12.6.2008 | 20:30
ræs,ræs alltof snemma í morgun
skýrsla dagsins
gleði,gleði,gleði kl 5,20 í morgun hjá Bríeti Önnu en ekki hjá mömmu hennar hún vildi lengur en nei mamma skildi á fætur en með smá lagni þá tókst að fá morgunhanann til að spjalla við bangsanna sem eru í rúminnu hennar í hálftíma en þá vaknaði bróðir hennar og þá bara varð mamman að koma sér á fætur eins og þau segja það þá er það ,mamma koma á fætur núna mogunmat
skondið hvernig þau segja þetta af svo mikilli innlifun,jamm svo eftir að hinum hefðbundnum skildum var lokið rúmlega átta þá ákvað gumpurinn að það væri tími komið á svefnherbergi hjónanna yrði þrifið svo allt tekið hátt og lágt og hurðinn fékk eina yfirmálun ásamt hurðakarmi en á morgun er stefnt á seinni umferðinna,þá var kl bara orðin elleftu og við mæðgur skelltum okkur í búðinna,
börnin voða kátt er þau voru sótt en Bríet mín voða lúin enda búin að vaka nokkuð lengi,og voru voða fín máluð andlit eins og kisur en þau fengu að fara í bað eftir svefninn og svo var bara ákveðið að vera innivið í dag,og það var bara notalegt
en við fengum heimsókn Solla systir kom með Ísleif son sinn og svo kom ein frænka með ásamt syni sínum og höfum við ekki sést í 12 ár svo það var gaman að spjalla hún er flutt til Keflavíkur með fjölsk sína og er svo búið að ákveða að hittast fljótlega,
Gyða Dögg er búin að vera að heiman síðan kl hálf eitt í dag,tvær fótboltaæfingar svo sundtími og hringdi hún heim eftir sundið og vildi fá leifi til að fara á fótboltaleikinn í landsbankadeildinni en Pálmar þjálfari hennar bauð stelpunum að vera innkastarar og það er ekkert smá spennandi,nú mamma hennar vildi nú samt að hún kæmi heim til að borða svo mætti hún fara og gerðist það mjög fljótt og vel og áður en mamman vissi af þá var hún rokin til Birnu frænku sinnar þær ætluðu saman já það er mikið að gera hjá þeim alla daga og það er fínt þá leiðist þeim síður
krílin sofnuð og loksins bóndinn komin heim svo nú ætlum við að borða saman kvöldmat
hafið það sem allra best
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2008 | 21:10
sumar,sumar,sumar með sól og roki
þrátt fyrir að krílin mín voru voða þreitt í gærkveldi þá hafði það nú ekki áhrif á lengri svefn í morgun,kl 5,50 þá heyrðist fyrsta kallið og svo annað kall þá var bara að drífa sig á fætur og hafa til morgunmat og klukkutíma seinna vöknuðu svo restin af fjölskildunni jamm kl sjö allir komnir á fætur og tilbúin að takast á við enn einn nýjan dag með sól og vindi sem var dálítið kaldari en í gær og meira rok,eftir að krílin voru farin á leikskólann ákvað gumpurinn að mála ganghurðinna og var hún máluð tvisvar og er bara fín þá eru komnar þrjár hurðar nýmálaðar og eru þá eftir fimm hurðar sem verða málaðar í rólegheitunum enginn asi hér á bæ,
upp úr kl tíu þá var hringt í Ástu og hún varð svo samferða til Heiðar því við ætluðum að taka gönguferð og það gerðum við og var það bara fín ferð komum heim kl að verða hálf tólf og þá var stutt í að börnin kæmu heim af leikskólanum,pabbi þeirra birtist óvænt þegar mamma þeirra var að ná í börnin og voru fagnaðarfundir en þau voru fljót að sofna er heim var komið en foreldrarnir fengu sér hádegisverð svo var bóndinn rokinn til vinnu og gumpurinn ákvað að fá sér smá blund og það var voða notalegt, börnin vöknuðu kl að verða tvö og voru býsna hress eftir blundinn,við fengum okkur að borða og tókum svo gönguferð í búðinna
og bæði börnin og mamma þeirra með sólgleraugu og það fannst börnunum voða gaman,við hittum Gyðu Dögg á fótboltaæfingu og hún mjög sátt við æfingarnar og sundið á eftir þessa daganna,
við komum svo við á leikskólanum þegar við höfðum komið við heima og skilað vörunum eftir búðaferðina og þar lékum við okkur til kl fimm og þá var líka stóra systir komin heim og við öll orðin svöng það var líka komin tími á að koma sér inn eftir útiverunna,eftir að hafa borðað vel þá áttu öll börnin leik saman fram að kvöldmat,og börnin sofnuð hálf átta en sú elsta úti að leika og bóndinn að vinna,svo er gott sjónvarpsefni,fótbolti á ruv,og skjár einn frá kl 21,25 til 22,20 jamm góðir þættir þar á ferð,
það er dálítið sem gumpurinn hefur verið að pæla í lengi en það er í sambandi við fæðingar þung lyndi,getur verið að það hafi áhrif í langann tíma ? það kom upp eftir báðar fæðingar og eftir seinna skiftið þá er eins og það sé ennþá,ég kannast alveg við einkennin eftir fyrsta barn en það varði ekki svona lengi,eða er ég bara að bilast eitthvað,veit ekki en það er eitthvað að ennþá
en jæja þetta er gott í kvöld, hafið það gott og njótið alls sem lífið hefur upp á að bjóða
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2008 | 21:34
þvílíkt fjör og gaman í dag
við vöknuðum kl hálf sjö í morgun og var erfitt að vakna fyrir mömmuna því hún svaf voða lítið í nótt en varð að dröslast á fætur og gefa börnum að borða en elsta dóttirin svaf til átta en pabbinn var drifinn á fætur og borðaði með börnunum en á meðan þá fór mamma þeirrra í sturtu svona til að vakna betur svo var ekki á dagskrá að leggja sig eftir að krílin voru farin á leikskólann því von var á konum í heimsókn,svo það var bökuð hollustu rabbabarapæ og borið fram með ís,rjóma og sultu,og var þetta bara nokkuð gott þrátt fyrir nokkra súra bita og að vanda þá skorti okkur ekki umræðuefnið en gumpurinn ætlaði að koma með smá ræðu en eitthvað gleymdist það svo nú kemur smá klausa um það sem gumpinum lá á
fyrir nokkrum árum ca átta árum þá fór gumpurinn á miðilsfund ekki sá fyrsti en það sem kom þar fram var meðal þess að seinna meir mundi gumpurinn setja saman einhverskonar umræðu hóp sem mundi aðalega vera til þess að leiðbeina,aðstoða og hjálpa einstaklingum við mismunandi verkefni, og svo í gegnum árin eftir þennan fund þá hefur gumpurinn öðru hverju rifjað þetta atvik upp og viti menn og konur að ekki als fyrir löngu þá vaknaði gumpurinn einn morguninn með þá hugmynd að koma saman konum og spjallað saman um það sem það langaði til að tala um jafnvel að fá ráð og leiðbeiningar frá öðrum konum og bara líka létta á hjarta sínu, spjallað,hlegið,grátið,farið í gönguferðir já bara ýmislegt, og þá var hóað saman fyrst tveimur konum og svo hefur sú þriðja bæst í hópinn,og gumpurinn hefur verið að gera ymsar tilraunir með mat og drykk svona hollustu fæði s,l. fimm ár fyrir fjölskildunna sína og hefur svo verið að bjóða konunum,upp á ýmsa rétti og drykki ,það er bara svo gaman að geta,vilja og langa til að gleðja aðra bæði með mat,drykk og góðu spjalli
jamm svona vildi þetta allt saman til en ræðan hefði örugglega verið lengri ef hún hefði verið sögð við ykkur í morgun en svona er þetta í stuttu máli kæru konur,
en dagurinn í dag var bara fínn fyrir okkur,þrátt fyrir að gumpurinn sé slatti lasinn ennþá en eftir að krílin höfðu sofið í dag þá fórum við í gönguferð með Helgu og Ástu ásamt fimm hundum héld ég örugglega og af stað stormaði hersingin niður Ásabrautina og inn götuna hjá Heiði,man aldrei í hvaða röð göturnar heita komum þar aðeins við það þurfti nú sólarvörn á umm allaveganna tvo af hundunum og haldið áfram svo göngugötuna í átta að Laut en krílin mín voru búin að ákveða að fara til Sigga og hoppa þar,trampolinið,og þvílíkt veður,og áður en ég vissi af þá voru börnin boðin í pottinn og þá varð gumpurinn að drífa sig heim og ná í armkúta og auka föt og börnin höfðu mjög gaman af að busla í langann tíma fengu sé appelsínur og epli í pottinum og svo var nokkrum sinnum hlaupið upp úr og farið á trampolinið og er sólin var að hverfa bakvið skí þá voru börnin drifin upp úr og eftir þurk og hrein föt,léku sér smástund á meðan mamma þeirra og Eygló fengu sér kaffi og þreitt voru börnin er heim var komið upp úr kl hálf sex,borðuðu vel af hafragraut og skyri,tóku leik við pabba sinn,svo þegar þau áttu að fara að sofa um kl hálf átta þá birtust afi og amma svo þau vöktu aðeins lengur en voru
kl átta,vonum að þau sofi til hálf sjö vonandi lengur,þau eru mikið fyrir að vera úti en við höfum ekki ennþá girtann garð og ekki má fara á leikskólann fyrir en eftir kl fimm á daginn svo þessir tveir dagar sem þau hafa farið og leikið við Sigga er búið að vera gaman fyrir þau, þar er girtur garður og fín leikaðstað en það er stefnann að girða af hluta af garðinum sem allra fyrst fyrir börnin
en Gyða Dögg og pabbi hennar fóru bátsferð á björgunarbátnum og verða eitthvað fram að kvöld,en afi og amma voru aðeins lengur,
svo nú ætlar gumpurinn ap láta staðar numið í kvöld og bið að heilsa ykkur í bili en hafið það gott og njótið þess að vera til
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2008 | 20:09
fótboltaskólinn byrjaður,og loksins gott veður
sælt verið fólkið, hér á bæ var að venju tekið daginn snemma kl sex og drifið morgunmatinn af krílin voru víst voða svöng og borðuðu býsna mikið og tóku góðann leik fyrir leikskólann með pabba sínum en mamma þeirra var bara voða lúin og hafði það af að koma þeim í leikskólann og er heim var komið þá var elsta dóttirin vöknuð og búin að fá sér morgunmat,hún ákvað svo að hafa það notalegt heima en á meðan þá skreið mamma hennar aftur upp í rúm og dormaði til kl tíu þá fórum við mæðgurnar smá bílferð og svo fór daman til Birnu Mariju frænku sinnar þær komu svo fljótlega heim en fóru svo í fótboltaskólann en Gyða Dögg var búin að spyrja frænku sína hvort hún vildi koma í þann skóla svo hringdi Ásta frænka og vantaði nánari upplýsingar um skólann og leist svona líka vel á og dreif með stelpurnar upp í gula hús,en stelpurnar tóku svo þessa venjulegu æfingu eftir tímann hjá fótboltaskólanum en þess á milli fóru þær heim til Birnu það þarf nefninlega að hlaða sig af orku fyrir næstu æfingu og eftir hana þá var sundferð sem sagt hellingur að gera hjá þeim og það er bara mjög gott og er Gyða Dögg mjög ánægð með daginn og núna er hún með pabba sínum úti á sparkvölli að æfa með honum það þarf aðeins að þjálfa pabba segir hún,
á meðan krílin lögðu sig ákvað mamma þeirra að dorma aðeins og er frekar slöpp með hita og höfuðverk ásamt kvefi, eftir að krílin höfðu lagt sig í dag og borðað þá fórum við í gönguferð þrátt fyrir slappleikan þá var bara veðrið svo gott að það varð að fara út ,fyrst upp í búð svo rölt heim með mjólkina og það var svo haldið áfram að rölta og annar hringur tekin en reindar minni hringur við fórum niður Ásabrautinna og að fornuvör og göngustíginn heim en er við vorum komin að húsi afa og Eygló þá komu þau heim á bílnum og krílin vildu hitta Sigga,okkur var boðið inn og út í garðinn og þar léku börnin sér í dágóða stund,fóru á trambolin og fannst voða gaman ásamt annað dót og hundarnir,okkur var svo boðið inn og mömmunni boðið kaffi með kalli og kellingu en börnin í leik og ekki leik,Siggi fór svo í pottinn og krílin mín vildu fara í bað en við ákvöðum að þau færu seinna í pottinn svo við komum okkur heim kl að verða sex og börnin í bað og stuttu eftir kom pabbi þeirra heim, stutt í kvöldmat og svo leikur með pabba sínum fram að háttatíma,svo núna er bara afslöppun og láta sér líða vel,held bara að verkjatöflurnar séu aðeins farnar að virka
og í fyrramálið er von á heimsókn því konurnar í stuðningshópnum koma og það verður vel tekið á móti þeim og okkur mun ekki skorta umræðuefni,vona að heilsan verði betri og ætlunin er að taka göngu á morgun,
bið að heilsa í bili og hafið það sem allra best
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2008 | 20:52
frábær árangur stelpnanna á mótinnu
þvílík gleði hjá Gyðu Dögg í morgun já og í dag hún vaknaði rúmlega sex í morgun og borðaði vel af hafragraut fór svo með pabba sínum í Laugardalinn og var mjög svo spennt fyrir keppninni og var mjög ánægð með að hennar flokkur var í öðru sæti, stelpurnar kepptu átta leiki og eftir leikinna þá var verðlauna afhending og skemmtiatriði og boðið upp á pizzu,sem sagt stórt bros sem er ennþá,svo vill hún endilega taka þriggja vikna námskeið hjá fótboltaskólanum sem byrjar á morgunn og þá daga sem þær æfingar eru þá byrjar æfingin kl 13 til 1415 og þá hefur hún klukkutíma sem hún getur tekið sér hvíld á milli svo er æfinginn sem hún er venjulega á og verða allar æfingarnar á sömu dögum mán,þri,mið,fim hún segir að það verði ekkert mál,við foreldrarnir erum búin að vera að ræða þessi mál og við hana og ætlum að leifa henni að taka þetta þriggja vikna námskeið og daman voða glöð með þetta allt saman
og er heim var komið þá fékk fjölsk sér að borða saman , afgangur af grænmetissúpunni,og hún varð bara betri eftir upphituninna og daman er svo búin að vera úti nánast síðan kom heim áðan og borðaði og aftur farin út en eigum von á teindó eftir smá stund og þá kemur daman heim það er nokkuð langt síðan er við höfum hist,
við bökuðum spelltsúkkulaði vöfflur og þeyttum rjóma og höfðum sultu með nammi namm og gæddum okkur á þessum ljúffengum vöfflum með formúlunni en upp úr kl hálf sex þá tókum við göngu upp í búðinna og er heim var komið þá var stutt í kvöldmat,lambabógur eldaður svona eins og mamma gerði í gamla daga ásamt soðnum karteflum,gulum og grænum baunum,sulta og brún sósa já veisla í dag
jæja ætla að láta þetta gott heita í kvöld,það bíður eftir gumpinum uppvask,ekki með uppþvottavél veit ekkert hvenar hún kemur á heimilið, en það er bara allt í lagi en við heyrumst síðar
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2008 | 21:50
rok og rigning ávísun á inniveru
þá er einn dagur enn á enda og komið kvöld,öll börnin sofnuð,krílin sofna reyndar alltaf fyrir átta og sú elsta var búin að ákveða að fara snemma að sofa og það gerði hún og kvöldmaturinn að hennar ósk heimatilbúin grænmetissúpa með ný bökuðu speltbrauði,ekki það sama og síðast,og fór kvöldmaturinn mjög vel í fólkið svo fékk bóndinn símhringingu er matur var borðaður og hann boðaður í vinnu til Reykjavíkur svo hann dreif sig af stað um leið og síðasti bitinn hvarf ofan í hann,ekki allir voða sáttir við að hann skuli þurfa að fara svona snögglega en svona er nú hans vinna,
annars var dagurinn voða líkur síðustu dögum eða vikum og ekki fórum við í kvennahlaupið sökum veðurs,það hefði nú verið gaman að rölta með krílin í kerru hringinn sem er farin en það er svo ekkert mál að rölta þegar veður verður betra vona það að svo verði á morgun en í fyrramálið þá ætlar elsta dóttirin að vakna kl sex og fá sé hafragrautinn ásamt lýsi og vitamínið í rólegheitunum eins og hún orðar það og svo er henni farið að líða betur eftir að hún fékk loksins lyfin sín og tók fyrsta skammtinn í gærmorgun eftir allt of langt hlé,hún ætlar svo að hafa gott nesti með sér og orkuríkt það er ótrulegt hvað hún er voða meðvituð með þetta allt saman og voða dugleg sjálf við að vita hvað má og hvað ekki en varð mjög ung þegar þessar breytingar áttu sér stað en svona er nú það.
svo fara þau feðgin bara tvö á keppnina svo mamman verður heima með krílin,vona samt að geta farið aðeins út með þau fyrir hádegi,það er klikk að geta ekkert farið út bæði fyrir mömmuna og börnin en hóstinn og kvefið er aðeins betra eftir þessa þrjá daga síðan þau fengu aftur nefúðann og pústið
á einhvern undraverðan hátt þá ríkir alltaf einhver bjartsýni hjá gumpinum það demmbist yfir okkur íslendinganna alltaf svartara og svartara spár um hitt og þetta sem lífið snýst svo mikið um og nýustu svartsýnis spár segja að ansi margir munu missa hússnæðin sín á næstunni úff sem betur fer þá erum við í góðum málum ennþá allaveganna og við erum búin aðákveða að vera ekkert að fjárfesta neitt auka bara að hafa þetta eins og það og auka peningur sem kemur inn er hann vandlega geymdur ef eitthvað kemur upp á
jamm ætla að láta þetta duga í kvöld,farið vel með ykur og látið ykkur líða vel,og þökkum fyrir hvern dag sem við fáum saman og njótum þess að vera til
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2008 | 21:08
fortíðar þrá
hjá okkur mæðgunum erum voða hrifnar af svo mörgu sem var í gamla daga eins og elsta dóttirin segir,við getum gleymt okkur yfir gömlum myndum,gömlum hlutum,gömlum fötum og tónlistin já bara svo margt þegar við fórum saman til Keflavíkur í morgun og biðum fyrir framan röngen herbergið á heilsugæslustöðinni og skoðuðum blöð gömul og ný og rákumst á Hús og Híbýli og þar var mikið af gamaldags húsgögnum og búsáhöldum og þá voru komin jól hjá okkur og á meðan mamman var mynduð og kom svo fram þá var dóttirin ennþá að skoða og vildi bara eiga blaðið en það var skilið eftir þar til næst alla vega,
er út í bíl var komið þá var hún ennþá að spjalla um gamla daga og þegar hún horfir á myndir sem tengjast gamla tímanum þá er hún svo hugfangin,t,d. myndir eins og börnin í Ólátagarði,Lotta,Emil,Lína þá er ekki hægt að ná sambandi við hana, og hún ætlar að eiga allt gamalt segir hún en vel með farið það verður fróðlegt að fylgjast með því og að skoða blöð sem innihalda gamalt dót
næst lá leið okkar í Bónus og var bara fínt að versla svona snemma ekki margir og auðvelt að rölta með innkaupa kerruna um búðinna og er komið var að kassa og búið að renna vörunum gegn þá kom að borga og það má segja að matarkarfan sé að hækka því við fundum alveg verðmunin núna og fyrir stuttu síðan samt er það sama sem er keift,bleijur,hreinlætisvörur,mjólkurvörur,grænmeti,ávextir,ferskar kjötvörur og það er bara staðreind að því hollara og minni unnar matvörur því dýrara eru vörurnar það er stundum skrifað um verðmunin á mat og þá er einmitt talað um þetta,en við kjósum hollari mat og ekki unnar og verðum því að borga slatta og líka hellingur sem fólk borgar fyri það sem það verslar til heimilissins og svo er verið að hvetja fólk til að fara í hollari mat og drykk, hef verið í umræðu hópi fólks og margt af því tímir ekki að versla nema brot af því í hollari mat og drykk en það gerir og hefur gumpurinn fengið þá spurningu nokkrum sinnum,hvernig týmið þið þessu ? en við kjósum þetta og í það fara laun okkar,borga af íbúðinni og því sem til heyrir henni, rekstur á bíl en ekki mikið notaður og svo mat
komum svo heim kl að verða hálf tólf og þá var ekki mikill tími til stefnu að ganga frá innkaupunum og ná í börnin,dóttirin fór út til Sverris og Vignirs sem er komin suður í heimsókn hann var einn vetur hér í skóla þegar þau voru í öðrum bekk og var þeim vel til vina,og hefur daman verið með strákunum í allan dag og er þar núna þar til hún á að koma heim kl tíu og grunar gumpinum að á morgun verði haldið áfram að leika sér saman þrátt fyrir vonda veður spá rok og rigning en það má alveg finna sér eitthvað að gera segir hún
keppni næsta sunnudagsmorgun í fótbolta og er mæting kl 8,10 um morguninn og leggst það vel í stelpuna hún er búin að panta heima til búna grænmetissúpu á laugardags kvöldið og hafragraut á sunnudags morgun og ætlar að fara að sofa kl átta á laugardags kvöldið því hún þarf að vakna hálf sjö þetta er hún búin að ákveða sjálf og þegar hún er búin að ákveða eitthvað þá er erfitt að breita því og er áætlað að hún sé búin að keppa rúmlega tólf á hádegi en það er keppni fram á dag,
annars var dagurinn góður fyrir krílin þau sváfu vel,borðuðu vel og léku sér saman en dagurinn hefði alveg mátt vera betri fyrir móður þeirra hún ætlaði ekki að geta orkað daginn,dottaði er hún settist niður og er búin að vera í móki í allan dag þetta er alltaf að vera meira og meira og erfiðara að halda daginn út, svo er bara að bíða eftir að læknirinn komi úr fríi 18 þ,m. og fá áframhaldandi tíma og spjall um þetta,en þetta einhvern vegin hefst allt saman
ætla að láta þetta duga í kvöld
gumpurinn bíður ykkur góða nótt og hafið það sem allra best til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2008 | 21:29
blóð,sviti og tár í blóðtökunni í morgun
og það eru orð að sönnu því krílin ekkert vel upplögð í morgun þegar kom að blóðprufunni þeim leist ekkert á konuna og hvað þá þetta band sem sett er á handlegginn og það varð að halda svo fast svo hægt væri að ná því sem þurfti og það voru nokkur glös og tvær stungur á hvort barnið og mikill grátur en allt hafðist þetta að lokum,okkur var tjáð að það muni taka hálfan mánuð að rækta sýnin og fáum við niðurstöður eftir rúman hálfan mán þegar læknirinn kemur úr fríi,svo fórum við á leikskólann og börnin komu alveg mátulega í söng og hljóðfærastund og það finnst þeim æðislegt
þessir tveir tímar sem börnin voru á leikskólanum voru vel nýttir, fyrst var farið heim og tekið aðeins til farið svo í apotekið og náð í púst og nefúða og skroppið í gott spjall og kaffi til Heiðar og tíminn allt of fljótur að líða og þegar fleiri en ein kona koma saman þá er alveg hægt að spjalla og gleyma tímanum,tími til komin að ná í börnin og það hafðist á réttum tíma,vön mamma sem á þar í hlut
nú börnin voru nokkuð lúin og Sölvi kom heim með bit eftir annað barn á handlegg og það sjást hversu margar tennur það barn er með og við Hjördís deildastjóri ræddum saman um þetta og þetta er víst í fyrsta skiftið sem þetta barn bítur og er hann ári eldri en mín kríli,nafnið hans var ekki nefnt en Sölvi minn sagði alltaf nafnið hans í dag og sagði hann bíta mig,
svona er nú leikskóla lífið í dag og Sölvi minn er ekkert saklaus hann hefur tekið tarnir á að bíta bæði okkur hér heima og börn á leikskólanum,en hann hefur verið góður í þó nokkurn tíma ekkert bit vesen,þau sváfu vel í dag og vorum svo bara inni hér heima,við bökuðum voða gott brauð og höfðum grjónagraut með rúsínum í kvöldmatinn ásamt brauðinu,ætla að láta uppskriftina fylgja með
4 bollar spellt hveiti,það má skifta út bolla og nota gróft mjöl með
5 tsk vínsteinlyftiduft,eða venjulegt lyftiduft
2 tsk sjávar eða hymalajasalt
kúmen
ab mjólk eða mjólk
rúsínur ef vill en það er voða gott
þurefnin fyrst svo mjólkina hnoðað saman og flatt út í litlar kökur og steikt á pönnu blandað smjör og olíu við mið hita og stungið aðeins með gafli svo kökurnar verða ekki ein bóla,
og þetta er mjög gott og hollt brauð og tekur stutta stund að gera,
ætla að láta þetta duga í kvöld og bíð ykkur góða nótt og látið ykkur líða vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2008 | 20:54
notalegur morgun og bæjarferð í dag
við mæðgurnar höfðum það notalegt í morgun,krílin farin á leikskólann og bóndinn í bæinn til vinnu,elsta dóttirinn svaf til kl níu í morgun jamm og það gerist mjög,mjög sjaldan að það komi fyrir,en gumpurinn skreið upp í rúm eftir ferðina á leikskólann og ákvað að kúra þar til dóttirin vaknaði og var alveg að sofna þegar hún kom fram og skreið beint upp í rúm foreldra sinna og kúrði með mömmu sinni í dágóða stund og spjölluðum við og áttum notalega stund,fengum okkur morgunmat saman og hún dreif sig svo í sturtu,fórum í smá bílferð og svo var bara að koma hádegi og hún fór til vinkonu sinnar sem ætlar svo að gista hér í nótt,
á leiðinni heim úr leikskólanum þá komu börnin auga á pabba sinn sem kom óvænt heim úr vinnu úr bænum,það var ekki hægt að hífa í rokinu og það urðu ekkert smá fagnaðarfundir krílin á útopnuðu en voru samt alveg til í að fara að sofa er heim var komið,við hjónin gátum borðað hádegismat saman og langt síðan það gerðist síðast það var mjög notalegt,svo var hann farin í vinnu og ennþá sváfu börnin svo gumprinn ákvað að dorma í stofusófanum og var það bara notalegt en upp úr kl hálf fjögur ákvöðum við hjónin að fara bæjarferð og versla eins og eitt reiðhjól fyrir elstu dótturinna það var komi tími til gamla hjólið sem lítur bara vel út og allt í lagi með það er orðið of lítið svo við skoðuðum nokkur hjól á mismunandi stöðum og fundum gott hjól og komum heim um hálf sjö en ennþá beið hjólið í bílnum þar til stelpurnar ákvöðu að fara að hjóla,Gyða Dögg og vinkona hennar,þá var hún plötuð að bílnum og svipurinn
vá undur og stórmerki og hún voða glöð og er ennþá úti að hjóla,en kemur heim kl tíu og það er ennþá ekkert vandamál,
bóndinn er að vinna sjálboða vinnuna sem er einu sinni í viku með björgunarsveitinni svo gumpurinn er að reyna að halda sér vakandi en ætla að láta þetta gott heita í kvöld
og bíður ykkur góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 20:55
það er verið að æfa stíft fyrir mótið næstu helgi
það er alltaf jafn erfitt að vakna kl sex á morgnanna en ekkert droll hér á bæ og börnin vilja morgunmat og það strax svo það var engin undantekning í morgun við elduðum hafragraut og bættum svo út í rúsínur og kanil og voða gott ásamt lýsi og vitamín í eftirrétt,bóndinn hefur verið að fara í vinnu kl sjö og er langur vinnudagur hjá honum en börnin finna það vel og spyrja oft um hann en sem betur fer þá er þetta bara tímabundið börnin voða glöð í morgun gott veður og þau tóku á sprett um leið og útidyrnar opnuðust svona eins og beljurnar þegar þeim er hleift út á vorin en börnin eru voða glöð að geta verið úti en það er því miður ekki mikið um það og við heyrðum einmitt í dag í Sigurði barnalækni og hann staðfesti grun okkar og börnin eiga að mæta á heilsugæslu stöðina hér á fimmtudagsmorgun í blóðbrufu það á að gera mótefnamælingu og oðnæmispróf svo eiga þau að vera áfram á pústi og taka nefúðann jamm svo er nú það og eru þau að fyllast af kvefi og hósta
í morgun var konu morgun hjá stuðningshópnum,ein mætti,ein er í bústað en við vorum að pæla í að hringja óvænt í hana og hafa símafund það hefði nú verið gaman og ein svaf vært en hún ætlar að kíkja við tækifæri, það var boðið upp á hollann og góðan drykk gerður úr cocosmjólk,bönunum,kanil og vanilludufti ekkert smá góður en sá drykkur er úr bókinni grænn kostur Hagkaupa og er sú bók notuð mikið hér á bæ,gott að frysta og nota sem ís,
elsta dóttirinn er voða glöð með fríið sitt var úti til kl tíu í gærkveldi og var fljót heim og sofnuð fyrir kl hálf ellefu og í morgun þá svaf hún til kl átta og var ólm í að komast út en varð að bíða til kl tíu þá var einhver vinkonan vöknuð en hún komst svo að því að einn vinurinn hennar hann Sverrir vaknar líka snemma svo það birti nú aðeins til með það að komast sem allra fyrst út á morgnana en við mæðgurnar fórum aðeins í búð í morgun í Palómu og versluðum íþróttaföt tvennar peisur önnur er þunn svört Adidas í stíl við buxurnar sem voru keiftar í gær og svo rauð hettupeisa og það var 50 prósenta afsláttur og borguðum við tæpar fjögur þúsund fyrir þrennar flíkur og ekki veitir af fatnaði fyrir íþróttirnar fernar æfingar á viku svo er mót um helgina ,Bónus og Síma mótið, en Gyða Dögg verðum á sunnudaginn að keppa og hlakkar henni mikið til ,hún er á fullu að æfa því hún er með mikin metnað og vill bæta sig alltaf betur og betur,og svo er hún voða ánægð að vera með sama kennarann næsta vetur og hefur sá kennari verið með þennan bekk tvo vetur og eru börnin bara heppin að hafa sama góða kennarann áfram það er nokkuð um kennara skifti og það leggst mis mikið á nemendur en sem sagt við foreldrarnir og dóttirin mjög ánægð
vona svo að kvennasérfræðingurinn,Þórður heitir hann úr Art Medica, hringi á morgun og við getum rætt þetta verkja og hormonavesen þetta er alls ekki gott,búið að vera síðan börnin fæddust og það er búið að prófa ýmislegt en ekkert gengur svo það er ekkert verið að gefast upp það mun finnast lausn á þessu segir læknirinn,hann er mjög fínn og hjálpaði okkur hjónunum að eignast börnin okkar svo honum mikið að þakka
jamm ætla að láta þetta gott heita í kvöld og bjóða ykkur góða nótt og vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar