30.10.2009 | 23:05
stóð í rigningu og roki og naut þess
dagur að kveldi komin og helgin framundan ekki það að virku dagarnir séu eitthvað daprir nei svo er ekki,í morgun fékk húsfreyjan hringingu frá Sollu systur í Njarðvík,hún var búin að bíða spennt eftir heimsókn frá okkur systrum til hennar alla vikuna,mikið óskaplega hlakkaði húsfreyju til að komast út enda inniveran búin að vara í rúma viku,þegar úti fíkill eins og húsfreyjan er þá er inniveran
nú við systur drifum í ferðina héðan upp úr kl þrjú,húsfreyjan var farþegi enda ekki alveg í nógu góðu líkamlegu standi til að aka bíl en ekki var það auðvellt að klöngrast í mjög láann fólksbíl en lét sig hafa það,við komum við hjá systur tæpum hálftíma síðar og kom hún með okkur í husa,hagkaup og bonus,bara svona til að skoða og fullt af jóla, jóla við höfðum gaman af allri dýrðinni og ekkert verið að kaupa jóla , en í ferðinni ætlaði húsfreyja að versla svona eins og þrjár afmælisgjafir en fann eina í hagkaupum fyrir fjögra ára frænda á morgun
síðan var ferðinni heitið til Sollu systur í kaffisopa og jólaköku og auðvitað frábært spjall,það er langt síðan síðast er við þrjár systur hittumst saman,og stefnum á að hittast í næstu viku hér í bæ,
við komum aftur heim kl sjö,bóndinn farin á æfingu en elsta dóttirin passaði púka systkin ásamt vinkonu sinni,og í dag þegar móir hennar var að slæpast með systrum sínum þá pössuðu þær og stóðu sig vel,þær steiktu eggjabrauð og buðu upp á skyr með því og voru púkar glaðir með þær kræsingar,
húsfreyjan var orðin mjög lúin eftir ferðina en það var bara svo yndislegt að hitta systur og komast í annað umhverfi þó svo að heima sé best
húsfreyjan og bóndi hennar eru aðeins búin að plana morgundaginn,þegar púkar eru farin í frænda afmæli þá verður aðeins tekið til hérna ,bóndi ætlar að riksuga allt og skúra upp á gamla mátinn,það virkar best segir hann þegar hann skúrar,húsfreyjan ætlar eitthvað aðeins að vera með í þrifum svona til að sýnast aðeins hehe á von á því að bóndinn hennar sjá til þess að hún geri ekki það sem bannað er,úff það er orð með sönnu að það að kenna gömlum hundi að setjast er ekki svo auðvelt,húsfreyjan er vön að vera eitthvað að gera svo kemur bann en sem betur fer tímabundið,
dóttirin elsta tekur til í sínu herbegi og vinnur svo eitthvað með heimalærdóminn,og dagurinn endar með að við búum til kvöldmat saman,það á svo eftir að koma í ljós en góð grænmetissúpa er á óskalistanum ásamt heimatilbúnum hveitikökum plús smjör og ostur
en ætli það sé ekki best að fara að koma sér í bólið,
hafið það sem allra best og njótið helgarinnar saman
dreymi ykkur vel
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og hver er þessu systir ? hún er ekki nefnd af nafni
Kristín Bessa (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 19:50
ég og Guðbjörg fórum til Sollu systur,ef þú át við það
kv systir
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 1.11.2009 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.