Færsluflokkur: Bloggar
28.3.2009 | 21:31
vorboðin ljúfi
ekki svo ýkja langt síðan þegar fyrsta Lóan kom til landsins og nokkuð fyrir áætlaðan komu viku eða komu dag,litli fuglinn kom aleinn og sjálfsagt sársvangur,kaldur og þreyttur enda um nokkuð langa leið að fljúga og hvað beið litla fuglsins þegar hann lenti,nú ekki vorið þann daginn eða dagurinn í dag ekkert sem minnir á vorið þegar litið er út um gluggann,og veðurspárnar spá áframhaldandi vetraveðri,en bíðið nú við jú það er komin annar vorboði,nefninlega síðasti þáttur Spaugstofunar í kvöld og að venju frábær þáttur og ekki laust við að tár á hvarmi þegar textinn rann upp eftir skjánum en svo eru Spaugstofumenn búnir að framlengja samning einn vetur til og eru þá líka haustboðar eða er það ekki ? eða vetraboðar ?
við vöknuðum MJÖG snemma í morgun kl 6,20 úff og mjög hress krílin þegar þau skriðu upp í til okkar og svona í fyrstu þá kúrðu þau og héldu utan um hvort annað og hvísluðust á en ekki leið á löngu þar til þau voru farin að skríða lengra undir sængina og færa sig aftar í rúmið og ekki lengur hvislað heldur mikið og þá var bara tekin sú ákvörðun að drífa sig fram úr og gefa þeim morgunmat og planta þeim með mynd þar til barnaefnið kom á ruv,og húsfreyjan fór með þeim á fætur og borðaði með þeim ásamt eldri dótturinni,hún dreif sig líka á fætur og sendi svo mömmu sýna aftur í bólið sem hún þáði það með á kynn dóttur sinnar,
við fórum í bæjarferð rétt rúmlega níu og eftir smá kaffi í Breiðholtinu þá var farið í nagladekur,og var þetta í fyrsta skiftið sem húsfreyjan fer á stofuna Neglur og List og bara fín stofa og góð aðstaða,en þar er líka alhliða snyrtistofa fyrir bæði kynin,
eftir dekrið þá var komið við í bakaríi og smá bakkelsi verslað og fór það vel í fólkið í Breiðholtinu,við fórum heim kl tvö enda ekki svo íkja langt þar til eldri dóttirin átti að keppa heima en lítið æfingamót fyrir 6 flokk og fór húsbóndinn með á leikina sem byrjuðu um kl fimm,sem gekk mjög vel,en á meðan þá var kvöldmatur undirbúin og var búið að ákveða heimabakaða pizzu,ummmm og ekkert smá góð og auðvitað á maður líka að hrósa sjálfum sér og ef maður gerir það ekki þá getur maður ekki ætlast til að aðrir geri það,já og heimilisfólkinu fannst hún líka góð,allavega var næstum allt borðað en þykk og stór pizza í boði á stórri ofnplötu
nú svo hefur það komið fram að horft var á spaugstofuna og á meðan þá voru krílin sett í náttföt eftir þvott á höndum og andliti en það sést alveg þegar þau borða,já þau pústuð og nasarsprey fyrir svefninnog ekki voru þau lengi að sofna,og nú erum við að horfa á bráðskemmtilega teiknimynd Horton heitir hún og er skemmtilega talsett,
svo verður nú ekki langt í háttinn eftir myndina þó svo að húsfreyjan hafi verið sofnuð fyrir ellefu í gærkveldi og náði nokkuð góðum nætursvefni þá er úthaldið ekki meira en það að svefninn er þegar farin að sækja á og fleiri sem eru vakandi en bóndinn ætlar að vakna kl sex og horfa á formuluna en við höfum gaman af að fylgjast með en erum samt ekki að vakna á næturnar en allt í lagi þegar það er alveg að koma morgun,en húsfreyjan ætlar að lengur
augnablikið er dýrmætt,njótum þess,
stöldrum aðeins við og hugsum okkur,
hvað gef ég af mér ? nýt ég lífsins ?
er ég hamingjusöm eða hamingjusamur ?
er fjölskyldan mín hamingjusöm ?
hvað get ég gefið af mér svo hamingjan
haldi áfram að vaxa og dafna í lífi mínu
og fjölskyldunar minnar,
gefum okkur tíma og hugsum um tilgang
okkar,því ég trúi því að allt hefur sinn tilgang.
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 22:02
bæjarferð snemma í fyrramálið,svo er lítið fótboltamót hér
svona flesta morgna þá þurfum við að vekja börnin þá öll þrjú en þegar það er frí og engin þarf að æða út um kl átta þá eru allir vaknaðir fyrir kl sjö,og í morgun þá var leikskólinn í fríi , starfsdagur , en skóli hjá elstu dóttirinni,stundum eru starfsdagar hjá þessum stofnunum sameinaðir sem er mjög gott fyrir marga foreldra en stundum eru þeir ekki sameinaðir,nú krílin í svaka stuði og máttu eiginlega ekki vera að því að setjast við morgunverðarborðið nema mjög stutta stund,það var strax tekið við að skapa hlutverk og voru í leik nánast í allan dag og gáfu sér smástund til að borða en eiginlega á hlaupum,
húafreyjan tók smá bílferð um kl átta í morgun,svona áður en bóndinn fór til vinnu,og náði sér í fréttablaðið,úff kallt úti en klæddi sig vel,dóttirin fór í skólann og bóndinn til vinnu,en við sem heima voru höfðum það notalegt krílin komin í rólegan leik og húsfreyjan las blaðið ásamt góðum kaffibolla áður en húsverkin voru unnin.
rétt eftir hádegi kom Ásta frænka úr eyjum í heimsókn með dætur sínar og mikið var gaman að hitta þær,og ávalt eigum við frænkurnar skemmtilegt spjall og mikið gaman hjá okkur stefnan er sett á aðra heimsókn áður en þær fara aftur til eyja eftir rúma viku,frænka ætlar nefninlega að muna eftir útigalla sem hún ætlar að lána litlu kríli á þessu heimili en það er til annar alveg eins eftir eldri dótturina og eldri dóttir frænku átti einmitt alveg eins galla og sama númer já margt áttu þessar frænkur eins og margt af því var algjör tilviljun,jamm við nokkuð líkar þegar kom að kaupum á fatnaði á stelpurnar.
en við hjónin fórum ferð í Bónus í Njarðvík og gerðum fín kaup þar,en að venju þá var búið að lesa um tilboðin í blaðinu og sumt af því rataði í körfuna,krílin mjög stillt og voru montin með það þegar við komum aftur í bílinn
þegar við komum heim um kl að verða sex, þá fór bóndinn á æfingu og húsfreyjan hafði það notalegt í um klukkutíma en tók þá til kvöldmat og steikti hamborgara og skar niður fullt af grænmeti og kunnu krílin vel að meta það og var það forréttur þeirra fyrir borgaranna,eftir matinn þá fóru þau í bað og voru sofnuð rétt rúmlega hálf níu,eldri dóttirin fór ásamt pabba sínum á fótboltaæfingu með old boys.en húsfreyjan skellti sér í sturtu,og er svo bara að blogga aðeins fyrir háttinn en er eiginlega orðin nokkuð lúin og langar mikið að komast í bólið og þar til kl átta í fyrramálið,en við ætlum í bæjarferð kl níu og fara í Breiðholtið en húsfreyjan fer svo með frúnni á þeim bæ á vinnustaðin hennar sem heitir Neglur og List og þar ætlum við að verja rúmum klukkutíma saman og þá er dekur hjá húsfreyjunni í nöglum,já aðeins að lagfæra og setja nýtt skraut
en verðum svo komin heim aftur fyrir kl fimm en þá er lítið æfingamót í fótbolta hjá Gyðu Dögg,og auðvitað fær hún stuðning frá okkur þar,en jæja læt þetta duga í kvöld,hafið það sem allra best um helgina og njótið þess og verjum tíma saman
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 23:18
lífið er yndislegt
lífið er svo sannarlega þess virði að lifa því og við eigum að lifa því til fullnustu og njóta þess,en s,l. nótt dreymdi húsfreyjan draum sem var einskonar áminning um að það birtir upp um síður og með tíð og tíma þá mun húsfreyjunni lærast að lifa með sínum kvillum,því stóra og jafn mikilvægasta skrefið væri komið og nú á bara að taka skref fyrir skref,en móðir mín kom til mín svo sæl og ánægð og tók mig í faðm sinn og frá henni streymdi ólýsanleg tilfinning en boðaskapur hennar til mín í gegnum faðminn var einmitt þetta og frá hennar hjarta,og þegar húsfreyjan vaknaði kl rúmlega sex þá fannst húsfreyjunni móðir sín standa við rúmið og dauf birta umlukti hana,hún brosti og var eins og hún hafði lagt hönd sína á öxl mín og svo hvarf hún smátt og smátt,húsfreyjunni leið alveg óskaplega vel en það er orðið langt síðan að hún vaknaði nánast verkjalaus og ekki svo mikið mál að standa á fætur,og dagurinn í dag hefur verið mikið teingt mömmu,við vorum nánar og erum það ennþá,
en jæja dagurinn í gær var að venju skemmtilegur og gaman að fá krílin sín heim kl tvö og eiga stund með þeim,við bökuðum tebollur saman og þau voru mjög hrifin og borðuðu mikið ásamt ískaldri mjólk,og áttu góðan leik saman og ekki fór fyrir leiðindum á milli þeirra,þau knúsast og segja við hvort annað,ég elska þig Bríet mín eða Sölvi minn og síðustu morgna þá hafa þau komið inn til okkar,nema í morgun,og vekja foreldra sína með þeim orðum,mamma ég elska þig,pabbi ég elska þig,og knúsa okkur,er hægt að hafa það betra umm nei það toppar þetta ekkert.
í dag voru þau sótt á leikskólann kl eitt en tuttugu mín seinna þa áttu þau tima hjá læknir,og viti menn krílin voru svo miklir inni hjá lækninum,satu mjög prúð saman í stól og ekkert mál að taka sýni úr nefinu,og læknirinn mjög hissa og verðlaunaði þeim,já yfirleitt þá er svo margt um að skoða á læknastofum,
nú er heim var komið þá skellti húsfreyjan köku í ofninn og tók eldhúsið vel í gegn,fór lítið úr eldhúsinu í dag,nema þá í þvottahúsið sem er framlenging á eldhúsinu,undirbjó kvöldmat og setti kjúkkling í eldfast mót með mikið af grænmeti og bauð teindapabba í mat en teindamamma fór á útskurðarnámskeið en er búin að skera út lengi og eftir hana eru mikið af fallegum myndum sem priða veggi á heimili þeirra.
en jæja ætli það sé ekki omin tími á off takkann á tölvunni,en kveð ykkur með
eigið góða nótt og dreymi ykkur vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 11:43
er heimavinnandi húsfreyja og er stollt af því
fjölskyldan búin að eiga náðuga helgi í rólegheitum,krílin reyndar ekki góð af hósta og kvefi en það spillir ekki fyrir góðum leik og eru þau dugleg við að uppgötva nýja leiki með dótinu og geta gleymt sér lengi,lengi og oftar en ekki er stóra systir með einnig koma hér oft frændsystkini,börn Guðbjargar systur, og bætast í hópinn og er þá hér mikið um fjör,og nú um helgina þá gisti hér Anna María og hún ásamt Gyðu Dögg að búa til leikrit og sýna krílunum og var svaka fjör og hlegið mikið,frænkan gisti hér á laugardagskvöldið og héldi stelpurnar sérstaka sýningu fyrir okkur hjónin og þvílíkt hugmyndaflug við hjónin hlóum mikið,já það þurfti ekki að fara í leikhús og sjá rándýrar sýningar nei hér heima bauðst okkur sýning sem hvergi er sýnd annarsstaðar,
í gærdag þá fórum við bæjarferð en húsfreyjan skifti hring sem hún fékk í afmælisgjöf og í staðin var valin nánast eins hringur silfurlitaður og með glærum steini svo nú skartar fingur fallegum hringi sem passar og á meðan voru börnin hjá systur bóndans í Breiðholtinu,þegar við komum aftur þá var frúin þar að baka súkkulaði skúffuköku og bragðaðist hún mjög vel með ískaldri mjólk,eftir spjall og kaffi þá var heimferð og kúrðu börnin á leiðinni,en voru ekki lengi að koma sér í leik þegar heim var komið,bóndinn fór í klukkutíma vinnu en húsfreyjan undirbjó kvöldmat,svo sem engin stórsteik heldur afgangur frá kvöldinu áður,eggjanúðluréttur með grænmeti,eggjum,skinku og beikoni,og núðlum,.og börnin vildu líka hafragraut sem þau fengu,þau virðast alltaf vera til í graut og borða vel af honum,
upp úr kl átta þá fóru þau í bólið,elsta dóttirin klukkutíma seinna en við horfðum á mynd saman,upp úr kl hálf ellefu þá var öll fjölskyldan komin í ból
það sváfu nánast allir vel í nótt fyrir utan húsfreyjuna,sem átti við höfuðverk og svima að stríða og var ennþá í morgun svo að heimsókn í Orkubúið var ekki á dagskrá,en kom krílunum á leikskólann en bóndinn fór í vinnu fyrir kl átta,því næst var tekið rólega í um klukkutíma á meðan lyfin virkuðu og þá var tekið til við nokkur húsverk,svo sem tekið úr uppþvottavél og sett í hana aftur,og sett í þvottavél,búið um rúm og tekið aðeins til í herbergjum,þurka af og sópa gólf,baðherbergi þrifið nema gólf en í dag þá er ætlunin að skúra flest gólf ef heilsan bíður upp á það,
blöðin lesin svona oftast og þá er aðalega verið að leitast eftir skemmtilegu lesefni og forðast að lesa um það sem er alltof mikið skrifað um,en það virðist um að gera að draga þjóðina sem lengst niður í skítin sem nokkrir valdamenn hafa komið okkur í og það kappkostað að stuðla að því að landsmönnum líði sem allra,allra verst en afhverju er ekki leitað eftir gleðifréttum,það er fullt af börnum og fullornum sem gera góða hluti og eru alveg þess virði að deila því með öðrum,og það sama má segja með fréttum í sjónvarpi,ef það eru ekki kreppufréttir þá eru það stríðsfréttir,já svona er landinn í dag því miður,
húsfreyjan fer stundum í búðina og þá þegar bráðnauðsynja vöru vantar,nú það kemur fyrir að samræður eiga sér stað,og núna síðast þá gaf kona sig á tal við húsfreyjuna en við þekkjumst ekkert en heilsumst á leikskólanum,og þá var smá spjall um börnin og loks um atvinnuleysi sem fer vaxandi og þessi kona er ekki viss með sína vinnu og spurði húsfreyjuna um hennar vinnu og eins og er þá sagði húsfreyjan að hún ætti ekki von á uppsögn,reyndar væri hennar vinna þess eðlis að meðan henni entist ævin og einhver heilsa þá væri hún með sína vinnu,konan kváði og var hissa en spurði svo,nú hvaða vinna það væri,nú heimavinnandi húsmóðir saðgi húsfreyjan ,,,já ég hugsaði nú ekkert út í það sagði þessi ágæta kona,það er auðvitað líka vinna og var eiginlega vandræðaleg,við spjölluðum aðeins meira og svo hittumst við á hverjum degi á leikskólanum og erum aðeins farnar að spjalla meira saman,
en ætli þetta sé ekki orðið gott í dag,stutt í að bóndinn komi heim í mat,og þá er líka gott að spjala saman en hafið það sem allra best á þessum líka fína degi,fallegt veður og tilvalið að njóta þess
kveðja húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 22:10
saumakassinn ávalt við hendina
taka til,taka til svona aðeins meira en gengur og gerist,og reglulega farið yfir fataskúffur barnanna og önnur föt sett í staðin,og dagurinn í gær fór í þessi verkefni og líka farið yfir vettlinga,sokka,húfur og athugað með merkingar,sumar merkingar farnar að losna og sett nýjar í föt sem voru tekin fram,já alveg hellingur sem stoppað var í og hankar á útifatnaði saumað á aftur,Trigger kuldastígvélin orðin götótt eftir tæplega tveggja vetra notkun svo nú voru góð ráð dýr,ekki tekur því að fá ný þegar veturinn er langt komin og ekki hægt að hafa krílin á skóm svo nú var hringt í eina góða frænku sem á tvíburastráka og viti menn hún átti til Viking kuldastígvél ekki ósvipuð Trigger og í stærð krílanna okkar,blá á lit en það skiftir engu máli.og við báðum um þau lánuð sem var ekkert mál og stutt í að við fjárfestum í venjulegum stígvélum en það er líka búið að nota þau mikið og eru gatslitin og á leið í tunnnuna,nú húsfreyjan hefur líka verið að taka skápa í eldhúsinu í skoðun og það litla sem var útrunnið var fargað og aðeins strokið úr skápum og raðað betur í og búið til pláss ef ske kynni að keyptar yrðu góðar geymslu vörur á góðu verði
við hjónin renndum í bónus ferð í dag og höfðum með okkur reiknisvél og skoðuðum vörur vel og vandlega áður en sett var í innkaupakörfuna,verð borin saman við auglýstar vörur og komum úr búðinni með helling af vörum og rúmlega átta þús kr fátækari, en það marg borgar sig þó svo það taki tíma að skoða allt vel og vera búin að taka út pening og nota ekki kort,þetta erum við búin að nota nánast alveg síðan í haust en fram af því þá var ekki mikið notuð reiknisvél og stundum ef það var munað að taka út pening,og gera innkaupamiða og munar um það að skrifa jafnóðum á miða sem er hægt að hafa á ísskáp til dæmis,það sem klárast hverju sinni.
ennþá er litla skottan okkar með magaverki og þá er ekki ristillinn að angra heldur ofalega í maganum og finnur hún sáran til en stundum er allt í lagi og stundum grætur hún,og næsta mánudag þá ætlum við að fá símatíma hjá barnalæknir og láta vita um breytingar á verkjum,og á morgun er okkur boðið í barnaafmæli og við vitum ekki hvort við förum það fer alveg eftir heilsu litlu skottunar,en þurfum að skjótast í bæinn á sunnudag ef opið er í verslun þar sem hringurinn var keiftur og fá honum skipt,ætla að ath opnunartímann á netfanginu,svo er ennþá meiri sparnaður á döfunni,við ætlum að hætta með heimasímann ekki fyrir háann reikning nei heldur er fastagjaldið og númerabirting ávalt hærri en reikningur,og segja upp ráderninum og nettengingunni og er þetta allt hjá simanum,við ætlum að ath hjá nova hvernig háttað er með nettengingu hjá þeim og vera bara með gsm síma,já það má reyna að finna sparnaðarleið
í vikunni sem er að líða þá hefur nú sem betur fer allt gengið nokkuð vel,krílin þokkalega heilsu eru hægt að ná sér,elsta dóttirin vill hafa helling að gera,vinnan hjá bóndanum róleg,og húsfreyjan gat farið þrjá morgna í orkubúið,en heilsan er langt frá því að vera þokkaleg, og dúllast aðeins hér heima,þar með ætlar húsfreyjan að láta þetta gott heita í kvöld,ætla snemma í bólið og bíð ykkur góða nótt,njótið helgarinnar
kveðja með
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 12:08
velheppnuð bústaðaferð
þá gefst tími fyrir skriftir en dagarnir eftir bústaðaferðina verða í minningu geymdir við lögðum af stað úr borginni kl rúmlega sjö en með okkur í samfloti voru systir bóndans og fjölskylda,ferðin var seinfarin sökum óveðurs en það sem tekur ca 45 mín að fara tók okkur tvo tíma,við vorum velbúin en mikil umferð og meðalhraði um 20 til 50,við vorum nú ekkert stressuð og finnst gaman að keyra þó svo veðrið sé ekki alltaf sumar og sól,en það eru nú oftar en ekki alltaf einhverjir í umferðinni sem kunna sér ekki hóf og fylgja ekki röðinni og þurfa endilega að bruna framúr og stofna sér og öðrum í hættu,og það er alveg berkilegt hvað bílstjórar þurfa að vera alveg upp í næsta bíl og ansi margir á vanbúnum bílum,já það eru alltof margir sem bara hugsa ekkert um sitt og annara öryggi,
en jæja við komum í bústaðinn tveimur tímum eftir brottför og við komum okkur vel fyrir og fengum okkur að borða og komum börnum í ból sem voru orðin nokkuð lúin en gaman hjá þeim,eldri börn og foreldrar vöktu aðeins lengur og potturinn sem er inni í húsi var notaður en gufan virkaði ekki en potturinn var fínn,
við vöknuðum hress snemma á laugardagsmorgunn,þetta líka fína veður og eftir morgunmat og barnaefni á ruv þá drifu börnin sér út í leik en það var búið að koma fyrir leiktækjum og nutu börnin góðs af og snjórinn borðaður og notaður til snjókastaleiks og þvílíkt fjör og pallurinn umhverfis bústaðinn var hreinsaður af snjó og grillið tekið út og undirbúningur fyrir nautakjötið hafið,og meðan á öllu þessu gekk á þá var húsfreyjan í dekri og fékk annað dekur í afmælisgjöf en systir bóndans sem hefur þá atvinnu að setja fínar neglur og skreyta þær vildi gefa húsfreyjunni neglur og skraut og tók með sér ferðasett úr vinnunni og við komum okkur vel fyrir og áttum góða stund með góðri tónlist og spjalli í ca einn og hálfann tíma og húsfreyjan er svo með nýju neglurnar ásamt glitrandi steinum, húsfreyjan hefur verið kráka í fyrra lífi því hún er mikið fyrir glitur og glimmer í hófi reindar, systir bóndans hefur áður sett neglur á húsfreyjuna en þegar tvíburameðgangan var hálfnuð þá var því hætt en þá áttum við báðar erfitt með að sitja en við vorum báðar ófrískar á sama tíma en hún hálfum mánuði lengra komin,já saman stillt systkinin með að fjölga en stelpurnar eru á sama ári okkar í marz en hin í júlí og svo krílin okkar í endan okt en strákurinn þeirra hálf mán á undan og í byrjun okt,
en já eftir dekrið þá slökun og dúllast fram eftir hádegi með börnum og potturinn notaður en Bríet Anna varð fyrir því óláni að detta á hnakkann þegar hún kom upp úr pottinum en hún vildi alltaf rápa þó svo það var bannað en stóru stelpurnar voru að fylgjast með yngri börnunum og allt var búið að ganga vel og pabbarnir voru líka að líta inn á meðan grillið var undirbúið,en voru að koma inn þegar atvikið átti sér stað og Anna Dóra var eldsnögg að ná í stelpuna og kom henni í mömmu fang og við skoðuðum hana vel en hún grét ekki lengi,við fundum ekkert að en Villi var með hana og fylgdist vel með henni,húsfreyjan fór í pottinn með hinum börunum og svo var gert sig fína,en hugurinn var hjá Bríeti og var alltaf að ath með líðan hennar en hún sofnaði svo með snuddu og bangsa og var allt í lagi með hana,tengdaforeldrar komu stuttu seinna ásamt langömmu barnanna og teingdamamma sem er hjúkrunarkona skoðaði stelpuna og sagði að hún væri að jafna sig og allt í lagi,stelpan svaf í um klukkutíma og var svöng þegar hún vaknaði í Villa fangi og var fljót að hressast eftir að hafa fengið sér a' borða,
en ekki gátu allir komið og vegna veðurs þá vorum við fá í bústaðnum en fínt veður hjá okkur,á tímabili þá var húsfreyjan leið vegna vinkonu sem komst ekki en hafði hjá sér yndislegt fólk sem sýndi það að það þætti vænt um að geta verið hjá okkur og hughreisti húsfreyjuna,já það er gott að vita af væntumþykju,
en önnur vinkona af Hvolsvelli kíkti ásamt manni og tveimur dætrum og var gaman og mikið spjallað,þau þurftu svo að koma sér í sveitina og sinna búinu en gaman að þau skildu koma við,nú var undirbúningur fyrir kvöldmat að fullu hafin og kjötið búið að grilla og komið í ofn á litlum hita og passað að það eldaðist rétt og ekki of mikið en húsfreyjan fékk svo sér bita sem var eldaður lengur en hún borðar ekki rautt kjöt hef aldrei getað það þrátt fyrir að hafa reynt þá bara já einmitt,
borðið stækkað og við komum okkur fyrir og nutum matarinns og kjötið bragðaðist mjög vel ásamt bökuðum karteflum og fersku grænmeti og sósum,börnin mjög ánægð í leik fram eftir kl átta en voru orðin mjög lúin og ekki lengi að sofna og husfreyjan kúrði með þeim í hálftíma það var notalegt og á meðan komu vinahjón okkar úr Grindavíkinni,þeim var boðið að borða og áttu skemmtilegt kvöld með okkur,teindaforeldrar fóru með gömlu konuna á Selfoss en hún býr þar en komu svo aftur og gistu hjá okkur,vinafólk okkar fóru rúmlega ellefu,stóru stelpurnar í bólið og potturinn notaður fyrir svefn eftir vel heppnaðann dag og kvöld
börnin vöknuðu snemma á sunnudagsmorgun og húsfreyjan fór á fætur með þeim og gaf morgunmat og barnaefnið notið á háaloftinu með eldri stelpunum,húsfreyjan lagðist aftur til svefns og vaknaði kl tíu en þá voru allir vaknaðir og voru búin að ákveða að húsfreyjan færi með börnin í pottinn og á meðan tæku hinir við að koma bústaðnum í hreint og pakka niður farangri,já húsfreyjan átti sem sagt frí og naut stundarinnar með börnunum,
við yfirgáfum bústaðinn rúmlega tólf og héldum heim á leið og fórum krísuvíkurleiðina og komum heim kl að verða þrjú,og alltaf notalegt að koma heim,börnin glöð að sjá dótið sitt og við áttum góðan eftirmiðdag og farangri ásamt mat á sinn stað,
svo hafa dagarnir liðið og hugurinn ennþá bundin við helgina bæði hjá börnum og foreldrum,en það er alltaf gott að koma í sitt fasta rútínu,í gær þá var foreldraviðtal á leikskólanum og það var gott viðtal og allt hefur gengið vel og börnin mjög dugleg og hafa tekið miklum framförum í vetur,stefnan er sett á mai eða júni sem þau fara á eldri deildina,nú við systurnar húsfreyjan og Guðbjörg fórum í bónus og komum við hjá Sólveigu systur okkar í Njarðvík í kaffi og spjall eftir að börnin komin heim af leikskóla og úr skóla þá var sett í skúffuköku eða tvær kökur og ilmurinn ummmm já og í kvöldmatþá var kjúkklingur í ofninn eftir kökuna,nýta ofninn á meðan hann var í notkun,og ekki arða eftir af kvölmatnum þegar allir höfðu fengið sér vel að borða,
bóndinn fór á æfingu eftir að börnin voru sofnuð og við mæðgurnar sátum og áttum okkar stund saman,eftir að bóndinn kom heim þá skrapp húsfreyjan til vinkonu og færði henni skúffuköku og áttum við gott spjall saman og finnst húsfreyjunni voða vænt um þessa vinkonu og gott að eiga hana að og langaði að gleðja hana og kakan varð fyrir valinu og hún smakkaðist vel að sögn vinkonu sem var voða glöð og var viss um að fleiri fjölskyldumeðlimir yrðu glaðir með kökuna,
bóndinn hringdi og þá hafði Bríet vaknað og svo húsfreyjan dreif sig heim,og þá var búið að taka utan af rúminu og koma stelpunni í hrein náttföt,hún var ekki með hita en borðaði aðeins af banana eftir að hafa aftur kastað upp,svo vildi hún fara að sofa,og í nótt kl rúmlega þrjú þá kastaði hún aðeins aftur upp en var með skál hjá sér og kalaði á okkur,svo sofnaði hún aftur og vaknaði mjög hress í morgun og borðaði morgunmat og vildi ólm fara í leikskólann,og er þar ennþá,en hugsanlega er það ristillinn sem ýtir upp magann og þá gubbar hún eins og barnalæknirinn segir,en hún er að taka lyf til að losa ristilinn og tekur það sinn tíma,
en jæja ætli það sé ekki komin tími á að fá sér hádegismat með bóndanum hann er á leið heim,en húsfreyjan biður að heilsa þar til næst og hafið það sem alla best
kveðja húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 14:45
jibbý jíbbý jibbý jei,,,,,,,bústaðaferð
þá er komið að bústaðaferðinni,það er allt tilbúið og beðið eftir að dóttirin verði búin á fótboltaæfingu um kl þrjú,þá leggjum við af stað og verðum samferða systur bóndans og fjölskyldu hennar,það er búin að vera mikill spenningur hér á bæ enda alltaf gaman að fara í ferðalag eins og krílin segja það,en eftir helgi fáið þið fréttir af helginni,í morgun fór húsfreyjan í orkubúið og kl hálf ellefu var farið á Fögru snyrtistofuna og í lúxus andlitsbað ásamt nuddi og ný augu og augnabrúnir,í rúma tvo tíma hafði húsfreyjan svo notalegt að það er eiginlega ekki til orð yfir það,góð og hlý þjónusta þar og mælir húsfreyjan með þessari stofu og endaði lúxusinn á púðri og ný húsfreyja á leið í bústað ásamt fjölskyldu,einhverjum ættingjum og vinum
hafið það sem allra best um helgina og bestu kveðjur til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009 | 23:29
hugleiðing,,,,,opnum hugann
með því að skora hið , ókunnuga , á hólm eða hafa hugrekki til að horfast í augu við það,,sættast við það,getum við hamið það,verið okkur samkvæm í því sem við tökumst á,það er ekki auðvelt að vera allt í senn t,d. eiginkona,eiginmaður,einstaklingur,móðir,faðir,uppalandi,fyrirmynd,fyrirvinnan,heimavinnandi,vinur,vinkona, svo mætti lengi telja,
það kemur fyrir alla einhverntíman í lífinu að vilja geta kastað frá sér ábyrgðarfulls lífs og finna löngun og draumum farveg í veröld sem er áhyggjulaus,þar sem allt er leyfilegt aðeins gleði og nautn,
en öllu frelsi fylgir ábyrgð,mismikil ábyrgð,en er erfiðasta rimman sem við heyjum í lífinu glíman við okkur sjálf ? hvert augnablik skiptir máli,virkjaðu það góða sem býr í þér,láttu hjarta ráða för,orð hafa áhrif á hugann bæði sögð og ósögð,segðu jákvæða og fallega hluti um þig sjálfa þegar þú ert döpur eða dapur,vittu til þú tekur gleði þína á ný,miðlaðu visku þinni og deildu með þér,lífið er þess virði og við eigum að gleðjast og þakka fyrir það sem við höfum.
þó svo ég hafi oft á köplum átt erfiða tíma þá er ég mjög þakklát fyrir það sem ég hef í dag og reyni eftir bestu getu að lifa með því sem mér er ætlað að takast á við,lífið er ekki sjálfsagt og við eigum að virða það,
langaði að deila með ykkur þessum skoðunum mínum
kveðja gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 22:30
kveðjan endaði á að allt er fertugum fært
þá er húsfreyjan orðin fertug og líður mjög vel með þann áfanga dagurinn í gær var yndislegur og heimsóknir frá vinum og ættingjum,húsfreyjan bakaði súkkulaðivöfflur og hjónabandsælu og bar fram með rjóma og sultu og fór það vel í gestina og heimafólkið,eftir ræktina um morguninn þá biðu skilaboð í símanum og hringingar byrjuðu upp úr kl hálf tíu, Lauga vinkona kom um tíu og færði húsfreyjunni gjafabréf hjá Fögru og í boði var lúxsus andlitsbað ásamt nuddi og tekur tvo tíma svona dekur og stuttu seinna kom Guðbjörg systir og rétt á eftir henni kom Hanna með Tristan son sinn tæplega eins árs og alveg ótrúlega hvað lítil börn stækka fljótt en þessi kútur er ekki lítill lengur,við gæddum okkur á vöfflunum góðu og áttum skemmtilegt spjall fram að hádegi,
krílin voru sótt í leikskólann og þau mjög hress heilsan er öll að koma hjá þeim,en það er innivera hjá þeim og eru þau nokkuð sátt við það,þau vita að til þess að láta sér batna þá þurfa þau að taka lyfin og vera inni í nokkra daga,þegar heim var komið þá fengu þau sér ís og vöfflur,og húsfreyjan tók til við ýmis húsverk og eftir þau verk þá var sett í köku , hjónabandsælu og í því hringdi teindamamma og boðaði komu sína ásamt teindapabbaupp úr kl sex komu þau og fangið fullt af gjöfum,já það var ýmislegt sem kom húsfreyjunni á óvart,því í einum pakkanum kom í ljós mynd sem teindamamma hafði skorið út í tré og myndin er af torfbæ í dökku tré og utan um er ljóst tré og þar er máluð blómamynstur og svo er dökkur rammi utan um myndina en yfir blómamynstrinu stendur ,drottinn blessi heimilið, en fyrir nokkrum árum þegar húsfreyjan sá þessa mynd þegar var verið að búa hana til þá sagði hún við teindamömmu að þetta væri mjög fallegt og svona mynd sómaði sér vel á hvaða heimili sem er ,og viti menn teindamamma mundi eftir þessu en húsfreyjan var búin að gleyma þessu en það rifjaðist fljótt upp þegar pappírinn var tekinn utan af myndinni,
og fleiri gjafir komu þau með,model silfur hringur með glærum steini en of stór og má skifta honum en er mjög fallegur,og silfur hálsmen með glærum steini og gjöf frá langömmu barnanna , hún er móðir teindamömmu,og það voru silfur eyrnalokkar með glærum steini, já húsfreyjan vöknaði um augun svo fallegar gjafir,og gestirnir gæddu sér á súkkulaðivöfflum og hjónabandsælu,
teindaforeldrar voru hér fram yfir kvöldmat og þegar þau voru farin þá komum við krílunum í háttinn en þau voru orðin lúin eftir allann spenninginn sem þau fengu þegar gjafir voru teknar upp og þau aðstoðuðu mömmu sína eftir bestu getu og mjög glöð með það,
og kvöldið endaði með konudekurkvöldi en Helga systir kom með Avon vörur og höfðum við gaman af við vorum hér ásamt Helgu, Guðbjörg systir,María sem er systir mannsins hennar Guðbjargar,Eygló frænka,og Birgitta vinkona og kom hún með gjöf og sú gjöf er að Birgitta bauð húsfreyjunni með sér á námskeið hjá manni lifandi sem verður ein kvöldstund og nefnist hagkvæm hollusta en það hefur verið draumur okkar að komast einhverntímann á námskeið hjá manni lifandi,
nú við sem sagt skemmtum okkur frábærlega saman til rúmlega ellefu,svona stundir eins og dagurinn í gær eru geymdar vel,
upp úr miðnæti skriðum við hjónakornin í bólið og orðin nokkuð lúin eftir annasaman dag,
við vöknuðum í morgun fyrir kl sjö og ekki auðvelt að opna augun en upp úr bólinu,börnin svöng og borðuðu vel,eftir þessi hefðbundnu verk á morgnanna þá skellti húsfreyjan sér í Orkubúið og tók nokkrar æfingar og fékk hamingjuóskir ásamt kossum og knúsum,tók bíltúr með elstu dótturina og skildi hana eftir við íþróttahúsið,en hún átti að fara í íþróttir og sund,húsfreyjan kom sér heim og fékk sér morgunmat og las blaðið,setti í þvottavél og tók úr uppþvottavél og setti í hana aftur,átti símaviðtal við læknir og gerum við tilraun með önnur vöðvaslakandi lyf fyrir svefninn,með póstinum í dag kom skeyti og var húsfreyjan svo glöð það hún las það en Lauga vinkona og fjölsk hennar sem er orðin nokkuð stór sem sendu skeytið og myndin á skeytinu var tekin af okkur vinkonunum í haust í afmæli sem Lalli maður Laugu hélt upp á ,og við í faðmlögum mjög góð mynd af okkur og sýnir hvað okkur þykir alveg óskaplega vænt um hvor aðra
fór og ath með handklæði sem dóttirin gleymdi fyrir stuttu í sundlauginni og fann það,en þvílíkt magn af handklæðum og sundfatnaði sem eru í óskilum,eru foreldrar ekki að fylgjast með hvort börnin þeirra komi með sundfatnað og handklæðin heim eða er bara farið og keift nýtt glætan að það komist upp hér og er þetta í annað skifti síðan dóttirin byrjaði í skóla og gleymir handklæði í sundi og í bæði skiftin hafa þau fundist,
eftir að krílin voru sótt í leikskólann þá var búið að koma dótturinni á fótboltaæfingu en við kíktum til Guðbjargar systur en það var orðið langt siðan að við kíktum þangað síðast,þar fengi börnin matarást á frænku sína og borðuðu vel þar,en við komum okkur heim kl að verða fjögur,dóttirin fór upp í gula hús sem tilheyrir fótboltanum og þar var pizzugleði með þjálfaranum milli sex og sjö,en húsfreyjan eldaði kvöldmat og í boði var steiktur fiskur í raspi ásamt karteflum og grænmeti,börnin tóku leik með pabba sínum og fóru að sofa rúmlega hálf átta ,
í Kastljósi kvöldsins var áhugavert viðtal sem snertir mann alltaf þegar það er sýnt en ekki hefur það gerst oft,viðtalið og myndir við sundgarpann sem vann það afrek að synda í land eftir að skip sem hann var á sökk,já það er alveg ótrúlegt hvað mannskeppnann ræður við og svo margt sem spilar inn í eins og með afrekið,allt það smáa vinnur saman og úr verður kraftaverk,ef þetta fær mann ekki til að hugsa um lífið þá hvað ?
en jæja þetta er orðið nokkuð gott í kvöld,enda húsfreyjan orðin nokkuð lúin,það er gott að enda kvöldið á að þakka fyrir það sem við höfum,og biðja fyrir þeim sem þurfa á því já og biðja fyrir ykkur sjálf það er gott að þykja vænt um sjálfann sig
góða nótt og ykkur vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 21:14
ólíkar skoðanir hvar á að pissa,og þar við situr,
vorum vakin rétt fyrir klukkuhringinguna í morgun en Sölvi vaknaði og sagðist þurfa að pissa já hann er farin að vakna og lætur vita en litla systir hans segir að hún pissi í bleijuna á nóttunni hún er með það á hreinu en fer á koppinn þegar hún vaknar á morgnanna,já við fengum okkur morgunmat ásamt lýsi og vitamini,krílin tóku nokkra spretti á þríhjólunum og þá er eins skott að passa sig það er mikill hraði sem þau ná á þessu litla fleti sem þau hafa,og mikið var gaman hjá þeim þegar þeim var sagt að þau máttu fara á leikskólann en ekki vera úti,þá var uppi fótur og fit og foreldrarnir áttu í fullu fangi með að hafa hemil á þeim svo mikið var fjörið,
bóndinn fór með þau á leikskólann og húsfreyjan kom sér í útigallann og í bílinn og ferðinni heitið í Orkubúið,bóndinn skildi bílinn þar eftir og bauð frúnni að prófa að aka honum heim,gott að komast í ræktina og taka aðeins á því,og á morgun þá er planið að prófa rope yoga bekkinn það er gott að taka æfingar þar og ekki verra að það sé ekki gips sem heftir hreifinguna,þó svo ekki mikið hægt að beygja hnéð þá eru hækjur ekki mikið notaðar innandyra,og gengur furðuvel að rölta um og aðeins án nokkurs hlífar en það er bara aðeins sem það er gert svona til að fá smátt og smátt styrkingu
nú eftir tímann þá var sest upp í jeppann og gekk bara nokkuð vel að koma sér heim já húsfreyjan hefur engu gleymt eftir tveggja mánaða stopp þó svo það var ekki alveg sársaukalaust þá er að láta hlutina ganga einhvernvegin upp,
svo sótti að húsfreyjunni mikil sifja og upp úr kl hálf tólf þá var ekki annað í stöðinni en að fá sér í smá stund,eða þar til bóndinn kom heim tæpum klukkutíma seinna,við snæddum hádegisverð saman og ennþá var húsfreyjan frekar sifjuð og slöpp,komin með höfuðverk,kviðverk og bakverk,og bóndinn tók eftir þreytu merkjum húsfreyjunar,og þa var bara að koma sér aftur í bólið og nota tímann þar til krílin yrðu sótt kl tvö,og mikið urðu þau glöð að sjá mömmu sína og stóru systur og voru í miklu fjöri,allt gekk vel og engin pissuföt með heim,Sölvi mjög duglegur sögðu fóstrurnar og fór bara sjálfur og án þess að vera minntur á að pissa,og að venju þá er Bríet með sinn kopp þar og fer þegar henni hentar,ekki að ræða að nota klósett hún segist eiga koppinn og vill bara pissa í klósettið sem er heima,og þar við situr og verður ekki haggað,
Sigurður barnalæknir hringdi stutt fyrir kvöldmat og sagði frá niðurstöðum og það passaði allt,sýkingar og lungnabólga og svo er ristillinn hjá Bríet fullur og gæti verið að valda bakflæðiseinkennum,og þá er komið program fyrir það líka úff já það er af nógu að taka og næsta fimmtudag þá ætlar Sigurður að hafa samband og fylgjast með hvernig gengur og skrifa upp á áfamhaldandi sýklalyf næstu tvær vikurnar í það minnsta og áfram að pústa og forðast útiveru í roki og kulda en í lagi að fara í bíl og leikskóla ef þau eru hress,
á morgun ætlar húsfreyjan að baka aðeins og eitthvað verður sett í frystir fyrir bústaðaferðina,og annað kvöld er dekurkvöld en Helga systir kemur með Avon vörur og það verður konukvöld hér og er búið að hafa samband við nokkrar og vonandi komast einhverjar og ef það er einhver sem er að lesa þetta þá má sú kona koma aldrei að vita nema það verður boðið upp á nýbakað bakkelsi
en ætla að láta þetta verða síðustu orðin í kvöld,bóndinn er rétt ókomin heim af æfingu og elsta dóttirin er hjá vinkonu sinni en kemur heim með bónda,en hafið það nú notalegt og njótið þess sem allt það góða í kringum ykkur hefur upp á að bjóða,
kveðja og til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar