26.4.2009 | 08:33
húsfreyjan á leið í bólið ,,aftur,, í boði eldri dótturinnar
góðan daginn
sunnudagur heilsar með sumarveðri , ekki alveg eins gott og í gær , já rok og rigning þennan morgun húsmóðir vakin rúmlega sex af púkum sem eru nokkuð róleg eftir atburði fyrr í vikunni,og sína okkur að þau eru og knúsa og kyssa en eru aftur orðin mjög kvefuð svo nú er að bíða eftir hærri tölum það er að segja hitatölum útivið,en litla skottan gat ekki klárað þriggja vikna skammtinn því hún fékk ofnæmi fyrir þessu penselini og þá hefur hún ofnæmi fyrir tveimur tegundum samt ekki bráðarofnæmi en engu að síður þá þarf að gera aðrar ráðstafanir,við vitum að stráksi hefur ofnæmi fyrir sama og þau fengu fyrir tæplega tveimur árum en hefur ekki þurft að taka það sem stelpan litla tók fyrir stuttu,
en dagurinn í gær var að venju tekin snemma,já fyrir kl sjö svo það er eins gott að fara ekki seint í háttinn en börnin litu á barnaefnið á ruv og tóku svo við leik,bóndinn fór í vinnu og kom heim fyrir hádegi,húsfreyjan tók aðeins til og setti í þvottavél en þær voru nokkrar í gær,setti í tebollur og súkkulaðiskúffuköku fljótlega eftir hádegi þá fórum við í búðina og versluðum aðeins í pizzuna sem við ætluðum að baka,fórum svo í skólann og kusum,,,drifum okkur heim og áttum notalegan dag saman en elsta dóttirin gisti hjá vinkonu sinni og þær fóru svo í sund snemma og fengu sér bragðar ref eftir sundið,húsfreyjan hengdi út á snúru úr þeim vélum og náði líka að búa til smjörkrem á kökuna og baka pizzu með börnum,
eftir góðan kvöldverð þá voru krílin orðin lúin og voru sofnuð fyrir kl átta,en við litum á sjónvarpið og horfðum á alla leið og höfðum gaman af ásamt spaugstofu gríni vetrarsins,nú kosningavakan tók við svona með öðru auganeldri dóttirin sofnuð kl tíu og húsfreyjan dormaði til kl ellefu en var þá farin að fá mikinn verk í eyru,þeir verkir eru að ágerast svo það er orðið tímabært að láta athuga þetta,svo bóndinn setti dropa og húsfreyjan tók verkjalyf og skreið í bólið og sofnaði,og að venju eftir ca 4 til tíma þá vakanar húsfreyjan og verður ekki mikið um svefn eftir það
svo að nú bíður bólið og er elsta dóttirin búin að bjóða móður sinni að fara aftur í rúmið,daman var að koma fram og vill alltaf bjóðast til að hafa vökul augu með systkinum sínum og það er el þegið þó svo ekki mikill svefn er á er voða notalegt að dorma ,
jamm þá biður húsfreyjan að heilsa þar til næst,hafið það sem allra best í dag og njótið dagsins
kveðja húsfreyjan sem er að fara að
þegar foreldrar vöknuðu klukkutíma seinna eftir fegurðarblundin þá höfðu gert enn eitt prakkarastrikið ,,tóku skálar með morgunverð og hellt á stofugólfið og langleiðina út á gang og þar stigu þau dans og létu sig renna á rassinn í bland við mjólk,cheerios og cocapuffs,og útlitið var ekki til að hrópa húrra yfir,dóttirin hafði gleymt sér og var mjög leið yfir þessu,jamm vikan alveg að verða búin og er bóndinn búin að kalla púkanna EMIL OG LOTTU í morgun, ekki eru þau sammála um nýju nöfnin og sefjast heita Sölvi og Bríet,svo nú er búið að taka þrif á gólfi og púkum,
en kveðja þar til næst
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ha ha ha - og svo var ég að kvarta yfir ósnyrtilegu eldhúsborði - er í kasti hérna ha ha ha
Birgitta (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 21:39
sama hér,við foreldrarnir erum mikið búin að af púkunum okkar þeim Emil og Lottu síðustu daga,
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 27.4.2009 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.