já það er ,já það er fjör,það er fjör hjá púkunum

mikið munar um þegar auka frídagur kemur öðru hvoru megin við helgina Smile og um að gera að skoða umhverfið útivið,mikið að gerast og bæði gróður og dýralíf sem segja okkur að sumarið sé komið,annars ætluðum við að vera í bústað um helgina en vinahjón buðu okkur að koma,en svo var bóndinn bókaður á námskeið í stýrimannaskólanum og er því sestur á skólabekk alla þessa þrjá daga sem helgin er,og byrjar kl átta og í dag var hann til hálf sex og á morgun verður hann fram á kvöld en veit ekki með sunnudaginn hversu lengi hann verður en allavega til fimm,svo húsfreyjan er heima með börn,en af nógu er að taka það er alltaf fjör og púkarnir eru duglegir við að finna upp á hinum ýmsu leikjum og prakkarast svona aðeins LoLTounge 

eins og til dæmis í dag,þá var eitthvað skrítið við bókahilluna og húsfreyjan var dálitla stund að fatta hvað væri öðruvísi við hana,já það vantaði nánast allar barnabækur úr einni hillu og eru þær ansi margar,og þá var kallað á púkanna og eftir nokkur köll þá dröttuðust þau inn í stofuna og sýndu eins og sem oftast þennan svip HaloHalo þegar móðir þeirra spurði um bækurnar,eftir þó nokkra stund og mikla þolin mæði þá kom það í ljós að bækurnar voru bak við sófa,úff og sófinn dreginn fram og við blasti bókahrúa,og þá tók við meiri þolinmæði og eftir langa langa stund þá var hrúan komin í sófann og við tók önnur löng stund og meiri þolinmæði og koma bókunum aftur í hilluna,og ekki voru þau lengi að koma sér inn í herbergi og taka fram dótakassa og hella úr þeim og skapa háfaða svo að móðir þeirra rölti rólega fram að herbergishurðinni og lokaði þeim án þess að segja orð Woundering hugsandi til þess að nú væri komin tími á kaffi og setjast inn í stofu og koma sér vel fyrir en sú stund stóð ekki lengi yfir,náði ekki að klára úr bollanum þegar herbergishurðinni var opnuð með látum og púkarnir á fullu ferð á sparkbílunum og búin að binda dót í halarófu aftan á og mikil læti og hlátur fylgdu í kjölfarið,og húsfreyjan átti fótum sínum fjör að launa og rétt náði að taka skemilinn upp og fætur er þau brunuðu fram hjá og strax til baka,því næst voru hjólin tekin og hjólað nokkra hringi,alveg ótrúlegt hvað plássið er mikið fyrir tvö tvíhjól ásamt hjálpardekkjum,já íbúðin leynir á sér Blush 

húsfreyjan hélt ró sinni nokkuð vel svona oftast en öðruhverju var röddin aðeins brýnd Angry og púkarnir komust ekkert upp með neitt eins og HaloToungeLoLW00t þegar móðir þeirra er annars vegar.

svo má ekki gleyma öllum knúsum og kossum á hverjum morgni og oft á dag,það er oft spaugilegt að fylgjast með hinum ýmsu uppátækjum og leikjum og sem betur fer þá hafa þau gaman af því sem þau taka sér fyrir og kunna að leika sér og geta líka setið og slakað á með bók eða liti,

það er líka ætlunin að kaupa þvottavél um helgina og erum við búin að finna eina slíka í Elko svo er bara spurningin hvort það sé hægt um helgina eða eftir helgi,húsfreyjan er ekki alveg að treysta sér ein í bæjarferð,en gamla vélin er keift fyrir um fimmtán árum er alveg að snúa sinn síðasta snúning,hún þvær ekki vel og vindur ekki vel,og ýmis auka hljóð koma svo það er víst komin tími á endurnýjun og sem betur fer þá voru barnabæturnar að koma og ekki vorum við búin að ráðstafa þeim fyrirfram og verða þær því notaðar í þvottavélakaup Wink

en jæja ætli það sé ekki komin tími á afslöppun undir teppi eftir annasaman dag og njóta þess sem kvöldið hefur upp á að bjóða og safna kröftum fyrir morgundaginn,get svo sem sagt meira en nennirin er ekki til staðar,en húsfreyjan kveður og óska ykkur góðrar helgar og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

Heart kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

æi þau eru svo mikil krútt þessar elskur

Ásta Björk Hermannsdóttir, 6.5.2009 kl. 15:59

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

ójá og setja upp einmitt oft á dag og það er ekki annað hægt en að af púkunum

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 6.5.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband