14.4.2009 | 22:02
það rignir og rignir, bara notalegt
hjálp húsfreyjunni vantar ráð við endalausu orkuleysi,þó svo hún segir sjálf þá hefur hún alveg helling að gera og man eftir vatninu og góða matnum oftast hollur fer í ræktina já og bara það sem heimavinnandi húsfreyja gerir sinnir börnum og búi,en orkan dvínar og dvínar,en er samt ekki að ofgera neitt en grunar að ýmislegt spinnar orkuleysið,bæði andlega og líkamlega en er oftast að vinna í þeim málum,annars gengur lífið sinn gang og bæði börn og bóndi heil heilsu,litla skottan er öll að koma til enda á fullu að taka sitt meðal og ekki þurft að sníta og ekki komið hóst eða stuna alla páskanna svo eru krílin að spyrja um páskaeggin eða mömmusúkkulaði en allt er búið og þá var bara tekið til við meiri ávexti og eru allir sáttir við það,
það þarf ekki að fara langt til að vera var við að náttúran er að komast í vorbúning fyrir utan rigninguna sem fylgir vorkomunni þá eru blóm víða farin að skjótast upp úr beðum,trén mörg hver að taka breytungum hitastigið á mælinum breytast úr bláum tölum í rauðar sem fara smátt hækkandi,svo það verur ekki langt þangað til fréttir og myndir af nýbornum lömbum birtast okkur,já það er svo sannarlega tilefnið til að hlakka til vorsins og sumarið sem er ekki langt undan,
en ætli þetta dugi ekki í kvöld,svefninn alveg að sliga húsfreyjuna og þá er bara eitt að gera,
húsfreyjan bíður góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mundu bara eftir ferska loftinu...það er ekkert endilega endalaust gott að vera í ræktinni inni við til að fá orku..heldur bara fara út á stétt og fá ferska loftið í lungun...það er svoooo notarlegt við erum nefninlega svo heppin að hafa ennþá ferskt loft lol
Ásta Björk Hermannsdóttir, 20.4.2009 kl. 08:03
takk fyrir það,jú gönguferðir eru að koma smátt og smátt,fer ca 2 til 3 í ræktina og þá í rope yoga,og gerir það gott fyrir liði og gigt svona oftast,en þetta hlítur að koma með vorinu þessi orka
kv frænka í neðri byggð
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 20.4.2009 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.