eftir annasaman dag þá má segja að

heima er best það eru orð að sönnu Joyful við fórum bæjarferð í dag, fórum fyrst í barnaafmæli,systurdóttir bóndans er níu ára í dag og kíktum við þangað áður en við fórum með Gyðu Dögg á símamótið,það reyndist ekki auðvelt að vera í afmælinu,þar er fólk já fólk sem gumpurinn þekkir til en samt erfitt að hitta og tala við það,gumpurinn tók ekki inn slakandi fyrir ferðina vegna syfju eftir enn eina svefnlitla nótt,krílunum var boðið að vera á meðan við foreldrarnir fóru með dömuna í Smáraskóla en þar er símamótið og gisting,við fundum svefnaðstöðina og var það bara mjög fínt,þar voru nokkrir foreldrar að búa um stelpurnar sínar,við bjuggum um stelpurnar Birna Marija og Gyða Dögg deila einni stórri vindsæng saman,þær voru þvílíkt spenntar og er við yfirgáfum þær ásamt Ástu frænku um kl sex þá voru þær að fara að borða súpu og brauð sem var boðið upp á,

við náðum svo í krílin og komum heim kl að verða hálf átta og krílin fengu sér að borða og voru sofnuð kl átta,og nú er bóndinn á fótboltaæfingu og gumpurinn ætlar að blogga aðeins kíkja svo á sjónvarpið og fara snemma í háttinn Sleeping vonast eftir góðum nætursvefni ekki veitir af,

í fyrramálið þá er læknisheimsókn og verða krílin hjá afa og Sigga á meðan,bóndinn verður að vinna helling á morgun en ætlar á laugardagsmorgun að taka vakt með fótbolta stelpunum,en heima verður gumpurinn með krílin,ætlum að hafa það notalegt,kíkjum á leikskólann og förum í leiktækin og svo er bara að láta ráðast eftir verði og heilsu,

en jæja þetta er orðið nokkuð gott,ætla að heingja upp úr þvottavélinni og líta á sjónvarpið,hafið það sem allra best og njótið helgarinnar

kv gumpurinn


afmæliskaka bökuð og uppskrift af vinsælli grænmetissúpu

ekkert smá erfitt fyrir gumpinn að vakna í morgun,svefninn s,l. nótt var lítill eins og síðustu nætur en varð bara að drífa sig á fætur,það var tími hjá læknir mjög snemma og það þurfti að koma krílunum í pössun,en svo þegar við vorum að fara út úr dyrunum þá var hringt og tilkynnt að læknirinn væri veikur en gumpurinn fær tíma næsta föstudag,en við fórum nú samt út það var búið að lofa þeim að leika við Sigga og við kíktum þangað, börnin vildu bara vera úti og léku þar saman og við alla hundanna,við komum svo heim rúmlega ellefu og börnin orðin verulega þreytt,þau fengu sér að borða og sofnuðu svo rétt rúmlega tólf,

við höfðum það svo notalegt hér heima í dag,bökuðum djöflatertu og settum smjörkrem ofan á,það á nefninlega einn á heimilinu afmæli í dag 36 ára er bóndinn og var gætt sér á köku með rjóma og komu afi og amma í heimsókn,svo var komið kvöld og krílin þreytt og sofnuð á sínum tíma en afmælisbarnið fór að vinna og verður að heiman við þá iðju í kvöld,elsta dóttirin er komin úr afmæli bekkjasystur sinnar og ætlar að vera úti til hálf tíu hún ætlar að fara að sofa snemma og vera útsofinn á morgun,ætlar að láta flétta allt hárið í litlar fléttur og skella sér á sem búið er að bíða lengi eftir, Símamótið verður sett á morgun Smile og ætlum við fyrst í afmæli í bænum verður stutt þar svo er að koma stelpunni fyrir þar sem mótið verður haldið,halda heim fyrir kvöldmat og koma krílunum í háttinn,

ætlaði í gær að láta fylgja uppskrift af hollri og góðri grænmetissúpu en gleymdi því en hér kemur uppskriftin,höfum við oft eldað súpuna bæði fyrir afmæli og svo bara af því að okkur þykir hún svo góð,engin hefur ennþá fussað yfir henni Wink

í stórann pott á mið hita setjið 1,5 ltr af vatni og eina krukku af tomatensuppe frá La Selva eða annari tegund,bætið í þrjá stóra grænmetisteninga t,d. frá Rapunzel eða aðra tegund,sjávarsalt og gróf piparkorn ca matskeið af hvoru,látið suðuna koma hægt upp,skerið þrjá hvítlauksgeira og hálfann stórann lauk eða einn lítinn,ásamt púrrulauk,blómkál og brokkolíkál skorið niður,gulrætur og rófur skorið niður,radísur og stór bökunarkartefla skorið niður,en það má alveg nota hvaða grænmeti sem er,svo er góðri olíu hellt á pönnu og grænmetið smátt í einu snögg steikt á góðum hita og sett svo í pottinn með tómatsoðinu að því loknu er pasta sett út í eins og hver vill en það er líka gott að setja smá eldað kjöt með,súpan er tilbúin þegar pastað er soðið þá er settur út í súpuna einn peli af rjóma og ef súpan er þunn þá má þykkja hana með Ricemeal eða Maizenameal ég kaupi frá Bíoculinair sem er glutenfree og lífrænt en það er bara smekkatriði hvernig sósur og súpur eru þykktar,en svona súpa er matarmikil og rosalega góð og holl og gott að hafa heitt brauð með,

þá er það komið ég læt þetta duga í kvöld,hafið það sem allra best og góða nótt

kv frá gumpinum


loksins hægt að fara í göngu í dag

síðustu morgnar höfum við tekið daginn seinna en vanalega,krílin eru farin að sofa til hálf sjö til sjö og munar sko alveg um klukktíma eða jafnvel einn og hálfan tíma viðbótar svefn hjá krílunum en mamma þeirra hún er farin að taka upp á því að vakna aftur á næturnar og liggja andvaka Frown en við höfum ekkert breytt neitt með svefninn þau sofna á sínum tíma og vonandi er þetta komið til að vera eitthvað um sinn allavega,

í gærmorgun þá fengum við heimsókn Siggi og Eygló kíktu og buðu svo krílunum að koma í heitapottinn eftir lúrinn og það var bara gaman hjá krílunum steikjandi hiti og logn og voru krílin að í tvo tíma í pottinum og á hlaupum í garðinum á sundbrókinni einni saman og á trampolín sem betur fer þá var ekkert til sparað með sólarvörnina þau voru með hellings lit eftir daginn og hefðu örugglega brunnið ef ekki hefði verið fyrir vörnin,húðin á þeim var rjóð og útitekinn og þrátt fyrir hor og hósta þá líta þau vel út þökk sé sólinni og þessari smá útiveru Joyful

það voru bara rólegheit í morgun,engar konur í heimsókn Woundering þá var bara tekin smá tiltekt og sett í þvottavél,Gyða Dögg lék við systkin sín í góðum leik,eftir hádegi og lúrinn þá tókum við gönguferð í búðinna það vantaði aðeins upp á grænmeti í grænmetissúpuna svo kíktum við í heimsókn til vinkonu okkar og var vel tekið á móti okkur, við höfum voðalítið sést svo það var bara mjög gaman að hittast og áttum við gott og skemmtilegt spjall,krílin mín orðin voða mannaleg og ekkert feimin og þau voru ekkert í vandræðum með að tjá sig við vinkonu okkar og hún hafði gaman af Wink

komum heim um hálf sex eftir röska göngu heim,aðeins of rösklega göngu,og súpan elduð og rann ljúflega niður í fjölskilduna börnin sofnuð og Gyða Dögg og pabbi hennar eru saman á fótboltaæfingu,hún er orðin voðalega spennt fyrir símamótinu og er mjög ákveðin að standa sig eins vel og hún getur og meira er ekki hægt að gera segir hún voða spekingsleg á svip Woundering

í fyrramálið er ætlunin hjá gumpinum að fara til læknis reyndar mjög snemma kl 8,40 og er búið að redda pössun á meðan þau fá að fara til Sigga frænda,afa og Eygló sem sagt ræs snemma þar en þau verða vöknuð svo er bara að njóta dagsins sem eftir er,

gumpurinn hefur ekki ennþá fengið ráðningu á drauminum en á þrjár draumráðningabækur og eru þær ekki alveg sammála,en það er örugglega merking með drauminn og hefur hann ekki farið langt úr hausamótunum á gumpinum,get bara ekki hægt að hugsa um hann,er samt að reyna að dreifa huganum þessa daganna það er ýmislegt í huga gumpsins sem er verið að pæla í og það er farið að valda miklum hugarangri sem er ekki gott svo þau mál þarf að ræða við læknirinn,það þarf nefninlega ekki alltaf líkamslegt álag sem gerir mann orkulaus það getur líkað verið andlegt og er það sjálfsagt ástæðan fyir alt orkuleysið,

en jæja nó komið í kvöld,hafið það sem allra best,njótið lífsins,njótið samveru hvers annars,njótið sumarsins og allt það

Kissing frá gumpinum til ykkar

  


dreymdi draum sem hverfur ekki úr hausamótunum

búið að vera frekar rólegur sunnudagur hjá okkur,vöknuðum kl að verða sjö í morgun og kúrðum saman til rúmlega níu,þá nenntum við að klæða okkur og tókum smá bíltúr, kíktum í heimsókn til afa,Sigga og Eygló færðum þeim kaffi sem við vorum búin að eiga nokkuð lengi í frystir en erum með kaffivél sem malar baunir en þetta kaffi var malað svo það var búið að vera gleymt og grafið í kistunni en það var hellt upp á kaffi og smakkaðist það bara vel,bóndinn sat reyndar stutt í kaffi en mamman og börnin voru aðeins lengur,

börnin lögðu sig í hádeginu og sváfu vel,við opnuðum tjaldvagninn í dag og viðruðum hann svo var stöng tekin úr og gert við,hún hafði einhvern tímann brotnað og nú var suðan að gefa sig svo því var reddað ,núna er bóndinn að þvo vagninn og ætlar svo að pakka honum saman,vonumst til að geta farið stutta ferð í útilegu í sumar,en það fer eftir veðri og heilsu barnanna,eins og er þá er kvefið bara að versna og hósti að byrja Frown

gumpinum dreymdi draum s,l. nótt sem hefur ekki farið burtu úr huganum síðan augun opnuðust í morgun og draumurinn er mjög skýr,er að hugsa um að láta hann flakka hér með,

var stödd í húsi sem fannst eins og pabbi ætti það og þar var eitthvað af fólki en sá ekki mikið af því en heyrði í því,er eittvað að rápa þar um og rekst þá á kærasta Kristínar systur hann er að passa litla stelpu sem ég veit hver er og það barn er fjögura ára en mamman hafði skroppið frá en var búin að vera nokkuð lengi og Jói kærasti Kristínar fannst það ekki sniðugt og var frekar hneikslaður að það væri að koma nótt og ekki búið að ná í barnið sem var orðið þreytt og skítugt og búið kúka helling en Jói gat ekki skift á því og bað mig um það sem ég gerði og strauk í leiðinni úr andlitinu á því og um hárið sem er ljóst og liðað barnið var mjög ánægt og ég ætlaði að taka það með mér heim og leifa því að sofa þar,

svo var ég allt í einu á rölti niður Vesturbrautinna og fer neðri hringinn svo þegar ég er komin að Hópsnesi þá er ég allt í einu að vaða mikinn  snjó og það er bylur úti og er erfitt að ganga snjóinn ég er klædd í snjóbuxur en í stuttermabol og finnst skrítið að mér skuli ekki vera kallt,svo er mér litið aftur fyrir og sé að það sé að koma bíll og ég hugsa hann mun ekki sjá mig ég er ekki með endurskinsmerki og engin götulýsing svo ég rétt kemst upp á snjóruðninganna áður en bíllinn fer fram hjá og heyri í briminu í sjónum og kemst upp á brimgarðinn eftir mikið puð,finnst ég verða að sjá sjóinn eða brimið,

held svo áfram en er mjög erfitt að ösla snjóinn en sé að ég er að komast heim sem er húsið Grund og er ég ætla að ganga heimkeyrsluna þá er þar fullt af jólapökkum,og er ég mjög hissa á því og er ég kemst í húsið þá er skreitt jólatré þar svona ekta amerískt tré mjög mikið skreitt en fallegt,ég heyri að maðurinn minn sé að koma heim á bílnum og hann er sumarklæddur og dröslar Bríeti og Gyðu inn og eru þær sofandi ásamt böngsunum þeirra og þá spyr ég um Sölva og hann er þá sofandi í íbúðinni sem er í endanum á húsinu og ég bið manninn minn að ná í hann ég vildi hafa hann hjá mér ef eitthvað kemur fyrir sem hann gerir og tekur jólagjafirnar með inn,

á meðan á þessu gengur þá er mamma mín hjá mér og er mjög brosandi og líður greinilega vel ég er smá hissa að hún sé búin að fylgja mér en er mjög sátt við það en það virðist enginn annar taka eftir henni svo vakna ég,

svo hljóðaði draumurinn og langar mig mikið til að láta ráða hann en veit ekki um neinn sem getur það,ég hef það á tilfinningunni að þessi draumur sé dálítið merkilegur og man hann svo vel og hann er stöðugt að rúlla í hausamótunum á mér,svo ég væri mjög þakklát ef einhver getur ráðinn þennan draum fyfir mig,

en jæja læt þetta duga í kvöld,eigið góða nýja viku sem er framundan og njótið lífsins

kveðja frá dreymandi gumpi 


laskeiki hjá krílunum

já þau eru slöpp en ekki komin með hita,en eru samt voða dugleg við að leika sér en úthaldið er ekki mikið,bökuðum hollu orkubitanna og vorum bara heima og inni við í gær og í dag en fórum í Bónus seinnipartinn og voru þau nokkuð hress á meðan sungu í bílnum,bóndinn var að vinna í dag og ætlar að eiga frí á morgun,eigum von á rólegum sunnudegi kannski fáum við heimsókn og kannski getrum við kíkt í heimsókn,fengum í dag tvo poka af fötum af Sigga frænda fyrir Sölva og þau mun koma sér vel,takk kærlega fyrir fötin Kissing

já svo er sumarið bara nokkuð gott sem komið er af því síðustu daga en að vanda þá skiftast á rok og rigning og stundum sól svona inn á milli bara venjulegt sumarveður og þá er bara að njóta þess eins og kostur er og klæða sig bara eftir veðri og vera ekkert að vola yfir þó svo það sé ekki alltaf sól og brjál hiti,rigningin er góð,

jamm ætla að láta þetta duga af okkur það er svo sem ekkert að frétta héðan en höfuð það notalegt,söknuð þess að geta lítið verið úti en vonandi rætist úr því á morgun,

eigið notalega daga saman í fríinu og njótið þess

kveðja gumpurinn

 

 


um að gera að prófa,,,,,

sig áfram þegar kemur að matargerð og bakstur,gumpurinn er alltaf að prófa sig áfram og í morgun drykkinn þá var melóna,jarðarber,bláber og rifsber ásamt smá klaka mixað í mixaranum og vá þvílíkur drykkur mjög góður og er semsagt búin að búa til slatta af svona drykk í dag og gefa krílunum með og hafa þau verið mjög dugleg að vilja að drekka prufu drykki mömmu sinnar Joyful eins erum við dugleg að prófa alskonar grænmeti og ávexti það er gaman að fara með börnin í búðir og þau fá að velja ávexti og grænmeti og það kemur fyrir að þeir ávextir sem eru mjög skrítnir á að sjá bragðast furðuvel og koma á óvart,það er líka gaman að fá að vera með þegar ávaxtasalat eru gerð þá sker mamma niður og þau raða á stórann disk og auðvitað rata margir bitar upp í litla munna en það er bara fínn forréttur,

það er aldrei að vita nema að gumpurinn læðist með eina og eina uppskrift í bloggin svona ef einhver hefur áhuga á að nýta sér Wink

annars bara allt ágætt hér á bæ þokkaleg heilsa en krílin eru að verða stútfull af hor og greftri í augum,og það er stutt síðan þau hættu með nefúðann já ca hálfur mánuður,svo er Sölvi minn með brunabletti eftir blöðrurnar í andlitinu og á hálsinum það pirrar hann ekkert nema þegar hann nuddar óvart þá losnar hrúður á sárunum en þá biður hann um krem sem við í sameiningu setjum á sárin og hann fær að setja krem sjálfur fyrir framan spegil og er sáttur við það,

á morgun er síðasti dagurinn á leikskólanum fyrir sumarfrí og verður því síðasti sjens fyrir mömmu þeirra að leggjast aftur upp í rúm og kúra án þess að fá yfir sig hoppandi og skoppandi kríli en það er í góðu lagi þau eru oftast voða góð þegar mamma þeirra kúrir stundum en eru dugleg við að kyssa og knúsa Kissing

ætla að láta þetta duga í kvöld og bið að heilsa ykkur þar til næst,verið góð við hvort annað og njótið lífsins,

kveðja gumpurinn  


sófalega og mjög snemma í háttinn

já kvöldin hafa farið í sófalegu og aðeins litið á sjónvarðið og mjög fljótlega svo í bólið,gumpurinn er búin að vera lasin og er eitthvað að skána það er eiginlega verst við þetta að geta ekki farið með krílin í gönguferð eða út að leika svo þau hafa þurft að vera inni með mömmu sinni en við höfum reint að gera gott úr þessu en það styttir upp um síðir Wink 

við fórum með Sölva til húðsjúkdómalæknis í hádeginu í dag og sá læknir setti eitur á vörturnar sem eru í andlitunu og hálsinum en ekki þær sem eru alveg við augun svo átti hann að fara í bað og skola af honum eftir klukkutíma sem við gerðum en hann var farin að svíða og það komu blöðrur eins og læknirinn sagði að gæti gerst,reyndar var hann settur tvisvar í bað og svo settum við rassakremið á og þá hætti honum að svíða og leið betur,við fórum í smá bæjarferð í dag og kíktum á lager söluna hjá intersport og fundum strigaskó á Gyðu Dögg og hettupeysu og svo fékk gumpurinn sér líka hettupeysu Smile og erum við mæðgurnar voða glaðar með fatnaðinn

í gær þá kepptu stelpurnar í 6 flokki í fótbolta og stóðu sig rosalega vel,og voru mikil gleði hér á bæ er við fengum að heyra lýsingar frá leikjunum þegar dóttirin kom heim þeirra lið unnu alla leikinna sína og svo er beðið spennt eftir að símamótið verður eftir rúma viku,það er búið að panta tíma fyrir Gyðu Dögg hjá hárgreiðslukonu á Rossini hún ætlar að setja litlar fasta fléttur í allt hárið svo það verði ekki fyrir og þurfi ekkert að hugsa um það á meðan keppnin verður þessa þrjá daga,við eigum von á að pabbi hennar verði með henni þessa daganna sem hún verður að keppa og svo taki hann að sér foreldra gæslu,en mamma hennar verður heima með krílin það er ekkert hægt að vera með þau alla daganna í bænum,

það er voða flott veður spá fyrir næstu helgi og það er aldrei að vita nema við troðum okkur í heimsókn til Sigga,afa og Eygló já og Lottu ,hún er í voða uppáhaldi hjá krílunum, og fáum að busla í pottinum með Sigga í flotta veðrinu ef af því verður Cool

eigum ekki von á að fara í útilegu en við finnum eitthvað skemmtilegt að gera svo er líka aldrei að vita nema að við förum líka í útilegu svona eina nótt eitthvað stutt til að prófa hvernig það fer í krílin og mömmuna hún þoldi ílla dýnurnar en þá er bara að prufa,við ætlum að taka tjaldvagninn núna í vikunni og setja hann í garðinn okkar og opna hann og viðra allt saman vel og vandlega,en jæja læt þetta duga í kvöld,bið að heilsa ykkur þar til einhverntíamnn næst,hafið það sem allra best og farið vel með ykkur

Heart kveðja frá gumpinum


fjölskildan saman

í allann dag við byrjuðum á að vakna kl að verða sjö í morgun og vorum bara að dröslast fram til kl tíu þá fórum við í heimsókn til afa og ömmu á Skipastígnum og þar var boðið upp á gott bakkelsi og nýmjólk Smile börnin sofnuðu svo rúmlega tólf og á meðan þá lagði gumpurinn sig í stofusófanum og dormaði í tvo tíma á meðan börnin sváfu og var það mjög notalegt, bóndinn gleymdi sér yfir sjónvarpinu,við tókum svo smá gönguferð í rokinu og sólinni eftir góðan svefn og ávaxta stund,og svo var bara stutt í EM úrslitaleikinn og kvöldmatinn við fengum okkur heilgrillaðann kjúkkling með fínu meðlæti og ís í eftir rétt, það rann allt saman ljúflega niður í fjölskildumeðliminna,

börnin sofnuð kl átta og við kláruðum að horfa á mjög spennandi leik og okkar lið Ítalía unnu og eru hér með ordnir EM meistarar og við hér heima fjarska glöð, að loknum leik þá fóru feðginin á fótbolta æfingu og ætluðu að reyna einhverja nýja tækni í fótboltanum Wink

á morgun rennur upp ný vinnuvika hjá þeim sem eru ekki komin í sumarfrí,húsmóðirinn hér á bæ er ekki á leið í frí og sömuleiðis húsbóndinn hann heldur áfram að vinna og á ekki von á að taka sér frí fyrr en gumpurinn þarf að fara undir skurðarhnífinn í haust,en krílin eiga eftir að fara þessa viku í leikskólann svo eru þau komin í sumarfrí í fimm vikur,við ætlum nú samt að njóta sumarsins saman og nota þá helgarnar í stuttar ferðir og gera líka það sem þarf að gera hér heima,breytingar á herbergi sem bíður okkar og er þá stefnan sett á það herbergi þegar minnst verður að gera þá daga sem bóndinn er í vinnu,

hafið það sem allra best,njótið sumarfrísins og líka þeir sem eru ennþá að vinna,njótið sumarsins

kv gumpurinn


notalegur dagur

erum búin að eiga náðugan dag hér á bæ,druslast á náttfötum í allan dag,knúsa og kúra og skemmtilega leiki í litla innitjaldinu já bara virkilega notalegt inni og þurfa ekkert að fara út í rokið það er dálítið kaldur norðanvindurinn og þá er ekkert betra en að dúllast innivið Joyful svo bökuðum við pizzu í kvöldmatinn og krílin fóru svo í sturtubað og voru sofnuð kl átta,elsta dótttirin gistir hjá vinkonu sinni og við hjónakornin í notalegheitum í kvöld,stefnuð að fjölskildudegi á morgun og sem betur fer var ekki farið í útilegu þessa helgi,kallt og heilsan ekki góð,

það er mikið um að vera hér í hverfinu þessa daganna og við hér á bæ styðjum þessar hugrökku konur Heiði og Ástu heils hugar í baráttunni fyrir því að börnin okkar geti leikið sér örugg hér í hverfinu og að vinnisvæði séu ekki að bjóða börnin velkomin á hættusvæði sem þar eru,auðvitað eru börn forvitin annað væri nú skrítið,og ekki er hægt að ætlast til að við séum með þau í bandi heima við eða fylgjum þeim hvert fótmál,í gamla daga þegar gumpurinn var að alast upp þá var allt mjög spennandi sem bannað var að skoða og oftar en ekki einu sinni gerði maður það sem maður mátti alls ekki gera,og ekki hafa börn nú í dag sem alast við útileiki breyst mikið hvað það varðar að kanna heiminn og það sem er bannað,svo áfram hugrökku konur Smile

njótum þessa indælu sumardaga ásamt roki og rigningu endrum og eins hafið það sem allra best og njótið samvista hvers annars 

kv gumpurinn 


dagur að kveldi komin og ,,,

mikið er nú notalegt að koma sér vel fyrir eftir erilsaman dag,við vöknuðum snemma að venju og morgunhress börnin en einhver þreyta í foreldrunum en eftir morgunverð,lýsi og vitamín þá var bara allt að smella saman,börnin í leikskólann og bóndinn ætlaði með björgunarsveitinni að taka á móti nýja lóðsnum og sigla á móti þeim rétt út fyrir innsiglinguna,elsta dótirinn vaknaði kl átta hún ætlaði á frjálsu æfinguna kl níu,í grillveislunni var svo bolaafhending og verðlaun fyrir einstakan árangur,og dóttirin kom með fótboltaspilamyndir í verðlaun fyrir kurteisi og koma vel fram á æfingum,hún varð fjarska glöð Smile

gumpurinn skrapp í kaffi og spjall til pabba í morgun og kom heim um ellefu og tók aðeins til náði í börnin og voru þau nokkuð lúin eftir morguninn og sofnuðu fljótt og náðu góðum svefni en gumpurinn ákvað að kúra með þeim,loksins hringdu læknarnir sem búið er að bíða eftir nokkuð lengi,annar þeirra ,bæklunarlæknirinn sagði að það yrði hringt og gefin tími hjá skurðlæknirinum sem er að íhuga stóra aðgerð á báðum hnjám í haust og svo var það kvennsjúkdómalæknirinn hann gaf upp tíma í byrjun ágúst,það eru allir að fara í sumarfrí næsta mánuðurinn svo það er í lagi gumpsins vegna að biða eitthvað lengur,

sem betur fer þá á gumpurinn duglega dótur hún hjálpaði mikið í dag með systkinin sín ásamt vinkonu sinni,vegna verkja þá lá gumpurinn í tvo tíma í sófanum í dag og þá loks virkuðu verkjalyfin og slóu á verkina,börnin voru í góðum leik en ath með mömmu sína stundum gáfu knús og kossa Kissing

bóndinn kom heim rúmlega sex og þá ákvöðum við að skella okkur í bónus en börnin voru orðin lúin svo við plötuðum afa og Eygló ásamt Sigga að taka þau að sér á meðan og voru börnin ánægð með dvölina við vorum komin heim kl sjö og fengum okkur kvöldverð og börnin sofnuð fyrir átta,bóndinn í vinnu og dóttirin heima og erum við að horfa aðeins á skjá einn og ætlum mjög fljótlega að tía okkur í bólið,læt þetta duga í kvöld og bíð ykkur góða nótt

kv gumpurinn sem ætlar að Sleeping vel í nótt 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

157 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 19587

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband