29.4.2008 | 21:17
alltaf eitthvað að gerast,,,ásamt frábærum árangri í stuðningshópnum
úff kl 5,40 í morgun þá vaknaði Bríet Anna og vildi ekkert kúra lengur bara borða núna og svo leika og það var erfitt fyrir gumpinn að vakna þó svo farið sé alltaf að sofa á sama tíma og ekki seint,en jæja hálftíma seinna þá vaknaði Sölvi Örn og vildi líka fá að borða og leika, það virðist vera löng leið að ná sér eftir þriggja ára andvöku nætur og svefnleysi en þetta kemur á endanum
nú þegar börn og eiginmaður höfðu yfirgefið heimilið þá dreif gumpurinn sér í ræktina þrátt fyrir mjög auma vöðva eftir átök morguninn áður, það gekk bara vel að æfa svo er gumpurinn kom heim og hlakkaði til að konurnar kæmu þá kom í ljós er gumpurinn pissaði að það var rosalega sárt,sem sagt komin með blöðrubólgu og blóð í þvagi, svo það var pantaður símatími hjá læknir sem svo staðfesti grun gumpsins og skrifaði upp á stert pensilin sem átti að virka mjög fljótt en ef líðan væri ekki betri á morgun þá átti gumpurinn að hafa samband strax aftur en að venju þá ríkir bjartsýni hér á bæ
nú konurnar komu og það var gaman og haldið upp á vissan árangur með því að fá sér í stórt glas melónu sem hafði lent í mixara og klaka með og það er sko mjög gott, pælt í ýmsum grænmetis og ávaxta tegundum og uppskriftir í bókinni grænn kostur og fljótlega á að baka pizzu úr þeirri bók ummm mjög girnileg að sjá í bókinni
svo leið dagurinn og svo sem ekkert markvert að gerast, börnin hress og hellingur að gera hjá þeim, það er leiðinlegt að geta ekki farið í gönguferðir það er bara rok og meira rok og kallt í þessari norðann átt, og ekkert sumarlegt við veðrið en aftur á móti eru garðar og blómabeð að taka við sér og er það eina sem minnir á að sumarið sé á næsta leiti
gumpurinn ætlar í bólið eftir klukkutíma og reyna að ná sér í góðan nætursvefn, svo er stefnan á ræktina í fyrramálið og njóta það sem dagurinn hefur upp á að bjóða, hafið það sem allra best og vel í nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2008 | 22:29
okkur boðin ný barnakerra
já það var hringt í gumpinn í hádeginu frá verkstæði verslunarinnar Ólavíu og Óliver og sagt að það væri ekki hægt að gera við kerruna það væri framleiðslu galli á þessum kerrum og þeir vildu endilega bjóða okkur svipaða kerru í staðinn nú við hjónin fórum í bæjarferð kl fjögur í dag og krílin komu með okkur en sú elsta var á fótboltaæfingu, er við komum í versluninna þá var vel tekið á móti okkur og fengum að skoða kerru sem stóð okkur til boða, bara fín kerra það fer minna fyrir henni og okkur var tjáð að það væri hægt að fá varahluti í hana ef eitthvað mundi nú bila kostaði sú kerra aðeins meira en sú sem við áttum en við áttum ekkert að borga á milli, fengum nýtt ábyrðarskírteini sem gildir í tvö ár.
nú í framhaldinu þá kíktum við í seglagerðina Ægir og þar var opið við spurðum um vagninn sem við sáum á heimasíðunni en hann var ný seldur og sölukonan sagði okkur að það væri von á hellingur af fellihýsum næstu helgi því fyrsta maí þá kæmu þau úr vetrageymslu og það yrði strax sett á heimasíðunna þeirra,svo það verður fylgst vel með næstu daganna og fellihýsi skoðuð.
annar bara allt ágætt í dag allt gengur sinn vanagang, en ekki kemur orkan sem gumpurinn bíður eftir með óþreyju en ekkert gerist ennþá það var gott að komast í ræktinna í morgun og taka vel á því undir stjórn Ásdísar og svo er bara að fara aftur í fyrramálið og taka eins vel á því og hægt er, gumpurinn á von á að vera með hassperrur í fyrramálið en það mun ekki stoppa gumpinn.
ætla að láta þetta duga í kvöld það styttist í háttinn og ekki veitir af svefninum
gumpurinn bíður ykkur góða nótt og dreymi ykkur vel
p,s.
gumpurinn vill þakka ykkur kærlega fyrir innlitinn þó svo í upphafi þá átti þetta að vera tilraun og svo vinkona ein sem býr í Hollandi gæti fylgst með okkur en svo hefur bloggið dafnað vel og það er yndislegt að heyra í ykkur sem hafa litið inn
takk kærlega aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 20:39
frábærir tónleikar tónlistaskólans
við fjölsk erum búin að hafa það gott um helgina,dagurinn í gær var brösóttur fram um miðjan dag, en tónleikarnir voru mjög góðir, synd að fleiri skulu ekki koma því krakkarnir eru mjög góðir að spila á öll þessi fjölbreyttu hljóðfæri við fórum á tónleikanna í fyrra og þá var miklu meira af fólki og þá var tilkynning borin út með póstinum en ekki kom tilkynning með pósti fyrir þessa tónleika, allavega kom ekki hingað miði með pósti,svo þar liggur kannski ástæðan fyrir fámenni á tónleikunum
nú á meðan gumpurinn var á tónleikum með Gyðu Dögg þá fór bóndinn til Keflavíkur og tók krílin með sér það þurfti að ballensera dekk sem áttu að fara undir bílinn en þegar dekkin voru komin undir og halda átti til Reykjavíkur þá lét bíllinn íllum látum,en við ákvöðum að reyna að halda áleiðis og svo var allt að skána þar til við komum á brautinna þá byrjaði þetta aftur og það varð að nánast að stoppa til að hristingurinn hætti en þetta skánaði aftur og við komumst hálftíma of seint á æfinguna með Gyðu Dögg en svo gekk það mjög vel ekkert mál á sýningarþjálfunni og á meðan þá minkaði bóndinn loftin í dekkjunum og þá var fínt að keyra bílinn
þá var drifið af stað með barnakerrunna í viðgerð loksins tókst það og svo verður hringt þegar hún verður tilbúin, sá reyndar í veðurspánni áðan að það verður ekki gönguveður þessa vikunna með krílin svo þetta er bara fínt, fórum að skoða fellihýsi en allt lokað og læst fyrir kl fjögur héldum að það yrði opið til fjögur eða fimm, en við fórum þá í Hagkaup og svo var komið sér heim enda kl að verða sex og krílin orðin þreitt, þau sofnuð kl hálf átta og sú elsta kl tíu ásamt mömmu sinni en bóndinn beið eftir box útsendingu,
erum svo búin að hafa það notalegt í dag, vakna snemma,koma elstu stelpunni á fótbolta æfingu kl tíu í morgun og á meðan þá skruppum við í heimsókn til systur bóndans og mannsins hennar hér í bæ og fengum okkur kaffibolla, kíktum á formúlu í sjónvarpinu og krílin tóku sér blund,kíktum svo í heimsókn til vinafólks okkar en svo var bara frúin heima, áttum saman gott spjall og börnin voða góð á meðan, þau eru að verða húsum hæf það er hægt að sleppa af þeim hendinni án þess að vera á nálum.
það sem af er helginni þá á að kíkja á sænkann spennu þátt á ruv og svo á gamla mynd þar á eftir, bóndinn er að vinna í bílnum klára að gera han skoðunarhæfann, gumpurinn hlakkar til að takast á við vikuna sem er framundan, fara á fullt í ræktinna,hitta konurnar þar og svo konurnar sem kíkja í heimsókn í vikunni, já bara að lifa lífinu
og með þessum orðum þá bíður gumpurinn ykkur góða nótt hafið það sem allra best og látið ykkur líða vel koss til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2008 | 09:20
spenna í lofti hér á bæ
gumpurinn ákvað að ráðast aðeins á heimilið í gærkveldið ekki veitti af og þreif stofu,hol og eldhús ásamt hurð sem er út á bílskúrsþak sú hurð var frekar ógeðsleg, og mjög fljótlega ætlar gumpurinn að mála hana og setja þar upp rúllugardínu,sólin sem er þar seinnipartinn á daginn og fram að kvöld skýn skært inn,hitt bíður betri tíma, hengja upp úr einni vél og hjálpa Gyðu Dögg við lærdóm, hún fékk auka lestraefni með sér heim, reyndar er gumpurinn ekki alveg að skilja þetta með lestraatkvæði á prófi, því í könnun sem leiddi í ljós´fyrir ca hálfum mán þá fór stelpan í lestrakönnun og hún náði ekki þeim 140 atkvæðum og þarf því að æfa alla skóladaganna auka lestratíma og þá er viss spjald lesið og tími tekin og það á að gera hér heima líka og svo að venju lesið í lestrabókinni, og hún les og les alltaf lámark fimm daga vikunar heima, þrisvar sinnum og í tuttugu mín, og hún les hratt að okkar mati og hún reynir að lesa hraðar en þá fer það að gerast að hún les ekki rétt og hún er mjög leið yfir þessu, hún les fjórar blaðsíður þrisvar sinnum á innan við tíu mín og þetta eru ekki stórir stafir eða lítið lestra efni á hverri blaðsíðu og hún bað mig að tala við kennara sinn, það kom líka heim blað sem foreldri á að kvitta á ef hún á að taka þessa auka lestra tíma í skólanum.
upp úr kl tíu var hluta af heimalærdómnum búið að læra og höfðum við gaman af við mæðgurnar,svo fór stelpan í bólið orðin þreitt og rotaðist með það sama í sama mund kom bóndinn heim hann var að gera bílinn skoðunarhæfann og á að fara með hann eftir helgi í skoðun,
og í dag er bæjarferð, Gyða Dögg þarf að taka eina klukkustunda æfingu með Sólon hundinn hennar Helgu, sýningarþjálfun, það er sýning næstu helgi, en núna kl ellefu þá eru vortónleikar tónlistaskólans í kirkjunni og mun stelpan spila þar á fiðlu og þar er mikil spenna í lofti hér á bæ yfir þessu öllu saman, það á að gera tilraun með að fara með barnakerruna í Ólavíu og Ólíver búðina þar ætla menn þar á verkstæði að gera við dekkið þar er sprunga og ætla þeir að setja einhver ný í staðin það er víst hætt að framleiða þessar kerrur,en þeir lofa að við fáum þetta bætt án kosnaðar,því kerran er í ábyrð hún var keift í haust er lítið notuð en samt náðist að koma sprunga í hjólið ,viðgerð getur tekið allt að viku
nú það á líka að koma við í Seglagerðin Ægir og skoða fellihýsi sem við fundum á heimasíðuni þeirra og sendum við fyrirspurn og okkur var boðið að koma og ræða málin, kannski förum við á fleiri fellihýsa sölu staði,
svo er bara óráðið hvað við gerum en það er aldrei að vita nema við komum við hjá systur bóndans og fjölsk hennar í kaffi og meðlæti ,
gumpurinn ætlar að láta þetta nægja á þessum laugardagsmorgni, en það er aldrei að vita að það komi hugleiðing í kvöld það er dálítið sem hvílir á gumpinum sem þarf að brjótast út, dálítið sem gerir gumpinn
kveðja gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 22:23
gleðilegt sumar
kæru vinir og vandamenn að venju þá heilsaði sumarið okkur með roki og rigningu en stytti svo upp er líða tók á daginn, svo er bara spáð kólnandi veðri þegar líða fer á helgina jamm svona er bara veðurfar hér á landi allaveganna hluta sumars en annars er gumpurinn bara bjartsýnn að venju og er sumarið enginn undantekning,
krílin mín fengu afhent þríhjólin sem frænka kom með og gaf þeim og þvílík gleði þegar þau vöknuðu í dag eftir blundinn og hafa þau verið mjög dugleg við að , hjóla , eða að ýta sér áfram eða hvort öðru en tóku pásu er við fórum í bíltúr, það hefði verið gaman að fara í gönguferð en kerran býður eftir viðgerð og svo þetta blessaða rok sem setti strik í reikninginn, ekki sniðugt að fara með kvefuð börn út í göngu eða út að leika, en vonandi verður hægt að prófa hjólin sem fyrst, það er meira að segja gert ráð fyrir stöng aftan á hjólunum og ætlar bóndinn að útbúa svoleiðis
svo ætlum við hjónin að fá okkur hjól og vagn aftann í hjól sem börnin geta verið í, en fyrst er stækkun herbergisins sem fer að bresta á samkvæmt áætlun þá er ca vika til hálfur mán þangað til.
það er nú meira hvað þessir dagar rugla gumpinn , frí ekki frí frí ekki frí , í dag var gumpurinn með það á hreinu að það væri sunnudagur og nefndi við bónda sinn að í fyrramálið þá ætti gumpurinn tíma hjá höfuð,beina og spjaldshrygg... konunni, en komst svo að því að það kæmi nú fyrst föstudagur og svo helginn jamm þetta er bara eitt af dæmum gumpsins sem dynur jafn og þétt yfir daglega en það er bara allt í lagi , ennþá, og ekki hlotist neinn skaði ekki svo gumpurinn viti til.
svo á morun föstudag þá byrjar morguninn á því að kl rétt rúmlega átta þá fara krílin okkar í tveggja og háls árs skoðun hjá hjúkrunarkonu og verður því gaman að sjá hvað hefur gerst á einu ári
svo fara þau á leikskólann og gumpurinn stefnir á að fara í orkubúið og sprikla þar í smástund og dúllast svo fram að hádegi, ætla að láta þetta nægja í kvöld
gumpurinn bíður ykkur góða nótt og sofið vonandi vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 20:47
þær eru svo miklar prinsessur
sagði þjálfarinn stelpnanna í fótboltanum er við höfðum samband við hann í gær til að láta hann vita að Gyða Dögg mundi spila æfingaleikinn í dag í sínum flokki og þær áttu að spila í Fífunni í Kópavogi, það var einnig rætt um áhugann og getu á æfingunum og ekki vantaði það hjá Gyðu Dögg en styrkurinn er fljótur að koma svo er hún með forystutakta við hinar stelpurnar en þjálfarinn segir að þetta sé allt í lagi þær þurfa meiri ákveðni eru varkárar og svo miklar prinsessur í sér
svo í dag eftir að krílin höfðu lagt sig þá fórum við í bæjarferð kl rúmlega þrjú, ætluðum fyrst í Elko og fengum síma fyrir stelpunna , gamli síminn hennar gufaði upp í herberginu hennar á sunnudaginn , það er búið að snúa öllu við mörgum sinnum en ekki finnst síminn svo við keiftum síma og fengum einning nýtt kort með númerinu hennar, svo var skellt sér í Fífuna á leikinn,krílin okkar höfðu gaman af hliðar hlaupa brautinni og nýttu hana í ca hálf tíma þá var þreitan farin að segja til sín og fyrri leikurinn hjá stelpunum ekki alveg búin, en mamman fór í bílinn með krílin og gæddu þau sér á mjólk og Hipp kexi , barna kexi , og horfðu á dvd mynd, og á meðan þá horfði pabbi þeirra á seinni leikinn,hver leikur var í 20 mín og spiluðu þær tvisvar þær mín, síðan brunuðum við af stað heim með við komu í Bónus, komum heim á slaginu kl sjö og það mátti ekki seinna vera börnin frekar lúin, fundin til kvöldmatur og svo 40 mín síðar þá lokuðust herbergis hurðirnar og ekkert hefur heyrst síðan í þeim
Gyða Dögg varð eftir í bænum það áttu eftir að spila tvo leiki í við bót hinar stelpurnar því stelpunum var skift í þrjá hópa og svo fóru allir á matsölustað en daman var að koma inn úr dyrunum og er fjarska glöð eftir daginn, bóndinn er í vinnu , sjálfboðavinnu í björgunarbátnum það er föst vinna á miðvikudagskvöldum á meðan verið er að gera bátinn klárann.
ekki er nein breyting á þreytu gumpsins þó svo það sé búið að innbyrða rautt eðal gingsen í viku og það er verið á tvisvar þrjár töflur,sterkum kúr kannski þarf þó nokkurn tíma fyrir svona þreyttan líkama til að ná upp orku en ef ekkert gerist eftir það pakkinn klárist það eru 100 töflur að þá er spurning um að gera eitthvað annað það kemur bara í ljós
á morgunn sumardaginn fyrsta ætlum við að hafa það skemtilegt á frídeginum gumpurinn á von á heimsókn fyrir hádegi það er ein frænka sem ætlar að gefa krílunum mínum þríhjól frá hennar tvíburum og eru aðrir þar á undan búin að nota hjólin, hún hélt að hjólin væru alla vega níu ára en ekkert að þeim, það er gott að fá bæði föt og ýmislegt fyrir lítið eða gefins það munar mikið um það að þurfa ekki að kaupa þetta allt saman svo við erum mjög sátt
það er komin tími á sturtu og svo hreint utan um sængurnar og koddanna og svo upp í rúm og rotast vonandi þar til í fyrramálið svo nú ætlar gumpurinn að kveðja
hafið það notalegt og njótið lífsins
góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 20:35
hitt og þetta á dagskrá
bara búið að vera nokkuð rólegt í dag, reyndar er Bríet Anna frekar pirruð kannski ekki skrítið miðað við hennar heilsu,Sigurður barnalæknir hringdi í dag og sagði frá niðurstöðum röngenmyndanna og eru bæði börnin rosalega mikið stífluð í ennis og kinnholum, lungun í Bríeti eru ekki alveg hrein en í lagi með lungu Sölva en hann er ekki pirraður og fær ekki hitatoppa upp úr þurru eins og Bríet svo læknirinn ákvað að setja Bríeti á þriggja vikna sterkann pensilin kúr og svo er bara að krossleggja fingur og vona það besta sagði hann en með Sölva þá á að fylgjast vel með honum og ef hann fer að versna að þá á að gefa honum strax pensilin frá Bríet og hafa samband við Sigurð sem sagt bara að vona að þetta hafi áhrif, nefúðinn,sterapústið og pensilinið
þær komu í morgun konurnar sem boðnar hafa verið í spjall og meira spjall og var bara gaman og að venju þá var nú ekki skortur á umræðuefni, í boði voru heimabakaðar spelthveitikökur íslenskt smjör og hummus,heimatilbúið, og rann þetta ljúflega niður í konurnar ásamt vatni og kaffi stefnan er að hittast aftur eftir viku og bera saman bækur okkar og meira spjall
á morgun á að reyna að komast í bæjarferð ef vinnan hjá bóndanum verður róleg þá er ætlunin að fara með barnakerruna í viðgerð, sem betur fer er hún í ábyrð,og svo á Gyða Dögg að að keppa æfingaleik í fótbolta í Fífunni í Kópavogi það verða þrír leikir og er hún í fyrsta leik og hefst leikurinn kl 17,40 og er spilað í 40 mín,okkur fjölsk langar mikið til að horfa á leikinn annars er hún með far ef við komumst ekki.
við hjónin erum að hugsa um að láta draum rætast og fá okkur fellihýsi það þarf ekki að vera nýtt og ekki endilega með fortjaldi það getur komið seinna en ef við dettum niður á gott fellihýsi og afborgunarhæft þá munum við slá til eigum gamlann og góðan tjaldvagn camplet og ætlum að selja hann, við keiftum tvo dúka í fortjaldið svo það ætti ekki að fara á flot ef það rignir annars er búið að nota vagninn í mikilli rigningu er við vorum í ferðalagi og ekki kom dropi inn svo það væsir ekki um neinn í vagninum,það er ótrúlega hvað það er auðvelt að tjalda vagninum og hvað er mikið pláss við þurfum nenfinlega nokkuð mikin farangur í ferðalög og ekkert mál að koma því fyrir,stór og góður vagn
ætla að láta þetta gott heita í kvöld,
gumpurinn bíður ykkur að vel og njóta lífsins út í ystu æsar það er svo góð tilfinning þegar manni líður vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 21:59
vissi alveg að heilsan væri ekki góð en svona slæm,,
kl sex fór gumpurinn á fætur og dreif sig í ræktina og tók æfingu í hálftíma á fjölþjálfanum ,bóndinn vaknaði með börnunum kl hálf sjö og fannst þeim skrítið að mamma þeirra tæki ekki á móto þeim er þau vöknuðu en svo fengu þau sér morgunmat með pabba sínum og voru voða glöð er þau sáu mömmu sína koma inn um dyrnar sem svo mætti bónda sínum er hann var kallaður í vinnu, gumpurinn dreif sig svo í sturtu og kom svo börnum í skóla og leikskóla,
mætti svo til höfuð,beina og spjaldshrygg,,, konunar kl níu og var hjá henni í einn og hálfan tíma í meðferð og hafði konan orð á því að gumpurinn væri mjög svo langt leiddur af stífleika og verkjum því það komu miklir verkir í meðferðinni því það á að losna um stífleikann og þá koma oftast verkir en ekki svona miklir og væri gumpurinn sérstakt tilfelli eiginlega og hafði konan ekki lent í svona slæmu tilfelli með sjúkling en við stefnum á að ná þessu úr líkamanum og næsti tími er eftir viku og í nesti fékk gumpurinn einhverjar sérstakar litlar töflur sem hún blandar sérstaklega handa hverjum og einum og það á að taka þær inn og þær koma vonandi að einhverju gagni með líðan vona nú að vinkona sem hafði áhuga á að panta tíma hjá konunni að hætta nú ekki við það er nú vonandi ekki svona slæmt hjá vinkonu eins og hjá gumpinum
annars var dagur bara hefðbundin, og börnin svo sofnuð rúmlega hálf átta,
en í gærkveldi þá hélt gumpurinn að konurnar kæmu í heimsókn þennan morgun og hringdi í þær í gærkveldi til að minna þær á heimsóknina og þá komu þau svör að það væri á þriðjudagsmorgun sem þær ætluðu að koma já svona er bara lýsandi dæmi fyrir gumpinn rugla saman og gleyma og er gumpurinn snillingur í þessu með hæðstu einkunn ef svo bæri undir
ætlar gumpurinn að baka aðeins í fyrramálið og bjóða konunum og fjölsk upp á heimabakað brauð og hummus með og það er sko gott, svo er starfsdagur á leikskólanum á morgun svo er einn dagur í skóla svo aftur frí , sumardagurinn fyrsti, og svo einn dagur í skóla svo komin helgi, það var smá umræða um þetta í fataklefanum á leikskólanum í morgun að það hefði nú verið betra að hafa starfsdaginn næsta dag við fimmtugaginn sem er frídagur ekki að slíta dögunum ekki gott fyrir foreldra og börn að mati foreldra sem voru að spjalla um þetta en gumpinum var svo sem sama um hvenar starfsdagurinn væri og skilur vel foreldra sem þurfa að redda pössun það er betra að vinna betur saman foreldrar og leikskólar og skólar ,reyndar hélt gumpurinn að starfsdagar skóla og leikskóla væru væru alltaf sameinaðir en ekki í þetta skiftið.
ætla að láta þetta gott heita í kvöld og bið ykkur að njóta lífsins og láta ykkur líða vel
gumpurinn bíður góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2008 | 20:56
að njóta lífsins í botni
það er bara búið að vera fín helgi dagurinn í gær fór reyndar ekki alveg eins og við vorum búin að plana ætluðum í bæjarferð með barna kerruna í viðgerð en bóndinn var að vinna til hálf þrjú og svo var matarboðið hjá teindó kl þrjú svo bæjarferðin verður að bíða betri tíma, það var boðið upp á grillað lambalæri heimakryddað ásamt graslaukssósu, karteflusalat og ávaxtasalat allt saman voða gott og ís og kaffi í eftirrétt komum svo heim kl að verða hálf sex, börnin voða þreytt gátu lítið sofið blundin sem þau taka eftir hádegi það var verið að taka niður eldhúsinnréttingu á neðri hæðinni með tilheyrandi hljóðum og sama í dag nema það var verið að brjóta niður vegg, svo bæði kvöldin hafa börnin verið sofnuð kl sjö,
í morgun þurfti bóndinn að vinna og fór Sölvi Örn með honum í vörubíl þeir fóru ferð austur á Eyrabakka að ná í fjörusand fyrir nýja fótbolta , íþróttahúsið , og brosið hvarf ekki af stráknum allan tímann eða þessa rúma þrjá tíma sem ferðin tók, við stelpurnar sem voru heima plús ein frænka sem gisti og ein frænka sem kom í heimsókn í morgun höfðum það bara fínt, Bríeti var boðið að vera með stóru stelpunum í Litle Petsop leik það var spennandi fyrst en eins og vanalega þá stoppar hún stutt við í leik,
fengum heimsókn í dag foreldrar frænkunar sem gisti ,systir bóndans,maður hennar og sonur, komu og var þeim boðið upp á vítamín köku, þessa sem gumpurinn prófaði að baka fyrir viku síðan en hún var etin með bestu list, svo það var önnur bökuð og hún etin upp til agna á stuttum tíma, gumpurinn fékk hrós fyrir góða og holla köku jamm svona voru viðbrögð gumpsins
og er frændfólkið yfirgaf okkur þá voru börnin drifin í bað og fengu kvöldmat og sofnuð kl sjö, en í gærkveldi þá ákvað gumpurinn eftir að hafa horft á spaugstofuna að skúra stofu,hol,baðherbergi og eldhús ekki veitti af þetta tók klukkutíma og kl tíu þá fór gumpurinn í bólið og rotaðist, bóndinn var að vinna frameftir kvöldi og gumpurinn bara lúin svo þetta var bara eina vitið að það gekk vel þar til hálf fjögur þá vaknaði Sölvi hann var þyrstur og vildi drekka svo fann hann ekki bangsa og snuddu en hann sofnaði fljótt en gumpurinn klukkutíma seinna en börnin vöknuðu svo rétt rúmlega sex í morgun búin að sofa vel og voru bara hress og sem betur fer þá sofnaði gumpurinn snemma því það var fjör eða það er alltaf fjör
í fyrramálið á gumpurinn pantaðann fyrsta tímann hjá höfuð,beina og spjaldhryggs...og vonandi verður líðan betri alla vega er gumpurinn bjartsýnn, eftir þann tíma koma tvær hressar konur í heimsókn, þær sömu og fyrir viku, í spjall og smakka á smáhollustu
gumpurinn er að horfa á nýja sænska spennu þáttaröð á ruv og svo ætlar gumpurinn fljótlega í háttinn, stefnir á að fara í ræktina kl sex í fyrramálið ef nóttin verður ekki vöku nótt
ætla að fara að blanda mér í glas sem saman stendur ag soðnu vatni og calm fyrir svefn
hafið það nú sem allra best og látið ykkur líða vel lífið getur verið svo gott njótum þess
góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 22:52
rautt eðal gingsen tekið í notkun
enn ein andvöku nóttin kl rúmlega hálf fjögur vaknar Bríet við hóstakast og upp stekkur mamma hennar og tekur hana upp og ætlar með hana fram en nær ekki nema að herbergishurðinni og þá endar hóstakastið á að Bríet jamm gubbar yfir mömmu sína, ekkert á sig en smá á gólfið.
svo pabbinn tók við henni og hlúaði að henni á meðan mamman þreif gólfið og skellti sér svo í sturtu ekki verra að sturta sig tvisvar með sex tíma millibili ætti að vera nokkuð hrein og ilmaði af body kremi eftir sturtuna, svo sofnaði sú stutta fljótlega en eftir ca rúman hálftíma þá byrjaði hún aftur að hósta og mamman var tilbúin með skál og það heppnaðist að skálin tók við gubbinu, svo svaf stelpan til kl að verða sjö í morgun en þá vaknaði Sölvi og kallaði og vakti restina af fjölsk,en pabbinn fór fram með börnin og leifði mömmunni að sofa til hálf átta, notalegt
kl átta þá hringdum við á HHS og fengum tíma í röngen fyrir börnin strax,við brunuðum og það var tekið vel á móti okkur, og allfaf vekja tvíburar athygli og sérstaklega að þau þurfa bæði að nýta sömu læknis þjónustu á sama tíma og það gerist nánast alltaf, það gekk vel að mynda Sölva en Bríet öskraði eins og ljón en stelpurnar á deildinni eru frábærar þær einhvernveginn fóru svo mjúklega og hratt að þetta tók stuttan tíma, svo voru verðlaun í boði karfa með fullt af smádóti og börnin völdu sér bæði stórar og þykkar blöðrur og voru voða ánægð með þær ekki tilviljun að þau velji sér það sama.
þegar heim var komið þá mátti pabbi þeirra blása frekar kröftulega í blöðrurnar og binda fyrir svo hafa þær verið mikið notaðar, setið á þeim,bitið í þær og notaðar sem fótbolti veit ekki hvað þær þola svona meðferð lengi en þær eru uppáhaldsleik fangið eins og er, svo er nýr leikur hjá börnunum, þau keyra hvort öðru í stórri dúkku kerru breiða teppi yfir og svo er gefið að borða og drekka og gefið snudda og peli allt dúkkudót nema snuddan, það er gaman að fylgjast með þeim í þessum leik hlusta á spjallið á milli þeirra ekki vildi gumpurinn missa af þessu,á oft erfitt með að skella ekki upp úr en lætur sér nægja að brosa út í annað.
í dag fórum við svo í stutta göngu það var bara fínt, svo ar eldaður steiktur fiskur og karteflur í kvöldmat, borið fram með fersku salati börnin svo sofnuð hálf átta, það styttist í að við hjónin höllum okkur, en bóndinn færði konu sinni rautt eðal gingsen að ósk konunar því orkan er lítil og virðist ekkert aukast þrátt fyrir að ýmis ráð hafa verið prufuð, svo nú spyr gumpurinn ykkur ,hafið þið reynslu af þessu gingseni ? svar óskast
ætli þetta sé ekki gott í kvöld það er að koma tími á svefn, vona nú að það verði róleg nótt og að fjölsk sofi í alla nótt
látið ykkur líða vel og góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
155 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar