hagnýt ráð

vertu í núinu

vertu nálagt manneskju sem lyftir þér upp

forðastu það neikvæða eins og þú getur

settu þér markmið og mundu að markmið mega breytast

skrifaðu eða teiknaðu upp það líf sem þig langar til að lifa

hafðu dagsetningar við markmiðin þau skifta máli

settu þér markmið með makanum t,d. með heimilið eða heilsuna eða það sem þið eigið sameiginlegt

hvetjið hvort annað

þegar börn hafa þroska og aldur til þá er um að gera að kenna þeim að setja sér markmið

börn eiga sýna drauma

ekki vanmeta hvort annað

ekki vanmeta börnin

reyndu að einfalda lífið

hverjum viltu líkjast

það er aldrei of seint að breyta til

leitaðu ráða

ekki staðna

sýndu þakklæti

kyngdu stoltinu og feimninni

gerðu góðverk

gerðu kröfur til sjálfs á hverjum degi , hóflegar ,

það er gott að hafa yfirsýn, hvenar sem er og hvar sem er

einvera gerir manni gott

berðu virðingu fyrir sjálfum þér

 

 


naut þess að komast út í gönguferð

dagur að kveldi komin hjá gumpinum og fjölsk, og börnin sofnuð fyrir átta og ekkert mál Smile þau hafa sofið s,l. þrjár nætur án þess að vakna en vakna að venju kl sex til hálf sjö á morgnanna það er í góðu lagi bara að þau sofi alla nóttina, en gumpurinn vaknar oft en er ekki lengur andvaka síðan heitt vatn með calmin og pukka te fyrir svefninn s,l. fjögur kvöld það á að virka sem slökun fyrir líkamann gott fyrir vöðva.

börnin fóru í skóla og leikskóla í morgun og bóndinn í vinnu, svo kl hálf níu þá dreif gumpurinn sér í ræktina niður í Orkubúinu og byrjaði rólega á fjölþjálfanum tuttugu mín í byrjun en eftir ca tíu mín þá byrjaði hóstinn og svo sviminn og yfirliðstilfinning en gumpurinn kláraði tuttugu mín en var svo ráðlagt að fara heim og prufa aftur í fyrramálið Wink

þegar gumpurinn hafði jafnað sig og borðað þá var Ásta frænka heimsótt bara rétt fyrir ofan okkar heimili, henni vantaði tímaæfingarnar fyrir fótboltann hjá 6 flokk elsta stelpan hennar ætlar að byrja að æfa fótbota, við fengum okkur kaffibolla úr nýju bollunum hennar og að venju þá skorti okkur ekki umræðuefnið Joyful

eftir að börnin voru búin að sofa eftir hádegi,Sölvi svaf til tíu mín yfir tvö og Bríet til tvö, þá kom matarlistinn hún er sem betur fer að aukast og kl að verða þrjú þá fórum við í gönguferð þau í kuldagallana og í kerruna með plast það kom rigning en það var átta stiga hiti úti loksins var hægt að fara í gönguferð, Ásta frænka ásamt yngri dóttur sinni og svo strákur sem hún passar eftir leikskóla röltu með okkur við komum við í búðinni og keiftum okkur fisk sem var svo í kvöldmatinn, héldum áfram göngu til kl fjögur það var Happy að komast út

litla systir hringdi svo og áttum við gott spjall ætlum að heyrast betur í kvöld, erum búin að vera að fara yfir ýmislegt sem er búið að vera í geymslu erum að flokka og losa við sem er ekki notað, t,d. er Gyða Dögg að fara yfir dótið sitt og það sem er ekki notað lengur fær að bíða betri tíma uppi á háalofti.

erum búin að gróf reikna út hvað kostar að taka niður millivegg og búa til annan sem stækkar litla súðherbergið, parket og málning ca 40 til 50 þús ennþá er stefnann að byrja fyrstu helgina í maí þetta á ekki að taka meira en helgi að skifta um vegg og svo vikan á eftir að klára að mála og parketleggja það verður duglegt fólk sem ætlar að demba sér í þessa vinnu Smile

ætlar að láta þetta duga í kvöld,

hafið það sem allra best og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða það er alveg hægt að gera gott úr því sem maður hefur það eru  svo margir sem hafa ömurlegt líf en líka margir sem gera gott úr því

gumpurinn bíður ykkur góða nótt og Sleepingdreymi ykkur vel


notalegur dagur fórum í húsdýragarðinn

það var bara notalegur sunnudagur í dag, vöknuðum að venju snemma vorum vakin rétt rúmlega kl sex Sölvi Örn kallaði og var búin að pissa allt í gegn, hann drakk óvenjulega mikið í gær þegar rétt var búið að skifta um föt þá vaknaði Bríet Anna bara nokkuð hress, hún er aðeins betri af hóstanum en kvefið skánar ekkert, þau sváfu bæði í alla nótt Joyful

börnin tóku sér blund rétt rúmlega tólf og sváfu vel svo eftir formúlu þá fórum við til Reykjavíkur og kíktum aðeins í húsdyragarðinn það er orðið langt síðan er við fórum þangað síðast, það var bara mjög gaman kallt en stillt veður börnin velklædd og öll fjölsk naut dagsins í garðinum, með okkur í för var systir bóndans og fjölsk hennar svo var okkur boðið heim til þeirra í mat og komum heim rúmlega sjö, börnin sofnuð kl átta og sú elsta sofnuð hálf tíu,

gott sjónvarpsefni á ruv í kvöld erum búin að horfa á þriðja og næst síðasta hluta af mannaveiðum og bíðum spennt eftir síðasta þætti og gaman er að horfa á mávahlátur íslenska mynd sem kom strax á eftir, sáum hana fyrir löngu síðan en þetta er góð mynd Wink

gumpinum hlakkar mikið til að komast í ræktina aftur á morgun eftir veikindin en ennþá er hósti og lítil orka og það verður bara tíminn að leiða það ljós hvernig gengur en gumpurinn er ávalt Happy bjartsýnn

jæja ætli þetta sé ekki gott í kvöld, ætla að klára að horfa á mávahlátur, bið að heilsa í bili

kv gumpurinn 


fór á fyrirlestur en man voða lítið eftir honum

ekki er minnið upp á marga fiska hjá gumpinum það sannaðist í gær Blush gumpurinn átti símtal við Ásdísi í Orkubúinu og þá var víst búið að skrá gumpinn á fyrirlestur sem einn þjálfarinn ætlaði að halda um kvöldið á Salthúsinu, en gumpurinn hélt að það væri fimmtudagur og mundi ekkert eftir fyrirlestri og að vinkona hafði skráð okkur tvær, það yrði líka úrslitin í áskorundakeppninni, því miður þá gat gumpurinn ekki verið með í þeirri keppni vegna veikinda, nú gumpurinn átti að vera tilbúin korter í átta þá kæmi vinkona og ætlaði að kippa með sér.

ekki gekk samt vel að koma yngstu börnunum í háttinn það hefur ekki verið vandamál að ráði að koma þeim í bólið en s,l. hálfann mánuð verða þau Angry þegar kemur að því að setja í rúmið, vitum ekki hvað er að angra þau það hefur ekki verið neitt breitt út af þeirra venju, það er borðað á sama tíma, lesið fyrir þau haft rólega stund en það er eitthvað, kanski hafa veikindin eitthvað með þetta að segja en þessi veikindi eru ekki ný af nálinni, þetta verður rætt ásamt mörgu öðru þegar þau heimsækja barnalæknirinn fljótlega.

nú aftur að fyrirlestrinum, gumpurinn var frekar lúin en lét sig hafa það að fara, fór í betri buxurnar setti upp pínu spari andlit en gleymdi að skifta um bol það uppgötvaðist er sest var við borðið þá fóru vinkonur úr yfirhöfninni og gumpurinn snar hætti við það blasti við konunum blettóttur bolur afrek barnanna eftir daginn Wink svo var gumpinum líka kallt svo þetta var allt í lagi þó svo gumpurinn væri í yfirhöfn með hálsklút,það er nefninlega ennþá hósti og þessi klútur er búin að vera í hálfann mán reyndar hefur verið þveginn einstaka sinnum, það var boðið upp á sjávarrétta súpu og brauð voða gott og salat með kalkúnasneiðum líka voða gott,

en gumpurinn var eitthvað svo utan við sig og mundi voða lítið eftir fyrirlestrinum, sjálfsagt sökum þreitu og sifju, en vinkonan hefur heyrt þetta allt saman áður hún er í einkaþjálfun hjá þessum þjálfara sem hélt fyrirlesturinn, og mun deila sinni þekkingju með gumpinum

mikið var nú gott að koma heim rétt rúmlega tíu og fljótlega í bólið fékk sér calsíum í heitt vatn fyrir svefninn átti von á að vakna eitthvað um nóttinna og vakna snemma næsta morgunn og það varð raunin og dagurinn í dag var nokkuð hefðbundin, bóndinn að vinna og börnin að reyna að leika sér en eru frekar óvær,sérstaklega Bríet Anna kannski ekkert skrítið þetta eilífða kvef og hósti en hefur aðeins minkað eftir að hún fékk lyf á miðvikudag vonum heitt og innilega að lyfið hafi góð áhrif,

gumpurinn er búin að þjást af höfuðverk í þó nokkurn tíma og tók inn verkjatöflu um miðjan dag og lagði sig í stofusófann elsta dóttirinn lék við systkin sín á meðan ásamt vinkonu sinni í ca klukkutíma og það munaði nú um það höfuðverkurinn minkaði fór því miður ekki en það var gott að leggja sig Joyful

eftir kvöldmat kjötbollur og tilheyrandi og börnin búin að fara í bað þá var sama og búið er að vera erfitt að koma börnunum í rúmið, bóndinn og elsta dóttirin ætluðu til Keflavíkur á unglinga box keppnni og ætluðu að leggja af stað korter yfur sjö en fóru hálf átta vegna hversu erfitt var að láta börnin fara að sofa , en það tókst svo hjá gumpinum og um átta leitið þá voru þau Sleeping

svo nú hefur gumpurinn það notalegt búin að fara í sturtu horfa á spaugstofuna, veit að von er á bóndanum og elstu dótturinni síðasta lagi hálf ellefu,

ætlum að hafa það voða notalegt á morgun með börnunum, ætlum kannski í smá bílferð þegar börnin eru búin að leggja sig eftir hádegi og þegar búið er að horfa á formúlu, erum heitir aðdáendur formúlu eins og sést á upphafsíðu bloggsins Smile

ætla að láta þetta nægja í kvöld

gumpurinn bíður ykkur góða nótt og Sleeping vonandi vel


hugleiðing um fall íslendinganna

aldrei þessu vant þá rignir yfir landann gylliboðin um betri kaup á hinu og þessu fyrstur kemur fyrstur fær við fyrsta hanagal á t,d. við eina bílaauglysingu svo eru það bankarnir þeir vilja endilega gera eitthvað sniðugt fyrir peninganna þína, og bjóða þér líka bestu hugsanlegustu aðstoðina við að koma þak yfir þig og þína fjölskildu, svo geturðu fengið stílista til að ákveða hvað fer þér best þegar vanda skal valið við innbúakaup, lífsgæðakapphlaupið og lífstílssjúkdómarnir hafa hvílt á stórum þorra landsins svo virðist sem að íslendingar verða að vera bestur en, nágraninn, helst betri en næsti landi okkar, sem sagt fallegasta, ríkasta og hamingjusamasta þjóð í heimi, og með lengsta vinnudag og vinnuviku.og allt hækkar og hækkar og kallar á meiri vinnu.

svo bara dynur yfir þjóðina kreppa og hvað gerir þjóðin þá ? Halo nei íslendingar eru nú ekki svo miklir englar eins og þeir segjast vera, þeir eru að rasskella sjálfan sig ansi marga rasskellinga og með allt niður um sig hárlausir og klýndir brúnku og með g strengja far, og það mun taka sinn tíma að hætta rasskellunum og á meðan verður þjóðin loðin, hvít og g strengja farið mun hverfa smátt og smátt. og spillingin ummm verður hún ekki alltaf eitthvað við líði,

en það eru nú sem betur fer inn á milli til fólk sem hefur ekki lifað þessu glæslífi, það er líka til fátækt fólk, því miður það er bara hræðilegt, fólk sem er hvorki ríkt af peningum en er samt ekki ,fátækt, en rétt svo skrimta geta rétt svo borgað íbúðina sýna, hita og rafmagn, síma og bílinn sinn já og matarkaup, svo ekki meir Pinch já í kremju ef svo má að orði koma.

en gumpurinn og hans fjölsk eru að mörgu leiti heppinn ekki lífsgæðakapphlaupið að hrjá okkur getum klórað í bakkann um hver mánaðarmót, getum borgað íbúðina haft hita og rafmagn eigum gamlan og góðan bíl borgum reyndar af honum, það þarf mikla vinnu en samt ekki meira en þarf því fjölskildan fær sinn tíma og það skiftir öllu frekar en ennþá meiri vinnu bara til að geta eitt meira að óþörfu okkur líður vel Heart og viljum ekki skifta á okkar lífi og fyrir lífsgæðakapphlaupið og llífsstílssjúkdóma.

kv frá hamingjusömu gumpafjölskildu

  


erilsamur dagur, ferð til læknis og Bónus ferð

mjög lúin gumpur efrir erilsaman dag, börnin vöknuð kl hálf sjö, þá ýtti gumpurinn við bóndanum og bað hann að fara með þeim framm og vekja sig svo korter yfir sjö Wink jamm ekkert mál, börnin voru að rumsa yfir nóttina en voru samt nokkuð hress í morgunsárið, þau fóru á leikskólann en fengu að vera inni þau voru voða glöð að hitta hin börnin og fóstrurnar, er gumpurinn kom heim eftir að hafa farið með börnin þá var áætlunin að viðra vel út búa um rúm og fá sér morgunverð í rólegheitum og lesa blaðið, þetta tókst nokkurn vegin því varla var gumpurinn búin að opna glugga er bankað var ,mikið svakalega brá gumpinum hver skildi nú vera komin og svona snemma, hurðinni hrundið upp og frammi stóð Ásta frænka og leit út eins og henni hefði brugðið aðeins,henni var að sjálfsögðu boðið inn í kaffi og spjallað , ekki vandamál með umræðu efni þegar við tölum saman Joyful

áður en börnin voru sótt þá þurfti gumpurinn að fara í apotekið og búðina og þar rakst gumpurinn á vinkonu , eiganda orkubúsins , og hafði hún heyrt af veikindum fjölsk og var að fara að hringja í gumpinn og ath með heilsuna ætlum við að huga að öðru æfingaformi eftir helgi en þá stefnir gumpurinn á að fara aftur í ræktina Smile mikið óskaplega er komin tilhlökkun að mæta aftur

börnin voru sótt kl að verða tólf og voru þau að venju ánægð með dvölina og voru fljót að sofna er heim var komið Sölvi Örn svaf til kl að verða hálf tvö og Bríet Anna til kl tvö, læknirinn hringdi svo um sama leiti og vildi endilega að við færum með Bríeti inn í Keflavík og létum hlusta hana, hún er að versna svo með hóstann og kvefið nú við fórum og komum kl fjögur og var þá full biðstofa nánast, við biðum ca 40 mín og læknirinn sem skoðaði Bríeti fann að það væri sennilega komin lungnabólga í annað lungað og svo hálsbólga og seti hana á pensilin svo eiga börnin tíma hjá barnalækni 17 apríl og er hann smitsjúktdómalæknir.

við komum svo við í Bónus ekkert mikið að gera miðað við mánaðarmót og vorum komin heim kl sex, eldaður kjúklingaréttur og börnin Sleeping kl sjö, bóndinn er farin í smá vinnu í björgunarbátnum svo gumpurinn hefur það notalegt ætlar í sturtu og svo í fótabað á meðan horft er á topp model,

og vitið hvað í gærkveldi byrjaði gumpurinn á að fara í gegnum föt og bóndinn fór upp á háaloft og náði í plastkassa sem inni hélt föt sem var komin tími á að nota en kassarnir voru vittlaus merktir og blandað innihald Devil einmitt í smástund en tók helminginn af fötunum og kláraði svo restinna í dag það sem hægt var að koma aftur í kassa og það sem er eftir bíður inni í skáp eftir nýjum kassa og er það nú ekki mikið af fötum

jamm svona var lífið hjá gumpafjölsk í dag, ætla að kveðja ykkur og skella mér í sturtuna

hafið það gott og sofið vel kv gumpurinn


komin úr náttfötunum

er að leita af þrek og orku eftir eril sama nótt, börnin vöknuðu nokkrum sinnum, en bóndinn svaf og elsta dóttirin líka. vaknaði gumpurinn mjög lúin kl að verða sjö í morgun er börnin vildu morgunmat og pissa í koppinn svo var að koma Gyðu Dögg í skólann og bóndinn vaknaði með betri heilsu gat borðað morgunmat og var svo með börnin á meðan gumpurinn lagði sig tæpa tvo tíma Smile

börnin fóru ekki í leikskólann í dag það er betra að hafa þau auka dag heima og þau voru bara hress voru sem sagt að fá heilsuna á ný, gumpurinn að koma til og meira að segja fór úr náttfötunum sem gumpurinn hefur verið nánast í síðan á þriðjudag fyrir viku, á nokkur til skiftanna svo það voru ekki alvög sömu náttföt í viku Wink, heilsan er öll að koma til en vantar samt helling upp á orkuna og þrekið, komin sem sagt í önnur föt en náttföt svo nú er bara að vona að það sé stutt í vorið og aðeins meiri hita svo hægt sé að fara út og í gönguferðir og börnin út að leika.

ætla að byrja í kvöld að flokka föt sem eru orðin of lítil á öll börnin fara yfir allt samviskusamlega og gefa það sem er ennþá nothæft og geyma það sem er persónulegt og þetta er gert ca sex mán fresti börnin stækka ört og það er betra að gera þetta svona, hef reynslu af að gera þetta sjaldnar og virkar ekki vel Frown á von að klára þetta á morgun eða annað kvöld

bóndinn var það hress á hádegi að hann fór til vinnu var til kl að verða sex það er reyndar alltaf mikið að gera á kranavörubíl og vinnu dagarnir eru mjög oft 12 til 15 tímar og kemur fyrir að sólahringurinn fer allur í vinnu og vinnudagar 6 til 7 á viku,

stefnan er sett að byrja smíðar á herberginu enda þess mán í síðasta lagi ef ekkert kemur upp á svo næstu daga fer í að mæla, leita af efnivið og ath kosnað við verkið, jamm jæja ætla að fara að hætta þarf að fara að byrja á flokkun barnafata svo gumpurinn kveður í kvöld hafið það sem allra allra best og munið að faðma og láta ykkur þykja vænt um hvert annað Heart

knús og koss frá gumpinum

 


gekk nánast í fangið á

vinkonu er gumpurinn varð að fara í búðina í dag, að venju þá fékk gumpurinn munnræpu loksins er rekist er á sjaldséða vinkonu, sorry vinkona ef gumpurinn var Pouty og lét dæluna ganga

það vantaði margt en í þetta sinn var það allra nauðsynlegasta verslað, bóndinn komin með Sick upp og niður í gærkveldi hann sem verður alldrei veikur,og hafa heimsóknirnar á wc minkað eftir hádegi,Sölvi Örn gubbaði einu sinni í morgun hann hafði ekki gubbað í sólahring er búin að borða dálítið, epli,bananna,ristað brauð,vatn og mjólk.Bríet Anna er búin að vera hitalaus síðan í gærkveldi og Gyða Dögg sloppið vel ennþá Happy

gumpurinn er að skána en ekki er nú orkan mikil, hitalaus í dag hóstinn að minka en ennþá verkur í brjóstholinu, og búið að vera helling að gera í dag með börnin, fór svo í foreldraviðtalið á leikskólanum, það styttist í að börnin séu búin að vera ár , 1 júni næstkomandi , og gekk viðtalið mjög vel Joyful krílin mín standa sig mjög vel og við erum ánægð með leikskólann

börnin sofnuð kl hálf átta orðin mjög þreytt, gátu borðað hafrakodda og lggplús, bóndinn búin að sofa nánast í allan dag, Gyða Dögg búin að fara í skólann,sund og á fótboltaæfingu, svo nú er komið kvöld og gumpurinn mjög lúin eftir daginn á eftir að brjóta saman þvott ætla að gera það yfir sjónvarpinu rúmlega kl átta, ekki er vanþörf á að íbúðin þurfi alsherjar hreingerningu síðan fyrir páska hefur lítið verið hægt að þrífa en því miður þá fara óhreinindin ekkert Frown

en það bíður bara betri tíma gumpurinn ætlar að gefa sér tíma í að jafna sig og hlúa fyrst og fremst að fjölsk meðan á veikindunum stendur, ekki það að sé ekki hægt að komast leiðar sinnar nei nei það er vaskað upp,sett í þvottavél og gólf sópuð, lífið sem sagt er vonandi að fara að komast í eðlilegar horfur

gumpinum hefur verið að pæla dálítið í að fara að gefa sér aðeins meiri tíma í að komast út fyrir heimilið, gaman væri að geta stofnað klúbb , var einu sinni í saumaklúbbi , hist nokkrar konur með svipuð áhugamál og getað spjallað saman, föndrað eða saumað, og jafnvel gæt sér á smá kræsingum Joyful ef einhverjar konur hafa áhuga þá endilega hafið samband

jæja ætli það sé ekki komin tími á að takast á við fjall af þvotti, ætla svo í góða sturtu og hafa það notalegt, og endilega gerið það líka njótið samvista með fjölsk og vinum,

Heart frá gumpinum


ekkert smá dugleg

krílin mín að fara á kopinn svo eru þau ekert smá montin og sýna foreldrum mjög stolt innihaldið sem búið er að skila í koppanna, og í dag var Bríet Anna bleyjulaus nema þá stund sem hún tók lúrinn sinn og það skeði einu sinni að hún pissaði í buxurnar hún var ekkert smá W00t er hún fann pissið leka niður lærið og á gólfið,

en Sölvi Örn fékk að vera með bleyju í dag hann fékk niðurgang í gær eftir Sick hætti svo það var ekki ráðlegt að hafa hann í brók, hann svaf mikið í dag og skilaði ekki miklu í bleyjuna eftir hádegi, Bríet Anna var hitalaus í dag en um kl sex í kvöld þá var komin 39,3 og skeði það mjög snöggt og stíluð með það sama hún lá í fangi mömmu sinnar á meðan stíllinn virkaði og var svo ekki lengi að koma sér á stað þegar hitinn lækkaði, lokksins var eldaður kvöldmatur, það hefur verið lítið um eldaðann mat síðustu daga aðalega verið skyr,hafragrautur og grænmetissúpa,  og í matinn var eldað hakk og spaghetti svo var ís í eftirrétt og var fjölsk mjög Smile með matinn

börnin voru sofnuð kl átta og við hjónin horfðum á annan hluta ísl þáttaröðinna mannaveiðar, og nokkuð góðir þessir tveir þættir sem hafa verið sýndir, svo er verið að ath verð á timbri það á að fara að ráðast í smá framkvæmdir á heimilinnu, stækka litla herbergið sem er undir súð og elsta dóttirin er búin að panta það herbergi, það er búið að fá einn smið, vin bóndans, og svo er bóndinn búin að fá mág sinn til að koma, og er stefnan sett á einhverja helgi nú sem fyrst, það þarf að taka einn vegg í burtu til að stækka herbergið setja annan upp, leggja parket og tengja rafmagn, og á meðan verður gumpurinn að fara burt með börnin svona rétt á meðan yfir daginn og það á svo eftir að koma í ljós hver verður svo Joyful að hýsa okkur á meðan

auglýsi eftir bjargvættum síðar Wink

er að hugsa um að fara að koma mér í háttinn, síðasta nótt var ekki mikið sofið börnin að vakna og vanlíðan í maga og hiti að angra þau, og gumpurinn var með vanlíðan svo það var betra að vera á hreyfingu en að liggja og bylta og bylta sér án þess að geta komið sér vel fyrir og sofnað, svo nú kveður gumpurinn og eigið góða nótt og góða vinnuviku framundan,

kv gumpurinn


ætla að gæða mér

á síríus rjómasúkkulaði með spaugstofunni er búin að fara yfir sjónvarpsdagskránna og ekkert neitt sem heillar gumpinn annað en spaugstofan Smile er meira að segja að horfa á endursýningu, Sölvi er eitthvað búin að vera að rumska það gúlpast aðeins upp úr honum, hann er aðeins búin að Sick sl. sólahring en aðrir fjölskmeðlimir hafa ennþá sloppið

bóndinn fór til Keflavíkur þar er haldin boxkeppni nú í kvöld og ef heilsan hjá gumpinum væri góð þá væri bóndinn ekki einn á ferð því það er nú áhugamál hjá okkur að æfa og fylgjast með boxi, það er þvílík líkamsrækt að æfa box og góð leið til að komast í gott form og fá útrás á æfingu í leiðinni

Bríet Anna byrjaði að fá hita seint í gærkveldi hún var stíluð og tók dálítinn tíma fyrir hana að sofna aftur, bóndinn sofnaði mjög fljótt náði kannski að hlusta á eitt lag með Vilhjálmi en við Bríet hlustuðum saman í ca hálftíma þá sofnaði hún,en gumpurinn var vakandi til tvö í nótt átti erfitt með að sofna var alltaf hóstandi tók inn hóstastillandi og verkjastillandi og loks virkaði það en var alltaf að vakna öðru hvoru , fór svo á fætur kl hálf sjö með börnunum þau eru alltaf jafn dugleg að vakna snemma og voru bara mjög hress en gumpurinn var í vandræðum með að halda sér vakandi svo um kl átta þá var aftur skriðið upp í rúm og bóndinn tók við börnunum Joyful

börnin voru nokkuð hress í dag bóndinn var að vinna eftir hádegi og kom heim rúmlega fimm en gumpurinn lá í stofusófanum meðan hægt var og hafði enga orku var með hita og beinverki en sinnti börnunum eins og kostur var, og auðvitað voru margar koppaferðir og gumpurinn eyddi mestu orkunni í að aðstoða krílin við þetta allt saman Smile og gefa þeim að borða

þegar bóndinn kom heim úr vinnunni þá lagði gumpurinn sig í klukkutíma svo hjálpuðumst við að ´gefa kvöldmat og koma þeim í háttinn, Gyða Dögg gistir hjá vinkonu sinni í kvöld og gumpurinn ætlar að hafa það notalegt með góðann disk til að hlusta á og láta fara vel um sig, bíða eftir bónda sínum og fara fljótlega í háttinn

 

                                      ef framþróun er staðreynd, hvernig stendur því á að

                                     mæður eru eingöngu með tvær hendur ?

hafið þið hugsað um það,  móðurástin er líklegasta sterkasta ást sem til er að takast á við lífið með börnunum og eiginmanni, lífið er ekki alltaf dans á rósum en blessuð börnin eru vitanlega það sem skiftir okkur miklu máli, og það að getað afrekað það að eignast þessi þrjú yndisleg börn sem eiga sínar ólíku hliðar, það eru forréttindi að fá að upplifa svona augnablik og njóta hverrar stundar saman og ég þakka guði fyrir að  með hjálp tækninnar og stöðugar þróunar læknavísindarinnar að við eigum börnin okkar.

njótið augnabliksins saman

góða nótt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband