dagurinn í dag er

tileinkaður Vilhjálmi Vilhjálmssyni söngvara með meiru, ég var svo heppin að alast upp við tónlist hans,og hefur hann alltaf átt stað í Heartmínu söngur hans og útgeislun fær gumpinn til að fá kökk í hálsinn, á þessu heimili er til safnið hans sem kom út s,l. haust og var strax fjárfest í því og hefur verið spilað nokkuð oft það er líka til gamlir diskar með lögum hans og hefur verið passað mikið upp á þetta allt saman.

annars er heilsan hægt að koma er sem sagt aðeins betri en í gær,samt með hita, beinverki, hálsbólgu, verkjar ennþá í brjóstholinu en kvefið hefur losnað og hóstinn ekki eins þurr þetta kemur allt saman í rólegheitunum Wink

heilsan hjá bóndanum er ennþá slæm en segir að það sé hálsbólga, hiti og beinverkir, pensilinið verður komið í fulla virkun á morgun, hann var að vinna í allann dag kom frekar slappur heim um kl átta fer aðeins að vinna á morgun eftir hádegi svo á að reyna sem best að hafa það gott hjá okkur öllum um helgina

Sölvi Örn er mikið búin að sofa hann svaf alla síðustu nótt Sick lítið í gær , var nokkuð hress seinnipartinn í dag engin uppköst og borðaði þónokkuð og svaf mikið var með hita svo voru börnin sofnuð rúmlega hálf átta ca klukkutíma seinna vaknaði Sölvi og gubbaði aðeins yfir sængina og á sig,hann sofnaði svo í fangi pabba síns á meðan mamman skifti um sængurver og lak, hann var ekki með hita og vaknaði ekki á meðan hann var færður í sitt rúm

Bríet Anna hefur sloppið við Sick og líka Gyða Dögg veit ekki hversu lengi þær sleppa eða við hjónin Errm

ætla að hafa það notalegt það sem eftir er kvöldsins og stefnan er tekin á bólið ekki seinna en kl ellefu

hef bónda minn öðru megin við mig innpakkaðann í sæng og hitapoka og hlustum svo á Vilhjálm Vilhjálmsson syngja fyrir okkur inn í svefninn

gumpurinn sendi ykkur Kissing og bíður ykkur Sleeping vel


heimsókn til læknis í gærkveldi,svo kom upp í nótt

Sickþetta var nú meiri dagurinn í gær, gumpurinn hélt að liðan væri að skána en hún versnaði mikið er líða tók á daginn Crying sófalega með sæng og beðið eftir að bóndinn kæmi heim, börnin voru mjög dugleg við leik og týndu flest allt dót framm til mömmu sem lá hálf meðvitunarlaus í stofusófanum, um kl fimm þá var pantaður símatími hjá vakthafandi lækni í Keflavík og um kl sjö þá hringdi hjúkrunafræðingur, það var víst mikið að gera hjá læknum að þeir báðu hjúkrunafræðinga að taka símatíma , gumpurinn gat með naumindum sagt frá veikindunum enda með mikla vanlíðan,háann hita, verk í brjóstholinu, sára öndun með blísturhljóði ,

koma strax sagði konan en gumpurinn komst ekki af stað fyrr en korter í átta, börnin sofnuð og afi þeirra kom og passaði Smile gumpurinn klæddi sig í kuldaföt en var samt mjög kallt, hitinn stilltur nokkuð hátt í bílnum , er komið var á sjúkrahúsið þá settist gumpurinn eða lá einhvernveginn í stól á meðan bóndinn tilkynnti og borgaði og svo var beðið í einn og hálfann klukkutíma, full biðstofa og tveir læknar sinntu sjúklingum,

frekar erfitt að bíða en einhvernvegin tókst þetta og læknirinn sem tók á móti okkur var kona mjög svo almennileg hún lét strax taka myndir af brjóstholi og lungum ásamt blóðprufu og allt þetta tók klukkutíma, hún var mjög hissa á að læknirinn hér í bæ hefði ekki viljað hitta gumpinn en lét fá pensilin eftir símatíma, svona á ekki að sinna sjúklingum sagði hún Angry

myndirnar sýndu lungnabólguvírus af völdum innflúensu, svo gumpurinn fékk bráðameðferð sterapensilin töflu strax ásamt verkja pg bólgueiðandi lyf, blóðprufan var fín, svo átti gumpurinn að leggjast í rúmið og helst vera þar í tvo til þrjá daga,fékk með sér tvo lyfseðla sem átti að leisa út strax morguninn eftir fékk sömu lyf og fékk á sjúkrahúsinu, en gumpurinn tjáði læknunum það að það væru lítil börn heima og hefði enga pössun nema að þau væru á leikskóla fjóra tíma, en bóndinn ætlaði að taka sér frí eftir hádegi og vera með börnin Wink

læknirinn spurði um heilsufar gumpsins og komst að því að vanlíðan sem verið er að rannsaka svo þessi veirusýking kæmi mögulega út frá miklu álagi síðan krílin komu í heiminn og það álag veikti oðnæmiskerfið , því gumpurinn hefur mjög,mjög sjaldan náð sér í pestir sem eru allt í kring , reyndar hefur fjölsk verið frekar heppin nema krílin þau eru veikari fyrir ,  og því ætti gumpurinn að gæta sín og styrkja sig vel, ætti að gefa sér tíma til að ná sér,

er heim var komið þá var aðeins borðað og beint upp í rúm, bóndinn kláraði skattaskýrsluna en upp úr kl eitt þá vaknaði Sölvi með Sick gubbupest, hann var drifinn framm og klæddur í önnur föt og svo kúrði hann með pabba sínum,mamman tók utan af rúminu og setti í þvottavél, setti nýtt á rúmið og lagðist aftur til svefns, klukkutima seinna gubbaði Sölvi aftur ekki mikið hann hafði fengið sér smá bananna, þá tók gumpurinn við svo bóndinn gæti farið og lagt sig, enda var hann orðinn frekar slappur með aukinn hósta og hita, ekki samt orðin eins og konan.

hann ákvað að taka pensilinið sem var til því gumpurinn átti ekki að taka það meira inn var aðeins búin að taka fjórar töflur og hann sagðist alveg geta byrjað að taka þær inn því hann ætti tíma hjá lækni á föstudagsmorgun og ætti von á að vera settur á pensilin,

Sölvi var mjög slappur lá í mömmufangi og dormaði, allt í eina vildi hann fá að drekka svo þá var gripið til þess ráðs að lesa utan á pakka með bílveikistöflunum og þar stóð að þær væru líka notaðar við venjulegum uppköstum svo tekin var hálf tafla mulin saman við goslaust gamallt lite coke,fyrsta skiftið sem svoleiðis drykkur sem Sölvi smakkaði og hann fussaði ekkert við honum LoLen fékk bara lítið svona rétt til að koma töflunni niður,og stráksi var bara nokkuð sáttur við þetta, svo sofnaði hann hálf fjögur og svaf til sjö, systir hans vaknaði hress í morgun og fór á leikskólann og stóra systir í skólann en Sölvi var heima með mömmu sinni sem leið betur en kvöldið áður

hann reyndar var alltaf að spyrja um Bríeti sína vissi að hún var á leikskólanum, annars var bara voða notalegt hjá okkur, bóndinn heima í dag var eitthvað að hressast en við hjálpuðumst að með börnin,gumpurinn svaf frá fjöur til sex, það var rosalega gott, og þau voru svo sofnuð fyrir átta í kvöld Sölvi getur ekkert borðað en drakk aðeins bláan gatoreil það er ráð frá lækni, dýnan rúmum barnanna plastað vel og svo er bara búið að undirbúa ef fleiri fá Sick í nótt, líðan gumpsins er mikklu betri en ekki mikil orka svo nú er víst betra að láta þetta nægja í kvöld

hafið það sem best og Sleeping nótt


góð páskahelgi þrátt fyrir veikindi gumpsins

þá er páskahegin búin þetta árið og tæpt ár í næstu páskahelgi sem betur fer var ákveðið að fara ekkert í ferðalag því veikindi herja á gumpinn Crying 

er búin að taka pensilin í áskrift eftir símtal frá lækni í gær morgun nú á að vera hálfann mánuð á pensilini, er gumpurinn vaknaði á laugardagsmorgun þá var heilsan að hraka og særindi í hálsi ásamt slappleika gerði vart við sig, gumpurinn skilur ekkert í þessu Woundering eins og heilsan er góð þegar pestir herja á landsmenn í stórum stíl

en á mánudagsmorgun var lagt upp í smá ferð ásamt systur bóndans og fjölsk hennar, lagt var af stað af heiman um kl hálf tíu en kl átta þá fékk Bríet Anna hálfa töflu af ferðaveikistöflunni, gumpurinn var frekar slappur en dúðaði sig vel og vildi endilega að farið yrði í ferðina, til vonar og vara þá var bílstóllinn hennar Bríetar klæddur í gamat lak og aukaföt í tösku ásamt nesti,og sleðinn í skottið.

það var fjör í bílnum börnin höfðu gaman af, ferðin gekk vel og stoppað var þar sem snjór var og sleðinn tekinn úr bílnum og börn og foreldrar skemmtu sér vel, gumpurinn lét fara vel um sig í bílnum á meðan, tók til nesti og heitann drykk fyrir sleðafólkið Wink

um miðjan dag komum við á Selfoss til ömmu , bóndans og systur hans , langömmu barnanna hún býr þar ásamt dóttur og tendasyni, og veisla beið okkar, pönnukökur,heitt kakó og rjómeterta, að venju var myndavélin notuð óspart í ferðinni og enduðum við á að fara krísuvíkurleiðinna heim

komum heim kl hálf sjö og engin bílveiki hjá Bríeti Grin og er það í fyrsta skifti sem við höfum getað farið út fyrir Reykjavíkinna án þess að bílveiki geri vart við sig , en verð að viðurkenna að taugaveiklun gerði vart við sig hjá foreldrum á leiðinni er hóst eða hiksti kom upp, en Bríet stóð þetta allt af sér hún var mjög kát ekkert sljó eða þreytt af pillunni en svaf sinn lúr eins og Sölvi eins og þau gera eftir hádegi.

en í gærmorgun var heilsan mjög slæm hjá gumpinum hiti, beinverkir og hrikalega sár hósti, og fékk sem sagt aftur pensilin og lá svo bara fyrir í stofusófanum hálf rænulaus en börnin voða góð og léku sér ásamt því að gæða sér á ávöxtum,orkubitum og vatni sem mamman þrátt fyrir rænuleysið útbjó og setti á stofuborðið, bóndinn kom svo heim um hálf sex með lyf og danska brjóstdropa GetLost sem smakkaðist ekki vel það var eins og að hella spritti á sár að innbyrða þessa danska dropa, svo tók bóndinn við að gefa börnunum kvöldmat sem saman stóð af skyri,rjóma og rúgbrauði og vaskaði upp Wink

um kl sjö dröslaðist gumpurinn upp úr stofusófanum og ákvað að hjálpa til við að koma börnunum í náttföt,pústa og bursta tennur, vissi alveg að bóndinn gat þetta alveg en varð að hreifa sig aðeins, hefði betur verið áfram í sófanum, börnin sofnuð hálf átta og við tók meiri sófalúr en varð örlítið hressari er leið á kvöldið, fékk sér rúgbrauð og ost, bláann kastala mygluost, ekki veitir af að fá auka pensilin,

nóttinn var ágæt vaknaði nokkrum sinnum en líðan betri í morgun,kom börnunum í skóla og leikskóla með hjálp bóndans og tók svo utan af sænginni eftir nóttina það var mikið svitnað af völdum hitans og reyndar er bóndinn að verða aftur slappur,ekkert mál greiniega að smitast,og skellt í þvottavél, ætla svo eftir smástund að hafa samband við barnalæknir og fá tíma hjá honum í Dómus, að ráði heimilislæknisins , barnalæknirinn verður ekki hér fyrr en í næstu viku svo við verðum bara að ná til hans í bænum, vona að hægt sé að fá tíma fyrir helgi, börnin eru frekar lúin,

jamm ætli gumpurinn láti þetta morgun blogg gott heita í bili, farið vel með ykkur og hafið það gott bið að heilsa ykkur í bili.

kv gumpurinn

 


langur dagur í dag og svo merkileg heimlidarmynd í kvöld

merkilegt hvað föstudagurinn langi er alltaf langur Undecided þessi dagur hefur ekkert styðst frá því gumurinn var barn og fannst þessi dagur vera sá lengsti á árinu meira að segja lengri en aðfangadagurinn reyndar er sá dagur skemmtilegastur af jóladögunum margt að gera þá en á föstudaginn langa í gamla daga þá var lítið hægt að gera en það hefur reyndar breyst hvað það varðar því börnin höfðu að venju helling fyrir stafni, og sáu til þess að mamma þeirra hafði líka helling að gera Shocking

vöknuðu kl hálf sjö og fór pabbi þeirra á fætur með þeim en mamman dormaði til rúmega hálf átta það var ekki mikið um svefn sl. nótt og var því óskaplega eitthvað svo Sleeping þegar börnin vöknuðu

en kl átta þá skellti kallinn sér í jeppaferð með nokkrum köllum og kom heim að verða níu í kvöld en sem sagt hellingur að gera í dag hjá börnum og mömmu þeirra, svo um kl hálf sjö kom litla systir ásamt kærasta í heimsókn og krílin voru voða glöð að sjá þau og léku á als oddi LoL þennan klukkutíma sem systir og kærasti stoppuðu

eftir kvöldmat þá voru börnin háttuð og sofnuð um kl átta en sú elsta er með vinkonu hjá sér sem ætlar að gista í nótt ,  gumpurinn horfði ásamt kalli sínum á mjög áhugaverða heimildamynd sem beðið var eftir með eftirvæntingu og hét hún annað líf Ástþórs þvílíkur dugnaður í þeim manni bundin í hjólastól og stundar störf bóndans í sveitinni af fullum krafti að maður fer ósjálfrátt að hugsa , hvað er maður að kvarta og kveina með báðar fætur , ennþá heilar , og margt stoppar mann en ekkert þennan mann sem er bundin í hjólastól þessi maður er ótrúlegur og snart Heartí gumpinum

annars er bara allt fínt í páskafríinu kallinn að vinna eitthvað á morgun og svo verður farið í fermingaveislu hjá Adda sem er elsta barn Sollu systir við ætlum svo einhvern tíma um páskanna að fara dagsferð austur og koma við á Selfossi hjá langömmu barnanna , amma bóndans og ætlar systir bóndans og fjölsk hennar að slást í för , ætlum að prófa að gefa Bríeti lyfið við bílveikinni áður en farið verður af stað Wink

jæja þetta er orðið gott í kvöld kl að verða ellefu og komin tími á svefn , hafið það gott og njótið páskanna

kv gumpurinn 


þvílík tilviljun

nennirinn var í hámarki í gærkveldi hjá gumpinum, komin í rúmið kl tíu og Sleeping en vaknaði rúmlega fjögur er Sölvi kallaði á mömmu sína hann vildi fá að drekka og svo sofnaði hann, en dagurinn í gær var bara góður hjá börnunum en gumpurinn var í vandræðum með að halda sér vakandi en það tókst þar til börnin fóru að sofa eftir kvöldmat, en í gærmorgun þá fórum við hjónin til Keflavíkur og gumpurinn skellti sér í blóðprufu og það skondna við það að þegar komið var í blóðprufustólinn , og gumpurinn lét blóðprufustúlkuna vita að það væri ekki auðvelt að taka blóð æðarnar smáar og erfitt að finna þær ekkert mál sagði stúlkan Smilevið notum bara bötterflay nál sem pínulitla barna nál með slöngu og á meðan hún græjaði nálina og hendina að þá voru hinar stúlkurnar að spjalla um erfið blóðprufutilfelli og þessar sem voru reyndari sögðu við hinar sem voru ekki eins reyndari að það væri ekkert mál að hóa í þær ef erfitt tilfelli kæmi upp og viti menn ekkert gekk hjá stúlkunni sem reyndi að taka blóð úr gumpinum

svo hún kallaði á þessa sem var reyndari og hún kom Smile og sagði þvílík tilviljun að það sé erfitt tilfelli akkúrat núna  hún var ekki lengi að græja hina hendina og finna pínulitla æð og sýndi stúlkunni hvernig best væri að finna æð og svo var stungið en æðin var nú frekar sparsöm á blóðið og þurfti að beita brellu til að lokka blóðið í þrjú hilki og tók þónokkurn tíma og við og við leit stúlkan á gumpinn og spurði er allt í lagi, jú jú allt í lagi sagði gumpurinn þetta venst.

jamm svo var þetta búið og stúlkan tekur límmiða og ætlar að setja á hilkin og segir annað nafn en það sem átti að vera nei segir gumpurinn þetta er ekki mitt nafn Wink

úff sem betur fer spyr ég alltaf fólk um nöfnin sem eiga að koma á hilkin segir stúlkan og Blush aðeins það væri ekkert grín ef vitlaust nafn væri sett á hilkin.

og í dag er stefnan að skella sér til Keflavíkur já aftur þetta gerist nú ekki oft tvo daga í röð en það þarf að gera þessi vikukaup í Bónus og svo þarf bóndinn að komast til læknis , ekki hægt að fá tíma í okkar heimabæ , og það gerist örsjaldan að það gerist en hann er frekar bólgin á handabakinu er búin að vera það nokkuð lengi og með verki svo það þarf víst að láta líta á það

á meðan bóndinn er hjá lækninum þá ætlar gumpurinn og börnin að dvelja hjá systur sinni á meðan hún býr í Njarðvík og er á fullu að undir búa fermingu elsta barnsins , Addi er elstur af þremur systkinum, en systir bauðst til að vera búin að fara á heilsugæsluna kl hálf fjögur og panta tíma á bráðavaktina sem er frá fjögur til sjö bara til að flýta fyrir og að bóndinn geti verið fyrstu kl fjögur Joyful

 ekki slæmt það, svo er búið að ákveða að vera heima um páskanna það er víst betra þegar heilsan er ekki góð og svo er veðurspáin vond á skírdag en það er sá dagur sem fjölsk hefði viljað fara norður en í staðin þá er stefnan að fara í fjölsk og húsdýragarðinn um helgina og gera sér dagamun í mat og páskaeggjum Tounge

ætla að láta þetta gott heita  í morgunsárið kanski að það komi meira í kvöld hver veit

kv gumpurinn


hvað á að gera um páskanna , kannski ferð norður í Bárðardalinn

mikið óskaplega er nú gott að setjast niður eftir erilsaman dag, ekki það að dagurinn í dag hafi eitthvað verið erfiðari en hver annar dagur Undecided nei nei það er bara gaman hjá okkur svona oftast en verst er að geta ekkert farið út með börnin þau fara stundum út í smástund á leikskólanum , eru á leikskólanum frá átta til tólf , það er búið að vera svo kallt að strax í haust að þá sögðu læknarnir að þessi vetur yrði innivetur hjá krílunum .

það er mjög stutt að fara á leikskólann bara ganga aðeins neðar í sömu götu og þessi stutta ganga er stundum nó til þess að hóstaköstin verða slæm en með vorinu þá koma bjartari tímar og við er bjartsýn á að þá verði heilsan betri Wink

við reynum sem sagt að hafa skemmtilegan dag og gerum ýmislegt til dundurs, það er frábært að sjá börnin móta leir ,teikna,lita,skoða og jafnvel lesa myndirnar í bókunum, að hafa þau forréttindi að geta fylgst með og tekið þátt í leik og starfi barna sinna sjá þau vaxa og dafna og njóta samvista þeirra eru þvílík forréttindi við skulum því njóta þessara tíma með börnunum okkar Heart

gumpurinn fékk tíma hjá lækni í dag það var allt fullt en losnaði svo einn tími sem betur fer, læknirinn hlustaði vel og lengi á skúkrasögu gumpsins og skoðaði, hlustaði og tók púls og ekki leist lækninum vel á ástandið á gumpinum Frown og fyrst af öllu er að fara í fyrramálið til Keflavíkur í alsherjar blóðprufu og ekki má gumpurinn aka bíl utanbæjar og sem minnst innanbæjar þannig að bóndinn var beðin um að taka bíltúr með frúnni kl átta í fyrramálið svo á að hafa það sem rólegast en hafa samband strax og ástand versni eitthvað, læknirinn ætlar að hafa samband ca tveimur dögum eftir blóðprufu

einnig var rætt um bílveiki Bríetar Önnu því fjölskildan hefur verulegar áhyggjur ef farið er  í bíltúr hvort sem er stuttann bíltúr eins og til Keflavíkur eða til Reykjaíkur, nú gumpurinn nefndi lyf sem vinkona sagði frá og spurði læknirinn um lyfið jú við skildum prufa það og svo var skrifað upp á lyfseðil, við erum ennþá að hugsa um að fara norður í Bárðardalinn um páskanna svo læknirinn sýndi fullann skilning að við vildum ekki vera að æða neitt vegna bílveiki Bríetar, eins og fjölskildan hefur gaman af að ferðast um landið  Joyful það kemur í ljós næstu tvo daga hvort við leggjum upp í langferð

ætla að kveðja með smá gullmola

ef þú segir alltaf sannleikann þarftu aldrei að muna neitt

hafið það sem allra best og Sleeping vel

 

 


bæjarferð og fermingaveisla í dag

ótrúlegt en satt börnin sváfu til kl sjö í morgun Grin  Sölvi örn vaknaði tíu mín í og Bríet Anna vaknaði korter yfir, en fóru að venju að sofa á sama tíma og venjulega kvöldið áður milli hálf átta og átta

svo að venju þá byrjaði fjörið strax og í morgun var boðið upp á hafragraut og smá rjóma út á, svo lýsi og vitamín og pensilin og allt þetta rann vel niður bæði í börn og foreldra nú svo kom litla systir í heimsókn , eða fósturdóttir okkar því við höfum verið mikið með hana síðan hún var pínu pons ,

fengum við okkur kaffi og spjölluðum mikið það var svo gott að sjá hana og hún greinilega dafnar vel fyrir vestann, krílin eru ótrúlega dugleg að biðja um að fara á koppinn og í morgun að þá fór Sölvi bara á koppinn og kom svo með koppinn framm og sagði vá vá svo varð Bríet að gera það sama og pissaði líka í koppinn það er engin pressa á að þau fari á koppinn þau fengu bara allt í einu mikinn áhuga og það er frábært Wink 

svo var ákveðið að skella sér til Reykjavíkur og ná í nýju gleraugu gumpsins en gumpurinn var svo heppinn að systir bóndans og maður hennar fóru út fyrir landsteinanna fyrir viku síðan og náðu í þau í fríhöfninni og munaði um rúmar sautján þús kr á verði þar og í Reykjavíkinni, nú okkur var boðið upp á bakað brauð og súkkulaði mjög gott , börnin léku sér án teljandi prakkarastrika þessa tvo tíma sem við vorum svo var haldið heim á leið og aðeins puntað sig fyrir fermingaveisluna sem okkur var boðið í, við vorum svo komin heim um kl fimm og áttum fína stund með börnunum þar til þau fóru að sofa rúmlega hálf átta en gumpurinn á von á að þau verði vöknuð um kl sex eins og vanalega og það er bara í góðu lagi Joyful

Gyða Dögg er komin í páskafrí svo hún verður með mömmu sinni að dúllast í fyrramálið þegar hin krílin verða farin á leikskólann, gumpurinn ætlar í ræktina og sprikkla aðeins með konunum þar , við erum nokkrar saman í tímun mán,þri og fimmtudögum en hina dagana þá gerir gumpurinn léttar æfingar með aðstoð eigandans Orkubúsinns en það er heiti á stöðinni, þessi kona sem er eigandi að hún er með okkur í tíma þesa þrjá daga og það er svo gaman , við prufum ýmislegt t,d. í tækjasal, rope yoga, grafitti bekkina og svo er sett upp hringur með ýmsum þrautum

já þessir tímar bjarga eiginlega deginum einhvernveginn þá kemur smá auka orka sem dugar eitthvað framm eftir hádegi þó svo engin orka sé er gumpurinn vaknar á morgnana Frown en gumpurinn passar upp á að fara snemma í bólið eða á sama tíma , borða hollann og góðan mat.

ætla líka að gera tilraun og panta tíma hjá læknir og vonast eftir tíma fyrir páska því gumpurinn er frekar eitthvað meira skrítin en venjulega það er eins og svefnhöfðgi mikið slen og þreita sem hafa verið að hrá gumpinn nokkuð lengi og bara versnar dag frá degi, bóndinn segir að álagið sé mikið en hann hjálpar auðvitað eftir bestu getu en vinnur mikið líka utan heimilis hann er jú fyrirvinnan ekki eru örorkubæturnar miklar sem gumpurinn hefur litlar tæpar 95 þús á mán

en við getum lifað getum borgað okkar skuldir og höfum mat ofan í okkur sem er betur en margur hefur, en þetta lífsgæðakapphlaup nei ekki hjá okkur , við höfum hvort annað , börnin okkar þak yfir höfuðið og mat HEPPINN

 jæja ætla að láta þetta duga í kvöld gumpurinn er lúin og ætlar að fá sér Pukka te fyrir svefninn og vona að svefninn verði betri en s,l. nætur

vona að þið hafðið það sem allra best og látið ykkur líða vel

góða nótt og dreymi ykkur vel


uppátækjasöm börn, kúkur og piss á víð og dreif

þá er enn ein helgin komin, laugardagskvöld og allt voða rólegt , krílin voru sofnuð kl rúmlega hálf átta og sú elsta er í tölvuleik með pabba sínum í smástund hún fer að sofa fyrir tíu,

það er bara alltaf sama fjörið á þessum bæ og eitt verð ég bara að segja frá, á fimmtudaginn s,l. þá gengur sá dagur eins og flesta hina daganna en þegar líða tók á seinni helming dagsins og kl að ganga sex þá ákvað gumpurinn að byrja að elda kvöldmatinn, gormarnir mínir í góðum leik og þá átti að nota tækifærið og byrja á kvöldmatnum  Smile

í matinn átti að vera kjúkklingur skorinn í litla bita og steiktur á pönnu,ásamt pasta ,grænmeti og kókosmjólk út í sem sagt pottréttur, gumpurinn var rétt hálfnaður að skera kjúkklinginn þá birtist Bríet alsber og með kúk á höndunum,og segir deiji kúka, sem þýðir Sölvi kúka , gumpurinn hendir frá sér hnífnum og kjúkklingurinn settur í vaskinn og grípur í vatn og sápu, og inn í stofu stendur Sölvi á stofuborðinu alsber ásamt pissi og kúk á borðinu, þið getið rétt ímyndað ykkur svipinn á gumpinum Devil innst inni en sagði ekki mikið í reiðitón, gormunum fannst þetta mjög fyndið en allt þrifið mjög fljótt ,gólf, borð og börn, þá hafði Sölvi verið búin að kúka og ákvað að bjarga sér sjálfur tekið af sér bleijuna og deilt henni með systur sinni, og þetta skeði á mesta lagi fimm mín, já þau eru mjög svo uppátækjasöm og færist það ört í aukana dag frá degi.

ásamt því að þau eru mjög dugleg að biðja um að fara á koppinn og hefur aðeins dregið úr bleijunotkun.

og í dag þá leið dagur fljótt og ekkert skammarstrik að ráði voru gerð enda voru þau velvöktuð af mömmu sinni, en pabbinn þeirra var í vinnu eftir hádegi, í morgun þá voru krílin í pössun hjá afa og ömmu á meðan foreldrarnir fóru í kirkju á jarðaför en komust ekki í garðinn eða í erfisdrykkjuna, vegna vinnu og svo eru krílin ennþá slöpp með hor og hósta en eru að skána aðeins, veit ekki hvort við förum í fermingaveislu á morgun það ræðst af því hvernig börnin verða til heilsunar, þau eru búin að vera með hitavellu og best er að fara varlega svo ekki slái niður,

á von á að litla systir komi í heimsókn, hún er í heimsókn það á að ferma úr fjölsk og mikið óskaplega hlakka gumpinum til að hitta litlu systur, sjáumst voða lítið því hún býr á Rifi á kærasta og er í vinnu, svo hún kemur sem sagt lítið suður en við erum í góðu sambandi.

gumpurinn nefndi síðast að það sé verið að lesa bók Wink og ekkert smá fyndin það eru til nokkrar unglingabækur eftir sama rithöfund hér á þessu heimili sem hafa verið lesið oft og mörgum sinnum, og þessi bók sem gumpurinn er að lesa , hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama , er hreint út sagt brábær, þegar gumpurinn heyrði s,l. sumar að þessi bók mundi koma út að þá var sú ákvörðun tekin að þessa bók yrði að lesa og ákvað í leiðinni að gefa húsbóndanum hana í jólagjöf, svo er gumpurinn varð spurður í jólamánuðinum hvað á að gefa kallinum í jólagjöf og gumpurinn svaraði nú eins og satt var þessa bók og inniskó, verð að viðurkenna að þetta svar kom flatt upp á marga ,afhverju þessa bók , ertu ekki hamingjusöm eða er verið að gefa kallinum eitthvað í skin,

en nei ekkert svoleiðis sagði gumpurinn það ríkir hamingja en er bara svo forvitin um bókina kannski er hægt að gera betur og læra sitthvað upp úr bókinni Kissing 

og hefur lesningin vakið upp mikinn hlátur er ekki búin með bókina en pottþétt hægt að notast við fjölmörg ráð Heart aldrei of gamall til að læra

ætla að enda þetta á að segja þetta

það er betra að vera þögull og álitinn kjáni en tala og taka þar af með af allan vafa

hafið það sem allra best og góða nótt


hvernig er aftur sú tilfinning að sofa heila nótt og vakna útsofinn

þetta var nú meiri nóttin sem leið s,l. sólahring eins var með síðustu fjórar nætur þar á Frown undan Bríet Anna sefur lítið fyrir hósta og allra síður mamman sem reynir að fremsta megni að láta krílið sitt líða betur, hóstasaft fyrir svefninn og púst og nefdropa, vona nú að pensilinið farai að hafa áhrif og að næsta nótt verði róleg og krílið sofi svo og mamman, ekki veitir af því mömmunni líður eins og hún sé svefndrukkinn svo mikil er þreitan sem er uppsöfnuð.

en samt einhvernvegin tekst að gera það sem þarf að gera dagsdaglega t,d. með daginn í dag hann byrjaði kl 6,45 og þá vaknaði Sölvi Örn hann vildi ólmur borða og fyrir valinu í morgun var weetos , reynum að hafa sem fjölbreytann morgunverðinn , mamman sem var mjög svo syfjuð Cryingdröslaðist framm úr og kom morgunmatnum í skál ásamt mjólk, fór svo og vakti elstu dótturina hún var lasin með magaverk og höfuðverk en vildi nú samt fá sér morgunverð en ákvað svo að vera heima í dag.

var lasin í gær en fór nú samt í skólann en í morgun var hún sem sagt heima, stuttu seinna þá vaknaði Bríet Anna og var nokkuð hress hún borðaði morgunverð ásamt að fá sér lýsi og vitamín og pensilin ásamt bróður sínum, kallinn kom sér svo frammúr rétt á eftir og í sameiningu komum við börnunum í föt og meiri föt og röltuðum með þau á leikskólann, þar var að venju tekið vel á móti okkur, að því loknu þá fór kallinn í vinnuna og gumpurinn í ræktina ætlaði að vera í ca klukkutíma .

kom heimkl hálf tíu skellti sér í sturtu og fékk sér banana og hnetusmjör að ráði einkaþjálfarans  Winkog ekki neitt pétur pan hnetusmjör nei nei heldur lífrænt og hollt það á að fá sér eina til tvær teskeiðar með banana á dag, nú svo lagði gumpurinn sig svo í klukkutíma og það veitti ekki af hefði getað sofið miklu lengur en tók svo aðeins til og setti í þvottavél og svo kom kallinn heim og við fórum á leikskólann þar biðu eftir okkur ánægð en þreytt börn og þau voru ekki lengi að sofna þegar heim var komið.

nú það sem eftir var af deginum þá einhvernvegin tókst að setja í nokkrar þvottavélar og sumt af því í þurkara  svo að brjóta saman helling af þvotti, gefa bornum að borða, sníta og sníta, leika við börnin, lesa sögu,átti gott símtal við vinkonu ekki þarf flókin samtöl svo líðan verði betri ,nú svo eru krílin óðaönn að nota koppana sína og í leiðinni að uppgötva sjálfa sig og skoða líkamann gumpurinn átti í vandræðum með að vera ekki í hláturskasti þegar þau fundu það út að þau pissuðu ekki alveg eins það var leitað og skoðað og stór spurningamerki á andlitinu því Sölvi gat togað og teigt þetta sem pissið kemur út en Bríet fann ekki sitt sama hversu vel var leitað,  elda gómsætann kvöldverð reyndar ekki flókið en það var steiktur fiskur með lauk og niðurrifnar karteflur ásamt gulrætum, brokkoli,lauk, öllu þessu var gufusoðið saman og svo í lokin var sneiddur piparostur yfir, og ferskt grænmetu uumm ekkert smá gott Tounge

svo var borðað rúmlega hálf sjö og börnin sofnuð klukkutíma seinna , kallinn fór svo í vinnu og er nýkomin heim,gumpurinn er að horfa á topp model og ætla upp í rúm hálf ellefu ,

sem sagt einhvernvegin þraukar gumpurinn þó svo alla orku vanti en þetta kemur nú allt saman vonandi fljótlega og þetta verða næstum því lokaorðin í kvöld ætla bara að kveðja og bjóða ykkur góða nótt Sleeping

p,s.   gumpurinn er að lesa frábæra bók sem heitir hvernig gerirðu konuna þína hamingjusamari og það er frábær bók segi seinna frá þeirri reynslu Kissing


lífið gengur sinn vanagang en vantar orku í kroppinn

vantar auka orku núna strax Angry þessi veikindi sem hafa hrjáð gumpinn og fjölsk hafa tekið sinn toll af orkunni en samt heldur nú lífið sinn gang .

það var haldið fjölsk afmæli s,l. sunnudag hér heima og að venju þá var fjölmennt hér á bæ og mikið fjör, boðið var upp á grænmetissúpu með pasta, orkubitar, smábrauð, hummus, vöflur með eplum og súkkulaði, klakavatn með appelsínum og lime sneiðum, kaffi og heitt súkkulaði og það bara fór vel í fólkið Joyful

afmælisbarnið fékk fullt af gjöfum bæði pening, föt og ýmislegt smá dót,

dagurinn í dag byrjaði að venju snemma, börn fóru í skóla og leikskóla, bóndinn í vinnu og gumpurinn í ræktina, eftir hádegi þá þurfti að fara með yngstu börnin til læknis, reyndar var farið með Sölva Örn á föstudaginn og læknirinn vildi líta aftur á hann og líka á Bríeti Önnu ef hún mundu versna af hóstanum og kvefinu, læknirinn fékk svar við sýninu sem hann tók úr eyranu á Sölva og þá kom streftakokkasýking í ljós, læknirinn skoðaði Bríeti mjög vel hlustaði og tók strok úr hálsinum og sama svar þar streftakokka og þá var skrifað upp á pensilin.

læknirinn nefndi að ef kvefið og hóstinn yrði enn til staðar eftir að pensilinið væri búið að þá ætti Sigurður barnalæknir að skoða börnin.

þetta ætlar að vera mjög svo erfitt fyrir krílin mín að verða frísk, þau hafa verið  lasin meira og minna síðan í september s,l.  Undecided orðið erfitt fyrir krílin mín alltaf hor, hósti og sýking.

sem sagt lítil tilbreyting og dagarnir renna saman áfram en við erum nú bjartsýn og vitum að um síðir birtir upp Grin 

næstu helgi kemur fósturdóttir, litla systir , í helgarheimsókn það er fermingarveisla sem hún ætlar í mikið hlakkar okkur til að hitta hana það er orðið nokkuð langt síðan við sáum hana og ætlum við að eiga smá stund saman og jarðarför á laugardaginn sem við hjónin ætlum að fara í .

jæja þetta er orðið gott í kvöld gumpurinn ætlar snemma að sofa eins og undanfarin kvöld, bóndinn er að vinna framm á kvöld,

gumpurinn bíður ykkur góða nótt og Sleeping vel

munið að láta ykkur líða vel og verið jákvæð og bjartsýn það hjálpar til InLove að láta ykkur líða vel


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband