Færsluflokkur: Bloggar
8.3.2009 | 21:38
fórum bæjarferð í dag og gerðum afmælis innkaup
jæja þá er þessi helgi að verða búin og það er engin asi hér,í gær þá var bóndinn að vinna allan daginn,sem betur fer þá hefur hann vinnu ennþá og er heilsuhraustur,hann stundar lika fótbolta einu sinni í viku og box þrisvar í viku já heilsan skiftir miklu eins og allt annað sem er partur af góðu lífi,og elsta dóttirin er líka dugleg með sínar æfingar,fótbolta þrisvar í viku og fimleikar tvisvar í viku,og er orðin nokkuð góð með boltann krílin eru aðeins að hressast og stunda sína ærslafullu leiki og slaka þar litið á,nú húsfreyjan er aðeins að koma til með slappa fótinn,og nýja spelkan er fín og gengur vel að aðlagast henni og allt annað að geta hreift sig aðeins betur,og vona að á morgun verði hægt að fara í Orkubúið enda komin rúm vika síðan síðast,og krílin geti farið á leikskólann en eins og er þá bendir allt til þess,þau hafa ekki hóstað mikið á næturnar en þarf ekki mikið til þegar hlaup eru annars vegar þá er stutt í hóstann en þá slaka þau á og taka rólegan leik en ekki lengi samt,
í morgun var ákveðið að fara bæjarferð en í fréttablaðinu um helgina þá auglýstir Intersport mikinn afslátt af cintamani fatnaði og afmælisgjöf til húsfreyjunar var keift aðeins fyrirfram og fékk hún rendann svartann jakka með hettu á fínu verði og elsta dóttirin fór með þrettán þúsund en það var afmælispeningurinn og keifti hún sér stelpu jakka rendann með hettu frá cintamani og hjólastrigaskó en það er hægt að taka hjólið af sem er á hælnum með litu handtaki og þá þessir fínu strigaskór,og hún er mjög ánægð með þessa fjárfestingu,nú eftir þessa fínu innkaupaferð þá var haldið upp í Breiðholtið og þar á bæ tekið vel á móti okkur og súkkulaði kaka í ofninum og bragðaðist hún vel með ískaldri mjólk þvílík sæla. og góður kaffibolli fyrir heimferð,
krílin tóku blund á heimleið og ekki var pissað á meðan en þetta var fyrsta ferðin í bæinn og þau bleijulaus en svona til vonar og vara þá voru tekin föt með til skiftanna,það var voða gott að komast aðeins út og í bíl og í heimsókn,það var orðið langur innivistartími á þremur fjölskyldumeðlimum og við brostum hringinn eftir daginn,en ekki var heimsóknum lokið þegar heim var komið ó nei við kíktum á Skipastíginn,til teindó, fengum okkur kaffibolla og börnin í leik og litu á mynd,og þar með var komin tími á að halda heim á leið,lagsanja í kvöldmat,afgangur frá laugardagskvöldinu,og smakkaðist vel,krílin vildu svo borða meira þegar þau áttu að fara að sofa ,og voru sofnuð hálf níu,bóndinn í smá vinnu og við elsta dóttirin að horfa á frítt barna efni en er að fara að tía sér í bólið og ekki er langt í að við hjónin förum sömu leið,að vaka á kvöldin er eitthvað sem er frekar erfitt og eru augnlokin farin að síga verulega þegar kl er að verða tíu,
en ætla að enda helgarbloggið hér og vona að þið eigið góða viku framundan,og að þið hafið það sem allra best
kveðja frá húsfreyju gumpinum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 22:38
strembinn dagur
í morgun hringdi klukkan sjö og það var dálítið erfitt að vakna eftir enn eina vöku nóttina en krílin hósta töluvert,en það mátti ekkert droll og allir sváfu voða vel einmitt svona morgun þegar það þarf að vekja og svo um helgar þá vakna börnin öll þrjú snemma,en jæja við vöktum börnin og morgunverður ásamt lýsi og vitamíni,dóttirin í skólann og við hjónin ásamt krílum í bæjarferð,og á meðan húsfreyjan fór í röngten og skoðun sem tók tvo tíma og sagði læknirinn að nú væri komin tími á að koma við í Stoð og fá sérstaka hlíf og má sleppa gipsinu en gott að eiga það eitthvað áfram en verð að vera með hækjur áfram með hnéhlífinni á meðan fóturinn styrkist,og nú bara þarf sjúkraþjálfarinn að koma sem allra fyrst, en kríli og bóndi í bílnum á meðan og ekkert mál svo við áttum klukkutíma til stefnu að mæta i Domus svo við heimsóttum Kringluna en það er ekki oft ætli það hafi ekki verið í jólamánuðinum síðast,og það var fínt að taka göngu þar
Sigurður barnalæknir tók vel á móti okkur og skoðaði börnin vel og ekki lítur þeirra heisa vel út,nei því miður þá þurfa þau að hitta aftur háls nef og eyrnalæknirinn þeirra og Sölvi er ennþá með sín rör og eyrun fín en annað rörið er komið bak við hjóðhimnuna og gróið fast þar og þarf að gera aðgerð með svæfingu,svo er Briet búin að missa annað rörið en ekki samt þar sem sýkingin er en bæði börnin er með mikla sýkingu í ennis,nef og kinnholum,og sett á pensiín og fóru í röngten af andliti og lungum en Bríet fór að auki í auka mynd af ristli og maga en hún er oft að taa um magaverki og þurfi að gubba sem hún er farin að gera nokkuð oft þegar hún borðar,svo fáum við að vita niðurstöður næsta mánudag,
eftir þessa læknisheimsókn þá var ferðinni heitið í Stoð í Hafnarfirði og tók það hálftíma og fannst loksins spelka sem passaði,loksins var förinni heitið heim og það er alltaf jafn notalegt að koma heim og kl orðin þrjú,bóndinn í vinnu og við í afslöppun heima
ekki gekk ve að koma lyfinu í börnin en litla daman var samvinnufúsari en bróðir hennar hann var alveg brjál en allt tókst að lokum og krílin mjög lúin rúmlega átta í kvöld enda tekur það á að berjast á móti mömmu sinni sem átti fult í fangi með að hemja strákinn,
bóndinn ennþá að vinna og svo er vinna á morgun sem betur fer það kostar sitt að framfleita fjöskydu og í dag fór ansi mikill aur í lyf og lækniskosnað ásamt hnjáhlífinni en hún er ekkert stór og merkieg en kostaði rétt tæpar þrettán þúsund og allt saman rúmlega tuttugu þús og þá hringdi húsfreyjan á dekurstaðina sem átti að heimsækja eftir helgina og afpantaði allt dekur en stefni á að gera aðra tiraun í næsta mánuði með dekur svo að húsfreyjan verður fertug án dekurs en það er bara allt í lagi,bóndinn segir að hún líti vel út og beri aldurinn vel það er gott að fá svona hrós.
en nú er langt liðið að kvöldi og húsfreyjan orðin nokkuð lúin,ætlar að fara að koma sér í ból,setja nýju spekuna á hnéð og sofa vonandi vel,vona það sama með ykkur
góða nótt og dreymi ykkur vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 10:30
dagarnir silast áfram engin asi hér
góðan dag hér,við höfuð það þokkalegt eða réttara sagt krílin en´litla skottið fékk í eyrun á þriðjudag um kl að verða sex þá allt í einu þá grípur hún fyrir vinstra eyra og segist finna til og grætur og grætur,hún fær stíl og jafnar sig á ca hálf tíma,og það rennur smá vökvi út sem er gott þá eru rörin ekki stífuð en þegar læknirinn skoðaði allt saman deginum áður þá voru eyrun mjög fín svo þetta skeði bara allt í einu,svo sofnaði hún á sínum tíma og bóndinn fór að ath með snjó á vegum,en upp úr kl níu þegar þrír tímar voru frá að hún fékk stíl þá vaknaði hún og fann mikið til og grét og grét,hún kúrði í fangi mömmu sinnar sem hringdi í bóndann og svo í vakthafandi læknir,sem hringdi kl að verða miðnæti en um kl tíu þá fékk litla daman annan stíl og kúrði hjá okkur í stofunni,og læknirinn sendi lyfseðil í apotekið fyrir sýkladropum,
og í gær morgunn þá fór bóndi til vinnu og komst ekki í apotekið en þá kom Guðbjörg systir til bjargar og hún reddaði þessu og daman litla fékk dropana en það var búið að leka mikið og orðið rautt en henni líður betur,en þau eru ennþá mikið kvefuð og hósta en hitinn ekki verið síðan á þriðjudagskvöld,vona að það haldist áfram,svo er ferðin í bæinn í fyrramálið og hitta læknanna og vona að allt fari vel.
eitthvað er andlega hliðin í ójafnvægi og er ekki að koma til þrátt fyrir það sem reynt er,og ekki hjálpar það til þegar rignir yfir mann neikvæðum orðum um þjóðarstöðuna og björgum heimilum en ekkert gerist það eru afskrifaðar skuldir þeirra sem fremja hryðjuverk og fá svo klapp á öxlina,og það er það ásamt leiðindum einum aðila sem hefur lesið mín blogg ég gat ekki á þeirri stundu svarað fyrir mig og ætlaði ekki að láta hafa áhrif en ekki er allt hægt svona einn,tveir og þrír,þetta blogg er fyrir mig er einskonar mín dagbók og er engin skyldulesning og það er oft betra að hafa sínar skoðanir fyrir sig og líka að sleppa að lesa ef það er gert í þeim tilgangi að úthúða,ég ætla ekki að læsa eða hætta þetta er mín dagbók og mín aðferð til að koma frá mér það sem hugurinn geymir,mín læknisaðferð við mínum sjúkdómi og hefur gefið gott fyrir mig,svo sú eða sá og ætla ég ekki að nafngreina þá hugleiddu áður en þú dæmir og ásækir fyrir það eitt að láta sér líða vel og gerir eitthvað í sínum málum, ég hef ekki það fordæmi að nota sömu aðferð og þú,
en úff þá er það komið,oft er betra að koma skilaboðum frá sér á blaði,bloggi eða án þess að tala það geta það ekki allir,en Pollíönnu aðferðin er oft notuð við ýmiskonar vandkvæði í daglega lífinu og hvetur húsfreyjan til að þið gerið það líka og ef þið komist yfir myndina þá er hún frábær,reyndar höfum við seð tvær gerðir að myndum um Pollíönnu báðar komnar til ára sinna en mjög góðar tilgangurinn í myndunum skilar sér vel,nú svo eru til ótal ráð sem hver og einn hefur,
ætla að hafa samband við góðhjartaða í dag og biðja um ferð í búðina það verður gott að komast út en legg ekki alveg í gönguferð í hákunni,en búðin er betra en ekki neitt en það vantar ekki mikið en aðeins,bóndinn gæti farið en hann vill endilega að húsfreyjan komist ef hún getur og vill,mikill munur er þegar bæði krílin eru hætt með bleiju á daginn en stráksi er mjög duglegur hann hefur verið bleijulaus í hálfann mánuð og gengið rosalega vel,en það er bleija á næturnar hjá þeim ennþá,þetta er allt að koma,
en jæja það er komið tími á að hætta,það bíða nokkur húsverk fyrir húsfreyju en í gær var allt þrifið hátt og látt en það er sumt sem er daglegt verk,svo þið njótið dagsins og blíðunar útivið endiega að taka gönguferð ef hægt er,hafið það sem ara best
kveðja húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 11:05
afmæli og lasin kríli
veikindi,afmæli,veikindi já það er á nógu að takast á við hér á bæ,kríin eru heima og verða það þessa viku en þau hafa versnað og er hiti komin aftur,en það var líka afmæli á sunnudaginn og mættu hér ættingjar en ekki gátu allir komið en nokkuð margt samt hér,við buðum upp á kökur og heitt súkkuaði og var vel látið af kræsingum afmælisbarnið fékk föt og pening og hún mjög sátt við veislu,gesti og gjafir,og í gær komu hennar vinir og voru þau tíu vinir sem voru hér i rúma tvo tíma og var þeim boðið upp á súkkulaði köku,pizzu,safa og gos það var ekki lengi verið að gæða sér á sér á þeim veitingum og á meðan var boðið upp á mynd sem daman fékk frá systkinum sínum ásamt legghlífunum,að því loknu var farið í felueik og þvílíkt fjör og gaman og hér er hægt að finna fullt af felustöðum í þessari lítilli íbúð,síðustu vinirnir fóru kl sjö.
að venju er ekki svo auðvelt að fá tíma hjá læknir og var okkur bent á neiðarvaktina í keflavík en það er búið að leggja niður vaktina hér þessa tvo tíma á viku,skyldi sparast mikið á því ? nei held ekki svo við hringdum í domus medica og fengum símatíma hjá okkar barnalæknir og svo var bara að bíða en stuttu seinna var hringt héðan frá heilsugæslunni og var þá búið að setja upp nokkra bráðartíma strax eftir hádegi og var okkur úthlutað tveimur tímum sem við þáðum,læknirinn hér skoðaði krílin en vildi svo ekkert gera neitt þrátt fyrir þeirra langa sögu og langvarandi veikindi þegar pestir herja á þau,en þau eru búin að vera á annan mánuð og versna bara,en jæja en okkar læknir hringdi svo og hann var ekki samála lækninum hér og vidi fá okkur til sín á föstudaginn og kríin í myndatöku af andliti og lungum,og í framhaldi setja þau á minnst tveggja vikna sterkann sýkayfjakúr,jamm svona er nú það,en ef þeim versnar meira þá eigum við að hringja í hann aftur en hann verður í keflavík þriðjudag og fimmtudag,
en húsfreyjan á líka að fara til læknis þennan sama morgun en þá á að taka mynd af hnénu og ákveða svo hvort það sé komin tími á að losna við gifsið vona það svo inniega enda að verða komnir tveir mánuðir,svo að þessi vika er þá bara heimavið og við reynum að hafa það skemmtilegt og í leiðinni notalegt ásamt að sníta nebba og gefa fullt af knúsum,en það er nauðsinlegt að geta komist út og vona að geta komist í búð í dag,það verður boðið upp á kjötsúpu í kvöldmat og það vantar sitt lítið af hvoru í hana og ekki veitir af að fá meiri kraft í kroppinn,annars er svo sem ekkert markvert að frétta héðan en já það styttist í bústaðaferðina og er nokkuð oft minnst á hana af elstu dótturinni en henni hlakkar mikið til eins og okkur en það verður virkiega gott að komast í burtu og notalegt að komast í pott og gufu og svo á að spila og hafa góðan mat og taka á móti gestum svo bara notalegt og rólegt
húsfreyjan á von á heimsókn í dag en Guðbjörg systir ætlar að kíkja í kaffi og kleinur og spjall það er nauðsynlegt svona fyrir sálarlífið og mikla inniveru að hitta gott fólk og þá er ekki verra að fá heimsókn þegar maður sjáfur kemst ekki mikið út,svo er húsfreyjan búin að bjóða Helgu systir að koma en veit ekki hvort hún kemur svo á að pata hana til að líta á msn en það vill ekki koma inn og auðvitað verður henni boðið upp á kaffi og keinur,
en jæja ætli það sé ekki komið að lokum í dag,hafið það sem allra best og látið ykkur líða vel,njótið lifsins
kveðja húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 15:19
lífsleið,,,kveðja
í húmi næturs ég á hér leið
um grýttann veg,hvert spor er sárt
það nístir mig ég lít því upp,
og gleymi mér er sé ég ljós það lýsir mér
af grýttum veg,frá heimi hér ég legg af stað
svo þreytt mín sál,svo þreytt mitt hjarta.
ljósið lýsir nýjan veg og að hliðinu,
ljósið leiðir mig að höllinni,það tifar hægt mitt hjarta
því nær sem ég kem því betur líður mér,það ristir djúpt
í sálu minni minninguna ég á um þig,
þú leiddir mig þú elskaðir mig,við áttumst að
en kveð þig nú ég bið þig um að fyrirgefa mér,
mín lifsins leið mun ljúka hér,ég kem ei meir
á þennan stað,
við sjáumst síðar minn kæri vinur
við munum dvelja saman á nýjum stað,
mitt hjarta ei slær
en sál mín mun vaka og
vaka yfir þér,
ég bíð eftir þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 11:35
dekur kvöld sem heppnaðist mjög vel
höfuð húsfreyjunar er að fara á yfirsnúning það er svo margt um að hugsa og spá í lifið og tilveruna eins og fram kom í síðustu hugleiðingu og þrátt fyrir það sem herjar á hvort sem það sé eins og að klífa hæðsta tind eða rölta fjöruna þá hefur allt sinn tilgang,daga munur eða oftast sveiflast andlega og líkamlega heilsan nokkrum sinnum á dag,en að vakna á morgnanna með börnum og bónda gefa sér tíma saman,að draga andann fylla líkamann af hreina loftinu og lygna aftur augunum og láta hugann reika eða hugsa um ekkert,fá sér vatn og þakka fyrir vatnið sem við fáum hreint og ómengað úr krananum,getum farið út úr húsi tekið göngu og farið okkar ferðir án þess að eiga þá hættu að vera í hættu,fyrir utan brjálaða umferð,þá eru hér ekki hermenn með byssuhlaup miðandi á okkur eða rignir sprengjum,við getum farið í búðina og verslað nauðsynja vörur,hillur ekki tómar þar,nokkuð góð læknisþjónusta fyrir utan þjónustuna hér í okkar bæjarfélagi og vonandi fer niðurskurðinum að minnka eitthvað það bitnar á of mörgum,við fáum rigninguna,rokið,snjóinn,sólina,hita og frost,sumar,vetur haust og vor,við getum ferðast um landið okkar og notið fallegra staða í góðra vina hópi,staði sem eru eftir og ekki búið að eyðileggja af stórfræmkvæmdum,
get talið upp svo mikið meira,en finnst að við eigum að þakka fyrir það sem við höfum hér hjá okkur og það eru mikil forréttindi,svo er alltof mikið talað um kreppu,en hugsum okkur aðeins um,auðvitað hafa margir lent í hrikalegri stöðu og það er oft ómögulega ekki hægt að gera sér grein fyrir öllu,en hugsum líka um hvað við höfum það sem svo margir hafa ekki sem búa á okkar eyju,lítum í kringum okkur.
en annars er bara allt gott að frétta of okkur,krílin eru reyndar ekki að lagast af kvefinu það hefur versnað og er verið að sníta og sníta og sníta og bera krem á nebba og það fyrsta sem litla skottan sagði í morgun þegar hún kom fram úr að það væri fastur hor á nebbanum og á kinninni,Sölvi er með mikinn munnangur en hann hefur tekið upp á því að naga munninn og á erfitt með að borða hann fékk munnangursmeðal í gærkveldi,veit ekki hvernig það virkar en kemst af því þegar krílin verða sótt á leikskólann hvort hann hafi getað borðað eitthvað,en þau eru nú samt ótrúlega dugleg og góð,elsta dóttirin er við hesta heilsu ásamt pabba sínum,
dagurinn í gær var nokkuð annasamur en húsfreyjan vaknaði við vondann draum eða með efri vörina stærri en vanalega,það hafði myndast áblástur og ekki fannst lyfið við því svo að þá var haft samband við Guðbjörgu systur en hún á við þetta vandamál að stríða og hún tók við systir sinni og bauð í heimsókn,eftir að aðrir fjölskyldumeðlimir hér heima höfðu farið í vinnu og skóla í náttfötum en það fannst þeim mjög gaman , eftir að vörin hafði fengið viðeigandi lyf,hjá systur sinni,þá skipulögðum við bakstur fyrir afmæli sem er framunda á sunnudaginn og eftir að húsfreyjan hafði farið í rope yoga tíma og komið heim,hitt Gyðu Dögg sem var búin í skólanum kl 11 en hún dreif sig í fótboltafötin og fór til vinkonu sinnar,hún ætlaði á æfingu eftir hádegi og svo fóru þær að syngja fyrir góðgæti,
við systurnar bökuðum marens botna,hvíta tertubotna og súkkulaði köku og vorum ekki lengi af því,og áttum gott spjall og gæddum okkur á flatbrauði og salati þess á milli mikið óskaplega er húsfreyjan heppinn að eiga góðar systur að en ekki erum við allar hér og þá er bara hringt eða skroppið í heimsókn þegar við eigum leið hjá,
krílin voru sótt kl að verða fimm en þetta er síðasta vikan sem langur vistunardagur er hjá þeim og verður það miklu betra að hafa þau heima,það er oft einmannalegt hér á daginn það vantar mikið þegar börnin eru ekki heima og saknar þeirra mikið , það var notalegt stund sem við áttum saman og voru þau dugleg að hjálpa til við undirbúning kvöldmatsins en við skárum niður grænmeti og ávexti og þau röðuðu því á disk og auðvitað var sett í munninn þess á milli,við bjuggum til lagsanija,og var vel borðað af því,krílin voru sofnuð um kl átta en elsta dóttirin las fyrir mömmu sína og gengur það mjög vel þetta er allt að koma hjá henni,og í gærkveldi var hér dekurkvöld með Volare vörum en Sara kom og dekraði við okkur nokkrar konur og allar ánægðar eftir dekur og spjall en við gæddum okkur á ávöxtum og grænmeti,og einni köku en vinkona kom með köku sem var mjög góð og fær hún bestu þakkir fyrir það er aldrei of mikið of knúsum og kossum.
bóndinn fór á æfingu en blandaði sér í konu hópinn eftir æfingu og var Gyða Dögg með okkur til kl tíu en átti að vera farin að sofa fyrr en það má einstaka sinnum bregða út af vananum,já við áttum sem sagt góða kvöldstund saman en nokkrar voru búnar að afboða en það verður önnur kynning 10 marz en þá verður Helga systir með Avon dekur,hlakka til þeirrar stundar.
í morgun fór bóndinn fyrr til vinnu, það er eitthvað að glæðast þar sem betur fer, og fór húsfreyjan með krílin á leikskólann,ætlaði í ræktina en er ekki góð í skrokknum átti ekki auðvelt með að komast á fætur en tók gönguferð um hálf níu ekki langta göngu,og eftir að hafa komið heim og gert tilraun til að gera nokkur húsverk þá varð bara að taka verkjalyf og slaka á í hægindastólnum og taka lúr en ekki virka lyfin vel,þannig að til að gleyma verjunum um stundar sakir þá er bara að blogga og gera svo eitthvað skemmtlegt eins og að sauma út á eftir,en í gær var lokið við að prjóna legghlífarnar sem hafa verið í vinnslu í ótrúlegan stuttan tíma en með hjálp Guðbjargar systur þá var lokið við þær og verur gaman að sjá dömuna opna gjöfina á afmælisdaginn
í dag er stefnan að setja á þær kökur sem hægt er og frysta þar til á sunnudag,það er um að gera að flíta aðeins fyrir en á laugardagskvöld á að setja á stóra brauðtertu sem verur einnig í boði,það er komin mikill spenningur fyrir fjölskylduafmælið og búið að skipuleggja allt saman en þetta er nú ekki voða mikið sem haft er fyrir,aðeins fáar kökur og heitt súkkulaði,
ætlum að ljúka við að prenta út myndir af börnunum og setja í ramma en það er nýbúið að setja upp hillur í herbergi krílana og á þær fóru myndir af þeim nýfæddum ásamt styttum sem tilheyra þeim,og í herbergi afmælisbarnsins var lokið við að setja upp himnasængina hennar og er daman mjög ánægð að allt sé nú komið eins og var þegar hún var ein í stærra herberginu,en hún er mjög ánægð í þessu herbergi þó svo að það sé nokkuð minna,
en jæja ætli þetta sé ekki erðið nokkuð gott í dag,það er líka komin tími á að reyna aftur við húsverkin,en eigið góðan dag og látið ykkur líða vel
kveðja húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 23:31
hugleiðing,,,,,,,,,,hugsanir mínar og jafnvel þínar,
á hverjum einasta degi renna í gegnum huga okkar þúsundir hugsana,þetta eru hugmyndir,áætlanir,væntingar og minningar svo eitthvað sé nefnt,sumar eru hamingjuríkar en margar alls ekki,við höfum áhyggjur, við kvíðum,óttumst,vonum og höldum og svo bullum við flest líka heilmikið í huganum,við hugsum um fortíðina og framtíðina en leiðum sjaldnast hugann að nútíðinni,einhverjumhluta vegna,
þegar hugsun rennur í gegnum huga okkar gerist venjulega annað af tvennu,við hleypum henni í gegn eða ríghöldum í hana,krifjum,rannsökum og veltum okkur upp úr henni,þar sem hugsanirnar skipta þúsundum á degi hverjum,þá væri það með öllu ógerlegt,og náttúrulega afar óskynsamlegt,að ætla að halda í og kryfja hverja þeirra til mergjar.
við verðum að viðurkenna að margt af því sem við getum látið fara í taugarnar á okkur eru einfaldlega hugrenningar sem við lítum alltof alvarlegum augum,litlir neistar sem við gerum að báli með því að skvetta olíu á eldinn þegar við ríghöldum í hugsunina, næst þegar þú finnur fyrir pirringi,skoðaðu þá huga þinn,athugaðu hvort það geti verið að þú sért að ríghalda í eitthvað í stað þess að sleppa því,leyfa því að renna í gegn án frekari afleiðinga,ef þú gerir þetta kemst þú að því flest þau mál sem þú hefur látið fara í taugarnar á þér skreppa verulega saman,ef málin eru raun stórmál,þá skjóta þau vissulega aftur upp kollinum,en þangað til,hættu að standa í stórstyrjöldum í huganum,hleyptu hugsunum í gegn og eyðið þið orkunni í að njóta þess að vera saman,
svo ef þú ert að burðast með fortíðina á bakinu,ef höfuðið á þér er að springa af gömlum rifrildum,ágreiningi og vonbrigðum,er sennilega tímabært að hætta að hugsa um þetta allt,í stað þess að velta þér upp úr fortíðinni,dekra við neikvæða tilfinningarnar og ala óvildinni,skaltu taka þá ákvörðum að fyrirgefa,gleyma og haltu svo áfram að lifa í samræmi við það,verðlaunin eru ekki af verri endanum,
ég reyni það af fremsta megni að láta mér líða vel,svo og öðrum sem umgangast mig,ég vil ekki eiga þátt í að það fólk líði ekki vel,þú getur það líka,þú munt uppskera það sem þú sáir,vandaðu því frækornin sem þú sáir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 12:47
konudagur og bolludagur góð samsetning
jæja þá er komin mánudagur og helgin leið mjög hratt,mætti líða hægar en við gátum nýtt daganna vel,á laugardagsmorgun vorum við vakin kl að verða sjö,já alveg ótrúlegt þegar enginn leikskóli og þau fá að vaka aðeins lengur þá vakna krílin bara fyrr en kvöldið áður þá fóru þau klukkutíma seinna að sofa en venjulega,það var bara svo gaman hjá börnunum en þau voru í góðum leik svo var pabbi þeirra á æfingu um kvöldmatarleitið og við biðum með að borða þar til hann kom heim,en fór svo á fótboltaæfingu kl níu þegar krílin fóru að sofa, Gyða Dögg með vinkonum sínum hér heima og gistu þær, á laugardagsmorgun eftir rólegan og góðan morgunverð ennþá dimmt og börnin spyrja hvort það sé nótt og eru alltaf jafn hissa að sjá ekki sólina eða birtuna, við kúrðum svo saman og horfðum á stutta mynd fyrir barnaefnið á ruv,bóndinn fór til vinnu upp úr kl tíu og vann í rúma tvo tíma,og stakk upp á bæjarferð þegar hann kom heim og var það vel tekið hér á bæ börnin alveg til í bílinn og heimsækja Sverrir frænda í Breiðholtinu,sonur systur bóndans, húsfreyjan dreif sig í sturtu , með hjálp bóndans , og svo skellti elsta dóttirin sér,vinkonur hennar fóru heim,
veðrið nokkuð gott hér er við fórum en ekki vorum við búin að aka lengi er við lentum í mikilli rigningu og roki sem fylgdu okkur hvert sem við fórum en við skelltum okkur í krónuna í Lindum og fjárfestum í blandara , svo nú er aftur hægt að blanda skyrdrykkina fjölskyldunni til mikilla gleði , og skoðuðum verð á matvöru og að venju hækkar það nokkuð oft og við vorum að hugsa um að festa kaup á lambakjöti sem var auglýst með miklum afslætti en við fengum nett flog,þvílíkt verð næstum níu þús hálfur skrokkur,og svo bara eitt læri frosið á rúmar fimm þús, nei og nei við bara keiftum okkur kjúkkling og nautahakk í staðin,en það er nú orðið langt síðan að það var eldað lambakjöt,en stundum er keiftur bógur og það er gott en ekki alveg eins og læri en má alveg borða það,svo ef okkur langar í kjötsúpu þá eru þeir bitar sem í boði er ekkert til að hrópa húrra yfir,
nú eftir verslunarferðina þá var ferðinni heitið í Breiðholtið og að venju tekið vel á móti okkur,teindó var þar líka svo var okkur öllum boðið í mat,heimabakaðar pizzur að hætti frúarinnar á heimilinu en þær eru rosalegar góðar og bakaðar í pizzaofni Sölvi Örn var orðin slappur og komin með hita og við drifum okkur heim og vorum komin kl að verða sjö en elsta dóttirin kom með afa og ömmu ásamt jafnaldra frænku en hún ætlaði að gista hjá okkur,fólkið úr Breiðholtinu kom líka og gistu á Skipastígnum hjá teindó,en bóndinn minn og mágur hans ætluðu að vinna við jeppann og náðu að gera næstum allt það kvöld,
húsfreyjunni var boðið á Volare kynningu og fór með Guðbjörgu systur og það var mjög notalegt mikið dekur og vann meira að segja happdrætti þar og kom heim með góða vinninga og meðal annars einn frían nuddtíma ekki slæmt það,
krílin sofnuðu snemma þetta kvöld og vöknuðu kl að verða átta já klukkutíma seinna en á laugardagsmorguninn og það var fjör allan daginn,börnin í góðum leik og bollur borðaðar,bóndinn og hans mágur kláruðu bílinn,stelpurnar fóru í sund en Svrrir litli var veikur á kaugardagskvöldið mikin hita og uppköst,en Sölvi Örn varð hressari á sunnudaginn,svona leið okkar helgi,
en nú er komið að kveðjustund þar til næst,Guðbjörg systir vat að hafa samband og bauð húsfreyjunni í kaffi
hafið það sem allra best og njótið lífsins
kveðja húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 21:53
að blessa þessa blessuðu skemmtun,,,,,,séra Svavar á Ladda skemmtun
jæja þá gefst tími fyrir dagbókina,frá því síðast hefur svo sem ekkert margvert gerst, krílin í sínu svaka stuði elsta barnið ennþá að glíma við ofnæmið en já það er ótrúlegt en sterakremið sem hún fékk fyrir ofnæminu þá hefur hún ofnæmi fyrir því líka jamm ótrúlegt svo við foreldrarnir tóku þá til við að prófa fótagaldur frá villimey og það virkar mjög vel og er nánast farið á handabakinu en ennþá í hluta af lófanum en þetta er allt að koma,og fótagaldur virkar vel á frunsur en litla skottan var komin með dágott útbrot í munnvikið og er það nánast horfið,og eins með frauðvörturnar en þær eru líka að minka en litli kroppurinn á Bríeti var óðum að taka breytingum og hér og þar frauðvörtur,já það er gott þetta fótagaldur og líka vöðva og liðagaldur,um að gera að prófa sig áfram,heilsa húsfreyjunar svo sem ekkert til að hrópa húrra yfir en þá er ekkert annað en að vinna sig út úr því
í gær upp úr kl hálf sex þá tók húsfreyjan upp símtólið og hringdi í vinkonu sem býr í efra hverfinu en það var orðið langt síðan síðast heyrðist í húsfrúnni og áttum við skemmtilegt eins og hálfs tíma símtal,höfðum örugglega getað talað saman miklu lengur en það eru gerðar kröfur um kvöldmat og sinna fleiru en að tala í síma en við stefnum á að gera tilraun til að hittast með vorinu vonandi fyrir páska en svo í dag þá sáumst við rétt aðeins í búðinni en það gafst ekki tími til spjalls enda brjál að gera og svo var húsfreyjan með mikla magaverki og sá rúmið í hyllingum,en Guðbjörg systir bauð systur sinni með til Keflavíkur og við fórum í nokkrar búðir og enduðum hjá Sólveigu systur okkar í te það var gott að sjá hana þá voru magaverkirnir ornir verulega vondir en það varð bara að harka af sér,við vorum komin heim um kl fimm en bóndinn náði í krílin og húsfreyjan kom við í apotekinu og sótti sér magameðal,elti systur í búðina og sá þar húsmóður vinkonu úr efra hverfinu svo var bara drifið sig heim í ból og það virkaði aðeins,bóndinn varð að fara aftur í vinnu en elsta dóttirin kom heim ásamt vinkonum sínum og voru með krílin þar til húsfreyjan skrönglaðist á fætur kl að verða sjö og orðin betri,borðaði kvöldmat með börnunum en það var ekki eldað í kvöld svo í boði var skyr,rjómi,ávextir og spelt brauð,og fór það vel í börnin,
í kvöld gista hér tvær vinkonur Gyðu Daggar og eru þær að spila og það er nú ekki mikill æsingur á þeim en það er ekkert mál fyrir stelpur að hafa mikið fjör þegar þær koma saman,en nú eru stelpurnar búnar að setja Ladda skemmtun í spilarann og erum við að horfa á og við hlæjum mikið það er alltaf gaman að horfa á þessa skemmtun.
svo það er komin tími á að skella loka punktinn á dagbókina í kvöld og skemmta sér vel með stelpunum,hafið það sem allra best , hláturinn lengir lífið ,
kv húsfreyjan í hláturskasti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2009 | 16:11
hugum að innri ró og friði
Sofi augu mín
vaki hjarta mitt
horfi ég til guðs míns
signdu mig sofandi
varðveittu mig vakandi
lát mig í þínum friði
sofa og í eilífu ljósi vaka.
færsla húsfreyjunar í dag byrjar á þessu fallega ljóði og það er einmitt svo gott að taka tíma í að huga að sjálfri sér og rifja upp ljóð og jafnvel bænir,en við förum reyndar með bænir á kvöldin með börnunum okkar,en í morgun í rope yoga tímanum þá fáum við alltaf einhverja fræðslu og spurningar og við vorum beðin um að taka næstu sjö kvöld þegar upp í rúm er komið að fara með eftirfarandi,,,fyrirgefum okkur sjálf og ef við höfum gert einhverjum eitthvað þá að fyrirgefa okkur það í þessu lífi eða öðru lífi ef við trúum á önnur líf,þetta eigum við að segja við okkur sjálf tíu sinnum að kvöldi,það eru margar kenningar og mikill fróðleikur í rope yoga fræðum og við tökum slökun og hugleiðum,já þessar samverustundir eru mjög notalegar,
nú er húsfreyjan byrjuð að prjóna eða gera tilraun til þess,og hefur Guðbjörg systir verið stoð og stytta og hjálpað við að byrja og gefa ráð og nú er verið að prjóna legghlífar á eldri dóturina og gengur mjög vel ekki mikið prjónað í einu en þetta gengur nokkuð vel,svo er saumað út þess á milli,svo er líka gott að glugga í góða bók,það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera og ekki þarf það að kosta neitt,koma saman og föndra,prjóna,sauma já það er ekki leiðinlegt að koma saman og spjalla með handavinnu og fyrirhafna litlu góðgæti sem allir geta lagt til,en húsfreyjan var einu sinni í klúbbi og við höfðum þannig háttinn á en svo leystist hann upp,því miður en það er aldrei að vita nema hægt verði að endurvekja vinskapin og koma saman,það er nauðsinlegt að rífa sig upp og fara á meðal skemmtilegs fólks og njóta þess,
en nú er komið að lokum þessara færslu,það er stutt í að húsfreyjan nær í krílin og þarf að gera nokkur húsverk áður og skera niður ávexti,en nú er um að gera að hlúa vel að sér og fjölskyldu sinni og vinum,
kveðja og sendi ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar