jólin,jólin með öllum sínum hefðum og tilhlökkum

ætla að skella inn smá bloggfærslu á meðan verið er að horfa á síðasta hluta af hringadróttinssögu´,var ekki búin að sjá allann síðasta hlutan og vona með örðu auga að kíkja á skjáinn,en annars bara allt gott að frétta af okkur hér úr neðri byggð,það se af er að jólunum þá höfum við haft það mjög notalegt,aðfangadagurinn nokkuð lengi að líða bæði fyrir börnin og gumpinn,það eru hefðir hér á bæ sem hafa fylgt okkur hjónakornunum síðan úr æsku og gaman að halda í þær hefðir t,d. að á aðfangadag er lagt lokahönd á smá gjafainnpökkun og rest af kortum skrifað,kortin ásamt pökkum borið út,farið í kirkjugarðinn ef veður leifir að kveikja á kerti en það er nánast alltaf það mikill vindur og jafnvel úrkoma að ekki er hægt að láta loga á kerti,kíkt í kaffi og smá gotteri til afa og ömmu og þau fá sýnar gjafir og laufabrauð sem er orðin löng hefð að gefa ömmu þegar gumpurinn steikir á þorláksmessu og þá fær amma alltaf helminginn,grjónagrautur borðaður í hádeginu ásamt hveitikökum en það er eiginlega hefð sem við höfum skapað okkur hér á bæ,fara með börnin út að leika og ef það er snjór þá er sleðafæri og fjör,svo er svipað eftir jólasveinum ef þeir væru nú á ferðinni,jólabaðið og fötin og jólasteikin meðhöndluð ftir kúnstarinnar reglum en bóndinn hefur haft það verkefni og ferst það honum vel úr hendi ásamt að steikja karteflur og gera sósu en húsfreyjan fær aðstoð barnanna við að koma meðlætinu og sparistellinu á dúkalagt eldhúsborð,þetta er svo gaman að gea börnunum tækifæri að taka þátt í undirbúning jólanna,

kvöldið er frekar afslappað en það ríkir spenningur þegar pakkaúthlutun á sér stað,en heima hjá gumpinum þá lásum við systurnar til skiftist utan á gjöfunum og það myndaðist séstakur hátíðarstund að fylgjast með þegar opnað var og allir sá hver fékk hvað og svo var vandlega geymdur hver merkimiði á hverjum pakkanum svo ekki gleymdist hver gaf hverja gjöf og í þá hefð höldum við í og eigum við orðið nokkuð gott safn af merkimiðum,

afi og amma koma alltaf til okkar þetta kvöld og eigum góða stund saman áður en börnin fara að sofa en þau eru orðin frekar lúin kl að verða hálf tíu og eftir að gjafirnar hafa verið komið vel fyrir í herbergjunum þá er komið sér í háttinn,jólakortin tekin upp úr jólapokanum og lesin upphátt en þau eru ekki opnuð fyrr en á aðfangadagskvöldi eða jóladagsmorgun,  

á jóladagsmorgun er ávalt búið til heitt súkkulaði ásamt bakaðar vöflur eða pönnukökur með ís,rjóma og sultu það er svona hefðbundin jólamorgunmatur hér á bæ en svo líður dagurinn í róleheitum og við erum á náttfötum eitthvað frameftir degi og ef veður leifir þá er tekin gönguferð og ekki verra að taka sleðaferð,kíkjum annaðhvort til afa og ömmu eða þau til okkar,já dagurinn líður bara létt áfram ásamt því að gæða sér á góðum mat og jafnvel ein og ein tertusneið,

annar dagur jóla er alltaf jólaboð hjá afa og ömmu og koma þá börnin þeirra,makar og barnabörn og þá er hlaðborð með rjúpum ef bóndinn nær að fanga einhverjar mánuði fyrir jólin, lambalæri, hvít sósa og karteflur ásamt hangikjeti bæði það sem er keift úr búð og svo ekta hangikjet úr sveitinni já og laufabrauðið góða, og fullt af meðlætum,og eftir réttur er ís og ávextir,ættingjar njóta vel samverustundarinnar og spjalla í góðu yfirlæti,

og nú er komið miðnæti og þrír dagar af jólahátíðinni hafa liðið allt af fjótt,í dag fórum við hjónin í ökuferð með systur bóndans og fjölsk úr Breiðholtinu við ókum nesjavallaleið og enduðum í kaffi í Breiðholtinu áður en heim var haldið,en á morgun verður jólaboð okkar systranna en við höldum til skiftist boð og nú er komið að gumpinum að halda boðið og verður að venju mikið skrafað og smakkað á hinum ýmsum réttum en allir koma með eitthvað smáræði á hlaðborðið,já svo líða jólin og áður en þau verða formlega búin þá verða áramót með tilheyrandi flugeldum og einhverjum áramótaheitum hjá einhverjum en ætli það sé ekki best að láta þessu lokið í kvöld enda komin nótt og hringadróttinssaga að ljúka,við heyrumst síðar kæru vinir og ættingjar en verð nú samt að lokum að minnast hve gumpurinn sakna nágrannafrænku það er svo skrítið að í húsinu á móti sé engin lífsmerki,engin ljós og engin frænka að flauta og kalla hæ eigum við að hittast yfir kaffibolla en síðast þegar fréttist af henni þá gengur lífið hjá henni vel og fjölskyldan er sátt með lífið í eyjum,

en gumpurinn sendi ykkur Kissing 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Hæ frænka..þetta er svo sætt hjá þér..það er líka skrítið að hafa engann til að flauta á nema lögguna hérna á móti..alltaf gaman að flauta á lögguna..en ég er ekki alveg komin á það stig að bjóða mér í kaffi til þeirra ennþá..það kemur kannski með nýju ári lol...

og já við erum mjög sáttar við lífið í Eyjum..vorum einmitt í gönguferð áðan..sem hefði mátt vera lengri að mínu mati..en svona er þetta bara..

við sjáumst vonandi sem oftast á komandi ári...bið að heilsa og smá flaut til þín

Ásta Björk Hermannsdóttir, 28.12.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

takk fyrir  já það væri nú saga til næsta bæjar ef þú og löggurnar skiftust á að þiggja kaffiboð en gaman yrði það,svo sendi ég þér og fjölsk þinni   fullt af knúsum og kossum

saknaðar  kveðja

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 30.12.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

331 dagur til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband