veikindi hrjá gumpinn og svo smá hugleiðing um börnin okkar

gumpurinn tók upp á því að verða veikur Shocking já sl þrjá daga hafa verið slæmir dagar hiti beinverkir mikil hálsbólga og eyrna verkir, hringdi á heilsugæsluna í gærmorgun en því miður ekki tími laus fyrr en næsta þriðjudag en gat fengið eina lausa símatímann og læknirinn hringdi rétt fyrir hádegi og ræddum saman lasavandamálið gumpsins einnig barst í tal vandamál Sölva það er ennþá að leka úr eyranu og vildi læknirinn kíkja á hann næsta morgun og það var svo í morgun að gumpurinn fór með börnin á leikskólann frekar slappur og skreið svo beint undir sæng og var þar til rúmlega níu en þá dröslaðist gumpurinn aftur í útigallann og kom sér í bílinn og út á leikskóla þar beið Sölvi eftir mömmu sinni .

læknirinn var að venju mjög fínn og skoðaði vel eyrað og ákvað að taka sýni og setja í ræktun og skrifaði upp á aðra eyrnadropa, svo var tekið sýni úr hálsi gumpsins og ath hvort um streftakokka og jákvætt svar kom.

sem sagt pensilin á hjónakorninn í tíu daga Wink 

svo var dröslað Sölva á leikskólann aftur og í apotekið að ná í lyfin og aftur skriðið undir sæng til hálf tólf en þá var búið að taka inn pensilintöflu og verkjatöflur og aðeins betri líðan eða þar til gumpurinn var ca hálfnaður að vaska upp að þá gerði vanlíðan aftur var við sig og svimi og verkir létu vita af sér en það var fullur vaskur og ekki vanþörf á að grinka á uppvaskinu , en það tókst að lokum , nema pottur og panna , svo hringdi bóndinn og ath líðan kellu sinnar .

kallinn fór snemma í vinnu þennan morgunin og síðustu morgna , gumpurinn vildi óska þess að kallinn hefði getað farið kl átta en ekki kl sjö það hefði verið gott vegna slappleika gumpsins.

en það er bara þannig að þegar veikindi koma upp að þá verður bara að halda haus og þrauka áfram , hugsa um börn og bú.

gumpurinn á það til að hugleiða ýmislegt og langar að koma svo mörgu á framfæri það er margt svo óréttlátt og svo er einnig margt sem betur má fara, t,d.  íllt umtal og framkoma hvernig getur fólk lifað við það að tala ílla um aðra og dæma aðra án þess að blikkna við það , og þessi blessuð barna afmæli eða vinaafmæli það er mikið kappsmál að , verða að bjóða annað hvort öllum stelpunum,strákunum eða öllum bekknum, þetta er bara ekki réttlát eða það segir dóttir mín sem vildi bara bjóða fáum vinum sínum,hélt upp á vinaafmæli s,l. laugardag  hún réði alveg hverjum hún vildi bjóða og ekkert vandamál okkar megin , hef talað við kennarann og hún segir að það sé ekki skilda að bjóða öllum en samt á ekki að skilja eftir ef bjóða á nánast öllum annað hvort stelpunum ,strákunum eða öllum bekknum.

um það vorum við sammála en það voru krakkar sem vildu láta bjóða sér en dóttir mín sagði við þau börn að hún væri búin að ákveða hverjum hún ætlaði að bjóða en nefndi engin nöfn, einhverjir fóru í fýlu, og gumpurinn bara spyr hvers eiga börnin að gjalda þegar foreldrar banna börnum sínum að leika við sum börn vegna þess að þeim var ekki boðið í afmæli.

gumpurinn á ekki til orð verð bara að segja það.

svo eigum við að leyfa börnunum að vera börn,þau verða alltof mikið fyrir áreiti annað hvort heima eða að heiman, komum börnunum út að leika sér, kynnum fyrir þeim alla leikina sem við fórum í er við vorum börn, leifum þeim að koma skítug heim sæl og ánægð  að hafa getið leikið sér án þess að hafa áhyggjur á að skíta ekki út fötin sín, leifum börnunum að leysa mál sem upp koma eða alla vega að reyna það án þess að við skiftum okkur af því, minnkum tölvunotkun, sjónvarpsgláp, og inniveruna, og umfram allt hætta öllu þessu skuttli hingað og þangað,  börn hafa bara gott af því að ganga, hlaupa og hjóla,

mikið óskaplega sakna gumpurinn gamla daga þegar börnin voru miklu meira frjáls en þau eru í dag það er alla vega á okkar heimili þá er margt eins og í gamla daga,

og eitt að lokum hugsið um mataræði ykkar og barnanna okkur brá virkilega þegar skólablaðið kom síðast út að þá var grein þar frá hjúkrunafræðingunum vegna sívaxandi offitu barna og tilmælum til foreldra að ath mataræði og hátt prósentufall offitu.

látum okkur líða vel og hugsum vel til allra

hafið það sem best og góða nótt


það er brjál að gera

hæ hæ gumpurinn er komin aftur það er búið að vera nokkuð mikið að gera og hef bara ekki nennt að blogga á kvöldin hef farið snemma að sofa

Gyða Dögg er búin að halda vina afmæli og var það haldið s,l. laugardag hún réði auðvitað hverjum hún vildi bjóða og það komu sjö börn reyndar var frænka hennar úr Reykjavík í þeim hópi hún gisti hér um helgina, og það var mikið fjör þessa tvo tíma sem afmælið var og til hals og traust þá kom frænka , sú sem kemur með í gönguferðirnar á kvöldin , við buðum upp á afmælistertu, orkubita og klakavatn með appelsínisneiðum að drekka með og voru börnin mjög ánægð með veitingarnar.

svo átti að halda upp á fjölskafmælið daginn eftir en vegna veðurs þá var því frestað þar til næsta sunnudag en við fórum með Sölva til læknis um morguninn það lekur mikið úr eyranu og það má ekki koma við það nú læknirinn skoðaði allt voða vel og komst að því að rörið var ennþá á sínum stað sem betur fer, annars væri ástandið verra, Sölvi fékk krem til að setja í eyrað og svo var haldið heim í snjókomu og bil en það var nú í góðu lagi.

við komum svo við hjá teindó og fengum ís og kaffi svo var sent út skilaboð til fjölsk og vina um frestun á afmæli, sem betur fer því Sölvi var svo pirraður og slappur að það hefði ekki verið gaman fyrir hann að hafa fjölda fólks og hávaða svona lasin, hann var stílaður og svo svaf hann í dágóða stund.

en teindó kom í heimsókn í súpu og tertu og færðu afmælisbarninu slatta af fötum, amman fékk kaup æði á útsölu , og sumarfötin munu koma sér vel í sumar.

svo hafa dagarnir runnið hratt og áður en gumpurinn veit af þá er komið kvöld og samt helling eftir að gera en það kemur bara í rólegheitunum,var að skúra stofu og gang og ætla að skúra eldhús eftir smá stund svo á morgun verður þrifið aðeins meira.

jæja ætla að láta þetta duga í bili þarf að fara að sækja börnin á leikskólann eftir hálftíma og þá þarf að hafa hraðar hendur ef klára þarf að skúra fyrst,

heyrumst síðar og hafðið það sem allra best

kv gumpurinn


auglýsi hér með eftir afleysingar mömmu

já það er alveg þörf á því einstaka sinnum eins og suma daga og daginn í dag börnin alveg ga ga stanslaus slagsmál og rifrildi plús það að vera mikið kvefuð og úthaldslítil að þá koma svona dagar sem væri alveg þörf á afleysingar mömmu Crying

annars var dagurinn í gær á sjálfan konudaginn bara fínn við komumst í bæjarferð og gumpurinn gerði góð kaup í rúmfatalagernum keifti myrkragluggatjöldum fyrir stofuna og gluggatjöld í herbergi hjá Sölva svo var okkur boðið í kaffi og kökur hjá teindó Tounge 

og dagurinn í dag framm að kl tvö var góður áður en krílin breyttust í  Devil 

gumpurinn er að leggja sig allan framm að börnin hafi eitthvað að gera en þessi innivera og veikindin eru farin að taka mikinn toll bæði frá börnunum og svo mömmunni, vona svo innilega að þetta fari nú að taka enda en sem betur fer þá komast þau ennþá á leikskólann og mamman í ræktina en um leið og tíðin skánar og börnin fara að verða frískari að þá verður farið út að leika og í gönguferðir Wink

jæja nú er gumpurinn verulega farið að langa í bólið en kallinn er ennþá að vinna svo það verður nú ekki vakað eftir honum, hann reiknaði með að vera að vinn aallavega fram að miðnæti

svo gumpurinn bíður góða nótt og Sleeping vel

 

 

 

 

 

 


hring eftir hring eftir hring

síðustu dagar hafa runnið út í eitt krílin mín hafa farið á leikskólann ennþá með kvef og hor ekkert að skána því miður Frown Gyða Dögg hefur líka komist í skólann með herkjum, finnur til í hælnum og hefur gengið á táberginu í fjóra daga og komin með blöðru þar , nú kallinn vinnur og vinnur og hefur lítið sést heima var meira að segja að vinna í allan dag og kom heim hálf átta í kvöld fer í vinnu einhverntímann á morgun, þar fór bæjarferðin

en kannski komumst við í stutta bæjarferð gumpurinn ætlaði að versla aðeins í rúmfatalagernum sem sagt smá von um bæjarferð

nú gumpurinn hefur stundað ræktina grimmt Devil ætla að ná góðum árangri annað kemur ekki til greina, og kallinn  hefur líka stundað heræfingarnar grimmt honum finnst æfingarnar ekki nógu erfiðar ég líka spurði hvað þarf til að kallinn komi heim verulega þreyttur af æfingu það þarf að taka nokkrar aukaæfingar á kvöldin Whistling 

í kvöld er verið að horfa á skemmtilega dagskrá sjónvarpsins fyrst spaugstofuna og þeir klikka ekki og nú eru það laugardagslögin og vonandi kemst júrobandið fyrir okkur út í Serbíu þau voru hreint út sagt frábær á sviðinu áðan

hlakka til á mánudaginn þegar mömmur og ömmur koma í heimsókn á leikskólann í tilefni konudagsins á morgun þá verður boðið upp á morgun mat með börnunum það er reyndar alltaf gaman að koma á leikskólann

ætla að láta þetta gott heita og njóta kvöldsins vona bara að úrslitin verða góð í laugardagslögunum

gumpurinn kveður og bíður ykkur góða nótt


útrásardagur í leikskóla og í ræktinni

pestin liðin undir lok á þessu heimili Grin það var yndislegt að vakna í morgun og nóttin var gubbulaus dagurinn var tekin snemma Sölvi vaknaði fimm mín yfir sex í morgun borðaði smá wetos og mjólk í glas og horfði á Lottu , pabbinn var farin í ræktina og mamman klæddi sig í æfingafötin ef hún kæmist í ræktina Wink klukkutíma seinna vaknaði Bríet og hún vildi sama morgunverð og bróðir sinn en bara lítið, þau fengu sér lýsi og vitamín og ennþá ekkert gubbað .

börnin klædd í föt, greidd og þvegin fyrir leikskólann, Gyða Dögg er búin að vera með magamigreni síðan á sunnudag og ekkert komist í skólann en ákvað að fara í morgun þó svo hún líðan væri ekki góð Frown

rétt fyrir kl átta þá skundaði fjölsk út og mikið var nú gott að komast út og rölta á leikskólann það var tekið vel á móti okkur Heart

jamm svo fór gumpurinn í ræktina og það var nú ekki leiðinlegt, hitti vinkonu og ákvað var að hittast yfir tebolla , pukkate , heima hjá vinkonu eftir ræktina og áttum gott spjall saman, svo var komið við í búðinni og drifið sig heim í sturtu er heim var komið þá glumdi síminn og gumpurinn fékk nett áfall nú jæja ætli börnin séu aftur orðin lasin en nei ekki litlu krílin heldur hringdi elsta dóttirin og vildi koma heim henni liði mjög ílla, mamman sagðist koma upp í skóla og fylgja henni heim og í leiðinni var spjallað við kennarann sem skildi allt svo vel og var látin vita að Gyða Dögg ætti tíma hjá lækni í fyrramálið.

við röltum heim og daman skreið beint upp í sófa og lokaði augunum og á meðan skellti gumpurinn sér í sturtu og ekki leið á löngu er bóndinn kom heim og skellti í sér hádegismat áður en haldið var af stað á leikskólann og þar var allt í þessu fína, krílin borðuðu þokkalega vel af kjötsúpu og voru ánægð með vistina Kissing 

dagur leið eins og venjulega nema að Bríet vildi ekki sofna eftir hádegi en Sölvi svaf í tæpann klukkutíma, þau léku sér og borðuðu vel af ávöxtum og nörtuðu í cheerios, pabbinn kom heim rúmlega hálf sex og lék við börnin á meðan mamman kláraði að útbúa kvöldmat og það var kjúkklingur og pasta í cocosmjólk með grænmeti foreldrarnir og elsta dóttirinn borðuðu en krílin voða lítið þannig að þau fengu sér hafragraut og það var borðað með bestu list.

jamm matarlistin kemur  Wink

krílin sofnuð rúmlega hálf átta og elsta dóttirinn sofnuð kl níu, bóndinn er að vinna í björgunarbátnum og gumpurinn að horfa á úrslita þáttinn af canada next model

ætla að hafa það notalegt í kvöld snemma í bólið það skiftir öllu að ná góðum nætursvefni

hafið það sem allra best og njótið hvort annað látið ykkur líða vel

Sleeping vel og góða nótt  


gubbulaus dagur og búið að ákveða afmæli

já gubbulaus dagur og kvöld ennþá krílin hafa að venju verið kát og fjörug matarlistin aðeins betri og vonandi er þetta gubbuvesen búið

ef þau verða ennþá gubbulaus í nótt og eftir morgunverðin að þá fá þau að fara á leikskólann Grin veit að það verður gaman fyrir krílin finn að þau þurfa að komast út og það sama gildir fyrir gumpinn bara verð að komast út og taka góða æfingu í ræktinni og sjá fólk og gera eitthvað annað en að standa í stórþvotti og þrífa upp gubb

það styttist óðum í níu ára afmælið hjá Gyðu Dögg og búið er að ákveða , auðvitað með samþykki afmælisbarnsins , hvaða veitingar verða í boði það kemur svo í ljós Wink

afmælisbarnið ætlar að bjóða nokrum vinum sínum heim laugardaginn 1 mars í svona tvo tíma og daginn eftir verður svo fjölskylduafmælið ætlunin er að troða ættingjum og vinum inn í okkar , stóru , íbúð  já já allt er hægt það tókst ágætlega í fyrra en var mjög þröngt og við ákvöðum þá að halda afmæli krílana annarsstaðar síðast fengum  við sal leigðan en þá komu svo fáir að það hefði leikandi hægt að halda það afmæli hér heima

þannig að það verður sem sagt veisla heima fljótlega fjölsk og vinir  þið fáið bráðum boðskort

jæja ætli þetta sé ekki bara gott í kvöld ætla að koma mér í bólið

góða nótt kveðja gumpurinn sem vonast eftir áframhaldandi gubbulausum dögum


jakk gubbupest

það er búið að vera nokkuð að gera í þvotti auka þvotti síðan á laugardagskvöldið já það kom gubbupest í heimsókn og er ennþá samt eitthvað svo skrítin pest það gerðist ekkert aðfaranótt sunnudag börnin sváfu og vöknuðu snemma á sunnudagsmorgun reyndar ekki mikil matarlist en þau borðuðu smávegis en svo rúmlega hálftíma þá fékk mamman gusu frá Sölva.

hann ældi og ældi jamm yfir mömmu sína og leisistólinn , það er enn verið að ná lyktinni úr stólnum en þetta er allt að koma , svo voru krílin hress það sem eftir var dagsins borðuðu lítið en drukku hrismjólk og borðuðu orkustöng og ristað brauð sofnuðu og allt í stakasta lagi s,l. nótt

vöknuðu hálf sjö í morgun og vildu morgunmat strax, voru búin að borða slatta og þá gubbaði Bríet svo það var ekkert um annað að ræða en að setja í þvott

Sölvi hætti að borða leist greinilega ekkert á að fara að gubba eða eitthvað en þau voru drifin í föt og þau voru bara hress og léku sér , fengu svo LGG plús og ekkert meira gubbað

borðuðu epli og drukku hrísmjólk og voru bara hress heima í dag sváfu sinn tíma og svo kom að kvöldmatartíma ,það var lagsana og ferskt grænmeti í matinn og krílinn vildu ólm borða og byrjuðu svo gubbaði Sölvi já þetta er skrítin pest það líða svo margir tímar á milli, og græddu baðferð fyrir svefn og ekki fannst þeim það leiðinlegt,

þau fengu sér hrismjólk í pelann og voru sofnuð rúmlega hálf átta, þá skellti gumpurinn sér í gönguferð með frænku í einn og hálfann tíma og það var svo hressandi kom heim og skellti sér í sturtu og nú er bara haft það gott,

ætla snemma í háttinn í síðasta lagi kl ellefu vona að morgundagurinn verði gubbulaus

gumpurinn bíður ykkur góða nótt

 


það er laugardagskvöld og ég ætla að vera heima

já gumpurinn ætlar að vera heima í faðmi fjölskyldunar, horfa á spaugstofuna og laugardagslögin fá sér einn bjór og smá nammi, ost, kex og vinber ummmm Tounge

við erum með næturgest frænka ætlar að gista Birna Marija kom til Gyðu Daggar í morgun og verður þar til á morgun foreldrarnir ætla að skreppa á þorrablót og við buðum frænku að gista og mikil gleði skein úr augum stelpnana er mömmurnar voru einróma sammála um gistingu.

annars var dagurinn tekin heldur snemma í morgun kl hálf sex vöknuðu krílin og mamman var ekki alveg tilbúin að fara svo snemma á fætur Frown langaði að kúra aðeins lengur svo það var sett mjólk og soðið heitt vatn í pela og þau sofnuðu ca rúman hálftíma lengur

úpps varð að bregða mér frá aðeins því Bríet Anna Sick já gubbaði hún hóstaði og hóstaði og allt í gubbi búið er að skifta á öllu og sem betur fer þá er til auka sæng og koddi núna kvílir hún í fangi pabba sýns og búin að fá stíl og benilin, læknirinn ráðlegði það að gefa henni ef hún gubbaði af völdum hósta.

sem sagt auka þvottur í kvöld gaman gaman eða hitt þó heldur.

en dagurinn sem sagt var fínn krílin sváfu frekar lítið en Þóra Björg frænka passaði í klukkutíma frá hálf eitt á meðan maman og Guðbjörg systir sprikkluðu í ræktinni það var bara gott Grin

jæja nú er Bríet Anna farin að hrjóta  Sleeping í fangi pabba síns sem sagt ca korter síðan hún fór í fangið  er greinilega alveg búin á því

þetta er nú orðið gott í kvöld nú ætla gumpurinn að hafa það næs í kvöld og vona að þið hafið það gott og farið varlega í gleði helgarinnar

gumpurinn bíður ykkur góða nótt


allt í rólegheitunum

jæja þetta er nú allt að koma í rólegheitunum segja fóstrurnar á deildinni

Sölvi Örn er betri en það vellur ennþá gulur vökvi úr eyranu og Bríet Anna er aðeins betri af kvefinu og græni liturinn af jakkinu , en það kallar Bríet þegar hún vill láta sníta sér og það er oft á dag, er að lýsast og færri snítingar í dag en í gær.

en óheppnin eltir Gyðu Dögg hún var í smíði í gær og sagaði í þumalputtann á sér , stikki úr puttanum að hennar sögn Blush og mikið blóð búið að renna örugglega allt blóðið úr puttanum, en mamman hughreisti hana og sagði að það væri nú ekki miklar líkur á því og hún fengi nú örugglega meira blóð í staðin fyrir það sem fór úr puttanum, og hún sátt við það svar.

sem sagt ekki hægt að spila á fiðlu í dag og ekki hægt að fara í fimleika í dag það nefninlega þarf að nota þumalputtann mikið segir daman.

já já svona er nú það annars fór gumpurinn í ræktina í morgun og tók góða æfingu á fjölþjálfann í 45 mín ásamt Guðbjörgu systur hún fór á göngubretti á sama tíma og í 45 mín, hún kom við hjá gumpinum rétt rúmlega átta í morgun og bauð far í ræktina, svo kom Lauga vinkona og hún slóst í hópinn í smástund hún ætlaði að hita upp áður en hún fór í salinn svo hélt hún að gumpurinn ætlaði ekki í ræktina því bíllinn var heima en nei ekki fór svo fyrir gumpinum að gera ekki neitt í morgunn.

dagurinn í dag var nú hefðbundin svefn eftir leikskólann og leikur ásamt að vera borðandi í allann dag og fram að háttatíma um kl hálf átta, matarlistinn að koma sem betur fer Grin hjá krílunum

nú er verið að horfa á gettu betur með eldri dótturinni það kom virkilega skemmtilegt lag í þættinum sem skemmtiatriði hjá MH ég var einmitt að pæla í er ég hlustaði á lagið að það væri ekkert mál að fá það á , heilann , og það er ennþá að söngla í hausnum á gumpinum. það sama sagði stjórnandi þáttarins ekkert mál að fá þetta skemmtilega lag á heilann.

bóndinn er að vinna og verður það eitthvað framm eftir kvöldi og svo er vinna allann daginn á morgunn frá átta í fyrramálið og allaveganna fram að kvöldmat ekki verra að fá helgarvinnu eftir að það minkaði vinnann s,l. vikurnar þegar veðrið versnaði og allt fór á kaf í snjó en nú er snjórinn óðum að hverfa og töluverð hálka komin en hún má alveg fara sem fyrst það er þá miklu betra að hafa snjóinn  Smile

á morgun stefnir gumpurinn að hafa að venju skemmtilegan dag með börnunum kíkjum kannski í bíltúr seinnipartinn fer eftir veðri ætla að hafa börnin inni um helgina og vona að það hjálpi við að losna við kvefið eða að það minnki eitthvað sem sagt ekki hægt að vera úti að leika og það er komið langt síðan að þau hafa getið leikið sér úti Frown því miður fyrir þau en svona er að vera alltaf lasin, það ætlar að rætast sem læknarnir sögðu við okkur í haust að veturinn verði inni vetur hjá börnunum.

ætla að láta þetta gott í kvöld fer snemma í bólið og á von á að Gyða Dögg fái að sofna hjá mömmu sinni við lesum í smástund áður en við sofnum.

hafið það gott og látið ykkur líða vel Sleeping vel í nótt

kveðja gumpurinn  


úff þetta ætlar seint að taka enda

dagurinn í gær endaði ekki vel, Sölvi Örn var mjög svo lítill í sér og grét og vildi bara láta halda á sér þetta byrjaði um fimm leitið í gær en framm að því þá var allt í þessu fína hjá krílunum þau sváfu vel og léku sér en allt snérist á hvolf og framm að kvöldmat þá var sem sagt allt ómögulegt, þá kom kallinn heim og hjálpaði við að gefa að borða það gekk ágætlega og börnin voru komin upp í rúm kl hálf átta Sleeping nei það gekk ekki vel Bríet Anna sofnaði en vaknaði fljótlega og mamman fór inn og í sama mund þá grét Sölvi og pabbinn fór þar inn og var í dágóða stund svo sofnaði Sölvi og Bríet sofnaði ekki fyrr en um níu leitið en þá vaknaði Sölvi aftur og pabbinn var farin að vinna en mamman fór inn til hans.

Sölvi bara grét og grét frekar óvenjulegt því hann sefur orðið alla nóttina en núna fann hann greinilega mikið til var ekki með hita en mikið sveittur eins og alltaf eftir ca korter þá ákvað mamman að gefa honum 250 mg stíl og það virkaði og hann svaf þar til rúmlega sex í morgun og ekkert virtist vera að.

þau fóru á leikskólann og mamman í ræktina kom heim um tíu leitið, Guðbjörg systir kíkti um kl ellefu en rétt áður þá hringdi deildastjórinn á deildinni þeirra og sagði að það læki blóð úr eyranu á Sölva en hann virtist ekki finna til, mamman hringdi á heilsugæslustöðina og að venju þá var allt fullt bæði í símatíma og tíma hjá lækni en gumpurinn sagði hvað hafði gerst við símadömuna og hún ætlaði að tala við lækni.

stuttu seinna þá hringdi símadaman og lét vita að læknirinn vildi kíkja á drenginn og máttum koma kl eitt, krílin voru nokkuð hress er náð var í þau, töluvert hafði lekið úr eyranu en það virtist ekkert plaga hann.

svo ruglaðist svefninn þau eru vön að fara að sofa kl hálf eitt en nú varð að halda þeim vakandi , við komum svo á heilsugæslisröðina og læknirinn tók fljótlega á móti okkur hann skoðaði vel eyrun og sá ekki hvort rörið væri ennþá en farið að líkindum það var svo mikið blóð en komin sýking í eyrað en ekkert að hálsinum sagði að hljóðhimnan hefði sprungið og það yrði að gefa honum sýklalyf og dropa í eyrun. sem sagt kvöldið áður þegar hann var svona lítill í sér og grét að þá hafi sprungið hljóðhimnan og er þrístningnum hafi létt þá hafi hann liðið betur og eftir stílinn.

jamm og jamm nú fyrst við vorum þarna með Bríti og áttum tíma næsta föstudag þá ákvað læknirinn að kíkja á hana í leiðinni því hún er með rosalega mikið kvef og hóstinn er dálítið en enginn hiti sem betur fer þá voru eyrun fín hálsinn rauður og læknirinn tók streftakokkapróf en það var neikvætt sem sagt ekki smit þar, við eigum svo að koma með börnin aftur eftir viku ef ekkert hefur breist, ´þá á að mynda lungun og ennis og kinnholur á Bríeti og skoða Sölva aftur.

börnin sváfu ekkert í dag og voru mjög þreytt er líða tók á daginn, við fengum góða heimsókn Fríður vinkona og Edda dóttir hennar komu í heimsókn þær eru í fríi frá Hollandi til fjóra mars, yndislegt að hitta þær Heart .

kallinn kom heim upp úr kl sex með Gyðu Dögg þau fóru í foreldraviðtalið og kom það rosalega vel út við erum mjög stoltir foreldrar Grin.

krílin voru orðin svo þreitt að þau voru sofnuð fyrir kl sjö, við ákvöðuðum að prufa að setja rúmið hennar Bríetar inn til Gyðu, ætluðum að ath hvort hún svæfi betur þar hún alla vega sofnaði strax .

núna er Gyða Dögg farin að sofa , kallinn að vinna ætlar að vera komin heim kl tíu Kissing .

gumpurinn er að horfa á topp model og ætlar að njóta kvöldsins og Sleeping vel í nótt

vona að börnin sofi vel og þið líka

verið Heartvið hvort annað

kveðja gumpurinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

153 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband