stóð í rigningu og roki og naut þess

dagur að kveldi komin og helgin framundan Smile ekki það að virku dagarnir séu eitthvað daprir nei svo er ekki,í morgun fékk húsfreyjan hringingu frá Sollu systur í Njarðvík,hún var búin að bíða spennt eftir heimsókn frá okkur systrum til hennar alla vikuna,mikið óskaplega hlakkaði húsfreyju til að komast út enda inniveran búin að vara í rúma viku,þegar úti fíkill eins og húsfreyjan er þá er inniveran Pouty

nú við systur drifum í ferðina héðan upp úr kl þrjú,húsfreyjan var farþegi enda ekki alveg í nógu góðu líkamlegu standi til að aka bíl en ekki var það auðvellt að klöngrast í mjög láann fólksbíl en lét sig hafa það,við komum við hjá systur tæpum hálftíma síðar og kom hún með okkur í husa,hagkaup og bonus,bara svona til að skoða og fullt af jóla, jóla við höfðum gaman af allri dýrðinni og ekkert verið að kaupa jóla , en í ferðinni ætlaði húsfreyja að versla svona eins og þrjár afmælisgjafir en fann eina í hagkaupum fyrir fjögra ára frænda á morgun Smile

síðan var ferðinni heitið til Sollu systur í kaffisopa og jólaköku og auðvitað frábært spjall,það er langt síðan síðast er við þrjár systur hittumst saman,og stefnum á að hittast í næstu viku hér í bæ,

við komum aftur heim kl sjö,bóndinn farin á æfingu en elsta dóttirin passaði púka systkin ásamt vinkonu sinni,og í dag þegar móir hennar var að slæpast með systrum sínum þá pössuðu þær og stóðu sig vel,þær steiktu eggjabrauð og buðu upp á skyr með því og voru púkar glaðir með þær kræsingar,

húsfreyjan var orðin mjög lúin eftir ferðina en það var bara svo yndislegt að hitta systur og komast í annað umhverfi þó svo að heima sé best Joyful

húsfreyjan og bóndi hennar eru aðeins búin að plana morgundaginn,þegar púkar eru farin í frænda afmæli þá verður aðeins tekið til hérna ,bóndi ætlar að riksuga allt og skúra upp á gamla mátinn,það virkar best segir hann þegar hann skúrar,húsfreyjan ætlar eitthvað aðeins að vera með í þrifum svona til að sýnast aðeins hehe á von á því að bóndinn hennar sjá til þess að hún geri ekki það sem bannað er,úff það er orð með sönnu að það að kenna gömlum hundi að setjast er ekki svo auðvelt,húsfreyjan er vön að vera eitthvað að gera svo kemur bann en sem betur fer tímabundið,

dóttirin elsta tekur til í sínu herbegi og vinnur svo eitthvað með heimalærdóminn,og dagurinn endar með að við búum til kvöldmat saman,það á svo eftir að koma í ljós en góð grænmetissúpa er á óskalistanum ásamt heimatilbúnum hveitikökum plús smjör og ostur Wink

en ætli það sé ekki best að fara að koma sér í bólið,

hafið það sem allra best og njótið helgarinnar saman

dreymi ykkur vel Sleeping 

kv húsfreyjan


tími til smá skipuleggingja

góðan daginn gott fólk Smile húsfreyjan í smá ritgerðarstuði,ætlar að festa á blað og jafnvel í blogg það sem henni langar að gera fyrir sjálfan sig og hver markmiðin eru,hef heyrt að það gæti haft áhrif á það sem ætlunin er að gera,en nú fyrst og fremst þá er loks eitthvað meira að gerast með betri andlega líðan,enda komin tími til grunar að það sé fyrst og fremst mikill léttir að báðar þessar stóru hné aðgerðir sé yfirstaðnar og nú sé hægt að einbeita sér betur að uppbyggingu á sál og líkama og það sé ekki verið að gera hlutina með hálfum huga,bíðandi þess að þetta sé yfirstaðið en nú virðist vera sem að dökku skýin séu að víkja fyrir sólu og á þessum árstíma þegar myrkrið skellur alltaf fyrr og fyrr og stendur lengra yfir,en húsfreyjan hefur ávalt verið hrifin af öllum árstíðum og hlakkar alltaf til þegar næsta árstíð er alveg við bæjardyrnar,

það er einmitt sem sáli hefur verið að ræða að það er mjög oft sem þessi árstími veikir frekar andlegu hliðina hjá fólki og þá sérstaklega fólk sem hefur háð lengi baráttu við erfið veikindi og þunglindi,og finnst honum það vera mjög jákvætt þetta með mínar tilhlakkanir þegar árstíðar eru og ekki skiftir máli hver er þessa stundina Happy

útsaumur er helsta handavinnan þessa daganna það er bísna mikið til í gömlu töskunni,, mamma arfleiddi húsfreyju tasku sem hún bjó til í hússtjórnaskóla ,, listi sem ber heitið Margareta berst hér á bæ tvisvar á ári og í mörg ár hefur sitt lítið af hverju verið pantað og búið er að sauma flest út það er reindar einn jólastrengur óopnaður en verið er að gera fyrri fæðingastreng tvíburapúkanna og er lítið eftir af stráka streng,stelpu strengur verður næstur en jólastrengur ummm Woundering hugsanlega í byrjun næsta árs,nema eitthvað gangi hratt með hina strengina,já svo er mynd sem húsfreyjan fjárfesti í þegar frumburðurinn var í mótun fyrir svona ellefu árum síðan og það er mynd af sofandi stelpu og er hún nokkuð erfið og það er stundum tekin nokkur spor en stefnan er að daman sem á að fá hana fái myndina í síðasta lagi í fermingagjöf hehehe það er einmitt búið að gera gott grín vegna þessarar myndar nokkuð lengi og einhver kom með þá hugmynd að stelpan fái þá bara myndina þegar hún fermist,,já húsfreyjan hefur sem sagt þá fá ár eftir tll að klára þá mynd,, ennþá góður tími til stefnu Wink

í gærkveldi komu til húsfreyju þrjár konur en við hittumst öll fimmtudagskvöld og prjónum og saumum og svo er bara gott og gaman að spjalla erum ekki með veislu þau kvöld bara að hittast og hafa gaman af í ca tvo til þrjá tíma, ef það er einhver sem kemst ekki út þá er hist heima hjá henni.

helgin framundan og tvö afmæli í boði,fyrst fara púkarnir í afmæli hjá jafnaldra frænda þeirra á laugardaginn,og voru þau voða glöð að vita að loksins er hægt að hittast fyrir utan leikskóla en veikindi hafa verið þar eins og á svo mörgum heimilum þessa vikurnar og ekki mikið um heimsóknir,og á sunnudaginn þá er afmæli systkina sem búa í efri hluta borgarinnar en stutt er á milli afmæla hjá þeim frændsystkinum okkar,þar eu þau tíu og sjö ára,

þá er loksins Helga systir búin að yfirgefa kjallaraholuna sem hún er búin að vera í að ég held í fjögur ár já kuldi og vatnsleki úr sögunni og það var strax bjartara hjá henni andlega seð þegar frmakvæmdir hófust við núverandi húsnæði,húsfreyjan er búin að taka eins heimsókn og þá var allt á fullu að gera þá íbúð eða réttara sagt gamla húsið í gott ástand,húsfreyju hlakkar til að kíkja í heimsókn svona þegar hægt verður að komast út í smá göngu það er nefninleg stutt í þá heimsókn en erfið brekka að ganga upp með einn fót í gifsi frá ökla að nára Frown langar ekkert að rölta á hækjum í röki jafnvægið er ekki alveg upp á sitt besta hehe er samt ekki í fyrsta skiftið með hækjur en vonandi ekki aftur í bráð þegar árið er á enda,verð líklegast eitthvað fram í jan eða feb með hækjurnar,,

en langar alveg óskaplega að fara gönguferðir frekar en í bílferðir,svo að þegar lægist utandyra þá fer húsfreyjan á flakk,

langar svo í lokin að benda þeim sem hafa gaman af eldamensku og tilraunum við þær og ekki verra að þær séu í hollari kantinum að kíkja á blogg vin minn sem heitir ellahelga þar er frábært hvað hún er að gera  og hvet ykkur endilega til að skoða hennar blogg Smile

en nú tekur við útsaumur og einn kaffibolli,kveð að sinni 

Kissing húsfreyju

 

 

 


mamma mig langar að fara á spítala og verða veikur

kl 6,45 hringdi klukkan í morgun og húsfreyjan skrönglaðist á fætur,og nokkuð þreitt enda hafði s,l. nótt ekki mikið sofið en þá nótt upp úr kl þrjú vaknaði húsfreyjan með slatta af verkjum þá var bara farið eftir fyrirmælum læknis og  tekið rölt um íbúðina,settist svo niður og skrifaði síðustu hugleiðingu og ritaði vinkonu bréf,en já hafragrautur  eldaður og börnin skriðu fram eitt af öðru og litla daman bara hress,ætlaði sko í leikskólann W00t og bróðir hennar var nokkuð rólegri og tók sinn morgunmat bara rólega ásamt eldri systur sinni,bóndinn sömuleiðis sifjaður en það leið ekki á löngu að allir nema húsfreyjan höfðu komið sér í fataleppa og haldið út,húsfreyjan eiginlega öfundaði fólkið að geta skellt sér út í rokið og rigninguna,en hún ákvað að taka smá lúr en sá lúr varði til kl að verða hálf tólf Smile

ekki slæmt það

þegar púkar komu heim eftir leikskóla þá var stráksi nokkuð leiður honum langaði að vera líka á spítala og vildi fá að verða veikur,,, þegar fjölskyldan kom í heimsókn á spítalann þá var að sjálfsögðu margt þar mjög spennandi,,, og viti menn stráksi fékk hita 39 og varð slappur,hann fékk hitalækandi og laumaði sér í ból foreldra sinna,eftir að hafa aðeins rökrætt við mömmu sína afhverju hann færi ekki á spítala Crying ekki mikil orka í rökræður,en litla systir hans skellti sér í sturtubað og lék sér þar í góðan tíma,stráksi hraut í klukkutíma og varð bara hress eftir svefninn,

elsta dóttirin fór á fótboltaæfingu og vinkona hennar kom svo með henni heim,þær eru mikið að búa til dansa og svo fá foreldrar að sjá afraksturinn sem eru bara flott hjá stelpunum þó svo ýmislegt fyndið og þær hlæja mikið og skemmta sér við dans og musik LoL

húsfreyjan fékk skemmtilega hringingu frá vinkonu sem býr úti á landsbygðinni og áttum við tal saman á meðan kvöldmaturinn var eldaður ummm gott stroganoff með nýjum karteflum og fersku grænmeti,

bóndinn og elsta dóttirin fóru á boxæfingu kl átta og púkarnir tóku til í sínu herbergi,,,sem er orðið ekkert vandamál lengur það er bara ekkert sniðugt þegar dótið er sett í stórann ruslapoka og önnur börn geta fengið pokann Angry ,,, þá er betra að drífa þetta af svo er ekki lengur allt dótið út um allt það er búið að minka það mikið og ekki lengur lengi að taka saman,

púkar fóru klukkutíma seinna að sofa en venja er sem er rúmlega hálf átta,það er gott að fá sögu fyrir svefn og við lásum langa sögu í kvöld og eru myndir skoðaðar líka og pælt og skoðað,já notaleg stund sem við reynum eftir bestu getu að eiga saman eins oft og hægt er,ekki hafa mörg kvöld frá fæðingu tvíburapúkanna að lestur hefur ekki farið fram enda hefur stóra systir þeirra átt flest kvöld með okkur sem lestur eru gerð góð skil fyri svefn,nú les hún oft fyrir systkin sín og oft lesum við foreldrarnir,þetta er Joyful stund saman

litla systir á snæfellsnesi hringdi og það var frábært að heyra í henni,henni líður vel,er ennþá með vinnu og brjálað að gera,hún er að læra að prjóna og er farin á fullt í heilsuátak,hún er reindar mjög meðvituð um heilsu og er búin að vera að prófa sig áfram,svo finnst henni gott að fá ráð frá okkur í sambandi við margt já hún hefur ávalt spjarað sig og er harðdugleg og á hellings lífsreinslu miðað við ungan aldur,það er gott að eiga hana að Heart

en jæja ætli það sé ekki komin tími á að loka bloggfærslu dagsins svo er spennandi fræðslu mynd á ruv mynd um rjúpuna

hafið það sem allra best,njótið lífsins og njótið þess að vera saman,það er líka gott að slá á þráðin til vinkonu,vinar eða fjölskyldu 

húsfreyja bíður góða nótt  


hugleiðing,,,,,hlustaðu á eigin ábyrgð og gjörðir

tilefni þessarar hugleiðingar er eftir að hafa horft á Kastljós sjónvarpsins í gærkveldi,og meðal annars var viðtal við mann sem einelti í skóla hafði haft áhrif á hans líf,og svo var þar maður í viðtalinu sem tók þátt í þessu einelti,og ef satt skal segja þá fann ég óþægilegar tilfinningar læsast um mig,þessar tilfinningar eru mjög erfitt að lýsa,og þegar fólk segir ,, ÉG SKIL ÞIG VEL,, þá er það ekki alveg að skilja nema að hafa lent í aðstæðum sem um er talið,eða svo er mitt mat, en þetta viðtal snart mig djúpt og ég skildi vel hvað hann átti við en hef ekki orðið vitni á að gerandi og þolandi deila saman svona lífsreyndum,mjög áhugavert viðtal,

og það er staðreind að afleiðingar eineltis geta varið það sem eftir er ævi þinnar,hér í bæ búa nokkrir þeir aðilar sem gerðu mér lífið erfitt bæði í æsku og svo tóku við aðrir einstaklingar við áfram fram á fullorðins ár,og það að mæta eða sjá það fólk á hinum ýmsum stöðum,hefur enn þau miklu áhrif sem það hafði og hefur á mann,til dæmis að það var fermingar hittingur í mínum árgangi s,l. mánuði og að venju þá er haft samband þegar svo er en einhver skifti áður hefur þessi hópur hist,en aldrei hef ég viljað eða getað farið,og ástæðan er jú þar eru þeir aðilar sem áttu þátt í einelti í minn garð,en ég er ennþá með þann vilja að geta einn daginn staðið upp og verið ákveðin að nú væri þessi kafli í mínu lífi lokið,

en því miður þá er staðreindin sú að á svo mörgum og ólíkum stöðum ennþá bæði gerendur og þolendur eineltis,og sem betur fer þá er til fólk sem vill hjálpa til við að stöðva þennan hrylling,

að fyrirgefa er ekki auðvelt en innst inni finn ég fyrir þeirri þörf og það sem ýtir við því er kanski það að sálin þarfnast þess hún er þreitt og þegar svo oft er verið að ýfa upp að það er mjög vont,það eru þeir einstaklingar sem verst gengu að manni sem maður sér oft,og eins og tvö s,l. sumur að þegar ég hef þurft að fara með elstu dóttur minnar á stað hér í bæ sem hún stundar sína uppáhaldsíþrótt utandyra að þar á bæ er oft einn einstaklingur sem átti stórann þátt í eineltinu,

oft já oft langaði mig til að hætta við að fara en lífið er jú áskorun og líka fyrir stelpuna mína þá fór ég og hafði huga,sjón og eyru á skemmtun dóttur minnar á æfingavellinum,þessi aðili hefur víst lítið þroskast á þeim árum sem hafa liðið að sögn annara sem ég hef talað við og þekkja til,og meðal annars er góð æskuvinkona mín sem hefur stutt mig mjög vel og það er mikill þáttur ,,stuðningur,,

við erum það sem við erum og það er að mörgu að hyggja og margt hægt að laga og einmitt er á dagskrá hjá mér að nota vel þann tíma sem framundan er þegar tvær erfiðar aðgerðir eru að baki og við tekur mikil þjálfun bæði andlega og líkamlega og hlakkar mig mikið til að takast á við þá áskorun,fyrst er að byrja á andlegu þjálfunni og fljótlega mun næsta þjálfun bætast við hægt og rólega og stefnan er að þegar næsta jóns messa verður að þá er ætlunin að ganga þorbjarnargönguna það verður örugglega frábær byrjun á endurþjálfun,

kveðja 

 

 

 


heima er best

húsfreyjan búin að koma sér vel fyrir,ristað brauð með bláberjasultu og heitt kakó í seinni morgunmat hjá okkur Bríeti Önnu Joyful en hún kom heim í gær úr leikskólanum með hita og var orðin slöpp en reyndi eins og hún gat að leika í dúkkó með bróður sínum,en svona við og við þá lagðist hún í stofusófa undir teppi með slatta af svefnbangsum og tók hvíld sem reyndar stóð ekki lengi yfir þegar líða tók að kvöldmat þá var hitinn komin í 39 og hún stíluð,þar sofnaði hún og svaf til hálf tólf en þá var hún vakinn svona áður en foreldrarnir gengu til náða,hún pissar og borðar banana ogfær sér vatn og svona til að tryggja nóttina þá var hún aftur stíluð og hún svaf til rúmlega sjö í morgun,

annars er húsfreyjan við nokkuð góða heilsu,eftir spítalavistina ekki svo gaman að dvelja þar en þær konur á deildinni mjög svo yndislegar ásamt öllum þeim sem hlúðu að húsfreyjunni,sem var mætt snemma á fimmtudagsmorgun,en rúmið sem beið hennar var staðsett á ganginum já allt fullt og mikil þrengsli,konurnar báðust innilegrar afsökunar á ástandinu og gerðu vistina á ganginum notalega,dagstofurnar tvær voru yfirfullar ásamt öllum stofum þessarar deildar.upp úr kl hálf tíu fékk húsfreyjan lyf fyrir undirbúning og hálftíma seinna var henni rúllað upp á skurðdeildina og þar voru líka sömu þrengslin rúm á göngum og allir á harða hlaupum,og þegar fólk er með grímur og í grænum búningum þá virkar þetta eitthvað svo fyndið,ekki lyfjunum um að kenna Wink

en fljótlega komu tvær konur og settu upp nálina sem átti svo eftir að vera föst við húsfreyjuna fjóra daganna,svo losnaði pláss í undirbúningsherberginu og það var aðeins notalegra,klukkan að nálgast ellefu þegar rúminu var rúllað inn um læsta hurð og að annari læstri hurð en þar fyrir innan var skurðstofan og læknirinn góði heilsaði með bros á vör,hann var sá eini sem ekki var búin að setja upp grímu,við spjölluðum þarna um daginn og veginn og á meðan voru aðstoðar fólk hans að skella upp nemum hér og þar á húsfreyju,svæfingalæknirinn fór yfir nafn og kennitölu og ýmislegt var aftur samþykkt áður en húsfreyjan væri svæfð,sem tók nú ekki ykja langan tíma,

en fannst eins og hún hefði rétt dormað þegar hún vaknaði frekar kvalin rúmum tveimur klst seinna þar inni voru góðar konur og læknar að struma yfir húsfreyju sem bara grét,það var ýmislegt reynt en að lokum var hún létt svæfð aftur og svaf lengi lengi,man svo næst eftir sér kl að verða átta um kvöldið og ný komin í herbergi sem tilheyrir dagstofunni,þar inni voru sömu konurnar og einn læknir og hlúðu voða vel og líðan orðin betri,svo var setið hjá húsfreyju fram á kvöld,nóttin var að mestu í móðu enda sterk lyf sem höfðu þau áhrif,meira að segja var hitablásari settur undir sængina svona til að gera líðan betri en húsfreyjunni var mjög kallt eftir aðgerðina,gott að fá ylinn undir sængina

var samt vör við reglulegt eftirlit við rúmið þessa nótt,sömu sögu að segja næsta dag ,sterk lyf og reglulegt eftirlit með húsfreyju sem svaf og svaf og svaf,

snemma næsta morgun kom læknirinn góði ásamt fyldarliði og var heldur en ekki brugðið þegar sænginni var flett ofan á gifsivafinn fótinn,það sáust ekki nema rétt í tærnar vegna mikillar bjúg og  verkir að aukast,læknirinn var alveg Angry brjál,þaut í burtu og kom að vörmu spori aftur með rafmagnssög sem er gædd þeim hæfileikum að sga létt í sundur gifs en særir ekki húð já skrítið apparat það 

svo var plast gifsið sagað eftir endilöngu og glent út,fóturinn haldinn uppi í dágóða stund og smátt og smátt komu tær í ljós,að sögn læknisins góða þá höfðu hans aðstoðarfólk ekki sett gifsið rétt á og svo var það of þröngt en það skal ávalt hafa það aðeins rúmað eftir aðgerð vegna bjúgmynduns og ekki kanski svo skrítið að vanlíða húsfreyjunar hafpi verið ekki upp á það besta,en það fólk sem vinnur þessa vinnu það á miklar þakkir skilið,það er bæði mikil ábyrgð sem hvílir á því og svo öll þessi þolinmæði og aðstoð sem það veitir,húsfreyjan hefur oft í gegnum tíðina þurft aðp dveljast á sjukrastofnunum og það má telja á fingrum annara hendar hversu slæmt fólk hefur þóst veita aðstoð með hrannaskap,

það stóð til að á laugardaginn fengi húsfreyjan jafnvel að fara heim,eða yrði send heim vegna niðurskurðar, en ástandið tók upp á því að versna og þá var drifin af ný myndataka og aftur tók við strekari lyfjagjöf og mikið sofið,læknirinn útskýrði svo fyrir húsfreyju fyrir heimferðina á sunnudag að svona mikil aðgerð hefði það oft í för með sér að verkir væru slæmir og þá væri það eina ráð að hafa sjúkling á sjúkrahúsinu undir eftirliti og sterkri lyfjagjöf,

en á laugardagskvöldið svona inn á milli verkja og já heilabúið eins og nokkur kakóútileguglös hefðu verið innbyrgt að húsfreyjunni var dröslað í setustofuna og spaugstofan ásamt útsvari varð fyrir valinu.þar inni sátu tvær aðrar eldri konur og höfðum við gaman af Grin reindar dálítið seinn fatarinn hjá húsfreyju en það er bara skemtilegra,þær konur höfðu orð á því að það væri langt síðan að ungur sjúklingur hefði dvalið á deildinni en það er víst ekki algengt að ungt fólk eða fólk undir fimmtugu væri á bæklunardeildum,en hressar og skemmtilegar konurnar sem dvöldust þarna á sama tíma,þó svo húsfreyjan sé ekki mikil ræðukona þá eru þessar konur með ólíka og mikla lífsreynslu skemmtilegar og eru mikið til í að ræða allt mögulegt hvort sem það tengist þeirra æfi eða það sem er að gerast í þjóðfélaginu

á sunnudagsmorgun þá var komið að því að setja nýtt gifs og þær skemmtilegu stelpur sem að því stóðu höfðu gaman af sinni vinnu og gerðu allt rétt samkvæmt fyrirmælum læknisins sem skoðaði myndirnar sagði að kennitala sjúklings passaði ekki við ástand slæmra hnés það væri ljót að sjá hné ungrar konu eins og hné gamallar konu,en þennan dag og nóttina á undan hafði verðið mikið að gera og höfðu þær orð á því að leynd hálka hefði myndast og fjöldin af fólki ekki gáð að sér og komið brotið og brákað,já veturinn kemur fólki alltaf á óvart Blush

en það er gott að vera heima og líðan bara nokkuð góð,einn dagur tekin fyrir í einu,þetta gæti verið verra,inniveran verður mikil þessar vikur sem framundan eru en 11 nóv þá er aftur myndataka og heftin verða tekin og nýtt gifs sett á,reiknað er með að svona korter í jól þá verður húsfreyjan laus við gifsið,það er svo sem ekkert að plaga húsfreyjuna jólin verða jafn góð þó að hér og þar sjáist rik og skápar ekki teknir í gegn,við ætlum bara að föndra og skreita yfir þetta allt saman LoL

já og baka eftir bestu getu hehe

en ætli það sé nú ekki komin tími á að loka tölvu í dag,þessi færsla hefur tekið tíma sinn og nú fer stráksi að koma heim úr leikskóla,elsta dóttirin ætlar að baka tebollur í dag og elda haust súpu í kvöldmat,já og svo kemur Lubbi aftur heim Joyful

húsfreyju gumpur sendi ykkur hlýjar kveðjur

 

 

 


mikil tilhlökkun fyrir tannlæknaheimsókn

að venju voru foreldrar ræstir kl að verða sjö og morgunmatur strax,og eftir morgunmat og lýsi þá tók við róleg stund,fjölskyldan fór svo bæjarferðina og í tannlæknaheimsókn,þar var að venju tekið vel á móti okkur,og ekki tók langan tíma fyrir tannsa að bræða hjarta litlu dömunar en hún er nokkuð feimin,límmiðar notaðir til að verðlauna hvert skref sem tekið var við skoðunina,svo á tannsi galdra stól sem vakti mikla kátínu þegar hann var prófaður LoL og komu þau alsæl út frá tannsa og bæði handarbök með flottum límmiðum,og verðlaun úr dótakassanum og stráksi valdi sér vasaljós og stelpurnar prumpublöðrur,elstu dömunni var líka boðið verðlaun ekki leiðinlegt, og engar skemmdar tennur Joyful tannsi var að vonum ánægður fyrir hönd foreldranna sem höfðu nú engar áhyggjur af skemmdum,enda vel hugsað um tennur og afar sjaldan sælgæti og önnur óhollusta á boðstólum,og er endurkoma eftir ca níu mánuði en oftast líður sex mán á milli eftirlita en vegna tannlæknasögu elstu dótturina sem ennþá hefur aldrei fengið skemd í tönn þá er ekkert verið að koma á sex mán fresti,

að því loknu var drifið sig heim og við tók leikur og fjör og tannlæknaleikur efst á vinsældalista dagsins hvað leiki varða Smile 

húsfreyjan fór í heimsókn til vinkonu sem býr ofarlega í efri byggð í dag en sú vinkona varð árinu eldri í dag en í gær,eftir kossa og knús og smá gjöf þá var sest niður í smá spjall og te,og áttum við góða stund saman,

svo í dag og á morgun er smá undirbúningur á heimilinu fyrir bóndann þessa daga sem húsfreyjan verður fjarverandi,en svo sem ekkert mikið að gera bara dúllast hér og þar,og eiga svo tíma með púkum,langar að heyra í vinkonu á morgun sem býr ekki alveg eins ofarlega í efri byggð og hin vinkonan,svo að það er aldrei að vita nema hún fái hringingu á morgun Smile

hringdi reyndar í litlu systur í dag hún hefur það bara fínnt nóg að gera í hennar vinnu og er hún bara hress og kát,ætlaði að kíkja óvænt hér í veisluna en lagði og seint af stað suður,en hún kíkir í næstu ferð,annars er komin tími á að við kíkjum til hennar,vonandi verður það sem fyrst,

en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld,kanski að húsfreyja silnji eftir sig aðra færslu á morgun fyrir bæjarferðina en hafið það nú samt notalegt og munið að hvert augnablik er dýrmætt

kv húsfreyjan


afmæli,afmæli

jæja þá er afmæli púkanna lokið,það fór vel fram,fullt af ættingjum og vinum,og á tæpum þremur klst,komu og fóru gestir og sem betur fer þá er ekki annar í afmæli,því gestir tóku hraustlega til matar sýns og ekki arða eftir af drykk eða kökum,glöð húsfreyja sem hlítur að teljast fínn bakari Blush

púkarnir vilja meina að þau séu orðin fjögra ára,og verða svo meira fjögra ára á afmælisdaginn,þau eru mjög ánægð með gjafir og að fá nýjar alvöru sængur frá afa og ömmu,það er mjög notalegt Joyfulfannst þeim þegar þau fóru að sofa að loknum afmælisveislu   

en þreyttir foreldrar sem drifu frágang af og meira að segja fór uppþvottavélin aftur í gang en kvöldið áður neitaðu hún að taka inn vatnið og gafst bóndinn ekki upp fyrr en bilunin fannst,skellti svo í vélina meira að segja tvisvar eftir afmælið og húsfreyjan sá um að þrífa gólf,

bóndinn boðaður í svínaflensu sprautu klukku tíma fyrir afmælið en björgunarsveitamenn eru í forgangshóp,það voru einhver slappleiki í köllunum fyrsta sólahringinn en þeir eru að skríða saman,eins er elsta dóttirin búin að fara í sýna árlegu flensu sprautu og í ár fékk hún sinn fyrsta fullann skammt og loks í morgun var hún farin að hressast en er búin að vera slöpp,hún fór á fótboltaæfingu í dag og er núna á box æfingu með pabba sínum en bóndinn er að þjálfa nokkra stráka í orkubúinu þrjú kvöld í viku

 systir úr Njarðvík kom í dag ásamt tveimur börnum sínum,við áttum gott spjall saman bökuðum vöfflur sem voru borðaðar með bestu list með bláberjasultu og rjóma,kíktum líka til Helgu systur en hún er að undirbúa fluttning úr lélegri kjallara íbúð og í fínnt hús sem hún fær leigt,það er verið á fullu að gera þá íbúð að betri íbúð,er hún búin að bíða lengi eftir að komast úr kjallara holunni,þetta á eftir að gera mikið fyrir hana og vonandi fara þá hlutirnir að gerast hjá henni Wink

fyrsta tannlækna heimsókn púkanna er á morgun og sækja þau sama tannlæknir og systir þeirra til borgarinnar,þau hlakka mikið til,svo verður önnur bæjarferð á miðvikudaginn en þá verður húsfreyjan eftir í bænum og gistir hjá breiðholtafjölskyldu og þarf að mæta snemma á spítalann og þá er bara fínnt að hafa svona fyrirkomulag Wink vakna kl sjö og demba sér strax á spítalann,

húsfreyjan var hvött til að segja frá einu ævintýri sem hún lenti í í Dannmerkurferðinni og hér kemur hún................

mánudaginn daginn fyrir heimferðina þá var ákveðið að hópurinn færi saman í skógarferð,okkur leist príðisvel á þá hugmynd,við ókum í dálitla stund og komum að mjög stórum og fallegum skógi,og við lögðum í hann og gengum að hluta til í gegnum skóginn og fengum leiðsögn um skógarvinnu og eftir smá spöl var komið að krossgötum,önnur leiðin var valin og sú leið lá að skógarjaðrinum,þar tók við tún sem var girt með rafmagnsgirðingu,en þar fyrir innan,þetta var stórt tún,og langt í burtu glitti í kúahóp og við teindamamma erum hræddar við naut og drifum okkur að ganga rösklega yfir túnið og að stóru vatni þar voru svanir á ferð,ekki vildum við stoppa lengi þar við og drifum okkur til baka af túninu,og fengum við ýmiskonar hróp og köll að baki okkar að nú væru nautinn að koma en við komumst klakklaust á leiðarenda,,,,,en ef þetta væri allt þá væri þessi ferð ekki mjög eftir minnileg,,,,það var farið verulega að rökkva og gerðist það mjög hratt og þegar svo stór skógur og í útlöndum er annars vegar þá fer ímyndunar aflið á ferð og á leið að bílastæðinu þá gengu nú ekki allir á sama hraða,daman okkar og frænka hennar voru fremstar og voru í úlfaleik,svo kom sonur eigenda gististaðarins ásamt kærustu sinni og svo húsfreyjan,fyrir aftan var rest af hópnum samt ekki langt á milli,við komum að krossgötunum og þegar húsfreyjan gengur fyri hornið þá sér hún bara stelpurnar og kærustu Atla,og ekki hafði hún gengið langt en stór dökk vera stekkur út úr skóginum og baðar út höndum og kemur með hrikaleg hljóð,og viti menn húsfreyjan öskrar og öskrar og hnígur niður af hræðslu Crying

hún bæði grét og hló en verkurinn í líkamanum sem adrenalínið olli var mjög vont,það brá engum öðrum við Atla en hann olli þessum hrekk,en hann ætlaði að hrekkja allan hópinn en sá ekki það vel að hann var ekki alveg saman,en ekki leið á löngu en allir í hláturskasti nema Atli hann var verulega vandræðalegur,dóttirin sagði að hún vissi ekki að mamma sín gæti öskrað svoa hátt og mikið,og bóndinn var svo sem ekki hissa þegar hann sá Atla standa þarna stóran og í hettupeysu það vantaði bara ljáinn,eftir þónokkurn tíma komst húsfreyjan á leiðarenda í fylgd bónda síns og eigenda gistihússins,

þegar við komum að bílastæðinu þá var hlegið þar,en sá hlátur var vegna annars prakkarastriks en teindapabbi ætlaði ásamt Hauki en hann er faðir Óðinns en hann er mágur bóndans og á gistihúsið,nú þeir kallar ætluðu að stríða okkar hóp en þeir gengu til baka þegar við komum að túninu,en í staðin þá var hópur af þýskum ferðafólki sem lenti fyrir þeirra hrekk en þeir höfðu falið sig í runna og stokkið geltandi fram en brugðið sjálfum þegar þeir sáu vitlausan hóp,en allt gekk vel að lokum og þýski hópurinn lauk sinni skógar göngu í sátt við W00t snarbrjáluðum íslendingum

en þeir kallar heyrðu öskrin í húsfreyju og furðuðu sig á hvað hefði nú skeð,auðvitað fengu þeir að heyra þá sögu og nú síðast í gær í veislunni þá voru hrekkjabrögðin rifjuð upp,

og hjartað í húsfreyju er sem sagt nokkuð sterkt,og með þessum orðum kveður húsfreyjan í kvöld

hafið það sem allra best

góða nótt og Sleeping sofið vel   

 

 

 


jólin þín byrja,,,,,,,,

þá er það bara að dembast yfir okkur, jólin þín byrja hér og jólin þín byrja þar,aftan á fréttablaðinu í morgun blasti þessi auglýsing, það má alveg byrja aðeins seinna að auglýsa þessa blessuðu okur hátíð,og fyrir almarga sem láta glepjast hvert árið en ætla sér svo að halda aftur af sér þegar hátíðin berst til okkar með kirkjuklukkum landsins,en svo einhvern vegin þá kemur þessi eyðslu þörf eins og hnífs stunga í bakið ár hvert, en sem betur fer þá hafa margir þann háttinn á að láta nægju sína og ekkert umfram,sem er jú bara fínt að geta hamið Smile sig

en þegar húsfreyjan og hennar bóndi ásamt frumburðinum fóru Dannmerkur ferðina fyrir rétt rúmlega viku síðan að þá var fólkið önnum kafið að skella jóla þetta og jóla hitt í hillur og glugga verslanna og meira að segja dóttirin ákvað að versla sér eins og eitt stykki jóladóta daga tal,annars var þessi ferð nú engin innkaupaferð og er verðlagið þarna hátt og ekki budduhæft,en smá innkaup eins og tvennar buxur á stráksa ásamt tveimur síð erma bolum, bolur og brók,svo fengu púkarnir þrenn pör af fingra vettlingum og voru þetta sett saman í pakka nú dóttirin átti pening og keifti sér peisu,buxur og síð erma bol já og húsfreyjan fann sér þessar fínu mjúku buxur sem henta vel sem æfingabuxur og eru víðar yfir fót sem verður gifsaður eftir nokkra daga,

komst svo af því á heimferð frá danberkur að þetta voru svo náttbuxur þegar strimlar voru skoðaðir og eiðsla yfirfærð á ísl krónur en samt mjög góðar svartar náttbuxur Joyful

ferðin ytra var dásamleg,veisluhöld og dekur ásamt skoðunarferðum og fallegt er nú landið,við komum þarna í ca 15 stiga hita,sól og blanka logn já hitamolla og flott veður alla daganna,svo er ennþá grænt sléttlendið og miklir skógar og já bara mjög fallegt þarna,

hótelið sem við dvöldum á er alveg þess virði að skoða þegar þarna er komið,nú eða að kíkja á heimasíðuna þeirra sem er ,,,,   www.sdrbjertkro.dk

og rifjið upp dönskuna hehe

að koma heim er alltaf gott,púkarnir í góðu yfirlæti hjá litlu systur og voru dálítið feimin við okkur þegar við komum Blush

síðan hafa dagarnir liðið hratt og afmæli púkanna á morgun eða veislan verður þá,húsfreyjan hefur verið að baka aðeins og undirbúa, s,l. fimmtudagsmorgun eld snemma þá fór húsfreyjan í innskrift fyrir aðgerðina og tók AÐEINS þrjá tíma að innskrá húsfreyjuna og svo er mæting 7,30 næstkomandi fimmtudagsmorgun,

og næstu daga þar á undan þá ætlar húsfreyjan að gera einhverja hreingerningu hér og þar svo bóndinn geti nú einbeitt sér að hafa hemil á púkum ásamt því að sjá um það allra nauðsynlegasta eins og elda einhvern mat og setja í þvottavél og uppþvottavél annars tókst honum bara nokkuð vel í byrjun árs þegar húsfreyjan fór í fyrri aðgerðina,húsfreyju bauðst að það verði í athugun með fluttning á sjúkrahúsið í Keflavík eftir aðgerð og það lagðist bara vel í frúna Joyful

en jæja ætli þetta sé ekki bara nokkuð gott í dag,húsfreyjan ætlar að taka smá blund fyrir kvöldið en þá verður sett á brauðtertur og kornflex muffins í form,hafið það sem allra best og njótið augnabliksins

kv húsfreyjan

,


einhvern veginn þá hafa færslurnar bara horfið áður en þær eru vistaðar,bara klaufaskapur í húsfreyju

húsfreyjan búin að gera nokkrar tilraunir til að blogga og ekki hefur það gengið vel,en þá er bara að taka bloggpásu og byrja aftur Wink

svo sem ekkert markvert gerst hér á bæ,púkar sem voru kríli þar til í vor,eru ekkert að púkast,ekki svo að það sé einhver söknuður af því,elsta barnið vantar að komast á fótboltaæfingar en þær hefjast 12 okt en við komum heim frá Danmerkur 13 okt,já það er alveg að koma að þeirri ferð,við munum fara í loftið kl sjö á föstudagsmorgun og koma heim um miðjan dag 13 okt Joyful svo er komin dagsetning á seinni hnéaðgerðina og er sá dagur 22 okt,en fyrst ætlum við að halda upp á fjögra ára afmæli púkanna 18 okt en þau eiga afmælisdag 25 en þá verður húsfreyjan að öllum líkum ennþá á sjúkrahúsi en stefnan er sett á að legan fari fram í Keflavík en aðgerðin sjálf er á borgarspítalanum,

já bara nokkuð annasamur mánuður Woundering sem er rétt að byrja

húsfreyjan er farin að leiða hugan að jóla mánuðinum,það hafa verið keiftar nokkrar gjafir svo er verið að búa til gjafir og eins verið að sauma út kort og myndir,glugga í uppskriftir og gera tilraunir með þær,á nú ekki von á stórbakstri eða hreingerningu á heimilinu en aðventan og jólin verða ekkert verri fyrir því Wink hlakka bara til

nú lækna heimsóknir og tímar hjá sjúkraþjálfara hafa ekki fallið niður,sálfræðingur heldur ennþá meðferð en eins og er er verið að vinna með ferðakvíðann og eins með fælnina,það verður fullt af fólki þar sem við munum dveljast í Danmörk, og verkina í baki og mjöðmum en einhvern daginn hlítur þetta að koma,hæfileg bjartsýni Joyful

en úff það er að koma nótt og húsfreyjan orðin nokkuð lúin,kannski að það komi færsla fyrir föstudag hver veit en hafið það sem allra best þar til næst

kv húsfreyjan

 


hitt og þetta

haustið greinilega komið með tilheyrandi rigningu og roki,og hitastigið lækkar smátt og smátt en við fengum nú mjög gott sumar og þá er alveg sættanlegt að fá haustið Wink með því veðurfari sem því fylgir,en annars bara allt gott héðan,við vöknuðum við vekjaraklukkuna en ekki púkanna kl sjö í morgun og aðeins leti og enginn asi hér á bæ,elsta dóttirin byrjaði sinn skóladag á að fara í íþróttir og púkarnir í leikskólann,bóndinn til vinnu og húsfreyjan í orkubúið,tók þar góðann tíma á fjölþjálfarann og aðeins létta boxæfingu og stirktaræfingar fyrir bak og mjaðmir,bara nokkuð hressandi að vanda,

dagurinn í gær var svona með sínu hefðbundnu sniði,svona eins og gengur og gerist,eftir leikskóla þá var púkastrákur lúin og kúrði með bók,en tók aðeins við sér þegar litla orgelið var sett í samband og þau héldu tónleika fyrir heimilisfólkið hehe Smile

börnin fengu gjöf frá vinkonu húsfreyju sem fór í verslunarferð til Ameriku s,l. viku og náttföt fyrir þau yngri en húfa og vettlingar fyrir elstu dótturina,en afmælisgjafir púkanna bíður þar til 25 okt en þá verða þau fjögra ára já það er bara komið að því,tíminn hefur heldur betur liðið,

húsfreyjan fékk góða heimsókn frá vinkonu úr efri byggð í vikunni,við áttum gott spjall yfir nýbökuðum tebollum og kaffi,létum okkur dreyma um náttkjóla og annað í bæklingi LoL ekki oft sem við getum hist en það er þeim mun skemmtilegra að spjalla og hafa gaman af lífinu og tilverunni,

í morgun þegar húsfreyjan var á leið með púkanna á leikskólann þá hittum við æsku vinkonuna og hún bauð okkur að kíkja í dag, litla daman hennar og okkar púkar tala mið um hvert annað og vilja hittast svo það er komin tími á heimsókn,og spjall en allt of langt er síðan síðast,vinkonan búin að þvælast og þá er gott að hittast og eiga góðann tíma saman Joyful

vinátta púkanna við hvort annað er svona upp og ofan en svona oftast eiga þau skap saman,þegar þau detta inn í leik saman þá eru tilfinningaböndin mjög sterk,þau kalla hvort annað elsku systir og elsku bróðir,knús og kossar,leiðast og meiga ekki af hvort öðru sjá,lesa fyrir hvort annað og margt margt,en sem betur fer þá geta þau slitið sig frá hvort öðru og leika sér við aðra en þau eiga sameiginlega vini og það fer þá mjög vel á milli þeirra þriggja eins og með breiðholtsfrænda,og tveir frændur sem eru með þeim á leikskólanum en eru á hinni stóru deildinni,ekki samt alveg að ganga upp þegar báðir frændurnir vilja leika við þau og eru þá fjórir púkar saman aðeins of mikið eins og er en vonandi lagast það,svo er mjög spennandi að fá að hittast eftir leikskóla og þá fá þau svona oftast að ráða leikfélaga og við mömmurnar finnum svo út hvert skal svo halda,en ef halda skal heim án leikfélaga þá er dramatíkin sérstaklega hjá strákapúka í hávegum haft,já það er eins og það sé verið að slíta hjartað úr,svo mikið er dramatíkin,jamm þetta geta strákar líka Wink

fatamerkingar upp á nýtt er nýja handavinnan hjá húsfreyju,en bóndinn fór á háaloftið og sótti fatnað fyrir púkanna sem eru af eldri dótturinni,vettlingar og kuldagallar þarf að merkja aftur,einn mjög hlýr kuldagalli frá 66 gr norður sem passar á strákinn og svo var eitt sett af úlpu og buxum sem passa á stelpuna en er ekki eins hlítt svo þá þarf að ath fatamarkað eða eitthvað slíkt í næstu viku og finna vonandi á góðu verði galla á stelpuna og kuldabuxur á eldri stelpuna,ásamt innanhússkó,já sú elsta stækkar hröðum vexti og ekkert lát er á þeim vexti,

en jæja það er víst komin tími á hádegismat,og spjall við bónda sem er að koma heim,á svo eftir að gera nokkur húsverk áður en púkar koma heim

heyrumst síðar

kv húsfreyju gumpurinn 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband