líðan orðin miklu betri og það veitir manni góðri vellíðan að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda

góðan daginn kæru vinir og ættingjar,jamm hef fengið fregnir að einhverjir ættingjar hafa rambað inn á síðu gumpsins það er nú bara gaman ef einhverjir vilja lesa dagbók og hugleiðingar gumpsins Wink nú um helgina þá svona er bara það vanalega að gerast hér en komst út í gær en hringdi fyrst í Guðbjörgu systur og hún kom og ók bækluðu systur sinni í búðina en var sjálf , VEIK , hún sem sagt leit ekki vel út ekki með hita en önnur einkenni voru Frown jamm en hún skellti á sig trefil og gerðist aðstoðar kona gumpsins í búðinni og ók kerrunni,en Anna María kom og passaði krílin á meðan og er ennþá hér hún gisti hjá okkur,en mikið óskaplega var gott að komast út en þvílíkur höfuðverkur sem jókst bara á meðan en svo er heim var komið og systir dokaði aðeins en þegar hún var farin þá ákvað gumpurinn að gera enn eina tilraunina með að fá sér kaffi en koffeinið lagar höfuðverk og sérstaklega er mænuvökvi hefur lekið út eins og einkenni hafa sýnt í rúma viku en Guðbjörg lenti í því þegar hún átti Bjarna Sævar þá var hún mænudeifð og þá gerðist það hjá henni og þá var hún veik í rúman mánuð og fékk koffein töflur,jamm sem sagt þá fékk gumpurinn sér kaffi og það bragðaðist nokkuð vel en hefur ekki verið hægt að koma sopa af kaffi í langan tíma,en kaffið var drukkið og áður en gumpurinn vissi af og eftir tvo góða bolla af kaffi þá lagaðist höfuðverkurinn og það Smile lifnaði yfir gumpinum og eftir ca klukkutíma þá var þriðji bollinn drukkinn og allur höfuðverkurinn farin og við hjónin hættum við að fara á læknavaktina,og áttum við góða stund með börnunum okkar ásamt frænku borðuðum saman pizzu og þegar yngstu krílin fóru að sofa kl að verða níu þá kíktum við á gamanmynd og það er orðið ansi langt síðan að svona góð stund var síðast já helgina fyrir aðgerðina,og þegar höfuðverkurinn ætlaði að koma aftur í gærkveldi þá var kaffi bolli settur undir vélina og ekki leið löng stund eftir að kaffið var drukkið að höfuðverkurinn hvarf,mikið óskaplega líður gumpinum vel eftir tæplega tveggja vikna höfuðverk,fann fínt ráð þegar pakka þarf inn fóti sem er í gifsi,matarfilma var notuð og svo sérstakur hvítur plástur teipað ofan og neðan,svo skellt sér í góða sturtu,ooooo yndislegt Joyful

en í nótt þá hafði kaffið greinilega haft þau áhrif að ekki gat gumpurinn sofnað og svo var verkur í hnénu svo þá var tekið verkjalyf en ekkert gerðost nema að gumpurinn var samt alveg að sofna en gafst svo upp og rölti um og endaði á að renna aðeins yfir gólfin með rakri moppu,raðaði í bókahilluna og þetta tók um klukkutíma og fór svo aftur upp í ból og síðast þegar gumpurinn leit á klukkuna þá var hún að verða þrjú og loksins Sleeping þar til kl var rúmlega átta í morgun en stóru stelpurnar vöknuðu fyrstar og stuttu seinna vöknuðu krílin og var gumpinum skipað að fara aftur upp í rúm og þær stelpurnar ætluðu að sjá um krílin,og við hjónin sváfum til hálf ellefu Joyful yndislegt,fá sér góðan morgunblund og svo morgunmat og kaffi að sjálfsögðu og líðan bara nokkuð góð,

var að lesa síðuna hjá Helgu systir og hún er loksins komin með tölvuna aftur og byrjuð að blogga og bjó til síðu fyrir hvolpanna,endilega kíkið á síðuna þar eru bara flottir hvolpar,en systir er að standa sig mjög vel í sinni áskorun og hefur verið dugleg að mæta í Orkubúið og fékk þar góðar móttökur að vanda enda þar á bæ eru allir jafningjar og öllum tekið mjög vel,enda ekki seinna að vænta hún er langt komin með það að stitta líf sitt ansi mikið enda var gumpurinn búin að tala og tala um þetta við hana í þó nokkurn tíma,gefa ráð og uppskriftir en einhvernvegin var hún ekki alveg tilbúin fyrr en þegar nýja árið leit dagsins ljósen var búin að mæta í Keflavík í sund og æfingar þar í haust svo kom þar jólafrí og hún ákvað að halda áfram hér ,sem betur fer við vorum orðin mjög hrædd um að þessir sjúkdómar sem hafa verið að koma upp hjá henni og fleiri kæmu í kjölfarið ef hún hefði ekki gripið til sinna ráða,og stitt sína æfi mikið,já það getur borgað sig að röfla eða tala mikið og segja alveg satt en eins og við vitum þá er oft ansi sárt að fá það beint framan í sig sannleikan og það kæmi mig ekkert á óvart að systir hefur hugsað stundum Crying eða Devil til stóru systur en henni er alveg fyrirgefið það,alla vega þá er hún að standa sig rosalega vel og við sem þekkjum hana eigum að standa með henni og hrósa því hún þarf á því að halda,það er einmitt eins og í síðustu hugleiðingu gumpsins,endilega sýnið væntumþykju og hrósið,

en jæja það er víst komið hádegi og hafragrautur á matseðli gumpsins og fleiri meðlima ef óskað er en við heyrumst bara síðar,hafið það sem allra best og látið ykkur líða vel þrátt fyrir það sem er að gerast í okkar annars ágæta landi,það er margt verra en þessi staða þó svo hún er als ekki góð og hefur áhrif alstaðar,

sendi ykkur Heartkveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

" kaffiskál" - verð að viðurkenna að ég hló þegar ég las þetta um kaffið og höfuðverkinn.    gott að heyra að þér líður aðeins betur og vonandi er þetta allt að koma.   Ég fæ sem sagt örugglega kaffi ( eða höfuðverkjameðal ) þegar ég kem í heimsókn ( hvernær sem það verður ) 

Húsmóðir, 25.1.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

kaffiskál til baka,ég hefði nú fengið mér útilegu kakó ef ég hefði átt það til hvernig ætli ástandið á mér ef ég hefði drullið jafn marga bolla af kakói og kaffi kannski einmitt svona

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 26.1.2009 kl. 02:30

3 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

úff þetta er nú meiri prentvillurnar hjá mér og ýta á senda og ekki búin að klára ritgerðina en ég á við DRUKKIÐ jafn marga bolla af kakói og kaffi ekki drullið enda kl orðin ansi margt og ég get ekki sofið vegna verkja en þú ert alltaf velkomin hvenar sem er og það er aldrei að vita hvað leynist í bollanum

kv úr neðri byggð

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 26.1.2009 kl. 02:33

4 identicon

Hæhæ  og takk fyrir stuðningin

Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

332 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband