26.8.2008 | 21:23
Hugleiðing...........fjölskyldulíf
þrá mannssins eftir hamingju má að verulegu leyti fullnægja innan fjölskyldunnar,þar getum við fundið það sem við öll venjulega þráum,vissu um að einhver þarfnast okkar,meti okkur að verðleikum,elski okkur,gott og hlýlegt samband innan fjölskyldunnar getur fullnægt þessari þrá á dásamlegan hátt,það getur skapað andrúmsloft gagnkvæms trausts,skilnings og ástúðar,þá verður heimilið raunverulegt öryggi frá erfiðleikum og ólgu umheimsins,börn geta notið öryggiskenndar og persónuleikar þeirra blómstrað óhindrað.
er þetta fjölsskyldulíf eins og við vildum sjá það í reynd ? en ekkert af þessu kemur af sjálfu sér,hvernig er hægt að öðlast það ? hvers vegna á fjölskyldulífið svo erfitt uppdráttar á mörgum heimilum ? hver er sá lykill sem skiptir sköpum um hamingjusamt fjölskyldulíf og óhamingjusamt um fjölskyldu sem er sameinuð böndum ástúðar og hlýju og fjölskyldu þar sem ríkir kuldi og sundrung ?
þú hefur góða og gilda ástæðu til að láta þér mjög umhugað um velferð og hamingju fjölskyldu þinnar,finnir þú fullnægjandi svör við þessum spurningum mun það eiga drjúgan þátt í að tryggja að fjölskyldulíf þitt verði hamingjuríkt,og það sem meira er,það getur gefið þér traust að til sé sá sem býr yfir óviðjafnanlegum mætti,góðvild og visku og þú getur leitað hvenar sem þú þarft,það sem getur leitt fjölskyldu þína svo að hún öðlist hamingju.
við erum öll ófullkomin,höfum öll galla og ýmsir veikleikar koma upp á yfirborðið þrátt fyrir okkar besta vilja,fullkomleiki er mannlegum mætti ofviða,öll viljum við að litið sé á okkur og komið fram við okkur sem einstaklinga,hver eru viðbrögð okkar þegar einhver gerir óhagstæðan samanburð á okkur og einhverjum öðrum,telur eiginleika okkar og hæfileika ef til vill lakari en hans ? venjulega erum við særð eða reið,í reyndinni erum við að segja,en ég er ekki hann,ég er,slíkur samanburður hefur yfirleitt ekki mótandi áhrif því að við viljum að okkur sé sýndur skilningur.
enginn ávinnur sér virðingu með því að skipa einhverjum öðrum að virða sig,það þarf að ávinna sér virðingu með tali sínu,breytni og því sem hann er,hvetjið hvort annað í því sem þið takið ykkur fyrir hendur,hrósið hvort öðru,smáu orðin segja mikið,og tíminn líður,njóttu þess að gera eitthvað fyrir aðra,þú getur gert ýmislegt sem er jákvætt og uppbyggilegt,sú staðreynd verður ekki umflúin að það sem þú gerir hefur áhrif á aðra,ef einn í fjölskyldunni þjáist líður öllum ílla,ef einn er sífellt kvartandi eða uppreisnargjarn er friði allrar fjölskyldunnar spillt,eigi fjölskyldulífið að vera hamingjuríkt verður einn og sérhver að gera sitt.
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
158 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19586
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta er aldeilis hugleiðing :) Eins og fagmaður
Vel gert
Er mjög sammála þér í þessu en gæti ekki orðað þetta svona vel
Kristín Bessa (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 15:49
takk elsku systir,það er ýmislegt sem kemur upp í kollinum á mér þegar ég verð andvaka á næturnar,sjáumst vonandi fljótlega,við söknum þín og elskum þig
kv frá fjölskyldu þinni á Dalbrautinni
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 28.8.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.