26.6.2008 | 21:32
róleg heit á okkar bæ
það er búið að vera ósköp rólegt hér á bæ,við fórum á fætur rúmlega hálf sjö í morgun,já krílin mín hafa lengt svefninn og það er mikill munur,Bríet var mjög hress en Sölvi var lítill í sér en hresstist aðeins þegar hann fékk að vekja pabba sinn kl hálf átta hann fór að sofa hálf tvö í nótt eftir ferð vestur í Borganes,þegar börnin voru farin í leikskólann og bóndinn þreyttur í vinnu þá lagðist gumpurinn aftur upp í rúm og til hálf ellefu og það var gott dekur,náði svo í krílin og var Sölvi mjög lúin og lítill í sér svo hann var mældur og var með 38,6 hita hann fann einhversstaðar til svo hann var stílaður og sofnaði hann fljótt og svaf til hálf tvö en Bríet svaf aðeins lengur,en var eitthvað slappur í dag og við vorum heima og kúrðum,
við bökuðum svo hveitikökur og elduðum grjónagraut með rúsínum í kvöldmat,bóndinn komst heim fyrir kvöldmat og borðaði með okkur börnin tóku leik fram að háttatíma og erum við farin að láta þau fara að sofa kl átta,höfum prófað það áður en það virkaði ekki á að þau svæfu lengur á morgnana en þessa vikuna breyttum við þessu aftur og hvort að það sé ástæðan að þau sofa lengur það er vonandi
elsta dóttirin var að koma heim,fyrr en venjulega og ætlar í sturtu og sofna snemma,það var síðasti dagurinn í fótboltaskólanum í dag og í fyrramálið er frjáls æfing og ætlar hún á þá æfingu svo kl ellefu er grillparty og bolir afhentir,og þessar þrjár vikur sem þessi skóli er búin að vera þá hefur hún mætt alla daganna og segist hafa lært mikið,svo bíður hún eftir símamótinu eftir hálfan mánuð og hlakkar mikið til og fer á allar æfingar hjá Pálmari
það stóð til að það yrði önnur útilega helgina sem er að koma og ætluðu systkini bóndans að fara að hafa eina helgi á sumri til að hittast en það er búið að fresta þessu eitthvað,það komust ekki allir en við vorum ekki alveg ákveðin það er ekki ennþá almennilega hlýtt á næturnar og börnin svona kvefuð og hósta og við vorum ekki alveg tilbúin að sofa með þau í vagninum,ætluðum að reyna að redda okkur hjólhýsi eða fellihýsi lánað þá helgi svo það bíður betri tíma,
jæja ætla að láta þetta duga í kvöld,bóndinn fer að koma heim af æfingu,og það bíður mín sítt hár til að greiða og flétta fyrir nóttina,
sofið og dreymið vel
kveðja gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 23:18
að halda sig til hlés
já þannig eru síðustu dagar búnir að vera, við ákvöðum að skella okkur norður á föstudaginn alla leið í Bárðardalinn á sveitabæinn sem við förum alltaf eina viku yfir sumarið og gekk sú ferð nokkuð vel,gumpurinn dormaði næstum alla leiðinna hafði tekið inn slökunarlyf og þessi líka svaka sifja svo erfitt var að halda sér vakandi svo hafði þreitann sagt til sín,börnin höfðu það notalegt á leiðinni og vorum við komin kl hálf tíu og komum okkur fyrir og börnin sofnuð útkeyrð klukkutíma seinna og höfðu aldrei vakað svona lengi en voru vöknuð á sínum tíma morguninn eftir,en sem betur fer þá sváfu þau ásamt mömmu sinni tvo tíma eftir hádegi,á laugardeginum þá var sveitalífið skoðað með börnunum og höfðu þau mjög gaman af,og mjólkin hún er ekkert smá góð og var drukkið vel af henni,börnin þömbuðu hana eins og kálfarnir og ætluðu aldrei að fá nóg,
það var rúmlega tuttugu manns sem hittust þessa helgi á fallegum stað langt upp í sveit,nánast allt þetta fólk höfum við hitt oft áður en einhvern veginn þá var þessi helgi mjög erfið og gumpurinn hélt sig til hlés en reyndi samt sem áður að spjalla við fólkið,tók inn slakandi að ráði læknisins sem átti að virka en náði ekki tilsettum árangri eins og til stóð,það var grillað voða gott kjöt og gott meðlæti með því,svo þegar börnin litlu fóru að sofa á sínum tíma um kl átta þá lagðis mamma þeirra hjá þeim þar til þau voru sofnuð og ákvað svo að fara fram til fólksins og spjalla en það gekk ekki voða vel svo að gumpurinn fór að sofa upp úr miðnæti ásamt elstu dótturinni,en bóndinn blandaði geði við fólkið aðeins lengur,
það var gott að vakna á sunnudagsmorgun með börnunum hafa það notalegt með þeim ein í stóru gömlu eldhúsi í stóru gömlu húsi,allir aðrir sofandi bæði í húsinu og á túninu í tjöldum,fellihýsum og húsbílum,við risastórt eldhúsborð borðuðum við morgunmat,en í svona gömlu húsi eru oft framliðnar sálir á sveimi og var gumpurinn var við verur þennan morgun í eldhúsinu sem föfðu bara notaleg áhrif, svo fór eldra fólkið að vakna og smátt og smátt fylltist eldhúsið af fólki mismikið hrest eftir laugardagskvöldið,það var drukkið og spilað á gítar framm á nótt,
bóndinn vaknaði hress um níu og tókum við til við að koma okkar hafurtaksi út í bíl því við ætluðum að leggja af stað rúmlega eitt en komum fyrst við í barnaskólanum þar er sumarkaffi og ekta sveita stemming stórar alvöru kökur og tertur á boðstólum og gott að hlaða sig fyrir ferðina suður,og gekk sú ferð vel og var líðan gumpsins nokkuð góð við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni því að sitja í bíl svona langa ferð hvort sem maður er góður eða slæmur í skrokknum hefur ekki voða góð áhrif,við komum svo heim rúmlega átta og börnin fóru í sturtubað og voru sofnuð hálftíma seinna og mikið voðalega var það gott að leggjast í sitt rúm,og heima er best,
síðustu dagar hafa verið voða rólegir,Heiður vinkona kíkti til mín í gærmorgun hún var sú eina sem mætti af konunum sem kíkja þá morgna og áttum við gott spjall sem var truflað um kl ellefu en þá var hringt af leikskólanum,Sölvi hafði fengið mikinn blóðnasir í útiverunni og þær gátu ekki stöðvað hann og höfðu áhyggjur en ekki mamman hún þekkir þetta vel og sagði við fóstrurnar að það væri best að nota klaka í tusku eða poka og klemma laust um nefið og þá mundi blóðrenslið stoppa fljótt og ætla þær að eiga klaka til í frystir ef svona kemur aftur upp,nú börnin komu bara heim með mömmu sinni og fengu sér hádegisverð og tóku sinn lúr,og eftir lúrinn og snarl þá kíktum við til Sigga,þau vildu endilega leika við hann og var bara gaman þar,
við erum búin að taka það rólega heima í dag,við bökuðum hollu orku bitanna í morgun og færðum Sigga nokkrar kökur með sér heim af leikskólanum,honum þykja þessar kökur góðar,veit að hann er ekki sá eini á sínu heimili sem þykja þær góðar,annars er bóndinn að vinna og verður fram á nótt,elsta dóttirin gistir hjá vinkonu sinni og gumpurinn er búin að skúra stofu,hol og eldhús í kvöld,ætlar að taka smá þrif á morgun,
jæja það stittist í svefn,líðan svona þokkaleg bæði andlega og líkamlega,lyfin ekki ennþá farin að virka en þetta tekur allt sinn tíma ,svo læt þetta duga í kvöld,gumpurinn biður ykkur að njóta lífsins,njóta sumarsins það stendur svo stutt yfir og birtunar,já það er komið að því að dagurinn fari að stittast aftur,
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2008 | 22:18
Hugleiðing,,,,félagsfælni
að vera með fælni hún er til í ýmsum myndum,hún hefur oft í för með sér alvarlegar afleiðingar,en sú fælni sem ætlunin er að ræða um er félagsfælni og það er búið að hrjá mig mjög lengi og hefur farið versnandi,það að hitta fólk veldur mjög oft hrikalegum kvíðaköstum,hræðslu yfirliðstilfinning,og lítið sem ekkert sjálfs öryggi eða sjálfs álit,það að koma þar sem fólk er ókunnugt eða ekki ókunnugt,fara í verslanir,í veislur,ýmis manna mót,til læknis eða tannlæknis,já bara þar sem fólk er að vera innan um fólk eða tala við fólk,og í síma er oft erfitt,stundum er líðan þokkaleg og mikil barátta oft að láta sem ekkert sé og þrauka þar til þægt sé að komast heim í öryggið,það sem gerðist og olli þessari fælni er mikið til eineltinu að kenna sem byrjaði í barnaskóla og þá var ekkert tekið á því í þá daga
það var talað um smá stríðni en þessi svokölluð smá stríðni fól í sér andlegt og líkamlegt einelti,það fór oft þannig að kvíðaköstin voru það mikil að lítil matarlist var uppköst og fyrir rest þá kom upp magasár og mikill höfuðverkur, álagið tók sinn toll og þegar skólaskildunni lauk þá var ekki haldið áfram í skóla vegna hræðslu við áframhaldandi einelti,svo liðu ca 4 til 5 ár og þá tók aftur upp eineltið og fullorðið fólk hefur sagt ýmislegt í gegnum árin sem hefur haft slæm áhrif,og alskonar utan aðkomandi áhrif hefur áhrif á fælnina og gerir enn,það er rosalega erfitt að vinna á þessu og ýmsar hugsanir höfðu komið upp sem oftar en ekki hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,en sem betur fer þá hefur komið upp heilbrigð hugsun sem kom í veg fyrir slæmt, svo var komið að leita þurfti til læknis sem gott var að tala við,
þetta bitnar líka á aðra fjölskildumeðlimi heimilissins,þau finna oft fyrir vanlíða hjá þeim sem líður ekki vel og það er mjög slæmt,þessi fælni getur hrjáð mann víst alla æfi en það er líka hægt að vinna bug á henni og það er ætlunin hjá mér með aðstoð læknis,það hefur samt alltaf einhver bjartsýni komið reglulega upp sem fær mig til að líta á að það sé björt framtíð framundan og með aðstoð þá er allt hægt ,mig langaði að deila þessu með ykkur,
kveðja og til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.6.2008 | 20:53
það munar um að kúra í smá stund á morgnanna
tókum daginn snemma eins og vanalega en reyndar fór bóndinn í vinnu kl fjögur í nótt en krílin vöknuðu kl sex það var komin tími á morgunmat og svo hafa það notalegt þar til leikskólatíminn kom og það var freistandi að lúra aðeins eftir að krílin voru farin og það leifði gumpurinn sér skreið upp í rúm og þar svaf heimasætan hún kom upp í eftir að pabbi hennar fór í nótt,hún bað um í gærkveldi að láta færa sig í pabbaholu þegar pabbi hennar væri vaknaður og það gerði hann,hún vaknaði svo kl níu og voða glöð að sjá mömmu hjá sér en við drifum okkur svo á fætur eftir smá kúr saman,við hjónakornin fórum til Keflavíkur í viðtal í bankanum okkar það var mjög ánægjulegt viðtal,aðeins að hagræða og auka sparnað á bók og er sá sparnaður sem verður geymdur þar til elsta daman verður fermd,já við ætlum að byrja snemma að safna smátt og smátt það munar örugglega um þá upphæð sem verður inni á bókinni,
svo var bara stutt í hádegi þegar við komum heim og krílin sótt af mömmu sinni en pabbi þeirra strax í vinnu,þau voru fljót að sofna og sváfu til kl að verða tvö og ætlunin var að taka gönguferð en heilsan leyfði það ekki svo það sem eftir var dagsins var nokkuð góður þau léku sér saman og seinnipartinn þá kom Siggi frændi ásamt foreldrum í heimsókn,strákarnir náðu strax góðum leik inni í herbergi og lokuðu hurðinni svo þeir fengu örugglega frið,en Bríet var frammi hjá okkur í eldhúsinnu í spjalli og kaffi,krílin mín voru búin að spyrja um Sigga í dag og vildu leika við hann úti á hoppulin en við kíkjum fljótlega til hans svo eru líka komnir nýfæddir hvolpar sem gaman væri að sjá,
kvöldmatur eldaður upp úr kl sex en börnin voru ekkert á því að bíða og vildu hafragraut og það fengu þau og börðuðu svo kvöldmat kl sjö ,þau eru sjúk í hafragraut og biðja oft um hann hann er fljót eldaður og hollur,bóndinn gat borðað með okkur og náðu svo leikstund með þeim svo voru þau sofnuð rúmlega hálf átta og bóndinn á fótboltaæfinu og svo í smá vinnu,heimasætan er úti en kemur inn um hálf tíu,hún er að fara norður í Bárðardal með ömmu sinni á húsbílnum snemma í fyrramálið ásamt fullt af fólki á sínum bílum,það er svo kölluð systkinaferð hjá teindamömmu hún og systkini hennar hittast öll eina helgi að sumri til og þetta er þriðja sumarið í röð sem farið er norður á sama stað en annars hafa þau hist á ýmsum stöðum,svo er komið heim á sunnudaginn,við ætluðum að fara en bóndinn er búin að vinna mikið og er dauð þreyttur svo er ekki búið að yfirfara bílinn og tjaldvagninn og það er líka spáð kulda svo það er ekki sniðugt að æða þangað mjög þreyttur,engin skoðun og í kulda
jamm ætla að láta þetta duga í kvöld,hafið það notalegt og góða nótt
kv gumpur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 19:54
þetta er allt í áttina
það var svo notalegt að koma út í morgun kl að verða átta,blanka logn,sól og hiti,kom við hjá Helgu og við vorum samferða á heilsugæslustöðinna bara fínt að rölta,viðtalið gekk vonum framar hjá lækninum,og kom gumpurinn frá honum með bara þrjá lyfseðla og á svo pantaðan tíma eftir þrjár vikur,það var mikill léttir að geta rætt vandann og svo er bara að halda vinnunni áfram við að láta sér batna
svo var bara komið rok klukkutíma seinna er við komum af heilsugæslustöðinni gat verið rok og sól og rokið dálítið kallt en við hörkuðum af okkur og drifum okkur heim það var ekki búið að opna apotekið svo að gumpurinn brunaði þangað um leið og opnað var og leysti út þrenn lyf fyrir sig og ein lyf fyrir Helgu svo var bara að fá sér að borða og skella nýju lyfjunum í sig,það mun taka ca þrjár vikur fyrir þau að virka og ef engin áhrif verða komin þá á að stækka skammtinn en gumpurinn vonar það besta,
í gærmorgun átti að vera hittingur hjá stuðningshópnum,skemmtulegustu konurnar,en þjóðhátíðardagurinn kom í veg fyrir það svo nú er stefnann að koma saman sem fyrst svo nú biður gumpurinn ykkur konurnar að hafa samband ef þið viljið hittast í þessari viku eða næsta þriðjudag
það voru bara róleg heit í dag,eftir lúrinn hjá krílunum þá var bara haft það notalegt hér heima þau voru nokkuð góð við hvort annað gátu verið í leik saman en eitthvað var augað í Bríeti ekki eins og það á að vera hún táraðist mikið og fann til og vildi nudda það en þá grét hún en svo var þetta orðið betra er hún fór að sofa,okkur datt í hug að það hefði kannski farið sandkorn í augað og rispað það en ekkert sást er við ath augað,
nú eru krílin mín sofnuð,elsta dóttirin úti og bóndinn að vinna,gumpurinn er að horfa á leik EM í fótbolta og svo er fín dagskrá á skjá einum í kvöld,ætla að hafa það notalegt njóta kvöldsins,heirði í litlu systur áðan og hún var hress og áttum við gott spjall hún vonar að koma aftur áður en langt um líður og okkur er bara strax farið að hlakka til að hittast,
en læt þetta duga í kvöld og bíð ykkur góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2008 | 20:16
svo sem ekkert að frétta eða þannig,,,,
gleðilegan þjóðhátíðardag ekki var mikið farið hér út í dag bóndinn var að vinna fram að hádegi og tókum það rólega í dag vöfflur bakaðar og á meðan þær voru bakaðar þá rölti pabbinn með börnin smá hring úti það var bara einhver leti yfir heimilisfólkinu en elsta dóttirin var reindar úti með vinkonu sinni við buðum teindamömmu í vöflur hún kom með sumargjöf fyrir börnin,en teindapabbi er að sigla nýja lóðsnum frá Spáni til Grindavíkur og ef allt gengur vel þá verður hann komin um miðja næstu viku,
annars lítið að frétta héðan,læknisferð í fyrramálið hér á heilsugæslustöðinna og ætlar gumpurinn að rölta ásamt Helgu í fyrramálið,ætli það sé ekki best að minna hana á þetta jafnvel að vekja hana í fyrramálið,sem sagt við báðar eigum tíma mjög snemma,er svo ekkert búin að ráðstafa restinni af morgninum,
börnin yngstu eru sofnuð og sú elsta er úti en bóndinn er á fótboltaæfingu með old boys,og gumpurinn bara að hafa það notalegt,fylgjast með EM leikjum og að brasa við að skrifa blogg um allt og ekkert,langar að segja ýmislegt en veit ekki hverning á að segja það svo það er bara fínt að enda þetta núna og bið að heilsa ykkur þar til næst
kv gumpur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 21:18
stuð í dag hjá börnunum með frænda
það munar sko alveg um klukkutíma lengri lúr eins og í morgun en Bríet Anna vaknaði reindar rétt rúmlega sex en hún var bara að spjalla við bangsana sína svo mamma hennar lét lítið á sér bera svo ca hálf tíma seinna er kallað ,mamma, og þá varð bara að drífa sig á fætur en einhvernveginn fanst gumpinum að það væri ennþá helgi og ýtti við bónda sínum og bað hann að fara með börnin fram og skifta á þeim og gefa morgunmat,jú bóndinn settist upp en þá áttaði gumpurinn sig á að það væri komin mánudagur svo það var dröslað sér á fætur eftir frekar erfiða nótt,lítið og ílla sofið vegna verkja en ekkert múður hér á fætur kelling
eftir að krílin höfðu farið á leikskólann og bóndinn í vinnu þá var voða freistandi að leggjast aftur upp í rúm en nei von var á Kristínu Bessu fyrir kl níu og við ætluðum að vera aðeins saman,sem við gerðum og var það voða notalegt spjall og samvera sem við áttum í þrjá tíma svo var náð í krílin og þau fljót að sofna og sváfu vel,Gyða Dögg fór á æfingu hjá fótboltaskólanum kl eitt kom svo heim um hálf þrjú og fékk sér að borða en þá ætlaði gumpurinn að taka gönguferð en ekkert varð úr því sökum verkja svo það var farið í smá bílferð í búðina og fékk dóttirinn elsta að fljóta með það var önnur æfing korter yfir þrjú svo á meðan hún var á æfingu þá var kíkt til Sigga að leika svo var hann sofandi en var vakinn stuttu seinna og börnin náðu leik í smá tíma þap kom hellidemba og krílin mín rennblaut og það passaði að ná í dótturina því æfingin var að klárast,
komum heim og í þurr föt svo var hringt í okkur og krílunum boðið í heita pottinn og þau voru alsæl með það stóra systirin ákvað að koma með og var voða gaman hjá þeim ásamt Sigga frænda,þau busluðu í rúman klukkutíma og voru orðin nokkuð lúin er heim var komið þau fengu sér helling af hafragraut en það átti að vera steiktur fiskur í matinn en hann verður í hádeginu á morgun í staðin það var orðið of seint að elda hann,svo kom pabbi þeirra óvænt heim hann hringdi fyrr í dag og átti ekki von á að koma fyrr en seint í kvöld,en hann er að vinna núna svo er Gyða Dögg hjá vinkonu sinni henni var boðið að gista þar í nótt,
í dag kom loksins símtal frá bæklunarlæknirinum og hann var búin að skoða röngten myndirnar og sagði að þær væru verri en þær sem voru teknar fyrir rétt rúmu ári og hann ætlaði að ráðfæra sig við skurðlæknir hann er víst sá eini hér á landi sem gerir einhverjar sérstakar aðgerðir á hnjáskeljum og um miðja næstu viku þá kemur það í ljós hverjar niðurstöður verða,
verð að minnast á eitt en það var á föstudagskvöldið síðasta er Gríman var sýnd á ruv þá kom þar söngatriði úr söngleik sem verður frumsýndur næsta haust og það eru lög sem Janes Joplin,man ekki alveg hvernig það er stafað, já það verða sem sagt lög sem hún söng með sinni flottu rödd og frábær lög,en jæja á þessari Grímu hátíð þá söng þar kona lag eftir Janis og vá þvílíkt það var bara eins og Janis væri komin þarna sjálf og þá ákvað gumpurinn að í haust þá yrði farið á söngleikin,það rifjuðust upp góðar minningar við að heira þetta lag
en jæja það á að fara mjög snemma að sofa í kvöld,aðeins fyrr en vanalega en við heyrumst síðar og hafið það sem allra best njótið lífsins við vitum ekki hvenar því verður lokið já í alvöru verðum saman og njótum þess
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2008 | 21:35
það ætti að vera óhætt fyrir krílin að fara í stórt bað,,,
fórum í bæjarferðina í dag og keiftum ekta sundbrækur fyrir krílin brækur sem eiga að halda kúk í brókinni þar til það uppgötvast til losunar ,það yrði nú verra ef það kæmi nú niðurgangur svo nú er bara að bíða eftir að vindur lægir og sól láti sjá sig og þá er bara að setja sólarvörn og smella krílunum í brækurnar og í sund, en þau voru voða glöð og hrifin eftir að þau fóru með Sigga frænda í stóra heita potta baðið og tala ennþá um það,nú elsta dóttirin verslaði sér svona little pet shop dóta hús en hún átti pening sem hún er búin að safna sér til að kaupa sér það sem henni langar í og ekkert smá montin að versla sjálf fyrir sinn pening og svo keifti hún sér strigaskó fyrir afganginn en ennþá á hún slatta pening á bókinni sinni en er ekkert búin að ákveða fyrir hverju á að safna sér fyrir næst
á heimleið komum við í Bónus í Njarðvík og versluðum þessi hefðbundnu heimilisvörur og komum svo heim hálf fjögur og þá fóru krílin í sturtubað í nyju sundbrókunum sínum og fannst það voða gaman,við fengum heimsókn Kristín Bessa og Jói komu og það var mjög gott að hitta og sjá þau en í fyrramálið á ætlum við Kristín að eiga stund saman
við horfðum á landsleikinn í handboltanum með þeim og var dálítil dramatík þessi leikur en hefði mátt fara aðeins betur,og að venju þá var líka horft á EMí fótbolta og þar var líka svaka spenna og góður leikur en núna er bóndinn að vinna og elsta dóttirin úti að leika,hún er búin að hlakka mikið til að fara á æfingar eftir helginna og ætlar að gera betur en síðast segir hún,
jamm ætla að láta þetta duga í kvöld,er að horfa á Top Gear á skjá einum og það eru skemmtilegir þættir þar á ferð.svo hafið það notalegt og vel
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2008 | 20:57
bolti,bolti, bolti,fótbolti
það er nú meira hvað þessi fótbolti getur tekið mikin tíma og setur margt úr skorðum á heimilinnu,nú ekki heima hjá okkur sagði gumpurinn, nú hvað er það við fótbolta sem þú sérð við ? var spurt gumpinn í dag í búðinni nú það er bara svo margt,eins og hvað ? var aftur spurt af konu sem gumpurinn þekkir aðeins,fótbolti er óútreiknanlegur það getur allt gerst,ekki eru allir leikir skemmtilegir eða góðir en svo koma oftast mjög spennandi og góðir leikir,eins og leikirnir sem eru búnir að vera á EM og svo eru líka flottir strákar sem fá mann til að taka djúpt andvarp sagði gumpurinn að lokum og brosti til konunar sem varð frekar hissa,og gumpurinn hafði gaman af það var svo aðeins spjallað um annað umræðuefni sem stóð stutt yfir
og á leiðinni heim þá hló gumpurinn innra með sér og hugsaði það sem er sagt og skrifað að fótbolti sé þetta og hitt en við hjónin spjöllum um leikinna og spáum í næstu leiki og ekki er verra að dóttirin hafi mikinn áhuga,
annars er dagurinn búin að vera nokkkuð rólegur ,bóndinn að vinna frá kl átta í morgun og kom heim kl hálf sjö,og í morgun þá hittum við Kristínu Bessu og Jóa heima hjá pabba og Eygló,það var mjög gott að sjá þau og börnin léku sér saman bæði úti og inni og að venju var fjör við komum svo heim og fórum í búðinna og svo tóku kríin sinn lúr og gumpurinn hafði það notalegt í stofusófanum og átti gott spjall við vinkonu í síma hún býr úti á landi ,Gyða Dögg fór svo með krílin á leikskólann eftir lúrinn og að hafa fengið sér að borða ,svo þau gætu leikið sér og engin hætta á að þau færu sér að voða, og með í för var vinkona Gyðu, þau skemmtu sér í klukkutíma og var bara gaman hjá þeim,þau voru með mikla matarlist eftir útiveruna og borðuðu býsna mikið og voru svo sofnuð á sínum tíma og við hin kláruðum að horfa á leikinn og nú er bíókvöld hér á bæ, á morgun er stefnan sett á bæjarferð eftir hádegi það á að versla sundföt á krílin það yrði ekki vinsælt ef það kæmi KÚKUR í sundlaugunna eða heitapottinn
það kæmu upp vandræða staða,
jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í kvöld,en það er í hugarsmíðum hugleiðing sem kemur fljótlega en hafið það sem allra best gefum okkur tíma fyrir fjölskilduna
með fótbolta kveðju frá gumpinum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2008 | 22:29
það var bara notalegt að ,,,
fjölskildan fékk að sofa til kl 6,20 í morgunn klukkutíma lengur en í gær og það munar um þennan klukkutíma og það var mjög freistandi að leggjast aftur upp í rúm eftir að börnin voru farin á leikskólann en gumpurinn fann sér þörf fyrir að gera ýmislegt þessa fjóra tíma sem börnin voru að heiman,það var byrjað á því að kára að mála svefnherbergishurðinna, báðum meginn, og ennþá var smá eftir í fötunni svo það tók því ekki að loka fötunni svo að karmurinn við wc hurðinna var máluð ásamt þrösköldi,nú stofa,hol og eldhús skúrað,sett í tvær þvottavélar og hengt upp úr þeim,þvottur brotinn saman,tekið utan af púðum úr sófasettinu og sett í þvottavél og sófarnir tveir yfirfarnir með blautum svampi,
og þá var kl rúmlega elleftu þegar þessum verkefnum var lokið og þá var bara að skella sér í sturtu og ná svo í börnin,þau sváfu til kl tvö og á meðan þá fékk gumpurinn sér hádegismat og las blaðið,
upp úr kl fjögur þá var tekin gönguferð þrátt fyrir slappleika hjá gumpinum höfuðverkur og hitavella sem búið er að hrella gumpinn hátt í mánuð en við örkuðum upp í búðinna og þar fyrir utan hittum við Heiði og vorum við ekki í vandræðum með að spjalla um ýmis málefni er heim var komið þá ar matvörunum komið á sinn stað og aftur út með börnin við gerðum tilraun til að leika hér fyrir utan en það gekk ekki upp,hundurinn hér á neðri hæðinni var úti og börnin ekki viss hvernig þau ættu að taka honum ekki í fyrsta skiftið og svo er gatan dálítið freistandi svo að það var brugðið á það ráð að fara á leikskólann og leika þar og var það bara fínt,komum svo heim kl sex og börnin skelltu sér í sturtubað með stóru systur,ótrulegt hvað þessi litli sturtu botn getur tekið þrjú fyrirferða mikil börn með góðu móti,
á meðan þá eldaði mamma þeirra kvöldmat sem samanstóð af hakki og spaghetti ásamt nýbökuðu brauði,með því besta sem börnin fá að borða,grunar að það sé á fleirum heimilum, nú börnin sofnuð rúmlega hálf átta og rest af fjölsk horfði á fótboltaleik mjög skemmtilegur leikur og sett utan um púðanna úr sófasettinu á meðan,bóndinn fór svo í smá vinnu en við mæðgur erum búin að hafa það notalegt,horfa á grímuna og svo er stutt í svefninn,
loksins er ,fóstur dóttirinn.litla systir,hún Kristín Bessa komin suður til að hittta fjölskildunna ásamt Jóa kærastanum það er voða langt síðan við höfum sést og höfum við öll saknað hennar mikið og vonandi gefst okkur tími til að hittast
jamm ætla að láta þetta duga í kvöld,bið að heilsa í bili og njótið helgarinnar saman
kv gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
156 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar