búið að klára eitt herbergi,læknisheimsókn og áskorun

hér á bæ er búið að framkvæma breytingu á einu herbergi mála og koma fyrir nýjum gardínum og ljósi og það er ekkert smá breyting það þarf nú ekki mikið til eða kosta mikið til að fá nýtt útlit,og í gær þá var gólfið tekið og skafið af því gamalli málningu í öllum regnboga litum,já gumpurinn sat á gólfinu og skóf,og skrúbbaði um leið og að endingu var bónað og gólfið er nánast eins og nýtt,enda mikil vinna þar að baki og afleiðingin heilsunar ekki góð eftir þessa daga að mála,skrapa,skrúbba og bóna en mikil ánægja og gleði eftir að allt var búið,Gyða Dögg svaf í stofunni þessa tvo daga en í dag var svo raðað rúmi og dóti Bríetar í nýja herbergið og komin himnasæng yfir rúmið og litla daman svo spennt að hún hefur verið að máta rúmið ásamt Sölva í allan dag og bjóða góða nótt en rúmið hennar Gyðu er þar líka en við ætlum að fara að drífa hitt herbergið af,svo núna sefur litla daman í sínu rúmi í nýju herbergi Joyful

annars hafa síðustu dagar verið góðir þrátt fyrir rigningu og rok en það er nú bara fínt að fá alskonar veður,á laugardaginn var bæjarferð og krílin voru hjá frændfólki í breiðholtinu á meðan foreldrar og stóra systir fóru í verslunarleiðangur,keiftum sundbol,innanhússkó og stuttar æfingabuxur fyrir íþróttirnar og það kom sér vel útsalan í Intersporti,við kíktum í Perluna en þar var sport fatnaður og skór markaður,þar fundum við flísfatnað á elstu stelpuna frá 66 norður og borguðum 3500 kr fyrir og það kallast víst kjarakaup fyrir buxur og peysu Smile

stoppuðum svo hjá frændfólki með krílunum og komum heim um kvöldmatarleitið,sunnudagurinn letidagur en bóndinn var að vinna fyrripartinn og svo bara góður fjölskyldu dagur,og dagarnir líða hratt í gær fór gumpurinn í sitt reglulega viðtal og skoðun hjá heimilislækninum,lyfin hafa haft aðeins gert breytingu eftir að skammturinn var stækkaður en það er langt í land eins og læknirinn orðaði það næsta skref er hjá sálffræðingi fljótlega,hafa þeir rætt saman og voru sammála að meðferð hjá sálffræðingi væri næsta skref,en við ræddum líka að það sé hugarfarsbreyting og mikill vilji að ná bata en erfitt sé að ná alveg bata og þessi kvíði og hræðsla við að hafa samskifti við annað fólk er því miður ekki að breytast en við vonum það besta,svo er enn verið að rannsaka dofann með höfuðverkjunum,svimanum og svo þessi hátíðnihljóð í höfðinu en þá dofnar heyrnin og það er eins og allt fjarlægist í smá tíma en svo minkar þetta og hverfur,svo að heimilislæknirinn er í sambandi við einhverja kollegga sýna og það á að ræða næsta skref,

hef ekkert komist í gönguferðir síðan fyrir helgi,heilsan má vera betri en það rætist vonandi úr því en ætlaði að rölta í gær en krílin voru frekar lúin og vildu ekki fara út í vonda veðrið er þau litu út um gluggann en voru í góðum leik hér heima en við tókum smá bílferð á meðan Gyða Dögg fór á fótboltaæfingu í þessu líka svakalegu rigningu en henni fannst gaman hún var í regnfötum og ekkert blaut,hún fór svo í afmæli til bekkjarsystur sinnar á mömmu míu en ekki fór pizzan þar vel í hana og voru magaverkir að hrjá hana þar til í dag,en auðvitað langar henni í afmæli og það má hún svo gjarnan en oft verður hún veik eftir þær veislur,svo er afmæli á fimmtudaginn hjá góðum vini hennar og hún ætlar að mæta þar og þar fær hún eitthvað sem hún getur borðað Smile 

gumpurinn fór í hraðbanka á meðan beðið var eftir dömunni á æfingu og þar hitti hún eina frænku og höfum við lítið sést,við spjölluðum aðeins saman en það var ekki auðvelt,því miður en vildi óska að samskiftin við fólk væri auðveldari en kemst oftast einhvernvegin í gegnum það,þó svo að það sjáist nú ekki utan á manni þá er innri baráttan mikil,hef verið sagt við mig að hva þú getur alveg talað við mig þegar þetta hefur borið upp en það er bara ekki svo auðvelt,svo er búið að bjóða okkur í skýrnar veislu næsta sunnudag og er enn verið að ákveða hvort í hana verður farið og önnur veisla þar næstu helgi partýveisla og enn er verið að athuga hvort farið verður í hana en auðvitað langar manni að fara þó svo ekki væri nema smá stund,

í vikunni ætlar gumpurinn að fara í Orkubúið og hitta vinkonu þar og skrá sig í áskorundarkeppnina sem varir í 12 vikur og þar er ýmislegt sem boðið verur upp á því námskeiði og í leiðinni að fá smá sjálftraust og það ríkir tilhlökkun í gumpinum og ætlar að hafa gaman af og hafa þetta bara skemmtilegt,en jæja ætlar ekki að hafa þetta lengra í kvöld,það stittist í háttinn vona að þið eigið góða nótt og góðan dag framundan,svo langar gumpinum að þakka öllum þeim sem lesa bloggin það var verið að benda gumpinum á að það eru margar heimsóknir svo það er bara ánægjulegt að fá heimsóknir hvort sem þær eru fár eða margar en takk kærlega fyrir allar heimsóknirnar

Kissing til ykkar

  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð systir ég kvita nú yfirleit fyrir komu minni hér.

Ég verð nú að fara að koma og sjá þessar breitingar hjá þér en það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana vonandi sjáumst við sem fyrst.

Kveðaj Helga systir

Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

takk fyrir innlitið,jamm kíktu við tækifæri er með safn að réttum fyrir þig að skoða

kv systir

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 10.9.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

158 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband