lasnir púkar og eru ekkert að skána

þá er þriðji innidagur púkanna vegna veikinda Frown og mikið óskaplega langar þeim að fara út að leika og fara á leikskólann,en það verður að bíða og einhvernveginn fellur sá grunur að þessi vika fari í að þau verði heima,og veðrið er yndislegt og ekki mikið hægt að njóta þess,en sumarið er vonandi rétt að byrja og við horfum bjartsýn Cool á næstu vikur,

á morgnanna fara púkarnir í gufubað til að losa um allt sem er grjóthart,fast og grænt á nefinu og út á kinnar,og það líkar þeim vel,svo er matarlistin bara nokkuð góð ennþá,elsta dóttirin er nokkuð hress en á í vanda með vaxtaverki og mikið er að togna úr henni ásamt öðrum líkamsbreytingum og er hún eitthvað að Woundering hugsa um þetta allt saman og veit að það má alveg spjalla um það sem henni langar að vita,

við hjónin spjöllum um allt milli himins og jarðar og fyrir stuttu erum við að spjalla um breytta lífshætti frá því er við vorum börn,ekki svo ýkja langt síðan eða hvað Errm en hvað gerir það að verkum að börn í dag og margt fullorðið fólk er í svona mikilli yfirvigt ? er það kannski svo mikill hraði á öllu ásamt breyttum lífsgæðum og áheyrslum að heimilið fer oft forgörðum ásamt fjölskyldunni ? fólk svo yfirkeyrt að það grípur það þægilegasta og fljótlegasta ? börn með lykla um hálsin og verða að bjarga sér sjálf mest allan daginn þegar engin skóli er ? ekki það að þau hafi gott af því að getað bjargað sér en spuriningin er sú,hvað er til handa því þegar heim er komið eða taka með sér ? það er ekki mikið mál að útbúa holt og fljótlegt til að taka með sér og hafa heima, hverju nennum við eða gefum okkur tíma ? en ekkert að því að stundum er breytt út af vananum,það er mjög gaman að gera saman mat og baka Joyful

þegar við vorum að alast upp þá var ávalt heimatilbúin matur á kvöldin og oftast í hádegi og meira að segja stundum grautar eða súpur í eftir rétt,svo var mikið bakað,notast við það sem náttúran gefur eins og berin,fjallagrös,og matjurtargarður í garðinum,farið að veiða í vötnum og svo framvegis.

áhyggjulaus voru börnin úti að leika sér,komu inn þegar þau voru svöng,og ýmislegt brallað W00t og skoðað,sem í dag væri bara nánast lífshættulegt að kanna ,já börnin á hreifingu og borðuðu venjulegan heimilismat,en gaman að fá ýmsar nýjungar í mat,ávöxtum og grænmeti en sumt eða margt er löngu komið út í öfgar,litlu krílin sem byrja að borða að þá er pakka og krukkumatur og ekki gefa t,d. fisk og skyr og ýmislegt annað en það hefur nú ekki skaðað húsfreyjuna og hennar systur og fullt af öðru fólki,börnin okkar hafa fengið að smakka venjulegan heimilismat en bara lítið í einu,og ekki hafa þau hlotið skaða af og oft var talað um að það mætti ekki þegar farið var með þau í reglubundnar skoðanir,en margt fólk gerir það sem það getur og margt fólk hefur ekki mikið um að velja,

og þegar ferðalögin eru farin þá var bara haft bretti og hníf og skorið niður í bílnum ýmislegt grænmeti,ávexti og gefið skyr ásamt smurðu brauði með ýmsu áleggi,það er ekkert mikið mál ef nennirinn er fyrir hendi að útbúa gott nesti.

það er líka gott að hafa í litlum boxum eða poku,blandað saman rúsinum og cheeriosi og í öðru boxi ber og epli Wink

jamm ýmislegt rætt um og pælt fram og til baka hér á bæ

en að öðru leiti hefur dagurinn í dag bara gengið sinn vanagang,snýtt og huggað, bakað bananabrauð,tebollur og skúffukaka,sett í þvottavél og hengt út,farið í boltaleiki hér á ,stóra ganginum, lesin saga,litað og teiknað,setið saman við eldhúsborðið og smakkað á nýbökuðu bakkelsi og haft gaman af ,

svo er eldaður kvöldmatur og í boði var steiktur fiskur ásamt karteflum og fersku grænmeti og tómatsós,börnin lúin upp úr kl sjö og þá háttað og hiti mældur,stílar gefnir og hóstasaft,lesin kvöldsagan og í bólið rétt rúmlega hálf átta, bóndinn á áframhaldandi námskeið á vegum björgunarsveitarinnar,elsta dóttirin er úti að leika og er boðin gisting hjá vinkonu,og í dag þegar fótboltaæfingin var þá kom í heimsókn landsliðs þjálfari stelpnanna ásamt tveimur stelpum úr landsliðinu og það var víst mjög gaman .

en nú er komið að leiðarlokum í kvöld, njótið kvöldsins og Sleeping vel í nótt

kv húsfreyjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

Hæ skvís - var heima með veikan gemling í dag en fer í vinnu á morgun ( stefnir allavega allt í það )  - kíki á þig við fyrsta tækifæri.

Húsmóðir, 11.6.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

ójá við sjáumst fljótlega,við erum svo ungar og eigum hellings tíma til að hittast

kv úr neðri byggð

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 12.6.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband