15.2.2009 | 14:21
eru farin að halda að við séum með ofnæmi fyrir brúðkaupum
börnin í leik og bóndinn að vinna svo húsfreyjan hefur tíma fyrir sig og ætla að nota hluta af honum í bloggfærslu,frá því síðast þá var fimmtudagur og við mæðgurnar lasnar heima,en erum að hressast loksins en elsta dóttirin fékk líka mjög slæmt ofnæmi fyrir plástri og í gærmorgun leit loksins læknir á hendina en við vorum búin að tala við í síma á föstudag en ekki vildi læknirinn hér líta á hana en hjúkrunarkona skoðaði hendina og henni brá því svona mikið plástursofnæmi hafði hún aldrei seð og setti hún sterakrem á hendina og ofnæmistöflur átti stelpan að taka og áttum að fara næsta morgun í keflavík ef ekkert hefði skánað og það varð að fara og læknir þar brá mikið og til vonar og vara þá var stelpan sett á sýklalyf og annað sterakrem og taka áfram ofnæmistöflur en handabakið næstum þakið og mjög upphleift og rautt svo sást vel sláttur,já mjög slæmt að sjá,og i morgun þá var þetta farið að hjaðna,en þetta ofnæmi er búið að valda mikilli vanlíðan,
en sem betur fer þá hafa krílin ekki fengið meiri hita en eru þó nokkuð kvefuð en mjög hress að öðru leiti,Sölvi er meira að segja bleyjulaus en er stundum að athuga hvort tippið sitt sé ekki örugglega á sínum stað en hann vildi ekki týna því eins og hann sagði,já það er betra að hafa allt á sínum stað, og er stráksi duglegur að fara á koppinn með systur sinni enda eru þau mjög dugleg við að apa eftir hvort öðru nema þetta með koppaferðir fyrir stráksa hann er ekki mikið fyrir þær ferðir en eitthvað gerðist í morgun og hefur hann verið í sömu brókinni allavega ennþá en hann tekur bara sinn tíma í þetta,
litla systir og hennar kærasti komu suður um helgina og versluðu í búið en fengu líka ýmislegt gefins og ætla þau að byrja að flytja inn í kvöld eða á morgun,það er mikil tilhlökkun að byrja að búa og vera sjálf sinn herra og er stefnan sett á bónusferð á morgun og fékk systir góð ráð varðandi þrifefni og önnur húsráð en hún hefur verið dugleg við að bjarga sér enda orðin löngu sjálfstæð og kann að bjarga sér
þau komu líka varðandi hjónavígslu pabba og Eyglóar en þau létu pússa sig saman í gær heima hjá sér og voru aðeins börn og barnabörn og örfáir aðrir en við komumst ekki vegna veikinda en þegar pabbi kom hér við fyrir helgi þá létum við hann vita að óvíst væri með okkur og skildi hann það vel og var sjálfur búin að vera með pestina og ekki sniðugt að æða út svona,og svo bættist ofnæmið við,já það mætti halda að við séum með ofnæmi fyrir brúðkaupum en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ofnæmi kemur upp þegar okkur er boðið í brúðkaup sem er ekki oft en þegar vina fólk okkar lét pússa sig saman fyrir tæpum tveimur árum þá gerðist það að krílin fengu mikið ofnæmi og vorum að vesenast með þau hjá læknum nánast heila helgi og þá lyf í æð og eftirlit, sem sagt innivera hér og í dag er húsfreyjan búin að vera viku inni og vonast til að komast út í fyrramálið og í Orkubúið,
litla skottan okkar er komið með að við höldum slatta af frunsum við munnvikið öðru megin,þetta hafa okkar börn ekki fengið áður og við þurfum að komast að því hvort það sé eitthvað sett á svona og hvort það sé gert hjá litlum krílum og ef einhver veit eitthvað um þetta þá væru voða got að fá ráð stelpan litla er ekki að kveinka sér ennþá en þetta hefur stækkað síðan í gær,
en jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í dag,það er gott að nýta líka tímann í annað,en hafið það sem allra best og njótið það sem lífið hefur upp á að bjóða
til ykkar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ þetta hlýtur nú allt að fara að taka enda með þessi veikindi,
Brúðkaupið var yndislegt og leiðilegt að þið komust ekki en þið verðið bara að njóta mynda sem voru teknar í gær.
Vonandi kemstu í orkubúið á morgun ég fer allavega vonast til að sjá þig þar.
Kossar og Knús frá mér
Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:13
takk fyrir ´já þetta kemur með tímanum,ég fór í Orkubúið,mánudagsmorgun,en sá þig ekki,en komst ekki í morgun,en þú kanski kíkir við tækifæri,
kv nágranna systir sendir þér
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 17.2.2009 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.