25.1.2010 | 20:43
hugleiðing,,,,,,,,,,,,,,,,,,að finna til umbreytinga
sem betur fer þá uppgötvum við eitthvað nýtt og undursamlegt í lífinu öðru hverju sem mun svo hafa varanleg áhrif á okkur og jafnvel aðra,við leifum okkur að skilja við fortíðina og hafa þrá og vilja og lifa lífinu í núinu hér og nú,að finna og rækta þá eiginleika sem í okkur býr,með öðrum orðum ÉG finn fyrir góðum breytingum sem gerast innra með mér,líðan er betri og að segja skilið við fortíðina og velja hugarástand sem hvetur mig til þess að lifa lífinu,sektarkennd og lágt sjálfsmat hafa tekið mikið af lífslöngun.en allt tekur sinn tíma,enginn fullkomin bati komin en mælistikan er á uppleið,að yfirstíga hindranir og viðurkennar að eitthvað sé til sem heitir betri líðan og sökin sé ekki þín, það að viðurkenna fyrir sjálfum sér og taka á móti þeirri umhyggju sem bíðst og að lifa í núinu eykur lífsgleði og treysta þínu innsæi og vakna til vitundar og vera meðvituð hver ég er,að geta lært að njóta eigin tilveru í stað þess að lifa í vondri sjálfsmynd,
á því augnabliki þegar þú finnur það hugrekki og þann lífsvilja og kraftinn sem í þér býr og gerir þér kleift að vera til staðar og að þú skiftir máli fyrir þig og aðra,og finna jafnvægið og vera í tengslun við lífið sjálft, það er gott að finna jafnvægið og halda góðri einbeitningu sú tilfinning er góð,að bægja frá því sem veldur sársauka og taka á móti því sem gleður,það að leifa sér bara þetta skifir sköpun í lífi margra,og það að manni sé veitt tækifæri og að manni sé gefinn tími til að tjá sig og skoðanir sínar,þannig döfnum við og þroskumst,
BLÓMSTRAÐU OG NJÓTTU ÞESS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 22:15
Hugleiðing,,,,,,,hvað fær okkur til að hugsa um tilgang lífsins
Litla systir stóra stelpan okkar er öll að braggast við hittum hana aðeins í dag og frá því á mánudag þá er hún betri þó svo langt er í land,hefur verið í rannsóknum og myndatökum lungun er miklu betri,enn á eftir að koma út úr myndum af bakinu ,búið er að fjarlægja allar leiðslur,bólgan að hjaðna í andlitinu,en er öll mikið aum, lemstruð og þreytt,augnlæknir fylgist með en á vinstra auga sér hún tvöfalt og eru bólgur á sjóntaug sem valda því,hún er ennþá að glíma við ógleði og verki en ef gengur vel á morgunn þá fær hún að fara en samt ekki langt frá spítalanum,hún þarf að hvílast vel í ró og næði það flýtir fyrir bata,en mikið óskaplega er erfitt að sjá hana svona og vita til þess að ekki mátti miklu muna að hún hefði verið tekin frá okkur eða komið verra út úr slysinu,sú tilfinning sem kemur þegar einhver svo nákomin manni er hætt komin er erfitt að segja til um,en lítið þarf til að tárin brjótast fram og hjartað hamast og hamast,þessi stúlka er okkur svo mikilvæg í lífinu,
húsfreyjan á það til að taka hugarflug með meiru,slaka á á notalegum stað,láta hugann reika og njóta þess það jákvæða sem skítur upp í kollinum og um leið að loka á það neikvæða,síðustu dagar hafa einmitt verið þannig svona meira er en vanalega,það vill oft vera þannig að atburðir setja líf okkar úr skorðum og þá þarf að huga að hvaða tilgang lífið er fyrir okkur,
en svona hugarflug og pælingar í lífinu hvað hefur áhrif og hvað viljum við fá út úr lífinu,hvað gerir okkur hamingjusöm,það er ótal margt,til dæmis tónlist það er mikill áhrifavaldur í lífi marga,hjá húsfreyjunni er það enginn tilviljun að tónlist er yndisleg,sérstaklega íslensk tónlist,við erum svo heppinn að þessi litla þjóð hefur átt og á ennþá þvílík urmull af tónlistarfólki,og oft vill það til að þegar viðkomandi tónlistarmaður sem hefur gert garðinn frægann allavega hér á landi, yfirgefur okkar heim að þá já allt í einu fer fólk að pæla hvað sá eða sú gerði og vinsældir gera aftur vart við sig,
þeir tónlistarmenn sem hafa verið í miklu uppáhaldi hjá húsfreyju, Vilhjálmur Vilhjálmsson,Rúnar Júlíusson og Páll Óskar, eitt af uppáhalds lögum húsfreyju í mörg herrans ár er söngurinn um lífið sem er mjög vinsælt um þessar mundir í flutningi Páls Óskars og hann er er ekki síðri flytjandi þessa lags en Rúnar Júl,hér á bæ voru felld nokkur tár þegar sá maður lést svo kemur þetta lag aftur upp og ennþá falla tár þegar það heyrist,og hvert orð í þeim texta á alltaf við,þvílíkur texti sem fær mann til að hugsa um tilgang lífsins,já ótrúlegt hvað tónlist gerir mikið fyrir mann,þetta lag hefur verið mikið spilað í gegnum árin svona eins og fleiri lög með þessum frábærum flytjendum,til dæmis lagið svefnljóð með Vilhjálmi,nú og lög með Páli fyrir utan lagið hans Rúnars þá ber að nefna plötuna allt fyrir ástina, sá maður er briljant og erum við mæðgur afskaplega hrifnar af hans tónlist,nú Hvanndalsbræður og ljótir hálfvitar eru skemmtilegir og Jógvan hinn færeyski já svona hálfur íslendingur hann er bara frábær,
jamm tónlist skipar stórann sess hér á bæ og auðvitað eiga púkarnir sín uppáhald og er pollapönk platan mikið spiluð hér heima svo er tekið lagið ásamt sprelli og gaman,já gleði og fjör,
það að gleðjast og hittast hafa gaman af njóta lífsins,það er svo margt sem við eigum að gleðjast með,lítum aðeins í kringum okkur og við finnum örugglega eitthvað sem gleður okkar
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2010 | 16:52
hugurinn er hjá systur
s,l. sunnudag átti að koma þessi fína færsla en kvöldið fór í bið eftir fréttum en litla systir,,fósturdóttirin,,lenti í bílveltu með frænku rétt fyrir utan Grundafjörð seinnipartin á sunnudag,þær höfðu verið hér um helgina og fóru af stað rúmlega hádegi en oft hefur systir farið þessa leið og þekkir leiðina vel,en þetta leit ekki vel út og kom þyrlan á móts við sjúkrabílinn,frænka slapp ótrúlega vel er lemstruð og tognuð á hendi en systir misti meðvitund en bílinn fór einhverjar veltur en endaði á hjólunum í fjöruborðinu,frænka reyndi að stoppa umferð en ekki gekk það en hringdi í neiðalínuna,systir komst til meðvitundar og í miklu sjokki,hún man lítið en hringdi í kærastann sem kom rétt á eftir sjúkrabílnum,á spítalanum gekk nokkuð vel,engin aðgerð var en sauma þurfti 40 spor í höfuðið, höfuðið mikið bólgið og andlitið,vinstri hendi í spelku en vegna bólgu var ekki hægt að sjá brot í myndatöku,vísifingur sömu handar saumaður að innan og utan,hriggjaliður brákaður eða brotinn,lungun ekki eins og þau eiga að vera en hún liggur á hjarta og lungnadeild,við heimsóttum hana í gær en börnin voru heima,það var mjög erfitt að sjá systur enda er hún svona eins og börnin okkar,hún var samt nokkuð hress en átti erfitt með að halda mat niðri,hún hringdi áðan en gat talað stutt,hún átti að fara í augnskoðun en fresta þurfti vegna örar hjartsláttar,hún ætlar að hafa samband þegar hægist um en hún var að fá heimsókn,fjölskyldan og Jói er mikið hjá henni,það er samt erfitt að heyra sögur í bænum um hennar ástand,og þegar logið er til um líðan og segja frá svo langt frá sannleikanum,já sumt er betra að spyrja um en ekki segja bara eitthvað,en við vitum að sá aðili hefur heyrt rétt en sagði ekki rétt frá,ljótt að heyra.
við förum bæjarferð á morgun en húsfreyjan fer að hitta bæklunarlæknirinn og ætlum að hitta systur þá,en jæja ætli það sé ekki best að snúa sér að öðru,nokkur heimilisverk bíða eins með kvöldmatinn hann er í ofninum og kvöldið verður í rólegheitum hugsanlega verður snemma farið í bólið en húsfreyjan sofnaði hálf níu í gærkveldi eftir erfiðan sólahring en nóttina á undan var svefninn ca þrir tímar en það var gott að sofa til sjö í morgun,en hafið það sem allra best,
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010 | 16:12
loksins í Orkubúið
þá er að gera tilraun með smá færslu en nennirin er ansi oft til staðar á kvöldin en núna er einhver auka orka og er ennþá vel vakandi en svona frá því síðast,þá erum við búin að fara á flakk og alla leið vestur á Rif á Snæfellsnesi en þar býr elsta barnið,,litla systir,,hún hringdi á laugardagsmorgun og saknaði okkar svo við ákvöðum í skyndi að bruna vestur henni til mikillar ánægju og okkar að sjálfsögðu lögðum af stað héðan í hádeginu og vorum þrjá tíma á leiðinni,þetta var okkar fyrsta heimsókn til hennar vestur,,þótt fyrr hefði verið,,við gistum nóttina í góðu yfirlæti þar mikið spjallað og hlegið langt fram eftir kvöldi en púkarnir voru sofnaðir um kl níu enda mjög lúin eftir ferð og útrás,heimferð kl tvö daginn eftir og það verður fljótlega farin ferð vestur.
grænt ljós komið á æfingar í Orkubúinu og fyrsta æfing í morgun,mál tekin af húsfreyju og það kom bara á óvart hvað líkamsástandið var gott miðað við kyrrsetu í þrjá mánuði,fyrstu æfingar í Rope Yoga og svo nokkrar lyftingar æfingar fyrir efri hluta líkamans,fórum yfir mataráætlun en svo sem ekki miklu að breyta en breytinga þörf
það var mjög góð tilfinning að komast á æfingu og er stefnan lítið á hverjum degi og auka smátt og smátt,gerðum 12 vikna plan og endurskoðun vikulega ásamt yfirlit með matardagbók,húsfreyjan kann þetta það er bara að byrja og halda áfram þótt á móti blási,enda ekki auðvelt að byggja upp líkama sem vegna bæklunar er upphaflega eru í fótum, og hafa herjað á meiri hluta ævinnar og þurfa svo að byrja upp á nýtt en bjartýsýni og með dyggri aðstoð þá er allt hægt,svona eins og sagt er að byrja upp á nýtt að ganga rétt,
en tíminn líður húsfreyjan þarf að gera fleira áður en kvöldmatur hefst,fjörugir púkar og svo bíður eitthvað af þvotti ásamt uppþvottavél,já svona venjuleg húsmóður og freyju,
kveð þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 17:42
ferð á jökul
nýja árið byrjaði með nýársferð s,l. laugardag en þá var ferðinni heitið á Langjökul snemma þann morgun kl átta lögðum við af stað héðan og ætlunin var að fara frá Breiðholtinu kl níu,með í för var Breiðholtsfjölskyldan ásamt tveimur öðrum jeppum,eitthvað töfðust þessir sem bættust í hópinn og við ókum af stað frá Höfða hálf ellefu enda tekur sinn tíma að aka leiðina ef hægt yrði ekið,fyrst ókum við að Þingvöllum og rétt náðum að sjá sólina koma upp og heiðskýr himinn,þaðan lá leið inn í Kaldadal og svokallaður línuvegur ekinn að jöklinum og þvílíkt útsýni og fegurð,auðvitað var mikið af myndum tekið og ætlar bóndinn að skella þeim inn á bloggið hið fyrsta,
það var mikið af fólki á alskonar farartækjum svo sem jeppum,sleðum og einhverjir voru á skíðum og stigasleðum það var besta færið á jöklinum harðfeni og glampandi sól en svo fór aðeins að vinda og þá varð mjög kallt,en börnin voru búin aðleika og við ákvöðum að halda yfir jökulinn og á milli Klakka og Geitlandsjökul fram hjá skálanum Slunkaríki og áfram niður með Skjaldbreið,á þessari leið var lítill snjór og því misgrýtt en á góðum jeppa og hægt farið yfir þá er leiðin bara skemmtileg og útsýnið á svona degi er ólýsanlega fallegt,
við héldum svo aftur upp á línuveginn sömu leið og við komum alla leið í bæinn,við vorum heima kl sjö um kvöldið og ellefu tíma ferð og var skemmtileg fyrir okkur öll,börnin hafa sem betur fer gaman af ferðum,,þurfum reyndar að gera ráðstafanir með ferðaveiki,,en það gengur bara vel.
sunnudagurinn í rólegheitum,það var komið að húsfreyjunni að halda systra jóla boðið en þá komum við hver með eitthvað á borðið og höfum góða stund,í ár var fremur fámennt en góðmennt,pönnukökur með bláberjasultu og rjóma sem Guðbjörg systir kom með og bakaði húsfreyjan gómsæta súkkulaði köku ásamt þeyttum rjóma og auðvitað var búið til ekta súkkulaði,veisluhöldum lauk kl sex og börnin báðu um kvöldmat ,jamm skyr skildi það vera og ekkert múður enda oft sem það endar sem kvöldmatur þegar tíminn hefur hlaupið með okkur,
snemma á mánudagsmorgun fórum við bæjarferð en ekkert af börnunum fór í skóla,þau áttu tíma hjá stoðtækjasérfræðingi,og á móti okkur tók ávænt frænka sem er hjá Stoð,það var gaman að hitta hana og börnin voða stillt og verðlaun í boði,elsta dóttirin þarf aftur að fá innlegg en púkarnir þurfa að fara til sérfræðing með barnafætur en ef hann vill ekkert frekar gera en að skella innleggjum þá ætlar frænka að taka með heim ,,en hún býr hér í bæ,,þau á áhöld sem þarf til að taka mót af fótunum,svona til að spara okkur ferð í bæinn,en það eru líkur á að púkarnir þurfi sérskó og þá er betra að hafa allt á hreinu með það.
en í morgun fóru nú allir að heiman,börn í skóla og leikskóla,bóndi til vinnu og húsfreyjan í bíltúr svona aðeins til að æfa sig áður en heimsókn til sjúkraþjálfarans,það gengur bara allt vel þar,beyju geta hnésins er orðin ca 50 prósent,og var byrjað að gera ástandsmælingu fyrir æfingaprógramið í Orkubúinu,hinsvegar eru miklar bólgur djúpt í baki og mjöðmum og tilmæli að fara til læknis í fyrramálið og ath með bólgu eiðandi lyfjakúr í hálfann mánuð,reiknaði með frekar sterkum lyfjum og fara extra vel með sig á meðan og byrja rólega á æfingum en það sem hefur skift miklu eru teyjur og aftur teyjur á líkamanum,
dagurinn í dag fallegur og bjartur og fer ögn hlýnandi en frábært að komast í smá göngu ekki langt en í leikskólann og ná í púkanna,og í fyrramálið fer húsfreyjan aðra göngu á leikskólann,bóndinn fer snemma til vinnu,en jæja læt þetta duga í bili,kvöldmatur kallar á húsfreyju,
hafið það sem allra best,njótið þess að skella ykkur út í göngu rétt klædd,það gefur helling fyrir okkur útiveran,
kv frá húsfreyju sem tekur lífinu með stakri ró
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2010 | 11:06
minnið tekið aðeins í gegn
mikið óskaplega er gott að fá nýtt ár og horfa bjartsýn framm á við,markvert á s,l. ári hefur sett strik í líf húsfreyju,ætla aðeins að rifja upp hvernig gamla árið fór
janúar. árið fagnað hjá Breiðholtsfjölskyldunni og fleirum ættingjum,
stuttu seinna stór hnéaðgerð,
fór í jeppaferðir en ekki mikið gengið á fjöll í snjó,,umm skrítið
fór í barnaafmæli
febrúar. fleiri jeppaferðir ásamt Breiðholtsfjölskyldu og fleirum
marz. elsta dóttirin varð ellefu ára,og haldin veisla
losnaði við gifsið svona rétt fyrir fertugs
fór í bústað ásamt fáum og góðum ættingjum og vinum þar var haldin lítil fertugsveisla
en ættingjar og vinir kíktu líka í heimsókn á sjálfan afmælisdaginn
prófaði að fara í alsherjar dekur á snyrtistofu,afmælisgjöf,hvílik dásemd
apríl. vorið á næsta leiti og farið að huga að sumrinu,frábært að geta farið aftur í gönguferðir,
sjúkraþjálfun loksins að veruleika en ennþá er orkubúið heimsótt,þar er gott að koma,
hvattning frá sála og meiri hvattning og húsfreyjan losar sig frá því sem hefur hamlað
því að hafa sem hvertslagslegt líf og bloggar hugleiðingar um lífið og tilveruna,
maí. frábært að sumarið sé komið,fótboltinn hjá elstu dótturinni á fullu og sumarmótin skella á
sem er bara skmmtilegt
júní. börnin komin í sumarfrí,útilega og tjaldvagninn dregin fram en komumst að því
að það er mjög þröng,púkarnir nánast sparka systur sinni út út vagninum,
gömul kynni endurtekin þegar æskuvinkona dúkkar upp í þeirri útilegu ásamt
,,frænda sem er sambýlismaður hennar,,frábært að kynnast aftur og höfum við átt
skemmtilegar stundir.
júlí.fótboltamót og útilegur en tínda vinkonan og frændi ,,sem er alltaf á sjó,,vilja lána okkur
fellihýsið sitt eftir að bóndinn gerir við það og þá er ekki aftur snúið,það fór mjög vel um okkur
og er draumur að geta eignast ,,þarf ekki að vera nýtt,,fellihýsi
í þessari útilegu hittast nokkrir vinir og ættingjar ásamt danaættingjum og förum við í frábæra
dagsferð á jeppum og fáum það allra besta ferðaveður sem hægt er fá.
ágúst. og fleiri fótboltamót ekki langt að sækja þau mót og virkilega gaman að sjá framfarir
og baráttu stelpnanna,leikskóli og grunnskóli byrja aftur og börnin hlakka mikið til,
fáum að vita að langþráð ferð til danaveldis er á næsta leiti.
september. undirbúningur fyrir dannmerkurferðina,passar sóttir og pössun fyrir litla púka
komin á hreint,tókum elstu dótturina með, bæklunarlæknirinn heimsóttr og
lagt á þráðinn með næstu hnéaðgerð,
október. loksins loksins snemma að morgni níunda er lagt af stað í fimm daga ævintýraferð,
danafrændi útskrifaðist og hvílík veisla og skemmtileg heit,sem legni verður í
minni haft, afmæli púkanna fjögra ára haldin viku fyrir afmælisdaginn,hér fjölmargir
ættingjar og vinir,enda fór svo að húsfreyjan fór í seinni hnéaðgerðina 22,
nóvember. afmælisveisla hjá vinkonu í efra hverfi en hún náði merkum áfanga sá sami og
húsfreyjan náði snemma á árinu,hugað að jólaundirbúningi.
desember. gifsið tekið í byrjun mánaðar eftir rúmlega sex vikna veru á fæti,er alveg
ótrúlega fljót að aðlaga fótinn og kannski að fyrri reynsla hafi þar áhrif,
en bakaði og bakaði fullt,ásamt litla íbúðin skreitt hátt og lágt með dyggri
aðstoð barna minna,jólin gengu í garð og meira að segja hvít jól,
veislur og átt og árið hvatt í gærkveldi í blíðskapaveðri.
þó margt hefði mátt betur fara á liðnu ári þá var þetta ár gott í okkar lífi,við búum ennþá í okkar húsnæði,bóndinn hefur ennþá vinnu þó svo hún hefur minnkað helling,börnin hraust og við líka,húsfreyjan á sér markmið sem hún ætlar að láta rætast á nýju ári,, en engin áramótaheit,, ætla að láta sér líða betur á sál og líkama.við stefnum á bústaðaferðir eina með börnum ásamt vinum og ættingjum,svo eina ferð fyrir okkur tvö,við eigum von á skemmtilegu fótboltaári með elstu dótturinni,ætlum að ferðast og rækta fjölskylduna og vinina, og örugglega margt sem mun koma skemmtilega á óvart,
húsfreyjan óskar ykkur gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir innlitin og hvattningar ef það er ekki til staðar þá vantar margt sem gleður en það þarf ekki alltaf orð sem segja margt, það að fá hringingu eða hittast gerir mikið.
takk takk
október,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2009 | 16:47
Hugleiðing,,,,,,,,,,árið í ár
Flest þekkjum við máltækið,,það sem maður sáir það mun hann uppskera,, nú á dögum er tíðarandi mjög ólíkur þeim tíma sem var alsráðandi ekki fyrir svo löngu og hið fornkveðna svo gamaldags,á þessum tíma árs huga margir að árinu sem senn er að líða undir lok,ýmsar spurningar vakna og hlutir skoðaðir og metnir hvort betur hefði mátt fara,fundum við lykilinn sem við leituðum að ? var það lykill að hamingju og velferð ? gáfum við frá okkur þakklæti og örlæti ? aðstæður eru að sjálfsögðu æði misjafnar og því miður náði grægi og eigingirni yfirtökum og hlýddu ekki né hlustuðu á heilræði og tóku þar af leiðandi ekki leiðbeiningum og hverjum er um að kenna ? erum við sátt við ráðagerðin áform samræða og skoðanaskipta ? sú venja sem haldist hefur í hendur virðist almennt átt að vera ósvikinn kærleikur er merkingalaus,gallarnir ekki lagaðir og líftaugin límd aftur og aftur og er nú svo komið að plástur við plástur haldast einhvernvegin saman sem áður var líftaug,en hversu lengi helst límið á plástrinum ?
Já það fer vel á því að ráðamenn og aðrir hugleiði um persónulegan hreinleika og reglufestu eða er skortur á hvoru tveggja ? hugi um sanngirni og tillitssemi eða er þrjóska,siðleysi og eigingirni alsráðandi ? drambsemi er undanfari tortímingar og oflæti veit á fall,þrjóska getur haft alvarlegar afleiðingar en til eru tækifæri sem bjóðast,og jafnvel lykillinn fundinn.
Hvað getum við gert á nýju ári ? það er aldrei of seint að breita til og láta hjarta ráða för,þrátt fyrir galla og ófullkomin þá eiga allir skilið tækifæri og ber að virða hvert annað,þú gengur ekki á vatni og ef þú kannt ekki að synda þá drukknar þú,þrátt fyrir ýmsar óskemmtilegar hliðar lífsins er margt sem getur veitt okkur gleði,þótt núverandi aðstæður séu ef til vill ekki eins og við helst óskuðum okkur og þrátt fyrir vandamál og álag lífsins sem flestir ef ekki allir verða fyrir þá hugum við að okkur sjálfum og ræktum lífið og gerum okkar besta til að njóta það sem við höfum nú þegar FJÖLSKYLDAN.
húsfreyjan óskar ykkur gæfu og velfarnaðar á nýju ári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 09:45
hitt og þetta
húsfreyjan ætlaði að vera aðeins duglegri að halda dagbókina en af einhverjum ástæðum,,er ekki viss ,,þá hefur talvan ekki verið opnuð nema svona rétt svo til að ath póst og síðan hjá fótboltanum hjá dömunni en þjálfarinn er dugleg að setja ýmislegt inn,
hugurinn síðustu daganna hafa verið já nokkuð tilfinninga lega séð tengt mömmu en s,l. laugardag voru sex ár síðan hún lést og þetta er erfiður tími,einhvernvegin finnst manni að mamma manns eigi ávalt að vera til staðar fyrir mann það vantar mikið í lífið þegar hún er ekki til staðar,það er líka ólýsanlega góð tilfinning þegar nálægð hennar finnst og hefur hún verið á vappi hér svona meira en vanalega,oft spyr húsfreyjan um ráð í huganum og það kemur á einhvern hátt skilaboð til baka eins og í svefni eða allt í einu upp í huganum,já eins og litla systir hefur sagt til dæmis við vini eða vinkonur þegar reiðin er til staðar gagnvært foreldrum,þú ert heppinn að hafa mömmu ég vildi óska þess að mín mamma væri til staðar fyrir mig þú veist ekki af hverju þú ert að missa af,, svo verður hún mjög reið,en hún kom um helgina og verslaði jólagjafir það var að hitta og knúsa hana og yndislegar samverustundir sem við eigum saman,ræðum um allt milli himins og jarðar enda er okkar samband svona bæði systra og mæðgna lega seð,hún kemur aftur næstu helgi en þá ætlar hún í dekur og jafnvel að gista hér,umm hlakka mikið til.
það er búið að vera alveg brjál að gera hjá elstu dótturinni vegna fimleikasýningarinnar sem var svo haldin í gær og fullt af fólki sem komu í íþróttahúsið og sá tveggja tíma mjög flotta jólasýningu,en því miður þá komst húsfreyjan ekki til að sjá,var bara mjög slæm og gat engan vegin hvorki setið nema stutta stund og lítið gengið,það hefði ekki verið vinsælt að rápa um og hefðu púkarnir ekki haft þolonmæði til að vera extra stillt þessa tvo tíma sem sýningin var,en höfðu það býsna gott hér heima með Breiðholtsfrænda sem gisti hjá afa og ömmu ásamt systur sinni en hún gisti svo hér laugardagsnóttina,
en bóndinn fór vopnaður góðu myndavélinni,,það eina sem var keift í góðærinu mikla,, en það kom svo í ljós að nein útsending var á netinu hjá UMFG svekkeldi að það var ekki auglýst
daman var mjög sátt við sýninguna og var frænka hennar líka með hún er árinu eldri þessar dömur eru á fullu í fimleikum og fótboltanum og greinilega er gaman að stunda þessar íþróttir,ekki var verra að fá fallegan blómvönd frá afa og ömmu eftir sýninguna,þau eru mjög dugleg við að fylgjast með hvað barnabörnin eru að gera og er Breiðholtsfrænkan í ballet og þar eru víst flottar sýningar og að sjálfsögðu fær hún líka blómvönd eftir sýningu,þær stelpur leggja sig mikið fram og eru stífar æfingar þegar kemur að sýningu.
Breiðholtsforeldrarnir komu í gær og stoppuðu dágóða stund í góðu yfirlæti með jólaköku og kaffi,við ætlum að hittast næstkomandi sunnudag púkarnir fá að vera hjá þeim á meðan þessar fáu gjafir eru keiftar,og húsfreyjan fer í handa og naglasnyrtingu hjá Breiðholtsfrúnni umm hlakka til
annars er heimilisfólkið við nokkuð góða heilsu en ekki fjórfætlingurinn á heimilinu,hann er ennþá að berjast við skallabletti og kláða,og ekkert gerist þrátt fyrir svona ýmis ráð en sumt er ekki hægt að gera sökum auraleysis og það er í umræðunni að hann fari jafnvel aftur á upprunalegu slóðir en þar á bæ er hægt að gera fyrir hann það sem við getum ekki,
en nennirinn er ekki lengur til staðar að pikka meira á tölvuna svo er húsfreyjan að skella sér til kef í boði vinkonu,við heyrumst bara síðar
hafið það nú sem allra best og njótið lífsins
kv frá húsfreyju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2009 | 10:04
að njóta undirbúnings jólanna
héðan af okkar bæ gengur lífið sinn vanagang,jólaskraut og jólailmur umlykur okkur húsfreyjan er laus við gifsið og nú er bara að krossleggja fingur og vona að allt gangi vel þótt hægt sé,ekki var í boði ,,vegna sparnaðar,,að fá hlíf úr eftirgefanlegu efni svipað og gifs til að hafa á fætinum eftir að gifsið var tekið en það svona hjálpar við að losna smátt og smátt við mikinn stuðning svo að það er lítil hlíf eins og er á hinu hnénu sem heldur við,og þótt útrúlegt megi virðast þá gengur miklu hraðar fyrir þetta hné að aðlagast og nú gengur húsfreyjan með eina hækju hér inni við,en ef út úr húsi er farið þá er betra að hafa tvær hjálparlappir
við fórum bæjarferð á sunnudaginn en fyrr um morguninn kíktu hér við teindaforeldrar mínir,náðu okkur hjónakornunum nánast í bólinu og kl að verða ellefu en um morguninn þá hafði elsta dóttirin vaknað með systkinum sínum og lokað herbergishurðinni hjá foreldrum og draumaheimurinn aðeins of lengi en notalegt var það,boðið var upp á smákökur,mjólk,kaffi og popp,og smákökur og fisk fengu þau með sér heim,en fyrir jólin hefur húsfreyjan gefið teindó smákökur og laufabrauð,,sem verður bakað eftir næstu helgi,,eftir að börnin þeirra fluttu að heiman þá hefur bakstur minkað en eru voða glöð að fá svona jólagjöf
það var gott að komast í bíltúr og tók Breiðholtsfjölskildan vel á móti okkur eins og ávalt,börnin voru klift,,gott að eiga frænku sem kann að klippa,,bóndinn fór í Bónus og húsfreyjan í góðu yfirlæti,eftir smákökuát og kaffi þá var ferðinni heitið aftur heim,elsta dóttirin er í barnakórnum og var athöfn tengt því er kveikt var á tré bæjarins,við rétt náðum í tækja tíð og mætti daman rétt fyrir kl sex,púkarnir voru orðin lúin og vildu heim að borða,bóndinn sá um eldamensku það kvöldið,snöggsteiktir hamborgarar með heimatilbúnum frönskum og grænmeti,og fyrir kl átta voru púkar sofnaðir,voru ekkert spennt fyrir jólasveinum og þá var bara gott að vera heima,
snemma mætti bóndinn til vinnu í gærmorgunn og komst þar af leiðandi ekki með börnin á leikskólann,elsta dóttirin í skólann en púkarnir voru heima,vegna hálku þá treysti húsfreyjan sig ekki til að rölta með þau á leikskólann,gerði tilraunir með að hringja nokkur símtöl og ath hvort einher gæti farið með þau,en það fór vel með okkur hér,við lásum sögur og horfðum á myndina dýrin í hálsaskógi,stórar púslumoppur teknar fram og gerð bílabraut eftir endilöngum gangi og fram í stofu svo hófst æsispennandi bílaleikur og mikið fjör..en púkunum langaði á leikskólann,,en gaman hér heima.
efitr hádegi bakaði húsfryjan tebollur enda langt síðan þær voru bakaðar síðast,það er gott að mörgu leiti,,þegar hægar hreifingar og stuðningur við hjálparlappir,,að hafa eldhúsið lítið og rétt að teygja sig frá eldhúsborði að bakarofni þegar elsta dóttirin kom heim úr skólanum þá tók við fataskifti og fótboltaæfing kl þrjú,hún ætlaði ekki að fá sér tebollur fyrr en hún kæmi heim af æfingu,þess í stað fékk hún sér búst skyr drykk og tók banana með sér í nesti,ætlaði að fá sér hann strax eftir æfingu,gamli þjálfarinn Pálmar var með æfinguna en Helena er að taka próf.það var skrítið að æfa með honum segir daman en gaman,í fyrstu átti að hlaupa þrjá upphitunarhringi um völlinn, daman okkar stakk upp á fimm hringi,,og tók þá við stórt NEI hjá stelpunum,, en fjórir hringir voru þá hlaupnir með skokki,,ekki vantar áhugann svo er þetta ekkert mál segir hún,,
eftir tebollu át hjá þremur börnum og bónda tók við lærdómur hjá dömunni en próf á föstudaginn og fer þessi vika í upprifjanir,og dagurinn í dag fer að mestu í lestur og skoðaðar glósur,reyndar er fimleikaæfing og kóræfing í dag en við rúllum yfir þetta að sögn dömunar já það er gott að hún sé ákveðin að láta hlutina ganga upp og púslar þessu saman,það er hennar val að vera í kór,fimleikum og fótbolta,en við minnum hana á að engin kvöð sé að vera í öllum þessum aukafögum,þetta er bara gaman segir hún,
snemma mætti bóndinn til vinnu í morgun en fór eina fer í slátrun á fiski frá vatnsleysuströnd og hingað,svo að hann komst til að fara með púka á leikskólann og voru þau voða glöð.við ætlum í dag að föndra saman eftir leikskóla þegar elsta dóttirin verður á æfingum,en ætli þetta sé ekki komið nóg í dag,húsfreyjan ætlar að gera nokkur húsverk og hafa það svo notalegt,
hafið það sem allra best og njótið undirbúnings jólanna án kvaða,við eigum að hlakka til og njóta þess því jólin koma þó svo hitt og þetta átti að gera,finnum friðinn og finnum jólin nálgast hægt og rólega það er bara notalegast
sendi ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2009 | 22:10
bara að halda sig inni því úti er hálka og snjór
húsfreyjan væri alveg til í að njóta þess að vera úti við þegar snjórinn er loksins komin en það er betra að vera inni meðan fóturinn er ennþá í gifsi,fór reyndar út í gærmorgun en þá var tími hjá sjúkraþjálfaranum og gengur bara nokkuð vel,eftir klukkutíma þar þá var ferðinni heitið til Guðbjargar systur en hún er með þennan fínan ofn eða betri plötur til að baka lagtertuna og frábær stund sem við áttum og kakan namma namm,það er búið að baka helling á okkar bæ,sumt búið og annað langt komið,þarf að baka aftur piparkökur og hálfmánaða,það er líka búið að skreyta helling,
púkarnir eru eitthvað að slappast og við höfðum samband við Sigurð okkar barnalæknir hann setti Bríeti aftur á lyf fyrir ristilinn en í vor var hún sett á tveggja vikna lyfjakúr sem virkaði vel,en þegar ristilinn er svona hægvirkur og stór þá er erfitt að laga hann,en stanslausir magaverkir og er mikið hoppandi ásamt því að ristilinn ýtir á þvagblöðruna og er þá erting sem veldur því að hún þarf oft að pissa og er oft brunin,já ekki gott mál en með lyfjum þá er hægt að ná þessu góðu,
mikil hamingja greip okkur hér á bæ í gær en ruv sýndi myndina um stelpurnar okkar landsliðið í fótboltanum,við sátum stjörf við tækið og vorum mjög ánægð með myndina,og í dag á fótboltaæfingunni var myndataka fyrir blað sem UMFG er að setja saman,
bóndinn fór á fund hjá 5 flokknum s,l. mánudag og kom fram hvað er að gerast hjá stelpunum næsta árið eða svo,mót fyrir norðan í marz,íslandsmeistaramót og svo pæjumótið í Vestmannaeyjum næsta sumar,og strax komin tilhlökkun hjá okkur,
svo styttist í að gifsið fari en næsta föstudag þá er ætlunin að húsfreyjan losni við það,en þarf að ná mér í hnéhlíf hjá Stoð eða Össuri og taka með,þetta gifs er orðið nokkuð rúmað um fótinn og er hægt að gera æfingar með góðu móti með hnéð í gifsinu,ekki verra það,
flestar jólagjafir er búið að versla en það hefur verið svona smátt og smátt á árinu sem þær hafa verið verslaðar og það er bara fínt að dreifa þessu,næst á dagskrá er að útbúa jólakortin og fullt af myndum sem hafa verið teknar á árinu og úr nóg að velja,svo er bara að búa til kortin í tölvunni og prenta út ca 40 stk og senda til útvalda hehe
fengum góða heimsókn í dag,vinkona úr efri byggð kíkti með guttana sína og við buðum upp á gott kakó og jólasmákökur bara gleði og fullt af gleði
þægindahringurinn hjá húsfreyjunni hefur stækkað ekki mikið en þó aðeins,skref í átt til framtíðar og batnaða,
en jæja það styttist í háttinn og húsfreyjan kveður þar til næst
kv frá húsfreyju í skreytinga og jólastuði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar