotasæla ásamt plötum á milli og rifinn ostur í ofninn og karteflur rifnar smátt sterkjan skoluð vandlega af og í gufupottinn í tuttugu mín já matur komin á borðið klukkutíma eftir að húsfreyjan vaknaði af fegrunarblundinum Blush já tveir fegrunarblundir á stuttum tíma,hlít að hafa skánað eitthvað Wink 

það var vel borðað af kvöldmatnum ásamt fersku grænmeti og börnin háttuð og kvöldsagan lesin og þau sofnuð kl átta,bóndinn er við vinnu hjá björgunarsveitinni en elsta dóttirin að leik við frænku sýna Birnu Maríju,en háttartími kl níu,en í fyrramálið þá er frí í leikskólanum og ætlar Anna María að koma og passa með Gyðu Dögg á meðan húsfreyjan fer í mælingu og í tíma í Orkubúinu og strax eftir tímann þá verður brunað með elstu dótturina í flensusprautu sem hún fer í á  hverju hausti já frá rúmlega tveggja ára aldri að ráði barnalæknisins,en það styttist í að flensan geri innrás og þá er að halda í vonina að við sleppum vel frá henni,

á svo sem ekki von á að fara í göngufer á morgun með börnin ef veðrið verður eins og spáin segir til um,norðan garri og þá er bara voða gott að leika sér inni og já kanski að fara bílferð og jafnvel í heimsókn og njóta að sjálfsöðu dagsins lífið hefur svo margt upp á að bjóða og ef við viljum þá er hægt að njóta þess sem er í boði svo er lífið allt af yndislegt til að sökkva sér í svartnætið en því miður þá er svo komið fyrir marga og sólarglætur eiga erfitt með að ná niður í gegnum þykku,svörtu skýin og lífið virðist svo tilgangslaust,sá tími er framundan sem mörgum kvíður alltaf fyrir og þá er einmitt gott að gera eitthvað fyrir aðra og það þarf ekki að vera stórt eða kosta mikið til að gleðja aðra,

er eitthvað svo lúin ennþá þrátt fyrir tvo fegrunarblunda svo það styttist í bólið,ætla að blanda mér te og calm,eigið góða vinnuviku framundan og látið ykkur líða vel

kveðja 

 

 


sem betur fer er nóg að gera

hef loksins tíma fyrir smá færslu,það er að venju nóg að gera hjá húsfreyjunni sem betur fer og sl. vika var þar enginn undantekning,Gyða Dögg í samdæmdum prófum fim og föstudag og að hennar sögn gekk henni vel,en þessa daga þá var mæting kl 9,20 í skólann og kom hún þá með mömmu sinni í Orkubúið kl átta og gerði ýmsar æfingar þar með bolta,sippubandi og gekk rösklega á brettinu,svo er frí hjá henni ásamt öðrum nemendum næstu tvo daga eftir helgi og þá er hún búin að ákveða að nota þá daga vel Smile og svo er biðin eftir að fótboltaæfingarnar frekar erfiðar,

í dag þá er vika þar til krílin okkar verða þriggja ára og eru þau byrjuð að syngja fyrir sig afmælissöng og eins er tekin æfing eins og að blása á kerti sem verða á afmæliskökunni,þá er sungið og blásið og það er nokkuð fyndið að sjá til þeirra,þau eru mjög hraust og ekki ennþá vottað fyrir hósta eða hor í nös,og höldum við í vonina að sprautan sem þau fengu í ágúst virki en ennþá á eftir að koma mjög kallt veðurfar,

húsfreyjan ætlar að trúa ykkur fyrir leyndarmáli Wink eitt af áhugamálum húsfreyjunar er að semja ljóð og barnasögur og hefur elsta dóttirin notið góðs af sögum og ljóðum frá fæðingu,það er sérstaklega sagan af stelpu sem heitir Pálína og hefur hún vaxið og dafnað og orðið af framhaldsögu og er jafnaldra Gyðu Daggar,en þessi Pálína er mikill prakkari og hefur nú ýmislegt á daga hennar drifið og er komin upp sú hugmynd að skrifa niður sögurnar af henni og fleirum og prenta þær út og setja í möppu og jafnvel myndskreyta, þá geta börnin mín tekið þær fram og lesið ásamt hinum barnabókunum,hef reyndar frá barnæsku haft mikin áhuga af ljóðum og sögum og einhversstaðar er til gömul blá stílabók með frumsömdum ljóðum þarf að grafa hana upp og rifja upp liðna tíma Joyful

í dag var ætlunin að fara í gönguferð með krílin en þau fóru út á leikvöll rétt fyrir hádegi með stóru systur og frænda sem gisti hér í nótt,en þau voru ekki lengi þeim fannst kallt úti og vildu ekki fara meir út,en húsfreyjan fann það að eftir hádegi var farið að kólna og vindur að aukast en þvoði samt fullt af þvotti og hengdi út á snúru úr þremur vélum ekki náði það að þorna en góð útilykt kom í þvottinn og nú hangir hann inni í þessu fína þvottarhúsi sem stækkaði helling fyrir nokkrum dögum,baðherbergið var líka tekið hátt og lágt og eldhússkápar að utan þveggnir ásamt bakarofn,og þá var það bara komið nóg af þrifum í dag,en fór í Orkubúið í morgun og tók hálftíma þolþjálfun og nokkrar styrktaræfingar,bauð svo Guðbjörgu systir í hádegismat eða hádegisbúst sem samanstóð af frosnum bláberjum,frosnum jarðarberjum,appelsínusafa og hreinu kea skyri og það var hressandi og góður drykkur,og í dag var búin til bragðar refur úr vanilluís,bláberjum og jarðarberjum og börnin kunnu vel að meta ísdrykkinn Smile

bóndinn er búin að vera að vinna mikið og þar var engin undantekning í dag er núna sofandi í stofusófanum en elsta dóttirin að lita mynd hér í eldhúsinu hjá mömmu sinni og hlustum við á útvarpið á blústónlist og höfum það notalegt,morgundagurinn er óráðin ennþá ætlum við tökum því ekki bara rólega saman,en í fyrramálið þá var Guðbjörg búin að biðja systur sína,húsfreyjuna,að koma með sér í Orkubúið því hún hafði ekki getað farið alla daganna í vikunni og langaði í fyrramálið og húsfreyjan er að hugsa sig um að skella sér bara með henni og svo á mánudaginn eru komnar sex vikur af tólf í áskorendakeppninni og er þá alsherjar mæling og er komin mikil tillökkun að vita hvaða árangri er búið að ná, svo í gær þá fórum við Guðbjörg til Keflavíkur og kíktum í heimsókn til systur okkar í Njarðvík og áttum gott spjall saman Joyful fórum svo í Bónus áður en haldið var heim á leið og krílin sótt tókum svo hvíld saman áður en við fórum í heimsókn til Guðbjargar svona til að vakna vel því stofulegan sifjaði okkur og það er nú ekkert voða sniðugt að sofna á miðjum degi og rugla svefnkerfið en Bríet Anna hefur tekið upp á því að vakna á næturnar og eftir að það var búið að vera í rúma viku þá var ákveðið að prufa að gefa henni calm sem er blandað í heitt vatn og svo í appelsínusafa fyrir svefninn og það virkaði strax og eftir nokkur skifti þá var einu kvöldi sleft og þá vaknaði hún um nóttina og þá var bara aftur gefið henni slökun calm fyrir svefn,það er alveg ótrúlega hvað þetta virkar vel og er alveg náttúrulegt og hentar öllum,svo ef ykkur vantar frekari upplýsingar um calm þá er bara að hafa samband Wink

en jæja ætli að það sé ekki komin tími á að hætta og fara að blanda sér calm og hafa það notalegt,þið hafið það vonandi bara líka notalegt og njótið þess að vera saman,eigið góða Sleeping og góðan sunnudag,

Heartkveðja


Hugleiðing.........að brjóta niður líkama og sál

hugleiðingar mínar sem hafa komið fram hafa að mörgu leiti hjálpað mér að komast til botns í svo mörgu sem gerst hefur í gegnum tíðinna og er þetta eina af aðferðum sem hefur gefst mér vel,þessi hugleiðing er framhald af hugleiðingu um fólksfælni og er ein af ástæðum þess að það er erfitt að ná tengslum við fólk og treysta því,

ég átti gott uppeldi þó svo að á köflum var maður ekki alltaf sammála foreldrum en er þeim mjög þakklát fyrir æsku mína,þó svo að skólaár mín voru drungaleg þá voru bjartir kaflar inn á milli,eins var ég mikið hjá afa og ömmu í borginni sem gáfu mér mikið af því sem afar og ömmur gera og meðal annars gáfu þau mér skólavist í skóla úti á landi veturinn 87 til 88 ekki svo langt að fara þangað,en kveið nokkuð fyrir skólavistinni en langaði að kynnast nýju fólki,svo er ég kom þangað þá var vel tekið á móti mér ekki svo margir nemendur að mig minnir ca 25 til 30,rektorinn og kennarar alveg frábært fólk en þar var nemandi sem ég þekkti lítið en við vorum frænkur,en ekki leið á löngu að það fór að bera á afbrigðisemi í minn garð frá frænku minni og var alltaf að áreita mig og varð áreitið orðið mjög slæmt er skólaárið var hálfnað,einhvernvegin vissi hún margt um mig og mín fjölskyldu og svertaði okkur án þess að blikka,það koma svo að því að ég ákvað að strjúka úr skólanum en hafði þagað um þetta vegna þess að ég hélt að það yrði ekkert gert eins og í grunnskólanum heima fyrir,

en er ég varð lögð af stað í niðamyrkri seint að kvöldi að vetri til,eftir að heimavistinn var læst og fór ég út um gluggann,ég gekk lengi eftir þjóðveginum,ég komst heim á puttanum og sagði að ég færi aldrei í þennan skóla aftur en eftir að foreldrar mínir vildu koma með mér og við ræddum við rektorinn sem hafði hringt heim er ég hafði ekki sést í skólanum hálfann daginn,nú við ræddum saman og var það mikill léttir ég ákvað að vera lengur í skólanum og sú sem hafði áreitt mig var vísað úr skóla,leið nú veturinn og var stutt í prófin eina helgina fórum við nokkrir nemendur í partý ekki svo langt frá,með leyfi rektorsins, þar voru krakkar á okkar aldri sem voru með innflutningsparty og voru teingsl milli þessara krakka og tveggja nemenda í skólanum og máttum við koma með,

þar var ekki mikið um áfengi en seinna meir frétti ég að dópneysla var þar,en góð tónlist og gaman framan af,ég drakk ekki áfengi en fékk mér gos og náði að rabba aðeins við krakkanna,þegar leið á kvöldið var mér farið að sifja mikið og átti í vandræðu með að halda mér vakandi og vildi bara koma mér heim en gat eiginlega ekki gengið og ekki var neinn í ökuhæfuástandi,svo mér bauðst að leggja mig í einu herberginu,ég var varla lögðst í rúmið er ég rotaðist,einhverntímann um nóttina vaknaði ég og var verið að binda fyrir augun á mér og hendur, verið var að klæða mig úr fötunum,ég reyndi að stoppa það af en gat lítið hreift mig er ég reyndi að standa upp þá var mikill svimi og höfuðverkur svo var mér ýtt niður og ég man það svo vel að það var sagt,þú villt þetta vertu ekkert að reyna annað,ég heyrði mikin hávaða frammi, þeir sem voru í herberginu héldu mér til skiftist og níddust á mér,svo var ég skilin eftir og mér sagt að halda kjafti mér yrði ekki trúað ef ég reyndi að kjafta frá og það væri ekkert mál að hafa uppi á mér,

eftir dágóða stund komst ég á fætur og kom mér út úr húsinu,kom mér upp í skóla og áður en ég vissi af þá fór ég í sturtu og var þar lengi og grét og grét,lagðist svo í rúmið,ég tilkynnti mér veika og var bara í rúminu og læsti herberginu,en eftir daginn þá kom rektorinn og vildi vita hvað amaði að mér en ég vildi ekkert segja strax,en átti svo gott viðtal við hann og konuna hans,ég sagði frá öllu og var mér komið strax til læknis sem skoðaði mig en engin lífsýni fundust en áverkar mar og sár voru til staðar,ég hitti sálfræðing og lögreglu haft var samband við krakkana sem voru með húsið en partýið hafði farið úr böndunum og höfðu einhverjir aðkomufólk komið þar og boðið upp á áfengi og , nammi , eins og það var víst orðað og beindist grunur að lyf hafði verið sett í gosið mitt, ég fór úr skólanum og hef ekki komið þangað aftur,ég lokaði mig meira af og vantreysti ennþá meira fólki,ekki er enn vitað hverjir voru í herberginu þessa nótt,en ennþá situr þetta í mér,ég er nýbúin að ræða þetta við minn læknir og erum við að vinna í þessu og hann hvatti mig til að koma þessu frá mér er heilmikið,

en ég kynntist mínum manni árið 87 um sumarið og áttum við stutt kynni ég fór í þennan skóla og eftir þennan atburð þá var ég heima og vildi voða lítið fara út,en átti vinkonu sem bjó rétt hjá mér og áramótin 88 þá fórum við í gönguferð og sú gönguferð endaði heima hjá verðandi manni mínum,okkur var boðið inn og höfum við verið saman síðan ég fann traust hjá honum eftir þó nokkurn tíma,hann gerði allt fyrir mig ég treysti honum fyrir þessu og við gáfum okkur tíma til að kynnast betur,en haustið 95 fluttum við norður og var bara nokkuð gaman þar,hann á sjóinn og ég í fiskvinnu,um veturinn var ég orðin frekar slæm í liðum og var send til læknis af vinnuveituanda ég fékk tíma hjá sjúkranuddara og gekk vel,tók pásu um sumarið en um haustið er vinnan hófst aftur þá fór mér að líða ílla og þurfti lyf ,broslyf,eins og læknirinn kallaði það,og átti svo að koma reglulega í viðtöl og í einu viðtalinu þá grét ég vegna líðan mína og áður en ég vissi af þá ætlaði læknirinn að hugga mig og tók utan um mig en það var ekki af hinu góða,hann byrjaði að þukkla á mér og fór innan klæða er hann hélt utan um mig,ég limpaðist niður og einhvern vegin komst ég út og heim,ég sagði engum frá þessu en líðan versnaði stöðugt andlega hliðin var orðin þannig að mig langaði ekki til að lifa og var á þessum tímapunkti farin að hugleiða aðferð,en fór í mína vinnu og í mína sjúkraþjálfun en um hana sáu hjón og voru þau bæði með mig í meðferð,í einu af heimsóknum þar er ég lá á bekknum hálf sofandi í brók og með teppi,þá skeði það að nuddarinn byrjaði að nudda bak og axlir eins og venjulega og eftir stund þá var hann farin að fara innanverðu á lærum og vildi nudda punkta þar sagði hann,ég stirnaði upp því mér fannst hann fara ofnálægt þeim stað sem mér er heilagt innanundir nærbuxunar og þar var hann að komast að og ég sagði stopp og fór af bekknum og klæddi mig á hlaupum og fór og hef ekki farið þangað aftur,þau hjónin vildu vita afhverju ég hætti skyndilega og ég sagði að ég vildi ekki svona framkomu eins og hann sýndi mér hann neitaði þessu og sagðist aðeins hafa nuddað bak og axlir ég hefði engar sannanir fyrir þessu,

þetta var veturinn 97 og við búin að vera fyrir norðan í rúm tvö ár,sálarlífið í rúst og hugurinn alltaf meir og meir hvernig ég ætti að svifta mig lífi,á þessum tíma vorum við líka að reina að eignast barn en ekkert gekk þrátt fyrir margar heimsóknir suður á landspítalann,það var ekki fyrr en í júni 98 sem það gekk loksins upp og fyrst þá fór mér að líða vel og hugsunin um að svifta mig lífi var ekki inni í myndinni,í gegnum árin hefur á ýmsu gengið og það að koma frá sér og getað talað um líðan sína er hluti af lífinu og sem betur fer þá hef ég loksins getað komið þessu frá mér og rætt þetta við minn læknir en það hefur tekið sinn tíma og í morgunn talaði hann við mig og vildi vita hvernig mér liði og hvetur mig óspart áfram,eins á ég ótrúlegan skilningsríkann mann sem hefur veitt mér það besta í lífinu,hvetur mig,styður mig,hringir í mig bara svona til að vita hvernig ég hafi það,og börnin okkar þau eru það sem lífið snýst um hjá okkur að veita þeim það sem er þeim fyrir bestu og að okkur líður vel saman sem fjölskyldu,

ekki hef ég verið sú manna best í samskiftum við fólk,ekki ætla ég að afsaka neitt ég vona að samskifti mín við aðra og mér þykir mjög leitt ef ég hef verið með leiðindi,ég vinn við að koma andlegu hliðinni á rétt ról,en nú er ég búin að koma þessu frá mér og er það minn áfangi og léttir,

kveðja

 


hvað gerðist.....

undur og stórmerki hér á bæ Woundering krílin sváfu til kl 7,20 í morgun já sváfum næstum því yfir okkur en það var nú samt engin asi á okkur allt hafðist á réttum tíma og næstum allir fengu sér morgunmat reyndar ekki húsfreyjan hún einfaldlega gleymdi því vegna þess að kl 6,30 á morgnanna er fastur morgunverðatími,svo vakna krílin um kl sjö og þá er þeim gefin morgunmatur og fötin fundin og nesti útbúið,svo er það bóndinn sem sér um að öll börnin borði sinn morgunmat ásamt lýsi og vitamíni,en það var ekki fyrr en á æfingu í Orkubúinu sem svengdartilfinningin gerði virkilega var við sig og það var ekki gott en hélt þetta út og extra mikið af hafragraut búin til eftir æfingu Joyful svo var fimmta viktunin vegna áskorendakeppninar og s,l. viku fóru 1,3 kg og það er bara frábært en finn líka mikin mun á fötunum og eftir eina viku er alsherjar mæling og viktun og hlakka mikið til,

eftir æfingu í morgun þá var nú farið aftur í bólið,eftir sturtu og hafragraut,var með svo mikinn höfuðverk að það var nánast óbærilegt hélt að ég mundi Sick en var búin að taka inn verkjalyf en ekkert virkaði tók aftur fjórum tímum seinna og enn ekki farið að virka,talaði við Guðbjörgu systir og hún lét mig fá eina parkotin og þá loksins minkaði höfuðverkurinn,er búin að fá símatíma hjá lækni á morgun,átti að hafa samband ef höfuðverkurinn mundi versna og eru það aukaverkanir af lyfjunum,svo þurfum við að ræða saman hvort einhver árangur sé af lyfjunum en eins og húsfreyjuni finnst þá mætti alveg vera betri líðan bæði andlega og líkamlega en það gerir það að verkum að svefninn er ekki eins og hann á að vera og það skiftir öllu að svefn sé nægilegur fyrir næsta dag,en allt tekur sinn tíma það er bara að hafa svolitla þolinmæði,

fórum í heimsókn til Guðbjargar eftir leikskóla og þar bauð hún krílunum upp á ís og ískex og það var bara eitt stórt Smile á krílunum já og kanilsnúðar,en við systurnar flettum Gestgjafanum og fundum uppskriftir af súpum sem á svo að matbúa fyrir barnaæfmælið okkar og þar voru mjög girnilegar súpur sem við fundum,við komum heim rúmlega fjögur og með okkur kom frændi hann Bjarni Sævar og tók með sér dvd mynd og höfðu þau svo notalegt með teppi og ávexti,en húsfreyjan skellti heilum kjúkklingi í ofninn ásamt brytjuðum sæt karteflum og gulrótum,ferskt grænmeti skorið og lagt á borð,bóndinn kom heim um hálf sjö,eftir matinn og krílin komin í náttföt og burstaðar tennur þá var kvöldsagan lesin og krílin sofnuð um átta,

bóndinn fór með plast og dósir í endurvinslunna og þvottahúsið orðið fínt eftir breytingar,erum svona smátt og smátt að dúllast hér heima og það næsta er að ath kosnaðin við herbergisbreytinguna og safna fyrir því,en á næstum dögum á að taka glugga í gegn,skafa og grunna fyrir málningu ásamt gluggakistu en það heppnaðist vel síðast og endast lengur og ódýrara en að kaupa nýtt Wink

mikið óskaplega varð elsta dóttirin glöð í kvöld er hún komst að því að fótboltaæfingarnar fari að byrja aftur,það kom bloggfærsla frá þjálfaranum og hún svaraði því,og svo er bara að bíða aðeins lengur eftir að æfingar hefjist,en hún ætlar að æfa bæði fótbolta og fimleika í vetur svo er hún að kenna systkinum sínum ýmsar æfingar hér heima bæði með bolta og svo fimleikaæfingar og það er ávalt fjör sem fylgir þvi og gaman LoL

en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld,njótið þess að vera saman og látið ykkur líða vel,

Sleeping vel og takið á móti nýjum degi með bros á vör og svo gefur mikið að segja við sjálfan sig og aðra að mér þykir vænt um þig Heart

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

331 dagur til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband