já við tókum smá berjaferð í gær,krílin komu með ásamt Guðbjörgu systur og tvö af hennar börnum og einnig komu Eygló og Siggi við fórum ekki lang bara að okkar stóra fjalli og tíndum helling af krækiberjum og hrútaberjum ekkert smá gott í munnin en ekki fannst krílunum mínum þessi ber góð nei þau voru fljót að skirpa þeim út úr sér
jamm glætan að setja svona upp í sig aftur,við vorum ekki lengi rúman klukkutíma og komum heim um kl fimm og í klukkutíma fóru krílin á leikskólann með frænku sinni sem er voða dugleg að koma og vill endilega passa þau,og í kvöldmatinn var að sjálfsögðu berin sem við týndum ásamt skyri og rjóma og ekkert smá gott,en krílin vildu bara hafragraut með eplum,jarðarberjum og bláberjum,keift úr búðinni hér heima,svo allir fengu eitthvað við sitt hæfi í kvöldamt
en því miður þá hafði berjatýnslan slæm áhrif á skrokk húsfreyju gumpsins og er líðan frekar slæm en vonandi lagast það sem fyrst,
s,l. þriðjudag þá varð Bríet Anna fyrir slæmum degi,hún er oft dettandi og ótrúlegt að hafa ekki slasað eða meitt sig að ráði en svo kom upp sá dagur að eitthvað gerðist,hún byrjaði á því eftir svefn eftir hádegi og var í góðum leik með Sölva og Gyðu að hún datt og sprengdi ærlega á sér vörinna,svo fórum við í gönguferð með Guðbjörgu systur og röltuðum við niður á Brim og þar flækti hún tærnar þar sem flísar og parket mætast og datt og srengdi fyrir neðan augnabrún og sár kom og grét voða mikið en stutt, það var reynt að kæla það en bara bólgnaði og er komin með myndarlegt glóðarauga og mikið bólginn eins og það hefði verið mikil ofnotkun á ýmsum litum á augnskuggavorum spurð þegar við mættum á leiksskólann með krílin hvort Bríet hafði verið í kennslustund í boxi en hefur fengið voða mikla samúð frá fóstrunum á deildinni og fleirum sem hafa séð hana en hún er voða sterk og var ekki lengi að jafna sig og er ekkert lát á hoppi,stökkum og þess háttar líkamsrækt jamm sem sagt bara áfram að leika sér,
en jæja læt þetta duga í dagkrílin eru komin heim og eru að taka lúr,ætlum eftir hádegi að fara út og jafnvel að kíkja í heimsókn það er ekkert spennandi veður framundan svo það er bara góð hugmynd að vera útivið en við heyrumst síðar kæru vinir hafið það sem allra best
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 21:23
Hugleiðing...........fjölskyldulíf
þrá mannssins eftir hamingju má að verulegu leyti fullnægja innan fjölskyldunnar,þar getum við fundið það sem við öll venjulega þráum,vissu um að einhver þarfnast okkar,meti okkur að verðleikum,elski okkur,gott og hlýlegt samband innan fjölskyldunnar getur fullnægt þessari þrá á dásamlegan hátt,það getur skapað andrúmsloft gagnkvæms trausts,skilnings og ástúðar,þá verður heimilið raunverulegt öryggi frá erfiðleikum og ólgu umheimsins,börn geta notið öryggiskenndar og persónuleikar þeirra blómstrað óhindrað.
er þetta fjölsskyldulíf eins og við vildum sjá það í reynd ? en ekkert af þessu kemur af sjálfu sér,hvernig er hægt að öðlast það ? hvers vegna á fjölskyldulífið svo erfitt uppdráttar á mörgum heimilum ? hver er sá lykill sem skiptir sköpum um hamingjusamt fjölskyldulíf og óhamingjusamt um fjölskyldu sem er sameinuð böndum ástúðar og hlýju og fjölskyldu þar sem ríkir kuldi og sundrung ?
þú hefur góða og gilda ástæðu til að láta þér mjög umhugað um velferð og hamingju fjölskyldu þinnar,finnir þú fullnægjandi svör við þessum spurningum mun það eiga drjúgan þátt í að tryggja að fjölskyldulíf þitt verði hamingjuríkt,og það sem meira er,það getur gefið þér traust að til sé sá sem býr yfir óviðjafnanlegum mætti,góðvild og visku og þú getur leitað hvenar sem þú þarft,það sem getur leitt fjölskyldu þína svo að hún öðlist hamingju.
við erum öll ófullkomin,höfum öll galla og ýmsir veikleikar koma upp á yfirborðið þrátt fyrir okkar besta vilja,fullkomleiki er mannlegum mætti ofviða,öll viljum við að litið sé á okkur og komið fram við okkur sem einstaklinga,hver eru viðbrögð okkar þegar einhver gerir óhagstæðan samanburð á okkur og einhverjum öðrum,telur eiginleika okkar og hæfileika ef til vill lakari en hans ? venjulega erum við særð eða reið,í reyndinni erum við að segja,en ég er ekki hann,ég er,slíkur samanburður hefur yfirleitt ekki mótandi áhrif því að við viljum að okkur sé sýndur skilningur.
enginn ávinnur sér virðingu með því að skipa einhverjum öðrum að virða sig,það þarf að ávinna sér virðingu með tali sínu,breytni og því sem hann er,hvetjið hvort annað í því sem þið takið ykkur fyrir hendur,hrósið hvort öðru,smáu orðin segja mikið,og tíminn líður,njóttu þess að gera eitthvað fyrir aðra,þú getur gert ýmislegt sem er jákvætt og uppbyggilegt,sú staðreynd verður ekki umflúin að það sem þú gerir hefur áhrif á aðra,ef einn í fjölskyldunni þjáist líður öllum ílla,ef einn er sífellt kvartandi eða uppreisnargjarn er friði allrar fjölskyldunnar spillt,eigi fjölskyldulífið að vera hamingjuríkt verður einn og sérhver að gera sitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2008 | 09:16
það munar um aðeins lengur svefn á morgnanna
góðan daginn,morgunblogg í dag krílin eru farin að sofa lengur á morgnanna og við vorum ræst kl að verða sjö í morgun,það er voða notalegt að sofa aðeins lengur og munar um klukkutíma og sérstaklaega þegar nætursvefninn er ekki alveg upp á sitt besta,fyrsti skóladagur elstu dótturinnar afstaðin og hún vel sátt við daginn vinur hennar hann Sverrir kom með henni heim og áttu þau góðan leika saman heima með Jógvan í spilaranum,en Sverrir var nú samt beðin um að hringja heim til sín og láta vita af sér einhvernveginn hefur það þótt sjálfsagt að þegar börn koma hingað að þau séu látin vita af sér,okkur foreldrunum finnst það betra og það eru örugglega fleiri foreldrar sem eru á sama máli um það,
nú húsfreyjan fór í gönguferð með krílin og kom við hjá Guðbjörgu systur og héldum gönguferðinni áfram,tókum svo kaffipásu heima hjá systur eftir gönguna og áður en heim var haldið og krílin fengu brauð og útileikföng með sér,og voru þau sátt við það,við áttum von á afa og ömmu í heimsókn og komu þau um kvöldmatarleitið svo krílin náðu að hitta þau fyrir svefninn,
Guðbjörg stefndi á heimsókn núna í mogunsárið og er verið að bíða eftir henni ætlum að ræða gardínumál stefnan er að koma aftur á hitting stuðningshópsins og þá er bara að mæta stelpur þegar ykkur henta einhvern morgun í vikunni látið bara vita,svo væru nú gaman að hafa sauma eða föndurklúbb í vetur,allt má skoða og ræða,
okkur er boðið í barnaafmæli hjá lítilli vinkonu sem er fjögra ára og sú veisla verður næsta laugardag og er búið að kaupa gjöf en við eigum eftir að útbúa pappír og kort það er gaman að föndra við gjafirnar þær verða persónulegri fyrir vikið og húsfreyjan ætlar að baka orkubitanna fyrir afmælið að ósk móður hennar,við eigum að venju von á góðri veislu súpa,brauð og afmæliskaka það gerist varla betra,
nýæfinga tafla er komin fyrir fótboltann og er nú æft mán,þri og mið kl 14,30 til 15,30 og það er fínn tími en hann gildir til 15 sept svo er bara að bíða eftir að fimleikarnir hefjast aftur en Gyða Dögg ákvað að taka sér frí frá fiðluæfingum þennan vetur það var ansi mikið að gera hjá henni síðasta vetur og lítið um frí eftir hádegi með öllum æfingum það er nú ekki gott að skóladagurinn sé orðin til fjögur og stundum að ganga fimm suma daganna og þá oft eftir að læra heimavinnuna en stundataflan fyrir þennan vetur er fín, allir dagar til kl 13,10 og þá er sund og íþróttir inni í þeim tíma en áður fyrr þá var sund eftir þann tíma og fiðluæfingar og oft aukaæfingar ef tónleikar voru á dagskrá,fimleikar og svo fótboltinn voru líka svo dagarnir voru þétt bókaðir en nú er betri tíð framundan,
en ætla að láta morgunbloggið gott heita í dag,eigið góðan dag kæru vinir og við heyrumst síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 20:57
helstu atburðir síðustu daga
jæja margt að gerast þessa daganna,skólasetning á föstudaginn,fótboltamót í gær,silvurverðlaun hjá handboltalandsliðinu í dag og fyrsti skóladagurinn á morgun já bara margt um að vera,og allir glaðir og sáttir á heimilinu eftir atburði síðustu daga, að venju var dagurinn tekin snemma já kl 6,15 þá vaknaði Bríet Anna og ætlaði að lauma sér inn til Sölva Örn en sem betur fer þá var mamman vakandi og náði að stöðva prakkarann því það var bara gaman að vakna og láta hafa aðeins fyrir sér hlæjandi og skríkjandi skreið prakkarinn í smástund upp í mömmu og pabba rúm en auðvitað var ekki hægt að staldra þar nema rétt smástund,garnagaulið að æra okkur og morgunmatur var það sem stelpan bað um og var því snarað fram og stuttu seinna vaknaði hinn tvíbura helmingurinn á móti og kallaði reyndar mjög látt á mömmu sína og vildi endilega bætast í hópinn við eldhúsborðið morgunkorn,mjólk,lýsi og vitamín rann ljúflega niður og stutti seinna eftir bleijuskifti var kúrt aðeins með pela sinn og horft á stubbanna
spennan magnaðist svo er kl nálgaðist átta í morgun,húsfreyjan skreið reyndar aftur upp í rúm þegar krílin tóku hvíld með pela og stubbanna,það hefur ekki borið mikið upp á góðan nætursvefn síðustu nætur eða ca hálfan mánuðinn svo bóndinn var frammi með krílunum,en ekki kom dúr á svefn svo þá var bara að drífa sig fram og líta á leikinn en það er bara ekki auðvelt að sitja og horfa bara á leik nei svo mikil var spennan svo voru krílin búin að taka sinn hvíldartíma og létu fara mikið fyrir sér foreldrum var sem sagt boðið upp á spennu leik og börn sem voru nokkuð uppátækjasöm á meðan en allt blessaðist nú þetta að lokum,við erum mjög stolt af strákunum með silfurverðlaunin og til að ná börnunum aðeins niður þá fórum við í bílferð og enduðum í heimsókn hjá vinafólki okkar í klukkutíma en þá var komin tími á hvíld hjá börnunum og formúla að byrja,en þá dormaði húsfreyjan og börnin sváfu smástund en voru nú aðeins rólegri eftir hádegi,
kvöldmaturinn undirbúin,lærisneiðar barðar sundur og saman og velt upp úr eggjum,rjóma,salti og pipar,svo heimatilbúið rasp og steikt upp úr smjöri og olíu,sett í eldfast mót ásamt sveppum,lauk og smjöri,skellt í opninn og tilbúið til hitunar kl hálf sex,húsfreyjan dreif sig á Avon kynninguna hjá systur sinni en á meðan fóru krílin í bílferð með pabba sínum í klukkutíma,og dagurinn að kvöldi komin bara allt í einu já fljótt að líða og kvöldmatur komin á borðið kl sjö og allt heppnaðist vel að sjálfsögðu og var vel borðað af lærisneiðum með tilheyrandi góðu meðlæti börnin orðin voða þreytt og voru sofnuð kl hálf átta ,bóndinn fór að vinna í okkar bíl,og dóttirin sú elsta komin heim af fótboltaleik hér í bæ en hann endaði með tapi,það styttist í háttartíma hjá henni og ræs kl sjö í fyrramálið en það verður ekki vandamál hún hefur oftast vaknað fyir átta á morgnanna í sumar,
ætli húsfreyjan láti ekki staðar numið í kvöldblogginu,ætlunin er að vera komin upp í rúm kl tíu og ná vonandi góðum nætursvefni,vona að þið hafið notið helgainnar og takið á móti nýrri vinnu og skólaviku með tilhlökkun,
óska ykkur góðan nætursvefn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 21:26
áfram Ísland,,,,,gaman á Fossvogsmótinu í dag
eftir að hafa náð sér nokkurn veginn eftir góðan sigur íslenska handboltaliðsins í gær tókum við daginn í dag snemma um kl hálf sjö í morgun,eldaður hafragrautur,samlokur smurðar,bananar og kókómjólk í nesti var svo haldið í bæjarferð á síðasta fótboltamót utan hús í sumar Fossvogsmótið spenna í loftinu eins og vanalega,regnfatnaður á krílin frá toppi til táar,gerðum góð kaup á regnfatnaði á þau í Aðal sport á 40 pósenta afslátti í gær þungskýað svo allir vel gallaðir fyrsti leikur af sex var kl hálf tíu og unnu okkar stelpur hann 2,0 það leið stutt á milli leikja og aftur unnu stelpurnar 1,0 þriðji leikur var kl að verða hálf tólf og okkar stelpur náðu að skora eitt mark í fyrri hálfleik,þá vorum við búin að fá pössun fyrir yngstu krílin hjá systur bóndans í breiðholtinu og rukum við þangað með þau,en þau voru búin að vera voða góð en voru orðin þreytt og þá var upplagt að koma þeim á góðan stað á meðan mótið kláraðist,og á meðan náðu andstæðingarnir að jafna og þannig endaði þriðji leikurinn,
síðustu þrír leikirnir töpuðu okkar stelpur en vorum samt ánægðar með daginn,veðrið nokkuð gott en það ringdi í skorpum síðustu leikina en lítill vindur,það eru oftast sömu foreldrarnir sem mæta á leikina til að hvetja stelpurnar en mættu alveg vera fleiri og voru stelpurnar hvattar vel áfram að venju og var góð stemming á hliðarlínunni og magnaðist stemmingin líkt og á handboltaleiknum daginn áður,frábært að sjá hve miklum framförum þær eru að ná í boltanum og eru svo sannarlega framtíðar stelpur þar á ferð við náðum svo í krílin úr pössun um leið og síðasti leikurinn var búin en á meðan tóku okkar stelpur á móti verðlaunum þær lentu í fjórða sæti af sjö og það er góður árangur en það er aðalega að vera með og hafa gaman af og hvetja þær áfram,
við náðum svo í stelpuna okkar og héldum heim á leið við vorum búin að lofa henni pizzu veislu og komum við á dominos í keflavík og tókum með okkur heim þetta var í fyrsta skiftið sem við verslum pizzur þar og eru þær góðar,svo kæra vinkona ef svo heppilega vill til að strákarnir þínir ná að panta sér pizzur þá er bara að borða þær með bestu list þeir eru nokkuð klókir strákarnir þínir svo það er aldrei að vita nema það takist einhvern daginn að panta sér pizzu,bauð svo dóttirin vinkonu sinni með sér og eru þær að klára að horfa á mynd sem tekin var á leigu og það gerist voða sjaldan en þá er það bara skemmtilegra þegar það er gert,
er heim var komið þá lagðist húsfreyjan upp í rúm og lagði sig í rúman klukkutíma með verkjatöflur í maganum það tók á bakið að halda ekki svo lengi á börnunum til skiftist ásamt bóndanum þegar þau voru orðin þreitt en vaknaði með betri líðan og tók þá til smá kvöldverð skyr fyrir fjölskylduna svo sofnuðu krílin upp úr kl átta,ætlum að horfa svo á leikinn í fyrramálið eigum von á að við vöknum ca klukkutíma fyrir leik með börnunum,ætlum að taka daginn rólega en svo er húsfreyjunni boðið á Avon kynningu hjá Guðbjörgu systur á morgun seinnipartinn,kem svo heim og ætla að elda gamaldags lærisneiðar steiktar í raspi með brúnuðum katreflum og svo gamla góða meðlætið með baunir sulta og sósa á von á að það muni falla vel í kramið hjá fjölskyldunni
ætla að njóta svo kvöldsins og horfa á ruv þar á eftir verður Taggart og ætla að dreipa á góðu kakói á meðan og hugsa til vinkonu á meðan,hlakka til göngunar í næsta mánuði en með þessum orðum þá kveður húsfreyjan ykkur , já þetta nafn er bara nokkuð gott aðeins kvennlegra en gumpurinn en innst inni er húsfreyjan gumpur í sér,
hafið það sem allra best og njótið helgarinnar saman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 11:38
er maður drifin áfram af gömlum vana eða,,,
hvað,einhvernvegin hefst allt saman þrátt fyrir lítinn svefn undanfarna nætur og því fylgir auðvitað mikil þreita en samt kemst maður í gegnum daginn og gerir það sem þarf að gera,hef í gegnum tíðina eða síðan börnin þau yngstu komu í heiminn að taka þrif og svoleiðis vinnu í áföngum ekki að taka alla íbúðina í einu eins og einu sinni var gert fyrir barneignir þá átti maður mikla orku en aðstæður hafa breyst helling og þá er bara að aðlaga sig að þeim,ég er ekki mikið skipulögð en get nú aðeins skipulagt eins og með þrif þá er ég að taka eitt herbergi oftast í einu þennan dag og svo næst daginn eftir eða þegar ég get það er fínt að hafa það þannig,svo að skipuleggja ferðalög það get ég ásamt matarinnkaup og hvað verður í matinn út vikuna það er fínt að nota t,d eitt kvöld vikunar til að skipuleggja aðeins og skrifa niður,og svo er líka gott að hafa miða á ísskápnum sem er innkaupamiði að bæta á hann jafnóðum og eitthvað klárast,svo er bara að kippa miðanum með sér í Bónus og ekkert mál að muna svo það sem vantar,skoða vel tilboð og geta fryst það sem er hægt að frysta og eiga til þegar þrengir að sem er víst á mörgum heimilum þegar mánuðurinn er langt komin,
svo er gott ráð að nota og prufa endilega ýmislegt til að drýja matinn t,d. með alskonar grænmeti sem þú ert búin að frysta í skömmtum og eins að nota sojakjöt það er hlutlaust bragð en fyllir heilmikið upp í eins og pottrétti,lagsanja hakk og spagetti það er ódýrt hollt og það þarf ekki mikið af því í einu það margfaldast með vatni,eins að búa til rasp það er hægt að nota alskonar fræ og mulið ristað brauð og krydda svo,
er við komum út í gærmorgun þá blasti við okkur fallin lauf af trjánum í garðinum og haustlitirnir að koma í ljós það er mjög fallegt og vonandi fáum við að njóta haust fegurðinnar og tilvalið að fara í berjamó og nýta enn betur það sem náttúran gefur af sér,við stefnum að berjaferð á Snæfellsnesið um mánaðarmótin ef veður leyfir og þá verður það síðasta útilegan þetta sumarið,annars förum við dagsferð í berjamó,
um helgina er síðasta fótboltamótið utanhúss þetta árið og verður það Fossvogsmótið hjá 6 og 7 flokki en á laugardaginn þá verða stelpurnar í 6 flokki en á sunnudaginn verða stelpurnar í 7 flokki að keppa,veðurspáin er ekkert voða spennandi en við ætlum að blikka foreldra bóndans en þau eiga fínann húsbíl en eru í ferðalagi og ef þau verða komin heim og ekkert plan um helgina þá vitum við að þau væru alveg til í að koma með og styðja stelpurnar,okkar börn eru heppin með það að afi og amma hafa alltaf verið dugleg að fylgjast með hvað börnin eru að gera og gott að hafa húsbílinn sem afdrep yfir daginn,eins hafa afi og Eygló verið dugleg að taka á móti þeim og leyfa börnunum að leika í góðum garði og fara í heitapottinn,já börnin eru heppin og við foreldrarnir líka að hafa góða að það skiftir öllu að fjölskildur standa saman,
en jæja læt þetta duga í morgunbloggi í dag,það styttist í að krílin verða sótt í leikskólann,er búin að taka út mína líkamsrækt í morgun fór í klukutíma göngu með vinkonu og það var bara gaman,en kveð ykkur með
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 21:09
sváfum út í morgun
undur og stórmerki gerast einstaka sinnum á þessu heimili,við vorum vakin kl 7,35 í morgun en samt engin asi á okkur,bóndinn í vinnu og krílin á leikskólann,róleg heit í morgun,sortera dót og setja í geymslu,og það er bara slatti sem krílin eru hætt að leika sér með,og í fyrramálið þá ætlum við mæðgurnar að ráðast á herbergi hennar og það er ekki vanþörf á því,það styttlist í herbergisstækkun og þá er voða gott að vera búin að klára að pakka niður því helsta og hafa aðeins það nauðsynlega uppi við,svo fluttningar verða auðveldar á milli herbergja,
það er voða notalegt hér heima við,erum að gera ýmislegt saman og krílunum finnst mjög gaman að fá að skoða dót stóru systur það er sko ýmislegt að finna þar í kössum,svo fengum við óvænta og góða heimsókn í dag,það er orðið langt síðan að gestur leit hér síðast inn og áttum við skemmtilegt spjall með krílunum,það munar öllu að geta talað við vin eða vinkonu um lífið og tilveruna,líðan hefur ekki verið allt of góð upp á síðkastið og í dag losnaði stípla í gumpinum og flæddi yfir vinkonuna,vonum að hún hafi komist heil heim með nesti í farteskinu og bók
það var gott að tala við hana og takk kærlega fyrir þolinmæðina og spjallið kæra vinkona,
bóndinn og elsta dóttirin eru á fótboltaæfingu og koma heim fljótlega,þá ætlum við að púsla áfram stóru púsli og fara svo í háttinn um hálf ellefu,ætla að láta þetta duga í kvöld,eigið góða nótt og látið ykkur líða vel,
til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 11:46
góður endi á fótbolta móti og er með hugmynd í kollinum
jæja þá er helginni lokið með tilheyrandi roki og rigningu í gær þá var seinni keppnisdagur í fótboltanum,foreldrarnir ákvöðu að annað þeirra færi með Gyðu Dögg en hitt væri heima hjá krílunum veðrið bauð einfaldlega ekki upp á útiveru þeirra,en peningi var kastað og mamman fór með á fyrri leikinn sem byrjaði kl tólf,það var frábært að sjá stelpurnar okkar spila allt annað en á laugardaginn,en fengu á sig eitt mark en við vorum mjög ánægð með frammi stöðu þeirra,það er ekkert grín að hlaupa í rúmar tíu mín í þessu leiðinda veðri,við mæðgurnar drifum okkur svo heim og þurka fötin og fá okkur að borða því seinni leikurinn sem spila átti um sæti var kl tvö,þá komst pabbinn loks út,börnin voru sofandi og mamman hafði það notalegt á meðan,seinni leikurinn var líka góður en okkar stelpur unnu hann tvö núll stelpurnar fengu allar pening og voru voða glaðar,
við fórum bæjarferð til systur bóndans og fjölsk hennar í breiðholtið,það var góð heimsókn boðið upp á kaffi og kleinur og góða aspassúpu með brauði í kvöldmat,komum heim kl hálf níu já dálítið seint en börnin náðu að vera vakandi á heimleið,þökk sé dvd spilaranum,þau drifin í háttinn og voru ekki lengi að sofna,Gyða Dögg fékk heimsókn og var í góðum leik með frænda sínum,gaman að sjá loksins þátt sem var að byrja á skjá einum fyndnar fjölskyldu myndir og mikið hlátur barst um stofuna hér á bæ,svo eru gamlir og góðir þættir að hefja innrás sína í sjónvarpinu svona vetra þættir sem segja okkur það að sumarið sé á enda skólinn að byrja eftir viku og hlakkar dóttir okkar mikið til,það er ekki mikið sem þarf að versla fyrir nýja skólaárið,hún á allt nema reiknis og skrifbækur,góða skólatösku á hún sem er búið að duga alla hennar skólagöngu hingað til og sú taska á langt eftir,kostaði sitt en er vel þess virði,
jamm jæja ætla að láta þetta morgunblogg duga það styttist í að krílin verða sótt en það er eitt sem gumpinum langar að gera og það er að koma fjölsk saman systrum og fjölsk þeirra og föður ásamt konu hans einn dag eina helgi í góðan mat sem allir munu sameina með og skemmtileg heit það þarf að sameina einstaka sinnum fjölsk sína og hafa gaman af ekki bara þegar afmæli eru en þá mæta líka oft fleira fólk,
en hafið sem sem allra best og til ykkar
kv húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þá er fyrri dagur fótboltakeppninar búin í roki og rigningu,ekki gekk okkar stelpum vel,einhvernvegin fanst okkur að fyrri leikurinn hafi geta og aldur ekki verið sá sami,okkar stelpur höfðu ekkert í þær stelpur sem skoruðu ansi mörg mörk og voru með miklu meiri getu en svona er þetta nú samt,við erum stoltar ef okkar stelpum þær sýndu fína takta í ansi blautum leik með góðum vindi,og seinni leikurinn var líka tap leikur en erum vongóðar með morgun daginn,það vantaði fleiri foreldra á línuna til að hvetja stelpurnar en vonandi rætist úr því á morgun,
svo kom upp mjög leiðinlegt mál í kvöld,símhringing til gumpsins og á línunni var kunningja kona og er mjög sár vegna enn einu sinni er komin upp ljót kjaffta saga sem aðeins ein manneskja á að hafa borið eina ferðina út og það er gumpurinn sem grét við að heyra þetta því það er ekki satt sem sagt er og því í ósköpunum er verið að koma svona af stað,þegar þetta kom fyrst upp í vor þá var líka gumpinum kennt um að hafa borið út þessa ljótu sögu,hverjum er svona ílla við gumpinn ? það er ömurlegt fyrir alla aðila sem hlut eiga að máli,og hverjum á gumpurinn að tala við og ljúga svona ? veit ekki því það eru ansi fáir sem gumpurinn á samskifti við og ekki hefur þessi kjafta saga borið á góma HVORKI HEYRT UM ÞETTA FYRR EN Í KVÖLD NÉ BORIÐ ÞETTA ÚT,,það væri mjög gott að vita hvaðan þetta kemur,þetta er svo sárt að fá svona á sig og vanlíðan er mikil svo mikil að það er eiginlega ekki hægt að lýsa því,og líka mikil vanlíðan fyrir þá sem sagan er um,svo ég vil biðja þann sem ber svona út að biðjast afsökunar,ef sá aðili skildi nú lesa mín blogg,það var líka mjög sárt að lesa DV í vikunni svo nú væri vel þegið að fá frið,ÉG HEF EKKERT KOMIÐ NEINU AF STAÐ HVORKI TALAÐ VIÐ DV EÐA SAGT KJAFTA SÖGU UM KUNNINGJA KONU OG AÐRA SEM ÞAR KOMA AÐ MÁLI,ef einhver kannast við þetta þá væri gott að vita af því,
en nóg um þetta ætla að reyna að láta mig líða vel,sem betur fer á gumpurinn góðan mann sem trúir og treystir og hann var mjög hissa á þessu,en við heyrumst síðar kæru vinir
kveðja og til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2008 | 11:43
haustið að bresta á og fótboltamót hér í bæ um helgina
morgunblogg í dag bara að eyða tímanum einhvernveginn þar til börnin verða sótt á leikskólann,þau voru voða hress í morgun að venju,og vöknuðu snemma og höfðu það notalegt,þau eru voða spennt að mæta í leikskólann og hafa tekið miklum framfærum var okkur tjáð í gær er við náðum í þau,okkur var boðið að þau fari í tíma í málörvun sem er bara plús fyrir þau var okkur sagt,jú ekkert mál að okkar hálfu,ekki að þau tali lítið nei svo er ekki,það er einhverskonar málörfun,er ekki alveg viss en treysti vel konunum á leikskólanum,einhvernveginn finnst manni að haustið sé alveg að bresta á það er eitthvað í andrúmsloftinu enda farið að síga á seinni hluta þessa mánaðar og skólatilboð rigna yfir ásamt berja berja berja mó og uppskriftir með berjum,það er voða gott að gera alskonar tilraunir með ber það er aldrei að vita nema ég deili með ykkur berja uppskrift,
þetta er yndislegur árstími að renna upp reyndar eru allir árstímar yndislegir,hver með sínum hætti og litadýrðin í náttúrunni eru ólýsanlega fallegir og tilvalið myndaefni vonum að haustið verði gott og við fáum að njóta litadyrðarinnar eitthvað áður en rokið og regnið skola því burt,
jamm ætla að láta þetta duga í dag,ætla að njóta dagsins og helgarinnar út í ystu æsar,það er fótboltamót hér í bæ um helgina hjá 6 flokki áframhald á móti sem var í byrjun sumars í mosfellsbæ,og við vonumst til að sem flestir koma og hvetja stelpurnar okkar áfram svo er bara svo gaman að sjá áhugan og fjörið í kringum svona mót,
kv húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar