12.10.2008 | 16:29
það er ótrúlegt hvað sumt fólk tekur upp á,,,,,,,,
þá er enn ein helgin að líða frá,erum bara búin að hafa það mjög gott hér heima,en dagurinn í gær var farið í bæjarferð og í þriggja ára afmæli í breiðholtinu,veislan byrjaði kl fimm með kjötsúpu sem var alveg rosalega góð,afmæliskaka að sjálfsögðu og heit súkkulaði kaka,en gumpurinn lét nægja að fá sér súpu afmælisbarnið fékk að sjálfsögðu fullt af fínum gjöfum og sumar vöktu meiri athygli en aðrar,það var fullt af fólki og fór frekar óþægileg tilfinning um gumpinn en vill endilega blanda geði við fólkið en er ekki alveg að ganga upp en það er alltaf reynt aðeins,og svo ef einhver spjallar við gumpinn þá fer allt kerfið í rugling,en einhvernvegin gengur þetta samt svo drifum við okkur heim,Bríet Anna var ekki hress og var á handleggi móður sinnar mest allan tímann en Sölvi Örn er ekki lengi að blanda geði við aðra,við vorum komin heim kl að verða hálf átta og krílin fóru í sturtu og borðuðu vel fyrir svefn,
gumpurinn dreif sig í gönguferð með Ástu frænku um kl tíu í gærkveldi í þessu líka fína haustveðri,við vorum að halda upp á vissan árangur og spjölluðum um það og margt annað og var bara mjög gott að komast í þessa ferð og getað spjallað,takk kærlega fyrir gönguferðina og spjallið frænka
í morgun var okkur boðið í heimsókn til teindó en þar voru gestir frá Danmörku,systir bóndans og maður hennar og mikið var nú gaman að hitta þau,svo var okkur boðið í lambakjöt með öllu tilheyrandi og alveg frábær matur,fólkið fór svo í bæinn og ætlaði að vera þar á hóteli og í dag ætluðu danaferðalangarnir að bjóða til mótökuveislu þar og ætluðu ættingjar að hitta þau þar en við komumst ekki því fyrst ætluðum við hjónin að fara á 4x4 jeppasýninguna í Fífunni og þá ætluðum við að vera barnlaus en fengum ekki pössun svo að bóndinn og elsta dóttirin fóru á sýninguna og svo í Bónus á heimleið,eigum von á að þau komi mjög fljótlega heim,en það hefði nú verið gaman að geta farið svona einu sinni við hjónin part úr degi en einhvernvegin gerist það ekki og það eru sem sagt komin tvö ár síðan við fórum saman til að eiga stund fyrir okkur en jæja það kemur einhverntímann að því,
eins og sem oft áður þá er svo margt sem gumpurinn veltur fyrir sér og meðal þess er að þegar fólk er að gera sér upp sjúkdóma og kvilla,er ekki alveg að skilja það því heilsan er það besta sem við eigum og það er bara svo óskiljanlegt að fólk taki upp á þessu og hver ætli ástæðan sé fyrir því nú það er ekki gott að segja,kanski að það vanti athygli nú eða samúð fólks í sinn garð,mikið vildi ég óska þess að mín heilsa væri betri bæði andlega og líkamlega en veit samt að það eru svo margir,margir sem hafa það miklu verra,ég á yndislega fjölskyldu sem er stór,og þak yfir höfuðið,höfum mat og fatnað,og getum aðeins leift okkur en það litla sem við gerum í sambandi við það að það nægir okkur,er eitthvað betra að hafa of mikið,nei held ekki,
en jæja ætla að láta þetta duga í dag,það er að koma tími á hugleiðingu svo við heyrumst vonandi fljótlega,og takk fyrir innlitið kæra fólk
kveðja gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 22:42
hörkutólin fara létt með að ná sökudólgunum
húsfreyjan fékk furðulega hugmynd í gærkveldi þegar þátturinn csi miami var á dagskrá sko ætlaði eiginlega ekkert að tjá mig um málefni málanna en hvað er annað hægt þegar Horatio og hans aðstoðarfólk glíma við misflókin sakamál og geta alltaf leist málin,og jafnvel fundið svo pínu,pínu,pínulitla sönnun og sakfelling skotheld,já það væri nú ekki svo vitlaust að hafa samband við Horatio og liðið hans og ath hvort þau séu ekki til í að koma á klakann og komast til botns í þjóðarkreppunna,sé það alveg í anda þegar jamm Horatio mætir með sólgleraugun og í jakkafötunum ásamt flottu stelpunum í pinnaskónum,með áltöskuna,einnotahanska,sýnaglös og bréfpoka og já aðstoðagæjarnir þeir eru líka með alskonar rannsóknagræjur,og allt þetta fólk svo sexy og elegant með svo næmt auga að það greinir hið minnsta DNA hvort sem það er á nánast ósýnilegum hlut eða nál í heystakki,getum sent rannsóknafólkið í bankanna og þar er örugglega hægt að finna bæði DNA og FINGRAFAR eða FINGRAFÖR og væru ekki lengi að útiloka hver þvoði hvaða seðil eða seðla,hver hélt hvaða veislu og hver var þar,
nú svo er örugglega hægt að senda liðið á flugvellinn og þar eru hjólför af einkaþotum og þyrlum ásamt bíldekkjaförum, og þá er bara að taka sýni af þeim og þá er hægt að sjá frá hvað löndum og flugvöllum einkaþoturnar og þyrlurnar voru hverju sinni,svo er stormað á alþingi og þar er alveg öruggt hægt að gramsa þar eins í seðlabankanum og þar kæmust rannsóknafólkið í feitt og ef einhver sem á að yfirheyra ,og það væru ansi margir sem koma þar við sögu og við yfirheyrslu, að Horatio mundi nota SÍNA aðferð ef sökudólgarnir væru tregir og sannleikurinn kæmi fljótt upp á yfirborðið,
eftir yfirheyrslur þá kemur í ljós að þetta er ekki bara nokkrir angar ónei margir ,margir angar sem teygja sig langt út fyrir landsteinanna og með fyrstu viðkomu í Bretlandi og þar er víst betra að vera ekkki ÍSLENDINGUR kæmi nú ekki á óvart að það sé búið að afskrifa margar verslunarleiðangra þar fyrir þessi jól,enda eru víst einhverjir að skella sér til USA í staðinn,en kannski að Íslendingar kæmust bara ekki inn í það land er ekki verið að saka Íslendinga um hryðjuverk að sögn Breta ?
og hver skildi nú niðurstaðan verða hjá og félögum ? Ísland selt á uppboð í beinni á BBC ? skift um allt bankastjóra settið ? ríkisstjórnin rekinn og boðað til nýrra kosninga ? eignir sakamanna gerðar upptækar og sakamenn sendir á fjarlægja eyju og verða að bjarga sér þar sem eftir er ævinar ? og fyndist krónan sem er svo mörgum kær ? hvað með íslenska ríkið á það alla þessa aura sem það telur sig eiga ?
,og hver borgar brúsann til félaganna í csi ? þeir væru ekki lengi að komast að sannleikanum, það væri alveg þess virði að kosta þá hingað til landsins,
veit einhver símanúmerið eða Email hjá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 12:06
hagræðing á okkar bæ
jæja þá er loks tími til að blogga aðeins,það er búið að vera nokkuð annasamir dagar og á kvöldin þá tekur svefninn völdin snemma,við hjónin höfum verið að hagræða hér á bæ , er ekki mikið talað um að hagræða hér og þar ? allavega hafa stjórnarmenn þjóðarinnar notað það orð nokkuð mikið síðustu vikur, en já við tókum upp á því að hagræða þvottarhúsinu sem er nú framlenging á eldhúsinu,og þar var öllu snúið við tók reyndar nokkur kvöld og það varð að skapa betra aðgengi að ísskáp,þvottarvél,þurkara og frystikistu,já það kemst ótrúlega mikið þarna inn og ekki er nú framlengingin stór þar en aðgengið varð betra og hagræðingin tókst bara nokkuð vel eigum eftir að setja upp nokkrar hillur en það verður nú fljótlegt þegar búið er að fá festingar,já það er sko alveg hægt að hagræða því sem maður vill,
en ætla nú ekki að fara að ræða frekar það sem er nánast bara talað um þegar fréttir eru bæði í útvarpi og sjónvarpi,nenni því bara ekki og við hjónin eru ekkert neitt voða stressuð yfir þessu,höfum reyndar aðeins rætt þetta en sá litli tími sem fjölskyldan er saman þá höfum við miklu betra við tímann að gera og nýtum hann vel og skemmtilegra
svo er nú mjög stutt í þriggja ára afmæli krílanna okkar og við erum búin að skipuleggja það og er nú ekki verið að hafa það neitt flókið,það verður boðið upp á gómsæta súpu með brauði,gamaldags rjómaterta með perum,bönunum og súkkulaðidropum,súkkulaði afmælisterta og rice krispis möffins já og auðvitað ekta heitt súkkulaði með rjóma og afmælisdagurinn ber upp á laugardegi fyrsta vetradag 25 þessa mánaðar,eigum von á nokkrum ættingjum og vinum en einhverjir verða annaðhvort úti á landi eða í innkaupaferð utanlands en það er alltaf gaman og vel borðað af veitingum
fjölskyldumeðlimir hér eru bara nokkuð frískir fyrir utan húsfreyjuna en það er nú allt að koma eftir ferð til kvennalæknis fyrir tæpum mánuði,fékk hringingu frá þeim læknir í s,l. viku og niðurstaða úr rannsóknum var sú að aftur er komin upp sjúkdómur sem heitir legslímuvilla og lýsir það sér að slímhúðin sem myndast legi og fer svo ca 28 daga fresti að það hefur verið að dreifa sér um kviðarholið og valdið miklum verkjum og miklum eða stopulum blæðingum síðan s,l. vetur,og vonumst nú til að ástandið fari nú að lagast en alltaf er hætta á að þetta komi upp aftur og aftur eins og hefur verið að gera í almörg ár með tilheyrandi leiðindum
húsfreyjan hefur verið mjög dugleg við að fara í Orkubúið og farið sex daga vikunar í tæpar fjórar vikur og líka þá daga sem líkamsástandið hefur ekki verið upp á sig besta og hefur bara gengið nokkuð vel að æfa er reyndar með Ásdísi sem passar upp á að æfingar séu réttar og mjög gaman í tímum með henni og hinum konunum,sjálfstraustið er aðeins betra og gott að getað aðeins spjallað við hinar konurnar,
en jæja ætla að láta þetta duga í dag,vona að það líði nú ekki alveg svona langt á milli blogga,bið að heilsa ykkur þar til næst,hafið það nú notalegt og látið ykkur líða vel
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2008 | 21:40
það braust út þvílík gleði og jólalög voru rauluð
mikið óskaplega er gaman að fá smjörþefin af snjónum svona eins og forskot á desember það kom upp jólaeitthvað hér á bæ og áður en við vissum af þá var elsta dóttirin farin að raula jólalög bara yndislegt,eftir að ræktinni lauk í gærmorgun þá fékk gumpurinn heimsókn frá Ástu frænku og Guðbjörgu systur við áttum gott spjall og kíktum svo til pabba og Eygló í smá stund,það var nokkuð mikið að gera hjá okkur í gær,eftir að leikskóla vistinni lauk og búið að koma heim í rúman klukkutíma þá tókum við gönguferð en tökum alltaf kerruna með,okkur var boðið til Guðbjargar systur og komum þar við áður en við tókum áframhald af göngunni en við röltuðum upp í Hópskverfið og sáum í fjarlægð þessa tannkaflutninga ekkert smá föndur þar,en bóndinn var þar við vinnu og krílin vildu endilega sjá hann en ekki fórum við of nálægt,en gaman að sjá föndrið við að koma tankinum yfir hraðahindranir,
en svo var komin tími á fimleikatíma og þar er nú alltaf mikið fjör og er gaman að sjá framfarir á börnunum þar í tíma svo er mikið að gera við að aðstoða Steina með börnin og þar taka foreldrar þátt með börnunum og hjálpa til,nú við drifum okkur svo heim enda kl að verða hálf sex og bóndinn kom rétt á undan okkur og urðu fagnaðarfundir er hann labbaði á móti okkur
drifum okkur að útbúa fljótlegan kvöldverð og krílin sofnuð um kl átta en bóndinn í Orkubúið á æfingu,en gumpurinn var búin að lofa Helgu systur að halda fyrir hana Avon kynningu og komu nokkrar konur og góð kynning en gumpurinn var svo lúinn að ekki var nú mikið hægt að stjana neitt við gestina en veit að það er fyrirgefið svo í morgun var mikil gleði er fjölskyldan vaknaði í morgun snjór og meiri snjór átti hug okkar og gaman að fara út og smakka á honum á leið í leikskólann,svo dreif gumpurinn sig í ræktinna og var vel klædd þar því á æfingu s,l. daga þá hefur verið frekar kallt þar og var þá tekið fram auka buxur sem sagt tvennar buxur og þykkir sokkar ásamt tvennum peysum og bol já og húfa á kollinn og mætti galvösk í salinn í vaxtamótunar tíma og fékk fyrirspurnir hvort mér væri virkilega svona kallt kom í kuldafötum og þessum innanundir já gumpurinn jánkaði því og náði að svitna aðeins,svo sagði Ásdís að það væri nú búið að laga ofnakerfið og vonaði að ég gæti mætt aftur og þá minna klædd ef ég vildi
jamm það kemur svo í ljós í fyrramálið hvort hitakerfið verður ennþá í lagi en það er betra að vera vel klædd og geta þá annað hvort klætt sig meira eða minna er komið verður á staðinn,á svo sem ekki von á að helgin verði eitthvað öðruvísi en sú síðasta veit að bóndinn verður að vinna allann daginn á morgun en vonast eftir fríi á sunnudaginn,en við sem verðum heima við gerum örugglega eitthvað skemmtilegt,vonandi góða gönguferð eða kíkjum í heimsókn nú kannski að við fáum heimsókn það væru nú gaman
en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld,en bið að heilsa ykkur og hafið það sem allra best og látið ykkur nú líða vel,
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 21:11
komin með nýtt útlit og ekkert smá ,,,,flott
þetta er nú meiri norðan áttin og frekar napurt úti við,en morguninn byrjaði kl að verða sjö já bara rúmlega hálftíma lengri svefn ekki slæmt,og ekkert smá fjör í krílunum,enda búin að sofa ellefu tíma,og öll börnin fóru í vetra klæðnaði í skóla og leikskóla í morgun,og við foreldrarnir vel klædd líka sem betur fer,í ræktinni var vaxtamótunar tími hjá Ásdísi og að venju góður tími þó svo ég geri ekki alveg sömu æfingar og hinar konurnar í hópnum en er með engu að síður,tókum svo góðar teyjur og spjall með,kom svo heim rúmlega níu og eldaði mér hafragrautinn,kom svo við í skólanum með tösku til Gyðu Daggar og dreif mig svo á hárgreiðslustofuna,og þar var dúllast við húsfreyjuna í tvo tíma sem kom mjög ánægð út með nýjan hárlit og klippingu,bóndinn var að koma heim og var frekar hljótt heima við í hádeginu enda fyrsti dagurinn sem krílin eru til kl tvö á leikskólanum,náði að skjótast í búðina og hjálpa dótturinni við lærdóm til kl að verða tvö,og bara nokkuð hress krílin er þau voru sótt,en fengu sér vel að borða er heim var komið,
bóndinn kom heim rúmlega þrjú,það var voða lítið að gera í vinnunni og þá var bara að kíkja heim í kaffi og meðlæti og leik við krílin á meðan húsfreyjan fór með dótturinna í fimleikanna og náði svo í hana,en krílin fóru í sinn tíma kl rúmlega fimm og var mjög gaman að vera áhorfandi þar og náði bóndinn að vera þar líka,krílin hafa lært helling á þessum þremur tímum sem þau hafa mætt í og eru mjög fjörug og kennanrinn á oft erfitt með að leyna hlátrinum þegar það á að kenna þeim eitthvað,því þau eru alltaf brosandi eða hlæjandi
og ótrúleg orka sem þau áttu eftir er þau voru komin heim,og voru í góðum leik á meðan húsfreyjan bakaði pizzu fyrir fjölskyldunna ásamt að skera niður grænmeti,svo voru þau sofnuð kl að verða átta og bóndinn fór í sjálboða vinnuna sem er alltaf á miðvikudagskvöldum hjá björgunarsveitinni,hann kemur vonandi ekki seint heim,
já og annað kvöld er svo Avon snyrtivöru kynningin hjá húsfreyjunni,þetta eru verkamanna snyrtivörur góðar og verðið fyrir verkakonuna
en ætla að láta þetta duga í kvöld,ætla að horfa á topp model og fara svo í bólið
njótið lífsins og verið góð við hvert annað
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2008 | 22:23
úff kallt úti í morgun og krílin í kuldagallana
jæja þá er enn einn dagur að kveldi komin,gumpurinn ætlar að pikka inn smá blogg áður en í bólið fer,við fórum að venju á fætur kl að verða sjö og höfðum það notalegt við morgunverðaborðið börnin og bóndinn að borða en mamman fær sér morgunverð kl hálf sjö,svo það verði nú tími til að taka saman það sem þarf á meðan allir aðrir borða en allt saman í róleg heitum,við spyrjum krílin áður en þau fara á leikskólann hvort þau vilji bleyju og Sölvi segir já en tvo síðustu morgna þá vill Bríet ekki bleyju,svo er við erum nýkomin inn á leikskólann og hún er að fara úr gallanum þá segir hún,mamma ég er að pissa og mjög hissa á svipinn,svo labbar hún inn ganginn í áttina að stofunni sinni svona eins og með tunnu á milli fótanna já bara nokkuð fyndin en við reddum öðrum fötum þar inni og hún fer svo í leik en mamman spjallar aðeins við fósturnar og þær eru bara mjög svo sáttar við hvað hún er dugleg að reyna,
svo var bara að skella sér í Orkubúið og taka þar eina 20 mín æfingu á fjölþjálfann og nokkrar bak og kvið æfingar ásamt teyjum og ekki veitir af að styrkja þann hluta extra vel ásamt fótunum,kem svo heim um kl níu og elda mér dýrdindis hafragraut og fæ mér fjörmjólk og svo allar pillurnar já það er örugglega hægt að vera bara nokkuð mettuð bara af öllum pillunum sagði Guðbjörg systir fyrir stuttu er hún var hjá mér er pillu skammturinn var tekin,og skelli mér í sturtu,þarf að skjótast svo upp í skóla með lyf til Gyðu Dögg og í bakaleiðinni er komið við hjá Ástu frænku,og áttum gott og skemmtilegt spjall um ýmis málefni erum aldrei í vandræðum með umræðuefni fengum okkur góðan kaffibolla með,stefnum að föndurdegi eina helgina með börnunum okkar og það er þegar komin tilhlökkun í húsfreyjuna,
krílin voru sótt kl að verða tólf,jamm síðasti dagurinn sem þau eru sótt á þeim tíma en á morgun lengist dagurinn þeirra um tvo tíma og verður það öruggleg einhver viðbrögð allavega hjá móður þeirra,í dag voru þau í hinum ýmsum leikjum og borðuðu vel eiginlega eru þau nánast síborðandi allan daginn og þá er svo ýmislegt gott í boði,alskonar ávextir,grænmeti,hveitikökur,orkubitar og hafrasmákökur,svo er bara helling að gera hjá þeim,og þau borðuðu vel kvöldmat og í boði var grillaður kjúkklingur með kartöflum sem búið var að rífa smátt niður og skola sterkjuna úr og gufusoðið ásamt gulrótum og ferskt grænmeti með, og voru þau svo sofnuð rúmlega hálf átta,bóndinn fór á æfingu í Orkubúinu og elsta dóttirin las fyrir mömmu sina og var komin í bólið kl níu og steinsofnuð nánast strax,átti líka gott símtal í dag við vinkonu sem býr fyrir austan fjall,það var gott að spjalla við hana og það stittist í að hún kíkir hér í bæ og ætlum við að hittast,hlakka til
í fyrramálið eftir að æfingu er lokið þá ætlar húsfreyjan að skella sér í smá klippingu og litun á Rossini það er nú nauðsynlegt að leifa sér eitthvað öðru hverju,er nýbúin að fara til Hildar í augnbrúnavax og litun,þetta er nú eitt af því fáa sem húsfreyjan gerir reglulega fyrir útlitið ca þriggja mánaða fresti og þetta gerir mikið fyrir sjálfstraustið að hennar mati,en hlakka mikið til morgundagsins
og í kvöld koma ferðalangarnir aftur til landsins sem fóru til Tenerif , er ekki alveg viss hvernig það er stafað, eftir vikudvöl í 30 stiga hita og sól,það er nú ekki amalegt að skella sér í sólina, það verður gaman að hitta Laugu og Guðbjörgu aftur og hittast í ræktinni á morgnanna,og þess á milli að gera eitthvað skemmtilegt,en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld,er alveg að
við heirumst síðar kæru vinir og ættingjar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2008 | 21:55
vaknaði nokkrum sinnum í nótt en allir aðrir sofa
dálítið erfitt að vakna í morgun eftir að hafa glaðvaknað kl rétt rúmlega fimm og sofnað um sex aftur að það hefði kannski verið betra að fara bara á fætur en að sofna aftur í smá stund,en allt hafðist þetta nú og kl sjö voru allir komnir á fætur og gekk allt vel að koma börnum og bónda á sína staði á réttum tíma,svo var bara að skella sér í Orkubúið og var kölluð á viktina og það var mjög fín tala sem kom þar upp,er búin að missa 1,7 kg s,l viku og er orðin 69,9 kg annars er takmarkið að koma sér í gott form andlega og líkamlega
nú bóndinn skráði sig í keppnina og hans program er að þyngja sig,ekki algengt segir Ásdís,en það kemur fyrir,eftir hvíld í dag hjá krílunum fórum við í gönguferð í klukkutíma og það var mjög gott að komast út var orðið tími til komin og er við komum heim kl að verða fjögur þá voru þau orðin mjög lúin enda hætt að sofna eftir leikskólann,en þau kúrðu í dágóðan tíma,borðuðu mjög vel fram að hátta tíma varla að þau stoppuðu og fóru í bólið kl átta en Bríet sofnaði ekki fyrr en kl níu hún vildi borða meira og það var helling sem betur fer þá er matarlistin að koma hjá henni
jamm svo er bara að minna aftur á Avon kynninguna hjá mér næsta fimmtudagskvöld,vona að einhverjir geta komist, já svo erum við með tvær tvíburakerrur til sölu það fer lítið fyrir þeim og góðar í bílinn og gönguferðina,svo það má alveg hafa samband ef einhverjar spurningar eru,
en jæja hef nú ekki svo mikið meira að segja og kveð ykkur þar til næst,hafið það nú notalegt saman
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2008 | 20:48
tíminn líður hratt
mikið óskaplega er helgin alltof fljót að líða,það er reyndar alltaf eitthvað að gera hér heima,dagurinn í gær var nokkuð góður og endaði með matarboði hjá teindó og mjög góður grillaður matur,við vorum komin heim um kl átta og krílin fljót að sofna,en bóndinn fór aftur til vinnu en við mæðgurnar voru mjög lúnar og kúrðum uppi í rúmi og lásum saman í smá stund og vorum kl tíu,er dagurinn í dag rann upp þá fór bóndinn að vinna,svo húsfreyjan var heima með börnin,og í dag var bakað bæði orkubitakökur og haframjölskökur allt saman mjög gómsæt en þegar bóndinn kom heim í dag eftir ferð austur og með honum fór elsta dóttirin kl rúmlega fjögur þá fórum við í gönguferð í rúmann hálftíma,veðrið mjög gott logn og úði og ilmurinn af trjánum er yndislegur í svona veðri,eftir gönguferðinna þá var eldaður kvölsverður sem saman stóð af kjúkklingakjöti ásamt fullt af grænmeti,pasta,kotasælu og rjóma namm namm, fjölskyldan orðaði vel
krílin orðin mjög þreytt og voru sofnuð kl að verða átta en óndinn er að fara yfir stærðfræðidæmi með dóttur okkar,hún fer svo að sofa um níu,en litla dóttir okkar er með mikin munnangur hún á það til að naga sig í munninum og er nú munnurinn eitt flakandi sár erum að gera allt sem við getum til að fá hana til að hætta þessu og hún reynir samt að borða og drekka en grætur oft svo er ekki auðvelt að setja munnangursmeðal upp í hana hún neitar en með lagni þá tekst það og hún er með fjólubláann munn og ekki sátt,svo er hún búin að klóra á sér eyrað að innan og þar er líka eitt sár en það má setja þar græðandi krem en mjög varlega,hún er mjög pirruð þessa daganna og við vitum ekki hvað það er sem angrar hana,hún er ekki með eyrnabólgu og eyrnamergurinn kemur út,ekki að fá fleiri tennur,ekki kvefuð,við bara erum búin að hugsa mikið hvað plagar hana,
veit ekki alveg hvað olli því að andlega heilsan fór niður á við um helginna líðan er bara ekki nógu góð,veit ekki alveg afhverju það er kvíði og einhver ólga innra með,vona að jafnvægi komist á sem fyrst,en í fyrramálið þá verður önnur mæling í áskorendakeppninni það er að segja önnur vigtun og það verður fróðlegt að vita hvort eitthvað hefur gerst og svo er bara að halda áfram að æfa og hafa gaman af en á föstudaginn þá lenti húsfreyjan í slæmum meiðslum með hnén í svo kölluðum grafiti bekkjum en æfingin er ekki ný hef oft gert hana og vorum við í tíma hjá Ásdísi en húsfreyjan misti tak á handfangi með þeim afleiðingum að rassinn lagðist alveg aftur á hæla og brak og brestir komu á hnén,hef ekki getað set hæla að rassi lengi vegna meiðsla og verkja vanda mála en hellings sársauki kom og sem betur fer þá var Ásdís við bekkinn en hún passar vel upp á að æfingar eru við hæfi og hún kom strax til hjálpar og gerðar voru viðeigandi ráðstafanir,við sátum svo þó nokkra stund og spjölluðum saman eftir tímann en ég komst svo heim um kl tíu og tók inn verkja og bólgueiðandi töflur,setti líka kælispray og kúrði undir teppi og sofnaði fram að hádegi,er ennþá að finna til en er betri,vona nú að æklunarlæknirinn fari nú að oða mig í skoðun og viðtal vegna aðgerarinnar,
en jæja ætli það sé ekki komin tími á að slútta þessu loggi í kvöld ætla að hotfa á skjá einn og koma mér svo í bólið,hafið það sem allra best og njótið nýrar vinnu viku,
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 21:29
það er nú ......
ekki í anda gumpsins að gefast upp,er búin að vera að blogga en ekki verið hægt að vista eða birta en ætla að gera aftur tilraun hér á bæ gengur allt sinn vanagang ekki verið meira um veikindi allir hraustir og svo er bara nokkuð mikið að gera hjá okkur eða krílunum,það að hætta með bleyju er bara nóg að gera og bæta við fullt af koppaferðum með öllum hinum hlaupaferðunum um heimilið,og það kemur nú fyrir að þau pissa bara niður og segja þá Ó NEI mamma svo kemur upp
jamm svona svipur,í vikunni sem er að líða þá hafa krílin farið í fimmleika og það er alveg frábært þau njóta þess í botn og að sjálfsögðu þá er ekkert verið neitt að stoppa bara að demba sér í það sem er í boði þessar fjörtíu mín sem tíminn er,þau hafa farið í tvo tíma já það er á mið og fim dögum seinnipartinn en þá er sá tími sem þau eru orðin nokkuð þreitt en þau láta það ekki á sig fá,
já svo er um að gera að nota tækifærið og auglýsa Avon kynningu hér heima næstkomandi fimmtudagskvöld og eru allir velkomnir að kíkja og ekki væri verra að þið sem hafið áhuga að senda smá klausu og láta vita eftir þessa færslu,það er að segja ef hún birtist
það gengur bara vel að æfa í Orkubúinu og það eru að verða komnar tvær vikur af tólf í áskorendakeppninni og hefur gumpurinn mætt sex daga vikunar en það er aðalega áskorun á sjálfa sig að koma sér af stað og hitta fólk og æfa með öðrum og auðvitað að koma sér í betra form en það eru góðar leiðbeiningar sem Ásdís gefur og ekki er farið í þær æfingar sem reyna á hné og bak nema að þær séu mjög léttar og sársaukalausar,
gumpurinn hefur afskaplega gaman af að lesa og á smá safn góðra bóka og svo er bókasafnið heimsótt öðru hverju,er einmitt að lesa mjög áhugaverða bók sem sálarrannsókna félag Reykjavíkur gaf út fyrir sex árum hef reyndar alltaf haft mikin áhuga á dulrænum fyrirbærum hef farið á nokkra fundi og nánast alltaf verið sátt eftir þær stundir,en langar að fara að kíkja á fund,fór síðast fyrir tæpum tveimur árum,hef í gegnum mitt líf fundið fyrir ýmsu og einnig dreymt drauma sem tákna eitthvað sem á eftir að rætast,það getur verið afar óþægilegt eða vellíðan að finna fyrir eða sjá það sem er ekki í okkar lífi en vill samt ekki missa þennan hæfileika sem hefur gefið mikið fyrir líðan mína,það er sagt að flest börn finni fyrir dulrænum fyrirbærum og það eldist af þeim við fjögra eða fimm ára aldur en elsta dóttir mín virðist hafa þennan hæfileika og talar alltaf um ef hún verður var við dulrænt,í fyrstu var hún mjög hrædd en vildi samt ekki missa af þessu og í dag er hún sátt við það sem hún verður var við bæði í draumi og í vöku,ég fékk vitneskju um þessa hæfileika hennar og mína á miðilsfundi fyrir mörgum árum það er að segja fyrst um mín hæfileika en stuttu eftir að dóttir mín fæddist var mér tjáð þetta á fundi og að við ættum ekkert að hafa áhyggjur af þessu,daman mun spjara sig mjög vel í framtíðinni og mun vegna vel,það er mjög gott að fara á þessa fundi það gefur manni alveg óskaplega mikið
það gefur manni líka mikið að fá símtal eða heimsókn frá góðri vinkonu fékk einmitt símtal frá vinkonu sem býr mjög langt í burtu og er hún hringdi þá var gumpurinn búin að fara í ræktina,koma svo heim og fá sér morgunmat nr tvö,fara í sturtu,vaska upp,setja í þvottavél,skúra eldhús,hol og stofu,setja hreint utan um rúmföt barnanna og var að brjóta saman þvott,hún spurði hvernig í ósköpunum ég gæti þetta og ekki komið hádegi,þetta er bara vani að gera eitthvað á morgnanna þegar engin væri heima,svo er það versta sem gæti komið fyrir mig að það er aðgerðaleysi og ef það er ekkert sem ég gæti gert hér heima eða er búin mjög snemma að þá er bara að koma sér út,jamm svo er nú það
helgin framundan og við fjölskyldan vonumst eftir samveru stund en bóndinn verður að vinna á morgun veit ekki hve lengi en sunnudagurinn er reynt að hafa sem mest heima við og njóta þess að vera saman,vonum að veðrið verði gott svo hægt sé að fara í gönguferð eða á leikvöllinn,en jæja þá er bara að kveðja og gera tilraun með að vista og birta,farið vel með ykkur og hafið það sem allra best
til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 21:30
mikið var og ....
loksins loksins er hægt að blogga það hefur ekki verið hægt að vista og birta það sem húsfreyjan hefur gert ansi margar tilraunir en ekkert hefur gerst,en þið kæru vinir vonandi hafið þið nú ekki gefið upp vonina að gumpablogginu sé alveg lokið en nei ekki alveg á næstunni,
s,l. viku hefur nú ýmislegt verið að gerast hjá okkur,krílin eru hætt með pela og nánast hætt með bleiju komin vika síðan sú ákvörðun var tekin að prófa aftur og gengur það mjög vel,pestin sem gekk hér bersersgang í s,l. viku að feðginin voru mjög lasin,en dóttirin ætlaði sér í skólann daginn eftir og það tókst,bóndinn var ennþá mjög slappur daginn eftir en komst til vinnu seinnipartinn,en líkaminn hjá þeim var nokkra daga að jafna sig,en lítla daman og mamma hennar sluppu alveg
veit ekki hversvegna en við erum mjög heppinn,
húsfreyjan hefur verið mjög dugleg að mæta í Orkubúið alla daganna nema sunnudaga og gengið vel að æfa,slatti af vöðvaverkjum fyrstu daganna en það þarf nú meira til að mæta ekki,skrifa allt samviskulega niður og held dagbók,
á laugardaginn þá ætluðum við að kíkja í réttirnar en veðrið ekki voða spennandi og krílin vildu ekkert fara úr bílnum svo við tókum fínann bíltúr,og áttum notalega stund heima við,og um kvöldið fórum við í fertugs afmæli það var bara fínt góður matur,það var stöðug innribarátta hjá húsfreyjunni en gerði aðeins tilraunir með að blanda geði við fólk,og það var gott að komast heim þó seint væri en allt gekk vel hér heim,Anna María og Bjarni Sævar gistu hér og hjálpuðust að passa með Gyðu Dögg en krílin voru sofnuð áður en við fórum og sváfu án þess að vakna,sem sagt allir ánægðir
ekki hefur verið hægt að fara gönguferðir þessa dagann vegna roks og rigningar svo sem allt í lagi með rigninguna en í gær var loksins hægt að fara gönguferð og ætluðum við til Guðbjargar systur en hún átti von á okkur en var ekki komin heim svo við tókum lengri ferð og enduðum hjá vinkonu okkar á Hölavöllunum og að venju var vel tekið á móti okkur, stoppuðum ekki lengi svo drifum við okkur heim,krílin orðin þreytt enda eru þau nánast alveg hætt að leggja sig á daginn en það væri ekki verra að þau gerðu það stutta stund,þau eru frekar þreytt þegar seinnipartinn af deginum eru langt komin en allt hefst þetta að lokum,
við hjónin fórum stutta bæjarferð í dag,húsfreyjan þurfti að hitta læknir og gekk sú heimsókn vel en það var orðin þörf fyrir þeirri heimsókn,fórum í Bónus á heimleiðinni en vorum á ferðinni einmitt þegar mesta umferðin var úff ekki væri neitt spennandi að þurfa að lenda í þessari umferð tvisvar á dag
krílin voru í pössun hjá afa og Eygló á meðan og voru þau ánægð með það en það er svo sem ekkert spennandi að þvælast í bíl og sofna þegar dagurinn er langt komin og rugla svo kvöldsvefninn nei þá er gott að hafa góða að sem geta passað krílin,
mikið óskaplega er tíminn fljótur að líða og dagarnir það er alveg að koma oktober og styttist óðum í þriggja ára afmæli krílanna,erum búin að ákveða hvað verður á boðstólum í þeirri veislu og kemur það í ljós síðar allavega er okkur farið að hlakka til,
erum með næturgesti í nótt,Anna María og Bjarni Sævar gista hjá okkur,foreldrarnir eru á sólarströnd fóru í morgun en amma þeirra dvelur hjá þeim á meðan en við vorum búin að lofa þeim að það væri í lagi að gista þó svo skóli væri næsta dag svo það er verið að koma þeim í háttinn,og það stittist í að húsfreyjan fari líka í bólið en bóndinn þarf að fara á fund kl tíu í kvöld frekar seint en það er áríðandi fundur hjá björgunarsveitinni,
en jæja vona að ég get vistað og birt þetta,var búin að senda fyrir spurn en hef ekkert svar fengið, eigið góða nótt og góðan dag framundan
til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
159 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar