Færsluflokkur: Bloggar
17.2.2009 | 11:20
afmæli afmæli afmæli
mammma hvar er dagatal spyr elsta dóttirin ég ætla að telja vilurnar í afmælið mitt og brosir mikið þegar henni er rétt dagatalið,og svo er talið og eftir ekki svo mikla stund þá segir hún,mamma ég tel ekki vikurnar það er svo stutt að ég tel daganna,ég er alveg að verða 10 ára og gengur ákveðin inn í stofu til mömmu sinnar og sest hjá henni með dagatalið,svo bætist við mamma hérna ég veit hverjir koma í vinaafmælið það eru ekki margir og við þurfum að fara að gera boðskort í tölvunni ég hef aldrei gert svoleiðis boðskort svo við verðum ekki á síðustu stundu og fleira sem þarf að ákveða,já það er ekki af dótturinni skafið,hún vil hafa tíma í þetta verkefni og er búin að koma með tillögu af pizzu og köku fyrir sig og hennar litla vinahóp,já við getum gert það segja foreldrarnir um kvöldið þegar þetta berst aftur í tal,svo að 1 marz verður fjölskylduafmælið en daginn eftir vinaafmælið,fjölskylduafmælið auglýst nánar síðar
já hugsið ykkur það eru að verða komin 10 ár þann 2 marz síðan frumburðurinn leit dagsins ljós og ekki laust við það að húsfreyjan fær kökk og tár læðist fram þegar hugurinn fer aftur í tímann,öll þessi fyrirhöfn og bið þá kom lítil dama og hefur glatt okkur óskaplega mikið,en húsfreyjan var skráð á sinn afmælisdag 10 marz en það er ekki verra að hún kom þennan dag,og í ár er stelpan 10 ára en móðir hennar 40 ára og það er tilhlökkun hjá húsfreyjunni og hennar fjölskyldu að bregða sér í bústaðinn helgina 13 til 15 marz í tilefni þessa merka áfanga og bjóða gestum sem vilja koma upp á smávegis góðgæti,en ekki á að halda neina stórveislu bara njóta samverustundar í rólegheitum.
og meira að segja eru krílin að spyrja um sumarbústaðinn en þau muna síðustu ferð í haust og finnst mjög gaman,en þá fórum við í Húsafell í snjóinn,og eru krílin ekkert sátt við að sleðaferðunum á leikskólann var skyndilega hætt og allur snjór farinn og bara rok og rigning,já ekkert smá búið að rigna og ennþá rignir en veturinn er vonandi ekki búin,
húsfreyjan er mikið fyrir að velta hinu og þessu fyrir sér og hafa margar hugsanir komið hér fram í formi hugleiðing,, og eitt sem er oft brýst fram í kolli húsfreyjunnar eru áhrifavaldar í lífinu, og það er nú ýmislegt sem hefur áhrif og það er aldrei að vita nema að það verði hugleiðing,,,, fljótlega .
annars er lífið að færast hægt og rólega í eðlilegt horf hjá okkur,veikindi að hjaðna engin með hita en krílin ennþá kvefuð,elsta dóttirin með ofnæmið er öll að koma til og hafa útbrotin hjaðnað en ennþá þekur það handabakið og kláði í því og bólga svo hún var áhorfandi í íþróttum í skólanum í gær en hún stefnir á að taka þátt á morgun ásamt sundi og fótboltaæfingu,og það var yndislegt að komast út í gærmorgun og fara í rope yoga tíma en fór fyrst til læknis og er búin að koma blöðum til hans frá bæklunarlækninum og útbjó læknirinn aðra beiðni til sjúkraþjálfarans svo að allt verði tilbúið þegar hann hefur störf,
eftir tímann í Orkubúinu og hádegismatur snæddur þá var bara dormað í sófanum í klukkutíma eða þar til Guðbjörg systir hringdi og bauð systur sinni með til Keflavíkur í bónusferð,já það var mjög fínt að komast aftur út en við fengum okkur fyrst kaffi saman heima hjá henni og svo brunað af stað
afgangur af deginum var notaður í ýmis heimilisverk,svo sem þvottur í vél og brotið saman,tekið á móti börnum úr leikskóla og skóla,snítt og gefið fullt af knúsum og kossum,
en nú er Guðbjörg komin í heimsókn og með þeim orðum kveður húsfreyjan ykkur,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 14:21
eru farin að halda að við séum með ofnæmi fyrir brúðkaupum
börnin í leik og bóndinn að vinna svo húsfreyjan hefur tíma fyrir sig og ætla að nota hluta af honum í bloggfærslu,frá því síðast þá var fimmtudagur og við mæðgurnar lasnar heima,en erum að hressast loksins en elsta dóttirin fékk líka mjög slæmt ofnæmi fyrir plástri og í gærmorgun leit loksins læknir á hendina en við vorum búin að tala við í síma á föstudag en ekki vildi læknirinn hér líta á hana en hjúkrunarkona skoðaði hendina og henni brá því svona mikið plástursofnæmi hafði hún aldrei seð og setti hún sterakrem á hendina og ofnæmistöflur átti stelpan að taka og áttum að fara næsta morgun í keflavík ef ekkert hefði skánað og það varð að fara og læknir þar brá mikið og til vonar og vara þá var stelpan sett á sýklalyf og annað sterakrem og taka áfram ofnæmistöflur en handabakið næstum þakið og mjög upphleift og rautt svo sást vel sláttur,já mjög slæmt að sjá,og i morgun þá var þetta farið að hjaðna,en þetta ofnæmi er búið að valda mikilli vanlíðan,
en sem betur fer þá hafa krílin ekki fengið meiri hita en eru þó nokkuð kvefuð en mjög hress að öðru leiti,Sölvi er meira að segja bleyjulaus en er stundum að athuga hvort tippið sitt sé ekki örugglega á sínum stað en hann vildi ekki týna því eins og hann sagði,já það er betra að hafa allt á sínum stað, og er stráksi duglegur að fara á koppinn með systur sinni enda eru þau mjög dugleg við að apa eftir hvort öðru nema þetta með koppaferðir fyrir stráksa hann er ekki mikið fyrir þær ferðir en eitthvað gerðist í morgun og hefur hann verið í sömu brókinni allavega ennþá en hann tekur bara sinn tíma í þetta,
litla systir og hennar kærasti komu suður um helgina og versluðu í búið en fengu líka ýmislegt gefins og ætla þau að byrja að flytja inn í kvöld eða á morgun,það er mikil tilhlökkun að byrja að búa og vera sjálf sinn herra og er stefnan sett á bónusferð á morgun og fékk systir góð ráð varðandi þrifefni og önnur húsráð en hún hefur verið dugleg við að bjarga sér enda orðin löngu sjálfstæð og kann að bjarga sér
þau komu líka varðandi hjónavígslu pabba og Eyglóar en þau létu pússa sig saman í gær heima hjá sér og voru aðeins börn og barnabörn og örfáir aðrir en við komumst ekki vegna veikinda en þegar pabbi kom hér við fyrir helgi þá létum við hann vita að óvíst væri með okkur og skildi hann það vel og var sjálfur búin að vera með pestina og ekki sniðugt að æða út svona,og svo bættist ofnæmið við,já það mætti halda að við séum með ofnæmi fyrir brúðkaupum en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ofnæmi kemur upp þegar okkur er boðið í brúðkaup sem er ekki oft en þegar vina fólk okkar lét pússa sig saman fyrir tæpum tveimur árum þá gerðist það að krílin fengu mikið ofnæmi og vorum að vesenast með þau hjá læknum nánast heila helgi og þá lyf í æð og eftirlit, sem sagt innivera hér og í dag er húsfreyjan búin að vera viku inni og vonast til að komast út í fyrramálið og í Orkubúið,
litla skottan okkar er komið með að við höldum slatta af frunsum við munnvikið öðru megin,þetta hafa okkar börn ekki fengið áður og við þurfum að komast að því hvort það sé eitthvað sett á svona og hvort það sé gert hjá litlum krílum og ef einhver veit eitthvað um þetta þá væru voða got að fá ráð stelpan litla er ekki að kveinka sér ennþá en þetta hefur stækkað síðan í gær,
en jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í dag,það er gott að nýta líka tímann í annað,en hafið það sem allra best og njótið það sem lífið hefur upp á að bjóða
til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2009 | 15:09
innivera síðan á sunnudag
það hlaut að koma að því að pestin mundi herja á fleiri fjölskyldumeðlimi en í morgun vaknaði Gyða Dögg með mikinn hita og rám og þá var bara að taka á því og svo hélt hún áfram að sofa með mömmu sinni en húsfreyjan er ennþá að fá hita og aum í hálsi,en krílin eru mjög hress og fóru þau á sleða í leiksólann eins og undanfarna morgna á meðan snjór er,og ennþá sleppur bóndinn en við erum reyndar frekar heppin og fáum voða sjaldan pestir,
í morgun eftir að við mæðgurnar vöknuðum eftir góðan blund þá kom pabbi við ásamt Lottu en hún er loðin faxhundur alveg ótrúlega falleg og er mjög hlíðin en hún á von á hvolpum mjög fljótlega,og ef við fáum okkur einhverntíman hund þá er svona hundur efstur á óskalistanum en því miður þá kosta þeir mikið og við höfum als ekki efni á þeirri fjárfestingu já talandi um hækkandi verð eða hvað kostar t,d. vistun barna á leikskóla en vegna tímabundna veikinda húsfreyjunar þá jukum við vistunina frá kl tvö til fimm en við fengum næstum hjartaáfall reikningur fyrir febrúar mán rúmlega sextíu þús helmingshækkun,og bóndinn talaði við leikskólastjórann og við fáum að minnka vistunina aftur til tvö frá fyrsta næsta mán en hún hafði áhyggjur hvort húsfreyjan hefði orku eða hjálp en það kemur bara í ljós hvernig það verður,bóndinn gerir það sem hann getur en það er engin auka vinna hjá honum hann hefur verið að brasa á planinu á milli hverfa frá átta til sex annað er það ekki og launin hafa minkað um ca tvöhundruð þús á mán frá því í haust og munar mikið um þó svo við erum ekkert að bruðla en það kostar nú sitt að halda búi og fjölskyldu uppi á því sem er allra nauðsynlegt,
og þá er nú bara verið að halda ennþá fastara í þann aur sem er til og allt reiknað út en við höfum það af,það eru bara þessar fréttir sem sem hafa slæm áhrif svo við erum mjög þakklát fyrir það sem við höfum og eigum,
það er voða notalegt hjá okkur mæðgunum sem erum heima,erum búnar að hvíla okkur,og drekka heitt súkkulaði og bóndinn verslaði hálstöflur og nýjan sokk undir gifsið,og núna er verið að horfa á myndina börnin í ólátagarði leikna mynd komin til ára sinna en er vinsæl hjá fjölskyldunni,en á eftir ætlum við að dorma áður en krílin koma af leikskólanum,
fékk símtal í gær frá góðri vinkonu sem býr í Hollandi þar er allt gott þar en eins og hér þá eru pestir þar alsráðandi og hafa þau fengið ýmsar pestir í heimsókn,það var einmitt þessi vinkona sem kom húsfreyjunni til að blogga og var búin að reyna lengi en tókst svo að lokum og það var nú aðalega til að fá fréttir og fylgjast með vinkonu sinni og hennar fjölsk á klakanum,svo hefur bloggið undið upp á sig og hefur komið sér vel að geta tjáð sig um ýmis málefni sem snerta mann sjálfan eða annað,við einmitt ræddum um þessi viðkvæmu mál sem hafa og eru ennþá að hrjá húsfreyjuna en andlega heilsan fer aftur hrakandi og er ekki svo auðvelt að vinna á því en bóndinn tók eftir því og við ræddum saman og ástæðan er sú að það sem á undan hefur gengið á nýju ári,aðgerðin og veikindin í kringum hana,að geta ekki farið sína ferðir án hjálpar úti við ekki gönguferðir eða gert það sem áður var gert,vera háður hjálp og biðja um hana sem er ekki það sem húsfreyjan er vön að gera nema þegar neiðin kemur upp,en bóndinn stappar stálinu í konu sína og við ákvöðum að fresta þá seinni aðgerðinni þar til líðan og batinn í hinum fætinum er betri,svo er verið að vinna í að rannsókna þessi svima, yfirliðstilfnningu og minnisleysi sem hefur verið nokkuð lengi en ekkert finnst ennþá,
en hófleg bjartsýni ríkir og tíminn líður þegar haft er eitthvað að gera en nú í vikunni þá var saumataskan tekin aftur fram en hún var sett í skáp eftir föndrið við jólagjafir og nú er verið að sauma út fæðingamyndir fyrir krílin sem var pantað stuttu eftir að þau fæddust,já og prjóna inn á milli en ekki mikið gert í einu en aðeins haldið sér við efnið
eitt af verkefnum í heimalærdómi Gyðu þessa vikuna var að semja ljóð og myndskreyta það og á þriðjudagskvöldið þá allt í einu datt þetta ljóð upp úr dömunni en það á að skila möppunni á morgun en hún var búin með allt nema dagleagn lestur þetta kvöld og bað daman mömmu sína að birta ljóðið sitt og hér kemur það,
Fótboltastelpan
ljóshærða stelpan
með bláu augun sín
leikur sér með boltann
með góðu trixin sín
svo teiknaði hún fótboltastelpu og er að vonum mjög ánægð með afraksturinn sinn,svo var hún spurð hvort ljóðið fjallaði um hana,þá svaraði hún já kannski er ekki alveg viss en ég er orðin mjög góð með trixin svo komu lýsingar og sýningar á hvernig hún trixaði á æfingum,já það er bara frábært hvað henni gengur vel og tekur stöðugum framförum að sögn þjálfaranns og eins segir kennarinn hennar eftir foreldraviðtalið á þriðjudaginn og engin breyting þar,bæði við foreldrarnir og kennarinn erum mjög sátt við einkannir og framkomu en á einkunarspjaldinu þá er x alstaðar í reitinn sem gefur hæðstu einkunn fyrir framkomu og framfarir og erum við mjög stolt af stelpunni
húsfreyjan telur sig vera nokkuð hagsýna og nýtir það sem hægt er að nýta t,d. með mat en það vill oft safnast saman afgangar í ísskápinn og vill oft gleymast en við höfum gert rétt ca einu sinni í viku upp úr afgöngum og í gær var einmitt réttur gerður úr afgöngum og ætla að láta hann flakka með.
afgangsréttur
kjöt,t,d. kjúkklingur,hakk,pylsur,skinka eða pepperoni
grænmeti,í gær var rauð paprika og sveppir
pasta eða spagetti soðið og vatnið tekið af
kjöt og grænmeti skotið í litla bita og blandað saman
afgangsostar sem var til í frystir annað hvort skornir smátt
eða sett í rifjárn,blandað saman við ásamt rjóma eða rjómaosti
nú eða það sem er til,allt í eldfast mót sem er smurt vel og jafnvel
smurt með hvíltlauksolíu og aðeins sett í réttinn,svo má setja ost ofan á
í ofn á 180 gráður þar til osturinn er gulbrúnn,
mjög góður réttur og með þessu vorum við með ferskt skorið grænmeti,hvítkál,tómatar og agúrku,en það er um að gera að nota afganganna og prófa sig áfram,við erum ekki mikið fyrir að kaupa gos en notum vatn mikið sem og sodastrem og bætum út í það sítrónu og appelsínusneiðum og stundum ribena saft,
en jæja ætli það sé ekki komin tími á blund í smá stund,kveð ykkur þar til næst,njótið lífsins gerið eitthvað skemmtilegt þó svo það virðist vera púkalegt en umfram allt verum saman
kveðja húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 11:03
krílin að verða hress
hér á bæ hefur hitapestin gert vart við sig,krílin hafa fengið að kynnast pestinni fyrst Sölvi Örn hann var hitalaus á sunnudag en slappur og um kvöldið var Bríet Anna komin með hita og í gær var hún mjög slöpp og svaf mikið en reyndi að leika sér en hafði enga orku í það svo það var mömmu fang sem hún kúrði í þess á milli sem hún reyndi að leika og þegar hún er orðin svona slöpp.sem er mjög sjaldan því það þarf mikið til þess að hún geti ekki leikið sér,þá er best að kúra en hún er dugleg að drekka sem betur fer því hún var með mikin hita og var við það að fá hitakrampa og hitinn er fljótur að stíga upp og verður að fylgjast vel með henni,en við höfum annars haft það voða rólegt síðustu daga,um helgina þá vorum við öll heima á laugardaginn meira að segja bóndinn og sunnudag þá vann hann eftir hádegi í jeppanum og fengum við heimsókn seinnipartinn en þá komu systir bóndans og hennar fjölsk með bilaða jeppann úr ferðinni á Skjaldbreið,þau stoppuðu góða stund og notaði frænkan sem kom og klipti af hárinu á Bríeti Önnu og ekki veitti af ekki nema tæplega tveir mán síðan síðast sem betur fer þá höfum við góða að þegar kemur að t,d. að klippa börnin það munar um þann aur sem fer í barnaklippingar,
en jæja við áttum sem sagt góða stund með fólkinu og notalegt kvöld saman við fjölskyldan eftir kvöldmat sem bóndinn sá um en hann eldaði stroganoff með hrísgrjónum og ferski grænmeti en húsfreyjan var orðin slöpp og lagði sig í smá stund eftir kvöldmat var ákveðið að horfa á mynd eða það heitir víst Ladda skemmtunenmeð Gyðu Dögg en fyrst fór húsfreyjan í langþráða sturtu án gifs og þurfti hjálp bóndans við að losa spelk gifsið þegar inn í sturtuna var komið en ekki má stíða í fótinn þegar búið er að taka spelkuna en aðeins rétt tilla niður fætinum,og ekki var jafnvægið neitt voða gott en allt hafðist þetta að lokum og svo var makað á fótinn góðu rakakremi og ekki veitti af svo aftur spelkuna og þá fyrst var hægt að fara úr sturtunni,og á meðan við horfðum á Ladda þá var húsfreyjan í góðu fótabaði og svo raspaði bóndinn fæturnar og bar fótagaldur og svo í bómullarsokka og þannig svaf húsfreyjan og fæturnir alveg næstum eins og nýir
en Ladda spaugið var frábær skemmtun og við hlóum mikið en ekki höfðum við séð sýninguna þegar hún var sýnd en samt góð skemmtun,og góð stund saman.
í gær var frí í skóla og leikskóla sameiginlegur starfsdagur og það er gott fyrirkomulag þó svo það skiptir ekki ennþá fyrir okkur hjónin er örugglega fyrir marga fjölskylduna,svo við vorum heima en eftir hádgi fór Gyða Dögg út til frænku sinnar sem var með afmælið um helgina og það var að venju gott afmæli góðar kökur og brauðterta ásamt heitu kakói fámennt en góðmennt,en við reyndar stoppuðum ekki voða lengi vegna slappleika svo var Gyða Dögg að spila æfingaleiki í fótboltanum og fylgdist móðirin með fyrsta leiknum af þremur og unnu stelpurnar alla þrjá leikina en þetta var fyrst og fremst verið að fá góða æfingu fyrir stelpur og stráka,
og í morgun þá var það Sölvi Örn sem fór í leikskólann en hinn helmingurinn var sofandi en hún vaknaði í nótt kl að verða fimm og var voðalega svöng en hitalaus hún fékk sér banan og vatn og sofnaði vel en hún vaknaði svo kl að verða níu og er hitalaus og mjög hress en rétt áðan hringdi Sirrý hjúkrunarkona úr skólanum og þá var Gyða Dögg hjá henni og var með magaverki og mjög föl og við ákvöðum að senda hana bara heim og er hún á leiðinni,hún borðaði í gærkveldi það sem hún mátti ekki borða en stalst til þess með frænku sinni og þetta eru afleiðingarnar en hún var með magaverki í gærkveldi og í morgun en hún vildi fara í skólann en hún þarf að taka afleiðingum en þetta gerist reyndar ekki oft en gerist þó.
jamm þá er hún komin heim og ætlar að kúra með litlu systur og horfa á Línu og eru með kassa af smádóti sem heitir litle petchop er ekki viss hvernig það er skrifað en það dót er vinsælt hér og hafa þau öll gaman af því en Gyða er búin að vera að safna því lengi og á því gott safn og ásamt öðru dóti þá kemur það sér vel þegar þau taka við því,það er viss sparnaður að geta nýtt dót sem og föt,um helgina þá var farið upp á háa loft og náð í potta og kaffivél fyrir litlu systur en hún kom aðeins um helgina og fór með troðfullan bíl vestur en hún kemur aftur næsta fimmtudag og verður fram á sunnudag,nú við tókum af loftinu gömlu græurnar með plötuspilara og plötur og diska svo var rikið dustað af og græurnar tengdar og hafa börnin voða gaman af en þau eru mikilir tónlistar unnendur og fundum við gamla barna diska og þeir eru óspart spilaðir svo við tækifæri fá plötur og aðrir diskar spilun hlakka mikið til
en jæja þetta er orðið gott í dag,vonandi verður eldri stelpan fljótt hressari en hún er að fá sérað borða en sú stutta er ennþá hress og vonandi verður hún leikskólafær á morgun en kveð ykkur með örfáum orðum,hlúið hvert að öðru og það er voða gott að fá sér heitt kakó eða heitt súkkulaði ásamt góðu meðlæti þegar komið er inn úr kuldanum eða hvenar sem er dagsins,kveikja á kertum og njóta samverunar og stundarinnar
kveðja og til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2009 | 21:37
grunur að hér á bæ sé að læðast inn hitapest
morguninn byrjaði ekki alveg eins og vanalega en börnin vöknuðu snemma og skriðu uppí en ef það hefði bara verið en Sölvi Örn slappur en það er alltaf mikið fjör í báðum krílunum en í morgun var aðeins annað krílið sem sá um fjörið,en hann vildi ólmur fara á leikskólann og tók það ekki gott og gilt að vera heima svo bóndinn fór með þau á leikskólann en lét fóstrurnar vita að Sölvi væri eitthvað slappur en þær ættu bara að hringja strax ef hann versnaði,en við vorum búin að plana ferð í borgina og gumpurinn var alveg tilbúin að hringja og afboða tímann,en við ætluðum að leggja af stað rúmlega hálf tíu og meðan gumpurinn beið eftir að tíminn liði þá var spjallað við Sólveigu systur á msn en hún var lasin en átti tíma hjá læknir við vonuðumst til að hittast á morgun í veislunni, bóndinn hringdi og sagði að pabbi hans ætlaði að ná í strákinn ef hringt yrði en við skildum bara hitta læknirinn og drífa okkur svo heim,þegar við vorum ca hálfnuð til borgarinnar þá var hringt frá leikskólanum og kl að verða hálf ellefu,svo að bóndinn hringdi í pabba sinn og hann náði í strákinn og fór með hann heim til sín en þá var hann komin með hellings hita og kúrði hjá afa og lét fara mjög lítið fyrir sér að sögn afa þegar við komum til að ná í hann,
en á spítalanum þá var áætlaður tími 10,45 og okkur grunaði um leið og við komum að það yrði nokkur bið það var slatti af fólki og alltaf fjölgaði en við komumst inn um hálf tólf,og inni tók á móti okkur indælar konur og var gumpurinn lagður á bekk og gifsið sagað af og við blasi saman skroppinn fótur,bólginn yfir hnénu, marinn og með langann skurð tekin saman með heftum,og þau voru tekin og ekki var það þægilegt en efsta lagið á húðinni var alveg tilfinningalaust en inni þar sem endinn á heftunum náði var sár tilfinning ekki laust við að það komu nokkur tár,en bæklunarlæknirinn kom og skoðaði sagði frá að aðgerðin hafði verið mjög flókin og það mætti alls ekki láta hnéð beygja,hann hafði flutt til lið pokanna og saumað mikið saman að innanverðu og sagað af hnéskélinni og flutt á sinn stað og fest í beinið með tveimur skrúfum en þá er eins og beinið sé brotið og þá þarf sex vikur að gróa vel saman, og hjúkrunarkonurnar áttu að setja annað gifs en þetta gifs var næstum eins en aðeins mýkra og ekki eins fyrirferða mikið og þegar það var orðið þurft og tók það ca 10 mín þá var það klippt eftir endilöngu og komið fyrir tveimur löngum grisju sokkum,og aftur settur gifshólkurinn á en þá má gumpurinn taka hólkinn af þegar kæmi að sturtu tíma og braust mikil innri gleði það yrði notalegt að fara í sturtu án þess að plasta fótinn henda sér inn og rétt skola af sér,
svo er endur komu tími 6 marz þá á að taka mynd og ákveða framhald,en læknirinn sagði mikið verk framundan og marga mánaða þjálfun og útbjó vottorð fyrir sjúkraþjálfun og eftir 6 marz þá má fara í þjáfun en gumpurinn má alveg halda áfram æfingum í Orkubúinu,en þarf að fara varlega og nota hækjurnar eftir þörfum og passa að ekki komi hnikkur á hnéð,svo þá er að halda áfram og gera sitt besta,það er skrítin tilfinning í fætinum og verkir en ætla að taka verkjalyf allavega fyrir svefn og sjá til yfir daginn,
nú þegar við náðum í Sölva og hann mikið slappur og hann mældur þegar við komum heim um kl hálf tvö og hitinn 39,9 og stilaður og hann kúrði með kisuna og bangsann sinn og snudduna undir sæng og vildi horfa á Bubba byggir svo var honum fært vatn og súkkulaði rúsínur og nartaði hann í þær og drakk vel af vatni,eftir ca hálf tíma þá allt í einu settist hann upp og sagði, ÉG EKKI NÚNA VEIkUR, og bað um að fá að hringja í ömmu og talaði hann lengi við hana og þess á milli spurði hann um Bríeti sína og vildi fá hana heim,en bóndinn ætlaði að ná í hana eftir ferð í keflavík í bankann og er heim var komið þá keipti hann ís og fleiri stíla svo var Bríet sótt og kl var að verða hálf fjögur og Sölva fannst biðin löng en þau voru mjög glöð að hittast og tóku strax við að leika
um kl sex þá var Sölvi að slappast aftur og hann mældur og hitinn að stíga upp en þá var hann 38 svo það var bara settur annar stíll,það er ekki betra að bíða of lengi,hann kúrði sig niður og lét fara lítið fyrir sér,en hresstist aðeins við matarborðið og borðaði aðeins svo fór bóndinn á fótboltaæfingu en var nýbúin að taka box æfingu og fór elsta dóttirin með honum en við sem eftir vorum heima höfðum það náðugt,krílin í náttföt og kúrðu í mömmu fangi á meðan tvær sögur voru lesnar og kl rúmlega átta þá fóru þau að sofa,og það sem eftir er kvöldsins verður náðugt og ekki seint farið í bólið,en á morgun er afmælisveislan og við eigum von á að það fari nú ekki allir með úr okkar fjölskyldu en svo á Gyða Dögg að spila æfingaleiki og fer svo í veisluna,við foreldrarnir skiftum liði,
litla systir kemur stutta ferð suður og hlakka okkur mikið til að hitta hana,og með þessum orðum bíður gumpurinn ykkur góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 21:37
dagurinn lengist smátt og smátt
þá er enn einn dagur að kveldi komin og birtan segir til um að dagurinn er að lengjast,það er ekki orðið dimmt kl sex en byrjað að dimma og eins á morgnanna það birtir snemma og það hjálpar örugglega mörgum að dagurinn sé að lengja,annars finnst gumpinum ekkert að hafa dimmt en ekki fyrir svo mörgum árum þá ætlaði veturinn aldrei að líða en það var fyrir þá tíð þegar vinnan var til staðar og mikið þar að gera,fara í vinnu í myrkri og koma heim úr vinnu í myrkri,og unnið oft um helgar,en nú er tíðin önnur og gumpurinn heimavinnandi húsmóðir með þrjú börn og sem betur fer getað ennþá sinnt þeim vel ásamt heimilisstörfum þegar hægt er,en í morgun þá komu krílin og vöktu foreldra sína rúmlega hálf sjö og kúrðu hjá okkur þar til klukkan hringdi hálf tíma síðar,en s,l. nótt þá vaknaði Sölvi um hálf þrjú og er það óvanalegt en hann hafði dreymt ílla og fékk að kúra í mömmu fangi dágóða stund og svo fór pabbi hans með hann inn í rúm en það tók hann um hálftíma að sofna,en svefninn hjá gumpinum mætti alveg vera betri en var samt betri en nóttina þar áður,en við komum okkur öll út upp úr kl átta,og gumpurinn tók létta æfingu og svaraði í síma í Orkubúinu þar til rope yoga tíminn byrjaði kl hálf tíu,það er mjög notalegt að fara í þá tíma og Ásdís dælir í okkur fróðleik og kemur með ýmsar spurningar sem viðkemur okkur sjálf,
en heilsa gumpsins er ekki góð það eru að aukast verkir í baki og sérstaklega frá miðju og niður og út í mjaðmir og hefur verið að finna dofa og eins og það sé að leka kallt vatn um bakið og niður hægri fót en það er einmitt það svæði sem mænudeifingin virkaði,ætla að spyrja læknirinn um þetta þegar hann skoðar fótinn næsta föstudagsmorgun,já það styttist í að gifsið verður tekið og vonandi verur það hægt þennan dag en það er nett pirringur í gumpinum og langar mikið til að fara að hreifa sig almennilega en þá er bara um að gera að finna sér eitthvað að gera og dreifa athygglini eitthvað annað,en við hjónin ætlum að nota tækifærið og njóta dagsins í borginni eitthvað fram eftir hádegi og versla aðeins en það þarf til dæmis að versla eina afmælisgjöf fyrir Önnu Maríu en hún er nýorðin 12 ára og verður fjölskyldu afmæli næsta laugardag svo þarf að versla prjóna en gumpurinn ætlar að fera tilraun til þess að prjóna legghlífar fyrir elstu dótturina og gefa henni í afmælisgjöf en hún er búin að óska eftir því,svo fer líka eftir handar getu til að prjóna en ef það ætlar ekki að takast að klára fyrir afmælið þá fær hún þær þegar þær verða tilbúnar en hún er ekkert að stressa sig yfir því,já og bóndinn þarf nýjann blandara en hann tók botninn úr síðasta blandara fyrir ekki svo löngu þegar hann var að búa til eins og hann gerði daglega orkudrykki sem er gert úr kea skyri,rjóma,konsum súkkulaði,epli,pera og banani já þetta er rúmlega líter sem hann drekkur svo fær Gyða Dögg af drykknum en hún þarf svona orkudrykk segir hún þá fær hún meiri kraft
nú ætli við endum ekki á að versla í matinn og þá er Krónan í Lindum fyrir valinu en það er gott að versla þar,stór og rúmgóð verslun,á heimleið ætlum við að koma við í Keflavík og heimsækja þjónustufulltrúan okkar í bankanum,úff það þrengir verulega að og þá er um að gera að ræða málin svo það fari ekki allt í bál og brand,já við ætlum sem sagt að eiga okkar stund í borginni og njóta þess
það er ekki bara afmæli á laugardaginn en Gyða Dögg er í fótbolta og þennan dag þá verður æfingaleikir í höllinni hér í bæ og hlakkar henni mikið til,ætlum við að reyna að fylgjast bæði með ásamt krílunum en svo fer það líka eftir hvort bóndinn verður að vinna en ekki svo miklar líkur á því,það er alltof róleg þessa daganna í vinnuni og verður það rætt við bankakonuna,og á sunnudaginn stefnun við að fara með krílin á fótbolta æfingu fyrir þau en Pálmar sem æfir Gyðu Dögg er með sprikl fyrir litla gorma og það er bara gott mál,
og krílin hafa það mjög gott en þau eru bara ótrúlega hress þrátt fyrir kalda tíð og svo margir með alskonar pestir,það hafði greinilega einhver áhrif sprautan sem þau fengu í ágúst s,l.en það þarf að hafa samband við barna læknirinn þeirra á morgun vegna Bríetar en hún er farin að tala mikið um magaverki og segist þurfa að gubba og við könnumst við þessi einkenni svo segist hún fá vont í munninn en það sama gerðist með elstu dótturina þegar hún var pínu lítil,og þá var um vélindabakflæði að ræða og var þetta rætt við læknirinn þegar krílin voru lítil en hann sagði að þetta gæti alveg gerst fyrir þau eins og fyrir systur þeirra,
en jæja það er víst komið að lokum í dag,gumpurinn ætlar aðeins að horfa á sjónvarpið til rúmlega tíu og fá sér calm og pukka te fyrir svefn en það virkar oft vel en vill gleymast allt of oft,svo hafið það sem allra best og látið fara vel um ykkur og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða
kveðja frá lúnum gumpi sem dreymir um betri svefn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 22:52
vel heppnað ferðalag
jæja var búin að skrifa þessa líka fínu bloggfærslu í dag en þurfti endilega að rekast í einhvern takka og allt þurkaðist út áður en ýtt er á vista og birta og þá var bara eitt að gera,já loka tölvunni og reyna aftur í kvöld svo var líka stutt í að krílin kæmu heim og þá er sú stund sem við erum saman vel nýtt og ekki tölvutími en þá er að rifja upp atburði gærdagsins,
við vöknuðum kl að verða sjö og þá var nú búið að snjóa og ennþá snjóaði og við fengum okkur morgunverð og tókum til allt til jeppaferðarinnar og vorum komin út í bíl kl átta eins og áætlunin var,og mikil tilhlökkun í fjölskyldunni við ókum í borgina og hittum systur bóndans ásamt manni og börnum svo bættust fleiri jeppar í okkar samflot og ókum við sem leið lá til Þingvalla og fórum fljótlega af í átt að Skjaldbreið og á leiðinni mætum við mikið af jeppum og snjósleðum enda veðrið æðislegt og ekki hægt að hafa betra veður en það snjóaði töluvert fram að hádegi og skrítin birta til aksturs,þegar nálgaðist hádegi þá bilaði jeppi hjá systur bóndans og manni hennar,öxull brotnaði og er það sá þriðji og nú á að taka eitthvað í frumyndir og ath hvað það er sem brýtur öxlanna,en þau héldu aðeins áfram og við stoppuðum og börnin fóru út að leika sér og fengu að fara vélsleðaferð ásamt systur sinni og börnum systur bóndans en maður hennar á systur og það er hennar maður sem kom á snjósleða og það var sko ekki leiðinlegt að fá snjósleraugu og setjast við stýri og fara rosalega hratt að sögn barnanna og auðvitað voru myndir teknar við það tækifæri og mikið af myndum teknar í þessari ferð,en eftir útiveruna var farið í bílinn og hádegismatur snæddur og koma sér vel samlokur ásamt orkubitum og hafrasmákökum og það er búið að biðja gumpinn um uppskriftina og kemur hún í lok þessara færslu,en stuttu seinna snéru þau við á bilaða bílnum ásamt vélsleða fólkinu og þá vorum við fimm jeppar eftir í okkar för og náðum við á tind Skjaldbreiðs og var nánast ekkert skyggni þar efst en örlítið neðar kom þetta stórkostlega útsýni en við fórum aðra leið niður og ókum að strákaríki en þar eru nokkrir bústaðir og mikið af ökutækjum þar,við fórum í átt að slakkaríki og ekki versnaði útsýnið,
við sn´rum fljótlega við og ókum aðra leið í átt að Þingvöllum og svo til borgarinnar og vorum komin þangað um kl sex,við komum við hjá systur bóndans en elsta dóttirin okkar hafði farið með þeim heim og leikið við jafnaldra frænku sína sem var með í för en þær eru mjög nánar og óaðskiljanlegar þegar þær hittast,okkur var boðið í mat og þáðum við það og vorum í góðu yfirlæti þar og héldum svo heim á leið eftir mjög góðan dag með fjölskyldu og vinum
en síðar í vikunni verður komið með bilaða jeppann og ætla kallarnir að gera við hann þegar tími gefst til,í morgun byrjaði gumpurinn í rope yoga en mætti kl átta og hjólaði og gerði öklaæfingarnar,en tíminn byrjaði svo um hálf tíu og var í klukkutíma og virkaði vel við erum fjórar saman konurnar í byrjendahópnum og var notalegt,við Ásdís áttum gott spjall meðan gumpurinn beið eftir bónda sínum,og gumpurinn færði Ásdísi haframjölskökur sem hún þáði og hún fær senda uppskrift,kom svo heim um kl ellefu og morgunmatur nr tvö snæddur og svo það hefðbundna,búa um rúm,setja í þvottavél og brjóta saman þvott,eiga notalega stund með bóndanum í hádeginu og svo kíkti Guðbjörg systir í heimsókn en hún var að klára að beita og fékk sér kaffibolla með okkur og skoðaði myndirnar úr ferðinni en eftir hádegi þá hringdi hún svo og bauð far í búðina og var það vel þegið
dóttirin kom úr skólanum ásamt vinkonu sinni og lærðu þær saman og léku sér en gumpurinn ætlaði að gera blogfærslu áður en börnin kæmu heim en klðaraði því en átti nú í staðin gott símtal frá vinkonu og að venju var nú spjallað um lífið og tilveruna og tilgangur lífsins en oft kemur sú spurning upp í huga hver hann sé og flest okkar höfum ýmsar skoðanir á hver hann sé,en börnin komu heim og bóndinn fór aftur að vinna en börnin fengu sér ávexti og rúbrauð og fóru svo í leik við stóru systur,en voru orðin nokkuð lúin og eftir kvöldmat og smá leik til viðbótar þá voru þau sofnuð fyrir kl átta og bóndinn fór á æfingu og við mæðgurnar horfðum á athiglisverðan þátt á ruv þar sem samvöxnu tvíburastelpurnar segja sögu sína,og það er alveg ótrúlegt þessi saga af stelpunum lífið svo eðlilegt og sjálfsagt já það komu nokkur tár hjá gumpinum og ýmsar hugsanir í kollinum sem enn og aftur hver er tilgangur lífsins,
en þá kemur upp skriftin af hafrasmákökunum þær eru hollar og henta hvenar sem er
1 bolli mjúkt smjör
1 bolli hrásykur eða agavesýróp
1 bolli púðursykur eða dökkur hrásykur
2 egg
1 tsk vanilludropar eða sykur
2 bollar spellt má vera gróft til helmingar eða allt
1 tsk matarsódi
1 tsk salt t,d. himalaja eða annað gott
1 og hálf tsk kanill
3 bollar gróft eða fínt haframjöl má vera helm skift
þurkaðir ávextir eftir smekk það er hægt að fá poka
með blönduðum þurkuðum og hollum ávöxtum eða
setja það sem er bara til eins og rúsínur,döðlur,aprikósur
um að gera að nota það sem til er og prófa jafnvel eitthvað
og það er mjög gott að setja kókosmjöl en það var einmitt í
ferðakökunum,en svo er það aðferðin.
þeyta smjör,sykur eða agavesýróp og púðursykur vel saman,egg út í eitt í einu,svo vanilludropum,þurrefnin í og að síðustu haframjöl og ávextir en það er best að nota sleif þegar því er bætt út í,svo er skálin með deginu sett í ísskáp í minnst klukkutíma þá er kveikt á opninum og hann stilltur á 190 gráður,bökunarpappír á plötu og mótaðar kúlur úr deginu og það má þrýsta á kúlurnar ef þær eiga að vera flatar,þær bakast í 8 til 10 mín og þær látnar kólna aðeins áður en þær eru settar í gott ílát,og njótið vel
en jæja það er að stittast í svefn eða gera tilraun til að sofa aðeins meira en síðustu nætur en vonandi hafið þið átt góða helgi og góð vika framundan hjá ykkur en umfram allt látið ykkur líða vel og njótið lífsins
kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2009 | 22:32
bakstur í dag og jeppaferð á morgunn
að venju er dagurinn tekin snemma en bóndinn vaknaði upp úr kl hálf átta og fór til vinnu en náði að fá sér morgunverð með börnunum en þau vöknuðu öll rétt á eftir pabba sínum en mamma þeirra dormaði áfram en fékk og knús frá bónda áður en haldið var af stað til vinnu,upp úr kl hálf tíu dreif gumpurinn sér á fætur og skelti í sér morgunverð og tók svo til við bakstur það á að fara jeppaferð á morgun ætlum að fara kl átta ásamt fleirum en ferðinni er heitið á Skjaldbreið, og þá er nú gott að hafa með hollt og gott nesti svo að orkubitarnir ásamt haframjölasmákökur voru bakaðar og það er nú ekki alltaf það sama í þessum kökum,svona ýmislegt leynist í eldhússkápunum,þurkaðir ávextir,súkkulaði og súkkulaðirúsínur,döðlur,rúsínur,aprikósur,ýmisskonar fræ og korn,svo var haft samband við teindamömmu og hún kom og keyrði gumpinum í búðina og kom svo í kaffi og kökur og fékk með sér nesti fyrir teindapabba hann fussar ekki við kökum en svo var kvöldmatur eldaður en grænmetissúpa með pasta búin til frá grunni og það veitir nú ekki af að hafa reglulega kraftmiklar súpur árið um kring,
bóndinn kom heim um kl sjö og náði að eiga klukkutíma með okkur en hann kláraði vinnuna en þurfti svo að vinna aðeins í jeppanum fyrir ferðina,börnin orðin lúin og sofnuð fyrir átta,en þau vita af ferðalagi á morgun og er voða kát með það,ætlum að taka mikið af myndum,þarf að fara að plata bóndann til að setja inn nýjar myndir í bloggmöppuna,og svo ætlar bóndinn að útbúa smá pall fyrir fatlaða fótinn svo vel fari nú um hann í bílnum og svo er bara stoppað reglulega og farið út og rölt aðeins en svo fer það líka eftir hversu mikill snjór verður en allavega farið út,það er spáð mjög góðu veðri og þá er von á að það verði nokkrir jeppar á ferðinni jafnvel nokkuð margir,það er alveg frábært að geta farið um landið allan ársins kring og notið þess til fullnustu og það toppar að hafa fjölskylduna og vini með það myndast alltaf svo skemtileg stemming og þegar á að fara snjóferð eins og við förum á morgun þá er nú mikið fjör og hvort eða hver er nú duglegastur að festa bílinn og svo að grafa og setja spotta á milli svo að taka fram sleða og snjóþotur sem oft koma með í bílinn og þjóta nokkrar ferðir það er alveg jamm svona gaman en í ferðinni á morgun þá verður gumpurinn bara með myndavélina en fer ekki snjó eða sleðaferðir en það kemur bara seinna,svo eru börnin voða góð í svona ferðum,tökum með okkur dót og bækur og einhverja mynd til að horfa á og svo að sjálfsögðu gott nesti og það er skilda að hafa harðfisk og súkkulaðu og súkkulaði rúsínur með ásamt heitu kakói,heimagerðar samlokur og orkubita já og ávexti,allt er þetta partur af góðri og velheppnaðri ferð,
svo er nú farið að stittast í að gifsið verður tekið og það er farið að telja niður já eftir þennan sólahring þá eru fimm dagar sem sagt næsta föstudagsmorgunn er förinni heitið í borgina nánar á borgarspítalann og hitta Brynjólf sem gerði aðgerðina og mikið verður nú ljúft að losna við klumpinn en þá er hellingur eftir það þarf að þjálfa mikið og gera réttar æfingar en það verður víst ekki alveg þrautarlaust segir læknirinn en gumpurinn er í góðum höndum í Orkubúinu og vonandi er stutt í að sjúkraþjálfarinn komi,og veit að með tímanum þá verður þetta allt miklu betra og vona að það verði ekki langur tími í hina hnéaðgerðina en eitthvað kemur í ljós næsta föstudag,en jæja það er víst komin tími á að skella sér í bólið en bóndinn á von á að koma heim um miðnætið,var að heyra í honum en hann þarf að laga eitthvað í björgunarbátnum þegar hann er búin með jeppann,
en góða nótt og vel,njótið veðurblíðunar og takið gönguferð eða gerið eitthvað skemmtilegt saman,
kveðja gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2009 | 16:54
bæ bæ ást...........yfirliðsbræður
ætla aðeins að blogga um tónlist en það er nú eitt af því sem hefur áhrif á okkar daglega líf,en einhverntíma í fyrrasumar eða fyrravetur þá var still á rás 2 eins og oft er og þetta var að morgni um helgi og þar við stjórnvöld var Margrét Blöndal en hún og Felix Bergsson eru með góða þætti um helgar en víkjum að tónlistinni en Margrét var með þá félagana Örn Árnasson spaugstofumann og Óskar Péturssn skagfirskur stórsöngvari ásamt allavega einum bróðir,en þeir félagar voru að undirbúa útgáfu á disk en þeir höfðu snarað íslenskum textum við lög Everly brothers en þeir voru uppi á árunum 57 til 64 þá sungu þeir þessi lög en okkar menn kölluðu sig Yfirliðsbræður og tóku að sjálfsögðu lag í þættinum og viti menn gumpurinn féll nánast í yfirlið þessir strákar eru æðislegir en diskurinn heitir BÆ BÆ ÁST og gumpurinn mælir eindregið með að þið prófið að hlusta á þá,í æsku var nú oft sett plata á fóninn og þessi plata með Everly brothers var til og hún var spiluð og spiluð ásamt mörgum öðrum góðum plötum,en svo nú fyrir stuttu þá var gumpinum gefin þessi diskur en Helga systir var að spila hann í bíl er við vorum á ferðinni og hún svo yndisleg að gefa systur sinni hann og að sjálfsögðu fékk hún knús og koss og sendi gumpurinn þig aftur fyrir diskinn hann er mikið spilaður,og sú systir er að standa sig rosalega vel við hittumst alla morgna í Orkubúinu og hún tekur hraustlega á og ekkert feimin við tækin,svo er verðandi kona pabba farin að koma þar líka og það er frábært af henni og líkar henni vel og gumpurin veit að hún getur þetta allt í rólegheitunum,já og eins og svo margt annað þá er svo margt sem eru áhrifavaldar í lífi okkar og í morgun þá var gumpurinn að puða við að hjóla með öðrum fætinum og gekk nokkuð vel,svo kom góð vinkona og hún kom og gaf gumpinum knús en sagði ekkert það þarf ekki annað en góð snerting og umhyggja án orða eða með orðum sem bjarga oft deginum hjá mörgum,en nú stittist í að bóndinn komi heim með krílin og þá er ekki verra að vera búin að skera niður ávexti og taka fram bók og kúra saman,er búin að vera að hlusta á yfirliðsbræður á meða bloggað var,
hafið það sem allra best en ætla að enda á að láta flakka smá brot úr einum texta yfirliðsbræðra
þó að bresti í bitum nú
þó að bogni um skeið,ég og þú
það er allt í standi
hér á landi
eigum bjartsýni,bros bæði og trú
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 14:41
allt það smáa sem hefur áhrif á lífið
jæja þá gefst gumpinum tími að blogga aðeins,en síðustu dagar hafa tekið nokkrum breytingum,á þriðjudaginn þá komst gumpurinn til læknis hér í bæ og varð að drekka slatta af kaffi til að komast út í birtuna en höfuðverkurinn var ekkert að skána,svo læknirinn hafði samband við svæfingalæknirinn á spítalanum og sagði sögu mína og strax daginn eftir hringdi læknirinn og sagði að svæfingalæknirinn vildi að gumpurinn kæmi strax svo við hjónin brunuðum í borgina og á bráðamótökuna og strax vísað inn í herbergi þar sem gumpurinn var drifinn í rúm enda höfuðverkurinn orðin óbærilegur og kaffið hætt að virka,þar voru ljósin deifð og nokkrar spurningar og drifið upp á skurðstofu en þar er mikil birta,bóndinn fór í bílferð á meðan enda tók þetta sinn tíma,svæfingalæknirinn og aðstoðakonurnar allt þetta fólk svo frábært og yndislegt,sett upp tvær nálar og slakandi lyf ásamt gigtarlyfi vegna verkja í fóti og allri vinstri hliðinni,og það þurfti að þræða aftur í mænuna í þessi þrjú göt og þar var mænuvökvi að leka út sem olli þessari vanlíðan en það var sett svokölluð bót á götin með því að láta blóð blandað storknunarefnum og tók þetta sinn tíma um það bil klukkutíma og bakið orðið nokkuð bólgið og erfiðara að þræða og læknirinn sá að gumpurinn hafði horast enda ekkert skrítið rúm 4 kg á hálfum mánuði,á meðan hann þræddi og lokaði götunum þá voru konurnar að nudda axlir og höfuð strjúka hendur og fætur,þeim var mikið um að gumpinum liði sem allra best og þerruðu tárin í leiðinni enda nokkuð vont að þræða það sem þetta var orðið nokkuð bólgið,og svo var gumpinum rúllað í herbergi sem var mjög notalegt þar var róleg tónlist,dauf birta og tvær konur þar hlúðu dásamlega vel að gumpinum,og öðruhverju kom svæfingalæknirinn og ath með líðan og vildi ekki að gumpurinn færi fyrr en höfuðverkurinn minkaði og það gerðist svo um kl hálf fimm að líðan var orðin miklu betri,og eftir yndislegt spjall við konurnar og læknirinn sem lét gumpinn fá miða með nafni og símanúmeri sínu á ef líðan versnaði aftur þá var þetta beint númer í hann og konurnar urðu mjög hissa því læknr gera þetta ekki oft og er þessi miði geymdur á góðum stað,og í nesti þá voru tvær svefntöflur settar í veskið og átti gumpurinn að taka eina um kvöldið ásamt ibufen 600 eina svoleiðis og tvær parkodin forte því að það var komin tími á að gumpurinn gæti sofið að sögn læknisins og hann var mjög hissa á að vaktinn í keflavík vildi ekkert gera þegar gumpurinn hringdi þangað,því að það kemur fyrir að svona gerist og þá er fólk komið innan þriggja daga,
hann sagði að jafnvel hörðusru íþróttamenn sem koma nokkuð oft í smáaðgerðir og eru þá vakandi en með mænudeifingu að þeir kæmu á hnjánum grátandi innan tveggja eða þriggja daga,og hvernig sársaukaskinið væri eiginlega hjá gumpinum það væri nokkuð sjaldgjæft að fólk biði svona lengi með að láta líta á sig,en svona er þetta bara sagði gumpurinn og vonaðist alltaf að dagurinn á morgun yrði betri,en sem betur fer þá er hægt að laga svona en það eru ca fimm ár síðan að þessi aðferð var fyrst notuð annars var fólk veikt í um það bil mánuð og tók inn koffentöflur,svo átti gumpurinn að láta sér líða vel og ekki lyfta neinu fram yfir helgi,en mætti endilega gera fótaæfingarnar áfram í Orkubúinu en fara varlega,og þvílík sæla þegar höfuðverkurinn fór um kvöldið en er heim var komið þá höfðu afi og amma á skipastígnum náð í krílin og voru hér heima er við komum og gumpurinn var mjög lúin enda lyfin ennþá í virkni og lagðist í stólinn og sofnaði fljótlega en bóndinn sá um kvöldmatinn og það var eiginlega fyrsta alvöru máltíðin sem gumpurinn gat borðað með fjölskyldu sinni frammi í eldhúsi og klárað matinn en í boði var skyr,rjómi,brauð og ostur og þvílík máltíð og svo var tekið því rólega í stofu stólnum með krílunum sem knúsuðu og kysstu mömmu sína mikið áður en þau fóru að sofa,
svo var notaleg stund með elstu dótturinni og frænku sem gisti,og um kl hálf tíu þá voru lyfin tekin sem var ráðlegt og eftir smástund þá mundi gumpurinn eftir því að það væri framhaldsmynd á ruv sem ætlunin var að horfa á og byrjaði eftir tíu fréttir,nú það var gerð tilraun með að horfa á og það var bara notalegt,jú góð afslöppun og var að dotta yfir restinni af myndinni með tebolla í hönd en þetta hafðist af og upp í rúm með bónda sínum og sofnaði fljótt með hendur hans utan um sig og gumpurinn svaf alveg til kl sjö næsta morgun sem sagt frá kl hálf tólf og vaknaði vel og yndislega með börnin sem skriðu upp í og að venju að kyssa og knúsa okkur,þvílík forréttindi að hafa fjölskylduna sína hjá sér,sofna með þeim og vakna með þeim og allar stundirnar saman,ok gumpurinn er oft sagður væmin en þetta er bara staðreynd,lífið,flölskyldan og það sem gerir okkur hamingjusöm og allt að sem veitir okkur vellíðan er staðreynd.
dagurinn í gær var góður enda sofið vel og mætt í Orkubúið og gert æfingar og spjallað þar við yndislegar konur,fór svo í spjall og kaffi til Guðbjargar systur og gaman þar,eftir hádegi kom dóttirin heim úr skólanum en leið ekki vel,hún saknaði mömmu sinnar og vantaði mikið af kossum og knúsum sem hún fékk að sjálfsögðu og kúrðum við saman,svo kom frænka sem gisti og tóku þær leik saman,í gætkveldi fór gumpurinn ásamt vinkonum á Salthúsið en þar var Sirrý sem var lengi með þátt á skjá einum,hún og vinkona hennar Bjargey eru með sjálfstirkingar námskeið og vorum við frá sjö til tiu og þetta var æðislegt kvöld,endilega konur ef þið vitið af þessum konum og eru með auglýst svona námskeið þá er það bara frábært að hitta þær og þessi tími var bara út í sagt frábær skemmtun,við vorum ca 15 konur sem mættum en bara gaman og þósvo að gumpurinn gat ekki tekið þátt í dansi þá var bara stjanað og komið vel fyrir og fékk allt beint í æð,það var mikið spjallað og hlegið,vinningar í boði og svo kom að því að okkur var skift í hópa fjórar saman en gumpurinn var stakur og var okkar hópur fimm konur,en það sem við áttum að gera var eott af því sem á að hjálpa okkur við að koma aðeins fram,en í tvær mín átti ein í einu að segja frá sjálfri sér og svo þegar þessar mín voru búnar þá áatum við hinar að segja frá hvernig sú kona virkaði á okkur og sú kona sem sat hægra megin við ræðukonuna að hún átti að skrifa niður í litla bók sem hver kona fékk,og skrifa átti það sem sagt var um ræðukonuna,en gumpurinn var síðastur í sínum hóp en úff kvíðinn var svo hrikalegur,þekkti sem betur fer vel eina konuna og dálítið aðra sem æfir oft í Orkubúinu,en allt tókst þetta að lokum og mikið af yndislegum orðum sem við skrifuðum um hver aðra í bækurnar,svo var gumpinum gefið fullt af kossum og knúsum,bæði frá Sirrý,Bjargey og vinkonum og það er mjög notalegt.
sem sagt frábært kvöld,og er heim var komið þá var gumpurinn með mikið af spennandi upplýsingum í kollinum en samt skrítið að það sem þær konur Sirrý og Bjargey komu inn á að það er einmitt það sem gumpurinn hefur mikið hugleitt og deilt með ykkur,lífið,sjálfsörigið,tala saman,faðmast og knúsast já bara margt,en nóttin var fín en vaknaði glorhungruð kl hálf fimm og þá var bara fengið sér íslöld mjólk og hrískökur og aftur sofnað til sjö í morgun,og að sjálfsögðu vöknuðu allir hressir og tilbúnir í daginn,en eftir æfinguna þá átti gumpurinn tíma hjá heimilislækni og svona eftirlit með andlegu og líkamskegri heilsu og spjall,ný vottorð sem á að skila í lífeyrissjóði svo smá peningur haldi áfram að koma,það munar um hverja krónu,og nú er bara verið að taka rólega,þarf að taka verkjalyf eftir hádegi og svo aftur fyrir svefn og linar það verkina vinstra megin en eru að færa sig hægra mmegin líka en það er besta sem hægt er að gera að það er að gera góðar æfingar ekkert púl og drekka vatn og borða hollann og góðan mat og verkjalyf þegar það á við,
en jæja ætli þetta sé ekki komið gott í dag,er að hlusta á frábæra söngkonu það er Eivor og diskurinn hennar mannabarn á færeysku og svo er líka enska útgáfan human child,þvílík snild þessi söngkona og hún virkar mjög afslappandi og svo er líka gaman að geta hlustað á yndislega tónlist en hún er eitt af því sem hefur áhrif á líðan okkar og þegar gumpurinn vantar slökun eða er að detta í holuna þá er þessi söngkona sett í spilarann ásamt Vilhjálmi Vilhjálmsyni svona til skiftist,
en sendi ykkur knús og kossa,farið vel með ykur og njótið lífsins,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar