31.1.2009 | 22:32
bakstur í dag og jeppaferð á morgunn
að venju er dagurinn tekin snemma en bóndinn vaknaði upp úr kl hálf átta og fór til vinnu en náði að fá sér morgunverð með börnunum en þau vöknuðu öll rétt á eftir pabba sínum en mamma þeirra dormaði áfram en fékk og knús frá bónda áður en haldið var af stað til vinnu,upp úr kl hálf tíu dreif gumpurinn sér á fætur og skelti í sér morgunverð og tók svo til við bakstur það á að fara jeppaferð á morgun ætlum að fara kl átta ásamt fleirum en ferðinni er heitið á Skjaldbreið, og þá er nú gott að hafa með hollt og gott nesti svo að orkubitarnir ásamt haframjölasmákökur voru bakaðar og það er nú ekki alltaf það sama í þessum kökum,svona ýmislegt leynist í eldhússkápunum,þurkaðir ávextir,súkkulaði og súkkulaðirúsínur,döðlur,rúsínur,aprikósur,ýmisskonar fræ og korn,svo var haft samband við teindamömmu og hún kom og keyrði gumpinum í búðina og kom svo í kaffi og kökur og fékk með sér nesti fyrir teindapabba hann fussar ekki við kökum en svo var kvöldmatur eldaður en grænmetissúpa með pasta búin til frá grunni og það veitir nú ekki af að hafa reglulega kraftmiklar súpur árið um kring,
bóndinn kom heim um kl sjö og náði að eiga klukkutíma með okkur en hann kláraði vinnuna en þurfti svo að vinna aðeins í jeppanum fyrir ferðina,börnin orðin lúin og sofnuð fyrir átta,en þau vita af ferðalagi á morgun og er voða kát með það,ætlum að taka mikið af myndum,þarf að fara að plata bóndann til að setja inn nýjar myndir í bloggmöppuna,og svo ætlar bóndinn að útbúa smá pall fyrir fatlaða fótinn svo vel fari nú um hann í bílnum og svo er bara stoppað reglulega og farið út og rölt aðeins en svo fer það líka eftir hversu mikill snjór verður en allavega farið út,það er spáð mjög góðu veðri og þá er von á að það verði nokkrir jeppar á ferðinni jafnvel nokkuð margir,það er alveg frábært að geta farið um landið allan ársins kring og notið þess til fullnustu og það toppar að hafa fjölskylduna og vini með það myndast alltaf svo skemtileg stemming og þegar á að fara snjóferð eins og við förum á morgun þá er nú mikið fjör og hvort eða hver er nú duglegastur að festa bílinn og svo að grafa og setja spotta á milli svo að taka fram sleða og snjóþotur sem oft koma með í bílinn og þjóta nokkrar ferðir það er alveg jamm svona gaman en í ferðinni á morgun þá verður gumpurinn bara með myndavélina en fer ekki snjó eða sleðaferðir en það kemur bara seinna,svo eru börnin voða góð í svona ferðum,tökum með okkur dót og bækur og einhverja mynd til að horfa á og svo að sjálfsögðu gott nesti og það er skilda að hafa harðfisk og súkkulaðu og súkkulaði rúsínur með ásamt heitu kakói,heimagerðar samlokur og orkubita já og ávexti,allt er þetta partur af góðri og velheppnaðri ferð,
svo er nú farið að stittast í að gifsið verður tekið og það er farið að telja niður já eftir þennan sólahring þá eru fimm dagar sem sagt næsta föstudagsmorgunn er förinni heitið í borgina nánar á borgarspítalann og hitta Brynjólf sem gerði aðgerðina og mikið verður nú ljúft að losna við klumpinn en þá er hellingur eftir það þarf að þjálfa mikið og gera réttar æfingar en það verður víst ekki alveg þrautarlaust segir læknirinn en gumpurinn er í góðum höndum í Orkubúinu og vonandi er stutt í að sjúkraþjálfarinn komi,og veit að með tímanum þá verður þetta allt miklu betra og vona að það verði ekki langur tími í hina hnéaðgerðina en eitthvað kemur í ljós næsta föstudag,en jæja það er víst komin tími á að skella sér í bólið en bóndinn á von á að koma heim um miðnætið,var að heyra í honum en hann þarf að laga eitthvað í björgunarbátnum þegar hann er búin með jeppann,
en góða nótt og vel,njótið veðurblíðunar og takið gönguferð eða gerið eitthvað skemmtilegt saman,
kveðja gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frábært veður til að fara í jeppaferð í dag njótið veðurblíðuna
Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:10
ójá ferðin var dásamleg bara gaman
kv nágranna systir
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 2.2.2009 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.