24.11.2008 | 23:10
það er svo notalegt að vakna við knús og kossa
dagur að kveldi komin og húsfreyjan frekar lúin,var það strax í gærkveldi eftir heimkomuna úr bæjarferð en dagurinn í gær hófst að venju snemma upp úr kl sjö og krílin vildu fá mömmu á fætur,þeim datt ekki í hug að vekja pabba sinn , en á fætur skildi mamma og morgunmatur strax, íllt í maganum ég svangur og ég svöng segja þau í kór,svo var morgunmatnum skóplað upp í sig á augabragði og meira í skálina af seriosi og rúsinum,en mamma þeirra rétt gat losað uppsafnaðann vökva en ekki í rólegheitum á wc , svona inn á mili skammta af morgunverði mamma lýsi og vitamín ekki gleyma okkur tvö starandi andlit og mjög hissa,en allt reddaðist þetta að lokum ásamt að koma sér vel fyrir í stofusófanum og kúrt með barnaefnið,
mamma þú kúa,kúra, í þínu lúmi,rúmi, segja krílin og bæta við mamma teitt,þreytt, oooo það er yndislegt hvað krílunum er umhugsað um mömmu sína en öðru hverju er nú athugað hvort mamma sé sofandi eða að hlusta á útvapið,útvarpið,og knúsa hana og kyssa,en upp úr kl níu fer pabbi þeirra á stjá og herbergishurðinni er hallað aftur og mamman rotast með það sama og sefur í klukkutíma,
við eigum von á heimsókn það eru brottfluttir íslendingar sem ætla að kíkja áður en landið er yfirgefið seinna þennan sama dag og með þeim koma teindó og að venju þá er skrafað og skrafað,og bara yndislegt að fá fólkið í heimsókn,eftir hádegi þá er bæjarferð það er afmæli en förum fyrst í Breiðholtið og alltaf gott að koma þangað,elsta dóttirin hafði beðið frænku sína um að klippa af hárinu sínu og var mikið tekið af því og stelpan er mjög ánægð með það segir að það sé miklu betra að hafa styttra hár en við vorum búin að segja henni að hárið vex nú aftur og það væri betra að klippa af því en svo réði hún því sjálf,
en húsfreyjan er búin að vera með magaverkri og höfuðverk frá kvöldinu áður en fer nú samt,það eiginlega stafar af kvíða en fær sér aðeins meira af vatni og auka skammt af hörfræaolíu í melonusafa sem slær á magaverkinn,nú við komum í afmælið rúmlega þrjú og komið fullt af fólki og ilmandi súpa boðin ásamt brauði og mikið var súpan dásamlega góð,en húsfreyjan fékk sér frekar auka skammt af súpunni en einhverjar sneiðar af kökum,bara langaði ekki í en veit að þær kökur eru voða góðar,nú við héldum heim á leið ca tveimur tímum seinna og það er alltaf gott að koma heim í öryggið,
börnin orðin þreytt og sofnuð um átta og bóndinn í vinnu en elsta dóttirin var líka lúin og sofnaði í foreldra rúmi kl níu,en hún var með höfuðverk og tók verkjatöflu og ekki lengi að sofna, nú húsfreyjan tók fram saumavélina og faldaði gardínur er voru fyrir stofuglugganum sem krílin voru búin að toga og toga,svo voru þær settar í þvottavél en ekki samt látin þvo fyrr en morguninn eftir,núna í morgun,en húsfreyjan var búin að kaupa tvo gardínuvængi ljósar á lit í stofuna og þær settar í þvott,svo kom bóndinn heim og við spjölluðum í dágóða stund á meðan teið og calm var drukkið,
vöknuðum á okkar tíma í morgun,húsfreyjan á sínum tíma og fékk sér morgunmat og setti þvottavélina á stað,tók til nesti og fann til föt á börnin og eldaði hafragraut,börnin vöknuðu sjálf kl sjö og bóndinn ræstur,og á meðan allir borðuðu þá klæddi húsfreyjan sig í æfingagallann og skellti sér í útigallann utan yfir og fór með fullt af gardínum út á snúru í þessu líka fína veðri,svo var að koma börnum í föt og foreldrarnir fengu sér kaffisopa áður en börnin fóru í útifötin,það var mikil tilhlökkun að fara á leikskólann í piparkökubakstur og að venju þá tóku þau hlaupasprett um leið og inn var komið
það var voða gott að fara í Orkubúið og vorum við konurnar þrjár í tímanum,vaxtamótunar tími,og húsfreyjan viktuð sína vikuviktun og það kom vel út og nú eru tvær vikur eftir af ákorenda keppninni og mikið búið að gerast með ,líkama húsfreyjunar sem er að verða að fínum kroppi , eftir tímann þá var haldið heim og hafragrautur borðaður af bestu list og svo smá viðtal við kennara Gyðu Daggar,kíkti í kaffi til Guðbjargar systur og ekki leiðinlegt þar,eftir hádegi var gluggahreingerning í stofunni og jólasería sett upp ásamt hreinum og nýjum gardínum,krílin sótt á leikskólann og við áttum notalegan dag saman en Gyða Dögg var heima ásamt tveimur vinkonum og þær lærðu saman heimavinnuna, við elduðum svo kvöldmat grænmetislasanja og ekkert smá gott,í uppskriftina er notað sem til er af grænmeti ásamt niðursoðnum tómötum,grænmetiskraftur,kotasæla,lagsanja plötur og ostur,namm namm,
fengum svo heimsókn en systir bóndans úr Briðholtinu kom ásamt sínum bónda og börnum en þau voru að koma með varahlut í vél sem verið er að græja í bílinn þeirra og er ætlunin að kallarnir setji vélina í jeppann núna í vikunni en þau stoppuðu stutt enda voru krílin á leið í rúmið og voru ekki lengi að sofna,en bóndi minn fór að græja vélina ásamt mági sínum,elsta dóttirin las aðeins og sofnaði fljótlega og húsfreyjan ákvað að glíma við blogg og horfa á csi á skájnum með pukka te og calm í bolla og er alveg að sofna svo ætli það sé ekki best að ljúka þessu bloggi og koma sér í bólið,
en látið ykkur líða vel og njótið jólaljósanna og kertaljósanna það er voða notalegt,
koss og knús frá lúnum gumpi
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
331 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Endalaus notarlegheit á mínum bæ þegar það er myrkur úti. kveðja frá kjellunni á móti:)
Ásta Björk Hermannsdóttir, 25.11.2008 kl. 19:35
hæ hæ kjella já þú kannt að búa til notalega stemmingu,á von á að þú hafir notalega stemmingu þegar það heldur áfram að birta bæði úti og í þínu lífi
kv nágranna frænka
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 25.11.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.