4.11.2008 | 21:39
krílin ennþá lasin
það eru ennþá veikindi hjá krílunum en Sölvi vaknaði aðfaranótt laugardags með ljótann hósta og er ennþá mjög slappur og með hita en Bríet er öll að hressast er búin að vera hitalaus í tvo daga en í gær fórum við hjónin með þau til læknis og hann skoðaði þau vel en engin hljóð í lungum og eyrun mjög fín,en Sölvi verður verri af veikindum vegna skorts á efnum í líkamanum skammstafað MBL veit ekki alveg fyrir hvað það stendur en honum mun alltaf skorta þetta efni svo það er vissara að fylgjast ennþá betur með honum,
og þannig hafa síðustu dagar verið hér á bæ að hlúa vel að krílunum,og á ekki von á að þau fari í leikskólann strax kannski á fimmtudag eða föstudag en Bríet getur farið að fara ef ekki versnar henni,en elsta dóttirin er þokkalega hress fyrir utan að fá í magann og ristilinn um helgina en hún borðaði það sem hún er ekki vön að borða og þar með sat,bóndinn vinnur mikið sem er víst gott á meðan það er en það líður varla sá dagur að í fréttum má heyra af uppsögnum í stórum hópum,
og ekki hefur húsfreyjan komist út nema svona rétt til að skjótast með hraði í búðina og þar af síður komist í Orkubúið en það kemur vonandi dagur eftir þennan dag,og í morgun var kærkomin heimsókn en Ásta frænka kom ásamt Önnu Hönnu og þáðu þær kaffi og náðum spjalli í tæpann klukkutíma en lítil heimsókn gefur mikið frá sér og er ekki síður en löng heimsókn,en svona til tilbreytingar þá var bakað í dag og það heppnaðist mjög vel en tilraun var gerð með breyttri útgáfu af haframjölssmákökum og það kom jólailmur með bakstrinum það var nefninlega sett kanill í kökurnar ásamt rúsinum,súkkulaði og þurkuðum aprikósum það leynist ýmislegt í efri skápum og um að gera að nota það sem er til hverju sinni í alskonar tilraunir með mat og bakstur,og börnin voru voða glöð og borðuðu kökurnar með bestu list ásamt ískaldri mjólk,gerði tilraun til að bjóða vinkonu í smakk en því miður þá sá hún sér ekki fært til að koma en freistandi var boðið svo húsfreyjan smakkaði auka kökur fyrir vinkonuna en hún fær örugglega að smakka þær einhverntímann,en Sölvi er búin að vera að dorma meira og minna í dag og um kvöldmatarleitið var hann mældur og mælirinn rauk upp í 40 stiga hita svo hann var stílaður og pústaður og var ekki lengi að sofna,en litla systir hans fór fljótlega í sitt rúm og var líka ekki lengi að sofna,
það var mjög óþægileg tilfinning þegar skjálftinn kom og hann var víst 4,5 já nokkuð harður og húsfreyjan limpaðist niður og skalf eins og hrísla í roki já er mein ílla við skjálfta,var í dágóða stund að jafna sig,en gat eldað kvöldmat en beið eftir eftirskjálftum en sem betur fer þá hefur hann ekki ennþá komið,en jæja ætli það sé ekki komin tími á að loka þessari bloggfærslu í kvöld,ekki veitir af svefni en s,l. nætur hafa ekki verið mikið um svefn svo þið heyrið vonandi fljótt frá húsfreyjunni en það er líka verið að útbúa jólagjafir svona inn á milli svefna hjá krílunum,en farið í bólið upp úr kl ellefu svo hafið það sem allra best og eigið góðan dag framundan,
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
331 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eru kökurnar nokkuð búnar ?
Húsmóðir, 5.11.2008 kl. 00:05
Ég bara þori varla að koma oftar í heimsókn þegar Sölvi er heima, hann stuðast svo krakkinn þegar ég kem.
Hann missir sig í púkaskapnum
Spurning hvort ég hafi þessi áhrif á hann hahahahahah
En takk fyrir kaffið..og engar fékk ég nú kökurnar sko ha hm ha
Ásta Björk Hermannsdóttir, 5.11.2008 kl. 13:57
hæ hæ konur,nei kökurnar eru ekki alveg búnar en ekki svo mikið eftir en verða fljótlega bakaðar,en ef þið kíkið í vikunni þá getið þið fengið að smakka ég von á að vera heima með krílin,já Ásta þú ert nú og þú smitar greinilega út frá þér þegar þú kemur en stráksi er púki inni í sér en litla systir hans er nú mikill púki
en endilega kíkið í heimsókn
sendi ykkur kveðjur frá litlu púkunum
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 6.11.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.