3.9.2008 | 22:52
það er ennþá sumar
það er alveg yndislegt hvað haustið byrjar vel og vonandi verður það eitthvað áfram, sólin ekkert að spara geislana,hlýtt og ekki vindasamt,er hægt að biðja um betra haust nei held ekki,í gærmorgun þá fóru Gyða Dögg og pabbi hennar snemma í bæjarferð í heimsókn til tannlæknis og sú heimsókn heppnaðist vel og tannlæknirinn var mjög ánægður með tennurnar og gaf henni stjörnugjöf þá hæðstu fyrir velhirtar og óskemdar tennur og það er víst ekki algengt að börn á þessum aldri séu ennþá með alveg óskemdar tennur svo var flúor sett á tennurnar og næsta heimsókn eftir ár,
daman alveg rosalega montin ásamt foreldrum eftir þessa velheppnuðu ferð til tannlæknisins og er daman sko staðráðin að halda áfram að passa tennurnar sínar,fór svo í skólann kl tíu en var lasin í ristlinum og með vaxtaverki í fótunum svo hún fór ekki á fótboltaæfingu en kláraði heimanámið og á aðeins eftir lestur það sem eftir er af vikunni,krílin mín dafna bara mjög vel og blómstra út og orðaforðin mikið að aukast ásamt getu til ýmisa verkefna bæði hér heima,útivið og á leikskólanum,fórum í heimsókn til afa og krílin skelltu sér í heita pottinn ásamt Sigga og var fjör,afi voða hress að vanda og allir hundarnir já og Siggi enda engin ástæða til annars,Ásta frænka ásamt Emiliu komu þar við og var nú ýmislegt spjallað og gaman var það
komum svo heim um kl fimm en kíktum í heimsókn til Ellu ömmu og þar var langamma í heimsókn okkur var boðið upp á vöfflur með sultu og rjóma ekkert smá gott en við tókum með okkur eplakökuna góðu og gáfum með okkur að smakka og fékk kakan góða einkunn,komum heim klukkutíma seinna og undirbjuggum kvöldmat,svo sem ekki eldað en skyr ásamt rjóma í boði og það er alltaf borðað vel af því,svo voru krílin orðin frekar þreytt og sofnuðu strax upp úr kl hálf átta, bóndinn fór á æfingu og elsta dóttirinn fékk að vera úti til níu,það er voða erfitt að vera inni þegar svona veður er en var svo sofnuð kl tíu ásamt mömmu sinni en hún fór í bólið hálftima fyrr vegna mikils svima og höfuðverkja og svaf frekar ílla þá nótt,
í morgun þá var farið á ról um hálf sjö það er að segja krílin en mamma þeirra var búin að vera á vappi öðru hverju s,l. nótt og orkumikil eftir ellefu tíma svefn og báðu um brauð með banana og osti og lgg plús, lýsi og vitamín ásamt öðrum fjölskyldu meðlimum,svo dreif fólkið sér út og leiðir skildu hér við götuna,elsta d´ttirin í skólann,bóndinn á vörubílinn og mamman með krílin á leikskólann og þar fyrir utan hittum við afa að fara með Sigga og Lotta var með í för og hún er æðisleg krílin eru svo hrifin af henni,reyndar hrifin af öllum hundunum þeirra afa og Eyglóar, eftir spjall og Lotta knúsuð vel og innilega þá héldum við áfram á deildina og var að venju vel tekið á móti okkur
svo meið slatti heimilisverka húsfreyjunar er heim var komið,sett í þvottavél,búið um rúm,gluggar opnaðir,vaskað upp og loksins morgunmatur ásamt lyfjum,Ásta frænka kom í heimsókn og var mikið skrafað og hleigið Guðbjörg systir kom líka og meira skrafað og hleigið og við kláruðum pöntun upp úr Margareta listanum og pöntuðum þar líka jólagjafir jamm bara fínt að fara að kaupa þær smátt og smátt,eftir að leiðir skildu nálægt hádegi og börnin komin heim og tóku sinn lúr,fórum við í gönguferð og það var gengin nokkuð stór hringur ásamt Ástu og Guðbjörgu svo við fótboltavöllinn en við kíktum á stelpurnar okkar á æfingu þar bættist Emilia í hópinn,og gangan hélt áfram og hittum Birgittu vinkonu okkar og áttum smá spjall, komum svo nokkuð þreytt heim kl fimm en þá fór elsta dóttirinn ásamt vinkonu sinni með krílin á leikskólann í klukkutíma og á meðan þá steikti húsfreyjan fiskibollur,kom karteflum í pott,kláraði að mála gluggann í herberginu og hann er alveg eins og nýr,matur tilbúin hálf sjö og var hraustlega teikið til matarsins,allir nokkuð dasaðir eftir hita dagsins og krílin sofnuð fyrir áttambóndinn í vinnu til níu og við mæðgurnar tókum aðeins til við að sortera dót,og nú stittust í svefn,svo við heyrumst bara síðar,hafið það sem allra best
kveðja
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlits kvitt Ágústa.Maður lifandi þú ert svo orkumikil kveðja til þín Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.9.2008 kl. 08:23
takk Heiður mín,jamm það er verið að virkja orkuna er ekki alstaðar verið að virja
kveðja yfir til ykkar
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 4.9.2008 kl. 08:30
Bara að kvitta fyrir innlitið dúllan mín
Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.