17.8.2009 | 11:15
frábært hnátumót,,,,,,,,,,,þreitt útilega
húsfreyjan heilsar nokkuð lúin eftir atburði helgarinnar,laugardagurinn byrjaði vel og veðrið var alveg frábært fyrir stelpurnar sem spiluðu til úrslita,við vorum mætt á tilsettum tíma og þar ríkti mikil tilhlökkun þegar stelpurnar hittust fyrir fyrsta leik,svo þegar hann byrjaði þá voru okkar púkar ekki á því að vera með okkur á hliðar línunni svo að það kom í hlut mömmunar að fara með þau afsíðis og bíða af sér leikinn sem var víst stórkostlegur og sigruðu okkar stelpur 3,1 og daman okkar skorðai eitt mark í þeim leik og lagði upp eitt mark en jæja næsti leikur var hálftíma eftir að fyrsta leik lauk,og við gerum aftur tilraun með að hafa púkanna hjá okkur en það er víst ekki mjög vinsælt að hafa fleiri en leikmenn á vellinum sem eiga að spila leikinn svo að móðirin fór aftur afsíðis með púkann en bóndinn kom þegar fyrri hálfleikur lauk og skifti við konu sína,sá leikur endaði með öðrum sigri okkar stelpna 2,0 og skoraði okkar stelpa bæði mörkin nú síðasti leikur byrjaði tíu mín í tólf og þær sigruðu þann leik 4,1 og voru þær þreyttar enda stíft spilað,daman okkar hefur verið með meiðsli fyrir neðan hægra hnéð og hún þrjóskaðist við og kláraði,Pálmar skifti þó henni út tvisvar til að hlífa henni því þó að það sé gaman að spila þá þarf að taka tilitt til annara þátta eins og meiðsli og þá er líka gott að hlusta á sinn þjálfara já okkar stelpur eru íslandsmeistar í sýnum flokki.er nokkuð hægt annað en að vera mikið montinn hehe
við lögðum svo af stað á ættarmótið og vorum ca einn og hálfann tíma að renna þangað,þar voru margir sem voru í ferð þegar við komum,við tjölduðum hýsinu og komum okkur vel fyrir,fólkið týndist til baka og þá kom að því að heilsa og segja svona stuttlega frá hvaða manna við fylgdum með,allir fengu nafnspjald,sem voru mjög stutt á peysum púkanna okkar,hóað í leiki en húsfreyjan tók ekki þátt í hlaupaleikjunum,fór þess í stað að undirbúa grill og þess háttar,það hafði spurts út afrekin af mótinu og hafði afi dömunar sagt stoltur frá og þá var daman spurð og gullið skoðað og mikið var feimin dama glöð þegar því lauk svona að mestu en svona við og við var spurt um mótið,daman er nokkuð hlédræg og feimin
við sáum það fljótlega að púkarnir sem voru mikið önnum kafin að þau yrðu ekki við inniborðhaldið,svo að þau fengu sinn kvöldmat upp úr kl átta og að því loknu þá tók móðir þeirra við þeim og fórum við í skemmtilegan leik í hýsinu og einmitt þegar þau voru komin í pokanna sína upp úr kl níu þá fóru allir að borða en við höfðum það náðugt og lásum kvöldsöguna og sofnuðum vært öll þrjú
húsfreyjan var steinsofandi þegar bóndinn og hans litla breiðholtssystir læddust inn og vöktu hana og vildu ólm fá hana með inn og það þýddi ekkert að mótmæla,og það var passað upp á að hún færi nú ekkert og henni skeinkað kaldur bjór sem hún hafði það af að drekka tvo þar til hún fékk leifi til að leggjast aftur til svefns rúmlega tvö,
púkarnir eru ekki beint útilegu hæf eftir þetta sumar,það er stöðugt verið að passa upp á að eigur annara sem eru á staðnumhaldist heilt og fái að hafa sitt í lagi,auðvitað er allt svona forvitnilegt,svona eins og sprauta úr slökkvitækjum,pílur úr dekkjum tekin,ásamt þessu vanalega hælar tekknir upp,bílar skoðaðir og athugað hvort það væri hægt að komast inn í þá,baðað sig upp úr ísköldum lækjarsprænum,gaskútar og grill er spennandi og það gerðist það að þegar átti að snúa við steik á grilli þá var búið að skrúfa fyrir gasið og steikin köld
það beindist fljótt grunur hver hafði verið þar að verki,
já og eldsnemma í gærmorgun þá vöknuðu púkarnir og vöktu allavega hálf tjaldstæðið með bóndinn segir að útileguloftið sé að gera þeim extra gott,og það fylgdi í kjölfarið svona þegar leið á morgunin of mikil læti og enga hlíðni hjá þeim að móðir þeirra varð brjál og þá vöknuðu örugglega restin af fólkinu,
jamm og jamm við yfirgáfum svæðið og vorum í samfloti breiðholtsfjölskyldunnar og komum þar við og ræddum komandi,, Dannmerkurferðar,,og mjög lúnir foreldrar sofnuðu snemma í gærkveldi.
það var erfitt að vakna í morgun en engin klukka var stillt enda ekki stólað á að mæta á slaginu átta í leikskólann,svo er búið að vera rólegt hjá húsfreyju,búið að setja í þvottavél og uppþvottavél,ætla svo að hafa það notalegt í dag vona að púkarnir hafi fengið útrás um helgina,en allavega eru útileguferðum lokið þetta sumar,en við eigum eftir að fara dagsferð í berjamó og tína helling fyrir komadi vetur
hafið það sem allra best
kv frá þreyttri húsfreyju
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ha ha ha - púkum þykir greinilega afar gaman í útilegum En til hamingju með íslandsmeistarann , ekkert smá flott og gaman. Það er skylda að vera afar montin mamma við svona aðstæður.
Húsmóðir, 18.8.2009 kl. 11:23
takk svo er verið að æfa og æfa fyrir afmælismót sem verður næstu helgi í borginni,
og að sjálfsögðu ætlar hnátan að keppa
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 18.8.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.