hittum barnalæknirinn í dag og fengum háan lyfja reikning

krílin ekki tilbúin að sofa lengur en til kl sex á morgnanna það sannaðist bara í morgun Happy en nóttin sem leið þá svaf Sölvi nema þegar Bríet vaknaði rúmlega hálf þrjú í nótt ekki gubbupest heldur gubbaði hún af völdum hóstakasts ekki mikið en samt að það þurfti að skifta um lak og sæng en sem betur fer þá er til auka barnasæng það tók svo klukkutíma fyrir hana að sofna aftur svo í morgun rúmlega kl sex þá gerðist það sama aftur hóstakast og gubbað, hún var eitthvað slöpp og vildi ekkert borða bara drekka aðeins og kúra en ekki með hita en hrestist svo er líða tók á daginn,hún var heima í morgun ásamt Sölva hann er hress og greinilega búin að jafna sig, Gyða Dögg var heima í morgun hún fær stundum magaverki og eftir afmæli í gær þá fékk hún sér lítið af einhverju sem fór ílla í hana,

svo í dag var loksins komin sá dagur að hitta barnalæknirinn,hann skoðaði þau vel og vandlega,oðnæmiskerfi þeirra er frekar veikt,það er helling ofan í þeim, en eyru fín og á morgun fara þau í röntgenmyndatöku af höfði,andliti,brjósthol og lungum, þau fengu nýtt púst og svo nefúða sem er gefið við frjókorna oðnæmis.en læknirinn var ánægður hvað þau litu vel út og það er stór plús þrátt fyrir öll veikindin, svo þarf ennþá að passa útiveruna þar til það hlýnar verulega,

fórum svo í apotekið að ná í lyfin og kostuðu þau rétt rúmlega tíu þúsund Woundering vá ekkert smáaurar þar, svo komum við til Sollu systir í einn kaffibolla og smá spjall hún gaf Gyðu Dögg föt af Ragnheiði það kemur sér vel og vorum svo komin heim kl sex, bóndinn fór í vinnu í klukkutíma, kvöldmaturinn saman stóð af kjötbollum og karteflumús allt heimatilbúið og mjög gott, börnin sofnuð rúmlega hálf átta og bóndinn aftur í vinnu ætlaði að koma heim eftir klukkutíma vinnu en við Gyða Dögg erum að horfa á skólahreysti það heillar okkur mikið og ætlar Gyða Dögg að taka þátt ef þetta verður ennþá þegar hún hefur aldur til og hún er búin að vera að æfa sumar af greinunum sem krakkarnir gera.

vona að það verði róleg nótt framundan og börnin komist í skóla og leikskóla á morgun, jamm svona var nú þessi dagur í lífi fjölskildunar, sem sagt framundan aftur ferð til Keflavíkur á morgun og á laugardaginn er okkur boðið í mat til teindamömmu, hún átti afmæli á miðvikudaginn og það er boðið  börnum,teindabörnum og barnabörnum í mat, veit af margra ára reynslu að enginn verður svikin af þeirri veisluGrin

ætlum svo að hafa það notalegt um helgina,

hafið það gott og látið ykkur líða vel

kv gumpurinn


það mætti halda að við værum með gubbupest í áskrift

já þannig endaði gærkvöldið við hjónin vorum snemma sofnuð kl hálf ellefu og 40 mín seinna vöknum við að Sölvi kallar og er hann þá búin að Sick gubba allt út, hann var drifin í kattarþvott og hrein náttföt og kúrði svo í pabba fangi á meðan mamma hans byrjaði á hreingerningunum þvílík lykt ekki gott að gubba skyri svo var sett í þvottavél en á meðan þá gubbaði Sölvi aftur og aftur og aftur hann ætlaði ekkert að hætta það var því ákveðið að annað okkar tæki vaktina með Sölva inni í stofu og mamman tók fyrstu vakt,Sölvi var á dálitlu flakki fyrst í sófanum sem var vel búin út af handklæðum og svo í lazeboystólnum hjá mömmu sinni,

lítið sem ekkert sofið hjá mömmunni en Sölvi náði að sofa á milli sem hann gubbaði svo kl hálf fjögur þá tók pabbinn við , það gekk aðeins betur með Sölva seinni hlutar nætur hann fékkst til að drekka aðeins

svo var úr að stelpurnar fóru í skóla og leikskóla og mamman með Sölva heima þegar pabbinn var búin að fara með Bríeti og við veifuðum honum út um eldhúsgluggann þá kom líka þessi svaka gusa frá Sölva yfir allann gluggann, ofan í blómapotta og bara út um allt, en mikið rosalega leið honum vel á eftir, en hann hafði fundið glas með vatni og þambað það og appelsínusafa svo nú varð gumpurinn sem var mjög lúin að byrja á vorhreingerningu byrjaði aðeins í gær á eldhúsinu og ætlaði að gera þetta smátt og smátt en sá hluti slapp sem var þrifið í gær, Sölvi hinn rólegasti vildi fá lgg plús og gumpurinn tók hálfa ógleðistöflu og setti í og það virkaði vel svo mátti hann fá seinni helminginn tólf tímum seinna, það passaði hann gubbaði ekkert í dag var slappur og með dálítinn hita en borðaði smátt og smátt.

hann gubbaði svo rúmlega sjö í kvöld ekki með hita en lyktinn af honum ekki góð svo hann fór í stutt bað með systur sinni og var hress með það, ekki gekk vel að koma töflunni í hann en að lokum þá fékk hann lítinn pela með blöndu að lgg plús, smá mjólk og smá heitt vatn og ekkert hefur heyrst frá honum ennþá en honum þótti mjólkin skrítin á bragið í pelanum Undecided vonum að allt fari á besta veg í nótt en á morgun förum við til Keflavíkur að hitta barnalæknirinn,

gumpurinn ætlar ekki fyrr í bólið en kl hálf elefu þrátt fyrir mikla þreytu en ætla að láta þetta duga í kvöld

góða nótt og Sleeping vonandi vel


tvö augu eru sama og tvö augu

þetta var nú meiri nóttin sú síðasta, gumpurinn prófaði að sleppa teinu og calmin og það er greinilega að það virkar því nóttin var ekki góð,gumpurinn vaknaði mjög oft og var andvaka þess á milli en sofnaði smá, en fór á fætur korter í sjö í morgun, þá vöknuðu börnin og hress að vanda eftir að allir fjölskildumeðlimir höfðu farið að heiman nema gumpurinn sem gekk frá eftir morgunmatinn og vaskaði upp ,bjó um rúm og opnaði betur glugga þá var vítamínkakan tekin úr ísskápnum og jurtarjómi þeyttur og svo var smá rjómi settur í pott ásamt 55 prósent súkkulaði og brætt saman sett á kökuna svo rjómi og svo bananni,bláber og smá af rjómasúkkulaði blöndunni yfir leit mjög girnilega út Smile

upp úr kl níu þá kom önnur konan í heimsókn en sú seinni rúmlega hálftíma seinna, við komum okkur vel fyrir inni í stofu með kökuna og kaffið og mikið óskaplega smakkaðist kakan vel úr ekki miklu eða merkilegu hráefni,og ekki verra að hún var holl, við spjölluðum vel saman, gáfum ráð og deildum reynslu hlustuðum á íslenska tónlist,Hvanndalsbræður,Ljótu hálfvitanna og Vilhjálm Vilhjálmsson, sem sagt góð stund, stefnum á að hittast aftur fljótlega,

börnin sofnuðu fljótlega eftir að heim var komið úr leikskólanum og Sölvi svaf til kl að verða hálf tvö og Bríet til kl að verða hálf þrjú Wink gumpurinn hlustaði á Vilhjálm á meðan börnin sváfu það var notalegt og eftir að Sölvi vaknaði þá kúrði hann hjá mömmu sinni og hlustaði á Vilhjálm, lét fara vel um sig ásamt mömmu sinni

börnin voru nokkuð hress í dag og fór vel á milli þeirra þau eru farin að leika mikið af hlutverkjaleikjum og það er gaman að fylgjast með þeim, bóndinn kom heim kl sex og börnin voða glöð, stuttu seinna hringdi litla systir og spjallaði við gumpinn í hálftíma það var gott að heyra í henni og á meðan þá gaf pabbinn börnunum skyr með rjóma og fór það vel í þau það er einu sinni í viku sem haft er skyr í kvöldmat, svo voru börnin sofnuð hálf átta

og aldrei þessu vant þá er bóndinn heima í kvöld Joyful

það er staðreind að betur sjá tvö augu en tvö augu en gumpurinn var búin að snúa öllu við í fataskápnum og leitaði að flík sem hefur ekki sést í tvo til þrjá mánuði en svo leit bóndinn í skápinn og það fyrsta sem hann sá var þessi flík og hann er ekki lítið búin að stríða kellu sinni á þessu sumir hlutir bara kverfa og svo birtist hluturinn eins og ekkert hafi gerst, kannski eftir þvílíkt langann tíma já veröldin er skrítin Woundering 

gumpurinn kveður með því að bjóða ykkur góða nótt


bakaði tilrauna vitamíns köku hún verður smökkuð í fyrramálið

undur og undur börnin sváfu til sjö í morgun, það munar um minna en Bríet Anna vaknaði einu sinni í nótt rúmlega hálf þrjú og vildi fá að drekka svo sofnaði hún fljótt en Sölvi Örn svaf eins og ekkert væri Joyful þá var drifið sér að borða og koma sér í skóla og leikskóla bóndinn fór í vinnu hálf átta og gumpurinn fór í ræktina eftir að hafa farið með börnin á leikskólann kom heim kl níu, hafði það bara notalegt las fréttablaðið  á meðan líkamshitinn lækkaði og dreif sig svo í sturtu, eftir uppvask og þrif á svefnherbergi hjónanna og setja í tvær þvottavélar og hengja út þá var kl bara orðin rúmlega ellefu og stutt í að börnin verði sótt.

þau voru bara hress og voru komin upp í rúm rúmlega tólf en Sölvi svaf lítið svona í 45 mín ekki alveg nóg en samt betra en ekkert en Bríet svaf til hálf þrjú vaknaði ekkert við Sölva er hann leitaði af henni og kallaði og kallaði en varð að láta sér mömmu sína duga til að leika við sig en mikið voða var hann glaður er Bríet vaknaði Grin og var nokkuð gott á milli þeirra í dag, Bríet er nokkuð dugleg við koppaferðirnar og var bleyjulaus frá því hún vaknaði og þar til hún fór að sofa ekki nema þrjá brækur sem þurfti að skifta um og ekki mikið sem fór í þær hún sem sagt finnur að hún þarf að pissa og lætur mömmu sýna vita að hún þurfi að pissa og stundum nær hún á koppinn og stundum ekki

en Sölvi hefur ekki eins mikinn áhuga en samt því hann vill fara á koppinn þegar systir hans fer en ekki oft sem hann hefur frumkvæðið svo er hann ekki hrifin af að vera í brók en þetta er bara flott hjá þeim og þau ráða ferðinni enginn pressa á þau.

sem sagt góður dagur ýmsir leikir og svo borðað helling af ávöxtum og orkubitum, svo er mjög gaman að skoða bækur og fara í búðarleik, við fórum ekkert út í dag það bara versnar hóstinn og kvefið, en sem betur fer þá eigum við að hitta barnalæknirinn næsta fimmtudag vonum að lausn finnist Woundering

gumpurinn bauð upp á fisk gufusoðinn og rifnar karteflur ásamt grænmeti líka gufusoðið þetta rann allt saman ljúflega niður í fjölskilduna, bóndinn kom heim kl sjö og fór aftur að vinna þegar börnin voru farin að sofa rúmlega hálf átta hann verður að vinna langt fram á kvöld, svo gumpurinn ætlar aðeins að kíkja á sjónvarpið og fá sér te og calmin fyrir svefn,

 búin að hóa saman tveimur ungum konum til gumpsins í fyrramálið og spjalla saman, stuðningshópur,,þeim verður boðið upp á tilrauna vitamíns köku sem búið er að baka en það á eftir að setja ávexti og jurtarjóma ofan á hana vona að hún smakkist vel allaveganna er hún holl Kissing

gumpurinn stefnir á að fara kl sex í ræktina í fyrramálið svona til að prufa á ekki von á að börnin sofi eitthvað lengur en það er aldrei að vita, ekki er langt í næstu hugleiðingu gumpsins það er ýmislegt að brjótast um í kollinum og það kemur þegar þörfin brýst út, það er bara nauðsinlegt að geta tjáð sig og við eigum endilega að gera það .

jæja það er best að láta þetta nægja í kvöld

hafið það sem allra best og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða

gumpurinn bíður ykkur góða nótt Sleeping


góður endir á helginni, bæjarferð og ýmisleg

krílin mín sváfu til hálf sjö í morgun já það munar um hálftímann Smile krílin voru mjög hress og eftir bleyjuskifti fengu þau sér morgunmat og kíktu á mynd, stuttu seinna vaknaði elsta stelpan og hún leit eftir þeim á meðan mamman kúrði aðeins, eftir að allir höfðu farið á fætur þá var kíkt í heimsókn á skipastíginn til afa og ömmu, þeim var fært gott bakkelsi og eftir hádegi þá var kíkt í bæinn og farið í bónus, en við mæðgurnar tókum innkaupin að okkur bóndinn var með yngstu börnin í bílnum Bríet Anna svaf og Sölvi Örn var ekki sofnaður,

gumpurinn finnur að matarkarfan hefur hækkað það er lítið breytt innkaupin nánast það sama, en það munar um ca þrjú þús á matarkörfunni, svo var ákveðið að kíkja í ikea það vantar næturljós í herbergi Gyðu Daggar er við vorum búin að rölta smá stund þá mætum við vinkonu hún reyndar tók fyrst eftir börnunum vorum aðeins að stríða henni á því Wink augnafókusinn hennar er neðar en hjá okkur, en hún tók því nú bara létt það var gott að sjá hana það var orðið nokkuð langt síðan,

við fundum næturljósið, tvær kisubangsa , eins og börnin segja , og tréáhöld í eldhúsið svo var drifið af stað heim og Sölvi Örn svaf á heimleið, en vorum komin heim um kl þrjú, bóndinn fór í vinnu til kl að verða hálf sjö og gumpurinn heima með börn og bú, þau voru að vanda í stuði en samt að kíta dálítið, heyrði í Helgu systir hún var að koma úr bænum ásamt Ástu frænku og voru bara eldhressar en gumpurinn náði að undirbúa kvöldmat, í boði var steikt slátur en börnin óskuðu eftir því en það var líka í boði kjúkklingabringur skornar í tvennt og smurt með hvítlauk og smjöri og svo piparostasneiðar á milli bringanna svo sett í eldfast mót eftir að hafa beðið í einn og hálfann tíma, svo í ofni í klukkutíma og með þessu var karteflur í strimlum ásamt brokkolí og gulrætum allt saman í pott og gufusoðið og mikið rosalega var þetta allt saman gott allaveganna var mikið borðað og allir ánægðir Joyful

börnin sofnuð hálf átta og bóndinn aftur í vinnu hann þurfti að fara í bæjarferð, vildi frekar fara í kvöld en mjög snemma í fyrramálið, hann ætlaði að vera fljótur vera komin aftur hálf tíu en tafðist hann fer fljótlega að koma heim, en á meðan horfði gumpurinn á síðasta þáttinn af mannaveiðum og góð spenna og ýmis óvænt kom í ljós er samt að horfa aftur á þáttinn á plúsnum ruv, gumpurinn mjög ánægður með sakamálaséríuna sem var að taka enda, íslendingar geta búið til góðar myndir og þætti.

heiri að bóndinn er að renna í hlað það passar þátturinn er alveg að fara að klárast, í fyrramálið ætlar gumpurinn í ræktina strax og börnin eru farin í skóla og leikskóla, og svo að fá tíma hjá homopate, höfuð, beina og spjaldhrygg, gumpurinn þekkir góða konu hér í bæ sú kona meðhömdlaði Sölva frá því hann var mánaðar gamall og í ca ár og það hálpaði með ymislegt sem var að hrjá hann, svo hefur gumpurinn einu sinni farið til hennar þegar börnin voru á fyrsta ári og það var mjög gott Sleeping já sofnaði hjá henni í ca klukkutíma og hlakka mikið til að hitta hana aftur

ætli þetta dugir ekki í kvöld, ætla fljótlega að fara í háttinn á eftir að fá sér calmin í heitt vatn

góða nótt og dreymi ykkur vel

 

 


gaman saman hjá systkinunum eða hitt þó heldur

kl 5,45 í morgun vaknaði Bríet Anna ig mamma hennar var ekki á móti því að Sleeping lengur og bað því Bríeti hvort hún vildi ekki sofa aðeins lengur hún lagðist niður og spjallaði lagt við bangsanna og dúkkuna sem voru í rúminu hennar en adam var ekki lengi í paradís því tuttugu mín seinna vaknaði Sölvi Örn svo þá varð hin þreitta mamma að koma sér framúr bólinu, börnin voða hress og fengu nýja bleyju eftir koppaferð ekki pissusetuslóset mátað þann morguninn, svo fengu þau sér mjólk í glas og cheerios í skál og kíktu á Bubba byggir þegar kl nálgaðist sjö og börnin voða róleg þá læddist gumpurinn upp í rúm og lá notalega vakandi var samt mjög lúin þrátt fyrir að hafa farið að sofa kl ellefu en að venju þá vaknaði gumpurinn oft og þar af leiðandi truflar og slítur svefninn en svo er mikil uppsöfnuð þreita en það virkar fínt pukka teið og calm fyrir svefninn en það tekur sinn tíma að vinna sig útúr svefnleysisvítahring Gasp

en dagurinn var erfiður hér heima börnin spinnigal voru reyndar góð fram að hádegi amma þeirra kíkti í smástund áður en hún fór í bæjarferð henni var boðið upp á orkubita og knús og koss,en Sölvi náði að stelast í smáblund kl ellefu á meðan Gyða Dögg lærði í heimavinnunni með aðstoð mömmu sinnar og þá sofnaði hann ekki eftir hádegi eins og systir hans sem svaf í tvo tíma, og voru mikil rifrildi,togað í hár,hrinda og svo mikið grátið og klagað á milli þeirra systkinna rifist um sama hlutinn eða um allt sem þau voru með svo að um kl fjögur þá hringdi gumpurinn Frown örmagna í bónda sinn sem var að gera við fyrir vinnuna og spurði hvort það væri möguleiki að hann kæmi heim og sagði honum atburði dagsins

jú ekkert mál hann dreif sig heim og um leið og hann birtist þá datt allt í dúnalogn á heimilinu, í því hringdi síminn og þar var Kristín litla systir það var gott að heyra í henni hún spyr alltaf hvernig fjölsk hafi það, mikið óskaplega sakna gumpurinn að hafa ekki litlu systur sína  nálægt og sjá hana svo sjaldan Crying erum óskaplega nánar

nú við drifum í gönguferð með börnin og þau vildu fara í búðina og kaupa mjólk og mat eins og þau sögðu, það mætti halda að þau færu ekki í göngu nema að fara í búðina en svo er nú ekki,og við fórum í búðina og keiftum í kvöldmatinn, og í boði var lagsanja heimatilbúið með fersku grænmeti og brauði, tókum auka hring á leið heim og það passaði að byrja að elda er við komum heim

börnin voru svo sofnuð kl hálf átta þá fór bóndinn aftur að vinna og gumpurinn horfði auðvitað á spaugstofuna og ekki verður maður svikin af spaugstofunni svo er verið að horfa á söngkeppni framhaldskólanna og bara nokkuð gott sem komið er, svo verður að halda áfram að hafa sama svefntíma til að koma svefni á réttann kjöl Wink

annars er heilsan seint að koma hjá krílunum og gumpinum en Gyða Dögg og bóndinn eru hress en þetta kemur allt saman fyrir sumarið vonandi, læt þetta nægja í kvöld,hafið það sem allra best og farið hægt um gleðinar dyr þið sem eru á djammskónum

kv gumpurinn

      p,s.

    takk fyrir commetið Ásta frænka Kissing stefnum að fleirum nýjum breytingum


ætlaði í gönguferð í kvöld og pissusetuklóset tekið í notkun

ásamt Sigríði frænku svo er gumpurinn kom til frænku þá komst hún ekki börnin hennar , 4 ára tvíburastrákar, voru ekki hressir það er eitthvað að angra þá svo frænka komst ekki svo gumpurinn gekk smá spöl í ca tuttugu mín og kom svo heim, kláraði að horfa á útsvar og er svo að kíkja með öðru auga á bíómynd á ruv, og blogga aðeins í leiðinni Wink

elsta dóttirin er að koma sér í háttinn og bóndinn þarf að fara að gera við í björgunarbátnum eftir smástund, svo er gumpurinn að fá sér kalda , bjór, læt duga hámark tvo í kvöld ætla svo í bólið ekki seinna en kl ellefu, dagurinn í dag var með hefðbundnu sniði börnin sváfu vel og voru MJÖG fjörug í dag, Sölvi Örn er aftur að fá áhuga fyrir að pissa í koppinn en uppgötvaði svo að það er til pissusetuklósetið og þar getur hann setið og setið og setið þó svo hann sé búin að pissa ekkert smá sport að sitja hátt uppi eins og hann segir mjög skírt og er Joyful mjög ánægður

já og Bríet Anna er voða dugleg við þessar athafnir fer mörgum sinnum á koppinn en mátaði pissusetuklósetið en situr ekki lengi þar frekar en á koppnum, já svo er líka spennandi að vera í brók og ekki verra að það sé stubbabrók, Gyða Dögg átti þær einu sinni, Bríet Anna er oft í brók á daginn en Sölvi Örn hefur ekki mikið fengist til að prufa brók en er spenntur fyrir stubbabrók og er stelpubrók en í dag þá mátaði hann strákaboxer , þær eru líka frá Gyðu Dögg hún átti þó nokkuð af strákafötum hennar val, jú honum þótti voða skrítið að vera í brók hló voða mikið og fann greinilega að það sem dinglar á milli fóta hans dinglar meira en venjulega þegar engin er bleijan til að halda við,  hann vill voða lítið vera  bleijulaus en fyndinn var strákurinn Grin

já svona stundir og margar aðrar vill gumpurinn ekki missa af svo voru börnin sofnuð kl hálf átta eftir kvöldverð og bað,

jamm en þetta dugar í kvöld gumpurinn ætlar að horfa á law and order kl tíu og bíður ykkur góða nótt

p,s.

  takk fyrir hrósið fyrir orkubitanna Ásta frænka

              alltaf gott að fá hrós

              njóttu orkubitanna


gefum okkur tíma til að hittast konur stórar sem smáar

úff letikast í gærkveldi hjá gumpinum, nennti hreinlega ekki að opna tölvuna, nennti ekki að vaska upp var reyndar lítið en lagði bara í bleiti og vaskaði upp í morgun, hafði það bara notalegt smá sjónvarpsgláp csi á skjá einum og var komin í bólið kl ellefu, en fór í gönguferð í gær með Helgu Systir við röltuðum í búðina og heim aftur ekki langur göngutúr en það munar um minna Wink

vorum að hugsa um að rölta í dag en á ekki von á því, kvefið er að aukast og hóstinn í krílunum svo það er betra að hafa þau inni svo er farið að hvessa en við munum hafa það skemmtilegt í dag, krílin eru sofandi núna og Gyða Dögg er á fiðlu æfingu og svo er sundtími á von á að hún komi heim rúmlega tvö en þá ætlar hún að borða og læra aðeins svo er fimleikatími kl fimm, sem sagt nokkuð mikið að gera hjá henni en í dag er síðasti auka sundtíminn og þá fækkar nú sundferðunum um tvær eftir helgina það er nokkuð strembin dagskráin þegar upp koma aukagreinar en þetta er víst skildu sund svo það verður að taka þá tíma, annars hefur hún gaman af sundi.

bóndinn verður að vinna lengi í dag og svo allan daginn á morgun svo kannski smástund á sunnudaginn annars ætlum við í innkaupaferð á sunnudaginn og hafa það svo rólegheit Joyful

gumpurinn er að hugsa um að hóa saman nokkrum konum , geta rætt saman jafnvel farið í gönguferðir, deilt hollum og góðum uppskriftum já bara hafa það skemmtilegt þið sem hafið áhuga endilega hafið samband Smile það getur verið gott að geta leitað eftir aðstoð og spjalla um það sem hvílir á manni um hvað sem er og geta deilt reynslu og lánað öxl til að halla sér upp að

jamm ætli gumpurinn láti þetta ekki nægja í bili veit samt ekki hvort nennirinn verði til staðar í kvöld en hafið það nú bara notalegt þið eigið það skilið

gumpurinn sendir ykkur Kissing og knús


ekkert lykilorð

jæja þá er bara að hafa bloggið ólæst svona til tilbreytingar, hef fengið fyrirspurnir í pósti um hvað lykilorðið sé, gumpurinn vonar að þetta sé betra svona Smile

kv gumpurinn

ps.  skrifa meira í kvöld


lúin bæði andlega og líkamlega

þetta var nú meiri dagurinn í dag hófst að venju eldsnemma í morgun, börnin vöknuðu rétt rúmlega kl sex en sú elsta var vakin kl sjö, bóndinn kom heim kl hálf eitt sl. nótt eftir að hafa farið í björgunarleiðangur á björgunarbátnum, nú er börnin voru farin í skóla og leikskóla þá fór gumpurinn í Orkubúið og byrjaði létt á fjölþjálfanum en hætti eftir tuttugu mín, gumpinum leið Pouty ekki vel andlega seð, það er nefninlega það með gumpinn að tilfinninga hliðin er brothætt og þegar upp koma umræður sem snetra gumpinn svona að þá er betra að fara bara heim og reyna að láta sér líða vel en ekki hefur það tekist voða vel en þetta kemur vonandi fljótt.

bauð Ástu frænku í heimsókn og ræddum saman gagn og nauðsynjar og höfðum gaman af svo voru börnin sótt í leikskólann og voru mjög fljót að sofna og sváfu til kl tvö.

nú börnin voru mjög dugleg við leik í dag reyndar á þvílíku farti að gumpurinn var mjög svo lúin þegar líða tók á seinni hluta dagsins og þá einmitt er tíminn lengi að líða svo átti gumpurinn í vandræðum með að halda sér vakandi þrátt fyrir fyrirferðina í börnunum.

en hafði það af og eldaði heilann kjúkkling og gerði auðvelt karteflugratín með, sem sagt kjúkklingur kryddaður með góðu kryddi og sett í eldfast mót eða á rafmagnspönnu í tvo tíma, karteflur í rifjárn skolaðar vel og sett í pott með sigti vatn í pottinn en ekki þannig að það nái upp í karteflurnar, svo skorið niður blómkál og brokkoli og bætt út í karteflurnar, þegar suðan er komin upp þá stillt á minnsta hita í korter þá er ostur skorinn smátt og yfir svo töfrakrydd, eftir smástund tilbúið Smile mjög gott

nú börnin þau yngstu sofnuð fyrir kl átta en sú elsta er að koma sér í rúmið, bóndinn að vinna í björgunarbátnum eitthvað fram á kvöld, og gumpurinn ætlar að fá sér Pukka te í heitu vatni og svo calm í heitu vatni virkar vel fyrir svefninn, ætla í bólið kl hálf ellefu

stefnan er að fara í Orkubúið í fyrramálið í smástund, ætla að láta fylgja smá hugleiðing í lokin

ekki dæma einstaklinga eftir áliti annara td. kjaftasögur geta verið mjög særandi, gefðu tækifæri því fyrstu kynni gefa ekki endilega endanlega útkomu á einstaklingnum, svo er frjálst að hafa skoðanir á lífinu og tilverunni en muna samt að sumt er betra að hafa út af fyrir sig, komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig, já það má vel vera að þetta sé óttaleg klisja en þessu varð gumpurinn að koma frá sér

hafið það sem allra best og gumpurinn sendir Heart til ykkur

góða nótt og látið ykkur líða vel


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

155 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband