24.5.2009 | 21:52
fótboltamót og brosandi fréttir
helgin að kveðja okkur og ávalt nóg að gera,nú laugardagurinn ásamt hressandi útiveru og breiðholtsfjölskyldan kom eftir hádegi,og dvöldu hjá okkur fram á kvöld,kallarnir að gera jeppa kláran fyrir skoðun og við konurnar sáum um börn og kvöldmat og gisti dóttirin hjá okkur,
dagurinn í dag var nokkuð fjörugur,fótboltamót í Fífunni í Kópavoginum og voru þar 6 flokkur stelpna,við mættum kl hálf tólf og var fyrsti leikur korter yfir tólf,mikið fjör og mikið gaman,Gyða Dögg var í b liði og gerðu eitt jafntefli og unnu tvo leiki,já glæsilegt hjá stelpunum öllum,við vorum komin heim kl hálf þrjú,nú bóndinn var heima með púkanna og tóku þau hjólatúr alla leið upp á skipastíginn,eftir að hafa horft á formulu,fengið sér að borða þá var hjólað heim og voru þau ekki lengi en voru orðin mjög lúin um kl hálf fjögur og tóku hálftíma blund,
við foreldrarnir fórum ein í búðina en það gerist mjög sjaldan enda vorum við endalaust að snúast í hringi og ath með púkanna sem voru í góðu yfirlæti heima með stóru systur,hittum vinkonu í búðinni og kannaðist hún við vandræðalega foreldra í leit af púkum,
síðasta vikan í skólanum að renna upp og eru tveir hefðbundnir skóladagar en rest svona hitt og þetta,
fréttir
já húsfreyjan heldur áfram að leita eftir brosandi fréttum
kreppudrottnigin Lára Ómarsd hélt kreppuútgáfu í vikunni og bauð upp á sprite og beljuvín í kreppuhófi, bókin hennar Hasýni og hamingja og hefur sú bók fengið góðar viðtökur,já það væri gaman að glugga í þá bók
og aðeins um eurovision,lagahöfundur er að vonum mjög brosandi enda stoppar síminn hjá honum ekki og mikið spurt og spjallað,ekki amalegt að fá jákvætt hugarfar til íslendinga á þessum tíma,vonandi veitir þetta á gott,og Jóhanna gerir það áfram gott og stórtónleikar hjá henni á næstunni
góð grein í aukablaði um heilsu en þar er smá viðtal við foreldra ungrar stúlku sem greindist með ódæmigerða einhverfu og að sögn lækna var stúlkunni ekki gefin mikil von um bata,en eins og svo oft með dugmikla foreldra þá fundu þau læknir í næringafræði og taugasjúkdómum og tóku upp breitt matarræði og stúlkan gjörbreyttist,já svona viðtöl fær mann til að staldra aðeins við og hugsa hvað við höfum það gott,og svona dugmikið fólk á mikin heiður skilið
velferðasjóður barna styður fátæk börn á námskeið í sumar það mættu fleiri taka þetta félag til fyrirmynda og stiðja við bakið við fjölskyldum í vanda,
dúxaði í kvennó og ekkert smá einkannir,og er á fullu í íþróttum og spilar á píanó,glæsilegt hjá ungri snót,
girnileg heilsíðuauglýsing af Elvishamborgara og það er Holtakjúkklingar sem gefa okkur uppskrift,endilega að prófa og njóta,
aukablað um ferðalög í helgarfréttablaðinu,þar eru myndir af íslenskri sumarblíðu,fallegar myndir,
og þar er einnig myndir undir fyrirsögninni Einu sinni var,gamlar myndir úr borginni,ekki laust fyrir að húsfreyjan gleymdi sér aðeins og hugsaði langt aftur í tímann þegar hlutirnir voru eitthvað svo miklu einfaldari þá,
svo er fastur liður hjá húsfreyju að lesa bakþanka í fréttablaðinu og teiknimyndirnar sem vekja nær oftast hlátur,
hafið það sem allra best í komandi viku
húsfreyjan sendi ykkur
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir símtalið í dag...ég sá alveg púkaglottið á litla grallaranum mínum í gegnum símann í dag þegar þú sagðir "Ásta" haha hann getur ekki leynt þessu..
hlakka til að fá ykkur í kaffi
kv flakka frænka
Ásta Björk Hermannsdóttir, 25.5.2009 kl. 23:55
takk sömuleiðis fyrir símtalið,ef eitthvað er þá eflist grallarinn meir og meir og það er bara gaman,reyndar eru þau systkynin miklir púkar
kv nágranna frænka
hlökkum til að hittast aftur,það verður örugglega mikið
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 27.5.2009 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.