sitt lítið af hinu og þessu

dagarnir líða ógna hratt og tími til að blogga er reindar til staðar en nennirinn ekki svo mikill á kvöldin eða þá að gumpurinn fer snemma í bólið,er langt komin með að föndra jólagjafir og jólakortin fara í umslög um helgina,jólagjafainnkaupin eru nánast búin en erum búin að vera dugleg við bakstur og borða herlegheitin með ískaldri mjólk Joyful krílin mín eru ennþá full af kvefi en eru sem betur fer hitalaus og sofa alla nóttina enn sem komið er,á þriðjudaginn var jólakaffi á deildinni þeirra og komst mamma þeirra en pabbinn var við vinnu það var yndislegt að heira börnin syngja og spila jólalög,og þennan sama morgun var loka mælingin í áskorenda keppninni og kom gumpurinn mjög vel úr þeirri mælingu en úrslitin verða næstkomandi mánudagskvöld,og enn þennan sama dag fór gumpurinn í laser aðgerð sem tók rúmann hálftíma en svaf í dágóðann tíma eftir aðgerðina og gekk nokkuð vel en það tekur u,þ,b. tvær vikur að gróa alveg og niðurstöður sýna töku fljótlega eftir helgi,og í morgun kom í ljós hvenar stóra hnéaðgerðin verður en tólfti janúar næstkomandi verður aðgerða dagur og erum við hjónin búin að tala við leikskólastjórann og fáum lengri dagvistunartíma fyrir krílin frá fyrsta janúar til kl fimm og verður hann aftur styttur til kl tvö þegar báðar aðgerðirnar  á hnjánum verða búnar og heilsan orðin góð en það tekur allt sinn tíma.

á morgun verða liðin fimm ár síðan móðir mín lést og ætlum við systurnar ásamt föður okkar og konu hans að koma saman heima hjá þeim og halda litlu jólin og gæða okkur á smá kræsingum,hefur gumpurinn hugleitt næstu hugleiðingu sem verður til minningar um mömmu,

síðustu dagar hafa einhvernveginn dregið niður andlega líðan og er erfitt að hefja sig upp aftur ekki er það myrkrið sem hefur áhrif það er notalegt að hafa kertaljósin og jólaljósin,en svefn hefur áhrif sem og slæmir verkir en í fyrramálið þá verður læknirinn heimsóttur og svo myndataka af mjóhrygg og mjöðm en vinstri hliðin er frekar slæm örtvaxandi kúla er orðin lófastór rétt fyrir neðan mjöðm hefur verið að valda verkjum og ekki hægt að liggja á þeirri hlið,við síðustu mælingu vegna áskorenda keppninar þá sagði Ásdís að þetta væri ekki eðlilegt og það þarf að líta á þetta,jamm en þetta er svo sem eitthvað sem gumpurinn tekst á við og lítur á þetta sem eitt af því sem þarf að yfirstíga,

í morgun fórum við hjónin í ferð til Keflavíkur en frúin vantaði nýjar passamyndir og dreif það af en skotvopnaleyfið er runnið út og núna þarf að skila inn mynd,kíktum í Bónus og Hagkaup og þar fundum við kuldastígvél á elstu dótturina,er mikið að hugsa til litlu systur sem kemur að vestann í kvöld en veðurspáin er ekki góð en hún er að vinna til fjögur og ætla að leggja af stað stuttu seinna,þarf að heyra í henni en símanum hennar var stolið svo vonandi hefur hún samband áður en hún fer,okkur hlakkar alltaf óskaplega mikið til að hitta hana Heart

en jæja það er komin tími til að dúllast með krílin,hugleiðing kemur annað hvort íkvöld eða á morgunn tileinkað mömmu,en kveð ykkur að sinni,látið ykkur líða vel og njótið samverurnar við fjölskyldur og vini

kveðja gumpurinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Æi snúllan mín..knús á þig og fjölskylduna inn í daginn í dag...

Hitti þig næstu helgi þegar ég kem með jólakortið;)

Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.12.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

takk elsku Ásta mín  hlakka til að hitta þig

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 12.12.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

331 dagur til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband