2.2.2009 | 22:52
vel heppnað ferðalag
jæja var búin að skrifa þessa líka fínu bloggfærslu í dag en þurfti endilega að rekast í einhvern takka og allt þurkaðist út áður en ýtt er á vista og birta og þá var bara eitt að gera,já loka tölvunni og reyna aftur í kvöld svo var líka stutt í að krílin kæmu heim og þá er sú stund sem við erum saman vel nýtt og ekki tölvutími en þá er að rifja upp atburði gærdagsins,
við vöknuðum kl að verða sjö og þá var nú búið að snjóa og ennþá snjóaði og við fengum okkur morgunverð og tókum til allt til jeppaferðarinnar og vorum komin út í bíl kl átta eins og áætlunin var,og mikil tilhlökkun í fjölskyldunni við ókum í borgina og hittum systur bóndans ásamt manni og börnum svo bættust fleiri jeppar í okkar samflot og ókum við sem leið lá til Þingvalla og fórum fljótlega af í átt að Skjaldbreið og á leiðinni mætum við mikið af jeppum og snjósleðum enda veðrið æðislegt og ekki hægt að hafa betra veður en það snjóaði töluvert fram að hádegi og skrítin birta til aksturs,þegar nálgaðist hádegi þá bilaði jeppi hjá systur bóndans og manni hennar,öxull brotnaði og er það sá þriðji og nú á að taka eitthvað í frumyndir og ath hvað það er sem brýtur öxlanna,en þau héldu aðeins áfram og við stoppuðum og börnin fóru út að leika sér og fengu að fara vélsleðaferð ásamt systur sinni og börnum systur bóndans en maður hennar á systur og það er hennar maður sem kom á snjósleða og það var sko ekki leiðinlegt að fá snjósleraugu og setjast við stýri og fara rosalega hratt að sögn barnanna og auðvitað voru myndir teknar við það tækifæri og mikið af myndum teknar í þessari ferð,en eftir útiveruna var farið í bílinn og hádegismatur snæddur og koma sér vel samlokur ásamt orkubitum og hafrasmákökum og það er búið að biðja gumpinn um uppskriftina og kemur hún í lok þessara færslu,en stuttu seinna snéru þau við á bilaða bílnum ásamt vélsleða fólkinu og þá vorum við fimm jeppar eftir í okkar för og náðum við á tind Skjaldbreiðs og var nánast ekkert skyggni þar efst en örlítið neðar kom þetta stórkostlega útsýni en við fórum aðra leið niður og ókum að strákaríki en þar eru nokkrir bústaðir og mikið af ökutækjum þar,við fórum í átt að slakkaríki og ekki versnaði útsýnið,
við sn´rum fljótlega við og ókum aðra leið í átt að Þingvöllum og svo til borgarinnar og vorum komin þangað um kl sex,við komum við hjá systur bóndans en elsta dóttirin okkar hafði farið með þeim heim og leikið við jafnaldra frænku sína sem var með í för en þær eru mjög nánar og óaðskiljanlegar þegar þær hittast,okkur var boðið í mat og þáðum við það og vorum í góðu yfirlæti þar og héldum svo heim á leið eftir mjög góðan dag með fjölskyldu og vinum
en síðar í vikunni verður komið með bilaða jeppann og ætla kallarnir að gera við hann þegar tími gefst til,í morgun byrjaði gumpurinn í rope yoga en mætti kl átta og hjólaði og gerði öklaæfingarnar,en tíminn byrjaði svo um hálf tíu og var í klukkutíma og virkaði vel við erum fjórar saman konurnar í byrjendahópnum og var notalegt,við Ásdís áttum gott spjall meðan gumpurinn beið eftir bónda sínum,og gumpurinn færði Ásdísi haframjölskökur sem hún þáði og hún fær senda uppskrift,kom svo heim um kl ellefu og morgunmatur nr tvö snæddur og svo það hefðbundna,búa um rúm,setja í þvottavél og brjóta saman þvott,eiga notalega stund með bóndanum í hádeginu og svo kíkti Guðbjörg systir í heimsókn en hún var að klára að beita og fékk sér kaffibolla með okkur og skoðaði myndirnar úr ferðinni en eftir hádegi þá hringdi hún svo og bauð far í búðina og var það vel þegið
dóttirin kom úr skólanum ásamt vinkonu sinni og lærðu þær saman og léku sér en gumpurinn ætlaði að gera blogfærslu áður en börnin kæmu heim en klðaraði því en átti nú í staðin gott símtal frá vinkonu og að venju var nú spjallað um lífið og tilveruna og tilgangur lífsins en oft kemur sú spurning upp í huga hver hann sé og flest okkar höfum ýmsar skoðanir á hver hann sé,en börnin komu heim og bóndinn fór aftur að vinna en börnin fengu sér ávexti og rúbrauð og fóru svo í leik við stóru systur,en voru orðin nokkuð lúin og eftir kvöldmat og smá leik til viðbótar þá voru þau sofnuð fyrir kl átta og bóndinn fór á æfingu og við mæðgurnar horfðum á athiglisverðan þátt á ruv þar sem samvöxnu tvíburastelpurnar segja sögu sína,og það er alveg ótrúlegt þessi saga af stelpunum lífið svo eðlilegt og sjálfsagt já það komu nokkur tár hjá gumpinum og ýmsar hugsanir í kollinum sem enn og aftur hver er tilgangur lífsins,
en þá kemur upp skriftin af hafrasmákökunum þær eru hollar og henta hvenar sem er
1 bolli mjúkt smjör
1 bolli hrásykur eða agavesýróp
1 bolli púðursykur eða dökkur hrásykur
2 egg
1 tsk vanilludropar eða sykur
2 bollar spellt má vera gróft til helmingar eða allt
1 tsk matarsódi
1 tsk salt t,d. himalaja eða annað gott
1 og hálf tsk kanill
3 bollar gróft eða fínt haframjöl má vera helm skift
þurkaðir ávextir eftir smekk það er hægt að fá poka
með blönduðum þurkuðum og hollum ávöxtum eða
setja það sem er bara til eins og rúsínur,döðlur,aprikósur
um að gera að nota það sem til er og prófa jafnvel eitthvað
og það er mjög gott að setja kókosmjöl en það var einmitt í
ferðakökunum,en svo er það aðferðin.
þeyta smjör,sykur eða agavesýróp og púðursykur vel saman,egg út í eitt í einu,svo vanilludropum,þurrefnin í og að síðustu haframjöl og ávextir en það er best að nota sleif þegar því er bætt út í,svo er skálin með deginu sett í ísskáp í minnst klukkutíma þá er kveikt á opninum og hann stilltur á 190 gráður,bökunarpappír á plötu og mótaðar kúlur úr deginu og það má þrýsta á kúlurnar ef þær eiga að vera flatar,þær bakast í 8 til 10 mín og þær látnar kólna aðeins áður en þær eru settar í gott ílát,og njótið vel
en jæja það er að stittast í svefn eða gera tilraun til að sofa aðeins meira en síðustu nætur en vonandi hafið þið átt góða helgi og góð vika framundan hjá ykkur en umfram allt látið ykkur líða vel og njótið lífsins
kveðjur
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ,vildi bara kvitta fyrir skemmtilegt blogg.Mikið svaðalega skil ég þig með að það eyðist alltaf út þegar meður er búin að skrifa heilu ritgerðina,þess vegna er ég farin að fara í wordpan og svo bara copy/paste yfir á bloggið mitt :)
Sjáumst í ræktinni og góðann bata í 'henni'
(löppinni)
Anna Sigga (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:28
hæ hæ gaman að þú skildir kíkja í heimsókn svo ertu líka alltaf velkomin heim í heimsókn og takk fyrir ósk um góðs bata og auðvitað sjáumst við í ræktinni vona að þér gangi vel,þetta er ekki auðvelt en um að gera að vera hóflega bjartsýn
kv nágranni , svona næstum því ,
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 4.2.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.