11.1.2009 | 21:17
krílin taka breytingum vel og eru ánægð og þreytt
síðustu þrír dagarnir hafa verið ýmsum breytingum háð,krílin lengdu vistunartímann alveg til kl fimm á föstudag en eins með þann morgun þá þurftum við foreldrarnir að vekja börnin eftir tæplega tólf tíma svefn og þau vakna hress og tilbúin að fara að takast á við daginn,en þann morgun þá fórum við hjónin mjög snemma í bæjarferð og lögðum af stað kl sjö en börnin voru vakin hálftíma fyrir en Helga systir kom og passaði börnin,kom þeim í skóla og leikskóla fyrir okkur,við vorum mætt hálftíma fyrir mætingu en það er betra að leggja af stað fyrr og sleppa við umferðina,það tók tæpa þrjá tíma að innskrifa gumpinn og ýmis blöð útfyllt og spjalað við fimm aðila sem koma þessum uppskurði við,úff það var bara gott að komast út í okkar vinsæla veður rokið og rigninguna eftir tímann þarna inni en við fengum góðar viðtökur og allir að vilja gerðir til að gera vistina og allt umstangið sem þægilegast en eitt breyttist en það er að ef allt gengur vel þá er heimferð á þriðjudag,það er sparnaður og samdráttur á sjúkrahúsum eins og heyrst hefur í fréttum,og fólk er sent heim sem allra,allra fyrst.
það sem eftir var af föstudwginum og heimkomuna úr bæjarferðinni þá var að undir búa kvöldmat en tengdafólkið á skipastígnum var boðið í mat en um kl fimm kom tengdamamma með á leikskólann og til að vita hvaða deild börnin væru á og skoða aðeins leikskólann í leiðinni og börnin mjög ánægð að sjá líka ömmu sýna,en ef bóndinn kemst ekki að ná í börnin kl fimm þá ætlar amma þeirra að ná í þau og koma þeim heim við höfðum það náðugt um kvöldið og maturinn góður en í stórann ofnpott var settur heill kjúkklingur og nokkrir bitar með ásamt smjöri,sæta og venjulegar karteflur,gulrætur og rófur,paprikur og rauðlaukur,og aðeins af kjúkklinga kryddi og í ofninn í þrjá tíma og ilmurinn mjög góður,í eftir rétt var ís ásamt ferskum ávöxtum og rjóma
dagurinn í gær byrjaði kl að verða átta já krílin sváfu það lengi,og þau áttu góða stund með barnaefninu og morgunmatur fengu þau að borða er þau horfðu á sjónvarpið en það má um helgar hér á bæ,Helga systir kom í kaffi og spjall,við tókum ökuferð kl að verða hádegi og litum í heimsókn til vina hjóna okkar og vorum þar í góðu yfirlæti með kaffi og fínu spjalli,komum heim um miðjan dag og þá fór bóndinn að vinna í bílnum fram að kvöldmat en við börnin höfðum það náðugt með bækur og dót,eftir kvöldmat þegar börnin voru sofnuð fór bóndinn að klára bílinn en hann var að setja vinnuljós upp á þakið á bílnum og tengja þau og var það nokkur vinna,en gumpurinn tók gönguferð kl níu um kvöldið og stóra dóttirin passaði en pabbi hennar kom innan klukkutímaheim,í gönguferðinni kom gumpurinn við hjá Ásdísi sem á Orkubúið og færði henni poka af fötum fyrir stelpurnar hennar og var svo boðið inn og áttum við yndislegt spjall í tæpa tvo tíma já tíminn flaug frá okkur,en hún hefur átt stórann þátt ásamt fleirum að gumpurinn hafi náð að byggja upp þrek og þol á fjórum mánuðum í Orkubúinu já og tekið gönguferðir þegar færi gefst útivið,og vill gumpurinn aftur þakka þessum aðilum og sendi þeim knúsa og kossa þið eruð ómetanleg.
í morgun mjög snemma fóru bóndinn og elsta dóttirin í jeppaferð ásamt fleirum en gumpurinn ákvað að vera heima með krílin og verja tíma með þeim og aðeins að taka til og þrífa aðeins,setja í nokkrar þvottavélar og meðal annars að taka utan af sængum en í kvöld á gumpurinn að sprauta sig í kviðinn með glóðþynningarlyfi og fara svo í sótthreinsandi sturtu og fékk meðal annars með sér heim eftir innskriftina sérstaka svampa með sótthreinsandi efnum svo á að fara beint upp í hreint rúm og ekki má borða eða drekka frá miðnæti,nú þegar krílin voru sofnuð þá var drifið í að klæara verkin og skúruð gólf og þurkað aðeins af,og nú er bara verið að bíða eftir að bóndinn og dóttirin komi heim,en í fyrramálið þurfum við hjónin að leggja af stað kl sex og eigum að vera mætt á deildina kl 6,45,og ætlar bóndinn að vera hjá kellu sinni þar til hún fer á skurðdeildina en það er um kl átta og er fyrst á lista sem er bara fínt,svo að Helga systir ætlar aftur að bjarga okkur og koma snemma og vera hjá börnunum og koma þeim í skóla og leikskóla,en hún á þakkir skilið fyrir hjálpina og svo er annað,hún ákvað að gera stórkostlega breytingu á lífi sýnu og erum við mjög stolt af henni og hvetjum við hana óspart áfram en hún ákvað að breyta um lífstíl og það er ekkert smá stórt skref að taka þá ákvörðum,Helga ég sendi þér og
en jæja ætla að fara að hætta og koma mér í smá verk áður en sprauta og sótthreinsun fer fram,en við heyrumst seinna og hafið það sem allra best og munið að ef þið hrósið ykkur ekki þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir geri það,og að l´ta sig líða vel og þá er auðveldara að takast á við lífið og tilveruna en það er ekki alltaf svo auðvellt en einhvernvegin er þetta allt saman hægt og það er mikilvægt að geta tjáð sig,
en jæja kveð ykkur þar til næst,
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
332 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vildi bara kasta á þig kveðju og láta þig vita að ég hugsa til þín. Veit ekki af hverju en ég hef góða tilfinningu fyrir þessu öllu saman og ætla að trúa að aðgerðin eigi eftir að gera góða hluti fyrir þig.
Húsmóðir, 11.1.2009 kl. 23:40
takk fyrir að hugsa til mín,sjáumst vonandi fljótlega
kveðja úr neðri byggð
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 21.1.2009 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.