heima alla helgina og loksins skólaslit

halló já það er nokkuð síðan gumpurinn bloggaði síðast og hefur það verið þreita og veikindi sem og börnin sem taka alla orku og eins um helgina ekki komst gumpurinn neitt út nema aðeins á laugardaginn rétt komst í búðina og heim aftur,hef grun um að það sé frjókorna oðnæmi en einkennin eru nefrensli,sviði í augu og hálsi og hósti og hiti eða svo sagði læknir í símatíma og sagði hvaða lyf ætti að taka nú líðan hefur lítið skánað svo gumpurinn heldur að það sé bara slæmt kvef en heldur áfram að taka lyfin,en hef heyrt að sum hús eða íbúðir hafa áhrif á heilsu fólks því þessi fjölsk hefur verið voða slöpp síðan hún flutti í þessa íbúð fyrir tveimur árum en nú spyr gumpurinn ykkur hafið þið heirt um þetta að eitthvað í húsum hafi áhrif á heilsu fólks ? við erum búin að ath hvort það sé raki eða sveppur en ekkert finnst.

og á sunnudaginn þá lét gumpurinn það að taka herbergi Sölva í gegn vopnuð snítubréfum og vatni og þreif það hátt og lágt og bónaði gólfið en þegar átti að ryksuga leikteppið þá klikkaði bakið á gumpinum og var þá riksugunni lagt til hliðar og mottan set út á snúru í rokinu í smástund en þetta hafðist af svo nú eru þrif á íbúð látin bíða ,   

sem sagt mamman heima með yngstu krílin alla helgina en bóndinn var að vinna með björgunarsveitinni og elsta dóttirin ásamt frænki sinni voru saman og með bóndanum í leikstækjum Grin og voða gaman en svo eru krílin að versna aftur af kvefinu og hóstanum svo á morgun þá mun Sigurður barnalæknir hringja og segja hvað næsta skref verður,hef grun að þau verða sett í blóðprufu Woundering og ath hvaða efni vantar af þessum fjórum sem eiga að vera í blóðinu,

fékk loksins hringingu frá bæklunarlækninum í dag og eftir miklar pælingar þá ákvað læknirinn að senda gumpinn í myndatöku og ath hvort eitthvað hafi breist svo ætlar hann að hafa samband og ætlar gumpurinn strax í vikunni til Keflavíkur í myndatökuna,

í dag þá var sótt um lengri dagvistun fyrir krílin sem tekur gildi 1 okt í haust ekki mátti það vera seinna gert því það er alltaf að lengjast biðlistin eftir plássi og óskum við eftir að þau verði til kl tvö sem sagt að lengja tímann um tvo tíma og tók deildarstjórinn vel í það og þetta voru ráð frá lækninum því gumpurinn þarf víst að fara að hugsa aðeins um sjálfan sig og heilsuna og til að geta orkað daginn og börnin þá þarf að gera eitthvað fyrir sjálfan sig og heilsuna , ekki hefur verið gert mikið í því.og má ekki hafa samviskubit yfir því að sækja um lengri vistunartíma Undecided

gaman gaman í morgun þá var loksins skólanum slitið og sumarið tími til leikja að sögn elstu dótturinnar hún ætlar að vera á fullu í fótboltanum og vera úti ásamt að æfa lesturinn og fiðluna í sumar og í dag tók ný æfinga tafla fyrir fótboltann mán,þri,mið og fimmtudaga frá kl 15,15 til 16,15 og svo ætlar hún að stunda sundið eftir æfingar hún elskar að vera í sundi eins og hún orðar það Joyful

og útiveran á kvöldin mjög spennandi að vera til kl tíu en vera þá komin heim hún er nefninlega hrædd um að löggan fari með hana heim ef hún sést úti eftir að útivistatímanum líkur það hefur gerst að hún sé á leiðinni heim frá vinkonu sinni sem býr langt upp í bæ og þá var þoka og frekar draugalegt um að litast og hún hjólaði mjög hrædd heim og fannst sjá löggu alstaðar á leiðinni og hún hjólaði í felum á heimleið að hennar sögn og áttum við foreldrarnir erfitt með að halda andlitinu meðan hún sagði okkur frá ferðinni heim Frown skelkuð

 

 jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í kvöld gumpurinn slappur og ætlar að fara að hátta og fá sér heitt te og bíða eftir að dóttirin komi heim já og bóndinn hann er að vinna fram eftir kvöldi

hafið það sem allra best kæru vinir og njóið samveru stundirnar saman

kv gumpurinn

 

 

 


bara þrír dagar

eftir af skólanum sagði Gyða Dögg þegar hún fór að sofa í gær og hlakkar mikið til að fá sumarfrí en hér er búið að vera fjör að vanda,en líka veikindi hjá Gyðu Dögg hún er á biðlista eftir lyfjunum sem hún er búin að vera á síðan sumarið 03 og það er búið að valda henni ristil,kvið, ógleðis og migrinisverkjum s,l. hálfan mán án lyfjanna,en þau svör sem við höfum fengið að lyfin ekki til á landinu og vonast er eftir þeim núna í vikunni,en hún ákvað að fara í ferðina í húsdýragarðinn í morgun þrátt fyrir að vera lasin,en kennarinn veit af þessu og við ræddum saman í morgun,og eftir ferðina fer Gyða Dögg í klippingu og það má bara særa hárið segir hún en það hafa verið umræður hér að hún láti nú taka slatta af því og það kemur svo í ljós í dag hvað hún gerir en sem betur fer þá er hárið á henni ekki þykkt Wink

í gærkveldi þá var máluð ein umferð með málningu á hurðina og karminn þar í kring og svo klárað í morgun ásamt að mála karminn kringum stofu opið það er á döfunni að mála alla hurðakarma og hurðar með 40 prósenta gljáa það þarf að geta verið hægt að þrífa án þess að málningin flagni af eins og búið er að gerast hér á bæ Frown

 og í dag er vorhátíð á leikskólanum og það gæti verið að við förum þangað eftir að við höfum farið á klippistofunna og í búðinna ef við göngum ferðina það fer eftir heilsu gumpsins en það væri best að geta farið gangandi,bóndinn er að vinna í Mosfellsbæ og er búin að vinna kl sex þá ætlar hann að koma við í Húsasmiðjunni og ath þar með kerru sem er sett aftan á reiðhjól það er auglýst þar kerra í nýja blaðinu sem var að koma með póstinum og sú kerra er fyrir tvö börn, annars verður bóndinn að vinna í bænum allavega næstu tvo daga í viðbót.

og helgina sem er að koma þá verður bóndinn viðlátin þar við störf björgunarsveitarinnar og með kranabílinn þar vegna kassaklifur,svo við kíkjum nú aðeins þar við fjölsk þegar bóndinn losnar frá,og við erum búin að bjóða frænku sem er dóttir systir bóndans að vera hér um helgina hún kemur á fimmtudaginn og það er óvænt að þær stelpurnar munu vera saman um helgina þær eru mjög góðar vinkonur og semur voða vel,við reindar sögðum dóttur okkar í gærkveldi að það muni dálítið óvænt vera um helgina og hún sagði strax, fæ ég nýja herbergið mitt en nei því miður ekki alveg strax og við foreldrarnir litum á hvort annað og hugsuðum það sama Blush það verur að fara að drífa herbergið af sem fyrst en það er brjálað að gera í vinnu og um leið og næsta helgi losnar þá verður veggurinn rifinn

í kvöld þá er söngskemmtun hjá stelpunum í fótboltanum sem Pálmar þjálfari heldur með þeim og verður sú skemmmtun í skólanum og Gyða Dögg vill endilega að annað hvort okkar komist með henni en hún veit að það sé kannski hægt því pabbi hennar vinnur kannski í kvöld en henni hlakkar mikið til og ætlar hún ásamt Ellu að taka lag saman og það verður örugglega fjör þar Grin

jamm ætla að láta þetta duga í dag það er best að fara að sinna krílunum þau voru að vakna og eru búin að koma sér fyrir í stofusófanum og kíkja aðeins á mynd og á meðan þá ætlar gumpurinn og dorma aðeins hjá þeim

hafið það gott og njótið dagsinns


það hefst allt í rólegheitunum

það gengur bara vel í vorhreingerningunni á heimilinu,í morgun eftir að börnin voru farin í skóla og leikskóla og að venju bóndinn farin í vinnu þá ákvað gumpurinn að skella sér í ræktina og eftir viðtal við eiganda þar og þjálfara þá á að setja pásu á lyftingar í salnum en má nota fjölþjálfann en fara rólega það eru veikindi að hrjá gumpinn sem setja strik í það sem þarf að gera dagsdaglega hér heima fyrir en gumpurinn byrjar á verkunum og tekur því bara rólega

nú eftir smá æfingu og sturtu þá var byrjað á að pakka niður styttum og myndum úr herbergi Gyðu Daggar og eru veggir og hillur tómlegar hún á hellingur af alskonar puntudóti sem hún hefur sankað að sér já og steinarnir sem eru út um allt,en öllu þessu er pakkað niður og ekki tekið aftur upp fyrr en hún er flutt í nýja herbergið nú í sumar Smile

heyrði í heimilislækninum og hann vildi að gumpurinn pantaði strax símatíma hjá bæklunarlækninum  og á von á að hann hringi á miðvikudaginn,það er allt versna frekar hratt öll liðamót mjög stíf og bólgin og verkir ornir þannig að verkjalyf virka ekki og eru stanslausir og átti gumpurinn að hafa samband um leið og eitthvað mundi breitast og það er orðið löngu tímabært að heyra í lækninum

nú eftir kvöldmat og börnin sofnuð þá ákvað gumpurinn að byrja á svalahurðinni og grunnaði hana svo á morgun þá er stefnan að mála hana og koma fyrir rúllugardínunum og þá má sólin skína að vild inn um gluggann Joyful 

jamm ætla að láta þetta duga í kvöld

hafið það sem allra best og góða nótt


já í dag

að minnsta kosti er sumarið komið,í morgun þegar krílin vöknuðu kl að verða sex ,þá var komið þetta fína veður sól og smá vindur og það kom þessi fiðringur að komast út og njóta veðursins Cool en fyrst var bakað brauð og soðin egg á brauðið í morgunmat ásamt lýsi og vitamín,svo upp úr kl tíu þá fórum við fjölsk í gönguferð tókum kerruna með ef krílin yrðu þreitt en svo var ekki þau örkuðu ferðina við fórum að kaupa mjólk í Braut og gengum svo Heiðahraunið svo niður Leynisbrautina og Staðarvörina og göngustíginn heim og krílin bara nokkuð hress eftir gönguna en vildu endilega fara í bíltúr og fórum við í smástund,og núna eru þau sofandi og við hjónin að horfa á formúlu og elsta dóttirin í sundi með vinkonu sinni og í dag ætlum við í bónus annað hvort í Keflavík eða skella okkur í höfuðborginna,og jafnvel koma við í Ikea eða Rúmfatalagerinn og fá rúllugardínu fyrir svalahurðina það er mikil sól sem kemur þar inn og það þarf að draga aðeins úr birtunni.

við horfðum á okkar fólk í eurovision í gærkveldi og við vorum mjög sátt við þeirra flutning og okkar sæti það voru nokkur lög sem við vorum hrifin af og erum sátt við vinningslagið,það kom okkur ekkert á óvart að þessir svo kölluðu eurospekingar hafi ekki haft mikið rétt fyrir sér það er alltaf eitthvað sem kemur á óvart sem er bara gaman að hafa það þannig,við vorum svo farin að sofa um kl ellefu það er nefninlega ekki sofið út hér um helgar Wink

það var ágætisveður í gær fyrir gönguferð og gumpurinn fór í gönguferð það varð að máta þesa fínu skó og var bara nokkuð gott að ganga í þeim , og enduðum við ferðina á leikskólanum og hittum Birgittu og strákanna og voru þau í hjólaferð en komu við á leikskólanum,við gátum aðeins spjallað og Birgitta færði krílunum föt af sínum strákum og mun það koma sér vel, takk aftur fyrir fötin Joyful bóndinn kom svo til okkar og eftir smá leik þá var drifið sér heim og pizzur bakaðar þær eru bestar heimabakaðar, krílin í bað á meðan þær voru bakaðar,og auðvitað voru þær borðaðar með bestu list ásamt ís í eftir rétt, upp úr kl hálf átta þá voru börnin sofnuð enda nokkuð þreytt eftir gönguferð og leik.

ætla að láta þetta duga í dag heyrumst síðar og njótið dagsins saman

kv gumpurinn

 


er sumarið komið ?

sitt lítið af hverju síðustu daga,heilsa gumpsins ekki nógu góð og hefur heimsóknum í ræktina ekki verið síðan á þriðjudag en það kemur vonandi fljótlega en gumpurinn hefur reynt að fara í gönguferðir með krílin í staðin og ekki hefur veðrir verið neitt til að hrópa húrra yfir en er þetta ekki bara sýnishorn á sumarverðið sem koma skal rok og rigning Frown

en það aftraði nú ekki gönguferð í gær því gumpurinn fékk þau skilaboð frá bónda sínum að fara nú upp í Aðalsport og kaupa sér almennilega strigaskó svo gaf hann kellu sinni pening sem áttu að fara í skó,nú gumpurinn klæddi sig og  börnin vel og börnin í kerru og svo var arkað af stað í roki og rigningu, nú stefnan á Aðalsport og jú þar fundust þessi líka flottu skór sem pössuðu vel og var það síðasta parið sem passaði og jú gumpurinn splæsti á skóna en keifti líka þunnar sumar húfur á krílin það er nú ekki hægt að láta þau vera með þykkar lambúsetur ef það skildi koma sól og hiti Cool bjartsýni til staðar.

nú áfram var arkað út í rokið og rigninguna ásamt nagandi samviskubiti yfir skónum og verðinu 6500 kr á 40 prósenta útsölu en ekki með samviskubiti yfir húfunum nei og nei, fyrir utan verslunarmiðstöðina þáhitti gumpurinn Heiði ásamt yngstu dótturinni og sú stutta er aldeilis orðin stór að fara að byrja í skóla í haust vá hvað tíminn líður hratt,við áttum spjall í dágóða srund og bauð gumpurinn henni að slást í stuðningshópinn og hitta okkur á þriðjudagsmorgna og tók hún því vel, og á meðan við spjölluðum þá kom önnur vinkona hún Birgitta og höfum við ekki hist í þó nokkurn tíma og áttum við líka gott spjall fórum í vínbúðina það á að fá sér aðeins bjór í kvöld , eurovisionkvöldið, við stefnum á að gera tilraun í sumar og hittast eitthvað Wink

viðkoma í búðinni næst á dagskrá og ennþá var arkað af stað og ekki heim nei það var einn viðkomu staður eftir N1 búðin og ná í varahlut í bílinn stýrisendi sem er erfitt að fá þessa daganna eða vikurnar, og komum við heim eftir tveggja tíma ferð og mikið var það notalegt ekki var okkur kallt en samt gott að koma heim,börnin ffengu sér jarðaber og voru ekki lengi að klára heila öskju ásamt eplum, bóndinn kom svo heim upp úr kl sjö og þá voru börnin búin að fá slátur í matinn og skyr með rjóma og fengu sér meira með pabba sínum, þau voru svo sofnuð rúmlega hálf átta en bóndinn fór út  og ætlaði að setja stýrisendann í bílinn en hann passaði svo ekki, en bóndinn fór í snögga bæjarferð í morgun og með gamla endan með sér til að fá alveg eins,

en elsta dóttirin og vinkona hennar sem gisti hér í nótt þær fara í bæjarferð núnakl tíu að keppa í fótbolta og fara þær með foreldrum vinkonunar,gumpurinn stefnir á gönguferð í dag og svo á að baka pizzu upp úr kl sex í kvöld og bjóða svo upp á ís í eftir rétt með eurovivion, það verður bara gaman að horfa á ó kvöld og við vitum að okkar fólk mun standa sig vel hvort sem þau fara langt eða ekki,og við óskum þeim góðs gengis

ætli þetta sé ekki orðið gott í dag eða þennan morgun það þarf að fara að koma stelpunum af stað og fá sér svo kaffisopa og lesa fréttablaðið ef það kemur,

gumpurinn kveður ykkur með Kissing

hafið það sem allra best

 

 


fluttningar og vorhreingerning

umbreitingar byrjaðar á heimilinnu,og í gærkveldi þá var byrjað á því að flytja fiskanna úr stóra einbýlishúsinu og í tveggjaherbergja blokkaríbúð Wink og gekk gengu fluttningarnir vel að því lokknu þá voru bókahillurnar settar við vegginn sem varð auður eftir fluttninginn og gangurinn voða tómlegur eftir að bókahillurnar fluttu þaðan,svo styttist í að veggurinn verði fjarlægður en auðvitað var horft á eurovision lögin í leiðinni og úrslitin nokkuð sanngjörn, norðurlandalögin áfram Smile

í gær var afmælisdagur mömmu og hefði hún orðið sextug ef hún væri á lífi Heart við hér heima hugsum mikið til hennar dagsdaglega og kveiktum á kerti í tilefni dagsins og eins með daginn í dag létum loga á kerti.

í morgun þá var haldið áfram með vortiltektinna en fyrst kom Ásta frænka í heimsókn hún var frekar slöpp en fékk sér te og röddin varð betri,látti þér nú batna frænka Joyful, svo var stofan bónuð og holið og baðherbergið þrifið,og þetta náðist fyrir hádegi sem sagt mikið gert á stuttum tíma enda alvön kona þar að verki Wink svo gafst smátími að sjá litlu systur hún kom suður í gærkveldi og ætlar á tónleika í kvöld og vestur á morgun það var orðið mjög lang síðan er við hittumst síðast og það var svo notalegt að knúsa hana að gumpurinn fékk kökk í hálsinn því mikið er hennar saknað en við ætlum að finna okkur tíma í sumar saman Heart

og nú í kvöld eftir að krílin voru sofnuð þá var eldhúsgólfið skúrað og bónað og nú á að hafa það notalegt í kvöld og horfa á sjónvarpið á skjá einn topp model að ljúka og nýþáttaröð af how to look good naked að byrja  Joyful og ætlar gumpurinn að sitja sem fastast við skjáinn.

og í fyrramálið þá er stefnan tekin á ræktina og svo áframhald með vorhreingerninguna, og vonandi verður hægt að komast í kirkjugarðinn og setja þar blóm á leiði mömmu það er bara búið að vera leiðindarok og ekkert hægt að setja niður,

en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld

hafið það sem allra best og látið ykkur líða vel

góða nótt Sleeping


breytingar framundan heima fyrir

ótrúlegt þetta með svefninn hjá krílunum mínum þau skiftast á að vakna fyrir kl sex á morgnanna,hvenar skildu þau taka upp á því að sofa bæði lengur en til kl sex  Woundering 

eftir að hafa komið börnum í skóla og leikskóla og bóndinn farin í vinnu þá dreif gumpurinn sig í ræktina og var þar í klukkustund er heim var komið þá var skólinn búin að hringja og eftir sturtu og te ásamt einu símtali til Heiðar og tilkynnti komu mína,dreif gumpurinn sig upp í skóla og hitti Gyðu Dögg og kennara hennar,og viti menn það gleymdist að setja hádegisnestið í töskuna og eftir smá spjall þá var náð í meira nesti og komið því til skila,svo dóttirin mundi nú ekki svelta í hádeginu Pouty

kom svo við hjá Heiði í spjall og kaffi og kom heim með fiskabúr,fiskamat og skraut í búrið á svo von á að fá dælu í búrið,það er búið að vera að leita af öðru búri þetta búr sem er í notkun er leiðinleg stærð svona eins og kubbur eins á allar hliðar svo á næstu dögum þá verður skift um búr og endurraðað aðeins í stofunni í leiðinni svo hægt verður að færa bókahillurnar sem eru við þann vegg sem á að rífa og verða þær settar við vegg sem fiskabúrið er við.

í dag fórum við börnin í gönguferð eða þau í kerrunni og lá leið okkar upp í apotek og búðina á heimleið tókum við smá krók á leið okkar og komum við á á fótboltaæfingu hjá Gyðu Dögg, þá var farið að hvessa nokkuð og við drifum okkur heim,og það var bara notalegt eftir gönguferðina,

samvera krílanna var svona upp og ofan hjá þeim í dag,annað hvort í faðmlögum eða að rífast,slást og gráta en einhvernveginn tókst gumpinum að elda kvöldmat þess á milli sem skakka var leikinn og stíað börnin í sundur, i kvöldmat var lagsanja og með grænmeti og karteflum og allir borðuðu vel af Joyful

að venju þá er bóndinn að vinna og verður það eitthvað fram á kvöld,gumpurinn ætlar að kíkja á sjónvarpið það er að byrja nýr þáttur á skjá einum og svo í bólið upp úr kl ellefu eða fyrr því lítill svefn hefur verið s,l. nætur.

í fyrramálið þá kikja vonandi konurnar í heimsókn í spjall og nýbakað bananna brauð en fyrst ætlar gumpurinn í ræktina og taka aðeins á því,

ætla að láta þetta duga í kvöld og bjóða ykkur góða nótt

kv gumpurinn


sú tilfinning,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,heitir þetta ljóð sem gumpurinn samdi fyrir almörgum árum

Ég hélt ég myndi aldrei finna þig

ég hélt það myndi ég aldrei gera

ég hélt mér myndi aldrei líða eins og mér líður með þér

svo góð tilfinning að vera hér hjá þér

ég er svo glöð,ég er svo glöð að hafa fundið þig

svo glöð að þú komst inn í líf mitt,

svo glöð að þú vildir deila með mér lífi mínu,

ég hélt ég myndi aldrei finna þig,

ég hélt þú myndir aldrei verða að veruleika,

mig dreymdi aldrei að þér myndi líða jafnvel

og mér líður í dag,

svo góð tilfinning að vera nálægt þér.

þetta er svo gaman

lífið svo skemmtilegt síðan ég fann þig,

svo skemmtilegt síðan þú komst inn í líf mitt,

svo skemmtilegt síðan þú vildir deila lífi mínu,

             sú tilfinning að  þú snýrð mér í hringi

             sú tilfinning að  þú kveikir í mér

ég hélt mér myndi aldrei líða eins og mér

líður í dag,svo góð tilfinning að vera hér hjá þér,

ég er svo glöð,svo glöð að hafa fundið þig,

svo glöð að þú komst inn í líf mitt.

                                                                                                         

                                                                                                                


ýmislegt gert í dag já og skólaslit í kirkju í gær

mikið óskaplega er gaman að horfa á þáttinn alla leið,Palli og spekingarnir bara skemmtilegir og vá fötin hans Palla, við hér heima hlökkum mikið til að horfa á öll þrjú kvöldin sem verða í næstu viku og áfram Ísland Joyful

annars bara allt fínt hér á bæ,við skelltum okkur í bæjarferð og versluðum gjafir handa afmælisbarninu sem verður þrítug á morgun, kíktum í Holtagarðanna í nýja Hagkaup og fundum boxer buxur á Sölva Örn hann er að vaxa upp úr samfellunum og honum finnst voða flott að vera í brók eins og pabbi,litum við í Útilíf og fengum takka fótbolta skó og hanska fyrir Gyðu Dögg og enduðum ferðina á bónus í Hafnarfirði og þar fékk Bríet Anna sokka og teyjur í hárið hún á fullt af fötum en það er ekki hægt að skilja eitt barnið eftir svo hún fékk sem sé smá glaðning Wink krílin eru nokkuð hress þrátt fyrir blöðrur og sár í munni og pirring en læknirinn segir að þau séu hætt að smita þegar blöðrurnar séu komnar en sem betur fer þá er enginn hiti,þau sofa og borða ágætlega,

í morgun þá komst gumpurinn loksins í ræktina eftir viku hlé en hnéð er ekki orðið gott svo það var létt tekið á því fjölþjálfinn í hálf tíma svo teijur á eftir,kemst vonandi aftur á morgun í það sama,kannski er það skrítið en það hefur mikil áhrif á sálar líf gumpsins ef ræktin er ekki stunduð eða komist út í gönguferð helst á hverjum degi og þá ekki endilega til að hamast alltaf brjálæðislega,einhvern vegin þá verður gumpurinn niðurdregin eins og inniveran hefur verið í vetur eða ef veikindi eru heima fyrir og ekki hægt að komast út,það er ekki hlaupið að því að fá barnapíu og komast í smá gönguferð,en einhvern veginn þá glæðist oftast einhver birta inn og gumpurinn grunar að bjartsýni eigi einhvern hluta af því, eins og sagt er stundum það birtir upp um síðir,

verð að minnast á skólaslit tónlistaskólans sem voru í gær,við Gyða Dögg mættum að sjálfsögðu í kirkjunna og hlustuðum á hæfileikaríkt fólk spila og syngja og taka svo við einkunum og dóttir mín náðu sínum áfanga fyrsta stigi í fiðluleik hún fékk 8,2 í einkun af 10 möguleikum Smile hún var svo ánægð og við líka fyrir hennar hönd.

ætla að láta þetta duga í kvöld

góða nótt og Sleeping vel


könnun ,,,,,,samstarf foreldra og kennara,leikskólakennara

kæru foreldrar

gumpinum langar að gera smá könnun á viðhorfi ykkar í sambandi við veikindi eða smitsjúkdóma sem koma upp í leikskólum og skólum, það er oft eitthvað um veikindi á þessum stöðum t,d. ef upp kemur lús eða njálgur að þá eru foreldrar barna í þeim bekk eða deild látin vita með bréfi en ekki aðrir foreldrar annara barna, eru ekki flest eða öll börnin meira og minna saman einhversstaðar í leikskólanum eða skólanum nú kennarar og leikskólakennarar hittast og geta þeir ekki borið smit á milli ?

það uppgötvaðist í dag á okkar heimili að yngstu börnin eru með útbrot og blöðrur í munni og eru útrborin að koma fram í lófum og iljum, nú við höfðum samband við leikskólann , farið var á leikskólann því engin svaraði símanum, og þar á bæ var fátt um svör, jú það komu upp tvö eða þrjú tilfelli en EKKI Á ÞEIRRA DEILD  var tekið skýrt fram það hefði komið upp þessi tilfelli á hinni litlu barna deildinni en ekki sætti móðirinn við þau svör og sagði að það væru nú með þessi blessuð börn að þau hittast og fóstrurnar færu á milli deilda og skiftust á að klæða börn fyrir útiveru, það kom upp fýlusvipur á þessar tvær fóstrur sem eftir voru á vaktinni og á mánudaginn þá ætlar gumpurinn að ræða þetta við deildarstjórann,því alla vikuna þá fáum við að vita að lítil sem engin matarlist væri hjá börnunum í hádegismat á leikskólanum og það eru sterk einkenni þessarar veirusýkingar því börnin borða annars vel í leikskólanum.

nú er heim var komið að þá var talað við læknir á vakt og hann sagði að á íslenskri þýðingu að þá kallast þessi veirusýking , gin og klaufaveiki, þvílíkt nafn og læknirinn sagði að þetta gæti tekið nokkra daga ásamt hita í byrjun en börnin fengu hita á sunnudag og mánudag og læknirinn vildi meina að þá hefðu einkennin byrjað og spurði svo, var ykkur ekki sagt frá þessu á leikskólanum, nei  ekki var okkur tjáð það og hann var frekar hissa, við máttum vera í sambandi við hann og svo á þetta að ganga yfir um helgina ef það er sem reynist rétt að einkennin komu fyrst fram síðustu helgi.

svo nú væri nú gott að fá álit ykkar hvað finnst ykkur ?

kv gumpurinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

156 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband