21.5.2009 | 15:33
það er komið sumar,eurovision,jöklaferð og ...........
af nógu er að taka en það er jú búið að vera helling að gera síðan síðast,nú s,l. laugardag þá var okkur boðin gisting hjá breiðholtsfjölskyldunni og það var bara fínt,eurovision veisla með grilli og eftirréttum,nú krílin voru orðin mjög lúin og sofnuðu kl hálf níu það kvöld enda búin að vera úti og svo var sólin að baka okkur.
sunnudagurinn rann upp og þvílík blíðan ið vorum búin að ákveða að fara á Langjökul og í för með okkur ásamt breiðholtsfjölskyldunni voru hjónin frá Danmöru eða réttara sagt systir bóndans og maður hennar,þau eru búin að fjárfesta í fjallabíl, við erum búin að fara nokkrar ferðir á jökulinn en aldrei í eins góðu veðri eins og þennan dag,fórum að Þursaborgum og tók sú ferð á jöklinum fjóra tíma fyrir utan að fara að jöklinum og frá til borgarinnar,já heill dagur í paradís,húsfreyjan bíður eftir að bóndinn gefi sér tíma til að setja myndir inn á bloggið svo þið sjáið alla þessa dýrð sem við erum að upplifa og vonandi fleiri myndir þegar ferðir verða farnar í sumar,
já sumarið það er komið
okkur er farið að hlakka mikið til að fara ferðir með tjaldvagninn bæði á láglendi og hálendið,við vitum um marga fallega staði sem við ætlum að endurnýja kynni við og eru fjölskylduvænir staðir,
mánudagurinn rann upp bjartur og sólríkur,börnin voru mjög spennt að komast út og á leikskólann,elsta dóttirinn er mikið farin að hlakka til þegar skóla líkur en sem betur fer þá eru nú ekki margir kennsludagar eftir,
húsfreyjan hefur það sem er af vikunar verið að lækna stússast og endurnýja vottorð vegna örorkumats og er loksins búið að vinna úr þessu og fer allt í póst á morgun,
en mánudagurinn var nokkuð öðruvísi en ráðgert var,eða seinniparturinn sem búið var að ráðstafa á námskeið hjá Sollu hjá himneskt hollustu,en húsfreyjan fékk í afmælisgjöf frá vinkonu og ætluðum við heldur betur að njóta þess og var okkur mikið búið að hlakka til,við lögðum af stað kl hálf fimm en námskeiðið átti að byrja kl tíu mín í sex,og áttum við að ,,,mæta samkvæmt lesningu tölvupósts frá Sollu,,, sem vinkona fékk,að hittast við grænmetistorg í Hagkaup í Kringlu,
og við áttum rúman hálftíma fyrir okkur í skoðunarferð í kringlunni og ekki leiðinlegt það,og mjög broslegt atvik átti sér stað í verslun sem við fórum í,en þar er rúllustigi en engar tröppur og komumst við klakklaust á efri hæð í þessari verslun en svo átti að fara niður og fer vinkonan af stað en húsfreyjan leggur ekki í rúllustigann,,finnst hann fara full hratt niður,, og vinkonan byrjar að hlaupa rúllustigann upp sem var alveg rosalega fyndið
en upp komst hún og bíður húsfreyju arm sinn svo leggjum við í stigann og komumst klakklaust niður á neðri hæð í hláturskasti,það hefði verið saga til næsta bæjar að fertug kona hefði mist af námskeiði vegna þess að hún var föst á efri hæð í verslun og komst ekki niður stigann,ástæðan er reyndar sú að fóturinn sem er byrjað að lappa upp á á til að kikkna og það hefði ekki verið alveg óskandi að rúlla í orðsins fyrstu merkingu niður rúllustigann,en við bara gerðum gaman úr þessu,
við drifum okkur að grænmetistorginu og biðum og biðum og biðum,en ekkert gerðist,vinkonan farin að stressast nokkuð og byrjaði að leita sér upplýsingar og örkuðum við um næstum alla kringluna en enginn vissi neitt,vinkonan fór meira að segja að leita upplýsinga á tölvu en ekkert gerðist,og rúmur hálftími síðan námskeiðið byrjaði,
vinkonan um hvort hún hafi ekki tekið rétt eftir þegar hún las póstinn en var nánast handviss að mæting í Hagkaup,
en við ákvöðum að að láta þetta ekki spilla fyrir okkur og í staðinn fórum við út að borða á nýjum stað sem er Nepalskur og er á laugarveginum,staðurinn er lítill en mjög notalegur og fjölskylduvænn,íslenskt hráefni en nepalskur matreiddur,og matseðilinn góður og girnlegur og ekki þungur fyrir budduna,við vorum alveg rosalega ánægðar með kvöldið,borðuðum góðan mat og spjölluðum mikið,
já velheppnað kvöld enda konur , flestar já og líka sumir karlmenn , sem eru með þá eiginleika að gefast ekki upp og gera gott úr því sem komið er,
svo er bara vikan langt komin og frídagur í dag og á morgun í skólanum,næstkomandi sunnudag er Faxaflóamótið í fótbolta hjá 6 flokki og ætlunin er að fara þangað,mæting fyrir kl tólf og eru nokkrir leikir spilaðir,mikil tilhlökkun er á heimilinu,frjáls mæting var í dag á æfingu og fór elsta dóttirin að sjálfsögðu á æfingu,hún sagði að ekki hafi margar mætt en þjálfarinn verið mjög glaður.
bóndinn í vinnu og er glaður með það,það er aðeins að glæða vinnann hjá honum og nokkuð að gera síðustu tvær vikurnar,
en jæja það er komin tími á húsverk og kveð ykkur með þessum orðum
DVELDU EKKI Í FORTÍÐINNI,
LÁTTU ÞIG EKKI DREYMA UM FRAMTÍÐINA,
EINBEITTU ÞÉR AÐ AUGNABLIKINU
buddha
það að taka fyrir dag í einu og gera sem best úr þeim degi,hafðu bjartsýnina að leiðarljósi,dagurinn í dag er morgundagurinn sem þig dreymdi um í gær.
kv húsfreyjan
p,s
komið nýtt albúm af Langjökuls ferðinni s,l. sunnudag
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
161 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu frænka..það sem Buddha sagði..
sjáumst sem fyrst;)
Ásta Björk Hermannsdóttir, 23.5.2009 kl. 01:52
þessi spakmæli er nokkuð góð,já sjáumst sem fyrst
kv nágranna frænka
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 24.5.2009 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.