16.9.2008 | 21:32
svona er lífið þess daganna hjá okkur
þetta eru nú meiri dagarnir gubbupestin er kraftmeiri og nú í dag þá urðu Gyða Dögg og bóndinn fyrir barðinu á pestinni og þessi pest er víst mjög slæm og segir bóndinn að hann hafi ekki orðið svona veikur áður,en Sölvi Örn fór í leikskólann í morgun,hann hefur ekki gubbað mikið og sloppið við hita en mjög slappur,og ennþá hafa Bríet Anna og húsfreyjan sloppið en einhvernvegin þá er tilfinningin þannig að það er bara spurning hvenar en ekki hvort við byrjum líka,
er loksins búin að skrá mig í áskorendakeppnina náði loks á Ásdísi í síma í gær og var gott aða tala við hana og áttum nokkuð langt símtal,svo var fundur í Orkubúinu í gærkveldi vegna keppninnar og fengum við möppu með æfingaáætlun,ráðleggingar vegna matar og verða þrjár mælingar þessar 12 vikur sem keppnin verður og allt skráð í möppuna nema síðasta mælingin,og í morgun kl að verða sjö þá stormaði húsfreyjan í Orkubúið og fékk mælingu og viktun og það kom betur út en húsfreyjan þorði að vona svo var frjálst að láta taka af sér mynd og verður það gert um leið og Ásdís kemur með myndavélina,svo var fyrsta æfingin rúmlega átta og þá var 20 mín þolþjálfun og teyjur í lokin og þrisvar í viku er sú þjálfun og þrisvar í viku er styrktar þjálfun og þá er frjálst hvort við mætum í tíma eða lyftum í salnum,og við vorum hvött til að halda matardagbók og okkur er frjálst hversu mikið við skrifum og líka hvort við skilum inn matardagbók,eins að gera áætlanir um æfingar vikunar og skrifa þær inn á þar til gerðum blöðum í möppunni,
við eigum líka að skrifa niður markmið og hvernig við ætlum að ná þeim og áttum svo að sýna Ásdísi,það er mikil tilhlökkun og fyrsti dagurinn hefur gengið vel,hlakka til að fara í tíma í fyrramálið það er að segja ef húsfreyjan kemst fyrir
á laugardagskvöldið áttum við Kristín systir notalega stund,spjölluðum heilmikið og fengum okkur kakó og súkkulaði það var löngu komin tími fannst okkur fyrir okkar tíma saman og fórum við að sofa kl rúmlega tólf,hún gisti hjá okkur og hafði það bara fínt í stofusófanum,skírnaveisla á sunnudeginum sem var bara fín,við stoppuðum ekki lengi en kíktum svo í bæinn í afmælisveislu þar og þar var líka stoppað stutt,Sölvi Örn lá bara í mömmu sinnar fangi ekkert ergilegur en slappur og við drifum okkur heim eftir klukkutíma stopp,það var líka gott að koma heim,krílin róleg og sofnuðu rúmlega sjö,bóndinn fór í smá vinnu og bara leti yfir elstu dótturinni og mömmu hennar,
foreldrafundur var hjá 4 bekkingum kl hálf sex í dag og var frekar léleg mæting en svona fundir eru nauðsynlegir gott að vita námsefnið í vetur og svo var kynnt fyrir okkur Skjólið en það er frábær hugmynd sem allir nemendurnir geta notið þess að koma þar inn og átt góða stund,kíktum á námsbækur og spjölluðum við kennarana en í morgun þá hittum við Gyða Dögg okkar kennara að frumkvæði okkar foreldranna,það var gott að getað komið því á framfæri það sem angraði Gyðu Dögg ,en mikil vanlíðan magaverkir og höfuðverkur sem einkennir hennar migreni það þarf oft lítið áreiti til að koma þessu af stað bæði inni í skólastofunni og í útiverunni,og það hefur kennarinn vitað og erum við í góðu sambandi,
ætla að láta þetta duga í kvöld,er orðin nokkuð lúin ætla að fá mér te með calm fyrir svefninn,á svo sem ekki von á miklum svefn í nótt,bæði er það veðrið sem lemur látlaust á glugganna og svo er bóndinn mikið á ferðinni milli tveggja herbergja en elsta dóttirin vildi sofa í stofunni svo litla systir vakni ekki við gubbulætin eins og hún orðaði það,hún er ekki með niðurgang sem betur fer segir hún en ekki er pabbi hennar svo heppinn hann fékk allann pakkann,vonandi er þessi pest ekki lengi að ganga yfir en vitum að það fylgir mikil slappleiki og það tekur tíma að ná sér
en jæja góða nótt og vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2008 | 21:40
vill að innrás gubbupestarinnar linni
þessi innrás já það passar hún er ekkert á förum,Sölvi Örn er ennþá gubbandi en það líða oft 12 til 14 tímar á milli hann sefur alla nóttina og byrjar að gubba stuttu eftir að hann er búin að fá sér að borða á morgnanna þá nokkrum sinnum svo er allt í lagi er slappur en svo á kvöldin þá byrjar hann aftur skrítin pest
en aðrir á heimilinu hafa ennþá sloppið,vonandi fer þessu að linna,en við fjölskyldan fórum stutta bæjarferð í gær seinnipartin tókum krílin með því engin pössun fékkst en tókum með okkur aukaföt og ýmislegt ef gubbað yrði en allt slapp þetta en hann gubbaði stuttu eftir að við komum heim,en við fórum að ná í bílinn hennar Kristínar hann var í Kópavoginum og það kom svo í hlut húsfreyjunar að keyra gripinn heim pínulítill bíll Fort KA svo lítill að tilfinningin þegar inn í hann var komið þá var eins og maður væri liggjandi á götunni og óþægileg tilfinning
þegar bílar voru í kring það kom innilokunartilfinning en mjög gott að keyra hann og við komumst klakklaust heim,elsta dóttirin var með en krílin í bíl með pabba sínum,
systir kom svo að vestan í gærkveldi og stoppaði stutta stund hún var orðin þreytt en samt spennt að prufukeyra gripinn sem hún gerði aðeins fyrir svefninn og hún er ánægð með bílinn,dagurinn í dag er búin að vera rólegur hér heima,krílin að dunda sér í leik en Sölvi kom öðru hverju í sófann og dormaði,fékk góða matarlist og hefur haldið mat niðri síðan um níu í morgun, af nógu var að taka með þvottinn ekki bara gubbuþvottur nei það var komin tími á púðanna í sófasettinu að þvo þá og hengja út svo var strokið yfir settið með blautum svampi og það er einmitt svo gott við þetta sett að það er svo auðvelt að þrífa það og er mjög barnvænt,stofan og holið skúrað,þurkað úr hillum og brotið saman fullt af þvotti bara dugnaður í húsfreyjunni í dag
krílin eru nýsofnuð,bóndinn að gera við bílinn og elsta dóttirin er í Sims tölvuleik hún á inni hálftíma á dag í tölvunni,svo eigum við von á að Kristín gistir hér í nótt og hún er rétt ókomin,við ætlum að hafa það notalegt og spjalla yfir heitu súkkulaði erum búin að fá vetrapláss fyrir tjaldvagninn fengum hringingu í dag en við vorum á biðlista svo það er þungu fargi af okkur létt,við drifum okkur út og opnuðum vagninn og tókum úr honum það sem fer ekki með í geymslu,pökkuðum honum vel saman og komum fyrir tendaboxinum fyrir ofan á og seglið þar yfir,og á morgun verpur farið með hann niður í Garðhús og þar verður dvalarstaður vagnsins í vetur,það er voða haustlegt úti,náttúran keppist við að breita litum og vindurinn og rigningin dynja óspart yfir okkur og veðurspáin er ekkert til að hrópa húrra yfir en það þýðir nú ekkert að vera að æsa sig yfir því,það er svo notalegt að kúra inni heima þegar veðrið dynur á húsinu eins og s,l. nótt var alltaf að vakna en sofnaði fljótt aftur heyrði aðeins í veðrinu þegar búið var að breiða sængina upp yfir haus
notalegt
og á morgun eru tvær veislur það verður svo bara að koma í ljós hvort við komumst vegna pestarinnar en annars finnum við örugglega eitthvað að gera hér heima,en ætla að láta þetta duga í kvöld,hafið það sem allra best og látið ykkur líða vel,heyrumst síðar
bestu kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 09:33
systurnar sofa vel saman,og gubbupest gerði innrás hér
bara rólegheit á heimilinu,allt gengur vel og Bríet Anna mjög ánægð í nýja herberginu og stóra systir hennar segir að hún þurfi að vera hjá litlu systur á meðan hún sé að venjast herberginu það er nú voða sætt af henni og hún er ekkert að stressa sig yfir því að hennar herbergi sé ekki tilbúið en veit að það kemur fljótlega,og sofa þær vel saman og ekki er verra að það séu tvö herbergi til að leika sér í sem sagt bara gaman hjá krílunum,og það bættist við dúkku kerru safnið,tvær frænkur sem búa á móti okkur komu með eina litla regnhlífa kerru til Bríetar og þá er voða gaman hjá Sölva og Bríeti að það séu tvær svona kerrur og ekki þarf að rífast um hver á að hafa kerruna núna,og við þökkum kærlega fyrir kerru viðbótina
það er enn að bætast við afmælisveislur þessa mánaðar og við fengum afmælisboð til einnar frænku í bænum hún á níu ára afmæli næsta sunnudag og þá eru tvær veislur þann daginn, fyrst skírn kl ellefu að morgni og veisla strax þar á eftir þá smá pása og veisla kl þrjú í bænum,já það eru alltaf einhver veisluhöld árið um kring,það eru jól og páskar sumar og sumarfrí haust og vetur og alskonar veislur á milli og næstu helgi eftir næstu viku þá er fertugs afmæli hjá vini okkar,úff brjál að gera já og afmælisgjafir en sem betur fer þá reddast nú þetta alltaf og það er nú alltaf fjör í þessum veislum og nammi namm góðar veitingar
dagurinn í gær var bara góður hér á bæ, krílin tóku reyndar ekki sinn lúr eru alltaf að minka það að sofa á daginn en léku sér án teljandi vandræða og slagsmála sem stundum er, mamman hafði eiginlega ekki undan að skera niður ávexti og grænmeti ásamt að rista brauð og búta niður harðfisk,kannski ekkert skrítið að þau þurfi alltaf að vera borðandi það er mikið um að vera hjá þeim,en þegar kvöldmatur var að nálgast mamman búin að steikja kjötbollur og koma þeim í ofninn og karteflur komnar í pott þá jamm gubbaði Sölvi og ætlaði aldrei að hætta kannski ekkert skrítið miðað við það sem hann hafði innbirt yfir daginn,sem betur fer þá var bóndinn að koma heim og keifti getoreit drykk sem á að vera stemmandi en hann ældi öllu svo þegar kom að svefn tíma eftir kvöldmat það borðuðu bara foreldrarnir og yngsta daman en sú elsta var að koma úr afmæli vinar sýns,þá fór litla daman í sitt rúm án teljandi vandræða því hún sá að bróðir sinn var ennþá kúrandi í stofusófanum en spáði samt aðeins af hverju hann væri þar,en allt fór nú þetta vel og Sölvi kúrði í pabba fangi og sofnaði þar en vaknaði öðru hvoru og gubbaði lítið,
svo var búið að bjóða gumpinum á Avon kynningu hjá Eygló og rétt náði að henda sér í sturtu og koma sér á staðin og fullt af stelpum og konum,já fullt hús margt í boði og spjallað og upp úr kl tíu þá var komin tími á heim ferð og lúin gumpur kom sér vel fyrir í stofu sófanum,Sölvi hafði aðeins gubbað á meðan en var svo færður í sitt rúm sem búið var að plasta í bak og fyrir og til vonar og vara þá var líka búið að plasta rúm litlu systur hans,upp úr miðnæti þá var komin tími á svefn en ekki svaf gumpurinn mikið en allir aðrir gerðu það og meira að segja lasni strákurinn og í morgun þá var hann nokkuð hress,fékk sér volga mjólk í pela og var höfð skál ef allt kæmi nú upp úr honum aftur en nei ekkert gerðist en hann er nú heima að kúra en systir hans fór í leikskólann en samt ekkert voða sátt vildi hafa Sölva sinn hjá sér en var orðin nokkuð sátt þegar það var tekið á móti henni
en núna þá er bara allt í rólegheitunum Sölvi hefur ekkert gubbað ennþá og er búin að fá sér suðusúkkulaði og smá vatn hann bara kúrir með sæng,kisu,bangsa og snuddu og bara vel sáttur er ekki með hita,en það bíða eldhúsverk og morgunmatur gumpsins svo það er víst komin tími á að ljúka þessu,en í dag þá kemur litla systir í heimsókn að vestan og er að fjárfesta í litlum og sparneitum bíl.ætla gumpurinn að aðstoða hana við það og hlökkum við hér á bæ óskaplega mikið til að sjá og hitta hana
en keðja til ykkar og hafið það nú gott um helgina hvað svo sem þið gerið, njótið þess að vera saman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 22:03
búið að klára eitt herbergi,læknisheimsókn og áskorun
hér á bæ er búið að framkvæma breytingu á einu herbergi mála og koma fyrir nýjum gardínum og ljósi og það er ekkert smá breyting það þarf nú ekki mikið til eða kosta mikið til að fá nýtt útlit,og í gær þá var gólfið tekið og skafið af því gamalli málningu í öllum regnboga litum,já gumpurinn sat á gólfinu og skóf,og skrúbbaði um leið og að endingu var bónað og gólfið er nánast eins og nýtt,enda mikil vinna þar að baki og afleiðingin heilsunar ekki góð eftir þessa daga að mála,skrapa,skrúbba og bóna en mikil ánægja og gleði eftir að allt var búið,Gyða Dögg svaf í stofunni þessa tvo daga en í dag var svo raðað rúmi og dóti Bríetar í nýja herbergið og komin himnasæng yfir rúmið og litla daman svo spennt að hún hefur verið að máta rúmið ásamt Sölva í allan dag og bjóða góða nótt en rúmið hennar Gyðu er þar líka en við ætlum að fara að drífa hitt herbergið af,svo núna sefur litla daman í sínu rúmi í nýju herbergi
annars hafa síðustu dagar verið góðir þrátt fyrir rigningu og rok en það er nú bara fínt að fá alskonar veður,á laugardaginn var bæjarferð og krílin voru hjá frændfólki í breiðholtinu á meðan foreldrar og stóra systir fóru í verslunarleiðangur,keiftum sundbol,innanhússkó og stuttar æfingabuxur fyrir íþróttirnar og það kom sér vel útsalan í Intersporti,við kíktum í Perluna en þar var sport fatnaður og skór markaður,þar fundum við flísfatnað á elstu stelpuna frá 66 norður og borguðum 3500 kr fyrir og það kallast víst kjarakaup fyrir buxur og peysu
stoppuðum svo hjá frændfólki með krílunum og komum heim um kvöldmatarleitið,sunnudagurinn letidagur en bóndinn var að vinna fyrripartinn og svo bara góður fjölskyldu dagur,og dagarnir líða hratt í gær fór gumpurinn í sitt reglulega viðtal og skoðun hjá heimilislækninum,lyfin hafa haft aðeins gert breytingu eftir að skammturinn var stækkaður en það er langt í land eins og læknirinn orðaði það næsta skref er hjá sálffræðingi fljótlega,hafa þeir rætt saman og voru sammála að meðferð hjá sálffræðingi væri næsta skref,en við ræddum líka að það sé hugarfarsbreyting og mikill vilji að ná bata en erfitt sé að ná alveg bata og þessi kvíði og hræðsla við að hafa samskifti við annað fólk er því miður ekki að breytast en við vonum það besta,svo er enn verið að rannsaka dofann með höfuðverkjunum,svimanum og svo þessi hátíðnihljóð í höfðinu en þá dofnar heyrnin og það er eins og allt fjarlægist í smá tíma en svo minkar þetta og hverfur,svo að heimilislæknirinn er í sambandi við einhverja kollegga sýna og það á að ræða næsta skref,
hef ekkert komist í gönguferðir síðan fyrir helgi,heilsan má vera betri en það rætist vonandi úr því en ætlaði að rölta í gær en krílin voru frekar lúin og vildu ekki fara út í vonda veðrið er þau litu út um gluggann en voru í góðum leik hér heima en við tókum smá bílferð á meðan Gyða Dögg fór á fótboltaæfingu í þessu líka svakalegu rigningu en henni fannst gaman hún var í regnfötum og ekkert blaut,hún fór svo í afmæli til bekkjarsystur sinnar á mömmu míu en ekki fór pizzan þar vel í hana og voru magaverkir að hrjá hana þar til í dag,en auðvitað langar henni í afmæli og það má hún svo gjarnan en oft verður hún veik eftir þær veislur,svo er afmæli á fimmtudaginn hjá góðum vini hennar og hún ætlar að mæta þar og þar fær hún eitthvað sem hún getur borðað
gumpurinn fór í hraðbanka á meðan beðið var eftir dömunni á æfingu og þar hitti hún eina frænku og höfum við lítið sést,við spjölluðum aðeins saman en það var ekki auðvelt,því miður en vildi óska að samskiftin við fólk væri auðveldari en kemst oftast einhvernvegin í gegnum það,þó svo að það sjáist nú ekki utan á manni þá er innri baráttan mikil,hef verið sagt við mig að hva þú getur alveg talað við mig þegar þetta hefur borið upp en það er bara ekki svo auðvelt,svo er búið að bjóða okkur í skýrnar veislu næsta sunnudag og er enn verið að ákveða hvort í hana verður farið og önnur veisla þar næstu helgi partýveisla og enn er verið að athuga hvort farið verður í hana en auðvitað langar manni að fara þó svo ekki væri nema smá stund,
í vikunni ætlar gumpurinn að fara í Orkubúið og hitta vinkonu þar og skrá sig í áskorundarkeppnina sem varir í 12 vikur og þar er ýmislegt sem boðið verur upp á því námskeiði og í leiðinni að fá smá sjálftraust og það ríkir tilhlökkun í gumpinum og ætlar að hafa gaman af og hafa þetta bara skemmtilegt,en jæja ætlar ekki að hafa þetta lengra í kvöld,það stittist í háttinn vona að þið eigið góða nótt og góðan dag framundan,svo langar gumpinum að þakka öllum þeim sem lesa bloggin það var verið að benda gumpinum á að það eru margar heimsóknir svo það er bara ánægjulegt að fá heimsóknir hvort sem þær eru fár eða margar en takk kærlega fyrir allar heimsóknirnar
til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2008 | 23:10
Hugleiðing,,,,,,,,hver er tilganganur lífsins
Eftir því sem við þroskumst og leitum hins jákvæða allt umhverfis okkur birtast jafnvel lögmálin sjálf,okkur er gefið alllt sem við erum tilbúin að taka á móti,valið er okkar gegnum ákvarðarnir okkar,iðjulega eru þær skapandi hugsanir sem við höfum í jarðlífinu afleiðing af ósýnilegum innblæstri, mér finnst eins og jörðin er ekki hið eðlilega heimkynni okkar,að uppruna okkar er ekki að leita hér,er jörðin aðeins tímabundinn staður á þroskabraut okkar og að syndin er ekki okkar rétta eðli,hvers vegna erum við hér ? er hverjum anda gefinn líkami sinn til eignar ?
hvað með orkuna ? hef verið að velta því fyrir mér t,d. jákvæð orka og neikvæð orka vinna hvor á móti annari og þegar við tileinkum okkur þessa orkustrauma verða þeir einskonar þjónar okkar,jákvætt laðar að sér jákvætt, neikvætt dregur til sín neikvætt,birta rennur saman við birtu, dimman nýtur myrkursins, en við höfum það í hendi okkar hvort við viljum vera jákvæð eða neikvæð, við getum eflt jákvæða orku okkar einfaldlega með því að hugsa jákvæðar hugsanir og haga orðum okkar á jákvæðan hátt,
það skiftir öllu máli að fús til að viðurkenna alla aðra, jafnvel þá sem eru öðruvísi en við, við höfum engan rétt til að líta niður á aðra eða dæma þá með okkur, frá þessu lífi er það góða sem við höfum gert fyrir aðra, styrkur okkar felst í góðverkum okkar,gerum góðverk eða aðeins eitthvað sem ekki er af sjálfselsku,það sem ég gef er það sem ég fæ,ef ég vil fá fyrirgefningu verð ég að fyrirgefa,
við eigum að elska hvert annað, ég veit það, við eigum að vera góð, umburðarlind og þjóna hvert öðru af örlæti þá öðlumst við meiri hamingju af kærleika en af nokkru öðru,stundum hvarflar það að mér hvert ætlunarverk mitt muni vera, en það hefur svo margt á daga mín drifið að það hlítur að vera komin einhver hugmynd um mitt ætlunarverk þó svo það sé ekki endanlega allt komið fram, vona að ég eigi mörg ár eftir með fjölskyldu minni ásamt ættingjum og vinum en framar öllu, elskið hvert annað, ég ætla að halda áfram að reyna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 21:07
dagarnir líða mjög hratt
jæja þá er enn ein vikan að verða búin og helgin að bresta á og að venju þá látum við okkur ekki leiðast,og njótum þess að bralla ýmislegt bæði innandyra og utandyra,það er verið að taka í gegn í rólegheitum herbergi sem elsta dóttirin er í og brátt flytur yngsta dóttirin þar inn og fyrst um sinn verða þær þar saman þar til hitt herbergið verður tilbúið,og krílin eru voða dugleg stundum of dugleg við að hjálpa til við til tektina og sortera dót og sem betur fer þá er ruslapokinn sem verið er að henda í úr herberginu skoðaður vandlega áður en hann fer í tunnuna,þar hefur nú ýmislegt farið í sem á að fara annað og elsta dóttirin hefði fellt mörg
tár ef ekki er allt athugað vandlega,og öll hjálp tekin með mestu rólegheitum annað væri nú ekki hægt það er bara gaman að sjá hvað þau eru dugleg og áhugasöm,já það er búið að mála gluggann og gluggakistuna og lítur vel út,taka niður eitthvað af hillum og spasla þar og teipa á sumum stöðum,svo er stefnan að byrja að mála á morgunn það er nú ekki mikið en bara að lappa aðeins upp og nota nánast sama litinn,
stefnt er á bæjarferð um helgina,það þarf að kaupa eina gardínu stöng inn í herbergið og svo á að koma við í Intersport og fá innanhússkó fyrir elstu dótturina og fyrir bóndann en í þessari búð þá er vaskurinn af öllum skóm þar um helgina svo það er um að gera að láta vaða,svo þarf dóttirin að fá ný sundföt og það er saga á bak við það ætla að láta hana flakka með,
eftir sundtímann á miðvikudaginn þá kemur daman með þau skilaboð frá sundkennaranum að ef hún kæmi aftur í sund í þessum strandfötum þá færi hún ekki í sund og fengi skróp,við hjónin voru nú ekkert ánægð með þessa aðferð samskifta sem sundkennarinn hefur svo í gærmorgun þá fór móðirin upp í skóla og náði tali af umsjónakennaranum og sagði frá skilaboðunum og hún var hissa og fórum við yfir reglurnar sem fylgdu með stundatöflunni og sáum að þar er ekki getið til um ákveðin sundfatnað,svo það var ákveðið að móðirin færi og spjallaði við sundkennarann sem fannst eftir nokkra leit,nú hann var nokkur hvass og sagði að þetta væri ekki sundföt heldur strandföt en móðirin stóð fast á sínu að þegar þau voru keift þá voru þau í sundfatadeildinni en það væri nú ekkert mál að fá réttann sundfatnað fyrir dótturina en þessi samskiftaleið væri ekki vel liðin og að það væri nú í lagi að hafa samband með öðrum hætti og það væri nú óþarfi að skrifa skróp án þess að gefa tæifæri og vitnaði í reglurnar,þá dró aðeins úr hvassa tóninum og sagðist hafa aðeins verið að grínast við stelpuna,en móðirin sagði að dóttirin hefði tekið þetta mjög nærri sér og vildi ekki koma í sund,og að það væri skilaboð frá umsjónakennaranum að sundkennarinn ætti að útbúa skilaboð sem færi með skilaboðum krakkanna í möppunni,já hann ætlaði að græja það sem allra fyrst,
jamm svona fór hluti af gærmorgninum en stolt móðir og ánægð með að getað drifið þetta af og hafað þorað að tala við sundkennarann,því vegna fólksfælni og litla traustið til sjálfsýns er enn að hrjá gumpinn en líðan var ekki góð á meðan samtalið átti sér stað en þetta reddaðist að lokum svo var kíkt í smá heimsókn til pabba og Eygló og tekið smá spjall og kaffisopi,og allt í einu var að koma hádegi og krílin sótt og þau voru ekki lengi að sofna og sváfu vel,þeirra beið svo full skál af blönduðum ávöxtum þegar þau vöknuðu og voru þau ekki lengi að tæma skálina og báðu um ábót,kíktum í gönguferð og svo kom Anna María til að passa þau hér heima vegna þess að mamma þeirra fór á foreldrafund í leikskólanum frá hálf sex en sá fundur var fróðlegur en ekki mikið af foreldrum sem er ekki alveg nógu gott því það var rætt um málefni sem auðvitað foreldrar þurfa að hlusta á en góður fundur svo var boðið upp á súpu og brauð en gumpurinn var að komast út undir bert loft henni leið ekki vel og á erfitt með að vera innan um fólk vegna þessa sjúkdóms en það segir læknirinn að fólksfælni sé sjúkdúmur sem er allt of oft miskilin og það bara verður að upplýsa fólk um hann það sé áríðandi,en ok með það er heim var komið um hálf sjö þá var bóndinn komin heim en frænka vildi halda áfram að leika við krílin og var til sjö,
krílin orðin þreitt og voru fljót að sofna eftir mat og tannburstunn,bóndinn fór á æfingu og dóttirin úti til átta,svo var beðið eftir skemmtilegri dagskrá á skjá einum, House komin aftur eftir frí og það er nokkuð góð þáttaröð,svo var svefninn á dagskrá en hefði mátt vera betri,en við vorum svo vöknuð um hálf sjö og bóndinn farin á heræfingu hjá Orkubúinu kl sex úff þar er víst hörkupúl þar á æfingum,eftir að krílin og dóttirin og bóndinn höfðu yfirgefið heimilið þá var aðeins tekið til hendinni hér heima svona það vanalega,sett í þvottavélar,vaskað upp,þvottur tekin af snúru og brotinn saman,búið um rúm,gluggar opnaðir betur,nafnamerkt útiföt sem er verið að taka í notkun já og morgunmatur gumpsins hafragrautur eldaður með gömlu aðferðinni hef verið að prófa mig áfram með ýmislegt að setja út á grautinn og það má nefna,rúsínur,kanill,alskonar ávextir bæði ferskir og þurkaðir og svo músli og þetta er allt saman voða gott,
þá var kl bara að ganga ellefu og fréttablaðið lesið með kaffosopa og látið sér líða vel,við tókum svo göngu í dag til Guðbjargar systur og komum við í búðinni það vantaði aðeins í kvöldmatinn og aftur til systur í kaffi og svo um kl fimm þá var haldið heim á leið ásamt frænku sem langaði að passa krílin í smástund á leikskólanum og notaði gumpurinn tækifæri og eldaði kvöldmatinn sem var aðeins í fyrra lagi kl sex,og ætla að láta uppskriftina fylgja af þessari dásamlega kvöldmat.
þrjár kjúkklingabringur skorið í litla bita og steikt á pönnu bætið svo út í eina fernu af matreiðslu rjóma,Tikka Masala curri paste í krukku það á að setja ca fjórar matskeiðar eða meira bara eftir hversu bragðmikið það á að vera,ferskt eða frosið blandað grænmeti,grænmetisteningur tvö stk og pasta þetta látið malla þar til pastað er orðið mjúkt það þarf stundum að þykkja sósuna svo ég set rismjöl í það ekki mikið,hitið brauð í ofni og berið fram með kjúkklingaréttinum og þetta er alveg svakalega góð máltíð
nú eru krílin sofandi og bóndinn búin að fara á fótboltaæfingu,elsta dóttirinn kemur inn kl níu og eigum von á að leggjast til svefns upp úr kl ellefu,það verður vinna hjá bóndanum um helgina svo það verður ekki farið til Keflavíkur,við höfum reyndar ekki verið að fara á ljósanætur undanfarin ár,en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld,farið varlega um helgina og skemmtið ykkur vel saman þið sem farið á ljósanætur já og við hin líka sem verðum bara heima,
til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 22:52
það er ennþá sumar
það er alveg yndislegt hvað haustið byrjar vel og vonandi verður það eitthvað áfram, sólin ekkert að spara geislana,hlýtt og ekki vindasamt,er hægt að biðja um betra haust nei held ekki,í gærmorgun þá fóru Gyða Dögg og pabbi hennar snemma í bæjarferð í heimsókn til tannlæknis og sú heimsókn heppnaðist vel og tannlæknirinn var mjög ánægður með tennurnar og gaf henni stjörnugjöf þá hæðstu fyrir velhirtar og óskemdar tennur og það er víst ekki algengt að börn á þessum aldri séu ennþá með alveg óskemdar tennur svo var flúor sett á tennurnar og næsta heimsókn eftir ár,
daman alveg rosalega montin ásamt foreldrum eftir þessa velheppnuðu ferð til tannlæknisins og er daman sko staðráðin að halda áfram að passa tennurnar sínar,fór svo í skólann kl tíu en var lasin í ristlinum og með vaxtaverki í fótunum svo hún fór ekki á fótboltaæfingu en kláraði heimanámið og á aðeins eftir lestur það sem eftir er af vikunni,krílin mín dafna bara mjög vel og blómstra út og orðaforðin mikið að aukast ásamt getu til ýmisa verkefna bæði hér heima,útivið og á leikskólanum,fórum í heimsókn til afa og krílin skelltu sér í heita pottinn ásamt Sigga og var fjör,afi voða hress að vanda og allir hundarnir já og Siggi enda engin ástæða til annars,Ásta frænka ásamt Emiliu komu þar við og var nú ýmislegt spjallað og gaman var það
komum svo heim um kl fimm en kíktum í heimsókn til Ellu ömmu og þar var langamma í heimsókn okkur var boðið upp á vöfflur með sultu og rjóma ekkert smá gott en við tókum með okkur eplakökuna góðu og gáfum með okkur að smakka og fékk kakan góða einkunn,komum heim klukkutíma seinna og undirbjuggum kvöldmat,svo sem ekki eldað en skyr ásamt rjóma í boði og það er alltaf borðað vel af því,svo voru krílin orðin frekar þreytt og sofnuðu strax upp úr kl hálf átta, bóndinn fór á æfingu og elsta dóttirinn fékk að vera úti til níu,það er voða erfitt að vera inni þegar svona veður er en var svo sofnuð kl tíu ásamt mömmu sinni en hún fór í bólið hálftima fyrr vegna mikils svima og höfuðverkja og svaf frekar ílla þá nótt,
í morgun þá var farið á ról um hálf sjö það er að segja krílin en mamma þeirra var búin að vera á vappi öðru hverju s,l. nótt og orkumikil eftir ellefu tíma svefn og báðu um brauð með banana og osti og lgg plús, lýsi og vitamín ásamt öðrum fjölskyldu meðlimum,svo dreif fólkið sér út og leiðir skildu hér við götuna,elsta d´ttirin í skólann,bóndinn á vörubílinn og mamman með krílin á leikskólann og þar fyrir utan hittum við afa að fara með Sigga og Lotta var með í för og hún er æðisleg krílin eru svo hrifin af henni,reyndar hrifin af öllum hundunum þeirra afa og Eyglóar, eftir spjall og Lotta knúsuð vel og innilega þá héldum við áfram á deildina og var að venju vel tekið á móti okkur
svo meið slatti heimilisverka húsfreyjunar er heim var komið,sett í þvottavél,búið um rúm,gluggar opnaðir,vaskað upp og loksins morgunmatur ásamt lyfjum,Ásta frænka kom í heimsókn og var mikið skrafað og hleigið Guðbjörg systir kom líka og meira skrafað og hleigið og við kláruðum pöntun upp úr Margareta listanum og pöntuðum þar líka jólagjafir jamm bara fínt að fara að kaupa þær smátt og smátt,eftir að leiðir skildu nálægt hádegi og börnin komin heim og tóku sinn lúr,fórum við í gönguferð og það var gengin nokkuð stór hringur ásamt Ástu og Guðbjörgu svo við fótboltavöllinn en við kíktum á stelpurnar okkar á æfingu þar bættist Emilia í hópinn,og gangan hélt áfram og hittum Birgittu vinkonu okkar og áttum smá spjall, komum svo nokkuð þreytt heim kl fimm en þá fór elsta dóttirinn ásamt vinkonu sinni með krílin á leikskólann í klukkutíma og á meðan þá steikti húsfreyjan fiskibollur,kom karteflum í pott,kláraði að mála gluggann í herberginu og hann er alveg eins og nýr,matur tilbúin hálf sjö og var hraustlega teikið til matarsins,allir nokkuð dasaðir eftir hita dagsins og krílin sofnuð fyrir áttambóndinn í vinnu til níu og við mæðgurnar tókum aðeins til við að sortera dót,og nú stittust í svefn,svo við heyrumst bara síðar,hafið það sem allra best
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2008 | 21:07
yndisleg helgi afstaðin
´hér á bæ er bara allt gott að frétta,erum búin að hafa það notalegt um helgina,skemtilegt afmæli hjá vinkonu okkar á laugardaginn og var boðið upp á góða súpu með brauði og pesto svo var afmæliskaka og karmellu rice krispis möffins,og heita rétti, allt voða gott fengum nesti með okkur heim handa bóndanum sem komst ekki í veisluna,hann var í bænum ásamt fleirum úr björgunarsveitinni þeir fóru snemma á laugardagsmorgunn á bátnum og fóru einhverjar ferðir með fólk um Reykjavíkurhöfn en komu svo heim kl að verða níu um kvöldið,það voru næturgestir hjá okkur þetta kvöld,Anna María og Bjarni Sævar vildu endilega fá að gista og það var nú lítið mál þau komu með vindsæng með sér en pumpan var í láni svo bóndinn var sendur upp a loft en fann hvorki tangur né tetur af pumpu eða vindsængum sem við áttum að eiga en semsagt týnt og tröllum gefið
svo við urðum þá að blása í sængina hún er ein og hálf breydd og það þarf nú slatta af lofti í svoleiðis sæng og við blésum og blésum og eftir þó nokkra stund var sængin prófuð og stóðst leguprófið sem börnin framkvæmdu og búið um í snatri svo var kíkt á mynd sem þau komu með sér og skemmtum við okkur vel,börnin sofnuð um kl hálf ellefu,þau eldri sko en yngstu voru sofnuð um kl átta,
sunnudagurinn tekin snemma að venju en krílin eru nú farin að geta sofið til kl að verða sjö og það er voða gott,skemmtileg heit tók við krílunum þegar eldri börnin vöknuðu um kl átta þá var tekinn leikur og við foreldrarnir fengum að kúra til kl að verða tíu og það er mikill lúxus í dag bara æðislegt að geta farið aftur upp í rúm og dormað aðeins svo vildu eldri börnin endilega fara með krílin út á leikskólann rúmlega tíu ég er að segja það bara þennan eina morgun þá var þvílíkt dekur eitthvað sem við nutum í botn,auðvitað er gaman aða vera með börnunum sínum og verja tíma með þeim en það er líka alveg bráðnauðsynlegt að geta dekrað aðeins við sig, aukabörnin voru hjá okkur fram eftir degi og höfðum við það bara fínt öll saman eftir hádegi,krílin vildu ekki taka sinn lúr þá var bara farið í leiki og svo um kl fimm þá tókum við rölt til Pabba og Eygló í kaffi og börnin í útileik og svo innileik,komum heim rúmlega sex og krílin í bað vona til að skla mesta sandin af sér og kvöldmaturinn var nú ekkert voða merkilegur en góður var hann,skyr og slátur sem fór bara vel í heimilisfólkið,krílin svo sofnuð kl sjö og sváfu í 12 tíma já þau voru orðin frekar þreytt og vöknuðu ekki fyrr en sjö í morgunn
mjög hress,frúin bakaði svo eplakökuna sem uppskrift er af hér aðeins framar og í staðin fyrir aprikósurnar þá var sett blanda af berjum vá þvílíkt hnossgæti svakalega góð kakan,þið ættuð bara að prófa,
gærkvöldið var aðeins notað til að ríma betur til í herbergi Gyðu Daggar,rúmið hennar fært til og fleira dót pakkað í glæra kassa,það á eftir að flokka eitthvað til en það verður gert í vikunni,í morgunn þegar öll börnin voru farin að heimann,þá var aðeins tekið til hendinni hér sett í þvottavél og vaskað upp,eldhús skúrað og svo kl níu þá skelltum við okkur ég og Guðbjörg í sólina og tókum svo heimókn til Pabba og Eygló,Kristín Bessa og Jói voru þar þau komu í gærkveldi og voru að skella sér til sólarlanda í viku og var yndislegt að knúsa hana og gáfum við henni pening sem er afmælisgjöf hennar og var það vel þegið fyrir gjaldeyrir,svo stuttu seinna voru þau keyrð á völlinn ,pabbi sá um það en við sátum eftir í kaffi hjá frúnni þar á bæ og ræddum ýmis mál ,
dreif mig heim kl ellefu og heingdi upp úr þvotta vél og setti í aðra fór svo upp í skóla og ræddi við Magneu kennara og bað um smá frí í fyrra málið fyrir dóttur okkar,hún er að fara í eftirlit hjá tannlæknir í bænum og á að mæta 8,20 já mjög snemma svo bóndinn fær það hlutverk að fara með hana en frúin kemur krílum í leikskólann,en dóttirin fer svo í skólann þegar hún kemur heim eigum von á að tannlæknaheimsókninn taki stuttann tíma eins og vanalega,það hefur aldrei verið gert við tennur í henni og erum við heppin hvað það varðar enda er vel tekið á hollu og góðu fæði hér ásamt mjög takmarkað af sætindum og svo regluleg tannburstun,sama með krílin þau hafa ekki ennþá fengið sætindi og gos og það styttist í fyrstu heimsókn til tannlæknis,fáum að vita það á morgun hvenar sú heimsókn verður,en þessi tannlæknir er barnatannlæknir og er bara frábær
nú í dag var verslað málning í herbergið sem er verið að umturna,herbergi sem verður herbergi Bríetar,hrimhvítt verður málað þar sem er hvítt en ljósbleiki liturinn fær að halda sig eitthvað,það þarf bara að flikka aðeins upp á hvíta litinn,og er ætlunin að byrja aðeins í fyrramálið bara í rólagheitum,en jæja ætla að láta þetta gott heita í kvöld,er orðin nokkð lúin og ætla að koma mér betur fyrir og bíða eftir elstu dótturinni seme er á leið heim en bóndinn er ennþá að vinna síðan kl sex í morgunn,bið að heilsa ykkur þar til næst,farið vel með ykkur og njótið lífsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2008 | 22:53
umræðuefni um allt milli himins og jarðar
fyrsta skólavika afstaðin og daman mjög ánægð og hlakkar til að mæta eftir helgi það má segja að fyrsta haustlægðin hafi ætt hressilega inn á okkar land með látum og s,l. nótt þá svaf gumpurinn frekar lítið það eru einhver teingsl á milli djúpra lægðar og gigtar þegar loftþristingurinn breytist þá versnar líðan og verkirinir héldu bara vöku svo að þegar búið var að koma börnum í skóla og leikskóla,bóndinn fór að vinna hálf sex í morgun og er enn að vinna annar morguninn í röð,þá lagðist gumpurinn í bólið eftir góðan morgunmat ásamt vitamín,lýsi og önnur lyf,já og fréttablaðinu flett aðeins og kl var rúmlega hálf tíu og dormaði til hálf tólf en því miður þá skánaði lítið líðan en það þýðir ekkert vol og væl það bíða eftir húsverk sem þarf að sinna að einhverju leiti,
krílin sótt á leikskólann og voru fljót að sofna sinn lúr og voru úthvíld og full af orku eftir lúrinn þá tók við hressilegt ávaxtaát ásamt fjörugum leikjum það sem eftir var dagsins ekki var hægt að stunda útiveru í dag svo þá var bara að skapa eitthvað skemmtilegt og við eru ekki í vandræðum með það,að búia til völundarhús er með því skemmtilegra sem krílin gera þá strengjum við snúrispotta milli hurðahúna og stóla og hengjum teppi og lök með klemmum og reynum að hafa sem mest af krókaleiðum og svo er gaman að fara í feluleik í völundarhúsinu
bóndinn komst heim í dag um kl fimm og var honum fagnað vel og fullt af kossum og knúsum,frúnni var boðið að taka smá innkaup í búðina og var gott að komast út,hitti þar Guðbjörgu systur og Sigríði frænku skemmtilegt spjall og alltaf hægt að spjalla en í gærkveldi þá kom Sigríður í heimsókn og notalegt spjall í eldhúsinu til rúmlega tíu,frúin dreif sig svo heim,krílin í góðum leik en vildu fara í bað og var það nú lítið mál og skemmtu þau sér vel og á meðan þá var kvöldmatur undirbúin, grillaðir kjúkklingabitar á rafmagnspönnu ásamt brúnum hrísgrjónum,fersku grænmeti og tómatsósa allt voða gott,
svo tók við lúsaleit en það er reglulega gert á þessu heimili og þegar skólinn er byrjaður þá er þessi leit gerð vikulega og er það nú lítið mál erum orðin vön að gera þetta og aðferðin auðveld,eftir að lúsin stakk sér niður á okkar heimili um páskanna í fyrra þá var ekkert grín að eiga við þennan vágest sem í fyrsta skifti gerði lífið leitt hjá húsfreyju úff því ekki vildi lúsin úr hennar hári og eftir tvær vikur þrisvar á dag kemd og farið eftir öllu í sambandi við að losna við þennan leiðinda vágest og hún ein eftir með lúsina þá var gripið til gamalla húsráðs jamm steinolía í hárið og baðað vel og látið liggja í dágóða stund og það virkaði allt drapst í hárinu og í staðin var sviðin haus eftir steinolíuna en lúsaleit reglulega eftir þessa reynslu
jamm nú krílin sofnuð um kl átta og bóndinn í vinnu en hann var að koma heim nokkuð þreyttur en þarf á morgun að sigla björgunarbátnum til Reykjavíkur ásamt fleirum en þeir taka þátt í einhverri sýningu og sigla með valdamikla menn og sýna bátinn en sigla svo aftur heim þetta mun taka dágóðan tíma og reikna með að koma heim annað kvöld,en við sem verðum heima þá verður nú engin asi á okkur,vonumst til að komast í smá útiveru fyrir hádegi og eftir lúrinn þá förum við í afmæli hjá Anítu vinkonu okkar og hlakkar okkur mikið til
börn eru gumpsins ávalt hugleikin og eitt af áhyggju málum er að þegar foreldrar eru svo kærulausir að láta þau vera laus í bílum sama hversu bílferðin er stutt eða löng það á að sjálfsögðu ALLTAF að setja börn í viðeigandi stóla og binda þau,hef alltof oft seð laus börn í bílum bæði í framsæti og aftursæti,var eitt sinn vitni af því á leikskólanum að deildarstjóri þar nefndi það við föður drengs sem kom ávalt laus í bíl að það væri lögum samkvæmt að allir ættu að vera í beltum líka börn en konunni var sagt að henni kæmi þetta ekki við og með hörðum tón,hef nokkrum sinnum sem sama bílinn á ferð og alltaf eru laus börn í honum,hef meira að segja látið lögreglu vita og veit að það var gert á leikskólanum,en við vitum öll hvernig löggæslumálum er háttað í okkar annars ágæta bæ,en hvernig er það nú aftur vitið þið eitthvað hvort breytingar eru á dagskrá ?
það er svo margt að gerast í okkar bæ og öll vitum við að lögæslan þarf að vera til taks allann sólahringinn hér í bænum ekki að þurfa að hringja milli vonar og ótta og svo er bara happað og glattað hvort gæslan muni koma,það er líka nauðsynlegt að hafa nágrannagæslu hef smá reynslu af því ásamt Ástu frænku en við höfum fylgst með húsum okkar þegar engin er heima,það væri nú ekki vitlaust að koma grannagæslu af stað,hef seð það í fréttum þegar hverfi taka sig til og setja upp merki sem tilkynna það að hér sé nágrannagæsla,jamm það þarf að athuga betur
í dag átti gumpurinn notalegt símtal við Kristínu Bessu,reyndar heyrumst við þó nokkuð oft í síma og var hún að venju hress og hlakkaði til utanlandsferðina með kærasta og fjölskyldu hans og fara þau af landi brott næsta mánudag,ég bauð henni að gista hjá okkur ef hún kæmi á undan kærastanum honum Jóa og ætlaði hún að athuga málið en tók vel í það,okkur langar að hittast og eiga stund saman en það er alltof sjaldan sem sá tími gefst okkur en sá tími nýtist vel þegar við hittumst,milli okkar eru góð og afarmikilvæg tengsl
hugmyndin sem gumpurinn kom með ekki fyrir svo löngu að systur,makar,börn ásamt pabba og Eygló og Sigga,að við ættum endilega að hittast svona til að efla fjölskylduteingslin að henni hefur verið vel tekið og er ætlunin að hittast 12 des n,k.n þá eru fimm ár frá því er mamma lést og meðal umræða þar þá er á dagskrá að fá leggsteinn á leiðið hennar og færa henni hann í maí á næsta ári og svo á að hittast reglulega og gera vel við okkur með mat og skemmtilegheitum hlakka alveg rosalega mikið til
en jæja ætli þetta sé ekki orðið nokkuð gott af bloggi í kvöld,það var gott að getað deilt þessu með ykkur og mikilvægt fyrir gumpinn að getað tjáð sig einhvernvegin bætir það líðan en jæja hafið það sem allra best vinir og ættingjar njótið helgarinnar saman njótið stundarinnar saman eða ein ef það er betra já njótið lífsins það er yndislegt
bestu kveðjur til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2008 | 13:41
mjög góð og holl uppskrift
það er alltaf gaman að prófa sig áfram með uppskriftir og ætlar húsfreyjan að deila með ykkur uppskrift af góðri og hollri eplaköku hún er einföld og ekkert mál að baka hana,
3 epli afhýdd og kjarnhreinsuð
12 til 15 þurkaðar apríkósur
125 gr smjör
175 gr ljós púðursyskur
2 egg
225 gr spelt gróft eða fínt eða bara hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusyskur
2 msk apríkósusulta eða önnur sulta
ofninn hitaður í 180 gráður,eplin skorin í litla bita ásamt apríkósum,smjör brætt og síðan púðusyskri og vanillu hrært vel saman við,eggjum þeytt saman við einu í einu og síðan er hveiti og lyftiefnum hrært saman við,deigið á að vera nokkuð þykkt og stíft,eplum og apríkósum og sultu saman við,jafnað í meðalstórt form sem er smurt og smjörpappírsklætt,bakað í ca 55 mín eða þar til kakan er farin að losna frá börmunum,kakan látin bíða í forminu góða stund og síðan gætilega losuð úr forminu og á grind,gott að skera í hæfilega bita og frysta og er þá tilbúin í nestisboxið,kakan er góð bæði köld og heit,
verði ykkur að góðu,
verið alveg óhrædd að gera tilraunir og setja það sem ykkur langar í, í kökuna næst verða gerðar tilraunir með berin og fáið þið að vita afraksturinn af því,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar