mikið var og ....

Joyful loksins loksins er hægt að blogga það hefur ekki verið hægt að vista og birta það sem húsfreyjan hefur gert ansi margar tilraunir en ekkert hefur gerst,en þið kæru vinir vonandi hafið þið nú ekki gefið upp vonina að gumpablogginu sé alveg lokið en nei ekki alveg á næstunni,

s,l. viku hefur nú ýmislegt verið að gerast hjá okkur,krílin eru hætt með pela og nánast hætt með bleiju Smile komin vika síðan sú ákvörðun var tekin að prófa aftur og gengur það mjög vel,pestin sem gekk hér bersersgang í s,l. viku að feðginin voru mjög lasin,en dóttirin ætlaði sér í skólann daginn eftir og það tókst,bóndinn var ennþá mjög slappur daginn eftir en komst til vinnu seinnipartinn,en líkaminn hjá þeim var nokkra daga að jafna sig,en lítla daman og mamma hennar sluppu alveg Joyful veit ekki hversvegna en við erum mjög heppinn,

húsfreyjan hefur verið mjög dugleg að mæta í Orkubúið alla daganna nema sunnudaga og gengið vel að æfa,slatti af vöðvaverkjum fyrstu daganna en það þarf nú meira til að mæta ekki,skrifa allt samviskulega niður og held dagbók,

á laugardaginn þá ætluðum við að kíkja í réttirnar en veðrið ekki voða spennandi og krílin vildu ekkert fara úr bílnum svo við tókum fínann bíltúr,og áttum notalega stund heima við,og um kvöldið fórum við í fertugs afmæli það var bara fínt góður matur,það var stöðug innribarátta hjá húsfreyjunni en gerði aðeins tilraunir með að blanda geði við fólk,og það var gott að komast heim þó seint væri en allt gekk vel hér heim,Anna María og Bjarni Sævar gistu hér og hjálpuðust að passa með Gyðu Dögg en krílin voru sofnuð áður en við fórum og sváfu án þess að vakna,sem sagt allir ánægðir Wink

ekki hefur verið hægt að fara gönguferðir þessa dagann vegna roks og rigningar svo sem allt í lagi með rigninguna en í gær var loksins hægt að fara gönguferð og ætluðum við til Guðbjargar systur en hún átti von á okkur en var ekki komin heim svo við tókum lengri ferð og enduðum hjá vinkonu okkar á Hölavöllunum og að venju var vel tekið á móti okkur, stoppuðum ekki lengi svo drifum við okkur heim,krílin orðin þreytt enda eru þau nánast alveg hætt að leggja sig á daginn en það væri ekki verra að þau gerðu það stutta stund,þau eru frekar þreytt þegar seinnipartinn af deginum eru langt komin en allt hefst þetta að lokum,

við hjónin fórum stutta bæjarferð í dag,húsfreyjan þurfti að hitta læknir og gekk sú heimsókn vel en það var orðin þörf fyrir þeirri heimsókn,fórum í Bónus á heimleiðinni en vorum á ferðinni einmitt þegar mesta umferðin var úff ekki væri neitt spennandi að þurfa að lenda í þessari umferð tvisvar á dag Frown 

krílin voru í pössun hjá afa og Eygló á meðan og voru þau ánægð með það en það er svo sem ekkert spennandi að þvælast í bíl og sofna þegar dagurinn er langt komin og rugla svo kvöldsvefninn nei þá er gott að hafa góða að sem geta passað krílin,

mikið óskaplega er tíminn fljótur að líða og dagarnir það er alveg að koma oktober og styttist óðum í þriggja ára afmæli krílanna,erum búin að ákveða hvað verður á boðstólum í þeirri veislu og kemur það í ljós síðar Wink allavega er okkur farið að hlakka til,

erum með næturgesti í nótt,Anna María og Bjarni Sævar gista hjá okkur,foreldrarnir eru á sólarströnd fóru í morgun en amma þeirra dvelur hjá þeim á meðan en við vorum búin að lofa þeim að það væri í lagi að gista þó svo skóli væri næsta dag svo það er verið að koma þeim í háttinn,og það stittist í að húsfreyjan fari líka í bólið en bóndinn þarf að fara á fund kl tíu í kvöld frekar seint en það er áríðandi fundur hjá björgunarsveitinni,

en jæja vona að ég get vistað og birt þetta,var búin að senda fyrir spurn en hef ekkert svar fengið,  eigið góða nótt og góðan dag framundan

Kissing til ykkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já til hamingju þér hefur tekist þetta kveðja þín systir

Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

þakka þér systir kíktu við tækifæri  það er ekki svo langt á milli,

kv systir

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 25.9.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

158 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband