Færsluflokkur: Bloggar
26.1.2009 | 03:58
Hugleiðing,,,,,njótum augnabliksins
það er oft svo skrítið og gumpurinn hugsar mikið um það sem hefur áhrif á daglegt líf okkar,svo margir margir hlutir sem við kannski gerum okkur ekki oft grein fyrir,t,d. hvað gerir okkur hamingjusömvið erum sífellt að velja og hafna,andstæður eru góðar og vondar,það eru margar skiftar skoðanir sem fólk hefur sem gerir það hamingjusamt,við ættum kannski að staldra aðeins við og horfa í kringum okkur,er ekki tækifæri núna til þess ? ertu sáttur eða sátt lífinu eða finnst þér að það þurfi að gera endurbætur það þarf að viðhalda hamingjunni og vellíðan okkar eins og við viðhöldum bílnum og húsinu okkar,það vill nefninlega svo oft gleymast að við þurfum að huga að okkur bæði á líkama og sál,gumpinum finnst eins og maraþonstressarinn sé að færast í vöxt en það er svo sem ekkert skrítið miðað við það sem fyrir augu og eyru berast oft á dag í útvarpi og sjónvarpi,gumpurinn hefur miklar áhyggjur af þessu ins og svo margir margir aðrir þjóðfélagsþegnar,svo margar fjölskyldur sem flosna upp og börnin okkar já þau finna það mjög fljótt að það er ekki allt eins og það hefur verið,þau eru gersemar okkar og við verðum að gera þeim lífið eins gott og hægt er,við meigum ekki vanmeta getu þeirra og þroska þau vita gríðalega mikið hvað er að gerast í þjóðfélaginu og margar spurningar í huga þeirra sem þau vilja fá svör við,
það má alveg finna tíma fyrir samverustund og þá er um að gera að geta átt góða og notalega stundir saman,það er gott að slökkva á útvarpi og sjónvarpi,spjalla saman,spila,föndra,baka eða elda saman kvöldmatinn eða helgarmatinn,fara í gönguferðir,náttúran er allt í kringum okkur,snertum trén,grasið,snjóinn,leggjumst á jörðina og horfum í skýinn,sjáum snjókornin falla eða regndropanna það er notalegt að hvernig regndroparnir og snjókornin leika um andlitið,já það er hægt að gera svo margt saman,það er líka yndislegt að geta fundið sér góðan og kyrðlátan stað og lokað augunum og notið augnabliksins,draga djúft inn andann og virt þögnina,það þarf ekki svo langan tíma og svona stundir næra sál og líkama.
hvert augnablik skiftir máli,og sú vísa er aldrei of oft kveðin að hvert augnablik er dýrmætt og við erum það sem við sköpum okkar eigin örlög,það sakar ekki að reyna að hugsa jákvætt,vertu þú sjálf eða sjálfur,elskaðu þig,það er gott að hafa það að markmiði þegar þú ferða að sofa að kvöldi að þakka fyrir daginn í dag og hlakka til næsta dag og njótum augnabliksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 12:47
líðan orðin miklu betri og það veitir manni góðri vellíðan að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda
góðan daginn kæru vinir og ættingjar,jamm hef fengið fregnir að einhverjir ættingjar hafa rambað inn á síðu gumpsins það er nú bara gaman ef einhverjir vilja lesa dagbók og hugleiðingar gumpsins nú um helgina þá svona er bara það vanalega að gerast hér en komst út í gær en hringdi fyrst í Guðbjörgu systur og hún kom og ók bækluðu systur sinni í búðina en var sjálf , VEIK , hún sem sagt leit ekki vel út ekki með hita en önnur einkenni voru jamm en hún skellti á sig trefil og gerðist aðstoðar kona gumpsins í búðinni og ók kerrunni,en Anna María kom og passaði krílin á meðan og er ennþá hér hún gisti hjá okkur,en mikið óskaplega var gott að komast út en þvílíkur höfuðverkur sem jókst bara á meðan en svo er heim var komið og systir dokaði aðeins en þegar hún var farin þá ákvað gumpurinn að gera enn eina tilraunina með að fá sér kaffi en koffeinið lagar höfuðverk og sérstaklega er mænuvökvi hefur lekið út eins og einkenni hafa sýnt í rúma viku en Guðbjörg lenti í því þegar hún átti Bjarna Sævar þá var hún mænudeifð og þá gerðist það hjá henni og þá var hún veik í rúman mánuð og fékk koffein töflur,jamm sem sagt þá fékk gumpurinn sér kaffi og það bragðaðist nokkuð vel en hefur ekki verið hægt að koma sopa af kaffi í langan tíma,en kaffið var drukkið og áður en gumpurinn vissi af og eftir tvo góða bolla af kaffi þá lagaðist höfuðverkurinn og það lifnaði yfir gumpinum og eftir ca klukkutíma þá var þriðji bollinn drukkinn og allur höfuðverkurinn farin og við hjónin hættum við að fara á læknavaktina,og áttum við góða stund með börnunum okkar ásamt frænku borðuðum saman pizzu og þegar yngstu krílin fóru að sofa kl að verða níu þá kíktum við á gamanmynd og það er orðið ansi langt síðan að svona góð stund var síðast já helgina fyrir aðgerðina,og þegar höfuðverkurinn ætlaði að koma aftur í gærkveldi þá var kaffi bolli settur undir vélina og ekki leið löng stund eftir að kaffið var drukkið að höfuðverkurinn hvarf,mikið óskaplega líður gumpinum vel eftir tæplega tveggja vikna höfuðverk,fann fínt ráð þegar pakka þarf inn fóti sem er í gifsi,matarfilma var notuð og svo sérstakur hvítur plástur teipað ofan og neðan,svo skellt sér í góða sturtu,ooooo yndislegt
en í nótt þá hafði kaffið greinilega haft þau áhrif að ekki gat gumpurinn sofnað og svo var verkur í hnénu svo þá var tekið verkjalyf en ekkert gerðost nema að gumpurinn var samt alveg að sofna en gafst svo upp og rölti um og endaði á að renna aðeins yfir gólfin með rakri moppu,raðaði í bókahilluna og þetta tók um klukkutíma og fór svo aftur upp í ból og síðast þegar gumpurinn leit á klukkuna þá var hún að verða þrjú og loksins þar til kl var rúmlega átta í morgun en stóru stelpurnar vöknuðu fyrstar og stuttu seinna vöknuðu krílin og var gumpinum skipað að fara aftur upp í rúm og þær stelpurnar ætluðu að sjá um krílin,og við hjónin sváfum til hálf ellefu yndislegt,fá sér góðan morgunblund og svo morgunmat og kaffi að sjálfsögðu og líðan bara nokkuð góð,
var að lesa síðuna hjá Helgu systir og hún er loksins komin með tölvuna aftur og byrjuð að blogga og bjó til síðu fyrir hvolpanna,endilega kíkið á síðuna þar eru bara flottir hvolpar,en systir er að standa sig mjög vel í sinni áskorun og hefur verið dugleg að mæta í Orkubúið og fékk þar góðar móttökur að vanda enda þar á bæ eru allir jafningjar og öllum tekið mjög vel,enda ekki seinna að vænta hún er langt komin með það að stitta líf sitt ansi mikið enda var gumpurinn búin að tala og tala um þetta við hana í þó nokkurn tíma,gefa ráð og uppskriftir en einhvernvegin var hún ekki alveg tilbúin fyrr en þegar nýja árið leit dagsins ljósen var búin að mæta í Keflavík í sund og æfingar þar í haust svo kom þar jólafrí og hún ákvað að halda áfram hér ,sem betur fer við vorum orðin mjög hrædd um að þessir sjúkdómar sem hafa verið að koma upp hjá henni og fleiri kæmu í kjölfarið ef hún hefði ekki gripið til sinna ráða,og stitt sína æfi mikið,já það getur borgað sig að röfla eða tala mikið og segja alveg satt en eins og við vitum þá er oft ansi sárt að fá það beint framan í sig sannleikan og það kæmi mig ekkert á óvart að systir hefur hugsað stundum eða til stóru systur en henni er alveg fyrirgefið það,alla vega þá er hún að standa sig rosalega vel og við sem þekkjum hana eigum að standa með henni og hrósa því hún þarf á því að halda,það er einmitt eins og í síðustu hugleiðingu gumpsins,endilega sýnið væntumþykju og hrósið,
en jæja það er víst komið hádegi og hafragrautur á matseðli gumpsins og fleiri meðlima ef óskað er en við heyrumst bara síðar,hafið það sem allra best og látið ykkur líða vel þrátt fyrir það sem er að gerast í okkar annars ágæta landi,það er margt verra en þessi staða þó svo hún er als ekki góð og hefur áhrif alstaðar,
sendi ykkur kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2009 | 16:23
Hugleiðing.....það er alltaf hægt að spá í lífið og tilveruna
Einlæg virðing fyrir hvort öðru mótuð af tilfinningum innst innra með okkur og ræktar kemur frá hjartanu,kurteisi og tillitsemi stuðla að góðu sambandi við þá einstaklinga hvort sem samskifti eru við fjölskyldu eða aðra sem á vegi okkar verða,sé líf okkar ekki fyllt einhverri andlegri eða líkamlegri starfsemi þá vill oft grípa okkur eirðarleisi og ýmsar óskemmtilegar hliðar lífsins fara að ráða lífi okkar,það eru ótal margar hindranir sem verða á leið okkar í lífinu og það er undir okkur komið hvort við viljum viðurkenna og vilja til að leysa þessar hindranir og oft þarf að fá aðstoð til að ná þeim tilgangi að láta sér líða vel,stundum segja verk meira en orð og þú getur átt þátt í þeim verkum.hver hefur ekki staðið sjálfan sig að tala í viðurvist annara um galla einhvern sem þú þekkir eða þekkir jafnvel ekkert,hvernig hefði þér liðið ef þú fengir fréttir að talað hefði verið svona um þig ?
Gerum ekki lítið úr öðrum eða okkur,tekur þú eftir einhverju hrósunarverðu í fari annara segðu þeim einstaklingi frá því,þú munt ávinna þér einlægrar virðingar og þú munt uppskera virðingu á móti og jafnvel ævilangra vináttu, að vísu geta komið þær stundir að þér líði ekki vel og þú finnir tárin brjótast fram jafnvel þótt þú vildir það síður en það er gott að leyfa ólíkum tilfinningum að koma fram,við erum öll ófullkomin höfum öll galla og ýmsir veikleikar koma upp á yfirborðið þrátt fyrir besta vilja,öll viljum við að litið sé á okkur sem ólíka einstaklinga með ólíkar skoðanir og þarfir,oft verðum við særð og reið,öll eigum við rétt á að sé sýnt réttlæti og komið sé fram við okkur sem einstaka einstaklinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 21:49
svona sitt lítið að frétta
það er nú alltaf sama fjörið hér á morgnanna krílin vakna kát og hress og eru dugleg að koma sér áfram svo eru reyndar sumir mjög svo ákveðnir að gera hlutina sjálf eins og Bríet Anna það má ekki hjálpa henni við það sem hún er að gera og þegar hún er að klæða sig þá er ensi oft sem háir tónar flæða um þegar ekki gengur sem best en voða sjaædan má aðeins aðstoða hana svo er hún hætt með bleyju nema þegar það er útivera og svo á næturnar,en það er ekki sama sagan af Sölva Erni hann er nú ekkert að stressa sig yfir hlutunum,hann vill endilega fá hjálp við að klæða sig ef ekki gengur vel hjá honum þegar hann er búin að reyna í smá stund og honum finnst fjarska gott að vera með bleyju en er aðeins farin að nota kopp og fara á wc, og orðaforðin og skilningurinn er mikið að aukast hjá þeim og eru þau dugleg að læra og gengur mjög vel eftir að leikskóladeginum var lengdur,þau eru reyndar nokkuð þreytt en spjara sig vel,svo er það Gyða Dögg hún hefur það mjög fínt gengur vel í skólanum og í næstu viku verða kannanir í fjórum greinum og fótbpltinn eru hennar líf og yndi hún lifir fyrir að æfa og keppa og vill komast í A liðið, og stefnir á toppinn
svo fréttir af bóndanum vinnann er sem betur fer ekki mikið búin að minka en þó það mikið að lítið sem ekkert má útaf bregða svo allt fari til en þá er heimsókn í bankann á næsta leiti já talandi um bankanna og fjörið í miðborginni jú auðvitað er fólk mjög reitt en þetta er komið út í öfgar,og þá er verið að tala til dæmis um lögregluna hún þarf að standa sína vakt og er að fá ýmsar hótanir en hvað hefur lögreglann gert til þessa og fær svo hótanir,er ekki alveg að fatta þetta og fjölskyldur þeirra sem eru auðvitað mjög hrædd um menn og konur sem gegna þessu erfiða starfi,
nú fréttir af gumpinum hafa lítið breyst frá því síðast en í síma tíma hjá læknir var ekkert hægt að gera og verður að panta tíma sem tekur viku að bíða en gumpurinn ætlar til Keflavíkur sem fyrst og hitta þar læknir,en það er um að gera að vera aðeins á röltinu og gera sitt lítið af hverju hér heima við,til dæmis að setja í þvottavél,og hengja upp þvott,brjóta saman þvott,setja í uppþvpttavé og taka úr henni já og elda mat,og þess á milli að njóta þess að það er svo sem ekkert skrítið að geta sofið svona mikið en verkjalyfin gera það að verkum að það er sífellt sifja og þreita,en það er ótrúlega hvað maður er fljótur að koma sér áfram með annan fótinn i gifsi frá nára að ökla og hoppa um á hækjum en það er smá vanda mál að fara í sturtu og nota ruslapoka og teip en er að hugsa um aðra aðferð fyrir næstu sturtu athöfn,en stefnann er sett á 6 febrúar að taka gifsið og þá á að hólk í staðin á hnéð og hefja æfingar og vonandi verður sjúkraþjálfarinn komin til starfa hér í bæ,en ætla að fara í Orkubúið í fyrramálið ef heilsan verður betri en ætlaði í morgun en vegna höfuðverkja þá var bara aftur skriðið upp í rúm,ætlaði að hitta konurnar sem hafa verið með í æfingum og spjalla aðeins og taka kannski einhverja æfingu svona fyrir efri hluta búkinn,það er bara nauðsinlegt að komast út en það er ekki hækjuveður svo gönguferðir verða bara að bíða betri tíma
en það fer að koma að svefntíma og ætla hér með að kveðja ykkur og vonandi eigið þið góðan dag og helgi framundan í góðra vina og fjölskyldu hópi
gumpa kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 20:35
fyrri aðgerð lokið og nú er að láta sér batna
jæja loksins er gumpurinn orðin þokkalega fótafær en frá því er gumpurinn bloggaði síðast þá daginn fyrir aðgerð að þá hefur nú svo sem ekkert mikið um að vera en það má kannski aðeins segja frá því helsta,mánudagurinn byrjaði MJÖG snemma við hjónin fórum af stað héðan rétt rúmlega sex en Helga systir kom og var hjá börnunum,er komið var á deildina þá var gumpinum drifið aftur í sótthreinsandi sturtu og drifið upp í rúm en kl átta átti aðgerðin að hefjast en bóndinn var sendur heim og fór með börnin á leikskólann,en gumpurinn beið og beið og ekkert gerðist klukkan orðin átta og ekki búið að koma með lyf eða segja frá töfum en loksins kemur sérfræðingurinn sá sem ætlaði að gera aðgerðina og spjallaði aðeins en þá hafði einhver ruglingur átt sér stað og átti gumpurinn að vera númer tvö á listanum en svo sagði læknirinn að hann væri mikið búin að hugsa um hvernig hann ætti að framkvæma hluta af aðgerðinni en það kæmi þá bara í ljós en hughreysti gumpinn og sagði að þetta færi nú allt vel,
svo leið tíminn og kl hálf tíu var komið með slakandi lyf og þá var hálftími í aðgerð en nei ekkert gerðist fyrr en kl að verða ellefu,lyfin voru ekki að virka,en starfsfólkið þarna er alveg yndislegt það kom þannig fram að það vildi allt gera til að sjúkklingurinn liði sem best og svæfingalæknirinn talaði um það að sérfræðingurinn sem ætlaði að framkvæma aðgerðina vildi láta setja upp mænudeifingu og þvaglegg því að hann gerði ráð fyrir miklum verkjum og ætlaði að nota mænudeifingu í verkjameðferð eftir aðgerð og að gumpurinn mundi verða í rúminu allavega tvo sólahringa,en ekki gekk þrautalaust að setja upp þræðingu í mænuna en fyrst voru settar upp tvær nálar og slakandi gefið í æð,það voru gerðar þrjár tilraunir með að þræða en það virkaði aðeins hægra meginn en það átti að skera upp vinstra hné,en slangan látin vera og svo gekk heldur ekki vel að setja upp þvag legg það endaði með að þvagfærasérfræðingur var kallaður til og reddaði þessu,og stuttu seinna sofnaði gumpurinn löngum svefni.
vaknaði nokkrum tímum seinna en aðgerðin tók tvo tíma og var lengi að vakna en kom svo í sitt herbergi um kvöldmat en stuttu seinna byrjuðu vandræðin,verkjalyfin virkuðu stutt og ekkert gekk með að nota mænudeifinguna og þá kom mikill höfuðverkur og ógleði og sama þrátt fyrir ógleðislyf þá koma allt upp sem sett var í magann,en um kvöldið kom bóndinn ásamt elstu dótturinni og komu með súkkulaði sem var það eina sem ekki kom aftur til baka og sama sagan næsta dag ekkert gekk að borða og áfram mikill höfuðverkur svo var ákveðið að taka slönguna úr bakinu og þá fór dofinn hægra meginn og slaknaði á höfuðverknum og uppköstunum en þegar átti að borða þá kom allt upp aftur en aðeins súkkulaðið virkaði best og var því borðað dálítið af því,ekki batnaði heilsan mikið á þriðja degi en það gekk vel að nota hækjur svo var hægt að borða aðeins og drekka og næsta dag var gumpurinn sendur heim,sparnaður í gangi,en gumpurinn var ekki ferðafær og er búin að vera rúmliggjandi nánast allann tímann.
talaði við vakthafandi læknir um helgina og sá læknir sagði að það væri best að drekka meira vatn en uppköstin héldu áfram og höfuðverkurinn,dagurinn í dag er annar sem ekki er kastað upp en ennþá höfuðverkur en á síma tíma á morgun hjálæknir og það verður bara að gerast eitthvað,svo eru verkjalyfin ekki að virka sem skildi en vonandi gerist eitthvað á morgun,
já svona hafa síðustu dagar gumpsins verið ,en bóndinn hugsaði vel um börn og bú og komst að því að það er hellings starf að vera húsmóðir en hann hefur reyndar aldrei dregið í vafa verkin sem húsmóðir vinnur,en hann ætlar að skipuleggja aðeins næst þegar aðgerð númer tvö verður gerð innan fjögura mánaða.en ætli það sé ekki komin tími á að hætta enda hefur þessi bloggfærsla tekið hellings tíma,og ekki skánaði höfuðverkurinn,
en kveðja til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2009 | 21:17
krílin taka breytingum vel og eru ánægð og þreytt
síðustu þrír dagarnir hafa verið ýmsum breytingum háð,krílin lengdu vistunartímann alveg til kl fimm á föstudag en eins með þann morgun þá þurftum við foreldrarnir að vekja börnin eftir tæplega tólf tíma svefn og þau vakna hress og tilbúin að fara að takast á við daginn,en þann morgun þá fórum við hjónin mjög snemma í bæjarferð og lögðum af stað kl sjö en börnin voru vakin hálftíma fyrir en Helga systir kom og passaði börnin,kom þeim í skóla og leikskóla fyrir okkur,við vorum mætt hálftíma fyrir mætingu en það er betra að leggja af stað fyrr og sleppa við umferðina,það tók tæpa þrjá tíma að innskrifa gumpinn og ýmis blöð útfyllt og spjalað við fimm aðila sem koma þessum uppskurði við,úff það var bara gott að komast út í okkar vinsæla veður rokið og rigninguna eftir tímann þarna inni en við fengum góðar viðtökur og allir að vilja gerðir til að gera vistina og allt umstangið sem þægilegast en eitt breyttist en það er að ef allt gengur vel þá er heimferð á þriðjudag,það er sparnaður og samdráttur á sjúkrahúsum eins og heyrst hefur í fréttum,og fólk er sent heim sem allra,allra fyrst.
það sem eftir var af föstudwginum og heimkomuna úr bæjarferðinni þá var að undir búa kvöldmat en tengdafólkið á skipastígnum var boðið í mat en um kl fimm kom tengdamamma með á leikskólann og til að vita hvaða deild börnin væru á og skoða aðeins leikskólann í leiðinni og börnin mjög ánægð að sjá líka ömmu sýna,en ef bóndinn kemst ekki að ná í börnin kl fimm þá ætlar amma þeirra að ná í þau og koma þeim heim við höfðum það náðugt um kvöldið og maturinn góður en í stórann ofnpott var settur heill kjúkklingur og nokkrir bitar með ásamt smjöri,sæta og venjulegar karteflur,gulrætur og rófur,paprikur og rauðlaukur,og aðeins af kjúkklinga kryddi og í ofninn í þrjá tíma og ilmurinn mjög góður,í eftir rétt var ís ásamt ferskum ávöxtum og rjóma
dagurinn í gær byrjaði kl að verða átta já krílin sváfu það lengi,og þau áttu góða stund með barnaefninu og morgunmatur fengu þau að borða er þau horfðu á sjónvarpið en það má um helgar hér á bæ,Helga systir kom í kaffi og spjall,við tókum ökuferð kl að verða hádegi og litum í heimsókn til vina hjóna okkar og vorum þar í góðu yfirlæti með kaffi og fínu spjalli,komum heim um miðjan dag og þá fór bóndinn að vinna í bílnum fram að kvöldmat en við börnin höfðum það náðugt með bækur og dót,eftir kvöldmat þegar börnin voru sofnuð fór bóndinn að klára bílinn en hann var að setja vinnuljós upp á þakið á bílnum og tengja þau og var það nokkur vinna,en gumpurinn tók gönguferð kl níu um kvöldið og stóra dóttirin passaði en pabbi hennar kom innan klukkutímaheim,í gönguferðinni kom gumpurinn við hjá Ásdísi sem á Orkubúið og færði henni poka af fötum fyrir stelpurnar hennar og var svo boðið inn og áttum við yndislegt spjall í tæpa tvo tíma já tíminn flaug frá okkur,en hún hefur átt stórann þátt ásamt fleirum að gumpurinn hafi náð að byggja upp þrek og þol á fjórum mánuðum í Orkubúinu já og tekið gönguferðir þegar færi gefst útivið,og vill gumpurinn aftur þakka þessum aðilum og sendi þeim knúsa og kossa þið eruð ómetanleg.
í morgun mjög snemma fóru bóndinn og elsta dóttirin í jeppaferð ásamt fleirum en gumpurinn ákvað að vera heima með krílin og verja tíma með þeim og aðeins að taka til og þrífa aðeins,setja í nokkrar þvottavélar og meðal annars að taka utan af sængum en í kvöld á gumpurinn að sprauta sig í kviðinn með glóðþynningarlyfi og fara svo í sótthreinsandi sturtu og fékk meðal annars með sér heim eftir innskriftina sérstaka svampa með sótthreinsandi efnum svo á að fara beint upp í hreint rúm og ekki má borða eða drekka frá miðnæti,nú þegar krílin voru sofnuð þá var drifið í að klæara verkin og skúruð gólf og þurkað aðeins af,og nú er bara verið að bíða eftir að bóndinn og dóttirin komi heim,en í fyrramálið þurfum við hjónin að leggja af stað kl sex og eigum að vera mætt á deildina kl 6,45,og ætlar bóndinn að vera hjá kellu sinni þar til hún fer á skurðdeildina en það er um kl átta og er fyrst á lista sem er bara fínt,svo að Helga systir ætlar aftur að bjarga okkur og koma snemma og vera hjá börnunum og koma þeim í skóla og leikskóla,en hún á þakkir skilið fyrir hjálpina og svo er annað,hún ákvað að gera stórkostlega breytingu á lífi sýnu og erum við mjög stolt af henni og hvetjum við hana óspart áfram en hún ákvað að breyta um lífstíl og það er ekkert smá stórt skref að taka þá ákvörðum,Helga ég sendi þér og
en jæja ætla að fara að hætta og koma mér í smá verk áður en sprauta og sótthreinsun fer fram,en við heyrumst seinna og hafið það sem allra best og munið að ef þið hrósið ykkur ekki þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir geri það,og að l´ta sig líða vel og þá er auðveldara að takast á við lífið og tilveruna en það er ekki alltaf svo auðvellt en einhvernvegin er þetta allt saman hægt og það er mikilvægt að geta tjáð sig,
en jæja kveð ykkur þar til næst,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2009 | 15:41
gestarúm og börnin voða ánægð
hvað er annað hægt en að vera á morgnanna þegar kl hringir 6,45 og allir ennþá sofandi og hafa sofið alla nóttina en gumpurinn fer ávalt á fætur og er búin að skella í sig banana og ab mjólk og koma sér í æfingagallann þegar aðrir vakna hressir eftir góðann nætursvefnn,en það mætti alveg vera betri svefn hjá gumpinum en stefni á að sofa á spítalanum eftir helgi,á von á góðum svefni þar allaveganna á meðan svefnlyfið er ennþá virkt,spurnining um að fá aðeins auka skammt og sofa og sofa því ekki veitir af svefni og hvíld,en það má alltaf láta sig dreyma en í morgunn er gumpurinn vaknaði eftir aðra nóttina í röð sem höfuðverkur hélt vöku meira og minna að þá var höfuðið eitthvað meira skrítið en venjulega en borðaði morgunmat og tók verkjalyf og er börn og bóndi höfðu farið í sýna vinnu og gumpurinn komin á fjölþjálfann í Orkubúinu þá var höfuðverkurinn eiginlega farinn en skrítinn dofi og svimi en kláraði æfinguna bara mjög rólega en ekki skánaði ástandið og fannst eins og sykurfall væri að koma og fékk þrúgusykur og virkaði það,svo var aðeins spjallað við konurnar þarna og fékk gumpurinn kossa og knús þar og var óskað góðs gengis þess sem í væntum var og það þykir gumpinum vænt um en man samt ekki alveg hvað sumar þessar konur heita en við spjöllum alltaf eitthvað þegar við hittumst og það er það sem skiftir öllu að geta átt góða stund og hún þarf ekki að vera löng,
nú er út var komið þá byrjaði þetta aftur svimi og dofi en heim komst gumpurinn en hugsaði á leiðinni hvort að í gærmorgun hafi öll lyfin verið tekin,ætli að þetta séu einkenni þess og athugaði lyfin sem eru með dagsettningu og það passaði,gumpurinn gleymdi tveimur lyfjum og það lagaðist fljótlega þegar þau voru tekin og þá fór að rifjast upp að ekki svo alls fyrir löngu hafði þetta gerst og sömu einkenni verið,jamm þannig er nú það þetta eru jú nokkuð sterkur skammtur sem er verið að taka á hverjum degi og ekki gott að gleyma
nú síðasta sunnudag er við ætluðum að versla rúm fyrir krilin okkar en rimlarúmin eru eiginlega orðin of lítil og erum við búin að skoða mikið en það er allt svo dýrt og efnahagurinn ekki mikill og við tókum þá ákvörðum að kaupa tvö gestarúm í Ikea á tæpar 3000 kr stykkið svona til að hafa einhver rúm ogbörnin eru ekki það stór og þung að það á að vera í lagi að nota svona rúm í einhvern tíma og um leið og efnahagurinn skánar og rúm finnast þá verða þau versluð,og börnin eru mjög ánægð þau allaveganna sofa vel,en við settum eina rimlagrind við hliðina svona til að fyrirbyggja að þau detti fram úr,en tökum það frá fljótlega og þá verða rúmin auglýst til sölu fyrir eitthvað smá en allaveganna eru börnin sátt og engir rimlar að flækjast fyrir en einhvernveginn verður að bjarga sér og þá er bara að finna sér leið,
gumpurinn hefur tekið eftir því að það er eins og fólk hafi skynjað eða frétt af því sem hrjáir gumpinn það er að segja félagsfælnina og það sem gumpurinn hefur skrifað hvort það er í hugleiðingu eða hinar færslurnar og er öllum velkomið að lesa það sem ritað er,en fólk einhvernveginn , allavega nokkrir , ummm hvernig er hægt að orða það svona varfærnislega eða öðruvísi,það skynjar gumpurinn og það er samt alltof oft að það er erfitt að tjá sig og taka því er fólk klappar á öxl eða knúsar svo að það er alls ekki ílla meint ef gumpurinn virðist fráhrindandi þetta er bara ekki auðvelt en geri sitt besta í samskiftum við fólk,er einmitt nýbúin að tala við læknirinn , sálfræðinginn, og eins og við vitum öll þá tekur sumt lengri tíma en annað og sumt verður bara að lifa með og á hvorn vegin sem það verður þá er betra að þetta sé ekki leyndur sjúkdómur,
en jæja kæru vinir í fyrramálið er ferðinni snemma tekið í borgina en verð vonandi með færslu áður en mánudagurinn rennur upp,hafið það sem allra best og njótið samverunnar og stundarinnar með þeim sem ykkur langar til að vera með það er það sem skiftir öllu máli.
kveðja úr neðri byggð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 21:43
stórkostlegt,,,,,,,,,
það þarf að vekja krílin kl sjö á morgnanna já það er mikil breyting frá því ekki alls fyrir löngu þegar þau voru að vakna kl sex en það var orðið tímabært að þau svæfu aðeins lengur og er þetta nýja fyrirkomu lag bara en við erum að gera smá tilraun með börnin,við ákvöðum að setja krílin saman í herbergi í stóra herbergið og vita hvernig það mundi ganga upp og nú er fjórða nóttin að skella á og ekkert vandamál ennþá,það er voða gaman fyrir þau að sofna saman og vakna saman,og svo var elsta dóttirin sett í herbergið sem Sölvi var í,og ástæðan fyrir þessum breytingum er sú að við ætluðum að taka litla súðherbergið og stækka það,setja nýjann vegg,mála og annað gólfefni en allt kostar þetta auka fjárútlát og eins og staðan er í dag þá er ekki hægt að stetja þessa áætlun af stað og elsta dóttirin átti bara að vera um stundarsakir í herbergi með systur sinni en hún hefur nú ekki mikið kvartað en samviskubit foreldranna hefur bara vaxið og vaxið svo kom þessi lausn og þá er bara að prófa og vonandi verður þetta hægt áfram og það ríkir mikil gleði hjá stóru stelpunni að vera loksins með sitt pláss þó svo herbergið sé nokkuð minna en það gamla en hún er ekki nærri með svo mikið dót eins og var einu sinni en það dót er að koma í góðar þarfir hjá systur hennar og bróðirinn er líka nokkuð hrifinn af , nýja , dótinu
svo er verið að lengja vistunartímann smátt og smátt hjá krílunum í leikskólanum og í dag voru þau til hálf fjögur og gengur bara vel,þau eru dálítið þreytt en hafa það notalegt hér heima og dunda sér í leik og líta öðru hverju á sjónvarpið,en svo frá og með næsta mánudag þá verða þau sótt í síðasta lagi kl fimm en næstkomandi föstudagsmorgun alveg eldsnemma þá þarf gumpurinn að mæta kl 8,15 á spítalann í undirbúning og viðtal en við þurfum að gera ráðstafanir með börnin þennan morgun því við verðum að leggja af stað klukkutíma fyrr og ætlum að hóa í góðann til að koma eða taka við börnunum mjög snemma og koma þeim í skóla og leikskóla,
annars gengur lífið bara sinn vanagang en vinnann hjá bóndanum var orðin nokkuð lítil en er að glæðast sem betur fer,svo er alltaf gott þegar sama rútínan kemur og allir hafa sitt fasta starf og æfingar en gumpurinn hefur ekki verið að slaka á með æfingar enda munar um hvern dag í styrtarþjálfunni en það mætti ganga betur með andlegu hliðina hún fer niður á við en er búin að tala við læknir og vill hann bíða eitthvað lengur með að breyta þeim lyfjum sem tengjast þeirri líðan en bæta við lyfi sem veldur af miklu sljóleika og syfju en því neitaði gumpurinnþað er bara ekki hægt að vera sofandi meira og minna svo að gumpurinn er að reyna að líta á björtu hliðarnar því einhversstaðar eru ljósgeyslar sem verma sálina og þá er bara að finna þá,en veit að það er kvíði fyrir aðgerðinni sem hjálpar til við vanlíðann,
en jæja það er búið að panta stóra bústaðinn hjá sjómannafélaginu en það á að dvelja í bústaðinum 13 til 15 marz en 10 þann mánuð þá verður gumpurinn aðeins bara 40 ára og hlakkar mikið til að ná þeim áfanga en það á ekki að halda neitt sérstaklega upp á með partýi en þeir sem vilja gleðja gumpinn á þessum tímamótum eru velkomnir að koma og þiggja veitingar og þeir sem vilja geta gist en það er nóg af gistirými og þar eru tveir heitir pottar annar en inni í húsi ásamt sánarklefa og svo er pottur úti,
en nú var dóttirin að koma heim eftir þrettándagöngu og kom með slatta af gotterí í poka með sér en það er nú ekkert spennandi veður úti eins og svo oft hér í bæ þegar eitthvað er um að vera en ennþá er þessi fína andlitsmálning á sýnum stað en hún er að biðja um aðstoð við að þvo sér svo það er víst best að fara að kveðja ykkur,hafið það sem allra best og ekki er verra að hafa jólaljósin lengur það hefur verið gert hér á bæ í nokkur mörg ár og hafa þau veitt birtu og il hjá okkur fram í febrúar,það svo sem skiftir engu hvernig ljósin eru á litin bara að þau láti okkur líða betur
gumpurinn bíður ykkur góða nótt og ykkur vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 23:51
góða áramót og þá er bara að njóta vel nýja árið
gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir árið gamla,já nokkrir dagar búnir af nýja árinu sem endaði skemmtilega hjá okkar fjölskyldu,við áttum góða og frábæra stund í Breiðholtinu þegar síðasti dagur ársins kvaddi okkur með sínum hefðbundnum hætti,sprengingar heyrðust af og til þennan dag ásamt ársuppgjörum á sjónvarpstöðum og útvarpstöðum,með og án mótmælendum í beinni útsendingu en við fjölskyldan vorum voða lítið að horfa á sjónvarp fyrir utan barnaefni á ruv,svo var bóndinn að vinna fram á miðjan dag en gumpurinn þurfti að fara ferð til Njarðvíkur og ná í elstu dótturina sem þar gisti og versla smávegis í Bónus,og með börnin í bílnum þá er ekki verið að hlusta á fréttir við spilum sögur og barnatónlist og horfum á myndir svona allt í bland á okkar ferðum í bílnum,
okkur var boðið að gista í Breiðholtinu og þáðum við það,börnin sváfu á leiðinni sem var bara gott og gátu þar af leiðandi vakað rétt fram yfir miðnæti og voru mjög hrifin af því sem fyrir augum bar en þar til herlegheitin byrjuðu þá voru börnin í góðum leik og við foreldrarnir horfðum á skaupið og gátum brosað og hlegið meira af þessu skaupi en undanfarin ár,já það var bara fínt en sumt var bara leiðinlegt og það er nú ekki auðvelt að gera þessari þjóð sem er víst að nálgast 320,000 þús manns til hæfis,við höfðum bara frábært útsýni,það kannast örugglega margir við stóru blokkirnar og við vorum á annari hæð og með þvílíkt stórann eldhúsglugga sem visaði í rétta átt og sáum meðal annars Viðeyjarsúluna öðru hverju milli svaka sprengingar og upp úr kl að verða hálf eitt þá var ekki mikið sprengt og börnin fljót að sofna og við foreldrarnir horfðum á eina mynd og vorum farin að sifa fyrir þrjú en börnin voru vörnuð rétt rúmlega kl átta,sko okkar börn svo það var nú gott að vera ekkert fyrir því að djamma eða drekka ótæpilega enda við foreldrarnir komnir af allra allra léttasta skeiðinu en erum sátt við okkar líf óháð aldri
við vöknuðum í rólegheitum fyrsta morgun á nýju ári og fengum okkur heitt kakó og ristað brauð,með barnaefninu,svo voru bakaðar pizzur og allir saddir og glaaðir á heimleið kl tvö eftir hádegi en vorum ekki að fara heim ó nei það beið okkar vöfflur með tilheyrandi gúmmulaði hjá teindó og þar vorum við í góðu yfirlæti þar til kl var farin að verða sex en þreytt var fjölskyldan er heim var komið,börnin í bað og voru sofnuð fyrir átta ásam tmömmu þeirra en hún sofnaði stuttu seinna ásamt bónda sýnum,já við erum búin að hafa það mjög gott þessa frídaga og því miður þá eru jólin alltof fljót að líða
en s,l. föstudag þá var fyrsti dagur hjá krílunum að vera til kl fimm á leikskólanum en það á að venja þau við smátt og smátt,og þennan dag fór gumpurinn í bæjarferð og bauðst teindamamma til að fara með gumpinn í myndatökuna af kúlunni og sá læknirinn að þessi kúla er afleiðing af gigt og vill að við gigtarlæknirinn hittumst,þetta var skemmtilegur læknir og spjallaði heilmikið og spurði meðal annars um kviðverki og hann fékk að vita af því að gumpurinn sé með svokallað flökkunýra og hann vildi endilega fá að skoða það og sá allt heilaklabbið það er að segja legið og eggjastokka og sá að þetta allt saman er ekki alveg rétt skapað og hefur ekki seð á sýnum ferli svona nýra og eggjastokk í einum keng eins og hann orðaði það og sagði að þetta væri aleveg tilefni í mynd á frímerki það er svo margt sett á svoleiðis merki og margt af því nokkuð skrítið og af hverju ekki bara mynd af mýnu skrítna nýra og eggjastokki,ok það er ekkert að því að einn læknir með sónartæki sem er sett utan á kvið sé að skoða þessi líffæri konu en þegar það eru komnir þrír læknar og gumpurinn í svona skoðunarstól ,og þetta var þegar verið var að undir búa fyrstu glasafrjóvgunina,og maður sé bara kollinn afþremur læknum á milli læra manns og með svokallaðann tippasónar og rýna í leiðinni á sjónvarpskjáinn sem sýnir það sem þeir eru að skoða þá er það ekki voða góð tilfinning eins og ég sagði lækninum og hann sagði bara eins og þessir þrír forðum,þetta er mjög sjaldgjæft að sjá svona,
restinn af deginum var varið með teindamömmu og mömmu hennar og var frábært að rölta með þeim í búðir og kíkja á kaffihús,aðeins verslað og bara að láta sér líða vel saman,
jamm svona er nú það og ýmislegt bæði neiðarlegt og ekki neiðarlegt í lífi manns,já í dag fékk gumpurinn símtal úr Eyjum og það var pínu neiðarlegt í fyrstu því gumpurinn þekkti ekki viðkomandi í fyrstu en þetta símtal var nokkuð hlægilegt og þá aðalega hlegið af snuddunni sem var erfitt að finna en þær eru nú misstórar en gera gagn þegar rétta aðferðin en notuð
en jæja það er víst komið að háttartíma,það er orkubúið í fyrramálið og heimsókn í bankann svo kveðja og knús á ykkur og eigið ánægjulega vinnu viku og fjölskyldu samverustundir,hafið það sem allra best
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2008 | 23:47
afmæli gumpabloggsins og uppgjör ársins í hugleiðingu
fyrsta ár gumpabloggsins er orðið að veruleika já gumpabloggið á eins árs afmæli og er gumpurinn búin að vera meira og minna á hvolfi síðustu daga,lyfin valda því að það er aðeins of mikil syfja og engin orka en svo er bara ansi margt sem kemur upp í huga manns á þessum tíma árs,það er hugsað aftur í tímann og jafnvel einhver ár það er nefninlega þannig að ekki geta alllir gleðst yfir jólunum og haft fjölskylduna með sér ásamt svo ótal mörgum ástæðum en gumpurinn hefur verið nokkuð niðurdregin og eftir viðtal við læknir í dag þá komumst við að ýmsu í sameiningu og meðal annars þá er móður sökknuður mikill það vantar mikið í hjartað þegar móðir er ekki til staðar,nú svo styttist í erfiðu aðgerðina og það er ekki alveg komið á hreint hvernig sú aðgerð verður framkvæmd og batarhorfur óljósar,svo er loksins komið að myndatökunni af mjöðminni næstkomandi föstudag,
í gær var systrajólaboðið og heppnaðist það mjög vel og góðar veitingar á boðstólum,á morgun gamlársdag förum við í bæjarferð nánartiltekið í Breiðholtið og munum við dvelja þar fram á nýársdag í góðu yfirlæti,og í tilefni þess þá bakaði gumpurinn mjög svo girnilega púðusykur og kornflex marensbotna og verður svo skreitt með rjóma og búin til karamellusósa og að lokum skreitt með ferskum ávextum og súkkulaði en við ætlum að sameina í góðan mat og smá drykk til að skála fyrir nýju ári,og hlakkar okkur mikið til að vera að heiman svona til tilbreytingar þessa miklu sprengju kvöld og nótt en við verðum þessar tvær fjölskyldur ásamt börnunum okkar og svo verður bróðir systur og bóndans með okkur,
en nú er komin tími á að ljúka þessu síðasta bloggi ársins og langar gumpinum að þakka ykkur öllum vel fyrir innlitið og jákvæð viðmót en ekki veit gumpurinn til þess að einhver hafi sagt eða látið flakka neikvæð orð um gumpabloggin en þessi blogg voru fyrst og fremst skrifuð fyrir góða vinkonu sem býr í Hollandi og vildi fá að fylgjast vel með okkur og svo vatt þetta blogg upp á sig og hefur gert mikið fyrir gumpinn,það er svo ótal aðferðir sem fólk notar til að tjá sig og opna fyrir lokaðar tilfinningar og ýmsar erfiðleika sem kemur upp á í lífi manns,
að lokum kemur HUGLEIÐING ,,,,,, uppgjör ársins
Hverjar eru framtíðarhorfurnar okkar ?
Meginþorri landsinns hugsar aðeins fáein stutt ár fram í tímann.
Margir kjósa að líta ekki mjög langt fram í tímann
vegna þess að þeir sjá einungis fyrir sér óskemmtileg endalok,
ef upp kemst um handleiðslu ríkisstjórnar og auðmenn
sem starfa saman í paradís.
þannig hefur málum verið háttað,þessi óréttláta stjórn
auðmanna og ríkisstjórnar hafa búið svo um hnútanna,
að núverandi kerfi sem kúar okkur og segist hafa fullkomna
og réttláta stjórn á málum líðandi stundar.
Þetta kallar á pólítíska sundrung,
ágirnd viðskiptaheimsins sem orsakar
miskunnarlausa glæpi gegn fólkinu í landinu.
Fjölskyldur í tugatali brostna af áhyggjum í lífinu.
Ánægjustundir lífsins hverfa hjá mörgum í skugga
þess sem gerist í okkar þjóðfélagi,
af þeim aðilum sem hafa látið eiginhagsmuni ofar öllu
og látið sjónarmið efnishyggjunnar ráða og dæma líf
þeirra sem enga bera sök en munu gjald þess strax
frá upphafi komu úr móðurkviði í napurlega veröld
Hvaða þýðingu getur þetta haft fyrir fyrir fjölskyldu þína ?
Ekkert okkar ætti að gera þau mistök að halda að
við þurfum einungis að lifa því sem kallað er ´´gott líf´´
Við verðum að vinna til að geta viðhaldið
góðu jafnvægi á lífsbraut okkar.
þegar allt sem við gerum,hvort heldur sem einstaklingar
eða fjölskylda mun líf okkar verða auðugt og við munum
finna að við höfum áorkað einhverju,
og hvorki ríkisstjórn eða auðmenn
skulu ekki halda að þeir geti tekið það af okkur.
og það er kærleikurinn og ást okkar á fjölskyldunni okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar