30.11.2009 | 11:06
Hugleiðing.......að taka skref í átt til batnaðar
s,l. vika hefur verið svona eins og upprifjun eða hvort meðferð sé að skila þeirri áætlun sem lagt var af stað með í upphafi,viðtal við sála var umm já nokkuð erfitt,bakslag getur auðvitað komið upp og er verið að vinna í því,nú er sá tími ársins sem mikið af fólki safnast saman svo koma boðin í veislur já svona ýmislegt sem tilheyrir jólum,kvíði fyrir þessum tíma hefur verið að setja sinn svip á daglegt líf mitt,en fer nú þangað sem þarf að fara og vona að það taki ekki langan tíma,t,d. að standa í biðröð eða já einhver gefur sig á tal við mann þá fer margt úr skorðum,við sáli höfum verið að rifja upp og ath hvort eitthvað megi betur fara svo að fortíðin sem hefur áhrif á nútíðina sem hefur áhrif á framtíðina megi gefa mér betra líf,það er langt frá því að geta pakkað niður í skúffu og lokað því sem gerst hefur en stefnan er í þá átt að sættast við það sem orðið er og loka skúfunni og læs,,lyklinum týnt og finnst ekki,,
s,l. upprifjun leiddi meira í ljós,mér tókst það að tjá mig betur með fortíðina og það sem nú kemur fram að það skiftir miklu máli,við ræddum meðal annars að þegar vantar það sem kallað er ,,þú getur þetta,,að hughreysta og stappa stálinu í börnin og gefa sér tíma í að ræða það sem er að angra það,lítil vanlíðan getur orðið það stórt að seinna á lífsleiðinni að það er eins og Mont Everest fjallið,virðist ekki klífanlegt nema með besta aðbúnað,lífið er eins og óklífanlegt fjall í fyrstu en með að hughreyta,tala saman,gefa sér tíma,hlúa að á sem besta hátt að þá er það fjall klífanlegt á lífsleiðinni með þann aðbúnað sem þú hefur byggt upp með.
sem betur fer hafa tímarnir breyst og frá því að ég var að alast upp að mikil vakning hefur átt sér stað sem betur fer,hluti af upprifjun var meðal annars að sem barn var ég víst mjög róleg,minn heimur með merkin og vinina í kringum mig,,vinir sem eru ósýnilegir öðrum,, og hafði ekki mikið verið að tjá mig og þögult barn þarf oft að hlúa öðruvísi að en barn sem er jafnan ekki erfitt með að tjá sig,að flytja úr sveitinni og í bæjarfélag fara í stórann skóla úr litlum sveitaskóla umm var bæði spennandi og öðruvísi,ég var að vísu búin að læra helling um það sem börnin voru að læra hér í skólanum en í sveitaskólanum gekk mér mjög vel,byrjaði fimm ára að flakka með í skólann og bekkurinn var blandaður börnun á öllum aldrei og það sem maður var búin að læra þá kom meira og spennandi verkefni upp til að leysa,og þegar það kom upp hér í skóla að nýja stelpan var búin að að læra það sem var verið að læra hér að það vakti furðu og athyggli bæði hjá kennara og nemendum,
í fyrstu var það lausnin að láta fara sem minnst fyrir sér,þá vakti maður ekki athygli en ekki leið einn vetur þegar upp kemur sú stríðni að foreldrar manns eru teknir fyrir og það bitnar á manni,móðir mín glímdi við það að vera með frekar þunnt hár og lítið hún fékk sjúkdóm á unga aldri og þurfti í kjölfarið að nota hárkollu og ekki voru falleg orðin sem voru látin fjúka þegar krakkarnir ,,hvar svo sem þau hafa nú heyrt það að einhverjum líkindum heima hjá sé,rmamma var sérstök kona og eitthvað hefur verið á milli tanna á fólki og eitthvað sagt heima fyrir svo börn heyrði og eru þau fljót að tileinka sér siði heima fyrir,,við erum jú líka fyrirmynd barnanna,, mömmu var mikið í mun að hár okkar systra væri mikið og vel hugsað um það,,sjálfsagt hefur hennar sjúkdómur haft einhver áhrif,,ávalt var hár okkar í fléttum og ýmis uppnefni voru látin fjúka þar sem tengdust því ásamt því að vera með þykkbotna gleraugu.eins var vandamál með að geta haldið í sig og að fá að fara á klósett ansi oft vakti líka athygli og þá var reynt að halda í sig sem hafði slæm áhrif,en ættgengt er hjá okkur,,bæði hjá stelpum og strákum,, að blaðran er léleg og mjög erfitt að halda í sig þegar lítið er í blöðrunni,en pissulykt fannst, eftir því sem aldur færðist yfir varð martröðin meiri og meiri.
sturtuklefar og búningsherbergi er eitthvað sem er með því versta,stelpur eru ekkert betri en strákar og einhvern vegin tókst að koma því í kring að strákar sáu það sem við viljum ekki leifa þeim að sjá að vera nakinn þegar þeir birtast og þegar karlkyns kennarar eða karlkyns vaktmenn svokallaðir óðu inn eins og ekkert sé eins sjálfsagðra,
kynþroski er það tímabil sem erfitt er að ganga í gegn um,að vera sein og það er tekið eftir því og myndavél notuð til að ,,sanna,, það fyrir öðrum að ,,hún er ekki eins og við stelpurnar þú er svo koma ljót orð,,myndin fer á flakk
árið sem ég fermdist var með þeim verstu í skólagöngu minni eða þá byrjaði martröðin að versna,var með sítt og mikið hár og einn daginn vorum við í eðlisfræði þá tók sig til einn strákurinn og kveikti bókstaflega í mér,mikið af hárinu sviðnaði og eins var ég í íþróttafötum úr næloni og það hafði það áhrif að bakið náði aðeins að brenna,ég mann ennþá lyktina og hláturinn sem gall um stofuna og kennarinn hann var ekkert að kippa sér upp við þetta,sagði að þarna væri vaskur,
eftir þetta neitaði ég að fara í skólann reyndi að finna upp ýmsar afsakanir og þegar vika var liðin gat ég loks tjáð mig um atvikið,ekki hafði skólastjóri frétt af þessu en það komu svo boð til hans og stráksi sem hafði mikið montað sig af atvikinu að honum var vikið úr skóla í nokkra daga en svona atvik gleymast ekki,þegar ég svo kom í skólann var athyglin mikil og hárið hafði verið klippt það mikið að frá því að vera í mitti að þá náði það öxlum,stuttu seinna er ég var að gera tilraun með að forða mér unda í frímínútum,,engin gæsla þar eins og er í dag,,að þá snéri ég fyrst upp á hnéð og hrasaði sá sársauki sem hnéð olli var óbærilegur,,Matti sem var þá gangavörður og er ennþá hann kom mér til hjálpar alltaf góður kall og var nágranni okkar þar sem við bjuggum svo hann þekkti ég vel,,
mér var komið til læknis hér í bæ og gamall kall tók þar á móti og án þess að deifa eða gera nokkuð til að bæta líðan barns,þá var hnéð kyft í liðinn, svo var mér vísað aftur í skóla,eitt leiðir af öðru og eftir þennan atburð þá fór hitt hnéð að fara ég hætti að geta hlaupið en það var ekkert mál áður fyrr og hafði gaman af,í íþróttatímum var ekkert tilitt tekið og átti ég að gera það sem aðrir gerðu og kennarinn sem var ávalt karlkyns gerði í því að gera mér lífið leitt,eins með sundkennarann en sami maður gegndi oft því hlutverki,öklar fóru að bólgna upp og að synda var bara erfitt og kennarinn varð æfur ef ég gat ekki það sem ég átti að gera ,hann öskraði og sagði mörg ljót orð,sem voru svo sögð áfram enda það sem gerðist í kennslustofum það kom oftast út fyrir þá dyr.
eins var kennari sem ávalt gekk í klossum,ef spurning var borin fram og nemendur áttu að rétta upp hendi þá kom mín hendi mjög sjaldan upp,kennarinn gekk á milli nemenda og spurði um svör hann hél oft á kennara priki og oft þegar hann gekk að mínu borði þá skellti hann prikinu eða skellti klossanum upp undir borðið og spurði aftur um svar,mín viðbrögð vöktu oft upp hlátur,
ég einfaldlega reyndi og þorði ekki að tjá mig í kennslustofum,að segja frá kom fyrir en viðbrögð í skólanum voru engin,mín skólaganga lauk með níunda bekk og sá dagur rann upp þegar síðasta kennsludeginum lauk þá var að ég hélt þungu fari af mér létt,en eins og ég hef sagt frá áður í mínum hugleiðingum að martröðinni var langt frá því að vera lokið,ég var svo heppinn að sumrin var sá tími sem mér leið best fjarri heimabyggð,annað hvort á ferðalagi með foreldrum og systrum eða í sveitinni,seinna meir fór ég vestur að vinna og gekk nokkuð vel,kom svo suður árið sem ég var 17 ára eða um haustið enda á ég afmæli snemma, hafði verið að heiman meira og minna síðan níunda bekk lauk,hafði breyst töluvert bæði í útliti og aðeins sjálftraust,það voru margir sem ætluðu ekki að þekkja mig og virtust voða gaman að sjá mig,ég fór að vinna í í fiski og kynntist tilvonandi manni mínum,en ég hafði ekkert við það fólk að tala sem ollu mínum martröðum,en sjálftraustið það litla sem ég hafði byggt upp var fljótt að dvína,
í minni meðferð ber margt í tal,og ennþá er mín hjálpar lausn að tjá mig á þennan hátt í samráði við minn hjálparmann,minnið hjá manni fer oft á flakk og að muna hvort maður sé kanski búin að gera það sem er á dagskrá er oft ruglandi,,eins og já var ég búin með þetta eða á ég eftir að gera þetta eða nú var ég búin að láta vita eða segja frá sem ég er að segja,atburðir sem höfðu mikil áhrif einhvern tímann á lífsleiðinni, hafa oft áhrif á framtíðina,það er sárt að sjá vanlíðan barna og við verðum að vera vel vakandi hvað þau varða,börnin okkar eru dýrmæt við eigum að knúsa þau oft og tjá okkar ást til þeirra og gefa okkur tíma með þeim,,elsta dóttirin þarf mikið á því að halda að við segjum við hana,,þú getur þetta og ekki gefast upp,,hún er mjög róleg að eðlisfari og á margan hátt lík móður sinni svo að margt í fari hennar sé ég vel,að sleppa af henni hendinni var ekkert auðvelt þegar skólagangan hennar hófst en sem betur fer hefur allt gengið vel,og erum við vel vakandi hvað sé að gerast hjá henni í skólanum,hún á mjög auðvelt með og hefur gaman af,að læra og geta tjáð sig og segir frá ef eitthvað angrar hana,enda veit hún afleiðingar þess hvað getur gerst.
það sem hjálpaði oft forðum var að lesa og lesa mikið,eins að teikna og mála að vera heima var frábært,,öryggið fólst í því að vera heima og gerir enn,, foreldrar sem unnu mikið en þannig var það og er enn í dag,við vorum þrjár systur og áttum mjög vel saman og gerum enn,við björguðum okkur þá vorum við sjö og átta ára þegar við fluttum suður,fljótlega keiftu foreldrar okkar hús og uppvaxtar árin voru í því húsi og gott að vera þar, en svo bættust við stelpur ein af annari,áttum ekki flókið líf heima fyrir,foreldra okkar voru nægjusöm, gott fjölskyldulíf við áttum ofan í okkur og á,ferðuðumst mikið og gönguferðirnar voru ólgleymanlegar,pabbi veiðimaður og vorum við mikið við þá iðju enda er veiðiáhugunn hjá mér frá honum komin að vera með í ferðum og fræðast um náttúruna og dýrin,enda er næsta skref að koma sér í gott form og fara að nýju í veiðiferðir næsta haust,klífa fjöll þó svo þau virðast óklífanleg í fyrstu,því með þrautsegju og bjarstsýnina að leiðarljósi þá er svo margt hægt að gera en þú þarft að leggja þitt af mörkum.
takk fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2009 | 20:34
komin upp ein ljósa séría
þá er jólavertíðin skollin á hér á bæ,við fórum yfir jólaséríur og er ein í lagi svo að við þurfum að fjárfesta í þremur til viðbótar,þessar hafa dugað okkur þau jól sem við höfum búið hér,húsfreyjan ætlar í kvöld að skella í mömmukökur og geyma degið í ísskáp þar til í fyrramálið,,eftir að tíma líkur hjá sjúkraþjálfara,,þá verða þær fyrstu flattar út
litla daman okkar er mjög lúin þessa daganna og er stút full af kvefi en hefur ennþá sloppið við hita og hósta,áskorun hjá húsfreyju þegar við kíktum í afmæli á laugardaginn hjá vinkonu sem býr í efri byggð,vinkonan,,húsmóðir í hjáverkum,,náði þeim merka áfanga að verða fertug hún bauð upp á kræsingar að hætti húsmóður í hjá verkum en fyrr um morgunin var hún viðstödd fótboltamót og var svo ekki í vandræðum að snara fram gómsætar kræsingar,fullt af ættingjum og vinum að samgleðjast henni,svo bara leit hún býsna vel út miðað við aldur,gift,tveggja barna móðir,,öflugra stráka,,vinnur utan heimilis og er húsmóðir í hjáverkum og ber það nafn með sóma, en kæra vinkona takk yndislega fyrir okkur,frábærar móttökur og fyrir að lita eftir púkunum okkar á meðan bóndinn fór í útkallið í miðri veislu og að þjónusta húsfreyjuna,sem hugsað var vel um sannkallað dekur í fínum stól og góður drykkur í pappaglasinu hehe,,þú ert frábær eins og þú ert til þín
fjölskyldan skellti sér til Keflavíkur mjög snemma í morgun,,kl 8,30,,við vorum búin að panta okkur tíma í bólusetningu og mættum í íþróttaakademínuna,greinilega að það var byrjað snemma að bólusetja við biðum í röð ekki svo lengi,húsfreyjan var beðin um að sína börnunum sínum hversu auðvelt þetta væri og horfðu þau með stórum augum á aðferð hjúkku,svo kom eldri dóttirin og að lokum pðukarnir,ekki múkk frá þeim og það róleg að hjúkkan sagði að þau væru þau þægustu örn sem hún hefði bólusett og hrósaði þeim óspart,það voru þarna börn sem létu svo sannarlega heyra í sér og vöktu okkara púka sem sögðu eftir að þeim var upplýst af hjúkku, að þetta hefði sko ekkert verið vont ,við biðum svo í ca korter og sá tími átti að nægja til að átta sig á ofnæmisviðbrögðum vegna bóluefnisins,en við sluppum vel og erum ánægð með að hafa drifið þetta af,
en jæja þetta verður stutt blogg,ætla að fara að skella í smákökur,
húsfreyjan kveður ykkur í jólaskapi,,ætla að hafa jólatónlist á meðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2009 | 11:10
fórum á fætur kl 6,40 í morgun en ...
úff það er ekkert sniðugt að vera vakin upp kl 5,50 á morgnanna en púka strákur er að taka upp á þessum gömlum vana að vakna upp fyrir allan aldur,og það hefur verið að gerast nokkra morgna í röð,hann kemur á harðahlaupum og upp í okkar ból,sofnar nú ekkert aftur er að kúra í pínu stund og vill svo morgunmat takk fyrir og svo vill hann verða þjónn,,ásamt systur sinni og jafnöldru,,en hún nær oftast að sofa ca hálftíma lengur en hann,nú þau hjálpa alltaf til með að leggja á borð á morgnanna og á kvöldin,þau fá að þjóna til skiftist með öðrum börnum á deildinni sinni og finnst gaman og svo er að segja ,,gjörið þið svo vel,,og það er líka gaman að fá að taka úr uppþvottavél og setja á bakkann sem mamma þeirra tekur og ber hann úr þvottahúsinu og fram í eldhús,stundum setja þau aftur í uppþvottavélina,já og hjálpa til við að setja í þvottavél,ekki slæmt að hafa litlar hjálparhendur en þeim finnst þetta bara gaman og þá er um að gera að leifa þeim að hjálpa til,,svona á meðan þau vilja það
þegar púkar voru farnir á leikskólann og elsta dóttirin farin í skólann þá settist húsfreyjan niður og fékk sér hafragraut og þá var bankað og inn kom Guðbjörg systir,hún vildi endilega drífa systur sína í heimsókn og á meðan húsfreyjan skóplaði í sig grautinn og klæddi sig þá laumaði Guðbjörg sér í bakaríið,,smá bakkelsi með kaffinu,,og í bílinn dreif húsfreyjan sig,við fórum svona lauslega yfir jólauppskriftir og gæddum okkur á góðu kaffi og yndislegu en ekki miklu bakkelsi
og svona stundir eru ómissandi í tilverunni,góð samverustund,spjall og ekki verra gott kaffi og jafnvel pínupons gott,
en herbergi elstu dótturinnar er tilbúið og svaf hún í því s,l. nótt við hagræddum aðeins og herbergið stækkaði helling bæði við að fá hvítann lit og hagræðinguna,en allt smádótið á hún eftir að yfirfæra og hvað hún ætlar að gefa systkynum sínum af því,svo eru búin að vera smá pælingar hvernig við eigum að koma fyrir öllu verðalunapeningum hennar fyrir fallega á vegg,og hugmynd hefur fæðst,móðr hennar ætlar að prjóna einskonar teppi,,hvítt að lit,,borðar af peningum teknir af og peningar saumaðir á teppið og svo hengt upp á vegginn,,hún tók það fram að teppið þarf að vera nokkuð stórt því það eiga eftir að koma fullt af verðalunapeningum á það til viðbótar ekki slæmt að hafa gert sér markmið og vinna í því,en hugmyndin er bara nokkuð góð og svo er bara að drífa sig í næstu bæjarferð og kaupa góðan lopa og byrja að prjóna,
í gær fór púkastrákur á sína fyrstu fótboltaæfinguna og fékk að fara með góðum vini og frænda ásamt mömmu hans sem tók það verkefni að sér að fylgja þeim og vera með þeim,það var víst mjög gaman hjá strákunum og var já nokkuð mikið talað um fótbolta þegar heim var komið,frændi kom með heim og þá ætluðu húsfreyjan og litla púkastelpan að vera búnar að baka tebollur en bóndinn gleymdi að kaupa eggin en þau voru á innkaupalistanum sem hann fékk með sér í búðina,svo að kaffitíminn teygðist til kl að vera fimm,og frændi fékk með sér bollur í nesti,en bóndinn hann var bara byrjaður á að setja vetradekkin undir jappagarminn og eggin komu því ekki fyrr en um kl fjögur,
og á meðan tebollur voru bakaðar þá var herbergið klárað,gólf þrifið og bónað,þunnar gardínur settar upp og hillur,það á eftir að skifta út loftljósinu en það er skýjaljós og fá púkarnir það í sitt herbergið en Gyða fær ljós úr þeirra herbergi.
já kvöldmaturinn ekki svo mikið eldaður,skyr,rjómi og tebollur og það var ekki sagt nei takk við þeim mat,enda mikið borðað af skyri hér á bæ,tebollurnat nánast búnar og beðið er eftir að húsfreyjan baki meira,það er adrei að vita hvað hún gerir í dag
já og meira að segja þá var veggur inni á baðherbergi málaður hvítur en það var nú í vor sem veggir þar inni voru málaðir en svo kláraðist málningin og nú var upplagt að klára að mála en veggir voru flöskugrænir fyrir og það bara minkaði þetta litla baðherbergi mikið og nú er komið stærra baðherbergi og bjartar,
húsfreyjan ætlar nú að undir búa hádegisverð,veit ekki alveg en það finnst eitthvað sitt lítið af einhverju,bóndinn er væntanlegur í hádegi og við eigum okkar fínu spjallstundir yfir góðum mat,það er líka jafn nauðsinlegt að foreldrar hafi sinn tíma og reynum við að nýta með sem mest,
svolítil hugleiðing í lokin
nú fer sá tími í hönd að hjálpsemi og góðmenska er í fyrirrúmi,en álit húsfreyjunar er sá að það má alveg gerast allt árið um kring,í hjálpsemi og góðmensku fellst margt og ættum við að hugleiða hvað við getum gert fyrir okkur og aðra,gefum okkur tíma,það er ekki svo mikið áríðandi að gera hluti strax sem geta alveg beðið,við þurfum ekki að stressa okkur,símtal,heimsókn staldra við þegar við hittumst í búðinni eða annars staðar og gefa okkur lítinn tíma,litlar stundir gefa mikið af sér og skifta oft á tíðum miklu fyrir marga og oft gerum við okkur ekki grein fyrr því en...
hugum að hvort öðru
kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2009 | 13:30
húsfreyjan í rólegum ham
húsfreyjan búin að koma sér vel fyrir eftir morgunverkin og morgunverkina ásamt að fara í sjúkraþjálfun og eiga þar góða stund með vont,,gott,,verkjameðferð,reindar uppgötvaði Inga,,sjúkraþjálfarinn,,verki sem eiga ekki að koma þegar vöðvar eru nuddaðir þessir verkir koma þegar þrýst er á stað á bakinu þar sem nýru eiga að vera,,vinstra megin í þessu tilfelli,,húsfreyjan er með svo kallað flökkunýra og einhverntímann fyrir langa löngu þá voru nýrun skoðuð og liggur annað þeirra niðri í grind með litla starfsemi og hefur það hrjáð húsfreyju á meðgöngu og lítið meira en það en eitthvað er að gerast og þarf athugunar við,,,eitt af framleiðslu göllum húsfreyju að sögn föður hennar svona er þegar börn eru gerð í flýti ,,,það verður að hafa einhvern húmor
búið er að tæma herbergi elstu dótturinnar og hefur nú glugginn fengið yfirmálningu og svo í dag ætlar bóndinn að skella málningu í bakka og húsfreyjan ætlar að mála veggi en bóndinn loft og nota hornapensill,dóttirinn alsæl með ,,nýja herbergið,,sem er stofan að þessu sinni á meðan herbergi hennar er gert að stelpu herbergi,
það var fullt af fjöri á leikskólanum í gær en foreldrum var boðið að koma og hlusta á börnin syngja í tilefni dag íslenskrar tungu,eftir söng þá var foreldrum boðið upp á kaffi,djús og súkkulaðikex,þegar púkar voru sóttir kl tvö þá kom frændi með heim og var mikið fjör og gaman hér á bæ,
kvöldmatur að hætti húsbóndans sem samanstendur af kjúkklingabringum fyllt af alskonar afgangsostum,,þegar púkar hafa eki komist í,,brngur snögg steiktar á grill pönnu og svo í ofn með fullt af grænmeti í eldföstu móti ásamt góðri olíu ummm mjög gott og fínt að hafa hrísgrjón með ásamt chillisósu,,
bóndinn dreif sig á æfingu kl að verða átta og púkar í ból enda nokkuð lúin og voru komin eld,eld snemma á fætur þann morgun kl að verða sex já það hefði verið ljúft að sofa klukkutímanum lengur en ekki í boði þann morgun
Guðbjörg systir kíkti í heimsókn í morgun og gæddum við okkur á dýrindis kaffi og já stundum höfum við þörf fyrir súkkulaði mola með og við leyfðum okkur þann munað,,ekki marga mola samt hehe,,
við ræddum jólabakstur og tilhlökkunina sem fylgir þeirri hefð,ætlum að hlusta á jólatónlist á meðan,það er eiginlega skilda á meðan jólakökur eru bakaðar
húsfreyjan ætlar að láta staðar numið í dag og setja í þvottavél áður en röltið í leikskólann á eftir,hafið það nú notalegt og jú það er bara nauðsinlegt að geta leift sér smá unað þarf ekki að vera flókið eða kosta einhver ósköp,
kveðjur frá húsmóður í málningar og jólabakstur ham
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2009 | 11:06
hið ljúfa líf
heil og sæl
húsfreyjan hefur haft í mörgu að snúast og kvöldin hafa verið letikvöld með smá sjónvarpsglápi og svo bara bólið,s,l. föstudagsmorgun skelltum við okkur hjónin í bæjarferð,húsfreyjan átti tíma í röntgen mynd á hnénu og svo að hitta læknininn,gifsið var tekið og hátt í þrjátíu hefti tekin úr hnénu og það var bara virkilega vont,tilfininginn í því hné er allt önnur en í því vinstra en þegar heftin voru tekin þar þá var engin tilfinning þar,það er bara allt önnur bataáhrif sem er að gerast en aftur heilt gifsi frá ökla að nára úff og aftur eftirlit 4 des,og þá hefur húsfreyjan með sér sérstaka hlíf sem hún fær hjá stoð,
en svona er nú það,
púkarnir fengu að prófa gistingu hjá afa og ömmu á skipastígnum,og það var mikil tilhlökkun og vorum við foreldrarnir nánast reknir þaðan út kl rúmlega fimm á laugardag eftir ca hálftíma stopp,já þeim var ekki boðið að gista þar og áttu bara að sofa heima,,að þeirra sögn ,,
kvöldið heima var sem sagt ekkert öðruvísi en önnur kvöld,bóndinn á æfingu og við mæðgur í pælingum með breytingar á herberginu hennar,þær framkvæmdir eru alveg að hefjast,upp úr kl hálf tólf þá kom upp sú hugsun sem er framkvæmd um þetta leiti og hún er sú að láta púkanna pissa fyrir nóttina en engir púkar heima hehe já við foreldrarnir þetta gleymda sem óðum eldist og styttist í gamla settið var bara ekkert að fatta þetta með púkanna
morguninn eftir vöknuðum við á þessum vanalega tíma,,kunnum ekki að sofa út eða fara eitthvað á djamm eða svoleiðis lengur en það er bara svo gott að vera heima,, við náðum í púkanna upp úr kl tíu og voru þau mjög ánægð með vistina og það gekk bara allt vel,þá er hægt að leifa þeim að gista þar að sögn afa og ömmu eftir þessa tilraun,
bóndinn var að vinna aðeins fyrir fyrirtækið en fór svo að vinna í gamla jeppa og undirbúa hann fyrir veturinn og vetraferðir sem væntanlega verða einhverjar í vetur,húsfreyjan byrjaði á herbergi dótturinnar og pakkaði niður öllum styttum, verðlaunapeningum, viðurkenningum og myndum.en dóttirin fór með ömmu sinni ásamt frænku til borgarinnar en árlegt jólaföndur ömmu hennar með sínum systkinum og börnum.
hér á bæ var svo bara rólegheit,pabbi kom með hundagirðingu og setti hana upp,Lubbi er ekki alveg að sættast við það að vera bundinn úti og var voða glaður þegar hann komst í girðinguna og ærslaðist án þess að flækjast í spotta,
húsfreyjan fékk hringingu frá frænku sem svo dreif sig í heimsókn,áttum við skemmtilegt spjall yfir kaffibolla,já gott að fá frænku í heimsókn,og langt síðan við áttum skemmtilega stund stefnum á gönguferðirnar aftur þegar húsfreyjan er komin í gönguform.
sitt lítið af hverju í kvöldmat,í frystikistunni var poki með humri og nokkur smábrauð,humarinn affrystur og skeldreginn og þrifinn,fljótt steiktur upp úr smjöri ásamt smá pipar og hvítlaukssalti,brauð í ofn,rest af ýmsu grænmeti skorið niður,svo var til smávegis af kúskús,og hinar ýmsu sósur úr ísskápnum eins og ostusósa,chillisósa og sojasósa allar úr hollustudeildinni,en litla daman bað um tómatsósu með krabbafiskinum og grænmetinu ekkert annað
ummm góður afgangsmatur,
spaugsstofan góð eins og vanalega og púkar í ból enda orðin mjög lúin,stóra daman kom upp úr kl hálf tíu eftir föndurferð í bæinn og var bara gaman,,hún gleymdi að setja vængi á englanna sem hún bjó til, englar eiga að vera með vængi segir hún og já það er eitthvað skrítið við vængjalausa engla
við áttum náðugt og kósíkvöld og vorum komin í ból kl hálf tólf,,púkar búnir að pissa fyrir nóttina hehe
ætlum í dag að versla hvíta málningu fyrir herbergið og jafnvel að koma við hjá breiðholtsfjölskyldunni,
húsfreyjan kveður að sinni,ætlar að dúllast aðeins fyrir bæjarferðina,
hafið það sem allra best og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 10:32
húsfreyjan deilir með ykkur góðgæti
góðan daginn fallegur vetradagur runnin upp en ennþá myrkur samt eitthvað svo notalegt við myrkrið eins og það getur verir jamm húsfreyjan verður oft skelkuð þegar gönguferðir eru þegar komið er myrkur en lætur sig nú samt hafa það,já gönguferðirnar hjá húsfreyju eftir aðgerð eru að koma aðeins inn í daglegt minstur,ekki langar en þó aðeins farið eins og á leikskólann einu sinni til tvisvar á dag,hef farið eina gönguferð til Helgu systur en það er nokkuð brött brekka en ekki svo löng að hennar nýja heimili,
reyndar kíkti hún í heimsókn í gærmorgun og fékk lánaðar þykkar og góðar gardínur fyrir svefnherbergisglugga hjá sér,sólin kemur upp á morgnanna og skín skært inn og þegar löngunin er til að sofa aðeins lengur þá er gott að geta dregið fyrir,systir var bara nokkuð hress og hefur nú lifnað við hjá henni eftir flutninginn
húsfreyjan á það til að gera hinar ýmsu tilraunir þegar að matreiðslu og bakstri kemur,gerði tilraun með að setja brytjað súkkulaði,,síríus konsun,, í banana brauð og það var ekki slæmt og að setja í pönnukökur og vöfflur þá er brytjað mjög smátt og sett út í degið það er líka gott að brytja smátt t,d. grænt epli og bæta því út í degið með súkkulaðinu ummm það er líka voða gott,helgarnar eru oft notaðar í tilraunir og þá er bakstur í staðin fyrir fullt af blandi í poka,þá komum við með hugmyndir og gerum tilraunir,ætla að láta fylgja með uppskrift af hollu og góðu nammi sem þarf ekki einu sinni að baka í ofni og geta allir á heimilinu gert þetta og tekur litla stund ensvo er bara að bíða á meðan nammið er í kælir í smá tíma
Hnetusmjörnammi
1/2 bolli sojamjólk,möndlumjölk,kókosmjólk eða hrísmjólk
1/2 bolli agavesýróp,lífrænt
1/2 bolli hnetu eða möndlusmjör,lífrænt
2 bollar haframjöl
1/2 bolli rúsínur
vanilla eftir smekk
setja mjólk,síróp og smjör í pott og láta suðuna koma upp hægt og rólega og hræra í þar til blandan er orðin mjúk,taka pottinn af hellunni og setja í skál blönduna,setja svo rest út í og blanda vel saman,búa til litlar kúlur og velta svo upp úr ristuðum og söxuðum hnetum eða möndlum, settar á disk svo í ísskáp og látið kólna,
það er um að gera að prófa sig áfram það eru ekki allir sem vilja eða þola hinar ýmsu mjólkurvörur nú eða hnetur og þá er bara að skifta því út, sýrópið sem ég nota fæst í netto og heitir agavesýróp frá Allos það er 500 ml plast flaska og er ekki dýrt miðað við magn og gæði,hef notað það mikið og í alskonar mat og bakstur,eins með hnetusmjörið það sagði mér einkaþjálfari fyrir nokkru að við ættum að fá okkur lífrænt hnetusmjör,,t,d. frá himneskt eða rapsunel,, á hverjum degi ca matskeið og með ávöxt og það gefur líka aukna orku og eru í því efni sem er gott fyrir okkur,hef tekið það inn seinnipartinn ásamt epli eða banana og það hjálpar til að klára daginn
er svo með uppskrift af fínum morgundrykk og meinhollur
það er gott að hafa möndlur eða döðlur sem grunn
í drykkinn
hnefafylli af lífrænum möndlum sem hafa legið í bleiti yfir nótt
3 til 4 döðlur,lífrænar ef til vill
1 banani
hnefafylli af bláberjum
4 til 6 jarðarber
frábært að hafa spínat með
öllu skellt í blandarann,gott að hafa ávextina frosna og um að gera að hafa fjölbreytnina af þeim,
svo er ein kaka sem heitir vitamín kaka og hún fær meira að segja góða einkunn frá þeim sem fá hroll við öllum þessum hollustu og hvað það svo sem það allt heitir ,,eins og einn gesta minna orðaði það ekki fyrir svo löngu þegar þessi kaka var á kaffi boði einn sunnudaginn.
vitaminkaka
1 bolli saxaðar döðlur
1 bolli hakkaðar valhnetur
1/2 bolli saxað gott súkkulaði
1 tsk vanilluduft eða dropar
2 stk egg
1 tsk vínsteinsduft eða lyftiduft
1 bolli hrásykur eða venjulegur sykur
allt hráefni sett í skál og hrært saman með sleif,það má setja í hrærivél,sett svo í smurt mót og bakað í 30 til 40 mín við 180 til 200 gráður,kakan látin kólna og skreitið að vild,við notum rjóma,ávextir og jafnvel ís
þessi kaka er saðsöm og hrikalega góð
margar uppskriftir nær húsfreyjan í hjá himneskt.is eða útfærir eftir hugmyndum sínum og fjölskyldu,
fyrst húsfreyjan er komin í uppskrifta gírinn þá er bara að demba einni uppskrift til viðbóta
heilsusamleg konfektkaka
250 gr fínmalaðar möndlur
175 gr mjúkt smjör
1 msk spelt mjöl,má vera annað mjöl
250 gr agavesýróp
6 egg
börkur af 2 sítrónum
ofn hitaður í 170 gráður,setjið smjörappír í hringlaða form,má vera ferkantað,og smyrjið smá smjöri á, mjölið dreift yfir og jafnað yfir forminu en ef afgangur er þá forminu hvolft og hellt úr,því næst er smjör hrært þar til það er létt og ljóst ásamt fjórðungi af sýrópi,þrjú af sex eggjum aðskilin og rauðan hrærð saman við eina í einu,möndlur í aðra skál ásamt helmingi af sýrópi saman við, heilum eggjum sem eftir eru hrært saman við hitt degið, svo möndlugumsinu út í degið,afgangs eggjahvítur í aðra skál og hálf stíf þeytt svo rest af sýrópi bætt út í smátt og smátt þar til eggjahvíturnar eru stíf þeyttar,þá eru eggjahvíturnar blandaðar varlega saman við degið með sleif,jafnið í formið og bakið í ca 30 mín eða stingið prjóni í .kakan látin kólna í forminu síðan hvolft á grind og kæld alveg,kakan er góð með rjóma,ávöxtum og ís
það var verið að bjóða húfreyju í bílferð til Keflavíkur,er að spá í að skella mér,
njótið dagsins og samverunar saman
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2009 | 11:46
umfjöllun um eitt og annað
enga leti áfram sko nú þarf að bretta upp ermarnar og og hvað
húsfeyju var tjáð það að hún væru ekki alveg í standi til að rjúka upp og gera helling og ætti að hlíða og fara að fyrirmælum takk fyrir það,já auðvitað allt í lagi en kyrrseta og meiri kyrrseta er bara hrikalega leiðinlegt og þegar rúmar tvær vikur eru frá hnéaðgerð og hugsanlega ca fimm vikur eftir þá kemur upp pirringur og meiri pirringur,
slökun er besta ráðið og það tekst svona oftast fyrir rest,já þolinmæði og mikla þolinmæði með slökun
en hvað um það,jóla þetta og jóla hitt er að ná tökum á húsfreyju,uppskriftir handskrifaðar í gamla stílabók,,,gömlu og góðu uppskriftirnar frá mömmu sálugu,,, en þær kökur voru jafnóðan skrifaðar þegar við bökuðum með mömmu daganna fyrir jól,gamla stílabókin er með sjáanlegum puttaförum enda puttarnir potað í deig og smakkað á milli þess sem skrifað var,hlakka alveg óskaplega til að byrja,ætla að baka fyrst brúna og hvíta lagtertu,hvita tertubotna og marensbotna og það sem má fara skreitt og óskreitt í frystir,svo kemur að smákökum ogþá er fyrst bakaðar piparkökur og glás af þeim,púkarnir þrír verða að sjálfsögðu með,og skreita með matarlit en svo verða einhverjar ekki skreittar,og að sjálfsögðu er laufabrauð bakað,
súkkulaði bitakökur,hálfmánaðar og vanilluhringir já og sörur svo eru smákökur sem heita loftkökur en þær voru meðal uppáhaldskökur ok það er slatti af óhollustu í þessum kökum en jólin eru bara einu sinni á ári,
jólin okkar eru hefðbundin gamaldsleg,gamla skrautið í bland við smá af nýju,loftskautið og útsaumaðar myndir og jólakortspokinn sem húsfreyjan saumaði þegar frumburðurinn var í móðurkvið haustið 98, jamm jólakassarnir á háaloftinu koma niður helgina sem fyrsti í aðventu er,
síðustu daganna hér á bæ hafa verið hinu rólegstu,laugardagurinn fór snemma af stað,púkar vaknaðir kl sjö og morgunmat,bóndinn fór með púka á fætur og húsfreyjan kúrði aðeins,upp úr kl ellefu fórum við til teindó en þau ætluðu að vera með púkanna á meðan við færum með elsta púkann á fyrstu fótboltakeppni vetrarsins í íþróttahúsið í Keflavíkur,við áttum að mæta í síðasta lagi kl 12,40
fyrst komum við í búð og jarðaber,bananar,harðfiskur ásamt vatnsflöskur að heiman,fín aðstaðan í höllinni og sem betur fer eru bekkir til að sitja á,frábær dagur með nýjum þjálfara og fullt af stelpum í 5 flokk,stelpur komu líka úr borginni og meðal annars jafnaldra Gyðu en hún er búin að æfa lengi,
velskipulagt og stóri völlurinn skift í fjóra velli og ávalt fjórir leikir í gangi,ein klukka og hver leikur í 12 mín,hratt og skipulagt,nokkuð vel mætt af foreldrum og ættingjum enda skiftir stuðningur öllu fyrir stelpurnar,en fyrr um morguninn var 6 og 7 flokkur að keppa og gamli þjálfarinn kom og hvatti með,hann tjáði okkur að það sé að fara í gang annað hvort íþrótta skóli eða bara fótbolti fyrir yngri börn en mikil eftir spurn er fyrir íþróttir barna hér í bæ,sem er brábært og líka það að Grindavíkurbær er búin aðframlengja frí æfingjagjöld fyrir grunnskólabörnin
frábær dagur og daman okkar ánægð með daginn,henni var boðið að gista hjá vinkonu sinni , og vorum við komin heim kl fimm,dóttirin í sturtu og beint til vinkonu,bóndinn náði í púkanna sem vorum ,,MJÖG,,stilt og prúð hjá afa og ömmu og höfðu þau orð á því að tími væri til komin að leifa þeim að gista eina nótt hjá þeim,,púkar hafa mjög lítið gist annars staðr en heima hjá sér,jú í sumarbústað og í tjaldvagni og í sveitinni þegar við höfum verið að ferðast,
þau eru uppátækjasöm og forvitin en jú fara eftir þeim fyrirmælum sem fyrir þeim er sett,en bara mikið fjör og gaman og taka oft mikla orku en börn eiga að hreifa sig,leika úti og inni en ekki hafa skjáinn mikið fyrir framan sig eins og vill oft henta börnum,en það er líka gaman að hafa það val,barnaefnið hér á bæ er á ruv og það dugar þeim,stundum er sett mynd í tækið en annars er leikur og fjör
húsfreyjan á það til að gleyma sér í umfjöllum barna enda eru þau skemmtilegt umhugsunarefni,henni hefur verið bent á það að það vill oft verða að þau foreldrar sem virkilega þurfa að hafa fyrir að geta börn að miklar pælingar og gullmolarnir sem þau loksins eignast verði oft verndaðari en önnur börn,þetta sagði ljósmóðir og tækni glasa læknirinn okkur fyrir nokkrum árum,en tóku það samt fram að flestir foreldrar sem eignast börn á þann háttinn sem gengur og gerist að það séu síst verri foreldrar þó svo að allt of margir foreldrar gefi sér ekki tímann sem þarf fyrir börnin því þau hafa ekki valið að koma í heiminn eða val um foreldra,það vill allt of oft brenna við að foreldrar láta hluti ganga fyrir sem eiga að vera aftar í röðinni,að vanrækja barnið eða börnin sín er mjög ljót aðgerð og hugsun,þau þurfa mikla umönnun fyrstu æfi árin sín og smátt og smátt verða þau sjálfstæðari,börn þurfa reglu í sína rútínu,svefn,matur,dagleg þrif ást og hlýju,
að vita til þess og heyra þá umfjöllun bæði í blöðum,fréttum sjónvarps og já í kringum okkur,misnotkun,vannærð og umhyggja ekki til staðar úff húsfreyjan verður mjög og , þeir foreldrar sem verða uppvísir af einhverskonar vanvirðingu við börn og þeir aðilar sem eru ekki foreldra barna að það fólk þarf sviftingu forræðis strax á meðan allt er kannað,en það er svona með reglur hér á landi ásamt ótal mörgum fáranlegum lögum og reglum,að allt tekur of langan tíma og á meðan þá heldur það vonda áfram að henta börn,svo kemur kannski útskurður að þá er allt of oft of vægt tekið á málunum,hlutir þurfa að gerast mjög hratt svo að viðkomandi barn beri sem minnsta skaðann af,en því miður er oft sá skaði sem er skeður muni vara lengi,lengi,
en úff varð bara að koma þessu frá mér,á örugglega eftir að tala oft um þetta,
en rest ef helginni það er að segja dagurinn í gær,bóndinn í smá vinnu og húsfreyjan ásamt Guðbjörgu systur fóru í bónusferð,enda ísskápurinn og frystirinn á heimilinu tómlegt á að líta,ís í frystir og rétt svo það nauðsynlegast í ísskáp,elsta dóttirin ásamt vinkonu pössuðu púkanna,og gengur það ávalt vel,pössun í ca tvo tíma sem fer í leik og skemmtileg heit,skólaleik og dansar kenndir ásamt söng
áttum gott kvöld saman með kertaljós og dynjandi rigning og rok útivið,það er notalegt,átti langt og gott símtal við litlu systur á snæfellsnesinu,
en eigið góðan dag
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2009 | 11:57
leti,leti,leti
góðan dag öll sömul húsfreyjan átti náðugt gærkvöld eftir annasaman dag og naut þess með tærnar út í loft,,,ekki annað hægt með annan fótinn hehe,,,fín dagskrá á skjánum og nartaði í ávaxtablöndu,bragðbætti vatnið með ísmolum sem í voru ananas,appelsína og lime líka mjög flott í stóru glæru glasi,
dagurinn í gær fór í læknisheimsókn og svo var frískað upp á fiskabúrið,húsfreyjan byrjaði á að redda sér bílfari til læknis en ótrúlegt en satt að það er búið að vera mjög rólegt hjá bónda í vinnu,en var óvænt kallaður í vinnu kl sex í gærmorgun og gat þar af leiðandi ekki komið kellu sinni,
hringdi fyrst í æskuvinkonu og hún gat því miður ekki en þá var bara að hringja í aðra vinkonu og hún reddaði mér,og í morgun þá var sjúkraþjálfun og bóndinn fór með eldri dótturina til eftirlits hjá tannlæknir í bænum,,bara flottar tennur hjá dömunni ,,,
en þá var aftur byrjað á að hringja og nú reddaði pabbi bílfari,það er líka ekki verra að bílarnir séu í rassahæð sko og það sé ekki erfitt að koma fötluðum fæti inn í bíl,en allt reddast þetta nú,
ætla í dag að baka grautar lummur það er alltaf gert ef afgangur er af grjónagraut og börnin panta mikinn graut svo hægt sé að búa til lummur daginn eftir,gott með heimatilbúnni bláberja og rabbabarasultu
fékk símtal frá æskuvinkonunni og hún er búin að boða sig í heimsókn í dag með litlu stelpuna sína,og lummufjall á diski takk fyrir svo allir fái nú nægju sína,það er líka mjög gott að skera niður í smá bita epli og jarðaber og pínu rjóma með ummmm
en jæja nenni ekki meir,bóndinn líka komin úr bæjarferðinni og við ætlum að fá okkur kaffibolla saman áður en hann heldur í vinnuna,
hafið það sem allra best og njótið lífsins
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2009 | 21:39
að geta leift sér að gleyma stund og stað
jæja þá er enn ein vikan búin og næsta tekin við,helgin notaleg og við tókum bæjarferð upp úr kl ellefu í gærmorgun,húsfreyjan var eftir hjá breiholtsfjölskyldunni með púkanna á meðan bóndinn og elsta dóttirin fóru í smá búðarleiðangur,húsfreyjan var bara nokkuð lúin og ekki verkjalaus og langaði þar af leiðandi ekki í búðarferðir og hafði það barasta mjög gott með fullt af púðum í notalegum hægindastól og formúlan á skjánum ekki leiðinlegt það,
þegar kl nálgaðist þrjú þá fóru þessar tvær fjölskyldur í systkinaafmælið og þar voru yndislegar mótökur,húsfreyjan drifin á besta stað í sófanum,gestir týndust þar fljótlega og fullt út að dyrum,yndisleg grænmetisgúllas súpa ásamt snittubrauði var aðalrétturinn og í súpunni var kúmen já svona eins og í kringlum og mikið var súpan góð og saðsöm enda mikil matarfjölskylda á bænum,húsbóndinn á því heimili er með kjötvinsluna esja.is og eru þeir félagar þar að selja kjötafurðir hingað og þangað og meðal annars á nýjan austurlenskan stað í hollari kantinum er mér sagt,en jæja í eftir rétt ,,sem betur fer fékk maður aðeins að metta súpuna,, þá var ekta súkkulaði kaka og svona kornflexmarenskaka með karmellukrem,rjóma og súkkulaði ooo þvílík gómsætt allt saman og sem betur fer þá er ekki oft afmæli en þegar þau koma þá eru þvílíkar kræsingar alstaðar,en smá smakk er bara fínt það er bara ekkert gott fyrir magann og hitt að innbyrða oft og mikið svona gúmmulaði en góðar súpur eru alltaf góðar súpur og gott að hafa oft ,
við vorum komin heim kl að verða sjö í gærkveldi og lúin börn og foreldrar fengu sér nokkra ávexti og púkar sofnaðir klukkutíma seinna,eldri dóttirin vofnaði um hálf tíu,bóndinn fór og kláraði að setja saman bíl danafjölskyldunar og koma í geymslu,senn líður að því að gera gamla skrjóð vetraferbúin,ætlunin er að komast í eina ferð áður en árið er á enda og ekki stoppar það húsfreyju að fara dagsferð gifsuð á hægra fæti og vinsti fótur ekki búin að ná sér eftir þá aðgerð sem gerð var í jan s,l. en fór samt í dagsfjallaferð og það var auðvitað mjög gaman,
en dagurinn vaknaði að venju upp úr kl sjö í morgun,hafragrautur eldaður og borðaður með bestu lyst ásamt lýsi og mjólk,en rok og rigning gerðu ekkert spennandi fyrir elstu dótturina sem byrjar daginn á að fara í íþróttir í næstum enda bæjarins svo að faðir hennar,,,sá einhverja vorkunarsvip á dömunni sem segir að það sé erfitt að hafa bæði skólatösku og íþróttatösku á bakinu og á móti roki og rigningu,, bauðst til að aka henni og tók daman með sér hlaupahjólið það er miklu fljótlegra að fara nánast alla leið heim aftur en skólinn er í götunni fyrir ofan okkar heimili,já bara að fá vindinn í bakið og smá spark þá er brettið komið á full
húsfreyjan tók sér fyrstu gönguna með púkanna í leikskólann ,,,ekki langt að fara,,,og skellti sér út í rokið og rigninguna og mikið var það notalegt að rölta,eftir að heim var komið þá var ávaxtastund fyrir húsfreyju og svo smá blundur í bóli enda s,l. nótt svona að miðja nótt var ekki mikið sofið,svo að smá lúr gerði gæfumunin fyrir daginn,Helga systir kíkti í smástund hún er nýflutt og er að klára að koma sér fyrir og allt pappírsflóðið sem fylgir að afþinglýsa og þinglýsa pappírum,fyrst vitlausir pappírar svo alt up á nýtt,auka húsaleigubætur sem henni var tjáð að hún ætti að geta fengið að það er nú allt í veseni henni var víst ekki öll sagan sögð og er þetta hús sem hún er nýflutt í með hærri leigu og vegna auka bóta þá fór hún úr kjallaraholunni og eru tekjur skertar með hærri leigu og ekki eru nú örorkubætur neitt til að hrópa húrra yfir,en hún ætlaði að vesenast í þessu í dag og á morgun,vonandi fer þeta vel,
púkarnir voru sótt af pabba sínum upp úr kl tvö og voru voða glöð þegar heim var komið,stóra systir tekur stundum dag með þeim sem hún er aðeins að leoka við þau og hlökkuðu þau mikið til ærslaleikur í tæpan klukkutíma svo fór daan á fótboltaæfingu og klukkutíma seinn akom hún heim og hélt áfram leik með púkunum,foreldrarnir fóru í apotek og búðina já húsfreyjan búin að fara tvisvar út í dagmstefni á að fara með púkanna í fyrramálið á leikskólann,
við hituðum upp rest af góðu laugardagssúpunni sem var bara rosalega gott,litla daman er með eyrnalokka sem settir voru í í sumar og það hafði flækst peysa í þeim og ljótt að sjá,aðeins farið að grafa í og voru upprunalegu eyrnalokkarnir teknir úr og götin hreinsuð og það var komin gröftur,litla daman fann aðeins til en harkaði af sér hún var búin að biðja um lokka eins og stóra systir á svona minni pinni og úr einhverju glæru og mjúku,þeir voru hreinsaðir og settir í og mikið var daman sátt ásamt að fá ís með bróður sínum í eftirrétt,
púkar sofnaðir upp úr kl átta,dóttir og bóndi fóru á boxpúlæfingu í orkubúinu og eru nýkomin heim,senn kemur háttartími og með þessum orðum ætlar húsfreyjan að ljúka dagbók dagsins
brosið og þið fáið bros til baka
hlægið og þið fáið bros og jafnvel hlátur á móti
faðmið og látið viðkomandi finna hversu vænt þér þykir um þann sem fær faðmlagið
gott að gráta og hlægja
gefið frá ykkur hlýju
gefið frá ykkur tíma
umfram allt njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða
og geta leift sér að gleyma stund og stað
kærleikskveðjur sendir húsfreyjan til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2009 | 02:47
gott að sofa
já nóttin löngu skollin á og húsfreyjan fór í bólið rétt rúmlega ellefu en vaknaði með slatta af verkjum tveimur tímum seinna þrátt fyrir að fara að fyrirmælum læknis og taka lyfin fyrir nóttina sem eiga að virka vel sem verkjastillandi fyrir nótt en frá því að húsfreyjan kom heim s,l. sunnudag þá hafa þrjár nætur verið já nokkuð góðar,en svona er þetta nú bara,þá var tekið rölt um íbúðina og ástand skánað en ekki hægt að leggjast strax í ból,þá virkar oft að setjast með fullt af púðum í smá stund og reyna svo aftur,
en dagurinn byrjaði upp úr kl átta í morgun,púkar vöktu móður sína,,, sem sagði þeim mjög sifjuð en vaknaði kl sex um morgunin og átti að taka inn lyf sem höfðu mjög sifjandi áhrif með verkjastillingu,,, að vekja pabba sinn,,þetta gerist að vísu ekki oft en gerist stundum,, og pabbi þeirra dreif sig á lappir og úrbjó morgun mat,stóra systir þeirra vaknaði stuttu seinna og eftir morgunsnæðing þá tók við leikur og barnaefni á ruv,bóndinn fór aftur í ból og ótrúlegt við foreldrarnir sváfu til kl tíu en hvenar gerðist það síðast umm foreldrar muna það ekki ,
púkar mjög glaðir að venju og hlökkuðu mikið til að fara í afmæli fjögra ára frænda,og loks var hægt að fara enda mikið spurt allan morguninn,þegar púkar höfðu verið færð í afmælið þá tók við góð hreingerning,bóndinn hækkaði í ,,tölvugræjunum,, með góða gamla þungarokk tónlist og riksugan á fullt,elsta dóttirin skemmti sér vel ásamt móðir sinni sem gerði ekki mikið jú þreif wc og vask,bóndinn riksugaði allt og fór hamförum,honum fannst þetta ekki svo galið enda með þessa fínu tónlist sem dreif hann áfram að hans sögn,
einum og hálfum tíma seinna þá var allt skínandi fínt og við tók smá kaffipása,og bóndinn ásamt dóttur í búð,versluðu aðeins sem vantaði í súpuna góðu,ætla að láta flakka með uppskriftina,það getur vel verið að hún hafi einhvern tímann komið fram,en allavega hér er hún
alskonar grænmeti sem þú átt í ísskápnum t,d.
brokkoli og blámkál,papríkur ca tvær og ekki verra
í tveimur litum,einn hvítlaukur,blaðlaukur og púrrulaukur,
gulrætur,rófur,karteflur og jafnvel chilli pipar eða engiferrót,
allt smátt skorið og sett í stórann pott ásamt olíu,þetta létt steikt
takið úr pottinum og skerið niður t,d. kjúkklingabringur,
gúllas, nú eða fyrir þá sem vilja aðeins fisk þá er það mjög gott
þegar eitthvað af þessu er búið að skera smátt þá er það sett
í pottinn góða þá er það steikt vel,grænmetið í pottinn,
ca einn og hálfur ltr af vatni,einn flaska
Heinz chilli sósa og skolið með vatni að innan þá nýtist allt úr dlöskunni,
ein askja rjómaostur eða einhver ostur sem er ca 400 grömm,ca peli
af rjóma hvort sem það er matreiðslu,kaffi eða venjulegur rjómi,
salt og pipar,hef sett í súpuna pasta og það er gott,
þetta er rosalega góð súpa og holl ,,ekki er það verra og er fín við flensu,kvefi og hálssærindum,vegna þess að hún er dálítið sterk, gott brauð er ekki verra með en er ekki nauðsinlegt og gott að hafa smjör á brauðinu hér á bæ hefur íslenst smjör verið lengi,lengi mikið notað og er góð íslensk afurð í alla mögulegu matargerð,ætli að það hafi verið vegna mömmu sem notaði mikið af smjöri í sína eldamensku og bakstur að húsfreyjan fetar í hennar spor hugsanlega
það þarf nokkuð stórann pott fyrir súpuna og það er ekki mikill afgangur en hún bragðast líka vel upphituð,hún hefur meira að segja verið elduð fyrir fjalla og jöklaferðir og þá er bara prímusinn tekin með og pottinum skellt á hann,,reyndar þá minni pottur og súpan með í fötu,, og þetta gefur mikla orku og hefur laðað að fleiri sem stoppa á sama stað og fá auðvitað smakk ef eitthvað er eftir og undantekningalaust þá er spurt um uppskriftina,
púkar sóttir úr afmæli og voru þau lúin enda mikið gaman þar og það var afmæliskaka og mamma frænda hún sko bakaði hana að sögn púkanna sem settu upp svo var reindar skrítið að ein fóstan af þeirra deild var í afmælinu,litla daman sagðist hafa verið feimin við hana,
nú eftir kvöldmatinn góða þá voru púkar frekar lúnir og voru sofnuð um kl átta,við hjónin gengu frá og smá sjónvarpsgláp eins og spaugstaofan sem er alltaf góð og svo útsvarið,hrekkjavöku mynd sem dóttirin horfði á og fór svo beinustu leið í sitt ból enda eins og hún segir sjálf,ég kann ekki að vaka almennilega á kvöldin svo er hún lögst á koddann og sofnuð með það sama,
Guðbjörg systir kom í heimsókn,bóndinn útbjó swiss miss kakó og pínu pons stro út í það var voða notalegt og áttum við fínt spjall með einn kakóbolla,þegar systir hafði yfir gefið okkur þá var húsfreyjan orðin nokkuð lúin enda ekki mikið um orku eða kraft umfram það sem fer í að koma sér í það allra nauðsinlegast þegar fatlafól er annars vegar,hehe
ætlum snemma í bæjarferðina og ætlunin er að heimsækja Breiðholtsfjölskylduna áður en haldið verður til Grafavogsfjölskyldunar í systkinaafmælið,
bóndinn hafði hugsað sér að kíkja aðeins í Korputorgið og svipast um eftir einhverjum jólagjöfum og enda verslunarferðina í intersport,veit ekki alveg hvað er það sem hann ætlar að ath,það er leindó að hans sögn
en jæja ætli það sé ekki komin tími á að gera aðra tilraun til svefns,þá er bara að bjóða góða nótt og hafið það sem allra best
húsfreyjan sendi ykkur drauma kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar