mamma mig langar að fara á spítala og verða veikur

kl 6,45 hringdi klukkan í morgun og húsfreyjan skrönglaðist á fætur,og nokkuð þreitt enda hafði s,l. nótt ekki mikið sofið en þá nótt upp úr kl þrjú vaknaði húsfreyjan með slatta af verkjum þá var bara farið eftir fyrirmælum læknis og  tekið rölt um íbúðina,settist svo niður og skrifaði síðustu hugleiðingu og ritaði vinkonu bréf,en já hafragrautur  eldaður og börnin skriðu fram eitt af öðru og litla daman bara hress,ætlaði sko í leikskólann W00t og bróðir hennar var nokkuð rólegri og tók sinn morgunmat bara rólega ásamt eldri systur sinni,bóndinn sömuleiðis sifjaður en það leið ekki á löngu að allir nema húsfreyjan höfðu komið sér í fataleppa og haldið út,húsfreyjan eiginlega öfundaði fólkið að geta skellt sér út í rokið og rigninguna,en hún ákvað að taka smá lúr en sá lúr varði til kl að verða hálf tólf Smile

ekki slæmt það

þegar púkar komu heim eftir leikskóla þá var stráksi nokkuð leiður honum langaði að vera líka á spítala og vildi fá að verða veikur,,, þegar fjölskyldan kom í heimsókn á spítalann þá var að sjálfsögðu margt þar mjög spennandi,,, og viti menn stráksi fékk hita 39 og varð slappur,hann fékk hitalækandi og laumaði sér í ból foreldra sinna,eftir að hafa aðeins rökrætt við mömmu sína afhverju hann færi ekki á spítala Crying ekki mikil orka í rökræður,en litla systir hans skellti sér í sturtubað og lék sér þar í góðan tíma,stráksi hraut í klukkutíma og varð bara hress eftir svefninn,

elsta dóttirin fór á fótboltaæfingu og vinkona hennar kom svo með henni heim,þær eru mikið að búa til dansa og svo fá foreldrar að sjá afraksturinn sem eru bara flott hjá stelpunum þó svo ýmislegt fyndið og þær hlæja mikið og skemmta sér við dans og musik LoL

húsfreyjan fékk skemmtilega hringingu frá vinkonu sem býr úti á landsbygðinni og áttum við tal saman á meðan kvöldmaturinn var eldaður ummm gott stroganoff með nýjum karteflum og fersku grænmeti,

bóndinn og elsta dóttirin fóru á boxæfingu kl átta og púkarnir tóku til í sínu herbergi,,,sem er orðið ekkert vandamál lengur það er bara ekkert sniðugt þegar dótið er sett í stórann ruslapoka og önnur börn geta fengið pokann Angry ,,, þá er betra að drífa þetta af svo er ekki lengur allt dótið út um allt það er búið að minka það mikið og ekki lengur lengi að taka saman,

púkar fóru klukkutíma seinna að sofa en venja er sem er rúmlega hálf átta,það er gott að fá sögu fyrir svefn og við lásum langa sögu í kvöld og eru myndir skoðaðar líka og pælt og skoðað,já notaleg stund sem við reynum eftir bestu getu að eiga saman eins oft og hægt er,ekki hafa mörg kvöld frá fæðingu tvíburapúkanna að lestur hefur ekki farið fram enda hefur stóra systir þeirra átt flest kvöld með okkur sem lestur eru gerð góð skil fyri svefn,nú les hún oft fyrir systkin sín og oft lesum við foreldrarnir,þetta er Joyful stund saman

litla systir á snæfellsnesi hringdi og það var frábært að heyra í henni,henni líður vel,er ennþá með vinnu og brjálað að gera,hún er að læra að prjóna og er farin á fullt í heilsuátak,hún er reindar mjög meðvituð um heilsu og er búin að vera að prófa sig áfram,svo finnst henni gott að fá ráð frá okkur í sambandi við margt já hún hefur ávalt spjarað sig og er harðdugleg og á hellings lífsreinslu miðað við ungan aldur,það er gott að eiga hana að Heart

en jæja ætli það sé ekki komin tími á að loka bloggfærslu dagsins svo er spennandi fræðslu mynd á ruv mynd um rjúpuna

hafið það sem allra best,njótið lífsins og njótið þess að vera saman,það er líka gott að slá á þráðin til vinkonu,vinar eða fjölskyldu 

húsfreyja bíður góða nótt  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líka rosalega gott að eiga ykkur að :)

Kristín Bessa (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 19:45

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

            til þín frá okkur

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 2.11.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband