jákvæðar og brosandi fréttir

húsfreyjan leitar af Smile fréttum þegar blöðin eru lesin eða horft er á fréttir í jónvarpi og stefnir á að hafa smá pistil í lok viku og skella jafnvel inn Smile fréttum.

á forsíðu fréttablaðsins í dag er mynd af strákum í fóbolta og fyrirsögnin er sumarið sé komið já allavega á höfuðborgasvæðinu og góður hiti þar í gær, en eitthvað er vindin að lægja hér í bæ og sólin bjartari og já ætli það sé ekki líka komið sumar hér,

 nú Jóhanna okkar fær glimrandi viðtökur og athygli og eru stór útgáfu fyrirtæki mjög hrifin af henni,það er ekkert skrítið viða það,þegar þessi stúlka þenur röddina eða er í viðtölum þá er hún mjög heillandi og virðist vera með báðar fætur á jörðinni,við vitum að þessi mikla reynsla þau ár sem hún hefur verið að syngja gefa henni mikið forskot í Moskvu,ÁFRAM ISLAND

lambakjöt .is er brosandi frétt og girnileg Joyful

Nanna Rögnvalds gefur út bók með fjölbreyttum heimilismat,gamlar og góðar sem vonandi fá uppreisn æru og nýaldar og skrítin matur lagður aðeins til hliðar og húsfreyjur,húsmæður ásamt körlum heimilisins útbúi mömmu mat og ömmu mat

það eru tímamót hjá íþróttafélagi fatlaðra og fagna þeir þrjátíu árum og það er frábært og þetta fólk er ótrúlega duglegt og gaman að fylgjast með á mótum og hvert metið slegið,

nokkrir íslenskir tónlistaflytjendur tóku sig til og spiluðu fyrir gamla fólkið á elliheimili íslendinga á Gimli íslendingabænum í Kanada og vakti mikla lukku og fannst tónlistafólkinu greinilega gaman að gera skemmtilegt fyrir aðflutta íslendinga,

í útvarpinu á rás 2 er eurovision þema þessa vikuna og frábært að rifja upp gamalt og gott og í dag þá er okkar spekingur Páll Óskar gesta spilari og er hann búin að spila og spjalla og það er ekkert eurovision að mati Húsfreyjunar nema að hann komi við sögu hvort sem er í útvarpi eða sjónvarpi og eru þættir hans alla leið ásamt spekingum þar mjög skemmtilegt að horfa á,

svo eru það teiknimyndirnar í fréttablaðinu,bara LoL gaman og eru þær ávalt lesnar og það er nokkuð oft sem eitt og annað rifjast upp þegar barnalán er lesið,

Bónus með sín vikutilboð og bera þau einhverju leiti eurovision þema að þessu sinni,enda varla nokkuð heimili sem fylgist á annað borð með keppninni með eitthvað gott til að narta í 

samkynhneigðir fá að giftast,er þetta fólk ekki fólk eða hvað,ó jú að mati húsfreyjunar þá á þetta fólk að eiga sín réttindi eins og við og hvað kynhneigð snertir þá meigum við íslendingar eiga það að barátta þessa hóps hafa ýmis forréttindi hér á landi miðað við mörg önnur lönd,

jamm svona er nú það,húsfreyjan búin að stikla á stóru og heldur áfram næstu daga að finna Smile fréttir

hafið það sem allra best

kveðja húsfreyjan sem brosir pg brosir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

þessi pistill kemur manni í gott og mjög jákvætt skap.  Plús fyrir þér.   Það er komið nóg af neikvæðni - áfram með jákvæðnina.

Við erum svo að fara á þriðjudaginn - þurfum að fara héðan rétt fyrir 5.  Heyri í þér á morgun

Húsmóðir, 17.5.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Jæja dúllan mín..þá styttist biðin enn meira..einungis 11 dagar í að flökkufrænkan komi aftur á klakann..hlakka rosaleg til að koma mér og dömunum fyrir í nýja húsnæðinu..er ekkert viss um að ég máli neitt strax..en..það er aldrei að vita..

Stelpurnar eru rosalega ánægðar að vera að flytja á suðurnesin aftur..eins og þær sögðu .."nálægt Tata og pabba í Grindavík"..þetta er þeim mikilvægara en allt annað..þeim þykir þó mjög slæmt að flytja úr Eyjum...og mér líka...okkur líður rosalega vel hérna þó við séum svona "einar"...

inritun í skóla fyrir þær er komin í gegn og fékk ég fréttir af því í dag...ég get ekki beðið með að hitta  ykkur þegar við komum..þó sérstaklega litla púkann minn hann Emil...það er alltaf jafn gaman að sjá hann missa sig við það eitt að lýta mig augum;)

mundu bara frænka góð að ég les alltaf færslurnar þínar þó ég kvitti ekki..

kveðja frá flökku frænku

Ásta Björk Hermannsdóttir, 18.5.2009 kl. 19:48

3 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

takk yndislega fyrir innlitið kæru konur,já það er ekki spurning frænka við munum hittast mjög fljótlega þegar þið komið á fasta landið og í næsta nágrenni,hlakka mikið til og veit að stelpurnar okkar koma til með að vilja gista og svoleiðis

og Birgitta það er bara um að gera að vera jákvæð og brosa framan í heiminn þá brosir hann framan í okkur

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 21.5.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband