hvernig væri

já hvernig væri að byrja aftur að blogga,,er lengi búin að vera að pæla í því,kannski er bara minn tími komin aftur eftir al mörg ár,,finnst mér að minnsta kosti,,

síðast þegar ég bloggaði þá vorum við ekki flutt hingað en erum búin að búa hér í bæ síðan lok nóv 2013 og er engin eftir sjá að hafa komið hingað,erum reyndar búin að búa á þremur stöðum og nú er svo komið að við flytjum í sumar en ekki úr bænum,við þurfum að finna annað húsnæði því þetta hús er á sölu og eru miklar líkur á því að það seljist fljótlega.

erum bún að setja upp auglýsingar um bæinn svona eins og með hin skiftin og erum bara bjartsýn á að okkur takist að finna húsnæði.

til gamans má geta að bloggin mín eru aðalega hugleiðingar mínar og svo ýmislegt úr daglega lífinu og bara svona aðalega fyrir mig cool

en nú ætla ég að fara á æfingu í íþróttahúsinu en þar er líka þessi fíni æfingasalur eða þeir eru tveir,og kíkja svo á rest af æfingu hjá púkunum mínum en þau eru á æfingu í frjálsum frá þrjú til fjögur.

sem sagt stefni fljótlega á aðra færslu tongue-out

p,s

úpps var ap skoða færslulistann minn

hehe ég bloggaði smá eftir að við fluttum í Þorlákshöfnina laughing

kv húsfreyjan

 


ameriskar,hjólaæfing og afmæli

fagur sunnudagsmorgunn er runnin upp,við áttum alveg eins von á hvítri jörð eins og veðurspáin gerði ráð fyrir ,en nei og jörðin hér í kring er jafn auð og hún var þegar við sáum eitthvað áður en myrkrið skall á um átta leitið,eiginlega erum við ekkert fúl yfir auðri jörð,það stendur til að taka hjólaæfingu í  Þorláksbraut fyrir hádegi en hingað til hefur verið hjólað hvort sem það er auð eða hvít jörð,það var afarsjaldan sem ekki var hægt að hjóla síðasta vetur vegna veðurs eða snjóa

það er þétt skipaður sunnudagur enda er ekkert legið í miklu leti um helgar bara smá Wink

húsfreyjan skellti í ameriskar pönnukökur en svo verður eða það er betra að degið fái að jafna sig í ísskáp áður en það er bakað úr því,

 uppskrift af                                      ameriskar pönnukökur

                         3 bollar hveiti

                         2 til 3 msk púðursykur

                         1 og hálf tsk lyftiduft

                         hálf tsk matarsódi

                         3 egg

                         hálfur ltr ab mjólk eða

                         súrmjólk

                         50 gr smjör

byrja að bræða smjörið og kæla það,svo í skál fara egg og ab mjólkin,og pískað saman,lagt svo til hliðar,í aðra skál fara þurefnin,því næst er eggja og ab blöndunni bætt út í og hrært aðeins með skeið ,svo er smjöri bætt út í og deginu komið saman ekki hræra og mikið,því næst er filmu skellt yfir skálina og í ísskáp,því þar inni fær degið að jafna sig og ab mjólkin vinnur á kekkjum sem er örugglega í deginu,annars hrærðirðu of mikið sem er ekkert betra, í klukkutíma vinnur degið og þá er pönnukökupannan hituð og smá feiti á,gott er að nota matskeið og ca tvær sem gera eina pönnuköku,og steikt eins og lummur,þær eiga að lyfta sér og ekkert er betra að þrýsta á þær er búið er að snúa við,þær verða oftast loftkenndar en þjappast sjálfar saman þegar þær fara á disk,

bestar með smjöri og hlynsýrópi LoL 

nú þegar þessu hefur verið rennt niður með ískaldri mjólk þá tökum við okkur til og upp í braut,það tekur okkur um hálftíma að gera okkur klár og koma á staðinn.

eftir hádegi svona upp úr kl hálf þrjú ætlum við að verða klár fyrir bæjarferð þar er okkur boðið í 9 ára afmæli breiðholts frænda,en fyrst að finna gjöf og boðskort í afmæli okkar púka því það er aðeins hálfur mán á milli frændsystkinna,við ætlum að úbýttta boðskortum í þeirra afmæli í þessu afmæli,því flest fólkið þar er boðið.

eigum svo von á að verða komin heim fyrir átta í kvöld.

annars hefur vikan verið ósköp venjuleg,börnin hafa farið í sýnar venjubundnar flensusprautur,skólinn gengur sinn vanagang og vinna bóndans en þar er nóg að gera,svo er fyrra vetrafríið að nálgast og verður það frá og með næsta föstudag og til og með næsta mánudag,það er bara notalegt og gott að geta tekið sér frí,

en það er komin tími á ameriskar

hafið það gott næstu daganna Wink 


tími kerta og kakó að renna upp

ætla púkarnir mínir að verða sannspáir FootinMouth í morgun er við sátum og nutum morgunverðar þá barst talið að nú styttist í 9 ára afmælið og það er greinilegt að dagatalið hefur verið lesið eða smáa letrið sem til greinir hvað gerist vissa daga, og viti menn afmælisdagurinn þeirra er 25 okt en þau vita að fyrsti vetra dagur ber upp á þann dag, það gerist reyndar oft, en umræðan var á þá leið að fyrsti snjórinn kæmi þann dag,kannski fyrir þann dag ,við foreldrarnir litum á hvort annað og sama hugsun laust upp, ææi vonandi ekki snjór strax Undecided

svo ók minn bóndi til sinnar vinnu og við urðum svo samferða í skóla og frúin í ræktina, ekki var langt liðið á æfinguna en mikið úrhellti drundi á stóru glugganna sem þekja einn vegginn í ræktinni sem er á efri hæð í íþróttahúsinu og sundlaugin blasri við,en allt í einu var varla hægt að heyra í tónlistinni því risa hagl skullu á glugganna Angry

jamm þannig byrjaði þessi morgun, síðasti dagur september mánaðar  

annars höfum við haft það fínt þessa daganna, helgin í rólegheit svona framan af,laugardagurinn í slökun ,bóndanum var boðið á sjávarútvegs sýninguna og við höfðum það gott heima,reyndar förum við dóttirinn sú elsta saman í ræktina á laugardögum, en sunnudagurinn var frábær og veðrið líka þá var skellt sér á æfingu í Þorlákshafnar brautina og notið dagsins þar, grjótherinsuð púkabrautin og þau hjóluðu í henni á fjórða tíma,tímavörðurinn og grjóttínarinn,,móðir púkanna passaði upp á að vatn,tímatöku og grjót týnslu, þau eldri og reyndari hjóluðu í stóru brautinni og enduro brautinni, og slatti að fólki kom og hjóluðu þessa helgi, enduðum svo daginn á kaffi og lummum hjá vina og hjólafjölskyldu hér í  bæ Smile

vonandi er veturinn ekki alveg við bæjar dyrnar en haustið er greinilega komiðmeð tilheyrandi roki og rigningu og gangstígar þakin laufum.

njótið vikunar

 


fljótlegur og budduvænn og ótrúlega gott

að hugsa sér hvað hægt er að gera mikinn mat úr litlu,bara að nota hugmyndaflugið og bretta upp ermarnar Wink

hér er uppskrift sem við notum stundum þegar lítið er til og þá verður fín máltíð fyrir fimm manna fjölskyldu,og hér kemur það..

sjóðið það pasta,ca hálfur pakki eða rétt rúmlega það, sem þið eigið,það má líka vera spagetti,sigtið svo vatnið frá,

pískið fjögur egg og það krydd sem ykkyr finnst best út í ásamt smá mjólk,

beikon,pepperoni,eða skinka er steikt á pönnu,en það má alveg bara skella skinku eða pepp í blönduna ef maður vill ekki steikja,

pastað fer svo í eggjablönduna og hrært vel saman,skellt svo í pottinn sem pastað var soðið í og ekki mikinn hita,hrært stöðugt í þar til eggin og pastað eru eitt,

því næst má setja það sem steikt er,,,skinka,pepp eða beikon annað hvort út í eggjapastað eða bera það sér fram,

köld sósa er góð með,okkur finnst piparsósa eða grænmetissósa æðisleg með,og það ferska grænmeti sem til er þá skorið niður og haft með,og ekki skemmir að nota smá ost með,rifinn eða úr krukku,

það tekur mesta lagi hálf tíma að græja þennan góða rétt,

þá er um að gera að prófa Smile

verði ykkur að góðu

 

 


Tilkynning

Að hugsa sér ný talva komin á heimilið,sparnaður samanstendur af flöskum,klinki og ýmsu sem til féll og skundað í Nýherja með 50,000 kallinn og bara fín talva fyrir kallanna Smile

svo að þá er bara að hefja pikk á nýja fyrirbærið,sú gamla komin til ára sinna fyrir LÖNGU síðan,enda orðin mjög gömul miðað við líftíma sem tölvur hafa,8 ára en samt ennþá smá líf sem púkarnir fá að eiga með henni Blush

annar er lifið í Þorlákshöfn bara gott,hér er rólegt og börnin er afskaplega ánægð með þessa rúma níu mánuði sem við erum búin að dvelja hér,en erum nú búin að flytja aftur á milli hús hér,en húsið sem við leigðum var selt,það er víst einhver kippur í sölu hér í bæ,fólkið sem keifti húsið það leigði húsið sem við fengum,en það  er ekki á sölu,við fluttum 22ágúst,við pökkuðum á fjórum dögum og drifum þetta af,við gátum alveg verið þessa þrjá mánuði uppsagnafrestinn en allir voru samm+ala um að drífa þetta bara af,við erum að hugsa um að kaupa hér í bæ ef viðunandi hús finns,

lífið er er sem sagt bara yndislegt,stutt í allt,meira að segja berjaland nánast við bæjardyrnar,púkarnir berja blá flesta daganna LoL og ekkert gengur að tína í fötu en stefnum á að gera enn eina tilraunina á morgun enda veðurspáin fín til berjatýnslu,

fólk er ennþáað spyrja okkur hví í ósköpunum Þorlákshöfn en af hverju ekk,kostirnir er miklu fleiri en ókostirnir,mjög stutt í allt,til dæmis erum við korter í Hveragerði,tuttugu mín til Selfossar og tuttu og fimm mín í bæinn,svo eru þrjá motocross brautir hér í kring,,nánast,, og við erummjög sátt.

húsfreyjan stefni á að blogga reglulega og sinna áhugamálum eins og myndatökum og sanka að sér ýmsum hugmyndum sem festa má á mynd og blogg.

kveð í bili

 


alveg nóg að gera hér á bæ

mars mánuður að verða hálfnaður og árið rétt að byrja,og tíminn líður hratt,eða svo finnst húsfreyjunni Wink það sem af er á árinu þá er ferminginn á næsta leiti og margt búið að gera,til dæmis útbúa boðskortin og koma þeim í póst en bera kort út sem eru hér í bæ,fara í blómaval og velja seréttur,gestabók og sálmabók,láta prenta á allt saman,fara í rekstravörur og fá fullt af pappadúk á rúllu og sprittkerti,hringja og panta fermingatertuna í Kjörís,það er eina tertan sem verður aðkeift Smile húsfreyjan ætlar að útbúa mjög svo girnilega 50 manna tertu úr súkkulaði og hnetum sem er að finna í nýasta gestgjafanum lítur mjög vel út,eigum eftir að fara í Mylluna og ná í frosna ósamansetta kransaköku,það er víst ekkert mál að skella svoleiðis köku saman,í aðalrétt verður matarmikil gúllassúpa borið fram með brauði,smjöri og pestoi,

skór,kjóll og skart allt komið,daman fékk reyndar skartið í afmælisgjöf frá okkur en hún varð 14 ára núna 2 marz,og meira að segja húsfreyjan er búin að bæta enn einu árinu við og er bara sátt með það Joyful

en því miður eru veikindi að setja svip á daglega lífið,fermingadaman er búin að glíma við ógleði síðan í byrjun janúar,og svo fyrir viku þá vaknaði hún með mjög vonda verki við neðsta rifbein hægra megin og leiðir verkurinn niður í fót og stundum upp á milli rifbeinana,verkir stundum svo slæmir að hún á erfitt með gang,strax á fimmtudag fór hún til læknis sem pantaði blóðprufu og skoðaði hana vel,fengum að vita niðurstöður úr því í morgun og þá finnst lækun á enzími í lifur sem er frekar sjaldgjæft það er frekar á hin bógin að enzími hækkar eða stendur í stað,einnig hefur verið verkir í liðum og vöðvum að hrjá hana sem bendir til að hugsanlega er um efnaskiftasjúkdóm að ræða svona við fyrstu rannsókn,við eigum að hitta barnalæknir á föstudaginn sem mun taka áframhaldandi rannsóknir,

daman gat ekki verið í skólanum nema tvo daga í síðuastu viku en fór í gær og í morgun,hún kom heim í hádeginu í dag,alveg búin á því,mikil vanlíðan hjá svona d0mu sem finnst erfiðast að geta ekki stundað skólann og íþróttirnar sem hún hreinlega lifir fyrir,

stærðfræði er hennar uppáhaldsfag og í síðustu viku fékk hún erfiðari stærðfræðibók sem hún hlakkar mikið til að glíma við,hún er byrjuð á bókinni og er ekki leiðinlegt að glíma við erfiðar þrautir,hún ætlaði á stóru stærfræðikeppnina síðasta föstudag en varð að vera heima Frown hún er búin að vera að taka bólgu og verkjastillandi sem hefur virkað nokkuð vel þar til í gær þá var lítið virkni og eins í dag,svo hún liggur bara í sófanum ásamt systkynum sínum og láta fara vel um sig,

stráksi varð lasin í gær,þegar taekwondo tímanum lauk um kl fjögur og hann komin heim var hann að tala um höfuðverk og röddin eitthvað skrítin,hann mældur þrátt fyrir að ennið hans virtist mátulega heitt,og hann komin með 39 stiga hita,og ljótur hvell hósti,hann fékk hitalækandi og hóstastillandi og kúrði sig undir teppi,svo í nótt kl rúmlega eitt vaknaði hann grátandi og í hóstakasti og um leið vaknaði mamman hans,stráksi orðin sjóðandi heitur,aftur hitalækandi og hóstastillandi,kaldur poki á ennið og kúrði í mömmu fangi þar til hann sofnaði,við kúrðum saman í hans rúmi,sem er ekkert þægilegt fyrir auman skrokk en hvað gerir mamma ekki fyrir lasin strák,

hann svaf til hálf átta og var ágætur að hans sögn,var samt alveg til í að kúra undir teppi,eftir að húsfreyjan hafði drifið að koma litlu dömunni í skólann og vildi vera komin heim áður en stóra daman  færi,bóndinn hjólaði i vinnuna á sama tíma,

við tók smá kúr saman og hann gat borðað ristað brauð og drakk trópí,lýsið og vitamínið fór sömu leið,upp úr kl tíu var hann farin að finna fyrir aukinni vanlíðan og hann mældur,hitinn komin í 38 og höfuðverkur að aukast,aftur lyf og hann kúrði áfram,tók bílakassann sinn upp í sófa og dundaði sig þar heillengi Smile

nú eru börnin að hafa það notalegt og Harrý Potter mynd í videotækinu

húsfreyjan ætlar að gera eitthvað af húsverkum og hjúkra lösnum 

heyrumst síðar 

 


loksins eitthvað að gerast

jæja þá er að gera bloggtilraun,ekkert hefur gengið að vista og birta færslur,einhver tölvuóheppni eða eitthvað gerist þegar langt hefur gengið með skrifin en þá bara allt horfið Angry þá er að anda inn og anda út og gera aftur tilraun,jamm gerði það en aftur og aftur þurkast allt út svo að bloggið var fryst af húsfreyjunni nenni ekki að eiða tíma í rugl,

en ok nú á að gera tilraun eftir langt hlé Wink

síðustu vikur eftir Glasgow ferðina sem var já nokkuð gaman þrátt fyrir ýmis skakkaföll þá var rútínan komin á fullt strax eftir heimkomuna,skólinn og æfingar hjá krökkunum,foreldraviðtöl og gengur öllum vel í skólanum,elsta dóttirin glímir enn við meiðsli eftir biltuna á Akureyri í byrjun ágúst er hjá sjúkraþjálfara en er allt að koma hjá henni,við mæðgur skelltum okkur á fría yoga tíma hjá Kötu í Hópsnesinu fyrir jólin sem gerði okkur bara gott Smile

við erum að hugsa um að skella okkur á námskeið sem fyrst,þetta eru frábærar æfingar fyrir alla og sérstaklega fyrir þá sem vaxa hratt og eru á fullu í alskonar hreifingum,mælum með róandi og ótrúlega virkum æfingum,

stráksi okkar var óheppinn fyrir fimm vikum hann var á fótboltaæfingu og var felldur hann kendi til í hægri hendi en var svo ekkert að kvarta neitt,við sáum að það hefði aðeins bólgnað,kældum og bundum um úlnið,hanna hélt áfram að gera allt sem hann er vanur að gera,

ekki búið ennþá því að þremur vikum upp á dag var hann aftur feldur á fótboltaæfingu og þá var þetta miklu verra,Beggi í Hópinu skellti kælipoka og batt um,við komum að ná í stráksa,bóndinn fór með hann á slysó,og hann myndaður og þá kom í ljós þriggja vikna brot sem brotnaði aftur,pipur frá olnboga og niður höfðu brotnað,stráksi gifsaður og átti að koma aftur í morgun,í millitíðinni tók hann Taekwondo gula rönd próf og stóðst það með glans

hann var svo glaður því lengi höfðu þau systkin beðið eftir þessu prófi,systir hans tók prófið líka og var með bestu einkun og fékk smá aukaverðlaun.

ok við mættum í morgun og gifsið tekið af,ekkert smá erfitt að saga það af og ekki ein sprunga í því, og hendinn vel bólgin og marinn,myndaður aftur og annar læknir sá myndirnar,hann var ekki bjatrsýn,aftur í gifs,meiri skekkja og vildi að barnabæklunarsérfræðingur skoðaði myndirnar og á morgun munum við fá hringingu og þá kemur í ljós hvort stráksi fari í aðgerð sem eru meiri líkur en minna,þessi læknir sagði að báðar pípurnar hefðu brotnað fyrir fimm vikum en svo hefði önnur brotnað aftur fyrir tveimur vikum en það hefði hinn læknirinn ekki sagt okkur.

sem sagt dökkt útlit fyrir orkuboltann okkar Frown

og ekki batnaði líðan hans í hádeginu þegar bóndinn kom heim og sagði að ruglingur hefði átt sé rstað þegar við pöntuðum bústaðinn um áramótin,fleiri en við voru bókuð og ruglingur,stráksi grétt og grét,það má ekki svíkja loforð sagði hann og við erum í öngum okkar yfir þessu,þau lifa fyrir það að komast í bústað,okkur finnst það yndislegt að komast í kyrðina,

en svo komu líka góðar fréttir,elsta daman okkar er boðuð í Hópskólann á gamlársdag og tekur þar á móti viðurkenningu fyrir hennar sport,motocrossið,Smile hún er svo glöð og hún losnaði líka við spangirnar í efri góm í morgun.

vonandi rætist úr þessu með áramótin,og stráksi þurfi vonandi ekki að fara í aðgerð en ef a'ð henni verður þá verða pípurnar brotnar upp og plata sett til að rétt úr,heljarinnar aðgerð,

en jæja þá er að vista og vona að það gerist eitthvað jákvætt,

heyrumst síðar

 


afmæli og afmæli

jæja þá hafa púkarnir bætt við sig einu ári til viðbótar og erum orðin 7 ára,og húllumhæ.við ræddum það daganna fyrir afmælisdaginn hvort það ætti að halda bekkjarafmæli og þau höfðu farið í nokkur svoleiðis afmæli og fundist oft gaman en líka oft mikil læti,en svo var ákveðið að halda eitt og varð pizza islandia fyrir valinu,,okkar heimili er það lítið að það hefði ekki gengið upp að hafa hér 17 börn,,

en jæja föstudagurinn 26 okt var valin og kl fimm mættu krakkarnir reyndar buðu þau vinkonu úr 3 bekk og frænda úr öðrum bekk sem er jafnaldi þeirra,,samtals 19 börn,,eldri systir þeirra og tvær vinkonur hennar buðust til að aðstoða og voru búnar að græja leiki og hafa eina mynd,

það fór allt úr böndunum Frown mikil læti og erfitt að ráða við fjörið,bóndinn kom og aðstoðaði og fannst honum meira en nóg,pizzur og gos rann fljótt í mannskapinn og gerðar tilraunir með leiki og myndina,ís pinnar í eftirrétt,afmælið búið kl sjö og voru okkar púkar frekar lúnir eftir atburði dagsins Sideways varla þrek til að opna gjafir þegar heim var komið.

voru sofnuð fyrir kl hálf níu,

laugardagurinn byrjaði snemma og fjölskyldu afmæli í vændum þann daginn,húsfreyjan hafði bakað afmælisköku kvöldið áður og nú var bara að gera tilraunasúpuna sem mallaði fram að afmæli kl tvö,hún heppnaðist bara vel og allir gátu borðað sig sadda og smábrauð og ísl smjör með Smile

fullt af gjöfum og peningarnir streymdu inn,eftir þessa tvo afmælisdaga og sunnudagurinn rann upp og motocross æfing í motomos kl eitt,við vorum mætt á slaginu og var frekar kallt en sól og smá vindur,stráksi hjólaði mikið og systir hans dundaði við leik úti,moso fjölskyldan kom og er stráksi þeirra komin á hjól og voru þeir bara flottir á planinu Cool

komum heim upp úr kl sex eftir fína helgi og annasama,

þessi vika hefur farið í undirbúning fyrir fjölskylduna,húsfreyjanfer til Glasgow núna á fimmtudagsmorgun eldsnemma,bakaði slatta í gær og eldaði kjötbollur sem eru í frystir ásamt bakkelsinu,svo að ekki verða þau matarlaus, kjúkklingur verður foreldaður á morgun og hann hafður síðar í vikunni,allir bara sáttir og bóndinn ætlar að taka sér vetrafrí þessa tvo virku daga sem hann verður að koma börnum í skóla og æfingar ásamt lærdómi,tekur svo að sér að gera innkaup og huga að heimili á meðan húsfreyjan skemmtir sér útlöndum Joyful ekki skemmir það að helgin verður löng næst,engin skóli fyrr en á miðvikudag og gleði í vændum.

börnin búin að ráðstafa afmælispeningum,,mamma þeirra var beðin um að versla eitthvað fínt dót Woundering er ekki hægt að fá eitthvað fyrir sitt hvorn 13500 kr,held það bara, annars er alltaf hægt að geyma afganginn og eiga þar til síðar,jamm fullt af peningum sem þau fengu og í gríni þá sögðum við foreldrarnir að þau væru búin að borga rúmlega afmælin þau voru alveg sátt við það já okei sögðu þau bara Smile brosandi,foreldrarnir voru bara hissa og leiðréttu þau svo.

en jæja það er víst komin tími á að hætta í dag,veit ekki hvort það komi færsla fyrr en eftir Glasgow

en segi bara þá 

það verður fjör og gaman


haust með tilheyrandi roki ekkert spennandi við það

fín vika og fín helgi að baki,við gerðum ýmislegt til skemmtunar,vikan endaði á heilsugæslustöðinni,flensusprautan árlega að hausti á börnunum var framkvæmd,komum heim og höfðum það notalegt,laugardagurinn rann upp snemma hér og kúrt við barnaefnið,svo tók við heimalærdómur lesið og reiknað,skiftum okkur niður með börnin og gengur það fyrirkomulag vel,þau kláruðu næstum allt,ekkert spennandi veður og bara dúllast heima það sem eftir var dagsins,með vöfflur í kaffitímanum ásamt sultu og rjóma Joyful,sunnudagurinn planaður og mikil tilhlökkun og spenningur,fyrst eftir barnaefnið þá kláruðu börnin að læra og fengum okkur hádegismat, vorum búin að plana æfingu í motomos og  þetta líka flotta veður,hittum mæðgurnar úr mosó alltaf gaman að sjá þær Smile

stráksi á barnabrautina og stóð sig með príði,fékk smá leiðbeiningar frá þjálfara Gyðu Daggar og fannst það ekkert leiðinlegt,og ekki verra að fá að hafa myndavélina á hjálmnum,stráksi í skýunum.

það var búið að bjóða okkur í barnaafmæli í Breiðholtið,góð súpa og kaka í boði,vorum komin heim kl sjö.eftir góðan dag,ætlum að eiga góða viku og njóta ,,vonandi ekki rok,, haustsins,

erum búin að plana afmæli púkanna og eru boðskort tilbúin til afhendingar,stittist í að þau verða borin út,

en kvöldmatur bíður okkar,

kv húsfreyjan 


Hugleiðing,eins og ég er

                                                            MINN RÉTTUR

ég hef rétt 

ég hef rétt á virðingu

ég hef rétt á að tjá mig

ég hef rétt til að segja nei

ég hef rétt á að láta ekki ráðskast með mig

ég hef rétt á að skoðanir mínar fái hlustun

ég hef rétt sömu laun og karlmaðurinn sem vinnur sömu vinnu og ég

ég hef rétt á að vera frjáls

ég hef rétt á að vera viðurkennd

ég hef rétt til menntunar

ég hef rétt  á hamingju

ég hef rétt til að segja

                                        allt í lagi,ég er kannski ekki eins sjálfsörugg og

                                        ég ætti að vera en ég er bara eins og ég er,

 

 gæti bætt miklu meira við en mark mitt í lífinu er að láta mér líða vel og njóta með fjölskyldu minni


Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

280 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband